Báðir þessir kúrar eru óhollir

721241Þegar ég horfi á myndina þar sem bræðurnir tveir halda á sitthvorum disknum, þar sem hvor diskurinn inniheldur það sem viðkomandi mátti borða þá eru báðir diskarnir fullir af "mat" sem ég myndi ekki láta ofan í mig. 

Kolvetnislaus kúr og fitulaus kúr eru báðir stórfurðulegir. Líklegast stórhættulegir ef menn myndu gera þetta að langtíma lífsstíl.  Að taka út grænmeti og ávexti er í mínum augum bara ávísun á dauða. Að horfa aðeins á kaloríur og hvort maður grennist eða ekki er afar takmarkað. Miklu frekar vil ég setja vellíðan og heilsu sem markmiðið og vona að áhrifin eru líka að líta vel út, fallegri húð, missa kíló og svo framvegis en heilsan hlýtur að eiga heima í fyrsta sæti. Ég að minnsta kosti vil frekar vera feitur og lifandi en grannur og dauður.  Sem betur fer haldast heilsa og fegurð í hendur; að mínu mati að minnsta kosti.

Svo hver er lausnin?  Grænmeti, ávextir, hnetur og baunir auðvitað. Eden kúrinn, borða það sem Guð ætlaði okkur að borða í Eden.  Kolvetni er eins og bensín fyrir bíla svo það er orkan sem við þurfum og best að fá hana úr ávöxtum; líka hægt að fá hana úr kartöflum og hrísgrjónum en ávextir eru besti kolvetnisgjafinn.  Fólk sem lifir bara á ávöxtum borðar gífurlegt magn af þeim og er vanalega með innan við 5% líkamsfitu svo engin hætta að borða ávexti geri mann feitann.

Hérna er ein stelpa sem borðar bara ávexti að fjalla um þetta:

Enn fremur langar mig að benda á klippu úr Oprah þar sem hún fjallar um hjartasjúkdóma en eins og er þá deyja flestir úr hjartasjúkdómum, aðallega hjartaáföllum. Í Englandi þá deyja 74.000 manns árlega eða 200 á hverjum degi úr hjartasjúkdómum.


mbl.is Úr 60 kílóum í 111 kíló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort hafa betra siðferði, guðleysingjar eða kristnir?

EthicsÞað er gaman að svona greinum þar sem fólk er að reyna að vera betri manneskjur.  Það sem margir vanrækja samt í svona er á hvaða grunni þeir eru að byggja á. Ef við erum aðeins dýr sem voru búin til af tilviljanakenndum stökkbreytingum og síðan náttúruvali þá gæti okkar hugmyndir um rétt og rangt gætu hafa þróast í nærri því hvað sem er.

Þetta er eitthvað sem Darwin áttaði sig á, hérna útskýrir hann það:

http://darwin-online.org.uk/Variorum/1866/1866-243-c-1860.html
It may be difficult, but we ought to admire the savage instinctive hatred of the queen-bee, which urges her to instantly destroy the young queens her daughters as soon as born, or to perish herself in the combat; for undoubtedly this is for the good of the community; and maternal love and maternal hatred, though the latter fortunately is most rare, is all the same to the inexorable principle of natural selection

Áður en ég ætla að bera saman nokkur dæmi þar sem ég tel að guðleysingjar hafa aðrað hugmyndir um siðferði en kristnir þá vil ég taka fram að mín trú er að allir hafa einhverja hugmyndir um rétt og rangt, allir hafa samvisku og lang flestir hafa löngun til að vera góðir einstaklingar.  Ég trúi að þetta komi frá Guði á meðan hinn týpíski guðleysingi telur þessar hugmyndir koma frá náttúrunni, þ.e.a.s. við þróuðumst svona.

Þannig að þetta er ekki að við þurfum að trúa á Guð til að vera góðir einstaklingar.

Svo, skoðum nokkur dæmi:

  • Vændi - Þú skalt ekki drýgja hór.
  • Líknarmorð - Þú skalt ekki myrða.
  • Kynlíf fyrir hjónaband - þú skalt ekki drýgja hór, allt kynlíf utan hjónabands er skilgreint sem að drýgja hór.
  • Drekka áfengi - ótal vers í Biblíunni sem vara við áfengi.
  • Reykja - Þótt að Biblían fjalli ekki um reykingar eða hvað þá sterk eiturlyf þá talar Biblían um að líkami okkar er musteri Heilags Anda og við eigum að fara vel með líkamann.
  • Hjálparstarf - Jesús sagði að það sem við gerum okkar minnstu bræðra, það gerum við Honum og þeir sem hjálpa ekki þeim sem eru í neyð að þeir munu ekki erfa himnaríki.
  • Samkynhneigð
    Biblían, bæði í Nýja Testamentinu og því Gamla segja að samkynhneigð sé synd.

NiccoloMichiavelliGuðleysingjar að ég best veit hafa ekki einhverja samræmda afstöðu til þessara atriða en ég er nokkuð viss um að í þessum málum þá eru þeir ósammála frekar mörgu á þessum lista.  Mig grunar að hjálparstarf sé það sem þeir eru sammála en flest annað er eitthvað sem mig grunar að þeir eru ósammála. Í gegnum aldirnar þá hafa menn haft alls konar hugmyndir um hvernig við getum ákvarðað hvað sé rétt og rangt. Eitt frægt dæmi er Niccolo Machiavelli  þar sem maður setur það sem sitt takmark að öðlast peninga og völd og þar sem það er takmarkið þá verður flest allt leyfilegt til að ná því takmarki.

Það sem ætti að vera á hreinu er að hvaða trú þú hefur, það hefur áhrif á hver þín afstaða er í mörgum siðferðislegum málum.

 


mbl.is 30 leiðir til að verða betri manneskja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju eru samkynhneigðir ofsóttir í löndum guðleysingja?

Í Rússlandi þá var  samkynhneigð glæpsamleg og á tímum nasista í Þýskalandi þá var samkynhneigð glæpsamleg.  Ef að samfélagið ákvarðar hvað sé rétt og hvað sé rangt, yfir hverju er þá fólk sem trúir ekki á Guð að kvarta yfir?  Hafa þessi lönd ekki rétt til að ákvarða rétt og rangt fyrir sjálft sig?

Hvaða bókstafshyggju fólk er síðan verið að tala um? Hvaða bókstafi?  Eru það þessir bókstafir sem fólk er að aðhyllast og komast að þeirri niðurstöðu að ofsækja fólk?

Matteusarguðspjall 5:43
Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. 44En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður. 45Þannig sýnið þér að þér eruð börn föður yðar á himnum er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta.

Þessi endalausa notkun á orðinu "bókstafshyggjumenn" til að búa til hatur á þeim sem taka mark á Biblíunni er frekar ógeðfeld.  

Biblían listar upp ótal syndir en kristnir ofsækja engan vegna þeirra, syndir eins og halda ekki hvíldardaginn, bölva, kynlíf fyrir hjónaband og margt fleira. Svo hvað er í gangi þegar ein synd er útvalin og allt í einu er í lagi að koma illa fram við fólk sem fremja þá synd?  Það er einfaldlega illska. Sama illska og er í guðleysingja löndum þar sem samkynhneigðir eru ofsóttir. Það er einfaldlega til fólk sem er illa innrætt.  Í þannig tilfellum þá getur góð trú haft góð áhrif á slíkt fólk en það er samt alltaf sama vandamál til staðar, það er verið að reyna að halda illsku í skefjum.  Hérna hefur guðleysi lítið upp á að bjóða eins og sagan hefur sannað. Hérna er gott dæmi um slíkt:

Richard Wurmbrand, Tortured for Christ (London: Hodder & Stoughton, 1967), p. 34
The cruelty of atheism is hard to believe when man has no faith in the reward of good or the punishment of evil. There is no reason to be human. There is no restraint from the depths of evil which is in man. The Communist torturers often said, ‘There is no God, no hereafter, no punishment for evil. We can do what we wish.’ I have heard one torturer even say, ‘I thank God, in whom I don’t believe, that I have lived to this hour when I can express all the evil in my heart.’ He expressed it in unbelievable brutality and torture inflected on prisoners

Ég sé ekki betur en til þess að hafa hugmyndafræðilegan grunn til þess að berjast gegn illsku þá þarf að vera til sannleikur sem skiptir máli, það þarf að vera staðall um hvað sé rétt og hvað sé rangt og að sá staðall komi frá einhverjum sem er ofar en samfélagið.


mbl.is Trúboðar kynda undir ofsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferðis spurningar Óla Jóns

Í umræðunni sem skapaðist við greinina Hver ákveður hvað sé rétt og hvað sé rangt? þá kom bloggarinn Óli Jón með nokkrar spurningar sem mér finnst vera þess virði að svara. Vildi líka ekki leiða hina umræðuna út í eitthvað allt annað svo hérna eru...

Akkíalesarhæll Þróunarkenningarinnar

Evolution's Achilles' Heels er ný mynd þar sem fjórtán vísindamenn fara yfir ástæður fyrir því að Þróunarkenningin geti ekki staðist. Meira hérna: creation.com/eah

Hver ákveður hvað sé rétt og hvað sé rangt?

Þegar kom að réttarhöldunum á nasistum eftir seinni heimstyrjöldina þá sögðu margir hermenn að þeir voru aðeins að hlýða skipunum. Þessum rökum var hafnað vegna þess að þeir áttu að vita að það sem þeir voru að gera var rangt, að það var æðra vald en...

Hvað er raunverulegt frelsi?

Jafnvel þeir sem hafa ógrynni af peningum eru samt oft ekki í raun og veru frjálsir því að þeir eru í fjötrum einhverra fíkna. Akkúrat þetta tilfelli er ekki alvarlegt, ég trúi ekki öðru en að Bieber geti losnað við þennan ávana. En að spurningunni, hvað...

The book thief

Um helgina sá ég myndina " The book thief " sem mér finnst vera algjör gull moli. Hún nær að vera draumkennd á köflum en síðan kemur kaldur raunveruleikinn yfir mann og nær alveg tökum á manni. Myndin gerist í seinni heimstyrjöldinni í Þýskalandi og...

Spádómurinn um dauða Ariel Sharon

Langar að benda á dáldið sem mér finnst áhugavert en veit ekki hvað ég á að halda um það. Það sem ég vil benda á er að fyrir þó nokkrum árum þá dó mjög virtur rabbí í Ísrael að nafni Yitzhak Kaduri. Áður en hann dó þá sagði hann að hann hefði fengið sýn...

Sagan af miskunsama Samverjanum

Mjög oft þá þekkir fólk eitthvað frá Biblíunni en aðeins eitthvað yfirborðskennt, óljóst frá þriðja eða fjórða aðila. Samverjar voru af ætt Ísrael en sögulega séð höfðu þeir lent á kannt við gyðinga og það var litið niður á þá. Þeir tilheyrðu ekki Ísrael...

Kemur það á óvart að ungu fólki finnst lífið tilgangslaust þegar þeim er kennt það í skólanum?

Þegar Þróunarkenningin er kennd sem vísindalegur sannleikur í skólum landsins þá er verið að kenna þessu unga fólki að lífið sé tilgangslaust. Ástæðan er sú að ef að Þróunarkenningin er rétt þá þýðir það að það var baráttan að lifa af og tilviljanir sem...

Er Þróunarkenningin trúarbragð?

Ég fyrir mitt leiti segi já og hérna er örstutt myndband sem útskýrir af hverju.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2014
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband