Ókristileg ræða Gunnars í Krossinum

10-commandments-300x299.jpgGunnar í krossinum var með ræðu síðasta sunnudag þar sem hann fjallaði aftur um hvíldardaginn og virkaði eins og hann væri að ráðast á blog greinina sem ég gerði um það sem Gunnar sagði á Omega fyrir nokkru síðan.  Ræðuna má sjá hérna: Ræða Gunnars í Krossinum 24. mars

Ræðan innihélt of margar rökvillur og rangfærslur að mér finnst ég verða að svara henni.  Til einföldunar þá læt ég sem svo að hvert atriði er beint að mér svo ég svara hverju atriði þannig þó að kannski hafi Gunnar verið að hugsa um einhvern annan þegar hann kom með sín rök.

Ef þú heldur ekki laugardaginn sem hvíldardag þá ferðu til helvítis

Ég hef ekki haldið slíku fram. Taka ber fram að það er Gunnar sem trúir að fólk verði hent í eld og verði þar kvalið um miljónir ára en ekki ég.  Ég aftur á móti hef áhyggjur af frelsun fólks sem velur að hlíða ekki boðorðum Guðs; velur frekar hefðir manna en að hlýða Guði.

Kenna að halda sunnudaginn sé merki dýrsins

Ég hef ekki haldið slíku fram.  Minn skilningur á spádómum Biblíunnar er að það mun koma sá dagur að ákveðið veraldlegt ríki mun neyða fólk Guðs að brjóta boðorðin tíu og heimta sunnudags helgi hald. Þegar menn munu standa frammi fyrir þessu vali, að hlíða mönnum og óhlíðnast Guði þá mun þessi spádómur rættast og merki dýrsins verður að raunveruleika. En þetta er sér umræðuefni út af fyrir sig og erfitt að útskýra í fáum orðum.

Megum ekki vera undir lögmáli – þjónusta dauðans

Gunnar talaði um að menn halda að þjónusta dauðans sé til lausnar og það er misskilningur.  Ef einhver heldur að það sé einhver frelsun í því að halda lögmálið þá er ég sammála Gunnari.  Málið snýst ekki um frelsun frá synd heldur um hlíðni því eins og Kristur sagði „ef þér elskið mig, haldið þá boðorð mín“. 

Verk – að Halda hvíldardaginn

Hve öfug snúið er það að halda því fram að sá sem vill að við hvílumst frá verkum okkar og eigum stund með Guði eins og Hann bað okkur um er einhvers konar verk.  Sá sem vill verk en ekki hvíld á sjöunda deginum er Gunnar sjálfur.

Jesú braut helgi hvíldardagsins

Hérna fer Gunnar alveg yfir strikið.  Ég verð að vona að hann viti ekki hvað hann er að gera.  Það sem hann segir hérna er að Jesú var syndugur en ef Jesú var syndugur þá er enga fyrirgefningu að fá í krossinum! 

Auðvitað braut Jesú ekki hvíldardags boðorðið. Hann sýndi hvernig átti að halda hvíldardaginn heilagan með því t.d. að gera góð verk á hvíldardegi en ekki fylgja hefðum manna sem koma lögum Guðs ekkert við.

Trúareglur – cult

Miðað við samhengið þá virðist Gunnar gefa það til kynna að Aðvent kirkjan er cult.  Ef Gunnar vill halda þessu fram og rökstyðja það frekar þá væri fróðlegt að lesa það.  Til að lesa um hvað Gunnar heldur um cult þá er hægt að lesa um það hérna: Túarreglur (cult) á Íslandi

Blogg síður brugðist við með þvílíkum fyrirgangi og formælingum

Gunnar var í sjónvarpinu að segja hluti sem ég er ósammála og ég gagnrýndi rökin hans, ef einhver vill meta hvort að þetta var fyrirgangur og formælingar þá geta þeir lesa greina hérna: Gunnar í krossinum og að hafna lögum Guðs

Ferð ekki lengur í lögmálið til að hreinsa þig heldur í náð Guðs til að hreinsa þig

Það er alveg skýrt í Gamla Testamentinu að lögmálið hreinsar engan, til þess var helgi dómurinn og fórnarkerfið.  Alveg eins og í dag þá sagði lögmálið þeim hvort þeir þurftu að iðrast og þurftu á fyrirgefningu að halda. Á dögum Gamla Testamentissins þá fóru menn til musterisins en kristnir fara að fótum krossins.

Ég held ekki hvíldardaginn til að hreinsa mig ekki frekar en Gunnar myrðir ekki menn til að fá fyrirgefningu frá hans syndum. Ég held hvíldardaginn af því að lög Guðs segja mér að gera það og þar sem Guð skrifar lög sín á hjörtu endurfæddra einstaklinga þá er það mér ánægja að hvíla mig og eiga samfélag með Guði samkvæmt lögmálinu. 

Maðurinn ekki fyrir hvíldardaginn heldur hvíldardagurinn fyrir manninn

Hvíldardagurinn er sannarlega fyrir manninn, manninum til góðs.  Sé ekki hvernig þetta eru rök gegn hvíldardeginum að Guð gaf manninum þetta boðorð til að vera blessun. Allir sem ég þekki sem halda þetta boðorð upplifa mikla blessun og ef það er eitthvað sem okkar samfélag vantar þá væri það að geta hvílt sig frá daglega stressinu og vandamálum heimsins. 

Einn metur einn dag, annar metur annan dag

Páll var ekki að tala um boðorðin tíu þarna svo það er afskræming á orðum Páls að láta sem svo að hann hafi verið að tala um að það væri í lagi að brjóta hvíldardags boðorðið. 

Skapaði Guð heiminn á sex dögum og hvíldist á laugardegi, halló!

Biblían segir aftur og aftur, bæði í boðorðunum og á fleiri stöðum að Guð hvíldist á sjöunda deginum svo ef Gunnar trúir því ekki þá verður hann að eiga það við sjálfan sig; fyrir mitt leiti þá er Gunnar hérna að gefa í skyn að Biblían er að ljúga þegar hún segir að Guð hvíldi sig sjöunda daginn.

Voru undir náð í eyðimörkinni en ekki lögmáli

Eitthvað er Gunnar að ruglast hérna. Gyðingar fengu lögmálið eða boðorðin tíu áður en þeir fóru í eyðimörkina. Guð gaf þeim hvíldardaginn strax í Egyptalandi og áður en þjóðin fékk boðorðin tíu.

Þeir báðu um lögmál og fengu það

Hérna lætur Gunnar eins og að boðorðin tíu voru eitthvað val, að Guði var alveg sama um hvort að fólk laug, eða stal og eða tilbiðja aðra Guði en fólkið vildi boðorð svo Guð neyddist til að setja þeim reglur.

Lögmálið virkar ekki

Lögmálið hefur ákveðna virkni og Biblían talar mjög skýrt um hver tilgangur þess er. Gunnar svo sem talar líka um þann tilgang svo hann virðist vita hver tilgangurinn er en síðan afneitar þeim sama tilgangi í þessari setningu.  Ég sé aðeins of mikið af hringa vitleysu hjá Gunnari í öllu þessu.  Eitthvað þyrfti Gunnar að lesa sér til um hvað Biblían segir um lögmálið, eins og t.d. að það er heilagt ( Róm 7:12  ), það er fullkomið ( Sálmarnir 19:7 ) og það er lögmál frelsisins sem við eigum að halda alla okkar æfi ( Jakobsbréf 10:12 ).

Reyna að réttlætast með því að halda lögmálið

Hérna er ég alveg sammála Gunnari, menn réttlætast ekki með því að halda lögmálið. En stóra spurningin er hvort að menn vilji halda lögmálið eftir að þeir eru réttlættir af Guði. Ég spurði Gunnar þessarar spurningar í þessari grein hérna en hann hefur ekki þorað að svara, sjá: Opið bréf til Gunnars í Krossinum
 

Ganga fagnandi – annað en aumingja fólkið sem reynir að halda hvíldardaginn

Hvernig er það birgði að hvíla sig og eiga stund með Guði?  Hvernig getur það verið eitthvað annað en blessun að fara eftir boðorðunum tíu og eiga helga stund með Guði?  Var Guð þá að setja einhverjar byrgðar á fólk fyrir syndafallið með því að gera sjöunda daginn heilagan?

Lögmálið úrelt

Hérna segir Gunnar beint út að boðorðin tíu eru úrelt. Ég get ekki skilið það öðru vísi en að núna skiptir engu máli hvernig kristnir einstaklingar hegða sér því að þeir eru undir náð, ekki lögum. Í náð stela þeir og drýgja hór.  Í þessu samhengi langar mig að benda á vers í Hebreabréfinu:

Hebreabréfið 10
26Því að ef við syndgum af ásettu ráði, eftir að hafa öðlast þekkingu á sannleikanum, þá er úr því enga fórn að fá fyrir syndirnar 27heldur er það óttaleg bið eftir dómi og heitum eldi sem eyða mun andstæðingum Guðs. 28Sá er að engu hefur lögmál Móse verður vægðarlaust líflátinn ef tveir eða þrír vottar bera. 29Hve miklu þyngri hegning ætlið þið þá ekki að sá muni vera talinn verðskulda er fyrirlítur son Guðs og metur einskis blóðið, sem sáttmálinn var grundvallaður á, og smánar anda náðarinnar? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Ég er ekki og verð aldrei aðdáandi Gunnars né nokkurra annarra sem koma fram jafn ókristilega og hann gerir...og ég er alveg viss um að hann og hans líkar verða þeir einu sem þurfa að fara í hreinsunareldinn þegar sá tími kemur að þeir kveðja þennan heim...þar verður þeim gert að standa og gera grein fyrir helför sinni að minnihlutahópum í semfélaginu...

TARA, 2.4.2009 kl. 13:05

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dóri minn, svona til þess að sefa hatur þitt á trúsystkyni þín, eigum við ekki bara að skella okkur í Krossinn og þá getur þú útkljáð þetta mál við Gunnar sjálfan. Ég skal fara með þér og getum við jafnvel hitt hann yfir kaffibolla eða á samkomu. Ég er með hann á facebook? Viltu að ég tali við hann?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.4.2009 kl. 15:03

3 Smámynd: Mofi

Hinricus, það myndi fáum detta í hug að gagnrýna mig ef um væri að ræða boðorðið "þú skalt ekki stela".  Mér finnst alveg merkilegt hvernig það er þegar fólk er að verja eitthvað sem er órökrétt og rangt, hvernig það sekkur í rökvillur og hvers konar forapitt til að verja vitleysuna.

Haukur,  svakalega finnst mér ljótt að ásaka mig um hatur þegar ég ver það að halda boðorðin tíu og ver Krist frá því að vera kallaður syndari og vermína kirkjuna fyrir því að vera kölluð cult.  Ef það er einhver sem er að sýna hérna hatur þá er það Gunnar. Ég vil samt ekki saka hann um slíkt þó ég vil gagnrýna efnislega það sem hann sagði í þessari predikun sinni.

Ég og Gunnar erum í email samskiptum og honum er einnig velkomið að tjá sig hérna ef hann vill svara þessu. Eins og vanalega þá ruglast menn á því að hafa ólíkar skoðanir og að vera einhverjir óvinir.

Mofi, 2.4.2009 kl. 15:36

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Og hvað á maður að halda Dóri minn? Sérstaklega þegar þú ræðst á trúsystkyni hvað eftir annað sem eru annarar skoðunar en þú. Ef ég gerði slíkt yrði ég ásakaður um hatur líka. Þetta segir sjálft.

En gott er að þið eruð í bréfasamskiptum, en ég væri vel til að fara með þér og tala við hann, ef þú ert game það er að segja.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.4.2009 kl. 16:09

5 Smámynd: Mofi

Þú átt að halda að trú vörn er af hinu góða og að menn geti rökrætt hluti án þess að það sé eitthvað óvingjarnlegt við það. Finnst þér Gunnar ekki ráðast á mig og mína kirkju í þessari predikun sinni?  Finnst þér efnislega það sem ég bendi á í predikunni ekki vera gilt eða finnst þér í lagi t.d. að segja að Jesú dó syndari?

Kristnir eru sakaðir um hatur á samkynhneiðgum þó þeir taki fram aftur og aftur að þeir hati ekki samkynhneigða, þeir aðeins telja að hún sé röng. Ert þú að boða hatur gegn samkynhneigð ef þú segir að þú teljir að hún sé röng?  

Ef ég væri að gagnrýna kirkju sem bryti boðorðið um að drýja hór eins og þessi kirkja hérna gerir viljandi, sjá: http://www.religioustolerance.org/fam_love.htm 

Værir þú þá að saka mig um hatur gegn þeim fyrir að benda þeim á boðorðið og biðja þau um að hlýða Guði? 

Það eru annars bara tvö vers í Biblíunni sem tala á móti samkynhneigð á meðan hvíldardagurinn er eitthvað sem talað er um oftar en 100 sinnum.

Ég væri svo sem alveg til í að hitta Gunnar... 

Mofi, 2.4.2009 kl. 16:30

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dóri, satt að segja finnst mér þið báðir ráðast að hvor öðrum, og ómal. Þess vegna stakk ég uppá því að hitta hann í eigin persónu, því ósammála mega þið vera, en það hlýtur að vera hægt að komast að samkomulagi til þess að við getum einbeitt okkur að því að boða fagnaðarerindið fremur en að skemma fyrir því með svona óþarfa deilum. Skilur þú hvað ég er að fara? Ég vil að þið grafið stríðsöxina og farið að haga ykkur eins kristnum mönnum sæmir og ég veit að þið eruð báðir færir um. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.4.2009 kl. 16:59

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Mofi

Ég get nú ekki að því gert en einhvern tímann þegar við vorum að skiptast á skoðunum þá fékk ég það á tilfinninguna að allir nema Aðventistar fengju lögheimili hjá Satani. Skoðaðu bara athugasemdirnar þínar. Þær voru mjög særandi.

Mundu svo að við stefnum jú öll að vera sama í himninum, þú, ég, Gunnar og Guðsteinn Haukur. Ég er að hugsa um að hringja og biðja Guð um að leyfa okkur að búa við hlið við hlið í sömu götu. Við þurfum að koma okkur saman um heiti götunnar.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.4.2009 kl. 17:45

8 Smámynd: Mofi

Haukur, að boða fagnaðar erindið og í því felist að brjóta boðorðin tíu er eitthvað sem ég gæti aldrei átt neinn þátt í.   Fagnaðarerindið í mínum huga er fyrirgefning og náð vegna þess að við erum brotleg. Svo að hætta að vera brotleg þegar við fáum fyrirgefningu er lykil atriði þegar kemur að hinu kristna lífi.  Annars gætum við verið að boða að það er í lagi fyrir kristna einstaklinga að ljúga, stela og myrða.  

Við getum alveg samið um að vera sammála um að vera ósammála en ekki að annar aðilinn haldi áfram að predika opinberlega að það er í lagi að brjóta eitt af boðorðum Guðs og ég samþykki að þegja og gagnrýna það ekki. Við eigum auðvitað að geta verið sammála um að vera ósammála og síðan fært rök fyrir okkar afstöðu í framtíðinni án þess að menn líta á það sem eitthvað stríð.

Rósa
Ég get nú ekki að því gert en einhvern tímann þegar við vorum að skiptast á skoðunum þá fékk ég það á tilfinninguna að allir nema Aðventistar fengju lögheimili hjá Satani. Skoðaðu bara athugasemdirnar þínar. Þær voru mjög særandi.

Fólki finnst oft voðalega særandi þegar einhver bendir á það sem betur mætti fara. Ef viðkomandi aftur á móti hefur þann vilja að fylgja Guði eins vel og hann getur þá hefur hann ekkert á móti því að einhver vilji benda honum á hvað mætti betur fara. Sá sem tekur þannig illa er að mínu mati ekki að fylgja Guði heldur að fylgja sjálfum sér og vill eins og guðleysinginn, vera sá sem ræður.

Ég er hérna aðeins að gagnrýna það sem Gunnar sagði í sinni ræðu og það er eins og að það að dirfast að gagnrýna Gunnar er alveg hræðileg. Finnst þér virkilega ekkert hræðilegt við það að segja að Jesú var syndari og að Aðvent kirkjan er cult? 

Af hverju er svona auðvelt fyrir ykkur að gagnrýna mig en eigið voðalega erfitt að gagnrýna það sem Gunnar sagði?  

Sérstaklega er þetta afbrigðilegt þegar það eina sem ég er að segja er að kristnir eiga að fylgja boðorðunum tíu.

Eins og ég hef áður sagt, ég bara efast hvort að sá sem velur að hlýða ekki boðorðum Guðs og Krists er endurfæddur um mun erfa Guðs ríki.  Ef ég hataði einhvern þá myndi ég ekki vara hann við heldur vera alveg sama þótt ég teldi hann vera á leiðinni til glötunnar.  Mér aftur á móti er ekki sama um örlög Gunnars eða safnaðar hans eða Hauks eða þín svo ég læt ekki af að gagnrýna það sem ég tel vera hættulegt.

Kær kveðja,
Halldór

Mofi, 2.4.2009 kl. 19:09

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég hef ekki orðið var við annað en málefnalegan málflutning hjá Mofa í þessari umræðu. Undarlegt að sumt fólk telji þessa gagnrýni hans á hugmyndir Gunnars vera "árásir" á hann.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.4.2009 kl. 19:38

10 Smámynd: Mofi

Takk Hjalti. Maður er orðinn frekar dapur yfir þessum viðbrögðum sem ég upplifi sem stórfurðuleg.  Þú kannski kannast betur við þetta en flestir, að efnisleg gagnrýni er sett upp sem einhver persónuleg árás og að þið eruð bara að reyna að vera með leiðindi en ekki að þið hafið raunverulega efnislega gagnrýni fram að færa.

Mofi, 2.4.2009 kl. 19:46

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Ég las ekki það sem Gunnar sagði eða skrifaði. Það eina sem ég var að rifja upp það voru þín orð sem innihalda dóm gagnvart trúsystkinum þínum. Ég hef sjálf upplifað dóm frá þér en ég sem betur fer læt það ekkert skemma mig og sambandið mitt við Guð.

Ég get alls ekki dæmt um hver fari til himins og hver fer ekki þangað.

Dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmdir.

En þú mátt alveg lifa í þeirri trú að þú sért að fylgja Guði og við hin ekki. Ef það hjálpar þér að halda haus þá go on.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.4.2009 kl. 20:04

12 Smámynd: Rebekka

Nákvæmlega svona umræður hjálpa mér að halda mér frá trúarbrögðum.  Eruð þið ekki öll örugglega að trúa á sama Jesú hérna?  Er Biblían ekki nógu vel skrifuð?  Hvert er eiginlega vandamálið ef þið getið ekki einu sinni verið sammála um hvenær á að hvíla sig?  Hver og einn segir líklega "jú Biblían er skýr, en það er FÓLKIÐ sem er að misskilja...".  Hvert ykkar er þá eiginlega að misskilja Biblíuna?!  "Nú, ÞESSI! *benda á einhvern annan en sjálfan sig*". 

Righto, carry on... 

Rebekka, 2.4.2009 kl. 20:21

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Rebekka mín, það mætti halda að svo er ekki en ég stefni á að fá himnavist hjá Jesú þeim sama og Mofi stefni á að fá himnavist hjá.

Skil vel að þetta hafi neikvæð áhrif.

Ég vona að þú getir fyrirgefið okkur en við tölum eins og heimskar konur tala en það sagði Job við konu sína. Sjá Jobsbók

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.4.2009 kl. 21:20

14 Smámynd: Mofi

Rósa
En þú mátt alveg lifa í þeirri trú að þú sért að fylgja Guði og við hin ekki. Ef það hjálpar þér að halda haus þá go on.

Ég sannarlega upplifi það þannig þegar þið hafið engan áhuga á því sem Biblían kennir. Þegar einhver bendir á það sem Biblían segir þá bara koma fáránlegar ásakanir um að maður er að dæma einhvern til vítis og eitthvað þannig rugl. Ég get ekki neitað því að ég er móðgaður yfir slíkri fyrru.  Ef menn og konur eru að leitast við því að fylgja Guð í sannleika og eins og Kristur sagði er orð Hans sannleikur þá hafa menn ekkert á móti því að rökræða slíka hluti og leitast við að fara eftir því sem orðið kennir.

Ég sé bara hérna mikla andúð á slíku og að slíkt er fordæmt og mér finnst það afskaplega ókristilegt.

Rebekka
Nákvæmlega svona umræður hjálpa mér að halda mér frá trúarbrögðum.  Eruð þið ekki öll örugglega að trúa á sama Jesú hérna?  Er Biblían ekki nógu vel skrifuð?

Biblían er alveg skýr en sumir vilja ekki hlýða henni. Ef það var eitthvað sem Jesú fjallaði um meira en annað þá er það umræðan um falska fylgjendur og sanna.  Ég er engan veginn að láta sem svo að ég er sannur fylgjandi en ég er að reyna að fylgja því sem Biblían kennir eins vel og ég get en sumir bregðast illa við þegar einhver dirfist að gagnrýna eitthvað sem þeir trúa, þótt að Biblían sé ástæðan fyrir gagnrýninni.

Rebekka
Hvert er eiginlega vandamálið ef þið getið ekki einu sinni verið sammála um hvenær á að hvíla sig?

Biblían er skýr að það er sjöundi dagurinn; enginn hérna er einu sinni er að mótmæla því. Það sem fólk er aftur á móti að gera er að afsaka sína óhlýðni og Gunnar t.d. grípur til þess að kalla mína kirkju cult og láta Jesú vera syndara til að verja þessa óhlýðni.

Rósa
Rebekka mín, það mætti halda að svo er ekki en ég stefni á að fá himnavist hjá Jesú þeim sama og Mofi stefni á að fá himnavist hjá.

Af hverju ekki bara segja að boðorðið segir að hinn sjöundi dagur er heilagur og við eigum að halda hann heilagan og ég vil gera eins og Biblían segir en að koma með svona ásakanir á þá sem benda á það sem Biblían segir? 

Mofi, 2.4.2009 kl. 21:30

15 identicon

Mikið svakalega finnst mér þinn Jesú vera smámunasamur og sjálfselskur Halldór.

sth (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 22:15

16 Smámynd: Mofi

sth, af því að Hann vill að við fylgjum boðorðunum tíu? 

Mofi, 2.4.2009 kl. 22:20

17 identicon

Fyrir stuttu lagði ég leið mína í fornbókabúð, og keypti mér gamla skruddu er heitir Opinberunarbókin . Hún er eftir J.G Matteson, og í henni er miskilningurinn um sabbathinn rakinn og margt fleira . Forðist óþarfa deilur, og lesið !

conwoy (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 23:06

18 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ef ég fæðist á föstudegi er sjöndi dagur minn alltaf fimmtudagur.

Páll Geir Bjarnason, 2.4.2009 kl. 23:12

19 Smámynd: Mofi

Conwoy, væri gaman að sjá grein hjá þér svo þú gætir deilt þessu með okkur.

Haukur,  það er engin spurning hvað Biblían segir. Enginn ágreiningur um hvað boðorðið segir en sumir koma bara með fáránlegar afsakanir fyrir því að þeir vilja halda frekar hefðir mann en boðorð Guðs.

Varðandi hrokann... var það hrokafullt af Gunnari að halda því fram að kristnir þurfa ekki að halda sjöunda daginn heilagan?  Var það hrokafullt af honum að halda að hann viti sannleikan í þeim efnum?  Mér finnst ósanngjarnt að láta einhvern vera með hroka bara af því að hann hefur einhverja skoðun.  

Ég gagnrýni engan veginn Gunnar fyrir að segja sína skoðun og gagnrýni hann heldur ekki fyrir að hans gagnrýni á mig í predikunni hans. Það sem ég gagnrýni er það sem hann sagði og ég útskýri af hverju ég tel það vera rangt.

Mofi, 3.4.2009 kl. 07:57

20 identicon

ISO (International Standards Organisation) hefur ákveðið að mánudagur er fyrsti dagur vikunnar, þar af leiðir að sunnudagur er sá sjöundi.

Vonandi getið þið hætt að rífast um þetta núna.

bsen (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 09:15

21 Smámynd: Mofi

bsen, hvaða dagur er fyrsti dagurinn og hver er sjöundi er eitthvað sem kemur úr fyrndinni; frá flestum þjóðum heims. Menn hafa reynt að breyta þessu eins og t.d. í Frakklandi var innleidd tíu daga vinnu vika en samfélagið "funkeraði" ekki þannig. Það er enginn síðan að rífast um hvaða dagur er hinn sjöundi eða hvað boðorðin tíu segja; sumir eru bara að afsaka óhlýðnina með öllu sem þeim dettur í hug. Gunnar gékk meira að segja svo langt að láta Jesú vera syndara til að réttlæta sína eigin óhlýðni...

Mofi, 3.4.2009 kl. 10:10

22 identicon

Mofi, ég nennti nú ekki að lesa alla þessa vitleysu í þér.

Hættu nú að eyða tímanum í svona bull og vitleysu og farðu að gera það sem þú átt að gera samkvæmt trúnni.

Að standa í innihaldslausum þrætum er ekki partur af fagnaðarerindinu og er ekki til NEINS nema að skapa sundrung og ósætti meðal kristinna manna.  Þessi blogg þín eru því alveg jafn andkristileg og Gunnar.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 12:08

23 Smámynd: Odie

Það sem þetta sýnir vel er hve mótsagnakennd blessuð biblían er.  Það skilja hana engir tveir eins.  Allri vita best og reyna troða sinni vitleysu í hausinn á öðrum.  Þeir vita ekki einu sinni hvernig á að skilja boðorðin 10.  

Odie, 4.4.2009 kl. 11:26

24 Smámynd: Mofi

Arnar, ég nennti ekki að lesa bull athugasemd þína svo...

Odie, það er enginn ágreiningur um hvað boðorðin segja en þeir sem vilja ekki hlýða eru merkilega duglegir við að rembast við að afsaka sína óhlýðni. Þannig er því miður mannlegt eðli, á svo erfitt með að beygja sig og láta einhvern annan ráða en þá sjálfa.  

Mofi, 4.4.2009 kl. 14:03

25 identicon

eru ekki stærri hlutir í heiminum til að hafa áhuga á en hvíldardagurinn.?

http://www.youtube.com/watch?v=T5Af8GdRN_A

slakur (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband