Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Heilsuboðskapur Gamla Testamentisins hefur ekki verið betrum bættur af nútíma læknavísindum

Vegna fréttanna um Vottana þá langaði mig aðeins að benda á nokkur atriði. Þær reglur um heilsu og hreinlæti í Gamla Testamentinu hefðu án efa bjargað tugþúsunda lífa ef farið hefði verið eftir þeim í gegnum mannkynssöguna. Það tók langann tíma fyrir "vísindin" að komast að sömu niðurstöðu og Gamla Testamentið varðandi hreinlæti og margt varðandi heilsu. Hérna eru greinar sem fjalla ítarlegra um það:

http://www.answersingenesis.org/creation/v26/i1/hygiene.asp

http://www.answersingenesis.org/creation/v17/i1/medicine.asp

http://www.godandscience.org/apologetics/bibletru.html#Cure

Þegar syndugir menn sem vita ósköp lítið og hafa lifað í ósköp skamma stund koma með hugmyndir sem eru ekki í samræmi við Biblíuna eins og Atkins með sinn megrunarkúr þá vel ég það sem Biblían segir fram yfir það án þess að hika.

En varðandi Vottana. Biblían varar við snertingu blóðs frá dýrum og öðrum manneskjum og það er mjög góð ástæða fyrir því, til að koma í veg fyrir að sjúkdómar berist frá mönnum eða dýrum. Þetta er ráðlegging til að bjarga lífum og virkar. En það sem Vottarnir hafa gert er að breyta góðum ráðum sem fela í sér blessun yfir í bölvun með því að þegar nauðsynlega þarf á blóði að halda til að lifa af þá hafna þeir því og uppskera dauða með heimsku sinni.

Kær kveðja,
Halldór


mbl.is Þáði ekki blóð og lést af barnsförum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svar við grein sem styður kenninguna um eilífar þjáningar hinna syndugu

Ímyndaðu þér að taka gæludýr þitt sem þér þykir vænt um, hella yfir það bensíni og kveikja á. Ímyndaðu þér að þú heyrir öskrin og lætin þegar það reynir að sleppa undan þjáningunum. Hvernig myndi þér líða?

Þetta er það sem sumir kristnir vilja meina að Guð muni gera við synduga menn. Í rauninni gera við Hans eigin börn sem Hann skapaði og þykir vænt um.

Nú, að greininni sem ætlar að verja þetta. Maður myndi ætla að eina ástæðan sem einhver myndi hafa til að verja slíka kenningu væri af því að Biblían kennir þetta svo augljóslega að það er ekki hægt að komast hjá því. Svo að þessi grein ætti að vera morandi í Biblíuversum sem segja beint út að hinir syndugu munu kveljast að eilífu. En af einhverjum ástæðum er það ekki svo. Svo kíkjum á greinina og sjáum hvað hún hefur að segja.

http://www.jonathan-edwards.org/Eternity.html: First, I shall briefly show that it is not inconsistent with the justice of God to inflict an eternal punishment. To evince this, I shall use only one argument, viz. that sin is heinous enough to deserve such a punishment, and such a punishment is no more than proportionable to the evil or demerit of sin. If the evil of sin be infinite, as the punishment is, then it is manifest that the punishment is no more than proportionable to the sin punished, and is no more than sin deserves. And if the obligation to love, honor, and obey God be infinite, then sin which is the violation of this obligation, is a violation of infinite obligation, and so is an infinite evil

Aðal atriðið sem greinarhöfundur reynir að gera hérna er að eilífar þjáningar eru réttlætanlegar ef að syndin er óendanlega vond. Syndin sem greinarhöfundur vill meina að er óendanlega vond er að elska og heiðra ekki Guð. Ég veit ekki beint með hvaða rökum maður getur hrakið þetta. Mér finnst að öllum ætti að þykja vænt um Guð vegna þess að Hann gaf þeim allt sem þeim þykir vænt um en óendanlega vont?

Fyrir mitt leiti þá er þetta einfaldlega ekki rétt. Guð vill að okkar þyki vænt um Hann og aðalega vegna þess að Honum þótti vænt um okkur fyrst. Þegar kemur að því að refsa syndurum þá er það vegna synda eða brot á lögmáli Guðs svo að allir geti sagt að dómurinn var réttlátur. Ef aðal syndin er að þykja ekki vænt um Guð þá er það eins og eiginmaður sem skipar eiginkonu sinni til að elska sig og ef hún gerir það ekki mun hann brenna hana lifandi. Svona getur sannur kærleikur ekki virkað.

Second, I am to show that it is not inconsistent with the mercy of God, to inflict an eternal punishment on wicked men. It is an unreasonable and unscriptural notion of the mercy of God, that he is merciful in such a sense that he cannot bear that penal justice should be executed.
...
It would be a great defect, and not a perfection, in the sovereign and supreme Judge of the world, to be merciful in such a sense that he could not bear to have penal justice executed.

Ef maður trúir að Guð sé góður og að við erum gerð í ímynd Guðs þá ættum við að geta greint milli góðs og ills. Við ættum að geta þekkt í sundur hatur frá kærleika og greint á milli hamingju og kvala. Eitt af einkennum kærleikans er að finna til með öðrum, óska þeim velfarnaðar og hamingju. Það sem síðan einkennir hatrið er að það vill öðrum illt og gleðst þegar sorgir og þjáningar heimsækja þá sem hatrið beinist að. Ef okkar grunnforsenda er að Guð er kærleikur og eins og Biblían talar um þá elskar Guð hina synduga og vill ekki að neinn glatist þá hlýtur Guð að finna til með þeim sem upplifa kvalir, hvort sem viðkomandi er syndugur eða ekki. Með þetta í huga þá hlýtur það að Guð láti einhvern upplifa kvalir vera eitthvað sem er Guði þvert um geð en Biblían segir að á dómsdegi mun Guð gera þetta svo hvað er það sem gerir það að verkum að Guð mun gera eitthvað sem Hann færir Honum ekkert nema sorg? Svarið er réttlæti. Guð verður að refsa þeim er völdu að gera illt á þessari jörð. Alveg eins og í dómskerfinu okkar þá á refsingin að hæfa glæpnum og Biblían segir það að refsingin verður mismunandi mikil eftir verkum. Svo gæti miskunsamur Guð valið að refsa einhverjum með kvölum og aldrei hætta því? Ég segi hiklaust nei. Einhver sem laug tvisvar þrisvar, stal nokkrum sinnum og óhlíðnaðist foreldrum sínum af og til, að hans refsing getur ekki verið eilífar kvalir í eldi. Aftur á móti einhverjar kvalir og að fá ekki aðgang að eilífu lífi á himnum er aðeins réttlátt. Ef Guð er virkilega fullkominn þá hlýtur Hann að geta refsað fullkomlega og eilífar kvalir getur varla telist góð refsing, hvað þá hin fullkomna refsing.

For we see that God in his providence, does indeed inflict very great calamities on mankind even in this life.

Hérna verð ég að vera ósammála. Guð er ekki að leggja kvalir og sorg á fólk í þessu lífi. Ef einhver hafnar Guði þá yfirgefur Hann viðkomandi og hann uppsker líf án Guðs. Ísrael hafnaði Guði aftur og aftur og afleiðingarnar voru hræðilegar en það var ekki Guði að kenna heldur fjarveru Hans sem var samkvæmt vilja þjóðarinnar á hverjum tíma. Einhverjar raunir setur Guð að vísu á okkur eins og í 1. Mósebók þá bölvar Guð jörðinni og segir það vera gott fyrir okkur. Svo jafnvel ef Guð lætur okkur upplifa eitthvað sem við teljum vont þá er það til okkur til góðs.

1. It is suitable that God should infinitely hate sin, and be an infinite enemy to it. Sin, as I have before shown, is an infinite evil, and therefore is infinitely odious and detestable. It is proper that God should hate every evil, and hate it according to its odious and detestable nature. And sin being infinitely evil and odious, it is proper that God should hate it infinitely.

Það er rétt að það er rökrétt að Guð hati syndina óendanlega mikið. En Biblían er alveg skýr að þótt að Guð hati syndina þá elskar Hann syndarann þótt að Hans reiði hvílir yfir syndaranum. Það er aðeins þeir sem neita að beygja sig, neita að iðrast og snúa sér frá ranglæti sem verður refsað. Óbeint gegn vilja Guðs því að Hann vill að allir menn komist til iðrunar. En fyrst að Guð hatar syndina þá er aðeins rökrétt að Hann vilji ekki hafa hana nálægt sér. Þannig að eina leiðin fyrir Guð að losna við syndina er að tortýma henni. Ef kenningin um eilífar kvalir hinna syndugu er rétt þá þyrfti Guð að hlusta á öskur hinna syndugu og hafa syndina sífellt fyrir augum sér því að Guð er alvitur og er alls staðar á öllum tímum. Svo hugmyndin að varðveita syndarann til að kvelja hann væri alveg einstaklega slæm lausn fyrir Guð sem er fullkominn, miskunsamur og kærleiksríkur.

First, the Scripture everywhere represents the punishment of the wicked, as implying very extreme pains and sufferings. But a state of annihilation is no state of suffering at all. Persons annihilated have no sense or feeling of pain or pleasure, and much less do they feel that punishment which carries in it an extreme pain or suffering. They no more suffer to eternity than they did suffer from eternity.

Hérna eru strámannsrök á ferðinni gagnvart því að Guð mun eyða syndurum. Að eyða syndurum í eldi hlýtur að vera sársaukafullt og líklegast mismunandi sársauki eftir glæpum viðkomandi enda allt annað væri óréttlátt og við vitum að Guð er réttlátur.

They should know themselves that justice takes place upon them, that God vindicates that majesty which they despised, [and] that God is not so despicable a being as they thought him to be

Það sem þeir eru sekir um er að hafna kærleikanum og hafna Guði. Þar sem Guð er uppspretta lífs þá eru þeir aðeins að fá það sem þeir voru að biðja um, að fá að "lifa" án Guðs sem þýðir dauði.

It is reasonable that they should be sensible of their own guilt, and should remember their former opportunities and obligations, and should see their own folly and God's justice.

Það sem er sanngjarnt er að þeir[syndarar] eiga að vita er að þeir hafa brotið gegn Guði og það sem hjálpar þeim að sjá það eru boðorðin tíu. Þeirra samviska segir þeim að það er rangt að stela, ljúga og myrða og út frá því standa þeir sekir frammi fyrir Guði. Eins og Rómverjabréfið talar um, vegna lögmálsins þá er allur heimurinn sekur frammi fyrir Guði. En ég er nokkuð viss um að enginn meðlimur Vantrúar eða nokkur sem trúir ekki á Guð sjái einhverja sekt í því og að mínu mati er það ekki óréttlátt.

If the punishment threatened be eternal annihilation, they will never know that it is inflicted. They will never know that God is just in their punishment, or that they have their deserts.

Ég er nokkuð viss um að sjá eldhafið og vita að þú værir á leiðinni þangað myndi láta þig vita að refsingin væri hræðileg og Biblían segir að þeir munu vita um sekt sína, hvernig sem Guð mun fara að því.

And to that in Job 21:19, 20, "God rewardeth him, and he shall know it; his eyes shall see his destruction, and he shall drink of the wrath of the Almighty."

Smá kaldhæðni að þessi grein vísí í ritningar texta sem segir að hinir syndugu munu sjá eyðingu sína. Aðeins einn af mörgum textum sem segja að hinum syndugu verði eytt en ekki haldið á lífi til að kvelja þá.

Eze. 22:21, 22, "Yea, I will gather you, and blow upon you in the fire of my wrath, and ye shall be melted in the midst thereof. As silver is melted in the midst of the furnace, so shall ye be melted in the midst thereof; and ye shall know that I the Lord have poured out my fury upon you."

Aðeins fleiri vers sem tala um eyðingu hinna syndugu en styður ekki kenninguna um eilífar kvalir.

These several passages of Scripture infallibly prove that there will be different degrees of punishment in hell, which is utterly inconsistent with the supposition that the punishment consists in annihilation, in which there can be no degrees.

Þetta er algjörlega rangt hjá greinarhöfundi. Að vera eytt með mismiklum sársauka er einmitt að vera refsað eftir gjörðum sínum. Hvernig á að refsa fólki mismikið þegar það er allt í logum vítist? Á virkilega hitastigið að vera breytilegt í helvíti?

This seems plainly to teach us, that the punishment of the wicked is such that their existence, upon the whole, is worse than non-existence. But if their punishment consists merely in annihilation, this is not true

Eins og hefur komið fyrir áður þá myndi maður auðvitað búast við því að eyðingin sjálf væri sársaukafull alveg eins og maður í þessu lífi sem myndi vera brenndur lifandi myndi þjást við það. Það sem þeir sem predika þessa kenningu um eilífar þjáningar eru að gera er að segja að eitthvað sem við höfum aldrei séð áður muni gerast; viðkomandi mun ekki farast í logunum heldur mun Guð einhvern veginn varðveita hann til þess að láta þjáningarnar aldrei hætta.

The wicked, in their punishment, are said to weep, and wail, and gnash their teeth; which implies not only real existence, but life, knowledge, and activity, and that they are in a very sensible and exquisite manner affected with their punishment

Hvað myndi gerast ef maður væri brenndur lifandi í dag? Myndi hann ekki gráta og gnísta tönnunum en auðvitað ekki að eilífu.

Yea, they are expressly said to have no rest day nor night, but to be tormented with fire and brimstone forever and ever, Rev. 20:10.

Hérna verður að leiðrétta því að Opinberunarbókin 20 segir aðeins að dýrið og falsspámaðurinn munu vera kvaldir að eilífu en þetta eru bæði táknmyndir í spádómum og ekki raunverulegt fólk.

Opinberunarbókin 20:9Þær stigu upp á víðan völl jarðar og umkringdu herbúðir heilagra og borgina elskuðu. En eldur féll af himni ofan og eyddi þeim. 10Og djöflinum, sem leiðir þær afvega, var kastað í díkið elds og brennisteins, þar sem bæði dýrið og falsspámaðurinn eru. Þau verða kvalin dag og nótt um aldir alda.

Eins og vanalega segir Biblían að hinum syndugu verði eytt. Síðan eftir það vers þá er talað um dýrið og fálsspámanninn, svo þarna er ekki verið að tala um alvöru fólk.

It is doubtless called the second death in reference to the death of the body, and as the death of the body is ordinarily attended with great pain and distress, so the like, or something vastly greater, is implied in calling the eternal punishment of the wicked the second death. And there would be no propriety in calling it so, if it consisted merely in annihilation

Biblían kallar þetta hinn annan dauða vegna þess að það eru tvær upprisur. Ein er til eilífs lífs og hin er til dóms þar sem viðkomandi horfist í augu við sinn dóm og tortýmingu sem er hinn seinni dauði. Við vitum muninn á lifandi fólki í dag og síðan dauðu og þess vegna ætti okkar skilningur á því hvað hinn seinni dauði er.

Opinberunarbókin 20:5Aðrir dauðir lifnuðu ekki fyrr en þúsund árin voru liðin. Þetta er fyrri upprisan. 6Sælir og heilagir eru þeir sem eiga hlut í fyrri upprisunni. Yfir þeim hefur hinn annar dauði ekki vald heldur munu þeir vera prestar Guðs og Krists og ríkja með honum um þúsund ár.

Depart, ye cursed, into everlasting fire, prepared for the devil and his angels." Now the punishment of the devil is not annihilation, but torment

Eins og kemur fram í Esíkíel 28 þá mun djöflinum verða eytt svo þetta er einfaldlega rangt.

It is strange how men will go directly against so plain and full revelations of Scripture, as to suppose notwithstanding all these things, that the eternal punishment threatened against the wicked signifies no more than annihilation.

Það er sannarlega skrítið að það dugar ekki til að Biblían segir marg oft að hinum syndugu verði eytt og samt afneita því og halda í þá kenningu sem gerir Guð að skrímsli. Ef þetta væri virkilega Biblíuleg kenning þá væri til eitt vers sem segði að Guð mun refsa syndurum með eilífum þjáningum en það vers er ekki til í allri Biblíunni.

But the punishment of the wicked will not only remain after the end of the world, but is called everlasting, as in the text, "These shall go away into everlasting punishment." So in 2 Thes. 1:9-10, "Who shall be punished with everlasting destruction from the presence of the Lord, and from the glory of his power; when he shall come to be glorified in his saints," etc. - Now, what can be meant by a thing being everlasting, after all temporal things are come to an end, but that it is absolutely without end!

Það bókstaflega skelfir mig að einhver geti vitnað í vers sem segir að hinir syndugu munu verða eytt að eilífu og samt afneitað að Biblían kennir þetta. Ef einhver vill ekki trúa þá svo sem geta engin rök og engar sannanir breytt því.

Rev. 14:11, "The smoke of their torment ascendeth up for ever and ever

Að reykurinn rísi upp endalaust þýðir ekki að fólk er að kveljast að eilífu. Biblían segir alveg skýrt að aðeins þeir sem eru í syninum geti lifað að eilífu, þ.e.a.s. verið til. En kenningin um eilífar þjáningar segir að morðingar og þjófar hafi líf, eru í syninum en...sú tilvera er í þjáningum. Þetta er algjörlega tilgangslaust og án stuðnings frá Biblíunni.

Rev. 20:10, "Shall be tormented day and night, for ever and ever."

Mjög blekkjandi og jaðrar við lygi að nota þetta vers svona. Eins og ég áður benti á þá segir þetta vers ekkert um örlög hinna syndugu.

Doubtless the New Testament has some expression to signify a proper eternity, of which it has so often occasion to speak. But it has no higher expression than this: if this do not signify an absolute eternity, there is none that does.

Já, það er gott vers sem útskýrir bæði hvað Biblían á við með eilífð, meira að segja eilífum eldi og síðan hver örlög hinna syndugu er.

Júdasarbréf 7 Eins og Sódóma og Gómorra og borgirnar umhverfis þær, sem drýgt höfðu saurlifnað á líkan hátt og þeir og stunduðu óleyfilegar lystisemdir, þær liggja fyrir sem dæmi, líðandi hegningu eilífs elds.

Eru Sódóma og Gómorra ennþá að brenna í dag?

For if there be a dying of the worm and a quenching of the fire, let it be at what time it will, nearer or further off, it is equally contrary to such a negation - it dieth not, it is not quenched.

Jafnvel þótt að ormurinn deyi ekki eða að eldurinn slokknar ekki þá þýðir það ekki að þeir sem verða fyrir þessu munu lifa að eilífu þar í þjáningum.

Tel þetta duga sem svar við þeim rökum sem greinin reynir að færa fyrir þessari kenningunni um eilífar þjáningar hinna syndugu.

Kannski er eitt af því sem er að rugla í fólki er sú hugmynd að sálin er ódauðleg en það er ekkert vers í Biblíunni sem segir að sálin er ódauðleg. Biblían segir aftur á móti mjög skýrt að aðeins Guð hefur ódauðleika og Guð mun aðeins gefa þeim sem taka við Kristi þann ódauðleika.

Tímótesarbréf 6:15 konungur konunganna og Drottinn drottnanna. 16 Hann einn hefur ódauðleika, hann býr í ljósi, sem enginn fær til komist, hann sem enginn maður leit né litið getur. Honum sé heiður og eilífur máttur. Amen.

Hið athyglisvera er að það sem djöfullinn sagði við Evu var að hún skildi ekki deyja á meðan Guð sagði að ef hún borðaði af trénu þá myndi hún deyja. Ennþá í dag er fólk að velja að trúa djöflinum frekar en Guði.

Þetta er búið að vera ágætlega löng grein en mannstu hvernig hún byrjaði? Dýrið sem var að kveljast í eldinum. Ímyndaðu þér að það er ennþá að brenna, ennþá að kveljast. Virkar sem dáldið langur tími ekki satt? Samt aðeins brota, brota brot af ári, hvað þá þúsund árum eða miljónum eins og sumir kristnir vilja láta Guð gera við sín eigin börn. Ég fyrir mitt leiti skil ekki þá sem velja að trúa þessu þrátt fyrir að Biblían segi skýrt að þetta er ekki svona og að þetta lætur Guð líta út fyrir að vera verri en djöfulinn nokkur tímann.

Í von um að augu einhverra opnist varðandi þetta mikilvæga efni.

Kveðja,Halldór


Hver er refsing Guðs, eilífar þjáningar í eldi eða eilífur dauði?

Öll trúarbrögð hafa ákveðna kenningu um hvað gerist þegar maður deyr. Hvort sem það eru gyðingar, hindúar, búddistar, kristnir eða guðleysingjar.  Á meðal kristinna eru mismunandi skoðanir og mörgum finnst það skrítið það sem þeir vita ekki betur en allir kristnir hafi sömu Biblíuna. Það er alveg rétt að kristnir hafa sömu Biblíuna en vegna heiðinna áhrifa þá hafa villu kenningar komist inn í marga kristna söfnuði. 

Mín afstaða er sú að þegar maður deyr þá sefur hann þar til dómsdags. Eftir dómsdag þá annað hvort öðlast fólk eilíft líf eða ekki, þ.e.a.s. að það deyr og verður aldrei til aftur. Mér finnst hugmyndin að Guð kvelji fólk að eilífu vera hræðilega, hreinlega útilokar að Guð geti verið kærleiksríkur og er í andstöðu við það sem Biblían segir. Biblían lofar okkur þeim tíma þegar engin sorg eða kvöl sé til en ef það á að kvelja fólk í eldi þá er þetta loforð lygi. Svo hérna koma versin og rökin fyrir minni afstöðu að helvíti er í rauninni eilífur dauði og að Biblían kenni ekki eilífar þjáningar fyrir þá sem glatast.

Sálin
Þegar Guð skapar manninn þá er því lýst svona:

1 Mósebók 2:7Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál.

Þannig að sálin er líkami plús lífsandi. Þannig að ef þessi sameining anda og líkama rofnar þá hættir sálin að vera til.

Margir telja að sálin sé eilíf, að hún sé til utan líkamans er það er ekki svo samkvæmt Biblíunni því aðeins Guð er ódauðlegur.

Tímótesarbréf 6:15 konungur konunganna og Drottinn drottnanna. 16 Hann einn hefur ódauðleika, hann býr í ljósi, sem enginn fær til komist, hann sem enginn maður leit né litið getur. Honum sé heiður og eilífur máttur. Amen.

Hvað gerist þegar maður deyr?
Lang flestir hafa heyrt orðið "ashes to ashes, dust to dust" en þau eru notuð í Biblíunni til að lýsa því sem gerist þegar einstaklingur deyr.  Hérna eru nokkur þannig vers:

1. Mósebók 3:19 Í sveita andlitis þíns skalt þú neyta brauðs þíns, þangað til þú hverfur aftur til jarðarinnar, því að af henni ert þú tekinn. Því að mold ert þú og til moldar skalt þú aftur hverfa!

Jobsbók 34:14 Ef hann hugsaði aðeins um sjálfan sig, ef hann drægi til sín anda sinn og andardrátt,     15 þá mundi allt hold gefa upp andann og maðurinn aftur verða að dufti.

Ástand hinna dauðu
Job spurði þessara spurningar: Jobsbók 14:10 En deyi maðurinn, þá liggur hann flatur, og gefi manneskjan upp andann _ hvar er hún þá?   Við sjáum einstakling og vitum að hann er þarna en við dauðan þá skeður eitthvað undarlegt, einstaklingurinn er ekki lengur þarna. Aðeins tóm skel sem síðan verður að mold.  Svo flestir sem sjá þetta vilja vita hvað varð um einstaklingin sem áður bjó í viðkomandi líkama.

Aftur og aftur þá lýsir Biblían ástandi hinna dauðu við svefn. Hérna eru nokkur vers sem gera akkurat það.

Sálmarnir 76:6 Hinir harðsvíruðu urðu öðrum að herfangi, þeir sofnuðu svefni sínum, og hendurnar brugðust öllum hetjunum.

Póstulasagan 7:59 Þannig grýttu þeir Stefán. En hann ákallaði Drottin og sagði: "Drottinn Jesús, meðtak þú anda minn." 60 Síðan féll hann á kné og hrópaði hárri röddu: "Drottinn, lát þá ekki gjalda þessarar syndar." Þegar hann hafði þetta mælt, sofnaði hann. 8:1 Sál lét sér vel líka líflát hans

Jóhannes 11:11 Þetta mælti hann, og sagði síðan við þá: "Lasarus, vinur vor, er sofnaður. En nú fer ég að vekja hann." 12 Þá sögðu lærisveinar hans: "Herra, ef hann er sofnaður, batnar honum."     13 En Jesús talaði um dauða hans. Þeir héldu hins vegar, að hann ætti við venjulegan svefn.    
14 Þá sagði Jesús þeim berum orðum: "Lasarus er dáinn

Salómon sem Biblían segir hafa verið vitrasta mann í sögunni, hann lýsir þessu svona:

Predikarinn 9:5 Því að þeir sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar, því að minning þeirra gleymist.  6 Bæði elska þeirra og hatur og öfund, það er fyrir löngu farið, og þeir eiga aldrei framar hlutdeild í neinu því, sem við ber undir sólinni.

Hvað með þá trú að þegar þú deyrð þá ferðu beint til himna?
Flestir hafa séð auglýsinguna þar sem ungmenni deyja í bílslysi og síðan fara "sálir" þeirra til himna nema þess sem var svo óheppinn að nota bílbelti. 

Póstulasagan 2:29 Bræður, óhikað get ég við yður talað um ættföðurinn Davíð. Hann dó og var grafinn, og leiði hans er til hér allt til þessa dags.  
...
34 Ekki steig Davíð upp til himna, en hann segir: Drottinn sagði við minn drottin: Set þig mér til hægri handar

Helvíti í Gamla Testamentinu
Í öllum þeim skiptum sem orðið helvíti kemur fyrir í Gamla Testamentinu þá er verið að þýða orðið "sheol" sem þýðir gröfin.  Eina ástæðan fyrir því að sumstaðar hafa þýðendurnir valið orðið "helvíti" til að þýða sheol er vegna þess að um vondann einstakling er að ræða. Síðan þegar góður einstaklingur fer einnig til "sheol" þá er það þýtt sem gröfin svo að góðir einstaklingar fara ekki til helvítis.  Málið er samt einfalt, orðið "sheol" þýðir gröfin og góðir og vondir fara þangað. Svo í öllu Gamla Testamentinu þá ætti orðið helvíti í rauninni aldrei að koma fyrir.

Helvíti í Nýja Testamentinu
Í Nýja Testamentinu þá er staðan aðeins flóknari vegna þess að það er skrifað á grísku og þess vegna geta menn villst í að taka trúarlegar hugmyndir grikkja inn í þýðingu orðanna.  Þau grísku orð sem notuð eru til að lýsa þeim stað sem vondir fara eru eftirfarandi: Gehenna, Hades, Tartarus.  Við höfum samt enga ástæðu til að halda að hvað helvíti er í Gamla Testamentinu breytist þegar við komum í hið nýja.

Rómverjabréfið 2:4 Eða lítilsvirðir þú ríkdóm gæsku hans og umburðarlyndis og langlyndis? Veist þú ekki, að gæska Guðs vill leiða þig til iðrunar?  5 Með harðúð þinni og iðrunarlausa hjarta safnar þú sjálfum þér reiði á reiðidegi, er réttlátur dómur Guðs verður opinber.

Biblían talar um dag reiðinnar, þegar þeir sem glatast munu verða fyrir reiði Guðs þannig að þegar einhver deyr þá fer hann ekki til einhvers staðs sem kallaður er helvíti.  Enn frekar í Matteusar guðspjalli þá talar Kristur um að þetta gerist við enda veraldar.

Matteus 13:40 Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar.  41 Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja, 42 og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna.

Helvíti er eyðing hinna óréttlátu
Örlög þeirra sem glatast er að þeir hætta að vera til. Það er ekki eilífar kvalir heldur eilífur dauði.

Malakí 4:1 Því sjá, dagurinn kemur, brennandi sem ofn, og allir hrokafullir og allir þeir er guðleysi fremja, munu þá vera sem hálmleggir, og dagurinn sem kemur mun kveikja í þeim _ segir Drottinn allsherjar _ svo að hvorki verði eftir af þeim rót né kvistur.

Sálmarnir 92:7 Þegar óguðlegir greru sem gras og allir illgjörðamennirnir blómguðust, þá var það til þess að þeir skyldu afmáðir verða að eilífu

Jesaja 13:9 Sjá, dagur Drottins kemur, grimmilegur, með heift og brennandi reiði, til að gjöra jörðina að auðn og afmá syndarana af henni.

Hvað á þá Biblían við með þessum versum?
Það eru vers í Biblíunni sem margir telja að segi að Biblían kenni þjáningar að eilífu handa þeim sem glatast en ég tel augljóst að ef nánar er skoðað þá er það rangt. Skoðum nokkur af þeim versum sem notuð eru til að styðja eilífar þjáningar hinna vondu.

Matteusarguðspjall 25:41 Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: ,Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld, sem búinn er djöflinum og árum hans.

Sumir telja að fyrst að eldurinn sem talað er um hérna er eilífur eldur þá hljóta þeir sem lenda í honum að kveljast að eilífu en svo er ekki.  Ef við skoðum hvernig Biblían talar á öðrum stað um eilífann eld þá skýrist málið.

Júdasarbréf 7 Eins og Sódóma og Gómorra og borgirnar umhverfis þær, sem drýgt höfðu saurlifnað á líkan hátt og þeir og stunduðu óleyfilegar lystisemdir, þær liggja fyrir sem dæmi, líðandi hegningu eilífs elds.

Sódóma og Gómorra voru eyðilagðar með eilífum eld en þær eru ekki að brenna enn þann dag í dag. Taka einnig eftir því að þær voru settar fram sem dæmi um hvað mun gerast á dómsdegi og þessum borgum var tortýmt.

Dæmisagan um Lasarus er oft notuð til að styðja kenninguna um eilífar þjáningar, hérna er hún:   

Lúkasarguðspjall 16:19 Einu sinni var maður nokkur ríkur, er klæddist purpura og dýru líni og lifði hvern dag í dýrlegum fagnaði. 20 En fátækur maður, hlaðinn kaunum, lá fyrir dyrum hans og hét sá Lasarus.  21 Feginn vildi hann seðja sig á því, er féll af borði ríka mannsins, og jafnvel hundar komu og sleiktu kaun hans.  22 En nú gjörðist það, að fátæki maðurinn dó, og báru hann englar í faðm Abrahams. Ríki maðurinn dó líka og var grafinn. 23 Og í helju, þar sem hann var í kvölum, hóf hann upp augu sín og sá Abraham í fjarska og Lasarus við brjóst hans. 24 Þá kallaði hann: ,Faðir Abraham, miskunna þú mér, og send Lasarus, að hann dýfi fingurgómi sínum í vatn og kæli tungu mína, því ég kvelst í þessum loga.` 25 Abraham sagði: ,Minnstu þess, barn, að þú hlaust þín gæði, meðan þú lifðir, og Lasarus böl á sama hátt. Nú er hann hér huggaður, en þú kvelst.

Þegar kemur að dæmisögum þá eru þær sagðar til að kenna ákveðinn sannleika. Oftar en ekki eru þær fullar af myndlíkingum og táknmyndum til að útskýra eitthvað og mjög oft þá eru þær ekki að fjalla um alvöru fólk þótt það komi fyrir.  Svo spurningin vaknar, á maður að taka þessa dæmisögu bókstaflega?  Er það virkilega þannig að þegar vondur einstaklingur deyr að þá fer hann til heljar og síðan getur fólk sem er á himni talað við þá?  Biblían segir að það er ekki hægt að tala við þá sem deyja svo eitthvað er hérna strax ekki í lagi við að taka þetta bókstaflega.  Síðan fer gamli maðurinn í faðm Abrahams. Hvergi í allri Biblíunni er talað um að þeir sem deyja fari í faðm Abrahams enda mjög svo undarlegt svo mér finnst þegar hér er komið það augljóst að það er ekki hægt að taka þessa dæmisögu bókstaflega. Það er ekki að mínu mati hægt að réttlæta það að trúa því að þessi saga lýsi raunverulegum atburðum.

Opinberunarbókin 14:11 Og reykurinn frá kvalastað þeirra stígur upp um aldir alda, og eigi hafa þeir hvíld dag eða nótt, þeir sem dýrið tilbiðja og líkneski þess, hver sá sem ber merki nafns þess.

Þótt að reykur stígi upp að eilífu þá þýðir það ekki að þeir sem urðu fyrir eldinum halda áfram að lifi og þjást; enginn hefur séð það gerast á þessari jörð svo undarlegt að fara að byrja að halda þannig núna án nokkurar fyrirmyndar.  Hérna er síðan gripið inn í spádóm sem fjallar um eitthvað sem mun gerast á þessari jörð en ekki um loka afdrif þeirra sem glatast.  Taka síðan eftir því að hérna er aðeins verið að fjalla um þá sem taka við merki dýrsins en ekki alla vonda.

Matteusarguðspjall 25:45 Hann mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.` 46 Og þeir munu fara til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs."

Ef refsingin er dauði eða tortýming eins og áður hefur komið fram þá er engin spurning um að sú refsing varir að eilífu en það þýðir ekki að einhverjar þjáningar vara að eilífu.

Það sem mun gerast
Eftir dómsdag þá verður enginn dauði til og engar þjáningar.  Allt hið hræðilega sem var til á þessari jörð verður farið og Guð mun skapa allann heiminn upp á nýtt.  Ef fólk væri enn að þjást að eilífu þá myndi aldrei sá tíma koma þar sem kvöl er ekki lengur til en Guð lofar því að sá tími mun koma þegar engin kvöl eða harmur mun vera til.

Opinberunarbókin 21:4 Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið." 5 Og sá, sem í hásætinu sat, sagði: "Sjá, ég gjöri alla hluti nýja," og hann segir: "Rita þú, því að þetta eru orðin trúu og sönnu."

Síður sem fjalla um þetta efni:
http://ecclesia.org/truth/hell.html   - Fjallar um hvernig orðið "helvíti" birtist í mismunandi þýðingum og upprunalega textanum.

http://www.helltruth.com/QA/tabid/225/Default.aspx  - Spurningar og svör varðandi þetta efni.

http://www.helltruth.com/Resources/FreeVideoLibrary/tabid/243/Default.aspx  - Tvö video þar sem frábær ræðumaður sem útskýrir þetta efni mjög vel.

Vonandi útskýrir þetta fyrir einhverjum hvað Biblían segir um helvíti og sýnir að Guð er kærleiksríkur, jafnvel þegar kemur að þeim sem hafna Honum.


Viðtal við frægan fyrrverandi guðleysingja

Ekki trúarrit eða trúarleg reynsla heldur rökréttar ályktanir út frá þeim staðreyndum sem við vitum alheiminn sannfærði fyrrverandi guðleysingja að Guð væri til.  Það sem er einnig áhugavert við þetta er að guðleysingjar bera oft því saman við að trúa á Guð sé eins og að trúa á tannálfinn eða jólasveininn en sá samanburður gengur ekki upp. Börn trúa stundum að jólasveininn eða tannálfurinn er til en þegar það vex úr grasi þá hættir það að trúa á svona hluti. Það er ekki eins og að á gamals aldri byrjar einhver að trúa að jólasveinn er til. En það er allt öðru vísi með trúnna á Guð. Mjög margir komast til trúar á Guð eftir að þeir eru komnir á fullorðins aldurinn og góð dæmi um þetta eru t.d. mjög greindir og hæfileikar ríkir menn eins og C.S. Lewis og Anthony Flew.

Hérna er linkur á viðtalið og vonandi hafið þið gaman af:

http://www.tothesource.org/10_30_2007/10_30_2007.htm


« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 802831

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband