Nóbels verðlaunahafi verður kristinn vegna rannsókna á Vitrænni hönnun

220px-richard_smalley.jpgRichard (Rick) Errett Smalley (1943–2005), M.A., Ph.D. (Princeton), var prófessor í efnafræði, eðlisfræði og stjarneðlisfræði hjá Rice háskólanum. Hann fékk Nóbelsverðlaunin í efnafræði árið 1996 fyrir sínar uppgvötanir og hefur verið kallaður "faðir nanótækninnar". 

Á sínu sviði þá var hann mjög þekktur, hann gerði margar stórar uppgvötanir í rannsóknum á nanótækni, átti t.d. stóran þátt í uppgvötun á nokkru sem kallast buckyball.

Smalley lærði um darwinisma þegar hann var bara krakki frá móður sinni sem hafði mikinn áhuga á vísindum. Það var ekki fyrr en seint á lífsleiðinni sem Smalley varð kristinn, aðalega vegna hans rannsókna á Vitrænni hönnun.

Sem vísindamaður þá var Smalley að leita að svörum sem skynsamleg í vísindalegum skilningi. Í fyrstu gat hann ekki samþykkt hugmyndina að Biblían væri Orð Guðs og glímdi lengi við spurninguna hvort að vísindi væri samræmanleg við kristni.  Mikilvægt skref í hans lífi var þegar fyrirlestur um Vitræna hönnun var kynnt í háskólanum sem hann starfaði við. Sá fyrirlestur varð til þess að hann fór að kafa ofan í saumana á Þróunarkenningunni og viðbrögðin voru hreinlega reiði. Eigin kona Smalley skrifaði:

I remember him pacing the bedroom floor in anger saying evolution was bad science. Rick hated bad science worse than anything else. He said if he conducted his research the way that they did, he would never be respected in the scientific community

Fyrst byrjaði Samlley að trúa að Guð hefði leiðbeint þróuninni en eftir því sem hann rannsakaði meira þá hafnaði hann Darwin og byrjaði að tala opinberlega á móti Þróunarkenningunni. Árið 2004 hélt hann fyrirlestur við Tuskegee háskólann þar sem hann sagði eftirfarandi:

The burden of proof is on those who don’t believe that ‘Genesis’ was right, and there was a creation, and that the Creator is still involved. … [The fact is] this planet was built specifically for us. Working on this planet is an absolute moral code. … Let’s go out and do what we were put on Earth to do.

Hann hélt því fram að Darwinísk þróun hefði fengið rothögg vegna framfara í erfðafræði og frumulíffræði, að vegna þessara uppgvötana þá væri það augljóst að lífverur hefðu ekki þróast frá einföldum lífverum eins og bakteríum yfir í stærri dýr og þar á meðal mannfólkið.

Presturinn hans, Ben Young sagði að Smalley hefði endurfæðst á þann hátt að höfuðið kom fyrst og hjartað hans hefði komið eftir á.  Þegar kom að sköpun eða þróun þá var niðurstaða Smalley sú að Móse hafði rétt fyrir sér.

Smalley vildi leggja sitt af mörkum til að sannfæra fólk um að Þróunarkenningin stæðist ekki en hann dó úr krabbameini áður en sá draumur varð að veruleika. Hann skrifaði að síðustu ár hans sem vísindamaður hefðu verið mest spennandi, að hann þurfti ekki að yfirgefa heilbrygða skynsemi þegar hann las Biblíuna heldur komst að þeirri niðurstöðu að Biblían gerði hann að betri vísindamanni.

Mjög lauslega þýtt héðan: From skepticism to faith in Christ: a Nobel Laureate’s journey

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Mofi

Þú þekkir kannski sögu Smalley og hvernig hann lést tiltölulega ungur að aldri úr langvinnu eitilfrumuhvítblæði (LEB), þ.e.a.s. krabbamein í blóði en fyrsta greining var 1999. Það er auðvitað vel skiljanlegt að vissan um nálæg endalok leiði til aukinna vangaveltna um lífið og tilveruna, tilvist Guðs osfrv.

LEB dreifir sér um allan líkamann og getur sest að í heilaberki auk þess að valda blóðskorti. Undir lok sjúkdómsferilsins fá flestir sjúklingar lyfjameðferð sem dregur úr fylgikvillum sjúkdómsins (virðist ekki auka lífslíkur) en hefur sína eigin fylgikvilla, m.a. dementiu einkenni (minnisglöp) og skertan hæfileika til að takast á við flókin vandamál.

Nú vil ég alls ekki segja að sinnisbreyting Smalley (sem hann tilkynnti opinberlega 2005, árið sem hann dó) hafi verið orsökuð af sjúkdómi eða lyfjameðferð, en jafnvel þótt hann hafi tekið upp "old earth creationism" af heilum og heilbrigðum huga þá er krafa hans um að sönnunarbyrðin hvíli á þeim sem telja að fyrsta Mósebók segi ekki satt frá vægast sagt óvísindaleg.

Brynjólfur Þorvarðsson, 10.7.2012 kl. 10:38

2 Smámynd: Mofi

Blessaður Brynjólfur

Vísindamenn eru bara mannlegir eins og við öll. Margir hafa látið glepjast af möguleikanum að verða ríkir og frægir eins og vísindamaðurinn sem falsaði Piltdown manninn. Margir sem ég hef hlustað á gengu í gegnum erfitt tímabil þegar þeir rannsökuðu Þróunarkenninguna því að þeir vissu hvað beið þeirra ef þeir færu á móti hinu viðtekna viðhorfi.

Þannig að við öll finnum fyrir alls konar þrýstingi, t.d. þeir sem tilheyra kristnu samfélagi finna fyrir þrýstingi að trúa á sköpun en ekki þróun og þeir sem tilheyra "secular" háskóla samfélagi finna fyrir þrýstingi að trúa að þróunarkenningin sé sönn.

Brynjólfur
þá er krafa hans um að sönnunarbyrðin hvíli á þeim sem telja að fyrsta Mósebók segi ekki satt frá vægast sagt óvísindaleg.

Sammála. Sönnunarbyrgðin ætti svo sem að hvíla hjá hverjum sem kemur með fullyrðingu þegar kemur að vísindalegum spurningum. Samt, þegar kemur að mörgum vísindalegum spurningum þá höfum við alls konar leiðir til að komast sem næst einhvers konar þekkingu. Þegar kemur að sköpun þróun þá er líklegast besta aðferðin hvor tilgátan útskýrir gögnin betur. Ekki einhvers konar sönnun en einfaldlega að tvær tilgátur segjast geta útskýrt gögnin og þá er það sem menn þurfa að meta, hvor passar betur við gögnin. Margt getur verið erfitt, margt getur ekki passað hjá báðum tilgátunum en matið snýst um hvað passar betur.

Mofi, 10.7.2012 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 802813

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband