Stuðnings yfirlýsing við Jón Val

Veit ekki beint hvernig ég ætti að fara að þessu eða hvort það skipti einhverju máli en mig langaði einfaldlega að segja að mér finnst mjög ómaklega verið vegið að Jóni Vali í hinum og þessum umræðum hérna á blogginu. Einkum var það þessi færsla hérna sem fór fyrir brjóstið á mér: http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/474167/#comment1168932

Allir sem þekkja mig eitthvað vita að ég hef ekki hátt álit á Kaþólsku kirkjunni og hennar trúarkenningum en við eigum að geta rökrætt málefni án þess að ráðast á einstaklinga með yfirgengilegu skítkasti.  Sumir gengu svo langt að kalla Jón Val morðingja og já kór guðleysingja tók undir ófögnuðinn.  Þetta er miklu grófara en það orð sem ollu dómsmáli fyrir ekki svo löngu síðan. Maður var að vona að það dómsmál myndi láta fólk hugsa sig um tvisvar áður en það rakkar fólk niður í svaðið en líklegast þarf meira til.  Ég er hérna ekki að tala eins og einhver dýrlingur sem hef aldrei gripið til móðgana en það breytir því ekki að grípa til móðganna er slæmt.

Jón Valur hefur staðið sig vel í umræðunni hérna á blogginu, tekið málefnalega á hlutunum og ég hef ekki séð hann fara niður í svaðið þar sem margir af hans andstæðingum hafa reynt að tæla hann í.

Svo Jón, haltu áfram góðu starfi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen kæri Halldór, ég skrifa undir þetta líka. Eitt er að vera ósammála, hitt er að vera mep persónulegt skítkast. Gott hjá þér Dóri minn!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.3.2008 kl. 09:59

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Mofi minn. Ég dáist af þér. Ef ég væri með hatt á höfði mínu núna þá tæki ég ofan fyrir þér. Þetta kærumál sem var í fréttum nýlega var nú ekki neitt neitt í samanburði við allt það skítkast sem Jón Valur trúbróðir okkar hefur fengið frá Vantrúarliðinu og félögum í Hamasvinafélaginu. Mér finnst ég heyra svo mikinn samhljóm með Jóni Vali. Ég finnst hann skrifa af fullum krafti sem frelsingi Jesú Krists.

Ég var mjög reið þegar Matthías Ásgeirsson líkti Jóni Val við sjálfan Myrkrahöfðingjann og á sama tíma sagði hann að Myrkrahöfðinginn væri ekki til. Þetta fólk skrifar ekki eins og þau séu mennsk. Þessi skrif eru á heimasíðu Guðsteins. Ég átti orðastað við Matthías á síðunni hans Aðalbjörns nýlega. Ég sagði honum að ég hikaði ekki að senda aftur inn kvörtun ef með þarf.  Við eigum ekki að láta koma svona fram við okkur. Ég sendi kvörtun á Morgunblaðið og geri aftur ef með þarf.  

Saman stöndum við, sterkur her,

Hlið við hlið í krafti‘ og kærleika hans.

Markmið okkar er eitt,

Að hefja‘ upp Jesú nafn,

Svo heimur fái séð: Hann lifir í dag!

 

:/: Við lyftum Jesú nafni hátt :/:

Svo heimur fái séð: Hann lifir í dag!

 

Stöndum saman og lyftum upp nafni Drottins.

Megi réttlætið sigra. Baráttukveðjur

Vopna-Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.3.2008 kl. 10:41

3 Smámynd: Mofi

Haukur, takk fyrir það :)

Rósa, nafnið Vopna Rósa passar vel við þig :)    Við eigum auðvitað ekki að láta vaða yfir einn eða neinn, hvort sem hann er kristinn eða ekki. Við eigum ekki að samþykkja mannvonsku, sama hvar hún birtist.  Kveðja, Halldór

Mofi, 18.3.2008 kl. 10:51

4 identicon

Ég, trúleysingi, er mikið á móti persónulegum árásum og leiðist þegar aðrir yfirlýstir trúleysingjar detta í það far að vera með skítkast á persónur sem þeir eru ósammála, sérstaklega ef menn eru farnir að kalla aðra morðingja. Get ekki skrifað upp á það að kaþólikkar dagsins í dag beri á einhvern hátt ábyrgð á ódæðum kirkjunnar í fortíðinni

Hvað er annars Hamasvinafélagið?

Jóhann Þórsson (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 10:53

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jóhann. Ætli ég verði ekki að svara því. Það er félagið Ísland - Palestína. Ég vil réttláta umfjöllun um Palestínu og Ísrael. Þegar sagðar eru fréttir hér í ríkisfjölmiðlum eru þær einhliða. Fólk sem hlustar eingöngu á fréttir á Íslandi og hafa ekki kynnt sér sögu þessara þjóða sjálf,  taka oft afstöðu á röngum forsendum en það er ekki þeim að kenna.  Endilega kíktu á síðuna hjá mér þar sem ég skrifa um Deilur Ísrael og Araba. Einnig eru bloggvinir mínir að skrifa og ég hvet þig að kíkja á nýjasta pistilinn hjá þeim. Það eru þeir Gísli Freyr og Kristinn Ásgrímsson. Þar eru opnar umræður sem þú getur tekið þátt í. Ég er komin með nýjan pistil um gjörsamlega ólíkt málefni.

Megi Guð Abrahams Ísaks og Jakobs hjálpa okkur mannfólkinu að láta af mannvonsku okkar, alveg sama hver á í hlut.

Guð blessi þig Jóhann. Kærar kveðjur frá hjara veraldar = Vopnafirði.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.3.2008 kl. 11:10

6 Smámynd: Flower

Tek undir þetta. Það er ekkert heilbrigt að taka málflutning eins manns nærri sér eins og margir gera með skrif Jóns.

Flower, 18.3.2008 kl. 11:46

7 identicon

Æ, æ, alltaf sama vandamálið, grunnt er á ofstækinu í okkur íslendingum. Ætlum við aldrei að læra? Mikið er þetta sorglegt. Það eina sem við getum gert er að biðja fyrir þessum vesalingum, heyrði um daginn um bænasvar, einn guðleysinginn gafst guði á dögunum. Þekki hann ekki persónulega, þetta sýnir manni bara að bænin virkar þegar guð sjálfur vill. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 11:48

8 identicon

Mig grunaði þetta nú með "Hamasvinafélagið". En eftir að hafa lesið þessa færslu, sem er annars ágætlega vel skrifuð, er nokkuð greinilegt að hún er ekki marktæk.  Þú gengur út frá því að biblían sé rétt og að gyðingar eigi Ísrael einhvernveginn "inni" hjá guði, og hlutleysi því alls ekki til staðar.

Þetta er afar flókin deila sem verður líklega ekki leyst á næstunni, en rökin "Það stendur sko í þessarri bók að þeir eigi landið, guð segir það" er alveg sérstaklega veik, og ekki í neinni tengingu við raunveruleikann.

Jóhann Þórsson (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 11:51

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jóhann. Endilega komdu inná síðurnar hjá Gísla Frey og Kristni þar sem nú er verið að fjalla um Ísrael og Palestínu. Hitti þig þar í kvöld eða á morgunn. Shalom.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.3.2008 kl. 12:24

10 Smámynd: Linda

Sæll Mófi - ég varð verulega leið yfir þessum skrifum DrE, því þau eru meira lýsandi um hann og hans félaga en nokkuð annað og manni þykir aldrei gaman sjá neinn verða eigin mannorði að falli.  Jón Valur á þetta ekki skilið, ekki nokkur maður á svona skilið.

Linda, 18.3.2008 kl. 12:47

11 Smámynd: Mofi

Linda, alveg sammála.

Mofi, 18.3.2008 kl. 12:51

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjartans þakkir, Halldór Mofi og þið aðrir hollvinir mínir hér, Rósa, Linda, Guðsteinn Haukur og Flower. Nú er ég hins vegar búinn að svara fyrir mig, afar ýtarlega og tók Möggu Dóru með í þá krufningu mína! – á þessari vefslóð og nokkrum áfram!

Kær kveðja með innilegu þakklæti, kristnu trúsystkin.

Jón Valur Jensson, 18.3.2008 kl. 16:55

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér fyrir þetta góða framtak Mofi.  Ég er búinn að þekkja JVJ lengi við erum ekki nærri alltaf sammála enda ólíkrar trúar og um það verðum víð víst seint sammála, höfum oft karpað og munum gera það áfram. Ég þekki hann ekki af öðru en sanngirni

Illvígar og persónulegar trúardeilur eru hvorki uppbyggilegar né mannbætandi.

Mér fallast hendur yfir þessu og mér er ekki skemmt.

p.s.   Við JVJ höfum ekki svo breið bök að geta borið allar syndir kaþólskra- og heiðinna manna, né höfum við áhuga á því.  Ekki frekar en við getum baðað okkur í ljóma góðra verka annarra manna.  

Sigurður Þórðarson, 18.3.2008 kl. 17:53

14 Smámynd: Mofi

Gott að heyra Jón.  Það er erfitt en við eigum ekki að leyfa svona fólki að hafa einu sinni áhrif á okkur. Hef lent í Möggu Dóru sjálfur og lyktin af hatri finnst langar leiðir. Ef þú lendir í miklu mótlæti þá þýðir það að öllum líkindum að þú ert að gera eitthvað sem er einhvers virði. Á meðan það er í samræmi við vilja Guðs eins og Hann birtist í Orði Hans.

Kveðja,
Halldór

Sigurður, vel mælt!

Mofi, 18.3.2008 kl. 20:14

15 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég vil taka hér undir með Mofi og fleiri góðum hér að ofan. Mér blöskraði þegar ég las þessa grein hans Doctors og henti honum út sem bloggvin. Eitt að vera með umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra, en annað að leifa niðurrakk á vinum sínum.

Bryndís Böðvarsdóttir, 18.3.2008 kl. 20:44

16 Smámynd: Mofi

Sammála því Bryndís; það er sterkt að hafna vináttu einhvers sem hegðar sér svona en ég tel það vera öllum til góðs. Kannski nær þannig að opna augu sumra.  Takk síðan fyrir flotta blogg grein :)

Mofi, 18.3.2008 kl. 20:51

17 Smámynd: Sigurður Rósant

Gott hjá þér Halldór. Það getur verið gott að eiga Hauk í Horni á hinum síðustu dögum, þegar Kaþólska kirkjan byrjar að pynta þá sem ekki vilja viðurkenna sunnudaginn sem hinn eina rétta helgidag.

Þessi færsla Doctors E er bara smá sýnishorn af því sem ég fékk hjá S.D.Aðventistum fyrir 40 árum á HDS. það voru ekkert smá lýsingar á því hvernig hin Rómversk Kaþólska kirkja myndi ofsækja hina einu sönnu fylgjendur Jesú Krists.

Ertu nokkuð búinn að viðurkenna sunnudaginn sem hinn eina og sanna helgidag fylgjenda Guðs?

Sigurður Rósant, 19.3.2008 kl. 00:31

18 Smámynd: Mofi

Rósant
Gott hjá þér Halldór. Það getur verið gott að eiga Hauk í Horni á hinum síðustu dögum, þegar Kaþólska kirkjan byrjar að pynta þá sem ekki vilja viðurkenna sunnudaginn sem hinn eina rétta helgidag.

Akkurat það sem ég var að hugsa :)

Rósant
Þessi færsla Doctors E er bara smá sýnishorn af því sem ég fékk hjá S.D.Aðventistum fyrir 40 árum á HDS. það voru ekkert smá lýsingar á því hvernig hin Rómversk Kaþólska kirkja myndi ofsækja hina einu sönnu fylgjendur Jesú Krists.

Ég hef gagnrýnt Kaþólsku kirkjuna oftar en einu sinni og mun halda áfram að gera. Ég trúi því að túlkunin á spádómunum er rétt og að Kaþólska kirkjan ásamt veraldlegum stjórnvöldum munu ofsækja.  Það breytir því ekki að ég ræðst ekki á Jón Val persónulega, rakka hann í svaðið þótt ég gagnrýni stofnunina sem hann tilheyrir.

Mofi, 19.3.2008 kl. 09:05

19 identicon

Mofi, er Jón Valur 'sann kristin?

(Ekki bloggarinn heldur svona virkilega góður kristin einstaklingur)

Bara spyr þar sem þú ert svakalega fljótur að afneita öllum sem 'þykjast' kristnir en sýna svo ekki 'sanna' kristna hegðun :)

Arnar (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 11:43

20 Smámynd: Mofi

Ekki bloggarinn á visir.is sem sagt? :)

Ég trúi því að Jón Valur er sannur í sinni trú þótt ég telji hana á skjön við Biblíuna. Eitt af því sem Biblían kennir er að við erum ekki góð, og að aðeins með hjálp Guðs getum við verið raunverulega góð. Það þýðir í mínum huga að þótt einhver trúi á Guð og trúi að Biblían segi satt og rétt frá þá þýðir það ekki að hann sé góður, eins og Biblían talar um að djöflar trúa líka en það gerir þá ekkert góða.

Mofi, 19.3.2008 kl. 12:25

21 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég hef skoðað þessa umræddu færslu DrE og get ekki séð að hann kalli JVJ "morðingja" eins og sumir vilja túlka þessa færslu. Hann gagnrýnir fyrst og fremst stofnunina sem slíka eða söfnuðinn, en kemur svo með gamla mynd inn í lokin af trúarleiðtoga úr Bandaríkjunum "Jimmy Swaggart" að ég held og ber hana saman við mynd af JVJ. En svo kemur fyrsta athugasemd frá Skuggabaldri og hún finnst mér fara yfir strikið:

"Það er alveg deginum ljósara að hér er um genetískt abnormalitet að ræða. Sama sálsýkin og andlitsdrættir í öllum aðalatriðum hinir sömu. Þú verður að láta Kára vita. Nú er bara að finna genið og lækna mannkyn af ruglinu..........Flott hjá þér!!

Skuggabaldur (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 10:04"

Þessi athugasemd er bein árás á persónuna JVJ sem slíka.

Bryndís lýsir því yfir að hún hafi hent út DrE sem bloggvin. Hún hengir hérna bakara fyrir smið. DrE dansar vissulega línudans í færslum sínum, en ég hef ekki séð neina beina árás á einstakling sem ég man eftir.

Að henda út einhverjum sem bloggvin, janast á við að reka einhvern út úr ákveðinni reglu, svona eins og reglu Essena sem Jesús tilheyrði, en var rekinn úr. Með því að reka DrE úr þessari bloggreglu mbl.is er verið að búa til nýjan Jesú sem er píslarvætti tjáningarfrelsins, líkt og Salman Rushdie varð þegar muslimar dæmdu hann til dauða vegn skrifa á bókinni "Sálmar Satans"

Verið heil

Sigurður Rósant, 19.3.2008 kl. 12:30

22 Smámynd: Mofi

Ólafur Skorrdal - http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/474167/#comment1168932
Gunnar krossfari, Snorri betlari og Jón Valur eru morðingjar, ekkert annað.

Það var þessi maður hérna sem lét akkurat þau orð falla. Ég myndi mæla með því að þeir sem hafa hann sem bloggvin og finnast þessi ummæli ósmekkleg hafni honum sem bloggvini. Skuggabaldur fer líka yfir strikið, sammála því.

Mofi, 19.3.2008 kl. 12:46

23 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælt veri fólkið. Það kom fram spurning hérna um hvort Jón Valur væri sannkristinn. já svo sannarlega er hann sannkristinn. Hann er frelsingi Jesú Krists og er duglegur boðberi. Ég segi eins og unglingarnir, ég fíla Jón Val í botn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.3.2008 kl. 03:20

24 Smámynd: Sigurður Rósant

Heilt verði fólkið

Nú er ég aldeilis undrandi. Heilindi ykkar trúuðu eru í hættu. Mofi ver höfðuðandstæðing síns trúfélags (S.D.Aðventista), en JVJ bætir um betur og þakkar veittan stuðning væntanlegra fórnarlamba síns trúfélags (Rómv. Kaþólskra).

Eins og þið trúuðu einstaklingar ættuð að vita, þá er samkeppnin um sálirnar eitilhörð milli allra kristinna trúflokka. Baktalið og lygasögurnar matreiddar á samkomum, í messum og á biblíunámskeiðum, svo halda mætti að andskotinn sjálfur sé sá sem stjórnar öllum trúfélögum andstæðingsins.

  • Aðventistar kenna að pyntingarklefar séu í kjöllurum allra Kaþólskra kirkna og bíði þess að verða notaðir gegn þeim á hinum síðustu tímum.
  • Einstaklingar þjóðkirkjunnar halda því fram að Hvítasunnumenn verði að sjá hvíta dúfu í niðurdýfingarskírninni til þess að frelsast.
  • Hvítasunnumenn telja þjóðkirkjuna afvegaleidda og dauða, o.s.frv.

Heitir þetta ekki að villast í trúnni? Eruð þið ekki orðin trúvillingar?

Verið heil í sannfæringunni

Sigurður Rósant, 20.3.2008 kl. 19:25

25 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Ég held að hérna snúist umræðan ekki um trúvillinga heldur um rétt fólks á virðingu og að það sé komið fram við það af sanngirni.  Ég styð þig Mofi og Jón Valur í ykkar málaflutningi enda þótt ég sé ekki alltaf sammála öllum leiðum ykkar og þeirra trúfélaga sem þið sýnið (mikið) traust.  En það er sumsé ekki málið.  Ágreiningsmál getum við leyst án skítkasts og persónulegta meiðyrða. 

Ragnar Kristján Gestsson, 20.3.2008 kl. 20:52

26 identicon

Fín færsla

kobbi 

. (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 03:55

27 Smámynd: Mofi

Rósant
Eins og þið trúuðu einstaklingar ættuð að vita, þá er samkeppnin um sálirnar eitilhörð milli allra kristinna trúflokka. Baktalið og lygasögurnar matreiddar á samkomum, í messum og á biblíunámskeiðum, svo halda mætti að andskotinn sjálfur sé sá sem stjórnar öllum trúfélögum andstæðingsins.

Baráttan er milli kenninga og síðan stofnana; ekki að ég held að Jón Valur sé einhver sem ég er að reyna að koma höggi á. Ég reyni að koma vitinu fyrir hann því mér líkar vel við hann.

Rósant
Aðventistar kenna að pyntingarklefar séu í kjöllurum allra Kaþólskra kirkna og bíði þess að verða notaðir gegn þeim á hinum síðustu tímum.

Ég þekki ekki fólk sem trúir þessu. Að vísu þá eru pyntingarklefar til í þeirra byggingum sem eru leyfar frá þeim tímum sem þeir voru notaðir.

Rósant
Einstaklingar þjóðkirkjunnar halda því fram að Hvítasunnumenn verði að sjá hvíta dúfu í niðurdýfingarskírninni til þess að frelsast.

Magnað... á samt erfitt með að trúa þessu en... það er ekki hægt að neita því að alls konar stórfurðulegar hugmyndir eru til meðal fólks.

Rósant
Hvítasunnumenn telja þjóðkirkjuna afvegaleidda og dauða, o.s.frv.

Telur einhver að þjóðkirkjan sé á réttri braut og iðandi af lífi?

Takk fyrir heimsóknina, Ragnar og Kobbi

Mofi, 21.3.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 802791

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband