Styður ónæmi baktería við sýklalyfjum Þróunarkenninguna?

Auðvitað ekki, augljóst.  En fyrir þá sem vilja rökstuðning við þessa fullyrðingu þá endilega horfið á þetta stutta myndband um þessa spurningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Guð skapaði sýkla. Hvers eiga þeir að gjalda ?

hilmar jónsson, 31.3.2013 kl. 19:20

2 Smámynd: Mofi

Sýklar eru mjög merkilegt umræðuefni, hefur þú lesið þetta hérna: Did God Make Pathogenic Viruses?

Ef þú hefur áhyggjur af sýklum þá virðast þeir vera vélar með engar tilfinningar eða meðvitund um hvað er í gangi.

Mofi, 31.3.2013 kl. 21:15

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

http://tvtropes.org/pmwiki/pmwiki.php/Main/InsaneTrollLogic

Jón Ragnarsson, 31.3.2013 kl. 22:20

4 Smámynd: admirale

Guð minn almáttugur og jesús á krossinum, mofi, þú getur ekki verið svona þykkur.

admirale, 1.4.2013 kl. 02:21

5 Smámynd: Mofi

admirale, þú verður að útskýra, hvað er að angra þig?

Mofi, 1.4.2013 kl. 09:39

6 Smámynd: admirale

Linkurinn hans Jóns Ragnarssonar útskýrir það best.

admirale, 1.4.2013 kl. 15:10

7 Smámynd: Mofi

Linkurinn útskýrir ekkert fyrir mér.

Mofi, 1.4.2013 kl. 17:59

8 Smámynd: admirale

Lestu betur og horfðu aftur á myndbandið, þetta kemur.

admirale, 1.4.2013 kl. 19:19

9 Smámynd: admirale

Þetta eru álíka gáfuleg rök og þú sérð í myndbandinu sem þú póstaðir:

 http://www.youtube.com/watch?v=FZFG5PKw504

admirale, 1.4.2013 kl. 21:50

10 Smámynd: Mofi

admirale, endilega útskýrðu.

Mofi, 1.4.2013 kl. 22:19

11 Smámynd: admirale

Í 2 af 3 tilvikum þá lýsa þeir þróun og náttúruvali og segja svo að það sé ekki þróun af því a) nokkrar af bakteríunum höfðu mótvægið fyrir og b) af því að bakterían tapaði eiginleika en fékk ekki nýjann eiginleika.

a) er svo heimskulegt að ég veit ekki hvernig á að rökræða við það, ég skal samt reyna.

Í fyrsta lagi, hvaðan kom mótvægið í þessum ákveðnu einstaklingum?

Var það alltaf þarna? Afhverju eru þá ekki allar bakteríurnar með þetta mótvægi?

Bakteríurnar sem að hafa ekki mótvægið deyja og hinar fjölga sér áfram þannig að ónæmu bakteríurnar verða nýji ráðandi stofninn í þessu umhverfi.

Þetta er bara lýsing á þróun og engu öðru.

b) er strámaður. Þróun þarf ekki að fela í sér nýja eiginleika. Ef að lífvera tapar eiginleika sem er skaðlegur henni í umhverfinu, eins og í þessu tilviki þar sem sýklalyfið verður hluti af umhverfinu og bakterían breytir því í eitur sem drepur hana, þá er það jákvæð þróun ef að lífveran tapar þeim eiginleika.

 Svo nefna þeir þennann eiginleika sem bakteríur hafa til þess að skiptast á genum, sem er í rauninni bara leið sem að bakteríur hafa til að dreifa genunum án þess að fjölga sér.

Þarna gleyma þeir ennþá að svara spurningunni afhverju einhverjir einstaklingar eru í fyrsta lagi ónæmir.

admirale, 1.4.2013 kl. 23:50

12 Smámynd: Mofi

admirale
Í fyrsta lagi, hvaðan kom mótvægið í þessum ákveðnu einstaklingum?

Var það alltaf þarna? Afhverju eru þá ekki allar bakteríurnar með þetta mótvægi?

Sama stað og bakterían kom frá, þær einfaldlega höfðu þennan eiginleika byggðan inn í sig.

admirale
Bakteríurnar sem að hafa ekki mótvægið deyja og hinar fjölga sér áfram þannig að ónæmu bakteríurnar verða nýji ráðandi stofninn í þessu umhverfi.

Þetta er bara lýsing á þróun og engu öðru.

Þetta er lýsing á náttúruvali en það var sköpunarsinni sem kom fyrst með það ferli en þetta er þróun, þetta er ferli sem er að eyða fjölbreytni og eiginleikum svo þetta er ekki ferlið sem býr til eitthvað nýtt til.

Að sjá bara einhverja breytingu er ekki eitthvað sem styður Þróunarkenninguna. Til að styðja Þróunarkenninguna þá þarf breytingin að vera af réttri gerð, eitthvað sem gæti breytt bakteríu yfir í eitthvað annað og meira.

admirale
b) er strámaður. Þróun þarf ekki að fela í sér nýja eiginleika. Ef að lífvera tapar eiginleika sem er skaðlegur henni í umhverfinu, eins og í þessu tilviki þar sem sýklalyfið verður hluti af umhverfinu og bakterían breytir því í eitur sem drepur hana, þá er það jákvæð þróun ef að lífveran tapar þeim eiginleika.

Ef þú ætlar að reyna að nota stökkbreytingar til að sýna fram á að dýrategund fékk helling af nýjum eiginleikum, augu, skinn, eyru og svo framvegis þá þarftu breytingu sem passar við það. Að finna breytingu þar sem lífveran tapaði eiginleikum er ekki að styðja þróun baktería yfir í menn heldur er aðeins að styðja hrörnun og við sjáum sannanir fyrir hrörnun út um allt sem passar mjög vel við sköpun.

Mofi, 2.4.2013 kl. 07:30

13 Smámynd: Mofi

Aðeins meira um b, þetta er svona eins og verða vitni að brú að hrynja og sjá að það bjargaði borg frá óvina her og álykta þá út frá því að þetta var ferlið sem bjó til borgina.  Fyrir mitt leiti þá er það órökrétt.

Mofi, 2.4.2013 kl. 08:09

14 Smámynd: admirale

mofi, ég veit þú hefur gaman að myndlíkingunum en þú verður þá að nota þær þannig að þær samræmist því sem þú ert að tala um.

Vorum við ekki að ræða þetta?

 Þegar lífvera þróast í átt að einfaldleika, semsagt tapar eiginleika, þá er það ekki þróun vegna þess að hún er ekki fá nýjann eiginleika.

Þegar lífvera fær nýjann eiginleika, þá er hún ekki að þróast vegna þess að ...

admirale, 2.4.2013 kl. 17:33

15 Smámynd: Mofi

admirale, það er ekki sú tegund af þróun sem gefur lífverunni eitthvað sem hún hafði ekki áður. Það sem myndi styðja þróun er eitthvað sem myndi búa til brú en ekki eitthvað sem eyðileggur hana. Þú hlýtur að skilja þennan einfalda punkt er það ekki?

Mofi, 2.4.2013 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 802817

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband