To save a life

tosavealife_1052184.jpgÞessi frétt minnti mig á virkilega góða mynd sem ég sá um jólin, myndina "To save a life". Hérna er heimasíða myndarinnar, sjá: http://tosavealifemovie.com/

Myndin fjallar um ungan strák sem gengur mjög vel í lífinu. Er stjarna körfuboltaliðsins, er búinn að fá skólastyrk og inngöngu í virtan háskóla, vinsæll og með gullfallega kærustu. Dag einn fremur æsku vinur hans sjálfsmorð, vinur sem hann í rauninni hafnaði þegar hann byrjaði að vera vinsæll í skólanum.

Þessi mynd er gerð af kristnum einstaklingur og frá kristnu sjónarmiði en samt held ég að hún höfði til flestra. 

Það er fátt sorglegra en þegar einstaklingur tekur sitt eigið líf, sérstaklega þegar ástæðan er að viðkomandi upplifir að samfélagið hafnar honum og engum þykir vænt um hann. Hérna ættu allir kristnir að sjá ákveðna köllun til að bjóða upp á kærleiksríkt samfélag fyrir alla, sérstaklega þá sem minna mega sín.


mbl.is Hæddust að sjálfsvígsbréfi á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Og hvar get ég nálgast þessa mynd Dóri?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.1.2011 kl. 13:22

2 Smámynd: Mofi

Ahh... góð spurning :)    því miður þá efast ég um að hægt sé að leigja hana hérna í Reykjavík.  Líklegast auðveldast að panta á Amazon, sjá: http://www.amazon.com/Save-Life-Blu-ray-Randy-Wayne/dp/B003JBHRQW

Mofi, 7.1.2011 kl. 13:27

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kærar þakkir Dóri minn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.1.2011 kl. 13:53

4 identicon

Ég sé að þú hefur náð að drepa bloggið þitt Mofi... allt steindautt - til hamingju með það

Sigmar (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 21:09

5 Smámynd: Mofi

Vel þess virði að losna við móðgandir og skítkast. Samt vona að það er fólk þarna úti sem vill spjalla og vingjarnlegum og málefnalegum nótum.

Mofi, 9.1.2011 kl. 13:51

6 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég skal ræða við þig málefnalega þegar þú ert búinn að klára greinina um örkina.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 9.1.2011 kl. 18:07

7 Smámynd: Mofi

Tinna, gott að heyra :)  Verst að greinin er svo löng að ég sá fyrir mér að ég þyrfti að gera ótal greinar, en bara einn biti í einu.

Mofi, 9.1.2011 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 802830

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband