Ekki lengur drasl DNA

JunkDNA.jpgFrá því að menn öðluðust skilning á því að lífið væri byggt upp á stafrænum upplýsingum þá hefur þeim greint á um hvort að þau svæði í DNA sem þeir vissu ekki hvað gerði, hvort þau væru drasl eða innihéldu þýðingarmiklar upplýsingar.  Þeir sem aðhyllast þróun spáðu því að þetta væri drasl, leyfar af þróun og þar sem þróun er aðeins tilviljanir þá væri rökrétt að tilviljanir skildu eftir sig rusl. Þeir sem aðhylltust sköpun og vitræna hönnun þeir spáðu því að þetta hlyti að innihalda upplýsingar því að vitrænn hönnuður er ekki líklegur til að skilja eftir sig mikið rusl.

Núna virðumst við vita nógu mikið til að álykta að það sem menn hafa flokkað sem "junk DNA" er ekki lengur drasl.  Þróunarsinnar spáðu rangt fyrir um eins og svo oft áður.  Það er auðvitað nóg að lífið er byggt upp á stafrænum upplýsingum til að sanna lífið var hannað og gat ekki þróast. Þegar vantrúar menn geta sýnt fram á að dauð efni og náttúrulegir ferlar geta sett saman vélar og upplýsingakerfi þá hefur þeirra trú eitthvað gildi en þangað til er þessi trú þeirra lítið annað en lélegur brandari.

Þeir sem vilja lesa um þessar rannsóknir:

Genome Complexity Unveiled: No Junk, Only Function

Intelligent Design and the Death of the "Junk-DNA" Neo-Darwinian Paradigm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Steingrímur Sigurðsson

Samkvæmt þinni skilgreiningu þá er Microsoft hugbúnaður ekki hannaður vitrænt þar sem hann inniheldur mikið af rusli.

Árni Steingrímur Sigurðsson, 19.6.2007 kl. 15:06

2 Smámynd: Mofi

Þú gerir ráð fyrir því að það sé staðreynd að hann innihaldi mikið af rusli, ég er ósammála. Aftur á móti, því meira rusl, því minna vit er á bakvið hugbúnaðinn, tel það nokkuð rökrétt.  Þeir hjá Microsoft eru síðan aðeins mannlegir. En fyrir forritara þá er það hellings virði að fá að vinna hjá Microsoft, þeir eru það ríkir að þeir ráða aðeins til sín þá færustu.

Mofi, 19.6.2007 kl. 16:52

3 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Skemtmileg blogg, vel framsett og rökstudd!

Ætla að fylgjast með þessari síðu

RSPCT

ICE

Tryggvi Hjaltason, 27.6.2007 kl. 03:24

4 Smámynd: Mofi

Takk fyrir það Tryggvi. Kíkti á síðuna þína og þú virðist vera skemmtilegur penni. Ég þarf að taka þig til fyrirmyndir varðandi húmor, má ekki gleyma honum í öllum alvarleikanum.

Kv,
Mofi

Mofi, 27.6.2007 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 802792

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband