Að vera grafinn lifandi!

Merkilegt hvað maður vorkennir dýrinu að hafa lent í þessu.  Mér finnst eins og það hljóti að þurfa mikla grimmd til að gera svona viljandi. Hvort þetta var viljandi eða ekki veit ég ekki en það hlýtur að koma í ljós.  Get ekki neitað því að mér finnst fréttin segja allt of lítið.

En þetta minnti mig á myndband sem sýnir lítinn áttbálk í Amazon grafa tvö börn lifandi. Ef einhver er í einhverjum vafa um að trúarskoðanir fólks skipti ekki máli þá hlýtur að sjá svona breyta því. Góðar trúarskoðanir geta haft góð áhrif á meðan vondar geta haft slæm áhrif. Svona samfélög trúa því að það er vondur andi í barninu og er að valda samfélaginu skaða.  Er hægt að segja að svona sé í lagi af því að þetta er bara öðru vísi menning og við eigum ekki að skipta okkur af fólki með aðra menningu en við?

Ekki horfa á þetta ef þú ert viðkvæm(ur) því þetta er mjög ógnvænlegt :

http://youtube.com/watch?v=RbjRU6_Zj0U&feature=bz303,

Frétt um málið: http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/1555339/Girl-survived-tribe's-custom-of-live-baby-burial.html

 


mbl.is Hvolpurinn afhentur eigandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey minnir mig á einhvern undarlegan ættbálk sem brenndi fólk (aðallega konur) vegna þess að þeir héldu að umrætt fólk væru nornir eða andsetnar af púkum.  Man ekki hvað þessi trúflokkur hét... kristnir eða eitthvað.....

Blahh (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 15:54

2 identicon

Þetta er sami söfnuður og smalaði saman konum og börnum í jerúsalem og slátruðu þeim - skuggalegt lið

Sigmar (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 16:08

3 Smámynd: Mofi

Það er ekki að kenna boðskapi Biblíunnar því að þetta fólk var að brjóta gegn þeim boðskapi.

Mofi, 24.6.2008 kl. 16:16

4 identicon

Svona samfélög trúa því að það er vondur andi í barninu og er að valda samfélaginu skaða.

Og þegar kristnir drápu fólk vegna þess að þeð hélt að það væri haldið illum anda og myndi valda samfélaginu skaða þá var það öðruvísi en þetta vegna þess að............. ?

Get your facts straight

Sigmar (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 16:26

5 identicon

A person thought to be demonically possessed is said to suffer from a complete behavior takeover by a demonic entity. The entity may dominate the victim so the person becomes the demonic entity.

Christian theology, in the Middle Ages, deemed the concept of demonic possession heretical, so anyone displaying unusual behavior or a strange personality was automatically suspect of being possessed by the Devil. (The Devil or his demons who did the possessing were called the 'energumenus,' and the possessed person was the 'energumen'). In this era people were closer to Christ and God, and therefore more fearful of the Devil. Also, they were more attuned to the belief that there was a constant war being waged between God and the Devil for their souls.

It was thought that there were two ways of becoming possessed by the Devil. Either, the Devil passes directly into the person, or someone, in collaboration with the Devil -- ususally said to be a witch or wizard -- sends a demon into the victim through bewilderment. In this way many medieval unfortunates found themselves in peril because they were old, ugly, or poor. This could very well work the other way too. Many widows lost their homes and property by being declared witches.

In medieval times people generally believed God allowed the Devil to test people with hardships. One basis of this belief is derived from the Biblical story of Job. The Devil or one of his demons with the assistance of a witch were said to lay such difficulities as childhood sickness or seizures -- which presently would be medically diagnoised as epilepsy -- or dead livestock or crop failures on people. Each time such events occurred the general population looked for a witch. Frequently if a witch was not found, an unfortunate person was declared a witch.

Often unfortunate persons having terrible bodily deformities especially of the face, such as the evil eye, were thought by the general population to suffer from the Devil's mark. Such prejudice was similar to the fear and mocking of the Elephant Man in nineteenth-century London.

Here it might be added that a carry over of medieval thought still persists among many Christians, especially the fundamentalists. Although they are firm in their belief of man's sinful nature, they hold God still permits the Devil to try man. Such trials are tests of man's faithfulness to God.

The Catholic Church still defines true signs of possession as displaying superhuman strength, often accompanied by fits and convulsions; changes in personality; having knowledge of the future or other secret information; and being able to understand and converse in languages not previously known to the victim, such as the phenomenon glossolalia.

Early Puritan ministers and later Protestant clergy agreed on the same symptoms for declaring a person demonically possessed. In many incidences there was a complete ignorance of the person's medical condition and behavior.

Included in the list of other signs or symptoms for declaring demonic possession are: the practice of lewd and obscene acts, or even sexual thoughts; horrible smells of bodily ordors or of sulphur, associated with hell; distended stomachs; rapid weight loss where death seems inevitable; changes in the voice to a deep, rasping, menacing, guttural croak. Occasionally there may be signs of automatic writing or levitation.

Many of these signs or symptoms can be explained away by modern medical science. Seizures and convulsions are symptoms of epilepsy. Personality changes can indicate hysteria, or schizophrenia, or other psychological malfunctions. Lewd and obscene acts can indicate mental disorders. Having sexual thoughts, if taken seriously as a sign of demonic possession, would indicate nearly all of the modern population is possessed, especially the men. Distended stomachs can indicate malnutrition and other medical disorders. Also, having knowledge of future events or information is known as clairvoyance by many occultists and Neo-pagan witches which they consider a special spiritual gift. In light of such evidence it seems the term demonic possession is hardly functional anymore.

Such advanced knowledge is the reason why the Catholic Church has cautioned their priests to investigate the medical and psychological aspects of the person before performing the rite of exorcism. At present, the one main basis for declaring a person possessed seems to be a violent revulsion toward sacred objects and texts.

Neo-pagan witches strongly deny any association with the Devil. While some do not believe in the essence of evil and hold that the belief in the Devil is a Christian creation; almost all hold a deep and abiding respect for the free will of all living creatures, and do not believe they should interfer with this freedom of will. This theory of thought is embodied in the Wiccan Rede, which simply states, do what you will, but harm no one.

Although some modern occultists do think some people can become possessed by toying with the supernatural by such devices as the ouija board, few are certain of it. However, many occultists, especially witches, think they have been unjustly blamed throughout history for causing demonic possession

Sigmar (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 16:38

6 Smámynd: Mofi

Sigmar
Og þegar kristnir drápu fólk vegna þess að þeð hélt að það væri haldið illum anda og myndi valda samfélaginu skaða þá var það öðruvísi en þetta vegna þess að............. ?

Afþví að Biblían segir ekki að það eigi að drepa fólk sem er haldið illum anda og yfirhöfuð þá segir hún að þú skalt ekki drepa.

Mofi, 24.6.2008 kl. 17:00

7 identicon

Og ertu þá semsagt að neita þvi að trúarskoðanir fólks á miðöldum hafi haft eitthvað með þessi morð að gera?

Vil minna þig á það sem þú skrifar sjálfur í þessari grein..

 Ef einhver er í einhverjum vafa um að trúarskoðanir fólks skipti ekki máli þá hlýtur að sjá svona breyta því.

Hvort sem fólk var að misskilja, var heimskt eða illa upplýst þá breytir það ekki þeirri staðreynd að miljónir manna töpuðu lífinu á miðöldum vegna þess að íbúarnir voru kristnri og lásu of mikið í texta biblíunnar

Þannig voru það trúarskoðandi meirihlutans sem voru þess valdandi að þessi grimmd átti sér stað... ég get alveg lofað þér því að hefði meirihluta íbúa Evrópu á þessum tíma verið Hindúar eða búddahtrúar þá hefði þetta ekki átt sér stað

Sigmar (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 17:36

8 Smámynd: Mofi

Sigmar
Og ertu þá semsagt að neita þvi að trúarskoðanir fólks á miðöldum hafi haft eitthvað með þessi morð að gera?

Nei, trúarskoðanir hafa áhrif á hvað fólk gerir.  Spurningin er hvort að það sem Kristur sagði var kveikjan eða orsök svona hegðunar og ég get ekki séð það.

Sigmar
Hvort sem fólk var að misskilja, var heimskt eða illa upplýst þá breytir það ekki þeirri staðreynd að miljónir manna töpuðu lífinu á miðöldum vegna þess að íbúarnir voru kristnri og lásu of mikið í texta biblíunnar

Þeir lásu of lítið í Biblíunni enda bannað að þýða hana á tungu almennings. Ef hún hefði verið útbreidd og þekking á því sem í henni stóð þá hefði fólk almennt haft upplýsingar um að það á að elska náungann eins og sjálfan sig og ekki drepa annað fólk.

Mofi, 24.6.2008 kl. 20:11

9 identicon

Mig langar til að benda á eitt... hver ákveður hvaða trúarskoðanir.. (eða skoðanir) eru góðar eða vondar?? Mínar skoðanir eru góðar samkvæmt minni sannfæringu en þær geta verið vondar samkvæmt sannfæringu einhvers annars. Það er ekki hægt að segja að skoðanir séu góðar eða vondar, skoðanir eru misjafnar og það er siðferði hvers og eins sem ákveður hvort eitthvað er gott eða vont, siðferði er svo aftur á móti nátengt trú.

Rósa (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 20:50

10 identicon

Allsstaðar þar sem trúin hefur fengið að vera með puttana í stjórn landa þar hefur endað með því að bókstafurinn er látinn ráða, fólk brennt á báli eða eitthvað þaðan af verra eins og að slíta útlimi af fólki. Fyrir þessu eru til heimildir.  Þetta kallast villimennska og hefur ekkert með siðerði að gera.

Valsól (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 21:24

11 Smámynd: Mofi

Valsól
Allsstaðar þar sem trúin hefur fengið að vera með puttana í stjórn landa þar hefur endað með því að bókstafurinn er látinn ráða, fólk brennt á báli eða eitthvað þaðan af verra eins og að slíta útlimi af fólki. Fyrir þessu eru til heimildir.  Þetta kallast villimennska og hefur ekkert með siðerði að gera.

Hvaða bókstaf sem ritaður var til að halda utan um orð Krists var þá notaður til að brenna fólk á báli?   Alveg merkilegt að tímabilið þar sem bannað var að eiga Biblíu og bannað var að þýða Biblíuna yfir á tungumál alþýðunnar að á þeim tíma gerðust þessi voðaverk og þá kemur fólk eins og þú Valsól og kennir Biblíunni um... þetta er einfaldlega í engu samræmi við okkar þekkingu á mannkynssögunni.

Mofi, 24.6.2008 kl. 22:36

12 identicon

Þetta er það versta sem ég hef séð í langan tíma.  Sorglegra verður það ekki.

Oddi Pattason (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 22:45

13 identicon

Hvaða bókstaf sem ritaður var til að halda utan um orð Krists var þá notaður til að brenna fólk á báli?   Alveg merkilegt að tímabilið þar sem bannað var að eiga Biblíu og bannað var að þýða Biblíuna yfir á tungumál alþýðunnar að á þeim tíma gerðust þessi voðaverk og þá kemur fólk eins og þú Valsól og kennir Biblíunni um... þetta er einfaldlega í engu samræmi við okkar þekkingu á mannkynssögunni.

Veit ekki betur en galdrabrennurnar hér á landi voru flestar á 17. öld.  Var það ekki eftir að bíblían var þýdd á íslensku?

Voru það ekki líka prestar sem kunnu latínu þarna á meginlandinu sem stóðu fyrir flestum þessara brenna?

Sveinn (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 23:14

14 identicon

Ég byrjaði að horfa, trúði ekki að þetta væri veruleiki, -  gat ekki horft á nema rétt byrjunina. Verknaðurinn er auðvitað þvílíkur óhugnaður, mér varð líka hugsað til manneskjunnar sem tók myndina.  Hvernig er þetta hægt.

Anna (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 23:29

15 Smámynd: Mofi

Sveinn
Veit ekki betur en galdrabrennurnar hér á landi voru flestar á 17. öld.  Var það ekki eftir að bíblían var þýdd á íslensku?

Voru það ekki líka prestar sem kunnu latínu þarna á meginlandinu sem stóðu fyrir flestum þessara brenna?

Telur þú Sveinn að það hafi verið Biblíunni að kenna? 

Anna, skil það vel. Ég var ég sjokki eftir að horfa á myndina. Ég einmitt líka var hugsað til þess sem tók myndina; hvernig gat hann horft upp á þetta og gera ekki neitt...

Mofi, 24.6.2008 kl. 23:57

16 identicon

Telur þú Sveinn að það hafi verið Biblíunni að kenna?

Nei alls ekki, en þú varst að reyna að afsaka þessa hegðun með því að bíblían var ekki skrifuð á tungumáli þeirra sem frömdu þessi voðaverk.

Hins vegar geturðu ómögulega neitað að kristni og bíblían var nauðsynlegur þáttur í þessu öllu saman.

Sveinn (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 00:19

17 identicon

Já mannskepnan er grimm það er eins allsstaðar í heiminum.

Held að þetta komi trúarbrögðum lítið sem ekkert við, það væri endalaust hægt að benda á hræðilega hluti sem fólk af öllum trúarbrögðum og í öllum menningarsamfélögum hefur gert í fortíð og nútíð.  

Barði Barðason (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 00:38

18 Smámynd: Evil monkey

Þetta kemur Biblíunni ekkert við. Þetta kemur hins vegar kristinni trú við, því miður, því auðvitað er ekki gaman fyrir kristna að vita af þessum svarta bletti. Staðreyndin er hins vegar sú að þetta var gert í nafni trúarinnar, þó svo að allir viti nú orðið (jah... allir og allir... kaþólskir hafa nú ennþá særingamenn á sínum snærum og særa illa anda úr fólki...) að illir andar eru ekki til og svona grimmd á aldrei að viðgangast.

Staðreyndin er sú að  trú kemur mannlegu eðli og hegðun mannskepnunnar við og það er mannlega eðlið sem í raun er við að sakast. En það að afneita þætti kristinnar trúar í galdrafárinu er svoldið langt seilst Mofi. Svolítið verið að fægja geislabauginn þar...

Evil monkey, 25.6.2008 kl. 03:44

19 identicon

Þeir lásu of lítið í Biblíunni enda bannað að þýða hana á tungu almennings. Ef hún hefði verið útbreidd og þekking á því sem í henni stóð þá hefði fólk almennt haft upplýsingar um að það á að elska náungann eins og sjálfan sig og ekki drepa annað fólk.

 Það var ekki almenningur sem kvað upp dóma yfir þeim "seku" Halldór... það voru kirkjunnar menn, menn sem höfðu lesið biblíuna spjaldanna á milli og gátu lesið hana á því tungumáli sem hún var skrifuð á.... ekki bjóða upp á svona þvælu...  ætla að spurja þig aftur

Ertu þá semsagt að neita þvi að trúarskoðanir fólks á miðöldum hafi haft eitthvað með þessi morð að gera?

Sigmar (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 09:17

20 Smámynd: Mofi

Sveinn
Nei alls ekki, en þú varst að reyna að afsaka þessa hegðun með því að bíblían var ekki skrifuð á tungumáli þeirra sem frömdu þessi voðaverk.

Hins vegar geturðu ómögulega neitað að kristni og bíblían var nauðsynlegur þáttur í þessu öllu saman.

Afþví að Biblían talar á móti svona hegðun.

Evil Monkey
Staðreyndin er sú að  trú kemur mannlegu eðli og hegðun mannskepnunnar við og það er mannlega eðlið sem í raun er við að sakast. En það að afneita þætti kristinnar trúar í galdrafárinu er svoldið langt seilst Mofi. Svolítið verið að fægja geislabauginn þar...

Ég hef engann áhuga á að fægja geislabaug af fólki sem kallaði sig kristið en hegðaði sér engann veginn í samræmi við boðskap Krists. Ég vil aðeins verja...já, í rauninni bókstafinn. Það er fólkið sem er alltaf að brjóta gegn orðum Biblíunnar og ég er á móti því að Biblíunni er kennt um það.

Andrés
frekar en að trúleysingjar þurfi að svara fyrir ofsóknir kommúnista (trúleysi einn af hornsteinum þeirrar hugmyndafræði) gagnvart Kristnum.

Það er að vísu annað mál því að þarna er spurning hvort að hugmyndafræðin hafði slæmar afleiðingar. Ef að boðskapur Biblíunnar var valdur af alls konar illsku þá er það góður punktur og vel þess virði að rannsaka og góð ástæða til að hafna Biblíunni.  

Sigmar
Ertu þá semsagt að neita þvi að trúarskoðanir fólks á miðöldum hafi haft eitthvað með þessi morð að gera?

Verk fylgja trú, menn gera sín verk í trú. Hérna er einfaldlega að ræða um að það var ekki boðskapur Biblíunnar sem var látin ráða. Alveg eins og við sjáum hið sama í dag þegar prestar þjóðkirkjunnar eru að velja þá texta úr Biblíunni sem þeim líkar vel við en hafna öðrum. 

Mofi, 25.6.2008 kl. 10:29

21 identicon

Verk fylgja trú, menn gera sín verk í trú. Hérna er einfaldlega að ræða um að það var ekki boðskapur Biblíunnar sem var látin ráða. Alveg eins og við sjáum hið sama í dag þegar prestar þjóðkirkjunnar eru að velja þá texta úr Biblíunni sem þeim líkar vel við en hafna öðrum. 

7Þá gekk Satan burt frá augliti Drottins og sló Job illkynjuðum kaunum frá hvirfli til ilja. 8Og Job tók sér leirbrot til að skafa sig með, þar sem hann sat í öskunni. 9Þá sagði kona hans við hann: "Heldur þú enn fast við ráðvendni þína? Formæltu Guði og farðu að deyja!" 10En hann sagði við hana: "Þú talar svo sem heimskar konur tala. Fyrst vér höfum þegið hið góða af Guði, ættum vér þá ekki einnig að taka hinu vonda?"

11Þegar vinir Jobs þrír fréttu, að öll þessi ógæfa væri yfir hann komin, þá komu þeir hver frá sínum stað, þeir Elífas Temaníti, Bildad Súíti og Sófar Naamíti, og töluðu sig saman um að fara og votta honum samhryggð sína og hugga hann. 12En er þeir hófu upp augu sín álengdar, þekktu þeir hann ekki. Tóku þeir þá að gráta hástöfum, rifu skikkjur sínar og jusu mold yfir höfuð sér hátt í loft upp. 13Og þannig sátu þeir hjá honum á jörðu sjö daga og sjö nætur, og enginn þeirra yrti á hann, því að þeir sáu, hversu mikil kvöl hans var.

Já.... það - ég skil ekki hvernig nokkur maður gæti hafa misskilið þennan texta á þann veg að menn sem væru "haldnir illum öndum" ættu deyja!!!

Vissulega voru endalok Jobs góð... enda stóðst hann prófraunina... það breytir því ekki að þegar fólki á miðöldum fannst fólk sem haldið var illum anda væri ekki að bregðast við eins og Job.. þá var réttlætanlegt að drepa það, enda átti slíkt fólk að deyja - skv biblíunni

Sigmar (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 10:58

22 identicon

þegar prestar þjóðkirkjunnar eru að velja þá texta úr Biblíunni sem þeim líkar vel við en hafna öðrum. 

Gerir þú þetta ekki sjálfur?

sigmar (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 11:08

23 Smámynd: Mofi

Sigmar
Já.... það - ég skil ekki hvernig nokkur maður gæti hafa misskilið þennan texta á þann veg að menn sem væru "haldnir illum öndum" ættu deyja!!!

Ég sé ekki einu sinni illa anda þarna!  Síðan hvað Job hefur um málið að segja segir mér ekkert um hvað fólk á að gera.  Sá sem segir til um hvernig fólk á að hegða sér er Guð og jafnvel í þeim tilfellum þarf maður að vera viss um að Guð er að tala við mann sjálfan á þeim tíma sem maður lifir á.   

Sigmar
Vissulega voru endalok Jobs góð... enda stóðst hann prófraunina... það breytir því ekki að þegar fólki á miðöldum fannst fólk sem haldið var illum anda væri ekki að bregðast við eins og Job.. þá var réttlætanlegt að drepa það, enda átti slíkt fólk að deyja - skv biblíunni

Það var eiginkona Jobs sem sagði honum að deyja. Job einfaldlega sagði að hann ætlaði að halda tryggð við Guð þótt að lífið væri núna erfitt. 

Sigmar
Gerir þú þetta ekki sjálfur?

Ekki að mínu mati. 

Mofi, 26.6.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 802887

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband