Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Hvað er að vera kristin?

Þegar einhver segist vera kristin þá hefur það mismunandi þýðingu fyrir hvern og einn. Í huga sumra þá þýðir það einfaldlega að viðkomandi reynir að vera góð persóna og trúir að Guð sé til, ekki mikið meira en það. En að tengja sig við Jesú Krist með því að kalla sig kristin er að mínu mati að segjast trúa að Jesús er Guð og þá trúa þeirri opinberun sem við höfum á Jesú í Biblíunni. Skoðum hvað Biblían segir um þetta efni:

Rómverjabréfið 10:9. Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða.

Þegar kemur að Lúthersku þjóðkirkjunni þá hefur hún ákveðna trúarjátningu sem hljóðar svona:

Ég trúi á Guð, föður almáttugan,
skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason,
Drottin vorn, sem getinn er af heilögum anda,
fæddur af Maríu mey,
píndur á dögum Pontíusar Pílatusar,
krossfestur, dáinn og grafinn,
steig niður til heljar,
reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum,
steig upp til himna,
situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs
og mun þaðan koma að dæma
lifendur og dauða.
Ég trúi á heilagan anda,
heilaga, almenna kirkju,
samfélag heilagra,
fyrirgefningu syndanna,
upprisu holdsins og eilíft líf.
Amen.

Mér finnst persónulega að þeir sem trúa þessu ekki ættu að sýna heiðarleika og segja sig úr þjóðkirkjunni. Verst að mig grunar að það eru jafnvel prestar sem predika á hverjum sunnudegi í þjóðkirkjunni sem trúa þessu ekki; ég get ekki séð það annað en hræsni og þjófnað, þjófnað því að þú ert beðinn um að sinna ákveðnu starfi en viðkomandi vinnur á móti því.  Í þessu máli þá styð ég baráttu Vantrúar að aðskilja ríki og kirkju. 

Þeir sem líta á mig sem dæmandi besserwissera og eru mér ósammála þá er viðkomandi að segja að ég hafi rangt fyrir mér, sem sagt að viðkomandi viti betur en ég.  Sem hlýtur að gera viðkomandi að besserwisser sem að mínu mati allir menn með skoðanir eru. Auðvitað telur maður sig vita betur en þeir sem maður er ósammála, annars myndi maður skipta um skoðun og halda áfram að halda að maður viti betur en þeir sem maður er ósammála.


Það er til Guð! Fyrrverandi leiðandi guðleysingi skipti um skoðun og gaf út bók

Einn af frægari guðleysingjum Anthony Flew hefur gefið út bók þar sem að hann útskýrir afhverju hann trúir núna á Guð. Bókin heitir "There is a God - How the worlds most notorious atheist changed his mind". There Is a God: How the World's Most Notorious Atheist Changed His Mind

Það hlýtur að þurfa mikið til að draga til baka það sem þú hefur haldið fram opinberlega, skrifað bækur um það og verið leiðandi fyrir þetta viðhorf. Maður að nafni Anthony Flew var einn af frægari guðleysingjum okkar tíma og hafði verið það í hátt í 50 ár.  Hann skrifaði margar bækur um efnið og rökræddi við kristna opinberlega í sjónvarpi og útvarpi.  En vegna sannana út frá hönnun og fleiri rökum þá skipti hann um skoðun og í þessari bók útskýrir hann afhverju. Þegar kemur að hönnun þá eru það einkenni hönnunar í frumunni sem sannfærði Flew. Einnig uppgvötanir í "cosmology" eins og að ef hraði eða massi rafeindar væri bara aðeins öðru vísi þá væri enginn möguleiki á tilvist lífs.

Það er gott að það komi fram að Anthony Flew er ekki orðinn kristin, aðeins að hann er kominn á þá skoðun að þessi heimur hlýtur að hafa verið skapaður af Guði.

Þetta er bók sem allir sem hafa áhuga á þessu efni ættu að lesa.

Hérna er linkur á bókina hans á Amazon: http://www.amazon.com/There-God-Notorious-Atheist-Changed/dp/0061335290/ref=pd_bbs_1/104-5077042-0651918

 

 


Spurningar handa guðleysingjum

Guðleysingja vinur minn Elmar svaraði nokkrum spurningum á áhugaverðann hátt sem gerði það að verkum að mig langaði að spyrja hann aðeins fleiri spurninga.  Svo hérna koma þessar spurningar og allir þeir sem trúa ekki á Guð og trúa ekki að Biblían sé frá Guði meiga endilega reyna að svara og taka þátt.

  • Okkar þekking á alheimnum segir að alheimurinn hafði byrjun það þýðir að það sem orsakaði alheiminn verður að hafa verið fyrir utan alheiminn; hvað heldurðu að það hafi verið?
  • Náttúrulögmálin eru mjög fín stillt til að líf geti verið til, líkurnar eru svo litlar að sumir vísindamenn hafa fundið upp þá hugmynd að það hljóti að vera margir alheimar.  Hvað finnst þér vera besta útskýring á því að náttúrulögmálin eru svona ótrúlega fínstillt?
  • Enginn veit fyrir víst hvernig lífið byrjaði, ég persónulega trúi að Guð hannaði það. Er þín afstaða gagnvart þessari spurningu byggð á jafn mikli trú og mín?
  • Reynsla mannkyns segir okkur að við sem vitrænir hönnuðir getum búið til upplýsingar og sett saman marga hluti til að búa til flókin tæki. Enginn hefur séð náttúrulega ferla gera svona hluti svo hvað gerir það að verkum að þér finnst það vísindalegt eða yfirhöfuð trúlegt að náttúrulegir ferlar gátu búið til allt það sem við finnum í náttúrunni?
  • Hvernig gátu náttúrulegir ferlar, röð af "góðum" stökkbreytingum búið til tæki eins og þetta hérna: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/279720/
  • Hvernig getur ferli sem snýst um að lifa af, þar sem hinn hæfasti lifir af, búið til veru eins okkur sem elskar annað fólk, upplifir hamingju við að horfa á eitthvað fallegt eða finna ánægju af því að hlusta á tónlist?
  • Vissir þú að eina forna bókin sem mannkynið á sem hefur ekki breyst í gegnum aldirnar er Biblían?
  • Ef þú trúir að tilviljanir og náttúrulegir ferlar bjuggu allt til, hvernig veistu þá að myrða er af hinu illa, að það er rangt að stela eða að ljúga er rangt?
  • Ef Guð er til og dæmir þig, ættir þú skilið eilíft líf eða eilífan dauða?

Í von um vingjarnlega og málefnalega umræðu.

Kveðja,
Mofi


Spurningar handa Sunnu Dóru

Þar sem að Sunnu fannst mín spurning um afstöðu hennar gagnvart Biblíunni ekki passa inn í viðkomandi umræðuefni þá langar mig að búa þannig vettvang til.  Þegar menn eru að rökræða kristna trú og þýðingu á Biblíunni þá skiptir eitt höfuð máli og það er afstaða þeirra til Biblíunnar sjálfrar. Svo hérna koma nokkrar spurningar handa Sunnu og vona að hún hafi ekkert á móti því að ræða þær.

  • Trúir þú því að Biblían sé innblásin af Guði?
  • Trúir þú því að Guð sé til?
  • Trúir þú að Jesú sé Guð?
  • Trúir þú að önnur trúarbrögð eins og Búddismi og Islam séu rétt eða röng?
  • Kemur Jesú einhvern tímann aftur?

Ég vona að Sunna taki vel í þetta enda ekki illa meint.

Kveðja,
Mofi


Þjóðkirkjan hætt að byggja trú sína á Biblíunni

Það svo sem gerðist fyrir nokkru síðan að Þjóðkirkjan hætti að taka mark á Biblíunni þegar kom að samkynhneigðum og þessi síðasta ályktun er aðeins eitt af þeim skrefum.  Samkvæmt Biblíunni þá eru kynmök tveggja karla synd og þegar kirkja opinberlega segir svo ekki vera þá fullyrðir hún að hún veit betur en Guð. Hvernig er hægt að tilbiðja Guð sem þér finnst vera einhver vitleysingjur sem þú þarft að hafa vit fyrir?

Fyrst að Þjóðkirkjan telur Guð hafa rangt fyrir sér í þessu hvað verður þá næst?  Fyrst að meirihluti syndugra manna í kirkjunni getur ákveðið hvað í Biblíunni er rétt og hvað er rangt hvað verður þá næst fyrir valinu?

Kristnir eiga að vera ljós í heiminum, hérna talar Kristur um hvað það þýðir að vera ljós.

Jóhannesarguðspjall 3:16. Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
17. Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.
18. Sá sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki, er þegar dæmdur, því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina.
19. En þessi er dómurinn: Ljósið er komið í heiminn, en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið, því að verk þeirra voru vond.
20. Hver sem illt gjörir hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins, svo að verk hans verði ekki uppvís.

Það sem ljósið gerir er að opinbera vond verk. Þeir sem elska myrkrið fremur en ljósið munu hata hvern þann sem bendir á þeirra vondu verk. Það er ekki öfundsvert hlutverk að segja frá því sem Biblían segir vera vond verk því mjög líklega fær maður aðeins hatur fyrir það.  En mér er það augljóst að Þjóðkirkjan er ekki lengur ljós í okkar landi eins sorglegt og það er.

Ég fyrir mitt leiti tel það vera rangt yfirhöfuð að Ísland skuli hafa ríkis kirkju og vona að þetta sé skref í þá átt að alvöru aðskilnaður eigi sér stað.


mbl.is „Verum meðvituð um að niðurstaða er fengin og gleðjumst yfir því"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svör við spurningum Grétars Ómarssonar

Sá lista af spurningum sem Grétar nokkur Ómarsson lét inn hjá góðum mbl bloggara henni G. Helgu Ingadóttur. Þar sem spurningarnar snérust ekki beint að efni greinarinnar þá leyfi ég mér að svara spurningunum hérna.

Vil að það komi vel fram að þetta eru mín svör og G. Helga Ingadóttir er örugglega ekki sammála öllum mínum svörum.

Svo, hérna koma spurningarnar hans Grétars og eru þær í italics.

Hvenær voru Adam og Eva til?.

Getum aðeins gískað á það en Biblían gefur sterklega til kynna fyrir sirka sex þúsund árum.

Á hvaða tíma voru risaeðlurnar uppi?.

Sama tíma og við mennirnir.

Hvað greiðir þú mikið af tekjum þínum til söfnuðarins?.

Það er einkamál hvers og eins. Enginn í mínum söfnuði að minnsta kosti veit hvað ég borga til hans svo það er enginn sem getur gagnrýnt hvort það er of lítið eða mikið.

Hver er safnahirðirinn?.

Þessa daganna er það Eric Guðmundsson.

Hefur þú fengið fyrirgefningu synda þinna?.

Já.

Er Benny Hinn galdramaður?.

Nei, að mínu mati er Benni Hinn loddari af verstu gerð.

Hvað er sólin?

Best að leyfa einhverjum öðrum að svara því, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Sun

Fylgist guð með þér?

Guð Biblíunnar fylgist með mér og þér.

Hvenær kemur Jesú aftur?.

Enginn maður veit það, aðeins Guð sjálfur veit það.

Hver var Horus?. Var hann líkur Jesú?. Hver er munurinn á þeim?.

Nei, ekkert líkur Jesú. Getur lesið meira um Horus og samanburð við Jesú hérna: http://www.christian-thinktank.com/copycatwho2.html

Er kóraninn bara þvæla?. Eru múslimar rugludallar að trúa á Allah?.

Kóraninn inniheldur orð Múhammeðs eða þeir sem sögðu vera skrifa upp það sem Múhammeð sagði. Að stórum hluti er Kóraninn að segja frá sömu sögum og Biblían nema í þetta skiptið ekki þeir menn og spámenn sem virkilega upplifðu atburðina heldur aðeins Múhammeð að segja sína útgáfu af þessum atburðum.  Þeir t.d. trúa að Allah er Guð Biblíunnar, að Allah er Guð Abarahams, Ísaks og Jakobs. Þeir vilja aðeins meina að Biblíunni hafi verið breytt ( að vísu kom það töluvert eftir Múhammeð ) og að Kóraninn hafi verið sendur af Guði til að leiðrétta Biblíunna og á að vera síðustu skilaboð Guðs til mannkyns.  Ég einfaldlega trúi ekki að Múhammeð hafi verið spámaður frá Guði. Sá guð sem birtist í Kóraninum sem Allah er allt öðru vísi en Guð Biblíunnar og Múhammeð gerði ekkert til að staðfesta að Guð sendi hann.  Múslimar eru ekkert rugladallar fyrir að trúa Kóraninum og örugglega margar ástæður örugglega fyrir þeirra trú. 

Elskar guð mig?, af hverju ætlar hann þá að senda mig til helvítis ef ég aðhyllist ekki orð hans?. 

Já Guð elskar þig, engin spurning í mínum huga.  Spurningin er ekki afhverju hann myndi senda þig til helvítis heldur afhverju ætti Guð að gefa þér eilíft líf.  Ef þú hefur stolið, logið og hatað náunga þinn þá áttu ekki skilið eilíft líf.

Af hverju skapar guð fólk sem ekki trúir á hann?.

Góð spurning og ég veit ekki um eitthvað svar sem ég "veit" að sé rétt en hérna er grein sem fer inn á þetta efni og gefur kannski innsýn í þetta efni, sjá: http://docs.google.com/Doc?id=dfvstsdt_7dsvvnq

Er til eitthvað sem heitir frjáls vilji?, ef svo er, gætir þú útskýrt hvernig hann virkar eða vinnur?.  

Frjáls vilji er kraftaverk sem við upplifum á hverjum degi. Það að Guð gaf gefið dufti jarðarinnar þennan hluta af sjálfum Sér, frjálsann vilja er eitt af því stórkostlegasta sem ég veit um.  Þú t.d. velur hvort þú svarar þessum athugasemdum mínum eða yfirhöfuð lest þær. Þannig kemur frjáls vilji fram í þínu lífi...

Ef hann er tilbúinn að fyrirgefa morðingum svo lengi sem þeir aðhyllist og trúi á orð hans, af hverju ætti hann ekki að taka við fólki sem alla tíð hefur verið heiðarlegt og gott til himna?. 

Guð er tilbúinn að fyrirgefa öllum sem iðrast og snúa sér frá vondum vegum til góðra verka. Hann er tilbúinn að endurskapa þann anda sem í þeim.  Ef einhver hefur verið heiðarlegur og góður allt sitt líf, hafi ekki stolið eða logið eða girnst það sem aðrir eiga og elskað náungann eins og sjálfan sig þá efast ég ekki um að viðkomandi öðlist eilíft líf.

Hvað verður um börnin sem deyja undan sprengjum Ísraelsmanna, ef þau trúa ekki, sendir þinn guð þau til helvítis?.  Ef svo er, þá vill ég ekki fylgja þínum guði.

Engin leið að vita hvernig Guð dæmir en mín persónulega skoðun er að börn fari til himna enda ekki ábyrg fyrir þeim aðstæðum sem þau eru í. Þau eru saklaus af því að fremja illsku og þess vegna komast til himna.

Trúin er sterkasta vopnið sem hægt er að nota í stríði milli manna því ef menn vissu sannleikann væru fórnir manna í stríði fyrir land og þjóð ENGAR!.

Fer það ekki eitthvað eftir hver akkurat trúin er?  Segjum sem svo að einhverjir trúa að ef þeir drepi andstæðing sinn þá eignist þeir mátt hans, hvaða afleiðingu heldur þú að sú trú hafi?  En sú trú að við erum öll börn Guðs og að myrða aðra manneskju er brot á lögum Guðs og að morðingjar geti ekki erft ríki Guðs?

Kær kveðja,
Mofi


Grein í Guardian um skammarlega sögu darwinisma og nýleg ummæli James Watsons

Eitt sem greinarhöfundur klikkar á er að hann segir að Darwin sjálfur hafi ekki haft hugmyndir um að bæta kynþátt með því að "rækta" það.  Eugenics kom beint frá hugmyndum Darwins og Darwin sjálfur orðaði kjarna þeirra hugmyndfræði eins og sést vel í orðum hans í bókinni "The descent of man"

Charles Darwin - The Descent of Man and Selection in Relation to Sex
With savages, the weak in body or mind are soon eliminated; and those that survive commonly exhibit a vigorous state of health. We civilised men, on the other hand, do our utmost to check the process of elimination; we build asylums for the imbecile, the maimed, and the sick; we institute poor-laws; and our medical men exert their utmost skill to save the life of every one to the last moment. There is reason to believe that vaccination has preserved thousands, who from a weak constitution would formerly have succumbed to small-pox. Thus the weak members of civilised societies propagate their kind. No one who has attended to the breeding of domestic animals will doubt that this must be highly injurious to the race of man. It is surprising how soon a want of care, or care wrongly directed, leads to the degeneration of a domestic race; but excepting in the case of man himself, hardly any one is so ignorant as to allow his worst animals to breed.

Hérna er greinin í The Guardian: http://www.guardian.co.uk/comment/story/0,,2196468,00.html


Skemmtilegar og upplýsandi tilvitnanir eftir C.S. Lewis

Rakst á þessar tilvitnanir eftir C.S. Lewis og vildi deila þeim með bloggheimum.  Njótið! 

Can a mortal ask questions which God finds unanswerable? Quite easily, I
should think. All nonsense questions are unanswerable.

Education without values, as useful as it is, seems rather to make man a
more clever devil.

Even in literature and art, no man who bothers about originality will ever be original: whereas if you simply try to tell the truth (without caring twopence how often it has been told before) you will, nine times out of ten, become original without ever having noticed it.

Experience: that most brutal of teachers. But you learn, my God do you learn.

Failures are finger posts on the road to achievement.

Friendship is unnecessary, like philosophy, like art… It has no survival value; rather it is one of those things that give value to survival.

God cannot give us a happiness and peace apart from Himself, because it is not there. There is no such thing.

Has this world been so kind to you that you should leave with regret? There are better things ahead than any we leave behind.

Humans are amphibians - half spirit and half animal. As spirits they belong to the eternal world, but as animals they inhabit time.

I believe in Christianity as I believe that the sun has risen: not only because I see it, but because by it I see everything else.

I gave in, and admitted that God was God.

I sometimes wander whether all pleasures are not substitutes for joy.

If the whole universe has no meaning, we should never have found out that it has no meaning: just as, if there were no light in the universe and therefore no creatures with eyes, we should never know it was dark. Dark would be without meaning.

A man can no more diminish God’s glory by refusing to worship Him than a lunatic can put out the sun by scribbling the word, ‘darkness’ on the walls of his cell.


Er trú á Guð hættuleg mannréttindum? Já segir Evrópuráðið!

Þar sem að maður hefur takmarkað pláss í sjálfum titlinum og vill láta hann hljóma áhugaverðann þá þarf ég að útskýra hvað ég á við.  Evrópuráðið nýlega gaf út ályktun varðandi allar útgáfur á trú á sköpun, hvort sem um ræðir Biblíulega sköpun eða það að álykta að Guð hefði komið nálægt sköpuninni eins og upphaf lífs eða mannkynið sjálft.  Þessi ályktun sagði meðal annars þetta:

If we are not careful, creationism could become a threat to human rights which are a key concern of the Council of Europe

Svo samkvæmt Evrópuráðinu þá er sú trú að Guð kom nálægt sköpun heimsins, lífsins og mannkyns hættuleg mannréttindum.

Á öðrum stað þá voru þeir búnir að skilgreina t.d. vitrænahönnun sem sömu hættu. Hafa ber í huga að það eina sem vitræn hönnun ( ID ) segir er sums staðar í náttúrunni er hægt að greina hönnun. Veigamestu rökin varða uppruna lífs, að DNA og þær prótein vélar sem lesa DNA eru best útskýrð með vitrænni hönnun.

Creationism in any of its forms, such as “intelligent design”, is not based on facts, does not use any scientific reasoning and its contents are definitely inappropriate for science classes.

Evrópuráðið lítur á þá trú að Guð kom nálægt sköpunarverkinu og alla gagnrýni á darwinisma svona:

We are witnessing a growth of modes of thought which, the better to impose religious dogma, are attacking the very core of the knowledge that we have patiently built up on nature, evolution, our origins and our place in the universe
...
The Assembly has constantly insisted that science is of fundamental importance. Science has made possible considerable improvements in living and working conditions and is a not insignificant factor in economic, technological and social development. The theory of evolution has nothing to do with divine revelation but is built on facts

Svo öll trú á Guð og að mannkynið hafi einhvern sess í alheiminum er árás á sjálf vísindin.  Gaman að vita hvað þeir sem lögðu grunninn að nútíma vísindum hefðu um þetta að segja. Kristnir menn sem trúðu á sköpun eins og Roger Bacon sem lagði grunninn að því að tilraunir væru leiðin til að öðlast þekkingu; Leonardo da Vinci  með allar sínar uppfinningar og hugmyndir; Michael Faraday sem ásamt Isaac Newton eru meðal stærstu nafna í sögu vísindanna og svo margir fleiri.  Meira að segja Darwin trúði að skaparinn hefði kannski kveikt lífið og hann trúði að það væri til Guð sem hefði skapað alheiminn. 

Ofstopinn hjá Evrópuráðinu heldur síðan áfram með þessum orðum:

Our modern world is based on a long history, of which the development of science and technology forms an important part. However, the scientific approach is still not well understood and this is liable to encourage the development of all manner of fundamentalism and extremism. The total rejection of science is definitely one of the most serious threats to human rights and civic rights.

Þeir eru vægast sagt að hunsa þeirra kristnu sögu og alla þá kristnu vísindamenn sem lögðu grunninn að þeirra samfélagi.  Hvernig einhver getur látið það út úr sér að ef þú trúir á Guð þá ertu að hafna vísindum er alveg með ólíkindum. Svona menn eru engann veginn hæfir til að gegna opinberum störfum, hvort sem það er að sitja í virðulegum nefndum eða týna rusl.

The war on the theory of evolution and on its proponents most often originates in forms of religious extremism which are closely allied to extreme right-wing political movements. The creationist movements possess real political power. The fact of the matter, and this has been exposed on several occasions, is that some advocates of strict creationism are out to replace democracy by theocracy.

Ótrúlegar fullyrðingar um að meðal þeirra sem aðhyllast sköpun þá eru einhverjir öfgamenn sem vilja afnema líðræði.  Hvernig er hægt að fullyrða svona án þess að koma með sannanir fyrir því? Ég er að vísu á því að einhverjir múslimar vilja það en það verður að gera greinarmun á milli kristinna og múslima, að gera það ekki er óverjandi.

Öfgarnar sem sjást í þessari ályktun Evrópuráðsins eru alveg með ólíkindum. Hvort að kúganir og ofbeldi verði beitt í framtíðinni til að framfylgja svona skoðunum er erfitt að segja en mér finnst allt benda til þess.

Kíkið á þessar tvær mjög fínu greinar um þessa ályktun Evrópuráðsins eftir Albert Mohler og Denyse O'Leary.


Ljóð um skaparann og sálina

Ljóð sem fjallar um strák og hans leit að svörum varðandi móður hans sem deyr. Hvort að hún hafi aðeins verið duft jarðarinnar sem er horfin að eilífu eða hvort hún var eitthvað meira en það.

http://www.someofthepartsbook.com/

 


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband