Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013

Surtsey - Lexía í jarðfræði út frá Biblíunni

Hérna er örstutt klippa sem fjallar um Surtsey og hve hratt eyjan hefur náð sér á strik og hvað það segir okkur um hvernig útlit getur verið blekkjandi varðandi aldur. Hvernig hlutir geta litið út fyrir að vera mjög gamlir en eru það ekki.


Snilld fuglanna

Ný mynd sem fjallar um hönnun í dýrategundum sem geta flogið og hvort að Þróunarkenningin geti útskýrt þá hönnun sem við sjáum í þessum dýrum.


Jesús meðal annara guða

Langar að deila með ykkur ræðu Ravi Zacharias um hvað er öðru vísi við Jesús.


Höfum við frjálsan vilja?

sufi-comics-freewill-or-predestinationÉg hélt að aðeins örfáir væru á þeirri skoðun að við höfum ekki frjálsan vilja en þessi skoðun virðist algengari en ég hélt.  Allir virðast vera sammála um að okkar upplifun er að við höfum frjálsan vilja en sumir telja að þessi upplifun er blekking. 

Þessi hugmynd að við höfum ekki frjálsan vilja er mjög tengd guðleysis efnishyggju. Að það eina sem er í þessum heimi er hið efnislega.  Út frá því þá er allt ákvarðar út frá lögmálum alheimsins og við afurð náttúrulega ferla á efni sem tóku miljónir ára.  Kannski einhverjir guðleysingjar verða mjög hissa á að lesa þetta en líklegast er það vegna þess að þeir hafa ekki hugsað mjög djúpt um hvað þeirra guðleysi þýðir í raun og veru.

En hvernig sé ég þetta?  Þetta svar er virkar líklegast svakalega ódýrt en það er það sem það er. Ég sé það að efnablöndur eins og við erum, að við skulum hafa meðvitund og frjálsan vilja sem einfaldlega kraftaverk. Að Guð þegar Hann bjó okkur til þá ákvað Hann að takmarka sinn vilja og gefa okkur hann. Að Guð viljandi ákvað að vera ekki almáttugur heldur að búa til verur sem fá að ráða sér sjálfar.

against_free_will_god_angelÉg trúi því að við mennirnir munum aldrei geta gefið dauðum efnum meðvitund og aðal ástæðan er að um er að ræða tegund af kraftaverki.  Að mörgu leiti vildi ég geta sagt að þetta gæti verið bara mjög öflug hönnun en ég hallast frekar að því að um kraftaverk sé að ræða.  

Hérna fyrir neðan eru tvö mynd sem fjalla um frjálsan vilja og mér finnst þau vera góðar pælingar um þetta efni.


Eðlisfræðin og frjáls vilji

Það eru nokkrir sem trúa að útfrá eðlisfræðilögmálunum að við höfum ekki frjálsan vilja en hérna útskýrir Michio Kaku af hverju það er alveg rúm fyrir frjálsan vilja þrátt fyrir eðlisfræðilögmálin.


Máttu myrða til að hindra þjófnað?

Mér finnst þetta alveg ótrúlegt.  Finnst fólki þetta eðlileg lög að þú megir myrða aðra manneskju til að koma í veg fyrir að hún steli frá þér?  Hvernig getum við t.d. vitað fyrir víst að manneskjan var að stela eins og í þessu tilfelli þá sé ég ekki betur en gögn sem styðja það séu mjög veik.


mbl.is Mátti skjóta vændiskonu til að endurheimta greiðsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindamenn fjalla um uppruna lífs

Þegar ég rökræði við fólk um uppruna lífs þá kemur fljótlega í ljós að fólk veit afskaplega lítið um þetta efni. Fólk virðist aðalega fá sínar upplýsingar um þetta efni úr einhverjum einföldum skólabókum sem láta sem svo að þetta sé ekkert mál og við vitum nokkurn veginn hvernig þetta gerðist.

Þess vegna vil ég aðeins taka saman hvað vísindamenn hafa sagt um uppruna lífs í gegnum tíðina og síðan fyrirlestur sem fer ýtarlega í gegnum þetta efni. 

Campbell, Jeremy C - "Grammatical Man: Information, Entropy, Language and Life," [1982], Penguin Books
Evidently nature can no longer be seen as matter and energy alone. Nor can all her secrets be unlocked with the keys of chemistry and physics, brilliantly successful as these two branches of science have been in our century. A third component is needed for any explanation of the world that claims to be complete. To the powerful theories of chemistry and physics must be added a late arrival: a theory of information. Nature must be interpreted as matter, energy, and information.

Polanyi, Michael "Life Transcending Physics and Chemistry," Chemical & Engineering News, Vol. 45, No. 35, August 21, 1967, pp.54-66, p.56
Biological systems, like machines, have, therefore, functions and forms inexplicable by
chemical and physical laws. The argument that the DNA molecule determines genetic processes in living systems does not indicate reducibility. A DNA molecule essentiality transmits information to a developing cell. Similarly, a book transmits information. But the transmission of the information cannot be represented in terms of chemical and physical principles. In other words, the operation of the book is not reducible to chemical terms. Since DNA operates by transmission of (genetic) information, its function cannot be described by chemical laws either. The life process is essentially the development of a fertilized cell, as the result of information imparted by DNA. Transmission of this information is nonchemical and nonphysical, and is the controlling factor in the life process. The description of a living system therefore transcends the chemical and physical laws which govern its constituents.


Kuppers, Bernd-Olaf. [researcher, Max Planck Institute for Biophysical Chemistry], "Information and the Origin of Life," [1986], MIT Press: Cambridge MA, 1990, p.170
The problem of the origin of life is clearly basically equivalent to the problem of the origin of biological information. In accordance with this, the idea of biological information emerges as *the* fundamental concept in the physicochemical theory of the origin of life.


Grasse, Pierre-P. Former Chair of Evolution, Sorbonne University and ex-president of the French Academie des Sciences], "Evolution of Living Organisms: Evidence for a New Theory of Transformation," Academic Press: New York NY, 1977, p.2
Any living being possesses an enormous amount of "intelligence," very much more than is necessary to build the most magnificent of cathedrals. Today, this "intelligence" is called "information," but it is still the same thing. It is not programmed as in a computer, but rather it is condensed on a molecular scale in the chromosomal DNA or in that of any other organelle in each cell. This "intelligence" is the sine qua non of life. If absent, no living being is imaginable. Where does it come from? This is a problem which concerns both biologists and philosophers and, at present, science seems incapable of solving it.

Grasse, Pierre-P. Former Chair of Evolution, Sorbonne University and ex-president of the French Academie des Sciences], "Evolution of Living Organisms: Evidence for a New Theory of Transformation," Academic Press: New York NY, 1977, p.2
When we consider a human work, we believe we know where the `intelligence' which fashioned it comes from; but when a living being is concerned, no one knows or ever knew, neither Darwin nor Epicurus, neither Leibniz nor Aristotle, neither Einstein nor Parmenides. An act of faith is necessary to make us adopt one hypothesis rather than another. Science, which does not accept any credo, or in any case should not, acknowledges its ignorance, its inability to solve this problem which, we are certain, exists and has reality. If to determine the origin of information in a computer is not a false problem, why should the search for the information contained in cellular nuclei be one?

Hoyle, Fred [late mathematician, physicist and Professor of Astronomy, Cambridge University], "The Universe: Past and Present Reflections," Annual Review of Astronomy and Astrophysics, Vol. 20, 1982, pp.1-35, p.5
Could the vast store of information necessary for the development of biology have been accumulated in only ten billion years? If you are inclined to think that it could, take a look at what we know of the most recent four billion years, and what many people believe to be the beginning of the Universe in a big-bang cosmology. Such a beginning occurs in a holocaust of radiation little suited to harboring the delicate organization of biology, while the past three to four billion years on the Earth have yielded no change in the intricate biochemical complexity of life. The enzymes go essentially unchanged from the cells of a human to the most primitive single cells, which are thought to be typical of life as it existed in the early days of the Earth. Hence we have a situation without a promising beginning and with no change of the crucial aspects of the life system over the last one third to one half of the ten billion year time interval. Where then did the miracle of information contained in biological systems arise?

Orgel, Leslie E. [Adjunct Professor, University of California-San Diego], "Darwinism at the very beginning of life," New Scientist, 15 April 1982, p.151
The origin of the genetic code is the most baffling aspect of the problem of the origins of life and a major conceptual or experimental breakthrough may be needed before we can make any substantial progress.

Hoyle, Fred [physicist and Professor of Astronomy, Cambridge University], "Mathematics of Evolution," [1987], Acorn Enterprises: Memphis TN, 1999, p.20
Two points of principle are worth emphasis. The first is that the usually supposed logical inevitability of the theory of evolution by natural selection is quite incorrect. There is no inevitability, just the reverse. It is only when the present asexual model is changed to the sophisticated model of sexual reproduction accompanied by crossover that the theory can be made to work, even in the limited degree to be discussed .... This presents an insuperable problem for the notion that life arose out of an abiological organic soup through the development of a primitive replicating system. A primitive replicating system could not have copied itself with anything like the fidelity of present-day systems .... With only poor copying fidelity, a primitive system could carry little genetic information without L [the mutation rate] becoming unbearably large, and how a primitive system could then improve its fidelity and also evolve into a sexual system with crossover beggars the imagination."

Monod, Jacques [biochemist, Nobel Prize 1965, Director, Pasteur Institute, France], "Chance and Necessity: An Essay on the Natural Philosophy of Modern Biology", [1971], Transl. Wainhouse A., Penguin Books: London, 1997, reprint, pp.142-143.
The development of the metabolic system, which, as the primordial soup thinned, must have "learned" to mobilize chemical potential and to synthesize the cellular components, poses Herculean problems. So also does the emergence of the selectively permeable membrane without which there can be no viable cell. But the major problem is the origin of the genetic code and of its translation mechanism. Indeed, instead of a problem it ought rather to be called a riddle. The code is meaningless unless translated. The modern cell's translating machinery consists of at least fifty macromolecular components which are themselves coded in DNA: the code cannot be translated otherwise than by products of translation. It is the modern expression of omne vivum ex ovo. When and how did this circle become closed? It is exceedingly difficult to imagine.

Hofstadter, Douglas R., [mathematician and historian], "Godel, Escher, Bach: an Eternal Golden Braid," [1979], Vintage: New York NY, 1980, reprint, p.548
A natural and fundamental question to ask, on learning of these incredibly intricately interlocking pieces of software and hardware is: "How did they ever get started in the first place?" It is truly a baffling thing. One has to imagine some sort of a bootstrap process occurring, somewhat like that which is used in the development of new computer languages-but a bootstrap from simple molecules to entire cells is almost beyond one's power to imagine. There are various theories on the origin of life. They all run aground on this most central of all central questions: "How did the Genetic Code, along with the mechanisms for its translation (ribosomes and tRNA molecules), originate?" For the moment, we will have to content ourselves with a sense of wonder and awe, rather than with an answer.

Dr. Francis H. Crick
What is so frustrating for our present purpose is that it seems almost impossible to give any numerical value to the probability of what seems a rather unlikely sequence of events... An honest man, armed with all the knowledge available to us now, could only state that in some sense, the origin of life appears at the moment to be almost a miracle.

Svo að lokum, fyrirlestur eftir Stephen Meyers þar sem hann fer ýtarlega yfir uppruna lífs.


Lambið að verða að dreka

imagesCAQS7IYRSamkvæmt mínum skilningi á spádómum Biblíunni þá átti ríki að koma upp eftir að Kaþólska kirkjan varð fyrir miklum áföllum og hætti að geta ráðskast með kónga Evrópu og þetta ríki átti að vera kristilegt vald. Þetta veldi er Bandaríkin og sannarlega byrjuðu þau með kristin gildi enda nokkurn veginn kristið mótmælenda land í upphafi. En síðan átti það að breytast og byrja að hegða sér og tala eins og dreki en dreki er táknmynd djöfulsins í Biblíunni.

Saga Bandaríkjanna endurspeglar þetta mjög vel. Þau byrja sem lýðræði þar sem mannréttindi og trúfrelsi eru grundvölluð í stjórnaskrá landsins. En síðan hafa Bandaríkin breyst mjög mikið og hafa hegðað sér í engu samræmi við þetta með stríðum út um allan heim og með puttana í framtíð ótal þjóða og oftar en ekki með miklum fantaskap.  Að fylgjast með símanotkun miljónum manna er í samræmi við þessa breytingu þar sem lýðræði, samviskufrelsi og trúfrelsi munu smá saman hverfa og það sem stendur eftir verður vald sem ofsækir.

Ef að þessi skilningur á þessi spádómi er réttur þá er það sem eftir á að gerast er að Bandaríkin munu þvinga fólk til að brjóta hvíldardagsboðorðið, að halda sjöundadaginn heilagan og ofsækja þá sem neita að hlýða. Ég sé ekki betur en að það getur ekki verið langt þangað til vegna þess að máttur Bandaríkjanna er sífelt að minnka og kannski ekki of langt þangað til að Bandaríkin hafa ekki bolmagn til að geta gert þetta.

Sumir hugsa að ef að þeir sjá þetta virkilega gerast þá munu þeir skipta um skoðun og fara að fylgja Guði en það getur verið að þá verði það of seint; að þegar þessi spádómur rætist að þá verði búið að loka dyrum náðarinnar. Að þá hafa allir hafa innsiglað sína ákvörðun, hvort þeir vilja fylgja og hlýða Guði eða ekki.

Til að skilja þessa spádóma þá mæli ég með þessari fyrirlestraröð hérna: http://www.hopevideo.com/david_asscherick.htm


mbl.is Fylgst með símtölum Bandaríkjamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve erfitt vandamál er uppruni lífs fyrir guðleysingja?

Hérna útskýrir Paul Nelson hve flókin ein af einföldustu lífverum jarðar er og hvernig það varpar ljósi á hvers konar vandamál uppruni lífs er fyrir þá sem trúa að lífið hafi orðið til án hönnuðar.


Var nauðsynlegt fyrir Angelinu Jolie að fara í brjóstnám?

Það er sannarlega svakalegt það sem Angelina Jolie gerði; ég ber virðingu fyrir hennar hugrekki. Ég set aftur á móti stórt spurningamerki við hvort það var nauðsynlegt eða jafnvel skynsamlegt að láta fjarlægja bæði brjóstin til að forðast krabbamein.  Mig langar að benda á það sem ein kona hafði um þetta að segja.

Einnig forvitnilegt það sem þessi maður hérna hafði að segja um þetta mál, um það hvernig rautt kjöt væri tengt krabbameini og af hverju það væri skynsamlegur kostur að sleppa því úr mataræðinu.


mbl.is Jolie mætt á rauða dregilinn eftir aðgerðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 802802

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband