Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Var Jesús ófyrirleitinn?

imagesÁ Vantru.is er nýleg grein með titilinn Hinn ófyrirleitni Jesús.  Mig langar að gera heiðarlega tilraun til að svara þessari grein hérna.

Vantrú - Hinn ófyrirleitni Jesús
Guð mun eyða borgum þeirra sem heyra ekki fagnaðarerindið

Þetta er einfaldlega rangt. Guð mun eyða borgum þeirra sem hafna fagnaðarerindinu. Lærisveinarnir áttu að boða fagnaðarerindið en ef að borg hafnaði þeirra boðskap þá yrði henni eytt á dómsdegi. Henni yrði samt ekki eytt vegna þess að hún hafnaði fagnaðarerindinu heldur vegna þeirra synda sem íbúar hennar hafa drýgt, lygar, þjófnaður, morð, hatur, nauðganir, græði og fleira í þeim dúr.

Vantrú - Hinn ófyrirleitni Jesús
Jesú kom til að koma á ósáttum

Í fleiri aldir var orðið sundrung í íslensku Biblíunni í þessum versum þýtt sem ‚sverð‘ þar til í nýjustu útgáfu hennar. En það breytir ekki boðskap versanna. Jesús ætlar sér að sundra fjölskyldum og koma á almennum ósáttum. Ef einhver nefnir að Jesús eða kristin trú sé sameiningartákn, bendið þeim á þetta vers

Sameining er mjög stórt atriði í boðskap Jesú en þarna var Jesús að benda á afleiðingarnar af Hans boðskap. Að þeir sem trúa boðskapnum og vilja fara eftir honum að þá mun myndast gjá milli þeirra og þeirra sem hafna boðskapnum. Það er sem sagt boðskapurinn sjálfur sem myndar hatur enda er hluti af boðskapnum að benda á hver vilji Guðs er fyrir okkur, Hans lög og þeir sem eru að brjóta þau lög bregðast oft við boðskapnum með hatri.

Vantrú - Hinn ófyrirleitni Jesús
Jesú fordæmir heilu borgirnar
Nú lofar Jesús ekki bara eyðingu borga af hendi Jahve, heldur að þeim verði steypt til heljar, sem hann lýsir við önnur tækifæri að þar verði grátur og gnístran tanna. Nú nefnir hann meira að segja nöfn ákveðinna borga.

Steypt til heljar er aðeins önnur leið að segja hið sama að þessum borgum yrði eytt. Það er áhugavert að þessar borgir sem Jesús nefnir eru ekki lengur til; má segja að þarna sé uppfylltur spádómur á ferðinni.

Vantrú - Hinn ófyrirleitni Jesús
Sá sem er ekki með Jesú er á móti honum
Hér er dæmigerð útgáfa af rökvillu sem kallast fölsk klemma sem byggist á því að settir eru fram tveir valkostir og haldið fram að annar þeirra verði að vera sannur.

Líklegasta ástæðan fyrir þessum orðum Jesú er að á dómsdegi þá munu verða tveir hópar, báðir sekir um illsku en einum hópnum hefur verið fyrirgefið því þeir iðruðust og settu traust sitt á Jesú. Út frá þessu þá eru aðeins tveir valkostir og þar af leiðandi ekki um rökvillu að ræða.

Vantrú - Hinn ófyrirleitni Jesús
Rasistinn Jesús
Í Mt. 15:21-28 er saga um kanverska konu sem kemur til hans til að fá hjálp við að særa illan anda úr dóttur hennar. Jesús neitar fyrst að hjálpa henni vegna þess að hún er ekki ísraelsk. Hann líkir henni jafnvel við hund hjá matarborðinu og vísar þannig í hana sem ómerkilegri manneskju en Ísraelsfólk

Ef við skoðum þessa spurningu út frá heildar myndinni sem guðspjöllin gefa okkur þá stenst þessi yfirlýsing engan veginn. Í sjöunda kafla Lúkasarguðspjalls segir Jesús við útlending að ekki í öllu Ísrael hafi Hann fundið svo mikla trú og læknaði son þessa manns. Sömuleiðis í lögmáli Guðs þá stendur þetta:

3. Mósebók 19:34
Útlendan mann, sem hjá yður býr, skuluð þér svo með fara sem innborinn mann meðal yðar, og þú skalt elska hann eins og sjálfan þig, því að þér voruð útlendingar í Egyptalandi. Ég er Drottinn, Guð yðar.

Hvað akkúrat fór á milli Jesú og þessarar kanversku konu veit ég ekki en það er greinilegt að hún móðgaðist ekki og Jesús varð við beiðni hennar. Frá síðan sjónarhóli Biblíunnar þá eru ekki beint kynþættir á jörðinni heldur er allt fólk afkomendur Adam og Evu.

Vantrú - Hinn ófyrirleitni Jesús
Ef Jesú líkar ekki við þig, þá ferðu í eilífðareldinn
Hin íslenska prestastétt forðast að ræða um helvíti en þegar þeir gera það, þá gera þeir lítið úr þeim stað sem Jesús predikaði að væri til. Hægt er að snúa út úr þessu versi og segja að eldurinn sé eilífur en vera hvers og eins sé það stutt að það sé ekki teljandi. Tilvíst helvítis og rekstur þess er efni í sér grein en boðskapurinn í þessu versi er að Jesús vill svo sannarlega að fólk kveljist í helvíti, hvort sem það er stutt eða langt

Í fyrsta lagi þá er það engan veginn rétt að ef Jesú líkar ekki við þið þá ferðu í eilífðareldinn. Hérna er samhengið sem þetta er sagt í:

Matteusarguðspjall 25
34
Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: ,Komið þér, hinir blessuðu föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var búið frá grundvöllun heims.
35 Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig,36 nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín.`37 Þá munu þeir réttlátu segja: ,Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka?
38 Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig?39 Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín?`40 Konungurinn mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.`

Þarna sjáum við Jesú setja þetta þannig upp að þegar við gerum góðverk fyrir þá sem samfélagið lítur oftast á sem hina lægstu, þá sem eru í fangelsum, þá sem eru fátækir og munaðarlausa, að þá erum við að gera það Jesú sjálfum.  Þeir sem síðan fá að heyra "Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld" þá er Jesús að tala til þeirra sem létu sig engu varða þarfir þeirra sem minna mega sín í samfélaginu en ekki að Jesú líkar illa við þá.

Það er fagnaðarefni að íslenskir prestar forðast að ræða helvíti enda er það kenning sem ég algjörlega fyrirlít. Ég hef skrifað svo mikið um helvíti að ég læt nægja að benda á eina grein um það, sjá: Hvað með helvíti Jón Valur?

Ég get ekki neitað því að þessi grein hjá Vantrú virkar ekki heiðarleg; það eru hreinlega of margt þarna sem er svo augljóslega rangt að maður veltir því fyrir sér hver tilgangurinn var með þessu. Ná skotum á kristni með öllum tiltækum ráðum?


Hvernig væri að leggja þennan iðnað niður og borða eitthvað hollt í staðinn?

MV5BMTQ5MTUzNTk2NV5BMl5BanBnXkFtZTcwMzU1MzcyNg@@__V1_SX214_Það er sorglegt þegar fjölmargir eru í peninga vandræðum, þegar skóla kerfið er svelt og heilbrigðiskerfið í spennitreyju að þá skulum með eyða stórfé í að framleiða mat sem gerir okkur veik.

Við erum eina dýrið á jörðinni sem drekkur mjólk eftir að vaxa úr grasi og algjörlega eina dýrið sem drekkur mjólkina úr annarri dýrategund; það segir sig sjálft að þetta er ekki náttúrulegt. 

Ég hef gert þó nokkrar greinar um af hverju mjólk er ekki holl fyrir okkur:

Margar fleiri ástæður til að láta mjólkurvörur í friði

Er mjólk holl?

Er Skyr hollt?

Veistu sannleikann um mjólkina?


mbl.is Lækkuðu kostnað um tvo milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við hverju er að búast þegar þeim er kennt að þau eru aðeins dýr?

nailVinur minn samdi lag þar sem þessi setning kemur fram:

We teach our kids they are just animals and look what they have become

Mér finnst hann hitta naglann á höfuðið þarna. 

Hvernig er hægt að búast við góðum árangri þegar kemur að því að ala upp börn þegar þeim er kennt að þau eru aðeins dýr, að það er enginn raunverulegur grunnur að réttu og röngu og lífið er í raun og veru tilgangslaust og engin von andspænis dauðanum?

Ég á mjög erfitt að sjá einhvern grunn að mannvirðingu með þróunarkenninguna sem grunn. Einhverjir munu án efa vilja benda mér á að þeim er ekki kennt þetta í skólum en það er án efa mismunandi eftir skólum og löndum en þetta er það sem samfélagið kennir í gegnum t.d. sjónvarpið.

Vonandi mun fólk opna augun fyrir þessu og vilja gefa sínum börnum betri grunn að þeirra tilveru en þróunarkenninguna.


mbl.is Hegðunarvandamál aukast í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samtökin 78 og páfagarður

Það er eitthvað sem virkar ekki í lagi með þessa yfirlýsingu frá Samtökunum 78. Maður spyr sig, vita þau að þarna er um að ræða andlegan leiðtoga 1,2 miljarða manna?  Ætti Ísland að móðga slíkan leiðtoga vegna þess að einhverjir Íslendingar eru ekki sátt við afstöðu þessa stofnunnar til samkynhneigðar?

Ég skil þessi samtök mjög vel, ég meina, ég er aðventisti, ég lít á Kaþólsku kirkjuna sem anti Krist; það gerist ekki mikið verra en það.  En mér dytti ekki til hugar að biðja forseta eða alþingi að móðga páfagarð vegna þess að ég er ekki sáttur við margt af því sem Kaþólska kirkjan kennir.

Ég hefði í rauninni ekkert á móti því að óska páfanum til hamingju því að þótt að ég er ósammála mörgu sem þessi kirkjan kennir þá er hún ekki minn óvinur og vil frekar vinskap og skoðana skipti en að skiptast á móðgunum.

Bara nokkrar hugleiðingar um þessa frétt...


mbl.is Ekki í nafni allrar íslensku þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er auðmjúkur páfi ekki þversögn?

Ég er mjög hlynntur kærleiksríkri auðmýkt en hvernig er hægt að vera auðmjúkur og síðan kemur fólk alls staðar að og fellur frammi fyrir þér nærri því eins og það er að tilbiðja þig? 

Hérna er ágætt dæmi um hvernig Kaþólska kirkjan hefur séð páfann í gegnum aldirnar:

Ferraris Ecclesiastical dictionary
The Pope is of so great dignity, and so exalted that he is not a mere man, but as it were God. and the vicar of God.

Pope Pius V, quoted in Barclay, Chapter XXVII, p. 218, "Cities Petrus Bertanous
The Pope and God are the same, so he has all power in Heaven and earth."

Hérna er síða sem listar upp margar tilvitnanir þar sem páfanum er lýst eins og Guð á jörðinni, sjá: http://www.remnantofgod.org/beastword.htm#earthgod

Hvernig einlægt fólk sem vill fylgja Guði og tekur Biblíuna alvarlega getur tilheyrt þessari stofnun er mér mikil ráðgáta.


mbl.is Auðmjúkur páfi tók strætó í vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað sagði Jesaja um örlög fólks sem borðar svínakjöt?

Í Jesaja 66 er að finna spádóm um hvað gerist á síðustu dögum, hérna er versið:

Jesaja 66
16
Því að Drottinn mun dóm heyja með eldi, og með sverði sínu yfir öllu holdi, og þeir munu margir verða, er Drottinn fellir.
17 Þeir sem helga sig og hreinsa sig til þess að fara inn í fórnarlundana, bak við einhvern, sem fyrir miðju er, sem eta svínakjöt, viðurstyggileg skriðdýr og mýs _ þeir skulu allir undir lok líða _ segir Drottinn.

Þetta er líklegast versið sem lét mig endanlega hætta að borða svínakjöt en ég faldi mig lengi bakvið söguna í Markús 7. kafla. Þetta vers varpar líka ljósi á hugmyndina um að kristnir eru ekki undir lögmálinu sem það les í bréfum Páls.  Þetta vers í Jesaja sýnir fram á að á síðustu dögum er rangt að borða svínakjöt svo það fólk er undir lögmálinu um hreint og óhreint kjöt í þeim skilningi að það ætti að fara eftir þessum lögum en gerir það ekki.

Sumir gætu bent á að Jesaja var undir Móseslögunum en kristnir eru það ekki en málið er að hérna er um að ræða spádóm rétt fyrir endalokin. Ætti það að vera þannig að eftir krossinn þá voru sumir undir lögmálinu en aðrir ekki?  Þá líklegast gyðingar undir lögmálinu en Páll var gyðingur og þetta með að vera ekki undir lögmálinu kemur beint frá honum.

Þegar við lesum "ritningarnar" eða "orð Guðs" í Nýja Testamentinu þá er verið að tala um Gamla Testamentið en ekki hið Nýja af því að það var ekki til þegar postularnir voru að skrifa sín bréf eða guðspjöll. Kominn tími til að kristnir lesi Gamla Testamentið eins og postularnir gerðu, sem orð Guðs sem er satt og á við þá.

Síðara bréf Páls til Tímóteus 3
15
Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú.
16 Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti,
17 til þess að sá, sem tilheyrir Guði, sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks.

Þær ritningar sem Tímóteus þekkti var Gamla Testamentið og hérna segir Páll að Gamla Testamentið getur veitt okkur speki til sáluhjálpar svo kristnir sem vilja hafna því að Gamla Testamentið eigi við þá eru að hafna þessari sáluhjálp.


Risaeðlur og Biblían

Hérna er þáttur frá creation.com um risaeðlur út frá Biblíunni. Það er alveg magnað hvernig þróunarsinnar hafa náð að eigna sér risaeðlur eins og þeirra steingervingar styðja þróunarkenninguna. Það er miklu frekar að staðreyndirnar passa betur við sögu Biblíunni og hérna er farið yfir þetta efni.


Duane T. Gish deyr

Eins og Darwin eða Þróunarkenningin hafði Thomas Huxley sem sinn "bulldog" sem barðist fyrir kenningunni þá hafa sköpunarsinnar haft Duane T. Gish sem sinn bolabít.  Með doktors gráðu í lífefnafræði frá UC Berkley þá byrjaði hann að rökræða sköpun þróun í kringum 1970. Hérna er grein um Duance Gish, sjá: Remembering Dr. Duane T. Gish, Creation's 'Bulldog' 

Hérna fyrir neðan eru nokkur youtube myndbönd þar sem Duane Gish fjallar um sköpun þróun.


Kamel dýr finnst á Norðurpólnum

kamelsSteingervingar af stóri tegund af kameldýri fannst norðan verðu í Kanada. Þessi steingervingur hafði líka mjúkar líkamsleifar.

Hvað var dýrategund sem er þekkt sem dýr sem lifir í eyðimörkinni var að gera þarna?  Fréttin af þessu frá BBC ( Giant camel fossil found in Arctic ) sagði frá 30 brotum af legg beinum kamel dýra sem fannst á "Ellesmere Island". Sum af þeim höfðu "collagen" þótt að þau voru aldursgreind sem 3.5 miljón ára gömul.

 Þróunarsinnar trúa að elstu steingervingarnir af kamel dýrum eru 45 miljón ára gömul en að finna kamel dýr svona langt norður kom alveg flatt upp á þá.  Þessi fornu kamel dýr virðast hafa verið um 30% stærri en þessi dýr eru í dag en dýr í fortíðinni virðast ótrúlega oft hafa verið stærri en þau eru í dag. Það passar vel við sköpun, að í upphafi hafi dýrin verið öflugri, stærri og sterkari en síðan hafa þau hnignað. Það passar líka við okkar rannsóknir á okkar eigin DNA, sjá: Erfðafræðin segir að mannkynið getur ekki verið meira en hundrað þúsund ára gamalt

Lítið að sjá af þróun þarna, eina sem við sjáum er að dýrin voru stærri í gamla daga. Við sjáum kamel dýr bara birtast sem tegund og haldast nokkuð óbreytt til dagsins í dag, akkúrat það sem maður býst við að sjá ef að sköpun er sönn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband