Máttu myrða til að hindra þjófnað?

Mér finnst þetta alveg ótrúlegt.  Finnst fólki þetta eðlileg lög að þú megir myrða aðra manneskju til að koma í veg fyrir að hún steli frá þér?  Hvernig getum við t.d. vitað fyrir víst að manneskjan var að stela eins og í þessu tilfelli þá sé ég ekki betur en gögn sem styðja það séu mjög veik.


mbl.is Mátti skjóta vændiskonu til að endurheimta greiðsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Nei. Þetta er svo sannarlega fáránleg. Það er ekki eins og hún hafi framið einhvern hræðilegan glæp eins og að safna eldivið á laugardegi (4Mós 15), vera ekki hrein mey á brúðkaupsnóttunni (5Mós 22) eða dýrka annan guð en Jahve (2Mós 22).

Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.6.2013 kl. 12:43

2 Smámynd: Mofi

Akkúrat Hjalti en fyrir mig er aðal ruglið hérna er að þetta er í höndunum á einhverjum einstaklingi en ekki dómsstólum. Refsingin fyrir að stela er ekki í höndum yfirvalda heldur í höndum einstaklings og hann getur ákveðið að viðkomandi þjófur á skilið að deyja.

Mofi, 7.6.2013 kl. 12:50

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Og ekki bara fyrir þjófnað, heldur einnig fyrir forsendubrestinn..

Murica!

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 7.6.2013 kl. 13:07

4 Smámynd: Mofi

Frekar ógeðfelld athugasemd fjarlægð frá Ármanni Birgissyni.

Mofi, 8.6.2013 kl. 08:49

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Texas: er það ekki ríkið í BNA þar sem byssan er talin vera í hávegum höfð að þar megi komast upp með nánast allt komi byssan við sögu?

Þaðan eru Bush forsetarnir og var ekki þar sem samsærið um morðið á Kennedy fór fram?

Byssuátrúnaður Bandaríkjamanna er sérstakt rannsóknarefni út af fyrir sig. Hefði þessi ofbeldismaður verið sakfelldur hefði hann ráðist að konuninni með öðru en byssu t.d. hníf, barefli eða einhverju öðru sem valdið hefði sömu afleiðingum?

Mjög sennilegt er að ákærði hafi notið góðs af góðum lögfræðing og saksóknari ekki verið í þeirri aðstöðu að hrinda vörninni.

Guðjón Sigþór Jensson, 8.6.2013 kl. 18:42

6 Smámynd: Mofi

Góður punktur Guðjón, kannski er þetta byssu ruglinu í Texas að kenna.

Mofi, 8.6.2013 kl. 20:12

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér kæmi ekki á óvart að bandaríska byssufélagið sem er stofnað 1872 hafi afburða snjalla lögfræðinga á sínum snærum til að verja bókstaflega allar misgjörðir þar sem byssur koma við sögu. Félag þetta vísar í viðauka stjórnarskrár BNA frá því á 19. öld. Hvernig byssur tíðkuðust þá? Ætli þeir sem samþykktu hafi gert sér minnstu grein fyrir hvernig þróun á þessu varhugaverða verkfæri yrði?

Fram yfir Þrælastríðið voru framhlaðningar megin vopnin. Afturhlaðningar og margskotabyssur komu seinna til sögunnar.

Annars er þetta verðugt rannsóknarefni fyrir þá sem áhuga hafa fyrir þessu hundleiðinlega og vægast sagt dapurlega efni.

Guðjón Sigþór Jensson, 8.6.2013 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 802878

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband