Lexía - hvers virði ert þú?

hannahpresentingsamueltoeliatthetemp.jpgNæsta hvíldardag ( 16. október ) á ég að sjá um lexíuna í Aðvent kirkjunni á Ingólfsstræti 19. Allir auðvitað velkomnir en lexían byrjar klukkan ellefu.

Mig langar að fjalla aðeins um þessa lexíu, bæði er þetta forvitnilegt umræðuefni og síðan gott að gera þetta til að hjálpa mér að undirbúa mig.

Þessi lexía fjallar um Hönnu, móðir Samúels spámanns.  Við lesum um sögu hennar í 1. Samúelsbók 1-2 kafla.  Þar lesum við hvernig Hanna er óhamingjusöm og örvæntir vegna þess að hún hafði ekki eignast nein börn. Lexían veltir fyrir sér því vandamáli sem margir glíma við sem er hvort þeir séu einhvers virði því það virðist vera sem svo að Hanna upplifði að hennar líf væri einskis virði vegna þess að hún átti engin börn.

Samfélagið á hennar tímum virðist hafa ýtt þessari hugmynd að henni og hún byrjað að trúa þessu og varð óhamingjusöm út frá því. Í dag er þetta öðru vísi; ég að minnsta kosti hef ekki tekið eftir því að konur sem eru barnlausar upplifi það svona.

En hvaðan fær fólk þessa tilfinningu að það sé einhvers virði og hvað geta þeir gert sem upplifa að þeir eru einskis virði?  Getur maður gert eitthvað fyrir fólk sem finnst það vera lítils virði?

Hérna getur boðskapur Biblíunnar verið mörgum grundvöllur þeirrar niðurstöðu að það sé mikils virði. Í ljósi sköpunarinnar og krossins þá getur það séð að Guði þykir vænt um það og það sé mikils virði í Hans augum.

En eitthvað virðist það hafa farið fram hjá Hönnu í sögunni. Hún er greinilega mjög trúuð en samt syrgir hún svona. Kannski vegna þess að hún trúði því að fyrst að hún gæti ekki eignast börn að þá væri Guð ekki með henni eða einhvers konar bölvun hvíldi á henni. Ég býst við því að ef fólk er einmanna og fátækt að þá er auðvelt að finnast vera lítils virði og að Guð hafi yfirgefið mann.

Saga Hönnu endar á því að æðsti presturinn sagði að Guð myndi bænheyra hana og það rættist. Hún eignaðist son. En í bæninni sem hún bað þá lofaði hún að gefa Guði soninn. Það er það sem myndin er af hérna fyrir ofan, þegar Hann kemur með son sinn Samúel og gefur hann í umsjó æðsta prestsins. Samúel verður síðan einn af aðal spámönnum Biblíunnar og spilar stórt hlutverk í sögu Ísraels.

Hérna er öll lexían á ensku: http://www.ssnet.org/qrtrly/eng/10d/less03.html

Hérna fer Doug Bachelor yfir lexíuna og það er mjög fróðlegt að heyra hans sýn á þessi mál, sjá: http://www.amazingfacts.org/Television/CentralStudyHour/tabid/76/Default.aspx   - titill lexíunnar er "Hanna: learning to be someone". 

Fyrri Samúelsbók 2
1 Hanna gjörði bæn sína og mælti: Hjarta mitt fagnar í Drottni, horn mitt er hátt upp hafið fyrir fulltingi Guðs míns. Munnur minn er upp lokinn gegn óvinum mínum, því að ég gleðst yfir þinni hjálp.
2 Enginn er heilagur sem Drottinn, því að enginn er til nema þú, ekkert bjarg er til sem vor Guð.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 802813

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband