Hvenær var Daníelsbók skrifuð?

daniel-in-the-lions-den-zoom.jpgVegna þess hve áhrifa miklir spádómar Daníelsbókar eru þá hafa alls konar fólk reynt að afskrifa bókina með því að halda því fram að bókin sé fölsun, skrifuð í kringum 200 f.kr.

Í þessari grein vil ég lista upp þær ástæður sem við höfum til að ætla að bókin var raunverulega skrifuð 500 f.kr. eins og hún sjálf heldur fram.

  1. Vitnisburður bókarinnar sjálfrar:

    Daníel 7:1, 15
    Á fyrsta ríkisári Belsasars konungs í Babýlon dreymdi Daníel draum, og sýnir bar fyrir hann í rekkju hans. Síðan skrásetti hann drauminn og sagði frá aðalatriðunum.
    ...
    15 Út af þessu varð ég, Daníel, sturlaður, og sýnirnar, sem fyrir mig bar, skelfdu mig.

    Daníel 8:1
    Á þriðja ríkisári Belsasars konungs birtist mér, Daníel, sýn, eftir þá, sem áður hafði birst mér.

    Daníel 9:1-2
    Á fyrsta ríkisári Daríusar Ahasverussonar, sem var medískur að ætt og orðinn konungur yfir ríki Kaldea,á fyrsta ári ríkisstjórnar hans, hugði ég, Daníel, í ritningunum að áratölu þeirri, er Jerúsalem átti að liggja í rústum, samkvæmt orði Drottins, því er til Jeremía spámanns hafði komið, sem sé sjötíu ár.

    Daníel 10:1
    Á þriðja ári Kýrusar Persakonungs fékk Daníel, sem kallaður var Beltsasar, opinberun, og opinberunin er sönn og boðar miklar þrengingar. Og hann gaf gætur að opinberuninni og hugði að sýninni.

  2. Vitnisburður Jesú ( Mat 24:15 )

  3. Vitnisburður Josephus, sagnfræðingur gyðinga sem bjó í Róm (Antiquities X.X.1)

  4. Þekking höfundarins á sögu Babelónar
    Aðeins maður sem lifði í kringum 500 f.kr. hefði getað vitað sum af þeim sögulegu staðreyndum sem er að finna í Daníelsbók. Þekkingin á þessum staðreyndum týndist eftir 500 f.kr. og hefur aðeins enduruppgvötast í gegnum uppgvötanir í fornleifafræði. Til dæmis í Daníel 8:2 þá er fjallað um "Shushan" sem stað sem er í héraðinu Elam en frá grískum og rómverskum sagnfræðingum vitum við að "Shushan" tilheyrði héraði sem kallast "Shushina" á tímum Persa. Nafnið Elam var aðeins notað fyrir svæði vestan við Eulaeus ánna. Annað dæmi um slíka þekkingu er að Nabonidus og Belshazzar réðu saman Babýlón en sú þekking gleymdist öldum eftir fall Babýlónar en uppgvötaðist eftir ýtarlegar rannsóknir á Babýlóniskum steintöflum sem fjalla um Belshazzar.  Einn fræðimaður sagði þetta um áreiðanleika Daníelsbókar:

    Raymond Philip Dougherty, Nabonidus and Belshazzar, A Study of the Closing Events of the Neo—Babylonian Empire.
    The foregoing summary of information concerning Belshazzar, when judged in the light of data obtained from the texts discussed in this monograph, indicates that of all non—Babylonian records dealing with the situation at the close of the Neo—Babylonian empire the fifth chapter of Daniel ranks next to cuneiform literature in accuracy so far as outstanding events are concerned. The Scriptural account may be interpreted as excelling, because it employs the name Belshazzar, because it attributes royal power to Belshazzar, and because it recognizes that a dual rulership existed in the kingdom. Babylonian cuneiform documents of the sixth century B.C. furnish dear—cut evidence of the correctness of these three basic historical nuclei contained in the Biblical narrative dealing with the fall of Babylon. Cuneiform texts written under Persian influence in the sixth century B.C. have not preserved the name Belshazzar, but his role as a crown prince entrusted with royal power during Nabonidus’ stay in Arabia is depicted convincingly. Two famous Greek historians of the fifth and fourth centuries B.C. (Herodotus and Xenophon] do not mention Belshazzar by name and hint only vaguely at the actual political situation which existed in the time of Nabonidus. Annals in the Greek language ranging from about the beginning of the third century B.C. to the first century B.C. are absolutely silent concerning Belshazzar and the prominence which he had during the last reign of the Neo—Babylonian empire. The total information found in all available chronologically—fixed documents later than the cuneiform texts of the sixth century B.C. and prior to the writings of Josephus of the first century A.D. could not have provided the necessary material for the historical framework of the fifth chapter of Daniel.”

  5. Notkun Daníelsbókar af Qumran samfélaginu
    Dauðahafshandritin sem fundust 1947 hafa sýnt fram á vinsældir Daníelsbókar og er vitnisburður fyrir því að Daníelsbók var vitnað í hana sem heilaga ritningu, sem hluti af þeirra "Biblíu". Sem þýðir að í kringum 200 f.kr. var litið á Daníelsbók sem hluti af heilögum ritum gyðinga. Fólkið í Qumran sem er þekkt sem Essenes var samfélag gyðinga sem sjá sjálfa sig sem einu tryggga trúarhóp þjóðarinnar. Út frá þeirri staðreynd sagði einn sagnfræðingur þetta:

    R. K. Harrison, Introduction to the Old Testament (Grand Rapids: W. B. Eerdmans, 1969), pp 1126,1127
    "The argument for the Maccabean dating of Daniel can hardly be said to be convincing. Such a period of composition is in any event absolutely precluded by the evidence from Qumran, partly because there are no indications whatever that the sectaries compiled any of the Biblical manuscripts recovered from the site, and partly because there would, in the latter event, have been insufficient time for Maccabean compositions to be circulated, venerated, and accepted as canonical Scripture by a Maccabean sect."

    Sem sagt, mjög hæpið að þessi trúarhópur hefði fallið fyrir þessari fölsun sem á að hafa verið gerð 200 f.kr. eins og sumir vilja halda fram.

Fyrir þá sem vilja virkilega kafa ofan í þetta þá mæli ég með þessari grein hérna: The book of Daniel and matters of language: Evidences relating to names, words, and the aramaic language

Hérna er síðan enn önnur grein fyrir virkilega fróðleiksfúsa, sjá: The Book of Daniel and the Old Testament Canon

Síðan vil ég auðvitað minna á þær greinar sem ég hef gert um spádóma Daníelsbókar:

Spádómur Biblíunnar um Rómarveldi

Spádómurinn um Föstudaginn Langa

Hvert er dýrið?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Mofi

Þetta er allt mjög athyglisvert en sannar auðvitað ekkert til eða frá. Ég fann á heimasíðu Kaþólsku Alfræðiorðabókarinnar nokkuð góða grein um Daníels bók, greinilega skrifaða út frá samúð með eldri ritun bókarinnar (þ.e. nálægt 580 f.o.t.) en þeir benda á nokkur atriði sem erfitt er að fá til að passa:

1) Daniel 1:1 passar ekki við Jeremía 36:9, en síðari bókin er almennt talin skrifuð rétt eftir atburði þá sem hún lýsir (m.a. í spádómum), jafnvel þótt sumir hafna því að raunverulegur "Jeremía" hafi verið til.

2) Daníel notar orðið "Kaldear" yfir bæði þá sem upprunnir eru í Kaldeu og í merkingunni töframenn frá Kaldeu. Síðari merkingin getur ekki átt við fyrr en miklu seinna en meintur ritunartími um 580 f.o.t.

3) Davíð virðist ruglast alvarlega í konungatali, frá Nebúkadnesar gegnum Nabonidus, Belsasar og Daríus til Kýrusar (5. og 6. kafli). Nebúkadnesar var ekki faðir Naboniudusar (margir aðrir voru konungar þarna á milli) og það var enginn Daríus á milli Belsasar og Kýrusar. Tvær alvarlegar villur sem rýra heimildargildi bókarinnar verulega (þú getur skoðað þetta á Wikipedia undir Belshazzar).

4) Í 9:2 talar Daníel um "ritningarnar", það er orðalag sem ekki var notað á 6. öld f.o.t. en er algengt á Helleniskum tíma.

5) Málfar bókanna bendir einnig til mun síðari ritunartíma. Hebreski hlutinn er á hebresku helleníska tímans (ekki frá tímum herleiðingar) og einnig arameiski hlutinn. Auk þess eru lánsorð úr Persnesku og Grísku í bókinni, nokkuð sem varla hefði þekkst áður en fyrst Persar og síðar Grikkir lögðu undir sig þetta svæði.

Að Daníel sé nokkuð góð heimild um sögulega atburði frá 400 árum áður þarf ekki að vera neitt stórt atriði. Þetta var enn sami menningarheimur þótt skipt hefði verið um stjórnendur, líklegasta orsökin fyrir því að upplýsingar um þessa tíma glötuðust fram á okkar daga er auðvitað fyrst útbreiðsla Kristni og síðar Íslam.

Allt í allt má færa nokkuð góð rök fyrir því að Daníel er skrifaður seint, ekki snemma, og skynsemisrökin mæla auðvitað með því að "spádómarnir" séu skrifaðir eftirá. Daníel var mjög vinsæll frá tímum Makkabea og Jósefus sagnaritari keypti spádóma hans algjörlega og túlkaði talsvert öðruvísi en Kristnir áttu eftir að gera. En það eykur í engu líkurnar á því að spádómarnir hafi verið réttir!

Það eykur heldur ekki á "sannleiksgildi" bókarinnar að hún hafi verið vinsæl, eins og þú virðist vera að færa rök fyrir. Og það sem bókin segir um sjálfa sig er hvorki hér né þar, það hefur ekkert sönnunargildi.

Vísanir til Daníelsbókar úr öðrum ritum hefjast á annarri öld f.o.t. og þó bókina sé að finna í sjötugsskinnu sannar það ekki að hún sé skrifuð fyrr þar sem þjóðsagan um ritunartíma sjötugsskinnu stenst ekki.

Reyndar er það athyglisvert að sjötugsskinnuútgáfan er mjög frábrugðin þeirri útgáfu sem er að finna í Biblíunni. Það bendir einmitt til að bókin hafi verið nýleg og því hafi mönnum þótt það lítið mál að hnika efni hennar til - öfugt við miklu eldir bækur sem höfðu á sér helgiblæ.

Brynjólfur Þorvarðsson, 12.7.2012 kl. 10:48

2 Smámynd: Mofi

Brynjólfur, bara að láta þig vita að ég hef ekkert gleymt þér. Þetta þarf bara aðeins meiri rannsókn og það er að taka aðeins meiri tími af því að ég er ekki með internet heima hjá mér, bara í vinnunni.

Kveðja,
Halldór

Mofi, 30.7.2012 kl. 14:19

3 Smámynd: Mofi

Jæja, loksins getur þetta haldið áfram. Ég upplifði hérna að mig vantaði þekkingu á efninu og að það var ekki svo mikið fjallað um þetta á netinu. Svo, vill svo til að ég var á ráðstefnu fyrir þrem vikum síðan og hitti þar mann sem er inni í svona hlutum. Hann að vísu áframsendi þetta til annars manns sem síðan kom með þessi svör við þessum athugasemdum þínum Brynjólfur:

Brynjólfur
1) Daniel 1:1 passar ekki við Jeremía 36:9, en síðari bókin er almennt talin skrifuð rétt eftir atburði þá sem hún lýsir (m.a. í spádómum), jafnvel þótt sumir hafna því að raunverulegur "Jeremía" hafi verið til.

Jiri Moskala
I do not see here any problem, because the book of Jeremiah does not connect the fifth year of Jehoiakim with any event recorded in the book of Daniel. In Daniel 9:2 is stated that Daniel was a diligent student of prophecies written by Jeremiah, so he would not do here mistakes in synchronizing both books. One needs to have in mind when dating biblical events that always the context determines the precise date, because in ancient time different systems of counting of king’s years were used – from Tishri to Tishri (from fall to fall) or from Nisan to Nisan (from spring to spring), and with or without ascension year. Results are clearly different. It is therefore important to discern what system of counting particular biblical author uses.

Brynjólfur
2) Daníel notar orðið "Kaldear" yfir bæði þá sem upprunnir eru í Kaldeu og í merkingunni töframenn frá Kaldeu. Síðari merkingin getur ekki átt við fyrr en miklu seinna en meintur ritunartími um 580 f.o.t.

Jiri Moskala
Yes, it is true that Daniel uses this term with both meanings. Herodotus around 450 B.C. identifies “Chaldeans” with priests of god Marduk (seeHistories 1:181-183). The term “Chaldean” is probably derived from the AkkadianKasdu or Kaldu which refers to a type of priest. The Akkadian term is taken from an Old Sumerian titleGal-du (“Master Builder). The evidence of this usage of Galdu is documented from the 7th century B.C., i.e., before Daniel’s time.

Síðan er líka fjallað um þetta atriði í greininni sem ég benti á, sjá: The book of Daniel and matters of language: Evidences relating to names, words, and the aramaic language

Brynjólfur
3) Davíð virðist ruglast alvarlega í konungatali, frá Nebúkadnesar gegnum Nabonidus, Belsasar og Daríus til Kýrusar (5. og 6. kafli). Nebúkadnesar var ekki faðir Naboniudusar (margir aðrir voru konungar þarna á milli) og það var enginn Daríus á milli Belsasar og Kýrusar. Tvær alvarlegar villur sem rýra heimildargildi bókarinnar verulega (þú getur skoðað þetta á Wikipedia undir Belshazzar).  

Jiri Moskala
This assumptions are not correct. However, this is a very complex question and deserves good answer so I recommend you study these excellent articles: (1) Gerhard F. Hasel, “Establishing a Date for the Book of Daniel” in Symposium on Daniel, ed. Frank B. Holbrook. Daniel & Revelation Committee Series, vol. 2 (Washington, DC: Biblical Research Institute, 1986); and ( (2) William H. Shea, “Darius the Mede: An Update” inAndrews University Seminary Studies 20 (1982): 229-247; W. H. Shea, “Nabonidus, Belshazzar, and the Book of Daniel: An Update” inAUSS 20 (1982): 133-149; and W. H. Shea, “Bel(te)shazzar Meets Belshazzar” inAUSS 26 (1988): 67-81.

Hérna því miður fæ ég bara heilmikið magn af heimavinnu. Geri vonandi bara sér grein einhvern tíman um akkúrat þessa spurningu.

Síðan kemur svar frá honum varðandi spurningu sem ég setti fram vegna þess að einhvers staðar þá hélstu því fram að Medar og Persar hefðu ekkert verið sameinað veldi. Hérna er hans var við því:

Jiri Moskala
This is completely false. The fact is that the king Astyages united Medes and Persians in 550 BC, it means that he unified them 11 years before Babylon has fallen into the hands of Cyrus. Daniel was absolutely right when stating that Babylon will be “given to the Medes and Persians” (Dan 5:28)! Those who do not take Daniel for the author of this wonderful prophetical book must claim that Daniel made historical errors and have to go against the history. The beauty of the biblical message is that it is historically correct. I wish we had so many historical extrabiblical background material to other biblical books as we have in relation to the book of Daniel.

Brynjólfur
Reyndar er það athyglisvert að sjötugsskinnuútgáfan er mjög frábrugðin þeirri útgáfu sem er að finna í Biblíunni. Það bendir einmitt til að bókin hafi verið nýleg og því hafi mönnum þótt það lítið mál að hnika efni hennar til - öfugt við miklu eldir bækur sem höfðu á sér helgiblæ.

Ertu með einhverjar heimildir fyrir þessu og þá dæmi um breytingar og þess háttar?

Varðandi skynsemisrökin þá finnst mér það vera rangnefni. Frekar afsökunarrökin, að láta þarna bók vera algjöra lygi aðalega vegna þess að mönnum líkar ekki hvað það þýðir ef hún er rétt.

Mofi, 13.8.2012 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 802813

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband