Hverjir eru dónalegri, kristnir eða vantrúar?

Það kom upp skemmtileg umræða á þræðinum hans Hauks þar sem hann var að rífast við Matta hjá Vantrú um hvor hópurinn, kristnir eða Vantrúar væru dónalegri. Svo, mig langar að vera með smá skoðana könnun hvað fólki finnst. Hvor hópurinn er dónalegri?  Ég mun ekki fela neinar dónalegar athugasemdir nema þær fara alveg út fyrir velsæmismörk. 

 atheist

 

atheism1

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er einstaklingsbundið frekar en allt annað og bestu menn geta misst þolinmæðina á stundum.

Sveinn (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 15:34

2 identicon

ja... nú ert þú trúlega einhver dónalegasti maður sem ég hef átt i samskiptum við...

en á móti er harðaðsti hópur "guðleysingja" oft ansi dónalegur

þannig að ég segi jafntefli, eins og Sveinn segir þá er þetta einstaklingsbundið

Sigmar (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 15:45

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hvernig skilgreinir þú dónaskap Mofi ?

Annars er Vantrú eiginlega trúarhópur í mínum huga og þeir eru allir fullir af fordómum og hatri jafnvel. Það er stundum "dulbúið" og stundum "upp í opið geðið á manni" og ég sé engan mun á því.

Þú mátt ráða því Mofi hvor hópurinn inniheldur þig.

Haraldur Davíðsson, 30.5.2008 kl. 15:53

4 Smámynd: Mofi

Þetta er auðvitað einstaklings bundið og ég er meira að forvitnast hvernig menn upplifa þetta almennt. 

Haraldur,  bara almennar móðganir. Beint að persónum frekar en málefnum. Mér getur þótt einhver hugmynd verið heimskuleg og einfaldlega sagt mína skoðun á þeirri hugmynd. Það er svona á mörkunum þótt margir upplifi það líklegast sem dónaskap. Hreinn og beinn dónaskapur er að vera móðgandi í garð annarar manneskju.  Ég er líklegast í hópnum bókstafstrúar fundamental extremist... ef ég svona myndi búa til nafn á hópi sem mér finnst eiga vel við mig :)     ætli samt flestir munu ekki flokka mig með kristnum... kannski ekki allir 

Mofi, 30.5.2008 kl. 15:59

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Skoðanakönnun"?  Óskaplega er það gáfulegt.

Ég hef reyndar ekki kíkt inn til Guðsteins eftir þessa athugasemd mína, best ég kíki í heimsókn.

En punkturinn er þessi.  Trúmenn eru sumir sannfærðir um að á Vantrú sé alltaf verið að kalla trúmenn fífl og fávita.  Það er rangt.   Þessum trúmönnum finnst vantrúarsinnar óskaplegir durgar.

Aftur á móti hikar fólk ekki við að kalla okkur siðleysingja, leiðingapúka "fulla af hatri", "fulla af fordómum" og svo framvegis.

Að sjálfsögðu getur Haraldur Davíðsson ekki rökstutt þessar upphrópanir sínar og ég nenni ekki að eltast við þær. 

Sérðu ekki hræsnina í þessu?  

Matthías Ásgeirsson, 30.5.2008 kl. 16:05

6 Smámynd: Mofi

Matti, ég sá ekki betur en að þetta er eitthvað sem fólk hefur sterka skoðun á. Ég hef séð ljót komment á báða bóga en dónalegri hópurinn að mínu mati er þeir sem eru á móti kristni.  Held líka að meðlimir Vantrúar hafa tekið sig á því að þeir hafa áttað sig á því að ljótt orðbragð hjálpar ekki þeirra málstað. Svo síðan koma margir sem tilheyra ekki Vantrú en aftur á móti eru sammála en vantar smá mannasiði.

Hræsni er stórt vandamál meðal þeirra sem kalla sig kristna. 

Mofi, 30.5.2008 kl. 16:22

7 identicon

Sem trúuðum einstkaklingi finnst mér ótrúlega sárt að horfa (lesa) um þá lygi og svívirðu sem ritað er um minn himneska föður. Líklegast væri þetta fyrir ófrelsað fólk eins og að drullað væri sífelllt yfir þeirra jarðneska föður og borið væri uppá hann hverskyn ófögnuð. Ég upplifi nærveru Drottins á hverjum degi og mér finnst ekkert betra heldur en að njóta leiðsagnar heilags anda, finna friðinn sem Hann gefur, vita það að í þessum heimi hafa allir þrengingu og hvar er þá betra að vera heldur en í skjóli Hins hæðsta. Ég elska Jesú. Bkv, SB

SB (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 16:23

8 identicon

Ég hef séð ljót komment á báða bóga en dónalegri hópurinn að mínu mati er þeir sem eru á móti kristni.

Það þarf ekki endilega ljót orð til að vera dónalegur Halldór

Sigmar (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 16:38

9 identicon

Ég held að það sé erfitt að fara að alhæfa um einn eða annan hóp. Mín reynsla er sú að hörðustu vantrúarmennirnir sýna nákvæmlega sömu takta og trúarmennirnir þegar kemur að ofstopa og hroka gagnvart skoðunum annarra. Ég reyni nú helst að forðast að ræða við svoleiðis fólk þar sem það skilur ekkert eftir sig nema biturt bragð í munninum.

Mofi. Það gæti verið að þú sért nokkuð fundi í þér hvað varðar trúarskoðanir en mér hefur ekki fundist þú extremist hvað varðar að það er a.m.k. hægt að ræða við þig um hlutina án þess að það verði eitthvað ofurmál. Eða það er allavega reynslan hingað til

Grundvallar atriði þess að geta rætt trúmál við fólk er að það sé tilbúið að heyra og íhuga áður en það dæmir og er það aðalsmerki extremista, trúaðir eður ei, að þeir hafna skoðunum og rökum annarra fyrirfram og réttlæta það svo með ýmiskonar rökum. En hinn sanni leitandi er ávallt tilbúinn að hlusta.

Bestu kveðjur,
Jakob

. (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 16:40

10 identicon

Þetta átti að vera: 

Mín reynsla er sú að hörðustu vantrúarmennirnir sýna nákvæmlega sömu takta og öfgatrúarmennirnir þegar kemur að ofstopa og hroka gagnvart skoðunum annarra.

. (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 16:41

11 Smámynd: Mofi

SB, þeir sem eru ekki kristnir virðast oft ekki skilja að kristnir upplifa það sem mikla móðgun að tala illa um Guð, Biblíuna eða Krist.

Jakob, fundí :)   ok...  takk annars og góðar hugleiðingar hjá þér. 

Mofi, 30.5.2008 kl. 17:11

12 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Mín reynsla er sú að hörðustu vantrúarmennirnir sýna nákvæmlega sömu takta og öfgatrúarmennirnir þegar kemur að ofstopa og hroka gagnvart skoðunum annarra.
Hvaða reynsla er það?   Bentu okkur á dæmi. 

Matthías Ásgeirsson, 30.5.2008 kl. 17:32

13 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

SB, þeir sem eru ekki kristnir virðast oft ekki skilja að kristnir upplifa það sem mikla móðgun að tala illa um Guð, Biblíuna eða Krist.

Ef það er það sem þið eigið við, þá erum við að sjálfsögðu óskaplega dónaleg á Vantrú.  Því skal ég aldrei neita.

Hér með lýsi ég því yfir að allir sem tala illa um Liverpool eru dónalegir.

Matthías Ásgeirsson, 30.5.2008 kl. 17:47

14 identicon

Það finnast dónar, þverhausar og leiðindapúkar beggja vegna miðlínu. Þó má vera að þverhausarnir séu fleiri krossmegin og ruddarnir hinumegin.

Þessi sýn orsakast aðalega af því að guðleysingjum leiðist að fara á kisufótum í kringum heitan kristnigrautinn. Einnig vegna þess að kristnum gengur illa að skilja hvar guðleysingjarnir vilja draga línuna sem þeir vilja ekki hleypa trúnni yfir.

Það mál sem ég stend hvað fastastur á er að ég vil ekki þurfa að gefa kristni einhver sérréttindi umfram aðrar lífsskoðanir, ég vil ekki sjá trúarbrögð neinstaðar nálægt lagabókstafnum og ég neita að viðurkenna kristni sem "the ultimate siðferði". Þegar kemur að öðrum málefnum get ég verið ansi líbó.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 18:42

15 Smámynd: Jóhann Helgason

Frábært Hjá Þér Mofi æðisleg myndin hjá  Ha ha hi,'eg held Vantrúarmenn vinni þessa keppni með stæl  þeir án efa væru dónalegri.

Jóhann Helgason, 30.5.2008 kl. 19:02

16 Smámynd: Sigurður Rósant

Það má líkja kristnu fólki við það fólk sem reykir hvar og hvenær sem þeim sýnist. Þeir átta sig engan veginn á því að þeir eru að traðka á þeim sem ekki reykja. Ef þeir eru kurteislega beðnir um að reykja ekki á tilteknum stöðum eða taka upp stubbinn sem þeir henda hvar og hvenær sem þeim sýnist, þá svara þeir því til að þetta sé þeirra einkamál og öll afskipti skoðast sem brot á þeirra mannréttindum.

Þannig vilja kristnir á sama hátt fá að stunda sína trú hvar og hvenær sem þeim sýnist og bregðast við kurteislegri beiðni um að vera ekki með bænamjálm eða að flassa sínu trúartákni (krossinum) hvar og hvenær sem þeim sýnist, þá fyllast þeir "réttlátri reiði" og spyrja hvort ekki sé trúfrelsi í þessu landi og hvort virkilega sé verið að fara fram á það að þeir megi ekki stunda sína trú eins og lög kveða á um.

Vantrúaðir eru aldir upp við það frá blautu barnsbeini að vera hvorki að stugga við þeim sem iðka sóðaskap með reykingum eða þeim sem iðka sína trú og flassa sínum trúartáknum. Vantrúaðir eru kúgaðir frá barns aldri og þegar þeir loksins opna munninn og tjá sig er eðlilegt að þeir virki sem "dónalegir" í garð reykingamannsins eða hins trúaða.

En mér finnst yfirgangurinn dónalegri en kvörtunin undan yfirgangingum.

Með kveðju hins trúfrjálsa

Sigurður Rósant, 30.5.2008 kl. 19:11

17 identicon

Ég verð að segja að Sigurður Rósant hafi neglt þetta nokkuð vel.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 19:18

18 identicon

Gott að Rósant kom inná þetta með reykingarnar . Þá langar mig að nefna þetta : Reykingarfólk hendir stubbum frá sér alls staðar um borgina, svo að sums staðar eru að myndast haugar . ( Veitið eftirtekt umferðareyjum t.d ) Reykingarfólk er ekkert að spyrja fólk í strætóskýlum hvort því sé sama hvort það sé að smóka sig inní þeim .

Þegar pakkinn er tómur, er hann oftast látin detta þar sem er verið ganga það skiftið .

Þetta fólk er undantekningalaust "óvirkt" Kristið fólk og trúleysingjar !

Svo má spyrja Rósant : Hvernig eru vantrúaðir kúgaðir á barnsaldri ? Og viltu að trúartáknum sé ekki flassað hér og þar, til að stuða ekki vantrúarfílinginn þinn ?   Þú sleppir því kannski að fara í kirkjugarða, þar sem "flössin" eru útum allann garðinn ?  Þú bíður þess dags að allir krossar verði sagaðir af kirkjum landsins kannski ?  Halló , átt þú ekki bara að koma þér fyrir í muhammedsríki eða eða Kína bara ? Tjah, ég bara spyr .  . . .. 

conwoy (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 19:54

19 identicon

conwoy: Við reykingamenn erum ekki allir úrkynjaðir sóðar. Sumir erum við jafnvel svo kurteisir að spyrja hvort fólki misbjóði hvort maður kveikji uppí. Svo á bláu tungli getur jafnvel gerst að maður fargi stubbum í þartilgerð ílát, niðurföll eða tunnu. Slakaðu á sleggjudómunum. Hvað áttu við undantekningalaust óvirkir kristnir eða trúleysingjar? Geta sannkristnir ekki sóðað út?

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 20:16

20 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll.

Oft þegar við erum að blogga um falleg málefni koma inn menn sem gera í því að skemma uppbyggilegar samræður og er einn hér með innlegg sem leggur sig mjög vel fram á blogginu hjá mér að reyna hvað hann getur til að skemma og það þarf ekki endilega að vera um trúmál sem ég var að blogga um.

GÓÐA HELGI OG GUÐS BLESSUN TIL YKKAR ALLRA

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.5.2008 kl. 20:24

21 identicon

Reykingarmenn eru ekki allir úrkynjaðir sóðar  . Það eru sem betur fer nokkrir (ekki margir) sem geta látið stubba á viðeigandi staði .

Það eru heldur ekki allir Kristnir með ofsóknir gagnvart hommum eins og flestir trúleysingjar halda fram .

Ég hef umgengist marga trúaða seinustu árin, og hef ekki séð til þeirra enn hendandi stubbum hér og þar . Og hvað þá sóða borgina út með einum eða neinum hætti . 

conwoy (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 20:29

22 Smámynd: Sigurður Rósant

Conwoy - "Þetta fólk er undantekningalaust "óvirkt" Kristið fólk og trúleysingjar !"

Taktu nú þessa yfirlýsingu til baka í rólegheitum. Ekki vil ég nefna nöfn þeirra kristilegu leiðtoga ungra sem aldinna á síðari hluta 20. aldar til þess að færa rök fyrir fullyrðingu minni. Ég nefni þó einn, séra Friðrik Friðriksson til þess að hressa upp á minnið hjá þér.

Vantrúaðir eru kúgaðir frá því þeir átta sig á að þeir trúa ekki á Jesúm, Guð og allar þær sögur sem af þeirra fylgjendum fara. Sumir eru orðnir trúlausir nokkuð snemma, en ekkert tekið tillit til þeirra. Látnir sitja í messum með foreldrum sínum, spurðir ávirkra spurninga af nánum ættingjum eins og; "Hvenær fermist þú?", "Hvaða prestur fermir þig?", eins og það sé alveg gefinn hlutur að barnið ætli að fermast.

Þá er barnið látið sitja í kristinfræðitímum flest öll sín námsár í grunnskóla, taka þátt í jólaföndri, helgileikjum og ýmiss konar bænatísti trúaðra.

Barnið getur ekki horft á milli brjósta kvennanna eða eyrnasnepla án þess að rekast á trúartákn. Ekki getur barnið vitjað leiði liðinna vantrúaðra án þess að ganga á milli hundruða krossa um alla garða. Það skásta við garðana er þó að þar eru oft fallegar plöntur eða afskorin blóm sem kanínur toga niður til látinna.

Ég vil nú þó ekki ganga svo langt að saga þurfi krossa alveg af kirkjum landsins, en það mætti mjókka þá og minnka. Moskur ættu aldrei að fá að rísa á Íslandi né Vesturlöndum yfirleitt. Múslimir geta líka notað kirkjurnar ef kristnir eru kurteisir og leyfa þeim að setja upp sín trúartákn þar líka. Séra Baldur Kristjánsson gæti alveg leyst svoleiðis smámál.

Tja, ég bara svara sem trúfrelsingi.

Sigurður Rósant, 30.5.2008 kl. 21:17

23 identicon

Mín reynsla er sú að hörðustu vantrúarmennirnir sýna nákvæmlega sömu takta og öfgatrúarmennirnir þegar kemur að ofstopa og hroka gagnvart skoðunum annarra.

Hvaða reynsla er það?   Bentu okkur á dæmi.

Sú sama og þú upplifir af öfgatrúarmönnum sem gera lítið úr þér og kalla þig heimskan fyrir að vera trúleysingi, meðal annars.

Nei veistu ég held ég sleppi því alveg. Ef fólk er ekki tilbúið að taka sjálft til hjá sér þýðir ekkert að vera að benda á sóðaskapinn. Og með þessu er ég ekkert að dæma einn né neinn, þeir taka það til sín sem tilbúnir eru til þess.

Bestu kveðjur 

. (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 21:46

24 identicon

Ekki man ég eftir því sem barn, að mér hafi þótt eitthvað erfitt í Kristnifræðitímum . Samt hafði ég ekkert tekið Kristna trú, eða trúði .

Hvað er það að trufla vantrúað fólk, þótt eitthvað hálsmenið sé í laginu eins og kross ? 'oskapleg viðkvæmni þetta í sumum . Nú hafa trúaðir sér útvarps og sjónvarpsrásir, svo það ætti að fara að blása blíðu yfir tilverugrundvöll vantrúaðra í landi voru bráðlega . Svo má líka hafa Jólahaldið leynilegt + páskahátíðina . Kannski verða páskaeggin í földum skúffum eins og retturnar eru núna, er fram líða stundir  

conwoy (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 21:47

25 Smámynd: Mofi

Hljómar á sumum hérna að eina leiðin fyrir kristna að vera "kurteisir" er að hverfa.  Að minnsta kosti ekki láta neinn vita að þeir eru kristnir því að bara að einhver viti að þeir eru kristnir fer fyrir brjóstið á þeim.  Viet ekki hvort þetta er fyndið eða sorglegt...

Jóhannes
Þessi sýn orsakast aðalega af því að guðleysingjum leiðist að fara á kisufótum í kringum heitan kristnigrautinn. Einnig vegna þess að kristnum gengur illa að skilja hvar guðleysingjarnir vilja draga línuna sem þeir vilja ekki hleypa trúnni yfir.

Það hlýtur nú að vera hægt að taka þátt í umræðum og samfélagi við fólk sem þú ert ekki sammála án þess að valta yfir það með persónulegum móðgunum?

Rósant
Þá er barnið látið sitja í kristinfræðitímum flest öll sín námsár í grunnskóla, taka þátt í jólaföndri, helgileikjum og ýmiss konar bænatísti trúaðra.

Það er góður punktur og menn ættu að vera almennt meðvitaðri um þetta. Ég aftur á móti að hlusta á einhvern kennara gera grín að Biblíunni og halda því fram að þróunarkenningin væri Sannleikurinn. Ég er svo sem ágætlega þakklátur þeim kennara því á þeim tíma ákvað ég að ég yrði að skoða þetta efni almennilega.  En alveg magnað að fólk getur ekki komið sér saman um að troða ekki sínum trúr skoðunum upp á fólk, hvort sem þær eru guðleysis eða kristnar.

Mofi, 30.5.2008 kl. 22:45

26 identicon

Það hlýtur nú að vera hægt að taka þátt í umræðum og samfélagi við fólk sem þú ert ekki sammála án þess að valta yfir það með persónulegum móðgunum?
Hef ég verið með persónulegar móðganir? Endilega bentu mér á þær. 

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 23:32

27 Smámynd: Mofi

Jóhannes, var ég að segja það?  Þetta var einfaldlega spurning og mig grunar að þú ert alveg sammála mér eða hvað?

Mofi, 30.5.2008 kl. 23:50

28 identicon

Ég er óneitanlega sammála. Þessari spurningu virtist beint að mér engu að síður.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 00:01

29 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Sú sama og þú upplifir af öfgatrúarmönnum sem gera lítið úr þér og kalla þig heimskan fyrir að vera trúleysingi, meðal annars.

Hvar hafa vantrúarsinnar kallað þig heimskan fyrir að vera trúaður.  Það hlýtur að vera auðvelt fyrir þig að benda á það.

Nei veistu ég held ég sleppi því alveg. Ef fólk er ekki tilbúið að taka sjálft til hjá sér þýðir ekkert að vera að benda á sóðaskapinn.

Ef þú getur ekki bent á sóðaskapinn er erfitt fyrir fólk að taka sjálft til hjá sér.

Annars játa ég það glaður að ég tala hreint út og er vafalaust stundum dónalegur.  En trúið mér, dónaskapur trúaðra í garð okkar trúleysingja er síst minni.  Málið er bara að yfirleitt nota þeir aðrar aðferðir, dylgja um trúleysingja gefa í skyn að þeir séu siðlausir og afgreiða þá úr umræðunni með hroka og yfirlæti. 

Matthías Ásgeirsson, 31.5.2008 kl. 10:16

30 identicon

Sæll aftur Matti,

Svo það sé klárt er ég ekki að tala um þigsérstaklega enda höfum við ekki haft það mikil samskipti. Ég er nú með einhver atvik í huga en ég vill ekki fara að nefna nein nöfn. Ég held að það leiði ekki til neins góðs.

Þú hlýtur þó að kannast við slíkar fullyrðingar ýmissa trúleysingja um það að menn þurfi að vera nokkuð vitgrannir til að geta verið þáttakendur í þessu trúar dæmi og þá er ég að milda orðlagið nokkuð.

En trúið mér, dónaskapur trúaðra í garð okkar trúleysingja er síst minni.  Málið er bara að yfirleitt nota þeir aðrar aðferðir, dylgja um trúleysingja gefa í skyn að þeir séu siðlausir og afgreiða þá úr umræðunni með hroka og yfirlæti.

Ég get alveg samþykkt þetta enda reyni ég að fara ekki sömu braut. Mér hefur þó fundist sumir trúleysingjar nota einmitt svipaðar aðferðir. Maður finnur það alltaf í tóninum á umræðunni hvort fólk sé raunverulega þarna til að ræða málin af yfirvegun eða bara til að troða sínum skoðunum ofan í kokið á manni. 

Bestu kveðjur 

. (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 11:48

31 Smámynd: Flower

Þarf þá að merkja kristna sérstaklega eins og sígarettupakkana? Erum við virkilega svona hættuleg?

Flower, 31.5.2008 kl. 12:38

32 Smámynd: Mofi

Matthías
Málið er bara að yfirleitt nota þeir aðrar aðferðir, dylgja um trúleysingja gefa í skyn að þeir séu siðlausir og afgreiða þá úr umræðunni með hroka og yfirlæti. 

Að kalla einhvern siðlausann er akkurat gott dæmi um persónulega móðgun og dónaskap.

Andrés
Athyglisverð umræða en skoðanakönnunin mun tæplega segja okkur neitt gagnlegt. Hún mun kannski segja okkur hvor hópurinn kíkir meira á síðuna þína, eða jafnvel aðeins hvor hópurinn er duglegri að smala.

Ég býst ekki við því fyrirfram að Kristnir eða trúlausir væru tilbúnir að viðurkenna að þeir séu dónalegri en hinn aðilinn.

Kannski eru fleiri hópar en kristnir og vantrúaðir... kannski ekki :)  Þetta er nú bara til gamans gert vegna þess að ég sá einn trúaðann og annann vantrúaðann rökræða hvor væri dónalegri svo ég var forvitinn að sjá þannig umræðu.

Andrés
Varúð: Kristinn maður - Gæti fengið þig til að hugsa út fyrir kassann!

Mofi, 31.5.2008 kl. 13:15

33 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - " Ég aftur á móti að hlusta á einhvern kennara gera grín að Biblíunni og halda því fram að þróunarkenningin væri Sannleikurinn."

Örugglega hafa einhverjir kennarar komið svona fram eins og þú segir og er það miður. En þarna kemur sennilega til margra ára bæling kennarans af hálfu hins gagnstæða.

En hvorn myndir þú telja að hafi verið dónalegri, Galíleo Galilei eða "hinn heilaga " Robert Bellarmini, þegar hinn fyrrnefndi hélt því fram að jörðin snerist um sólina en ekki öfugt og hinn síðarnefndi krafðist þess af Galileo... "not to "hold or defend" the idea that the Earth moves and the Sun stands still at the centre" ?

Með kurteislegri kveðju hins trúfrjálsa

Sigurður Rósant, 31.5.2008 kl. 13:52

34 Smámynd: Mofi

Hljómar eins og við séum alveg sammála um þessi mál Rósant :)

Mofi, 31.5.2008 kl. 14:08

35 identicon

Ég er ljúfur sem lamb og segi bara sannleikann, trúðu mér.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 15:44

36 identicon

Níðingsskapurinn í dokksa er stundum það yfirþyrmandi, að þessi yfirlýsing hans er alveg marklaus .

Sannleikur dokksa er "sannleikur" í hans hugarheimi, og segir því lítið um raunverulegt sannleiksgildi yfir höfuð . Trúið mér ( Líka )

conwoy (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 16:44

37 identicon

Really conwoy... ég er að vitna í fréttir og segja frá ... þú vitnar í gamla bók og trúir henni en ekki mér.. weird

DoctorE (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 16:47

38 identicon

Vissulega vitnar þú í fréttir, og er ekkert að því . Margir prestar og forstöðumenn eru því miður á kafi í "vinnuslysum"

En það er algjör einstefna hjá þér í umræðum um Kristni, og bloggið þitt "lýgur" því að almenningi, að Kristin trú sé ekkert annað en peningaplokk og kynlífsskandalar . Þú veist betur ( Vonandi )

conwoy (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 19:50

39 identicon

Vissulega eru til ágætir kristnir einstaklingar sem eru ágætir félagar mínir.. en skipulögð trúarbrögð get ég aldrei samþykkt að séu neitt annað en trúarvændi og peningaplokk.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 21:08

40 identicon

Fyrir mér er dónaskapurinn meiri hjá kirkjunnar mönnum en erfitt er að bera þetta saman. Líklega þegar rætt er um dónaskap vantrúaðra er verið að tala um Vantrú og vefinn okkar. Eitthvað sem skrifað er þar fer fyrir brjóstið á mönnum, einnig er tilvist vefsins í sjálfu sér mikið hugarangur fyrir ákveðinn hóp kristinna manna.

Dónaskapur kristinna manna felst hins vegar t.d. í því að stunda trúboð meðal leikskólabarna. Fyrir mér er það dónaskapur af allt öðru og hærra stigi en greinaskrif á netinu geta nokkurn tímann náð.

Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 05:40

41 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mesti dóni sem ég hef séð og var vittni að, var nú reyndar prestur í hempu, ég þá smástrákur.  ég held að dónaskapur sé mikið lýræðislegt fyrirbæri og  fari ekki í manngreinarálit eins og aðrir lestir.  ég er að reyna að venja  mig af dónaskap og mér líður bara skár strax, svei mér þá.! Enn takk fyrir þarfa umræðu. Sigurður Rósant er ástfangin í Rósu og ég óska honum með hamingju með það. Og ég er ekki að segja þetta til að vera dóni. Þetta reiknaði ég út eftir vandlega íhuguðu máli. Ég ætla að verða heilbrigt kristinn og trúa bara því sem ég hef á tilfinningunni að Jésús hafi sagt og trúa orðum hans. Verst að það er vandleitað í Biblíunni það sem hann sagði innan um skáldskapinn sem koma frá valdagráðugum Kirkjumönnum , og kirkjur eru bara Gullkálfar eins og jésú varaði við oft og mörgum sinnum.  þetta er vandlesin bók og  eiginlega þyrfti að endurskoða mjög vel og breyta. Trúarvændi Andrés eru t.d. þessir sjónvarpspredikarar sem láta fátæklinga kaupa einkaþotur handa sér og útskyra það síðan að Guð hafi beðið þá um þetta svo þeir yrðu fljótari að ferðast og breiða út fagnaðarerindið sem ég hef ekki hugmynd um hvað er..aldrei heyrt þetta erindi eða ég er ekki komin að kaflanum í Biblíunni sem ég er að lesa. Er komin þangað þar sem Pílatus var að ræða við jesú sem var ekkert að verja sig, og ég vissi ekki fyrr enn í gær að Judas hefði skilað 30 silfurpeningunum og hengt sig. hann hafði þá einhverja samvisku þrátt fyrir allt. þannig að það má alveg fyrirgefa Júdasi þessi svik hans að mínu mati alla vega...

Óskar Arnórsson, 1.6.2008 kl. 07:25

42 Smámynd: Óskar Arnórsson

..Algjörlega sammála Anrés! Þess vegna er munur á lifandi kristni og dauðri kristni..ég er alla vega búin að setja þetta í 2 hópa. Annars líður mér best með englatrú sem ég hef alltaf haft og er einföld og það eru engar predikanir eða neina kirkjur, hef þetta algjörlega fyrir mig..og finnst það bara ágætt..veit bar hreinskilnislega sagt hvort ég er kristin, enn ef ég verð það almennilega þá vil ég vera heilbrigt kristinn og ekki óhelbrigt kristinn sem ég kalla..

Óskar Arnórsson, 1.6.2008 kl. 08:51

43 Smámynd: Zaraþústra

Það er vafalaust auðveldara að vera dónalegur við kristinn mann en trúlausan, ekki satt?  Þar sem þetta er algjörlega huglægt mat þá segir þetta okkur kannski meira um hvernig menn túlka orð annarra.  Ég gæti til dæmis hljómað hvassyrtur án þess að ætla mér það.   En annars er þetta frekar vitlaust, eru lögfræðingar dónalegri en afgreiðslufólk?  Hvernig getur maður svo sem vitað það, afgreiðslufólkið fær borgað fyrir það að vera kurteist og lögfræðingarnir borgað fyrir það að vera harðorðir og ákveðnir (og kurteisir oft á tíðum reyndar líka, en hvað um það).  Ef ég tala fallega til einhvers án þess að meina stakt orð af því sem ég segi, er ég þá kurteis?  Svo gæti einhver annar feiminn einstaklingur átt erfitt með að horfa í augu fólks sem hann talar við, tala hátt og skýrt o.s.frv. þá kemur hann illa fyrir í augum annarra. Er hann þá dóni? Það er fullt af fólki sem gæti talið það bara vegna þess að einhver á erfitt með að heilsa.  Hversu oft gerum við ráð fyrir að annað fólk meini illa þegar það gæti vel verið að við séum að misskilja?  Stundum verður fólk ekki dónalegt fyrr en einhver gerir einfaldlega ráð fyrir því að maður sé dónalegur (enda er það frekar dónalegt og við bregðumst oft við dónum með dónaskap).

Það eru nokkrir trúleysingjar hérna sem eru einstaklega leiðinlegir, ekki endilega dónalegir, vegna þess að þeir hafa ekki fyrir því að svara nema með háði, leiðindum og eða dónaskap.  Ég efast um að það sé nokkuð gagn í því sem þeir segja og ég held þeir séu fyrir löngu hættir að velta því fyrir sér hvort nokkuð gott komi af því sem þeir segja.  En ég get alveg sagt það sama um kristið fólk.  Ég get ekkert alhæft um hvorugan hópinn.  En hvernig er það, eru vantrúarmenn dónalegri en efahyggjumenn (i.e. þeir sem trúa að ekki sé til Guð eða þeir sem láta spurninguna vera nema einhver hafi fyrir því að skilgreina nákvæmlega hvað átt er við með Guð)? Eru kaþólikkar dónalegri en aðventistar?

Zaraþústra, 1.6.2008 kl. 11:37

44 identicon

Trúarvændi = Að skrá sig í trúarvændishring, að borga fyrir sína trú, að hafa trúarleiðtoga/pimp, thats it in a nutshell

DoctorE (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 11:46

45 identicon

Hérna er gott mál sem allir ættu að fagna

http://www.edrumenn.blogspot.com/

Siggi (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 21:02

46 Smámynd: Óskar Arnórsson

DoktorE! Það er búið að lögleiða vændi á Íslandi svo það er öllum frjálst að stunda það.  Sjaldan hefur framvarp til laga fengið svo fljóta afgreiðslu sem þetta frumvarp.

Það er kannski ekki svo vitlaus hugmynd að  að  leita á náðir þessa söfnuðar. ég er ekki með neina fordóma gegn vændi..Ég er bara svona að ég vil prófa allt í þessu lífi...

Óskar Arnórsson, 1.6.2008 kl. 23:25

47 Smámynd: Evil monkey

Salt? Ég hélt að það væri veitingastaður...

Skemmtileg umræða, en ég held nú samt að hún sé nokkuð pointless og falli um sjálfa sig. Báðir hópar hafa ákveðnar lífsskoðanir sem þeir halda mikilli tryggð við og eru essentially hluti af sjálfsmynd þeirra. Hvorugur hópurinn er að fara að viðurkenna að "þeirra hlið" sé dónalegri en hin hliðin.

Fyrir nú utan þá staðreynd að í reynd eru einstaklingar innan beggja hópanna sem geta sýnt mikinn dónaskap og óvirðingu. Svo espar þetta lið hvort annað upp... alveg eins og sandkassakrakkar... *sigh*

Reyndar verð ég að minnast á einn punkt; það er tilhneiging hjá örfáum einstaklingum í "öðru liðinu" til að eyða út athugasemdum sem henta ekki þeirra skoðunum - ritskoða kommentin, þ.e. og stunda það frekar að safna í kringum sig já-mönnum heldur en að stuðla að uppbyggilegum rökræðum. Að sjálfsögðu er það þeirra réttur, á sínu bloggsvæði, en þetta finnst mér afskaplega hjákátlegt og þeim sem stunda þetta ekki til framdráttar. Þetta hef ég ekki séð í "hinu liðinu". Ennþá, allavega...

Evil monkey, 1.6.2008 kl. 23:38

48 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ég er vantrúaður og mér finnst þessi mynd algjör snilld, ég skellihló þegar sá hana fyrst.

Alexander Kristófer Gústafsson, 2.6.2008 kl. 02:08

49 Smámynd: Mofi

Þetta eru búnar að vera fjörugar umræður. Góðar spurningar hjá Zaraþústra, ég þori ekki að svara í bili :)

Allir virðast vera sammála um að dónaskapurinn er á báða bóga og að kristnir enduðu að vera kosinn dónalegri hópurinn er eitthvað sem við kristnir ættum að taka til okkar. 

Mofi, 2.6.2008 kl. 09:24

50 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það væri ekki líkt þér Mofi að þora ekki að svara! ég er dóni t.d. og á leiðinni að verða kristinn. Ekki ætla ég að dónaskapnum fyrir það. Það er of skemmtilegt krydd í tilveruna...

Óskar Arnórsson, 2.6.2008 kl. 10:08

51 Smámynd: Mofi

Ég skil þig vel Óskar :)     Að vera dónalegur er eitthvað sem mér finnst mér vera í blóð borið og vera...ekki svo slæmur í því þegar vel liggur á mér ( eða illa, fer eftir sjónarhorni ).  Ég get samt ekki neitað því að mér finnst að það er ekki í anda kristni að vera dónalegur. Kannski er betra orð hérna "móðgandi"... samt nær því ekki alveg. Þessi vandmeðfarna lína að sýna manneskjum virðingu og góðvild en geta samt verið hreinskilin um málefna þótt að mönnum gæti sárnað.  Þegar Kristur talaði við Faríseiana þá var hann hrottalega hreinskilin og merkilega gaman að lesa það.  Þess vegna er þess umræða fróðleg því þetta málefni hefur ansi margar skemmtilegar hliðar... 

Mofi, 2.6.2008 kl. 10:24

52 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hef nú alltaf talið mig vita að þú sért bæði fróður maður og með hjartað á réttum stað. Langar bara að læra eitthvað einfalt um að bverða betri maður án þess að verða vísindamaður í Biblíufræðum. Langaði einu sinni í Guðfræðinám, enn fjölskylda mín hafði ekki efni á því. Svona er það nú bara.

kv, 

Óskar Arnórsson, 2.6.2008 kl. 10:48

53 Smámynd: Mofi

Óskar, takk fyrir það.  Ég hef aldrei farið í formlegt nám í þessu en hef lengi verið forvitinn um þetta svo lesið hitt og þetta. Ef þú vilt fá góða þekkingu á hvernig aðventistar skilja Biblíuna þá mæli ég með þessum fyrirlestrum hérna: http://www.theloudcry.net/David%20Asscherick.htm

Varðandi að verða betri maður þá er lífsreynslan það sem mótar mann mest og þín er...alveg svakaleg.  Ég persónulega trúi að hlíðni við orð Krists geri mann betri. Ég að minnsta kosti sjálfur finn hvernig Hans standard er svo miklu hærri en sá sem ég hefði búið til fyrir sjálfan mig ef ég væri sjálfur að ákveða hvað hentaði mér.

Kv,
Halldór
 

Mofi, 2.6.2008 kl. 12:18

54 Smámynd: Egill

vísindamaður vill sjá Hvort eitthvað sé satt

falskur vísindamaður reynir að Sanna að eitthvað sé satt.

 Andrés skrifaði:"Það er enginn þrýstingur á mig á að fara á samkomur þessa trúarvændishrings, enda sæki ég þessar samkomur þegar mig langar"

þegar ég les svona þá sé ég einungis "þegar ég þarf að fara til að sannfæra sjálfan mig um að ég sé ekki að gera einhverja vitleysu, og með því að vera innan um annað fólk sem samþykkir þessa sameiginlegu vitleysu þá líður mér betur með sjálfan mig"

en svona er ég dónlegur

Egill, 2.6.2008 kl. 15:09

55 identicon

Þegar fólk er harkalega ósammála hvað varðar grundvallaratriði eins og heimsmynd finnst flestu fólki það verulega óþægilegt. Það er bara mannlegt. Hvort það er eitthvað í ætt við dónaskap er annað mál.

Þegar rökum sem maður tekur sjálfur góð og gild er vísað út í ystu myrkur, hvort sem maður er trúaður eða trúlaus, gildir hið sama. Það er mjög óþægilegt, eins og maður hafi enga leið til að "ná taki" í rökræðunum. En er það dónalegt? Það finnst mér ekki, nema með fylgi rætnar árásir á persónu manns.

Ég tel hins vegar að þegar maður vorkennir viðmælanda sínum vegna skoðana sinna, og það er svo sannarlega algengt á báða bóga, sé um að ræða talsverða fyrirlitningu á viðkomandi. Það er svo aftur auðvitað "hugrenningarsynd" og kemur góðri framkomu ekki við.

Úlfur (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 17:03

56 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir tipsið Mofi! Kíki betur á þetta. ég hef nú alltaf haft á tilfinningunni þetta með hlýðni við það sem er rétt að gera og þá hlýðni við Skaparan án þess að hafa lesið neitt sérstallega mikið um það.

bara merkilegt hvað maður fer á móti betri samvisku og betri vitund aftur og aftur vitandi vits..ákaflega óþægilegt, enn þetta er stríð í mér núna. Hef náð að fylgja þessari sannfringu minni á tímabilu í mínu lífi og þá hefur alltaf allt gengið vel. Enn svo breyti ég..og þá gengur allt á afturfótunum..mér finnst orðið dónaskapur óskaplega afstætt hugtak...eiginlega mjög persónulegt og þess vegna er þetta góð umræða..og skemmtileg.. 

Óskar Arnórsson, 2.6.2008 kl. 23:17

57 Smámynd: Mofi

Óskar, eftir að hlusta á bókina "Mere Christianity" eftir C.S.Lewis þá grunar mig að hún höfði kannski enn frekar til þín þar sem hún einblínir meira á siðgæði og hið góða og illa, sjá: C.S. Lewis - Mere Christianity

Mofi, 3.6.2008 kl. 20:14

58 Smámynd: Óskar Arnórsson

..líst betur og betur á þig Mofi!..afsakaði króníska tortryggni mína út í menn og málefni..er að skoða tipsið þitt..takk fyrir allt.

Óskar Arnórsson, 4.6.2008 kl. 00:25

59 Smámynd: Mofi

Takk fyrir vingjarnleg orð og heimsóknina :)

Kveðja,
Halldór

Mofi, 4.6.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 802788

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband