Líf á öðrum hnöttum, ekkert mál?

Einn meðlima Vantrúar, Hjalti Rúnar Ómarsson benti á þetta video hérna: http://youtube.com/watch?v=ozbFerzjkz4 sem svar við því að lífið þarf hönnuð. Ég ætla að fara yfir þau rök sem myndbandið kemur með.

1. Ef þú finnur málverk þá veistu að það er til einhver sem málaði málverkið. Þeir segja að þetta eigi ekki við náttúruna því að hún er búin til úr efnum sem búa til afrit af sjálfu sér. Ef maður horfir aðeins á lífið sjálft þá eiga þessi rök vel við. Ef málverkið hefði vélar og tæki til að búa til önnur málverk þá myndi vonandi enginn halda því fram að enginn þurfti að búa þessa málverka verksmiðju til.

2. Þeir setja upp að vandamálið er uppruni DNA eins og DNA geti búið til afrit af sjálfu sér. Þetta er alrangt. Þótt að höfin væru full af DNA þá þýðir það ekki að það væri til líf. Til þess að líf sé til staðar þá þurfa að vera til "vélar" sem skilja upplýsingarnar sem eru á DNA-inu og kunna að framfylgja þeim skipunum. Ímyndaðu þér hve mikið mál það væri að búa til tölvu ef þú hefðir rússneskar verkfræði teikningar af tölvunni. Við erum núna eftir marga áratugi ennþá að reyna að skilja DNA og síðan er ætlast til þess að maður trúi því að náttúrulegir ferlar hafi getað búið til vélar sem skilja DNA.

3. Það er rétt það sem kemur fram í myndbandinu að efnin sem DNA er búið til úr geta myndast fyrir tilviljun. Þess ber samt að geta að líkurnar eru litlar og efnafræðin einkar óhagstæð myndun þessara efna.

4. Að svona keðjur geti myndast er eitthvað sem er meira fræðilegt en eitthvað sem við höfum einhverja reynslu af. Væri fróðlegt að vita hve löng keðja hefur sést myndast og hvað varð um hana. Ég myndi gíska á eitthvað sem væri virði tveir þrír DNA-stafir og væri gaman ef einhver veit þetta að fræða mig og aðra lesendur um þetta atriði.

5. RNA getur búið til afrit af sér.  Þetta er mjög villandi fullyrðing. Í réttum skilyrðum geta örfá af þessum efnum framkallað efnahvörf sem mynda fleiri eins efni en þetta er ekkert svipað því þegar fruma býr til eintak af sjálfu sér. Þegar þetta gerist þetta gerist þá eru þetta efnahvörf en þegar fruma býr til afrit af sér þá erum við að tala um mikið magn upplýsinga og véla sem skilja upplýsingarnar.

6. RNA verður að DNA.  Enginn hefur séð hvernig RNA gæti orðið að DNA né neinar tilraunir sem sýna fram á hvernig þetta gæti gerst. Hérna viðurkenna þeir að DNA getur ekki búið til afrit af sjálfu sér svo þarna stoppar allt ferlið.

7. Prótein sem geta afritað DNA.  Þeir nefna tilraun Stanley Millers sem sönnun þess að amínósýrur geti myndast aðeins með náttúrulegum ferlum. Það er rétt að rétta umhverfið getur búið til amínósýrur en líkurnar eru á móti myndun þeirra og í tilraunum hefur ekki tekist að mynda allar amínósýrurnar sem lífið þarf. Einnig þá myndast alltaf tvær tegundir af amínósýrum en aðeins vinstri tegundin er notuð af lífinu, ef ein af hægri tegundinni af amínósýrunum myndi myndast þá myndi það eyðileggja allt saman.  Þeir setja þetta líka þannig upp að lengjur af amínósýrum myndast eins og ekkert sé en það vantar sárlega upp á einhverjar rannsóknir sem styðja það. Ef maður myndi síðan gefa sér að það væri ógrynni fjöldi amínósýra og engar efnafræðileg vandamál, þær myndu bara tengjast saman í langar keðjur þá eru samt líkurnar á því að eitt venjulegt prótein myndist svo litlar að það er hægt að afskrifa það sem eitthvað sem gæti gerst. Meira um það hérna: http://www.creationsafaris.com/epoi_c04.htm

Myndband sem sýnir þetta ferli.

 

8. DNA laði að sér þá hluti sem fruman er búin til úr.  Þetta er óskhyggja af mjög háu stigi. Ef ein fruma er tekin og sett í vinsamlegt umhverfi og síðan potað lítið gat á hana þá deyr hún. Öll efnin leka út og verða að engu.  Enginn vísindamaður á þessari jörð gæti tekið þessi efni og þessar vélar og raðað þeim aftur í lifandi frumu. Samt ætlast þessir gaurar til þess að maður trúi að þessi efni mynduðust sjálf og röðuð sér sjálf í lifandi frumu?  Þeir reyna að fela þetta vandamál með því að segja að þetta líf væri allt öðru vísi en við höfum í dag; sem sagt að bara ímynda þér og þá er hægt að trúa.  Ég er mikill trú maður en svona mikla trú hef ég ekki.

9. Nú þegar kristnir vita hver tilgátan er...  Þetta er bara ein af mörgum svo það komi fram. Það er ekki eins og þetta er "tilgátan" heldur er þetta ein tilgáta.  Sem betur fer viðurkennir hann að þessar rannsóknir eru á frumstigi og gaman að sjá heiðarleika þar.

10. Eina sem kristnir þurfa að gera er að sýna fram á hvert af þessum skrefum er ómöglegt. Búinn að því en myndbandið setur upp forvitnilega spurningu, hvenær greip Guð inn í það sem gat gerst af sjálfu sér.  Ef spurningin væri hvenær greið smiðurinn inn í byggingu hússins þegar mörg af skrefunum gat gerst af sjálfu sér... Það er rétt að einn og einn steinn gæti lent ofan á hvor öðrum sem einhver gæti talið vera vísir að húsi en munurinn á nokkrum steinum ofan á hvor öðrum og húsi er nokkuð mikill. Ef vísindamenn þurfa að beita öllu sínu viti til að búa til lítið prótein þá segir það okkur að þarna að minnsta kosti þurfti skaparinn að grípa inn í. Dáldið skondið hérna er að vísindamenn nota amínósýrur úr náttúrunni því það er allt of erfitt að búa þær til með aðferð eins og Stanley Miller notaði; hreinlega ógerlegt.

11. Annað lögmál varmafræðinnar...  Málið með þetta lögmál í þessu samhengi er að allir hlutir hafa tilhneigingu að brotna niður í einfaldari form. Ef þú værir með kíló af próteinum þá eftir þúsund ár eða svo þá værir þú með miklu færri prótein því þau brotna niður. Við sjáum þetta lögmál líka virka við frumuna sem stungið er gat á; hún leysist upp í einfaldari efni og að setja hana aftur saman væri eitt mesta vísindaafrek í sögu vísindanna.

 

Að finna "lífrænt" efnasamband er miljörðum ljósárum frá því að finna líf og staðreyndirnar tala sínu máli; við höfum mjög góðar ástæður til að álykta að lífið var hannað af mjög hæfum skapara. 


mbl.is Líf á öðrum stjörnum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef lífið var hannað þá var það gert af gersamlega óhæfum skapara Mofi, þegar þú reynir að smyrja hinn ímyndaða skapara sem þann sem gerði lífið og alles þá ertu að segja hann meira en vanhæfan, þú ert að guðlasta ef þú eignar honum hið mjög svo ófullkomna líf sem lifir á hnífsblaði.

Annars er að öllum líkindum fullt af lífi þarna úti, mér finnst ólíklegt að við séum eina lífið... það fittar ekki finnst mér

DoctorE (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 13:49

2 identicon

P.S. Milljörðum ljósára hvað... heimurinn samkvæmt þér er hvað ... ~6000 ára og þú heldur líka að þú sért svona spes lífvera sem einhver geimgaldrakarl elskar.. það sem fólk gerir vegna sjálfselsku er algerlega steikt mar

DoctorE (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 13:53

3 Smámynd: Mofi

DoctoE, ég gæti ekki beðið um betri stuðning en þann sem ég fæ frá þér  :)    Afhverju telurðu að skaparinn hljóti að vera vanhæfur ef hann væri til?

Mofi, 25.3.2008 kl. 14:01

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Guð blessi þig Halldór margfaldlega í öllu þínu lífi og öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur, og Guð blessi fjölskyldu þína og ástvini í Jesú nafni

Guðrún Sæmundsdóttir, 25.3.2008 kl. 14:05

5 identicon

Ímyndaðu þér hve mikið mál það væri að búa til tölvu ef þú hefðir rússneskar verkfræði teikningar af tölvunni.

Ekki ef þú værir rússi.... :) 

Ellinn (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 15:15

6 identicon

En hvenær ætlarðu að koma með almennileg rök fyrir tilvist skaparans sjálfs. öll þín spilaborg af "rökum" hrynur ef þú getur ekki útskýrt hann til að byrja með.

Rök þín byggjast öll á því að heimurinn sé of flókin til þess að hafa myndast af sjálfu sér, því hljóti einhver "hönnuður" að hafa hannað fyrirbærið. En af hverju eiga þessi rök ekki lengur við um hönnuðin sjálfan?? Hann hlýtur að þurfa að vera að minnsta kosti jafn flókin og sköpun hans. Ég endurtek, komdu með gild rök fyrir því hvaðan þessi flókna almáttuga vera áður en þú byrjar með skítkast á það sem þú kallar "nátturulega ferla". þangað til þú gerir það sér rakhnífur occhams um að útiloka þig frá umræðunni og málstaður þinn er á sama sporbaug og te-ketillin hans Bertrand Russels

Í stað þess að leita svara býrðu til forsendu (hönnuðin) og heimtar að kalla hann niðurstöðu röksemdafærslu.... þetta er ekkert nema hræsni af verstu sort 

Gikkur (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 15:26

7 Smámynd: Mofi

Elli
Ekki ef þú værir rússi.... :) 

Góður punktur... :)  en samt, jafnvel þá myndi þetta vera hellings mál og í tilfelli próteina og DNA og okkar eigin þá skiljum við ekki til fulls DNA. Eftir marga áratugi þá erum við ekki enn búinn að ná góðum skilningi á þessu. 

Guðrún, takk og sömuleiðis! :)

Gikkur
En hvenær ætlarðu að koma með almennileg rök fyrir tilvist skaparans sjálfs. öll þín spilaborg af "rökum" hrynur ef þú getur ekki útskýrt hann til að byrja með.

Þetta er mjög sannfærandi að mínu mati. Hvað dettur þér í hug að væri sannfærandi? Til í að hjálpa mér aðeins?

Mofi, 25.3.2008 kl. 15:37

8 identicon

allt í lagi til að hjálpa þér aðeins......

 Ef ekkert flókið getur myndast án þess að einhver hanni það til að byrja með hver hannaði þá hönnuðin, eða eiga þín eigin rök ekki við hönnuðinn sjálfan??

þannig að ég spyr: HVER HANNAÐI GUÐ? 

og ef þú getur ekki komið með almennileg rök fyrir frum-forsendu þinni hvað verður þá um rökfærslu þína? 

Gikkur (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 15:46

9 Smámynd: Linda

Hafðu það sem allra best.

Linda, 25.3.2008 kl. 15:50

10 identicon

Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt Mofi.  Ekki heldurðu að vísindamenn standi bara við pedriskálarnar og klóri sér í hausnum?  Þó við skiljum ekki eitthvað í dag þýðir ekki að við mundum ekki skilja það á morgun, nema náttúrulega enginn nenni að rannsaka þetta.

Og já, annað lögmál varmafræðinnar gildir aðeins um lokuð kerfi.  Jörðin er ekki lokað kerfi.  Svo er hér annar punktur tekinn af AI:

“The 2nd Law of Thermodynamics began at the Fall.”

This law says that the entropy (“disorder”) of the universe increases over time, and some have thought that this was the result of the Curse. However, disorder isn’t always harmful. An obvious example is digestion, breaking down large complex food molecules into their simple building blocks. Another is friction, which turns ordered mechanical energy into disordered heat—otherwise Adam and Eve would have slipped as they walked with God in Eden! A less obvious example to laymen might be the sun heating the earth—to a physical chemist, heat transfer from a hot object to a cold one is the classic case of the Second Law in action. Also, breathing is based on another classic Second Law process, gas moving from a high pressure to low pressure. Finally, all beneficial processes in the world, including the development from embryo to adult, increase the overall disorder of the universe, showing that the Second Law is not inherently a curse.

Death and suffering of nephesh animals before sin are contrary to the biblical framework above, as is suffering (or “groaning in travail” [Rom. 8:20–22]). It is more likely that God withdrew some of His sustaining power (Col. 1:15–17) at the Fall so that the decay effect of the Second Law was no longer countered. See Did the 2nd Law begin at the Fall?

Sveinn (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 15:56

11 Smámynd: Mofi

Gikkur
þannig að ég spyr: HVER HANNAÐI GUÐ? 

Það þarf að vera til frum orsök, fyrir mig er það Guð; fyrir þig er það hvað?

Linda, takk fyrir það Linda :)   Kíktir þú á þráðinn þar sem ég var að reyna að svara honum Svani frá umræðunni á síðunni þinni?

Sveinn
Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt Mofi.  Ekki heldurðu að vísindamenn standi bara við pedriskálarnar og klóri sér í hausnum?  Þó við skiljum ekki eitthvað í dag þýðir ekki að við mundum ekki skilja það á morgun, nema náttúrulega enginn nenni að rannsaka þetta.

Frábært að læra eitthvað nýtt en það þýðir ekki að við munum einhvern tímann læra hvernig náttúrulegir ferlar fara að því búa til slíka hluti ef þeir gerðu þetta ekki.

Sveinn
Og já, annað lögmál varmafræðinnar gildir aðeins um lokuð kerfi.  Jörðin er ekki lokað kerfi.  Svo er hér annar punktur tekinn af AI:

Öll dæmin sem ég nefndi gerast í opnu kerfi, opnu fyrir orku sólarinnar.  Ég síðan segi ekki að hlutir geti ekki orðið flóknari, aðeins að þeir hafa tilhneigingu til að brotna niður.

Mofi, 25.3.2008 kl. 16:16

12 identicon

Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að líf getur, skv. okkar besta skilningi, ekki orðið til nema við aðstæður þar sem lífræn efnasambönd geta orðið til.  Því er það satt að finna lífræn efnasambönd á öðrum hnetti færir okkur óneitanlega nær því að finna líf.

Ég átta mig samt ekki á hver tengingin við þessa frétt er.  Ertu að halda því fram að það sé ekkert líf þarna úti? 

Sveinn (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 16:21

13 Smámynd: Mofi

Sveinn, lífræn efnasambönd er ekki einu sinni ræfilslegt prótein svo þetta hljómar betur en þetta raunverulega er.  Ég hef enga trú að það er líf þarna úti sem hefur kviknað af náttúrulegum ferlum. En það eru Biblíulegar ástæður fyrir mig að álykta að það eru fleiri hnettir eins og okkar.

Mofi, 25.3.2008 kl. 16:34

14 identicon

Mofi:

Það þarf að vera til frum orsök, fyrir mig er það Guð; fyrir þig er það hvað?

Einkennandi setning fyrir þig. þú svarar ekki spurningunni... af hverju ekki?

ég þarf enga frum orsök ég sætti mig við óvissuna frekar en að búa mér til þægilegar sögur. 

Gikkur (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 17:08

15 Smámynd: Linda

Hæhæ, jams ég gerði það, ég er bara ekki í stuðið fyrir djúpum pælingum þessa dagana læt þig og Svan um slíkt. 

Knús.

Linda, 25.3.2008 kl. 20:02

16 Smámynd: Mofi

Gikkur
Einkennandi setning fyrir þig. þú svarar ekki spurningunni... af hverju ekki?

ég þarf enga frum orsök ég sætti mig við óvissuna frekar en að búa mér til þægilegar sögur. 

Mér finnst þetta vera svar. Þú getur valið óvissuna, ekkert mál, ég vel það sem ég tel vera rökréttast.

Linda, ekkert mál :)

Mofi, 26.3.2008 kl. 08:53

17 identicon

Mofi:

Mér finnst þetta vera svar. Þú getur valið óvissuna, ekkert mál, ég vel það sem ég tel vera rökréttast.

annað einkennandi svar. þú hunsar það sem passar ekki við trú þína og lagar rökin að eins og þér hentar; síðan heimtarðu að aðrir líti á það sem rökrétta niðurstöðu....

það er eitt að vera trúuð manneskja en þegar þú rembist við að fá vísindi  í lið með trú þinni gerirðu lítið úr þeim báðum. skrif þín einkennast aðalega af tvennu: hræsni og vonleisi. 

Ég held ég sé búin að fá leið á copy - paste röksemdafærslum þínum sem voru hand-ónýt til að byrja með. var á tímibili að vonast til að sjá eitthvað frumlegt frá þér en  ætli það sé ekki vonlaust....

Gikkur (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 12:36

18 Smámynd: Mofi

Hvað passar ekki? Þú ert með óvissu en ég með sterka vísbendingu að það er afl fyrir utan alheiminn sem orsakaði hann; einfalt dæmi um orök og afleiðingu og að mínu mati er aðeins Guð nógu öflugur til að geta orsakað alheiminn.  Leitt að valda þér vonbrigðum en get aðeins reynt að útskýrt mitt sjónarhorn.

Mofi, 26.3.2008 kl. 12:41

19 identicon

Hvaða sterku vísbendingu? að mínu mati er aðeins Guð nógu öflugur til að geta orsakað alheiminn. þú ert þegar búin að ákveða að guð sé til og hann sé almáttugur og síðan treður þú honum inn í röksemdafærslu þína og sérð ekkert að því.

ef þú getur komið með röksemdafærslu þar sem tilvist Guðs er útkoman en ekki frumforsenda til að byrja með er möguleiki að taka mark á þér. Þangað til ertu einungis að flækja málin með að blanda einhverri almáttugri veru inní sem er ennþá óútskýranlegri en heimurin sjálfur til að byrja með!

Vísindi eru ekki með svörin við öllu eins og trú. Lítur þú á það sem veikleika? 

Gikkur (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 13:19

20 Smámynd: Mofi

Gikkur
Hvaða sterku vísbendingu? að mínu mati er aðeins Guð nógu öflugur til að geta orsakað alheiminn. þú ert þegar búin að ákveða að guð sé til og hann sé almáttugur og síðan treður þú honum inn í röksemdafærslu þína og sérð ekkert að því.

Eða að ég sé alheim sem þarf orsök og Guð smell passar sem orsök.

Gikkur
Vísindi eru ekki með svörin við öllu eins og trú. Lítur þú á það sem veikleika? 

Vísindi er ekki hið sama og guðleysi; ég lít á það sem veikleika að útiloka Guð út frá öllu vegna ástæðna sem ég skil ekki.  Ég er forvitinn, hefur þú löngun til þess að Guð sé til eða hefurðu eitthvað á móti því að Guð sé til?

Mofi, 26.3.2008 kl. 13:25

21 identicon

Halldór....

-að mínu mati

-mér finnst

-kaupi þetta ekki

-ég tel vera rökréttast

Þessi orðasambönd eru ekki marktæk í svona umræðu, þar sem þau lýsa persónulegri skoðun en gefa ENGA innsýn í viðfangsefnið

Þetta framar öllu öðru er ástæða þess að menn gefast yfirleitt fljótlega upp á að rökræða þessa hluti við þig, enda sér maður hvernig allir sem hér pósta gefast upp eftir stutta stund og aðrir taka við

Sigmar (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 13:40

22 identicon

Mofi:

Eða að ég sé alheim sem þarf orsök og Guð smell passar sem orsök.

Fínt, við erum að komast að niðurstöðu. En hún bendir klárlega til þess að undirstaðan að heimsýn þinni er fyrst og fremst trú en ekki rök og það er líka bara í góðu lagi. Ef hún byggðist frekar á rökum mundir þú forðast að búa til óútskýranlegar forsendur og fara í hringi með rökfærslur þínar. Við getum því vonandi verið sammála um að vera ósammála.

En ég vil ráðleggja þér að forðast að fordæma fólk sem kemst að öðrum niðurstöðum, þú hefur stundum í bloggi þínu gengið einum of langt hvað þetta varðar.

þegar á öllu er á botning hvolft þá er það rétt að hvorki vísindi né rök útiloka guð með öllu, þau bara styðja hann ekki heldur. Það eru tilraunir þínar til að móta vísindin og rökin eftir trúnni sem fara fyrir brjóstið á mér því, eins og ég hef áður sagt, gerir það lítið úr bæði Vísindum og trúnni.

Hef ég löngun til að Guð sé til? já, en það er frekar barnalegt viðhorf að mínu mati og versta mögulega undirstaða sannrar trúar. ég neita að friðþægja sjálfan mig með því að búa til sögur

Hef ég eitthvað á móti því að Guð sé til? ef þú ert að tala um þann Guð sem stofnvædd trúarbrögð og bókstafstrú eru búin að einfalda og gera lítið úr þá já, þann Guð get ég ekki borið virðingu fyrir.

Ég sætti mig frekar við óvissuna því eini valmöguleikin við það er að búa sér til sögur og einfalda heimsýn sína út frá því. Fyrir mér gæti Guð aldrey búið annarstaðar en í óvissunni.

Gikkur (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 14:00

23 Smámynd: Mofi

Gikkur
Fínt, við erum að komast að niðurstöðu. En hún bendir klárlega til þess að undirstaðan að heimsýn þinni er fyrst og fremst trú en ekki rök og það er líka bara í góðu lagi.

Ég sé ekki betur en þetta helst í hendur. Hver vill eiginlega trúa á órökréttann hátt?

Gikkur
Við getum því vonandi verið sammála um að vera ósammála.

Nei, ekki séns :)

Gikkur
En ég vil ráðleggja þér að forðast að fordæma fólk sem kemst að öðrum niðurstöðum, þú hefur stundum í bloggi þínu gengið einum of langt hvað þetta varðar.

Endilega vertu ekki feiminn að benda á það sem þér finnst vera gagnrýnisvert.  Er samt forvitinn að vita hvað þú átt við hérna; hvernig fordæma?

Gikkur
Það eru tilraunir þínar til að móta vísindin og rökin eftir trúnni sem fara fyrir brjóstið á mér því, eins og ég hef áður sagt, gerir það lítið úr bæði Vísindum og trúnni.

Ég skil ekki hvernig er hægt að ætlast til þess að einhver trúi í andstöðu við vísindi. Síðan, í miljónasta sinn, að Guð er ekki til og að tilviljanir og náttúruval bjó allt til milli himins og jarðar er ekki hið sama og vísindi. Þetta er einfaldlega guðleysis trú; þér finnst kannski allt í lagi að þeir sem trúa þessu noti vísindi til að styðja þá trú?

Gikkur
Hef ég löngun til að Guð sé til? já, en það er frekar barnalegt viðhorf að mínu mati og versta mögulega undirstaða sannrar trúar. ég neita að friðþægja sjálfan mig með því að búa til sögur

Hef ég eitthvað á móti því að Guð sé til? ef þú ert að tala um þann Guð sem stofnvædd trúarbrögð og bókstafstrú eru búin að einfalda og gera lítið úr þá já, þann Guð get ég ekki borið virðingu fyrir.

Hvað fólk vill hefur oftar en ekki mjög mikil áhrif á hvernig það túlkar heiminn í kringum sig og þá sérstaklega vísbendingar um eitthvað.  Ég er alveg sammála um stofnvædd trúarbrögð, sértaklega innihalds litlar serómóníur og fólk sem trúir varla en þiggur peninga fyrir að þykjast trúa.  Varðandi bókstafstrú þá fer það eftir bókstafnum, mér finnst lítið til koma til þess guðs sem fólk býr til jafn óðum í hausnum á sér eftir því sem hentar þeim.

Mofi, 26.3.2008 kl. 14:12

24 Smámynd: Mofi

Sigmar
Þessi orðasambönd eru ekki marktæk í svona umræðu, þar sem þau lýsa persónulegri skoðun en gefa ENGA innsýn í viðfangsefnið

Gaman að fá að heyra... hvað þér finnst um allt þetta :)    merkilegt nokk, þá gefur hún mér innsýn í hvaðan þú kemur. Þótt ég viðurkenni að ég fatta þig ekki alveg. Hvað getur maður boðið upp á en að hvað maður trúir, hvað manni finnst og hvernig maður sér hlutina?  Síðan auðvitað upplýsingar um viðfangsefnið en þær þarf oftast að túlka og þá finnst manni ein túlkunin betri en önnur.

Mofi, 26.3.2008 kl. 14:14

25 identicon

Mofi:

 Ég sé ekki betur en þetta helst í hendur. Hver vill eiginlega trúa á órökréttann hátt?

Útskýrðu þá fyrir mér tilvist hönnuðar sem getur búið til heimin út frá rökum, og hættu að forðast spurninguna. Ef þú getur ekki svarað henni ásættanlega af hverju ætti ég eða nokkur maður að halda áfram að hlusta á þig þegar maður getur einfaldlega farið á AIG og svipaðar síður. Öll þín rök koma þaðan og ég hef ekki enn lesið einn frumlegan staf hjá þér. En þú munt sjálfsagt koma með eitthvað vitavonlaust svar grundvallað í trú og "frumorsökum" en ekki rökum og aldrey sjá neina þversögn í orðum þínum.

 Mofi:

Endilega vertu ekki feiminn að benda á það sem þér finnst vera gagnrýnisvert.  Er samt forvitinn að vita hvað þú átt við hérna; hvernig fordæma?

til dæmis: Það sem styður tilvist Guðs er yfirþyrmandi og eina leiðin fyrir að guðleysinginn getur haldið áfram að vera til er með því að forða sér í fáfræði. þar sem þú kallar alla ósammála þér fáfróða. 

Mofi: 

Síðan, í miljónasta sinn, að Guð er ekki til og að tilviljanir og náttúruval bjó allt til milli himins og jarðar er ekki hið sama og vísindi. Þetta er einfaldlega guðleysis trú;

Þetta er grundvallar miskilningur þinn. þú sérð allt í sambandi við trú og getur ekki séð að í raun kemur þetta trú eða Guði nákvæmlega ekkert við. Vísindi leitast við að svara spurningum en ólíkt trú þykjast þau aldrey hafa öll svörin. 

 Mofi:

Varðandi bókstafstrú þá fer það eftir bókstafnum, mér finnst lítið til koma til þess guðs sem fólk býr til jafn óðum í hausnum á sér eftir því sem hentar þeim.

Ég ætla að hafa þetta sem lokaorðin frá þér því ég er alveg sammála þér hér. ég satt að segja ber mun meiri virðingu fyrir þinni afstöðu en fólki sem eins og þú segir, býr til guð jafn óðum í hausnum á sér.  

Gikkur (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 14:53

26 Smámynd: Mofi

Gikkur
Útskýrðu þá fyrir mér tilvist hönnuðar sem getur búið til heimin út frá rökum
...
En þú munt sjálfsagt koma með eitthvað vitavonlaust svar grundvallað í trú og "frumorsökum" en ekki rökum og aldrey sjá neina þversögn í orðum þínum.

Sköpunarverkið er sönnun fyrir skapara. Ef einhver vill að skararinn er tilviljanir, náttúrulegir ferlar þá höfum við þá hérna og getum rannsakað þá svo það ætti að vera auðvelt að sjá hvað þeir geta skapað.

Gikkur
Ef þú getur ekki svarað henni ásættanlega af hverju ætti ég eða nokkur maður að halda áfram að hlusta á þig þegar maður getur einfaldlega farið á AIG og svipaðar síður.

Og heldur þú að það sé ekki til síður sem endurspeglar þínar skoðanir?  Mínar skoðanar ná síðan yfir meira en sköpun og þegar kemur að trúarskoðunum þá er ég ósammála AiG um ansi margt.

Gikkur
til dæmis: Það sem styður tilvist Guðs er yfirþyrmandi og eina leiðin fyrir að guðleysinginn getur haldið áfram að vera til er með því að forða sér í fáfræði. þar sem þú kallar alla ósammála þér fáfróða. 

Vanalega þá halda Vantrúar meðlimir og aðrir darwinistar og guðleysingjar því fram að ég er fáfróður af því að ég trúi ekki á þróun og ég sé ekki betur en þeir eru fáfróðir því að mér finnst sannanirnar fyrir sköpun vera yfirþyrmandi.  Fáfræði er síðan eitthvað sem er ósköp auðvelt að laga og ætti ekki að vera neitt móðgandi, ég viðurkenni að ég fáfróður um ansi margt.

Gikkur
Þetta er grundvallar miskilningur þinn. þú sérð allt í sambandi við trú og getur ekki séð að í raun kemur þetta trú eða Guði nákvæmlega ekkert við. Vísindi leitast við að svara spurningum en ólíkt trú þykjast þau aldrey hafa öll svörin. 

Hérna setur þú guðleysi og darwinisma sama sem vísindi. Darwin vissi mæta vel að ef einhver samþykkti kenningu hans þá væri Guð atvinnulaus og enginn ástæða til að trúa á Hann. Það er augljóslega tenging þarna á milli.

Gikkur
Ég ætla að hafa þetta sem lokaorðin frá þér því ég er alveg sammála þér hér. ég satt að segja ber mun meiri virðingu fyrir þinni afstöðu en fólki sem eins og þú segir, býr til guð jafn óðum í hausnum á sér.  

Well, að minnsta kosti endum við þetta á að vera sammála um eitthvað :)

Mofi, 26.3.2008 kl. 15:23

27 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

3. Það er rétt það sem kemur fram í myndbandinu að efnin sem DNA er búið til úr geta myndast fyrir tilviljun. Þess ber samt að geta að líkurnar eru litlar og efnafræðin einkar óhagstæð myndun þessara efna.

Gætirðu útskýrt hvað þú átt við með því að efnin geti myndast "fyri tilviljun"? Hvað áttu við með "tilviljun"?

4. Að svona keðjur geti myndast er eitthvað sem er meira fræðilegt en eitthvað sem við höfum einhverja reynslu af.

Í myndbandinu kemur fram að vísindamenn á 9. áratuginum komust að því að þetta "montmorillonite" væri mjög góður hvati til þess að mynda þessar keðjur.

11. Annað lögmál varmafræðinnar...  Málið með þetta lögmál í þessu samhengi er að allir hlutir hafa tilhneigingu að brotna niður í einfaldari form.

Mofi, ertu sammála því að vatnssameind er flóknari heldur en aðskilið vetni og súrefni?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.3.2008 kl. 16:21

28 Smámynd: Sigurður Rósant

Ef vísbending um metangas hefur fundist á öðrum hnöttum, í sólkerfinu Vulpeculaer sem er í 63 ljósára fjarlægð frá okkur, þá er möguleiki á að þar hafi verið líf. Metangas myndast við rotnun lífvera og einungis á þann hátt, að því er ég best veit.

Er það gegn kenningunni um sköpun lífs og manna á okkar plánetu, Mofi?

Sigurður Rósant, 26.3.2008 kl. 23:47

29 identicon

Metan er lífrænt efni sem m.a. er talið að hafi verið í andrúmslofti Jarðar við upphaf lífs, svo líf er ekki forsenda þess að efnasambandið myndist.  Því er hinsvegar líklega öfugt farið.

Sveinn (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 00:19

30 identicon

Ég ætla að svara nokkrum nokkrum atriðum í þessu bloggi.

1.

Ef maður horfir aðeins á lífið sjálft þá eiga þessi rök vel við.

Er það ekki einmitt málið??  Hér er einungis verið að benda á þann mun sem eru á þeim efnasamböndum sem mynda lífið og þeim sem gera það ekki.

2.

Þeir setja upp að vandamálið er uppruni DNA eins og DNA geti búið til afrit af sjálfu sér.

Nei í myndbandinu segir HANN að DNA þurfi prótein til að fjölga sér. 

Við erum núna eftir marga áratugi ennþá að reyna að skilja DNA og síðan er ætlast til þess að maður trúi því að náttúrulegir ferlar hafi getað búið til vélar sem skilja DNA.

Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt.  Þó svo að við skiljum ekki eitthvað í dag þýðir ekki að við munum ekki skilja það á morgun.

Eins og fram kemur í myndbandinu eru ýmsar tilgátur um upphaf lífs á Jörðinni.  Sumar hverjar fjalla um hvernig líf byggt á DNA kunni að hafa orðið til úr lífi sem byggðist á RNA, en engar kenningar eru eins heildstæðar og öflugar og þróunarkenningin.

3.

Það er rétt það sem kemur fram í myndbandinu að efnin sem DNA er búið til úr geta myndast fyrir tilviljun. Þess ber samt að geta að líkurnar eru litlar og efnafræðin einkar óhagstæð myndun þessara efna.

Litlar líkur eru ekki það sama og engar líkur, en það er ekki málið.  Þú gleymir að tilgátan sem hann fjallar um segir að efnasamböndin hafi orðið til í návist monotrilits, sem bæði verkar sem hvati fyrir þessi hvörf OG ver viðkvæmar amínósýrur fyrir t.d. geislun.  Ef það er málið þá eru líkurnar alls ekki svo litlar.

 5.

RNA getur búið til afrit af sér.  Þetta er mjög villandi fullyrðing. Í réttum skilyrðum geta örfá af þessum efnum framkallað efnahvörf sem mynda fleiri eins efni en þetta er ekkert svipað því þegar fruma býr til eintak af sjálfu sér.

Ekki svipað?  Hvað áttu við?  Það er einmitt svipað, þar sem enginn vísindamaður á þessu sviði heldur að DNA hafi bara sprottið fram fullbúið af sjálfu sér, það hljóta að hafa verið mörg skref.  Það að einhverjar ríbósakjarnsýrur geti búið til afrit af sjálfu sér við ákveðin skilyrði hlýtur bara að vera eitt þessara skrefa.

6.

RNA verður að DNA.  Enginn hefur séð hvernig RNA gæti orðið að DNA né neinar tilraunir sem sýna fram á hvernig þetta gæti gerst. Hérna viðurkenna þeir að DNA getur ekki búið til afrit af sjálfu sér svo þarna stoppar allt ferlið.

Eins og sagt er í myndbandinu er margt sem við vitum ekki, en það mun sjálfsagt koma að því að við skiljum þetta ferli betur.  Það að við skiljum þetta ekki þýðir einmitt, gagnstætt því sem þú virðist vera að segja hérna, að við eigum að halda áfram að rannsaka þetta.

7.

 Þeir nefna tilraun Stanley Millers sem sönnun þess að amínósýrur geti myndast aðeins með náttúrulegum ferlum.

Úps nei, það er ekki rétt.  HANN styðst einmitt ekkert við tilraun Millers, þar sem sýnt var fram á að hann hafði á röngu að standa FYRIR 30 ÁRUM SÍÐAN.

Höfundur myndbandsins skýrir þetta ansi vel hér 

8.

Þeir reyna að fela þetta vandamál með því að segja að þetta líf væri allt öðru vísi en við höfum í dag; sem sagt að bara ímynda þér og þá er hægt að trúa.

Nei, vísindamenn skilja alveg þetta vandamál, en ólíkt því sem þú vilt meina (og gerir sjálfur) þá vinna þeir ekki út frá fyrirframgefnum forsendum.  Þeir setja fram tilgátur sem hugsanleg skýring á hvernig þetta kann að hafa gerst, en eins og fyrr var nefnt þá eru þessar rannsóknir enn á frumstigi og hvergi nærri því að vera eins accepteraðar og þróunarkenningin t.d.

 10.

Búinn að því en myndbandið setur upp forvitnilega spurningu, hvenær greip Guð inn í það sem gat gerst af sjálfu sér.

Hahaa? Hvar gerðirðu það?

Dáldið skondið hérna er að vísindamenn nota amínósýrur úr náttúrunni því það er allt of erfitt að búa þær til með aðferð eins og Stanley Miller notaði; hreinlega ógerlegt.

Neibb, eins og ég sagði og höfundurinn útskýrði í myndbandinu sem ég setti hlekk á hér fyrir ofan, þá styðst enginn við rannsóknir Millers í dag.  Þar með fellur þessi punktur um sjálfan sig.

11.

Málið með þetta lögmál í þessu samhengi er að allir hlutir hafa tilhneigingu að brotna niður í einfaldari form.

Þetta er einfaldlega ekki rétt.  Einhver nefndi vatn sem gott dæmi um þetta. 

Nú hef ég lagt stund á efnafræði og þegar ég sé svona fullyrðingar spyr ég sjálfan mig hvort viðkomandi hafi yfirhöfuð lesið annað lögmál varmafræðinnar.

Sveinn (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 08:27

31 identicon

Úps, ég var búinn að hætta við að senda þessa síðustu færslu þar sem hún raunar segir ekkert nýtt, en hún hefur greinilega verið staðfest þegar ég endurræsti netið hjá mér.  Ef þú eyðir færslum þegar höfundurinn biður þig um það þá væri það vel þegið í þetta skipti.

Hins vegar langar mig að benda á þetta vídjó, þar sem höfundur myndbandsins sem bloggað er um útskýrir meðal annars að hann notast ekki við tilraunir Millers. 

Virðingarfyllst

Sveinn (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 08:34

32 Smámynd: Mofi

Hjalti
Gætirðu útskýrt hvað þú átt við með því að efnin geti myndast "fyri tilviljun"? Hvað
áttu við með "tilviljun"?

Bara, hrúga af efnum og einhverjar samsetningar geta myndast fyrir tilviljun, svipað og ef þú hrærir í scrabble stöfum og það myndast samsetningar eins og "og" eða "með".

Hjalti
Í myndbandinu kemur fram að vísindamenn á 9. áratuginum komust að því að þetta "montmorillonite" væri mjög góður hvati til þess að mynda þessar keðjur.

Áttu einhverjar heimildir um hvers konar keðjur hafa myndast?

Hjalti
Mofi, ertu sammála því að vatnssameind er flóknari heldur en aðskilið vetni og súrefni?

Ég get verið sammála því.

Mofi, 27.3.2008 kl. 09:13

33 Smámynd: Mofi

Sveinn
Nei í myndbandinu segir HANN að DNA þurfi prótein til að fjölga sér. 

Eins og ég tók líka fram.

Sveinn
Litlar líkur eru ekki það sama og engar líkur, en það er ekki málið.  Þú gleymir að tilgátan sem hann fjallar um segir að efnasamböndin hafi orðið til í návist monotrilits, sem bæði verkar sem hvati fyrir þessi hvörf OG ver viðkvæmar amínósýrur fyrir t.d. geislun.  Ef það er málið þá eru líkurnar alls ekki svo litlar.

Alveg sammála að hérna er ekki um að ræða engar líkur, aðeins að horfast í augu við staðreyndina að hérna eru litlar líkur. Síðan út frá þessum litlu líkum þarf að búa til upplýsingar og þá hætta líkurnar að vera litlar og verða að engu.

Sveinn
Úps nei, það er ekki rétt.  HANN styðst einmitt ekkert við tilraun Millers, þar sem sýnt var fram á að hann hafði á röngu að standa FYRIR 30 ÁRUM SÍÐAN.

Höfundur myndbandsins skýrir þetta ansi vel hér 

Miller sýndi fram á að amínósýrur geta myndast, ertu að segja að Miller hafði á röngu að standa að amínósýrur gætu myndast fyrir náttúrulega ferla?  Líklegast einhver misskilningur hérna í gangi, jafnvel hjá mér og þér.  Ég sé síðan ekkert í þessu "hér".

Sveinn
Nei, vísindamenn skilja alveg þetta vandamál, en ólíkt því sem þú vilt meina (og gerir sjálfur) þá vinna þeir ekki út frá fyrirframgefnum forsendum.  Þeir setja fram tilgátur sem hugsanleg skýring á hvernig þetta kann að hafa gerst, en eins og fyrr var nefnt þá eru þessar rannsóknir enn á frumstigi og hvergi nærri því að vera eins accepteraðar og þróunarkenningin t.d.

Ég var ekki að tala um vísindamenn, ég var að tala um þá sem eru á bakvið þetta myndband og í myndbandinu þá gera þeir lítið úr þessu vandamáli. Að segja að rannsóknir eru á frumstigi er í rauninni að gera svipað, gera lítið úr þessum vandamálum eins og aðeins meiri rannsóknir munu leysa þetta.  Ég held að meiri rannsóknir munu aðeins sýna fram á enn meiri vandamál fyrir náttúrulega ferla að búa þessa hluti til og tíminn mun leiða í ljós hvort sú spá er rétt eða ekki.

Sveinn
Hahaa? Hvar gerðirðu það?

Ég fór í gegnum skrefin og útskýrði vandamálin.

Sveinn
Neibb, eins og ég sagði og höfundurinn útskýrði í myndbandinu sem ég setti hlekk á hér fyrir ofan, þá styðst enginn við rannsóknir Millers í dag.  Þar með fellur þessi punktur um sjálfan sig.

Nei, afhverju eiginlega?  Það er alveg möguleiki að náttúrulegir ferlar geti búið til nokkrar amínósýrur, enginn ágreiningur um það.

Sveinn
Þetta er einfaldlega ekki rétt.  Einhver nefndi vatn sem gott dæmi um þetta. 

Nú hef ég lagt stund á efnafræði og þegar ég sé svona fullyrðingar spyr ég sjálfan mig hvort viðkomandi hafi yfirhöfuð lesið annað lögmál varmafræðinnar.

Ef þú værir með eitt kíló af próteinum sem virka í náttúrunni, hvað myndi gerast ef þú myndir skilja þau eftir og kæmir aftur eftir þúsund ár?

Mofi, 27.3.2008 kl. 09:25

34 identicon

Eins og ég sagði Mofi fór ófullgerð athugasemd í loftið þarna, ég var meira að segja búinn að ákveða að senda hana ekki og bað þig um að taka hana út.  Þetta "hér" sem ég sagði kom í síðustu athugasemdinni.  Ég biðst velvirðingar á þessum misskilningi.

Sveinn (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 09:29

35 Smámynd: Mofi

Sveinn
Úps, ég var búinn að hætta við að senda þessa síðustu færslu þar sem hún raunar segir ekkert nýtt, en hún hefur greinilega verið staðfest þegar ég endurræsti netið hjá mér.  Ef þú eyðir færslum þegar höfundurinn biður þig um það þá væri það vel þegið í þetta skipti.

Hins vegar langar mig að benda á þetta vídjó, þar sem höfundur myndbandsins sem bloggað er um útskýrir meðal annars að hann notast ekki við tilraunir Millers. 

Afsakaðu, sá þetta ekki þegar ég var að kommenta og sendi inn. Allar athugasemdir samþykkjast og birtast um leið svo...

Áhugavert en kemur voðalega lítið við minni gagnrýni. Veistu um einhverjar tilraunir þar sem einhverjar keðjur af amínósýrum mynduðust frá því að ekki einu sinni amínósýrur voru til staðar?  Jafnvel ef slíkt væri til þá væru samt líkurnar á einu próteini sem hefði alvöru virkni svo litlar að það væri hægt að afskrifa það sem eitthvað sem er raunhæft.

Mofi, 27.3.2008 kl. 09:35

36 Smámynd: Mofi

Sveinn
Eins og ég sagði Mofi fór ófullgerð athugasemd í loftið þarna, ég var meira að segja búinn að ákveða að senda hana ekki og bað þig um að taka hana út.  Þetta "hér" sem ég sagði kom í síðustu athugasemdinni.  Ég biðst velvirðingar á þessum
misskilningi.

Og þú sagðir þetta á meðan ég var að skrifa athugasemd númer 36 :/     þetta hlýtur allt að skiljast en ég sá ekki beiðni um að taka neitt út.

Mofi, 27.3.2008 kl. 09:37

37 identicon

Úps, ég var búinn að hætta við að senda þessa síðustu færslu þar sem hún raunar segir ekkert nýtt, en hún hefur greinilega verið staðfest þegar ég endurræsti netið hjá mér.  Ef þú eyðir færslum þegar höfundurinn biður þig um það þá væri það vel þegið í þetta skipti.

En jæja, skiptir ekki máli.  Höfum það bara á hreinu að þetta var léleg athugasemd sem ég ætlaði ekki að senda, enda ekkert nýtt sem kom fram þarna.  Vildi bara leiðrétta þetta með Miller-dæmið. 

Sveinn (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 09:42

38 identicon

Gaman að fá að heyra... hvað þér finnst um allt þetta :)    merkilegt nokk, þá gefur hún mér innsýn í hvaðan þú kemur. Þótt ég viðurkenni að ég fatta þig ekki alveg. Hvað getur maður boðið upp á en að hvað maður trúir, hvað manni finnst og hvernig maður sér hlutina?  Síðan auðvitað upplýsingar um viðfangsefnið en þær þarf oftast að túlka og þá finnst manni ein túlkunin betri en önnur.

Þetta er ekki það sem é, g er að meina - ég á við að þegar menn koma hér með vísanir í pottþéttar, þaulrannsakaðar heimildir frá viðurkenndum stofnunum þá átt þú það til að vísa þeim frá með eigin persónulega áliti og notar þá gjarnan;

-að mínu mati

-mér finnst

-kaupi þetta ekki

-ég tel vera rökréttast

eða annað í svipuðum dúr 

Sigmar (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 12:29

39 Smámynd: Mofi

Sigmar
Þetta er ekki það sem é, g er að meina - ég á við að þegar menn koma hér með vísanir í pottþéttar, þaulrannsakaðar heimildir frá viðurkenndum stofnunum þá átt þú það til að vísa þeim frá með eigin persónulega áliti og notar þá gjarnan;

Mér finnst :)   þetta engann veginn vera þannig að ég er eitthvað að hafna pottþéttum heimildum sem vísað er í.  Verð auðvitað að meta hvert tilfelli fyrir sig; ertu með eitthvað dæmi um svona?

Mofi, 27.3.2008 kl. 13:48

40 Smámynd: Mofi

Ómálfenaleg færlsa DoctorE fjarlægð.

Mofi, 27.3.2008 kl. 15:17

41 identicon

Mofi:

En það eru Biblíulegar ástæður fyrir mig að álykta að það eru fleiri hnettir eins og okkar.

Hvaða biblíulegu ástæður eru það? 

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:43

42 identicon

Genesis 6:1-4 reads: 

“And it came to pass, when men began to multiply on the face of the earth, and daughters were born unto them, That the sons of God saw the daughters of men that they were fair; and they took them wives of all which they chose... There were nephilim in the earth in those days; and also after that, when the sons of God came in unto the daughters of men, and they bare children to them, the same became mighty men which were of old, men of renown.”

Extraterrestirial Life, Anunnaki

Uppáhald settningin mín er:

"An inevitable conclusion is that the Anunnaki were as real as Noah, Moses or Abraham."

Svo ef maður 'trúir' ekki að Nói, Móses og Abraham hafi verið alvöru kallar..

Arnar (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 11:25

43 Smámynd: Mofi

Guðmundur, í Jobsbók 1 er talað um aðra heima, eins og okkar er bara einn af mörgum. Á öðrum stað er talað um að við erum eins og leiksvið fyrir himininn. Við sköpunina þá eru synir Guðs að fagna svo þeir voru til áður en sköpunin átti sér stað. Þetta er svona það sem mér dettur í hug í fljótu bragði.

Mofi, 28.3.2008 kl. 11:25

44 identicon

Snögg spurning Mofi, heldur þú að það sé hægt að sannfæra þig um eitthvað annað en að yfirnáttúruleg vera skapaði alheiminn?

Kjartan (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 22:39

45 Smámynd: Mofi

Ef við hefðum rannsóknir sem sýndu hvernig DNA getur raðað sér í stafrænann forritunarkóða og hvernig prótein "vélar" myndast og hvernig þær geta lesið svona kóða þá væru þeir sem hafna Skapara með eitthvað í höndunum og ég hefði alvarleg gögn á móti minni trú.  Ég veit svo sem ekki hvernig ég myndi bregðast í raun og veru við svona upplýsingum en þetta væru góð mótrök gegn tilvist Guðs út frá þeirri spurningu hvort að lífið hafi verið skapað af Guði.

Hver er þín sannfæring og hvað telur þú að gæti breytt þinni skoðun?

Mofi, 29.3.2008 kl. 10:33

46 identicon

Despite what you find on various evolutionist websites, polonium halos — actually creation halos — are well and alive as unequivocal evidence of God's fiat creation of planet Earth. The reason evolutionists and others post objections on the internet is because they cannot get any reputable scientific journal to publish their claims. The journal editors know their claims are spurious. And were they to be published, the same editors know it would only expose the huge fallacies in their claims and thus emphasize the fact that evolutionists cannot overthrow God's evidence for his great works of creation. So, if they were to venture to do this, evolution would rapidly be discredited, and the editors know it. Nevertheless, I believe that day of reckoning is coming independent of any activity on their part. In my view God is going to provide circumstances for this to happen. And I believe that it will occur soon.

Ágúst Örn (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 16:11

47 identicon

Robert V. Gentry studied these halos and concluded that the rock must have formed within three minutes if the halo was formed by Po-218. This is taken by creationists as evidence that the earth was formed instantaneously.

Critics of Gentry have pointed out that Po-218 is a decay product of radon, which as a gas can be given off by a grain of uranium in one part of the rock and collected in another part of the rock to form a uraniumless halo.[1]

Gentry's work has been continued and expanded by the creationist Radioactivity and the Age of the Earth (R.A.T.E.) project that was operating between 1997 and 2005. Radiohalos were studied as part of the R.A.T.E. project by creationists such as Andrew Snelling of Answers in Genesis, Russell Humphreys, John Baumgardner and Steven A. Austin at the Institute of Creation Research as well as others at the Creation Research Society. However, Lorence G. Collins, J. Richard Wakefield and others have repeatedly and soundly rebutted the radiohalo evidence for a young earth in peer-reviewed publications.

Tekið af wikipedia, sjá einnig hér 

Sveinn (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 00:15

48 identicon

Eða hér og þar færðu rök með www.halos.com

Ágúst Örn (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 08:55

49 identicon

"The reason evolutionists and others post objections on the internet is because they cannot get any reputable scientific journal to publish their claims. The journal editors know their claims are spurious. And were they to be published, the same editors know it would only expose the huge fallacies in their claims and thus emphasize the fact that evolutionists cannot overthrow God's evidence for his great works of creation."

Nákvæmlega eins og sagt er.

Ágúst Örn (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 802791

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband