Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015

Kannski núna komumst við til Mars?

TedÞar sem flestir af stóru nöfnum vísindanna voru sköpunarsinnar þá ætti það að vera öllum ljóst að sköpunarsinnar hafa mikinn áhuga á vísindum, sjá: 1000 ár af afrekum sköpunarsinna og Guðs

Sköpunarsinnar hafa þó nokkrar ólíkar skoðanir á stóru spurningum um uppruna. Sumir trúa á gamlan alheim, sumir trúa að jörðin sé gömul en lífið tiltuglega ungt eða innan við tíu þúsund ár.  Mín persónulega skoðun er að enginn veit aldur alheimsins og jarðarinnar en að Biblían er skýr að lífið hefur ekki verið lengi á þessari jörð eða innan við tíu þúsund ár.

Þegar kemur að fréttamönnum þá blanda þeir alveg saman þeim sem aðhyllast þróunarkenninguna nema þeir telja að sumt er betur útskýrt með hönnun vegna þess að stökkbreytingar og náttúruval virðast ekki geta yfirstigið ákveðnar breytingar.  Þetta eru menn eins og Michael Behe og Stephen Myers en þeir hafna sögu Biblíunnar, þeir aðeins aðhyllast Vitræna hönnun.

Sköpunarsinnar eru alveg eins og hvert annað fólk, þú þarft aðeins að finnast að forritunarmál, gífurlegt magn af upplýsingum og flóknar vélar séu best útskýrð með hönnun til að vera flokkaður sem sköpunarsinni af fjölmiðlum.  Þar sem flest af rökum sköpunarsinna koma frá vísinda uppgvötunum síðustu hundrað ára þá eru fáir jafn áhugasamir um aukin framlög til vísindarannsókna en sköpunarsinnar. 

NASA er örugglega í góðum höndum.


mbl.is Afneitunarsinni yfir NASA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að lifa biblíulegu lífi

Fyrir nokkru rakst ég á TED fyrirlestur þar sem maður að nafni A.J. Jacobs prófaði að lifa samkvæmt reglum Biblíunnar í heilt ár.  Mjög áhugaverð tilraun svo ég var mjög forvitinn að heyra hvernig þetta gekk hjá honum.  Fljótlega varð ég samt fyrir vonbrigðum þar sem ég heyrði klisjuna með að lesa Biblíuna bókstaflega. Ég vil ekki fjalla um þá vitleysu hér, læt duga að benda á þessa grein hérna um málið: Literal vs plain interpretation 

Jacobs talar um 700+ reglur, veit ekki hvaðan hann fær þá tölu en gyðingar almennt tala um 613 reglur og stór hluti þeirra á við presta í musterinu svo reglurnar sem ættu við Jacobs ættu að vera miklu færri en 613.

Fyrst nefnir hann regluna um að menn mega ekki raka sig en við höfum góðar ástæður til að aðhyllast að Biblían kenni það ekki, sjá: The Truth About the Beard   Sumir líklegast vilja kalla þetta "cherry picking", að fara eftir því sem hentar manni en fyrir mitt leiti þá er þetta leit til að vita hvað höfundurinn var raunverulega að meina.

Þrátt fyrir svona atriði þá samt var margt mjög áhugavert og jákvætt sem Jacobs sagði. Hann t.d. nefndi að það hefði gert þetta ár stórkostlegt að prófa að einbeita sér í heilt ár að slúðra ekki, girnast ekki, ljúga ekki og halda hvíldardaginn.  Jacobs fjallar um hvernig að breyta hegðun sinni breytti líka hvernig honum leið andlega og benti á að Biblían vill svo til kennir þetta þegar hún segir að brosa lætur manni líða vel.

Við þetta bætist margt kjánalegt eins og að grýta fólk en lög um refsingar voru aldrei þannig að einstaklingar ættu að framfylgja refsingum sjálfir heldur voru dómsstólar fyrir slíkt og þeir ákváðu hver refsingin ætti að vera á meðan lögin tilgreina hve hámarks refsing gæti verið.

En yfir heildina, þá var þetta mjög skemmtilegur fyrirlestur og það væri gaman að sjá kristna reyna einmitt að lifa samkvæmt þessum reglum, samt ekki kjánalega eins og hann Jacobs.


mbl.is Prédikari kýldi strák í brjóstkassann af alefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáfræði íslendinga um trúmál er vandamál

Það er hreinlega vandamál á Íslandi í dag hvað íslendingar eru fáfróðir um trúmál. Jafnvel í gegnum alla fermingafræðsluna þá veit hinn almenni íslendingur lítið sem ekkert um kristna trú, hvað þá önnur trúarbrögð.

Ef að einhver aðhyllist trúarbrögð sem almennt kenna að það á að myrða þá sem yfirgefa trúna þá hefur það áhrif á hegðun og viðhorf viðkomandi.  Ef það kæmi til Íslands hópur af fólki sem aðhyllist Jainism þá væri lítil ástæða til að hafa áhyggjur af þeim.  Ef að það eru öfgamenn meðal þeirra þá kæmu þannig öfgar fram í að þeir pössuðu sig alveg virkilega vel á því að gera ekki flugu mein.

Mér finnst það skipta máli í umræðunni um Íslam að meirihluti múslíma í t.d. Egyptalandi og Pakistan aðhyllast dauðarefsinguna fyrir þá sem yfirgefa trúna, sjá: Majorities of Muslims in Egypt and Pakistan support the death penalty for leaving Islam

Eða skiptir það engu máli að t.d. í Bretlandi þá telur lögreglan að í kringum 17000 konur verða fyrir barðinu á heiðursofbeldi, sjá: A question of honour: Police say 17,000 women are victims every year  Stundum er um að ræða morð.  Þetta er ekki vandamál meðal Jainism eða Búddista eða hindúa eða kristna, þetta er augljóslega tengt Íslam.

Hvað er eiginlega að því að íslendingar geri þá kröfu til þeirra sem vilja búa á Íslandi að þeir aðhyllist t.d. trúfrelsi og tjáningarfrelsi?

Aftur og aftur heyrir maður, í grunninn kenna öllu trúarbrögð hið sama en þetta er mest fáfræðis þvælan af þeim öllum.  Tökum t.d. Jim Jones, trúarleiðtogi sem leiddi hundruð í sjálfsmorð; augljóslega kenndi hann ekki hið sama og trúarbrögð sem fordæma sjálfsmorð.  

Stjórnvöld eiga auðvelt með að fordæma og senda til baka meðlimi Hells Angels svo eins og staðan er í dag þá finnst stjórnvöldum eðlilegt að senda fólk heim ef það telur það óæskilegt.

Eins og ég sagði í öðrum pistli þá eru múslímar sem aðhyllast trúfrelsi og tjáningarfrelsi okkar aðal bandamenn sem við eigum að styðja. Auðvitað eru ekki allir múslímar eins en að horfa fram hjá raunveruleikanum gagnvart hugmyndafræði sem er algeng meðal múslíma er hættulegt.


mbl.is Ríkið rannsaki ekki fólk á grundvelli trúarskoðana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslímar lykil bandamenn í baráttunni við voðaverk

ap312639448536_0Það sem væri óskandi að sjá koma út úr þessum sorgar atburði væri skýra afstöðu múslíma sem aðhyllast trúfrelsi og tjáningarfrelsi að stíga fram og fordæma þá berjast á móti þessum gildum.

Það er að mínu mati lykilatriði til að ná árangri á móti voðaverkum er að aðskilja múslíma sem hafa herskárra hugmyndafræði og eru á móti vestrænum gildum frá þeim sem vilja einfaldlega lifa í friði.  

Óvinurinn í þessu tilviki er herská hugmyndafræði sem ég tel eiga rætur sína í hugmyndafræði Múhameðs sjálf svo þess vegna væri óskandi að þeir múslímar sem hafna ofbeldi að hafna einnig Múhameð en það er líklegast óraunhæfur draumur.


mbl.is Milljón manna gengur um götur Parísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju sjáum við aftur og aftur svona villimennsku hjá múslímum?

Shaykh-Zayid-mosque-shutterstockMálið er að ég tel ekki að múslímar séu eitthvað verra fólk en t.d. fólk almennt í Evrópu, vandamálið er hugmyndafræði Múhameðs.  Ástæðan fyrir því að meirihluti fólks í múslíma löndum, tugir miljóna manna, hafa þá skoðun að það eigi að drepa fólk sem yfirgefur Íslam er auðvitað vegna þess að það er það sem Múhameð kenndi, í orði og verki en ekki vegna þess að þetta er bara vonda fólkið meðal allra hinna góðu múslíma.

Ég veit ekki hver lausnin er í öllu þessu en ég er nokkuð viss um að góð byrjun er að horfast í augu við veruleikan og hann er að vandamálið er boðskapur Múhameðs og að fólk er að taka mark á honum.


mbl.is Sprengdu upp tíu ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Islam og tjáningarfrelsið

Ætli þetta atvik opni augu einhverja að Islam og tjáningarfrelsi eiga ekki samleið.  Það er ekki að segja að það eru ekki til múslímar sem aðhyllast tjáningarfrelsi heldur að þetta er algeng skoðun meðal múslíma vegna orða og gjörða Múhammeðs.

Tjáningarfrelsið kostaði líf og að halda að það þurfi ekki að hlúa að því í dag er mikill misskilningur. Ef að Íslam nær yfirhöndinni í Evrópu þá getum við kvatt trúfrelsi og tjáningarfrelsi.


mbl.is Ritstjóri og þrír teiknarar létust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunverulega pláneta lík jörðinni?

Við fáum af og til fréttir af plánetum sem eiga að vera lík jörðinni en eru þessar plánetur virkilega líkar jörðinni?  Það kann að vera að það er eitthvað líkt með þeim en það er svo ótal margt sem þarf til að pláneta sé byggileg fyrir lífverur. Þegar við skoðum alla þá þætti þá er augljóst í mínum augum að þetta gerðist ekki fyrir tilviljun, líkurnar á því eru engar.

Hérna er myndin "The Privileged Planet" sem fjallar um þessi atriði.

 


mbl.is Fundu plánetu líka jörðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ótti við Íslam, útlendinga hatur?

Voru þeir sem vöruðu við nasistum, fólk sem hataði útlendinga eða sá fólk hugmyndafræði sem þeim þótti ógnvænleg?

Það eru í kringum 1,6 miljarðar múslímar í heiminum og auðvitað er þetta fjölbreyttur hópur með mismunandi skoðanir en aðeins virkilega einfalt fólk heldur að fyrirmynd múslíma, Múhameð hafi engin áhrif á skoðanir þeirra. Að orð hans og gjörðir, hafi engin áhrif á hvað þeim finnst vera góð hegðun í dag.  Það er ekki tilviljun að meirihluti fólks í múslíma löndum finnst að það eigi að taka af lífi fólk sem yfirgefur trúna, sjá: http://www.washingtonpost.com/blogs/worldviews/wp/2013/05/01/64-percent-of-muslims-in-egypt-and-pakistan-support-the-death-penalty-for-leaving-islam/

Við vitum sögulega séð að trúfrelsi, tjáningarfrelsi og mannréttindi eru réttindi sem voru dýrkeypt, heldur fólk virkilega að það séu engin öfl í heiminum sem eru á móti þessum réttindum?

Hérna fyrir neðan er myndband sem fjallar um fólksfjölgun þjóða og fjölgun múslíma í Evrópu, hvernig á aðeins nokkrum áratugum mun Evrópa vera orðin að múslíma ríki. Ef að fólk heldur að þannig breyting hafi engin áhrif á trúfrelsi og tjáningarfrelsi þá er viðkomandi blindur.

 

https://www.youtube.com/watch?v=6-3X5hIFXYU


mbl.is Fjölmenn mótmæli gegn íslam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 802828

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband