Telur þú þig hafa rangt fyrir þér?

i_am_legend_will_smith__1_Margir vilja meina að það er hroki að telja sig vita sannleikann um trúarleg atriði en eitthvað grunar mig að þeir sem hugsa þannig hafa ekki hugsað dæmið til enda.  Hver sá sem trúir einhverju varðandi trúarleg atriði trúir að hans skoðun er rétt og þeir sem trúa einhverju sem er í andstöðu við hans skoðun hafa rangt fyrir sér. Þarna er ekki um að ræða hroka heldur eðli skoðana.

Hver síðan heldur að hann hafi rangt fyrir sér?  Ef einhver myndi komast að því að einhver af hans skoðunum væri röng, myndi hann þá ekki skipta um skoðun og halda áfram að halda að hann hefði rétt fyrir sér?  

Að vísu finnst mér stundum eins og margir gera þetta... 

Sumir hafa að vísu vit á því að gera ráð fyrir því að þeir gætu haft rangt fyrir sér og fá þeir prik fyrir það og vonandi er ég einn af þeim.

Hvernig aftur á móti einhver getur aðhyllst trú vísindakirkjunnar er mér hulin ráðgáta. Væri frábært ef það væri einhver á blogginu sem hefði þessar trúar skoðanir að verja þær.

Varðandi Will Smith þá eftir því sem ég best veit þá er hann kristinn, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Will_Smith 

Meira um svona hugleiðingar hérna:  Ræður þú við sannleikann? og Sannleikurinn og umburðarlyndi

 


mbl.is Will Smith telur sig alltaf hafa rétt fyrir sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Enda sagði ég að vonandi er ég einn af þeim... skal alveg viðurkenna að vonin er veik :)   að minnsta kosti þegar kemur að tilvist Guðs og áreiðanleika Biblíunnar.

Mofi, 2.7.2008 kl. 17:19

2 Smámynd: Carlos Valderama

Margir trúaðir leggja það í vana sinn að staðfesta ýmislegt sem þeir vita ekki betur heldur en næsti maður, það er ekki það sama og að hafa bara skoðun á hlutunum og það kalla ég hroka.

Svo held ég líka að sá grunur læðst stundum að flestum trúuðum að þeir hafi rangt fyrir sér.

Carlos Valderama, 3.7.2008 kl. 00:15

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Nei, en ég tel þig hafa rangt fyrir mér!

Páll Geir Bjarnason, 3.7.2008 kl. 02:58

4 Smámynd: Mofi

Carlos, aðal galdurinn er að gera sér grein fyrir hvar þekkingin endar og hvar trúin byrjar. Það er eitthvað sem ég tel mig ágætann í og tel að þeir sem aðhyllast darwinisma vera afskaplega lélegir í.  En ertu þá hrokafullur hvert sinn sem þú ert ósammála einhverjum?

Páll, hehe... ég held að ég sé sammála... en ég gæti haft rangt fyrir mér :)

Mofi, 3.7.2008 kl. 10:10

5 Smámynd: Carlos Valderama

Það er ekki það sama að finnast eitthvað og að staðfesta. 

Ég aðhyllist darwinisma því ég tel það líklegustu skýringuna. Ég byggi það á rökum og áreiðanlegum heimildum og ef einhver vill ræða það eða gagnrýna tek ég því með opnum huga. Ég hélt að þekking og trú væru gjörsamlega óskyldir hlutir, þú getur kannski útskýrt fyrir okkur "darwinistunum" hvernig það virkar allt saman.

Carlos Valderama, 4.7.2008 kl. 04:02

6 Smámynd: Mofi

Carlos
Ég aðhyllist darwinisma því ég tel það líklegustu skýringuna. Ég byggi það á rökum og áreiðanlegum heimildum og ef einhver vill ræða það eða gagnrýna tek ég því með opnum huga. Ég hélt að þekking og trú væru gjörsamlega óskyldir hlutir, þú getur kannski útskýrt fyrir okkur "darwinistunum" hvernig það virkar allt saman.

Hver er þá þín skoðun varðandi tilvist Guðs?

Varðandi trú og þekkingu þá fjallaði ég um það og væri gaman að fá þínar athugasemdir um það, sjá: Ræður þú við sannleikann?

Mofi, 4.7.2008 kl. 12:16

7 Smámynd: Carlos Valderama

Mín skoðun á tilvist guðs er sú sama og á draugum, árum og drekanum sem littli frændi minn þykist geta breytt sér í, þetta er ekki til fyrr en einhver sýnir fram á það. Ég tel mig geta verið nokkuð öruggan um að guð sé ekki til en ég "trúi" ekki.

Fólk hefur alltaf haft tilhneygingu til að trúa því sem er gott og guð hljómar fyrir mér eins og eitthvað sem fólk vill það mikið að það endar með því að ljúga að sér að sé til.

Carlos Valderama, 4.7.2008 kl. 15:12

8 Smámynd: Mofi

Carlos, rökin fyrir tilvist Guðs eru mörg. Eitt dæmi um slík rök eru hérna: önnun fyrir tilvist Guðs: alheimurinn hafði upphaf

Mofi, 10.7.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 802887

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband