Hvað eru eðlilegar viðvaranir?

Góður vinur minn ólst upp í Brasilíu og hann hafði móður sína endalaust á bakinu að vara hann við hættum stórborgarinnar.  Hvaða hverfi hann mátti ekki ganga í gegnum, á hvaða tímum hann mátti ekki vera úti og hvernig hann ætti að haga sér og klæðast.  Eftir að hafa verið rændur með byssu nokkrum sinnum og hafa orðið vitni að morði og sitthvað fleira þá er hann orðinn duglegur að endurtaka þessar sömu viðvaranir. 

Þegar þessi vinur minn eða móðir hans eru að vara aðra við þá eru þau ekki að segja við þá sem fremja svona brot að það sé í lagi að stela eða myrða; augljóslega ekki.  Hið sama tel ég eiga við þá sem vara ungar konur við klæðaburði og hegðun sem getur verið hættuleg.  Ekki af því að klæðaburðurinn eða hegðunin gefi einhverjum leyfi til að nauðga heldur af því að svona er heimurinn og farðu varlega.

Endilega ekki misskilja, mér finnst í góðu lagi að minna á að ekkert réttlæti nauðgun. Að nauðga er alltaf rangt, það er hreinlega aldrei hægt að réttlæta nauðgun. Það er verðug barátta að berjast gegn nauðgunum sama í hvaða formi sem hún birtist, eins og t.d. barnagiftingum.

En hver ætlar að ráðleggja dóttur sinni að það sé í góðu lagi að klæða sig eins og drusla og vera drukkin niður í miðbæ um miðja nótt?  Ætlar einhver að segja mér að foreldrar ættu ekki að vara sínar dætur við slíku?  Ef ég ætti son þá myndi ég vara hann við slíku!

Ef að einhver kona sem ég þekki yrði fórnarlamb nauðgunar og hún var að gera eitthvað sem var ekki gáfulegt þá væri ég ekki að gagnrýna hana fyrir það. Ég er nokkuð viss um að lenda í þannig hryllingi væri meiri lexía en einhver orð gætu nokkur tíman gefið.  Og þar er eitthvað sem þarf að passa, að láta í friði að gagnrýna þær konur sem lenda í svona, ég vona að slíkt sé afar sjaldgæft en best væri að það gerðist aldrei.

Afsakaðir röflið, ég hafði bara smá tíma að drepa og leiddist.


mbl.is Segja frá og standa beinn í baki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas

En ertu ekki einmitt að segja að þegar konu er nauðgað, þá liggi hluti af sökinni hjá henni, þegar þú skrifar:

"Ég er nokkuð viss um að lenda í þannig hryllingi væri meiri lexía en einhver orð gætu nokkur tíman gefið."

Hversu stór hluti, á að giska væri hennar sök? Nær 10% ± 5%, eða nær 50% ± 30%? Ætti þannig að gefa afslátt á dóm nauðgarans eftir atvikum - hvort hún hafi verið full, hvernig hún var klædd, etc...

Bara að forvitnast, ef þú gætir gefið á að giska prósentu.

Tómas, 26.7.2013 kl. 23:05

2 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Hér ert þú að vappa á jarðsprengjusvæði. Ég verð að viðurkenna að ég er nokkurnvegin sammála þér. Ég sagði sennilega "nokkurnvegin" til að eiga útleið ef allt um þrýtur.

Theódór Gunnarsson, 26.7.2013 kl. 23:14

3 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Nei Tómas. Það er einmitt ekki það sem hann meinar. Hann á við það að það sé sennilega betra að horfast í augu við raunveruleikann og fara varlega.

Theódór Gunnarsson, 26.7.2013 kl. 23:19

4 Smámynd: Tómas

Svo ef kona "lendir" í nauðgun, þá viljið þið meina að hún eigi að læra eitthvað af því í hvernig fötum hún hafi verið í, hvað hún hafi sagt etc?

Erum við ekki að búa til hræðslusamfélag fyrir konur með þessum hætti?

Ég er sammála því að fáklæddar fullar konur gætu vel verið líklegri til að vera nauðgað en vel klæddum ófullum konum, og þannig geti kona minnkað áhættuna með því að falla undir seinni flokkinn, en ég vil ekki að það sé raunveruleikinn.

En við menn (homo sapiens) erum nú bara dýr, og villidýr oftar en ekki.. kannski verður það aldrei veruleiki að konur geti hætt að óttast nauðganir. En ég ætla amk. að reyna mitt til að láta það gerast, og mæta í druslugöngu.

Tómas, 26.7.2013 kl. 23:25

5 Smámynd: Mofi

Tómas, ekki frekar en að ferðast á hættulegum stöðum og verða rændur gerir mann sekann um þjófnað.  Það var ekki sniðugt að vera að rölta á stað sem er þekktur fyrir að vera hættulegur en að gera eitthvað heimskulegt er ekki hið sama og að stela eða nauðga.

Ef að það er eitthvað til að hræðast þá einfaldlega er eitthvað til að hræðast og þannig er það. Það getur vel verið að maður er ekki sáttur við að svona hegða sumir menn sér og þeir eiga ekki að hegða sér svona og að kona á að geta klætt sig eins og hún vill án þess að hafa áhyggjur af því að einhver viðbjóður nauðgi henni en ég myndi ekki vilja taka þannig áhættu með dóttir mína.  Skemmtu þér vel í druslugöngunni, ég vil líka að raunveruleikinn sé þannig að konur þurfa ekki að óttast nauðganir.

Theódór, ég reyndi að orða þetta þannig að ég ætti nokkrar flóttaleiðir mögulegar en bjóst alveg við því að allt færi í háaloft :)

Mofi, 27.7.2013 kl. 08:44

6 Smámynd: Flower

Ég er ekki alveg sammála þessari samlíkingu þinni Mofi, þarna ertu að tala um afmörkuð hættuleg svæði sem er nokkuð auðvelt að forðast. Það eru hins vegar engin afmörkuð nauðgunarsvæði til, hættulegust eru heimahús reyndar, þar eiga langflestar nauðganir sér stað, af einhverjum sem viðkomandi þekkir m.a.s. Hvað gerir kona þá? Aldrei heimsækja neinn?

Það er ekki hægt að taka þennan vinkil á nauðganir, þar eru gerendurnir einir ábyrgir og það má ekki gefa neinn afslátt með að segja konum að klæða sig ekki svona eða gera ekki svona og svona. Þetta getur gerst allsstaðar og við allar aðstæður, við slíku er engin vörn nema að loka sig inni og aldrei hitta neinn og fara neitt. Það ætti frekar að setja nauðgara í þann pakka heldur en venjulegt fólk sem lifir lífinu og á allan rétt á því án þess að vera nauðgað.

Flower, 28.7.2013 kl. 11:15

7 Smámynd: Mofi

Þetta er ekki samlíking heldur einfaldlega ég að tala um að það er eðlilegt að gera eðlilegar viðvaranir og síðan að viðvörun er ekki hið sama og að segja að það sé í lagi að nauðga.  Það er ekki afsláttur að mínu mati, mér bara myndi ekki detta í hug að ekki vara mína dóttir við ákveðnum svæðum og ákveðni hegðun sem gæti sett hana í hættu.

Mofi, 28.7.2013 kl. 23:17

8 Smámynd: Flower

Það er auðvitað gott og gilt að passa upp á sig eins langt og það nær. En þegar kemur að nauðgunum er þetta ekkert svo einfalt. Þetta er ofbeldi Mofi. Ég gæti talað um þetta endalaust því að ég verð svo reið að hugsa, tala og skrifa um þetta. Við búum í steinaldasamfélagi sem ver nauðgara með kjafti og klóm og fæstar nauðganir eru kærðar og enn færri ná fyrir dóm.

Nauðganir hafa líka alltaf verið til, það má ekki gleyma því. Konum var líka nauðgað þegar þær gengu í efnismiklum peysufötum og upphlutum. Konum í múslimaríkjum er nauðgað þrátt fyrir búrkur. Körlum er líka nauðgað. Þetta er svo útbreitt og allsskonar fólk, edrú og drukkið verður fyrir þessu að það er ekki hægt að flokka eftir áhættuhegðun. Þetta er glæpur og það ber að refsa gerendum, ekki fórnarlömbunum.

Flower, 29.7.2013 kl. 12:54

9 Smámynd: Mofi

Ég hef ekki enn séð neinn verja nauðgara með kjafti og klóm og vona að ég muni aldrei sjá það.  Hef heyrt af nokkrum dæmum en örfá og lang í burtu og vanalega voru allir mjög hneykslaðir á þessu.

Ég er sammála öllu sem þú sagðir en fyrir mitt leiti þá myndi ég vara mína dóttur við, segja henni að fara varlega og ekki gera eitthvað sem eykur áhættuna. Ef þú vilt sleppa því og bara vera hörð á því að nauðgarar eiga ekki að nauðga þá er það bara aðferð sem ég held að sé ekki vænleg til árangurs.

Mofi, 29.7.2013 kl. 15:53

10 Smámynd: admirale

mofi, sorry að þú varst kýldur, en það hefði vel mátt koma í veg fyrir það ef þú hefðir ekki staðið þar sem ég var að sveifla hnefanum.

admirale, 30.7.2013 kl. 18:54

11 Smámynd: Mofi

admirale, það er svona heimska sem lætur mig loka á fólk.

Mofi, 30.7.2013 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband