Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Fávitar eða snillingar?

Endalaust tal um dauða, hefnd og morð gera það að verkum að mig langar að flokka þessa gaura sem algjöra fávita. Þrátt fyrir það þá er ég líklegast einn af þeirra aðal aðdáendum alveg frá því ég var fimmtán sextán ára. Þegar kemur að tónlist þá eru þeir einfaldlega snillingar.  Ekki alveg tónlist fyrir alla, svo mikið er víst og alls ekki kristileg. Ef ég hefði ekki kynnst þeim þegar ég tók mína kristnu trú ekkert voðalega alvarlega þá hefði ég örugglega aldrei byrjað að hlusta á þá.

Þannig að svona fréttir eru mjög sorglegar þegar einhver deyr sem manni þykir nærri því bara vænt um vegna þess að maður er búinn að "þekkja" viðkomandi í stóran hluta ævinnar. Enn frekar er tilfinningin ekki góð þar sem ég hef mjög litla von um að Scott Columbus muni öðlast eilíft líf en sannarlega vona það. Náttúrulega, sá sem vonar að önnur manneskja mun ekki öðlast eilíft líf er í alvarlegri hættu sjálf þar sem eitthvað mikið vantar upp á náungakærleik viðkomandi.

Langar að enda þetta á setningu úr lagi með þeim sem mér þykir alveg frábær.

Manowar - Master of the Wind
And for any day that stings
Two better days it brings
Nothing is as bad as it seems


mbl.is Fyrrum trymbill Manowar látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illskan og þróunarkenningin

see no-evil-skels2Þegar við skoðum náttúruna þá sjáum við margt sem kemur okkur fyrir sjónir sem illska. Við samt ásökum ekki ljónið um illsku þegar það veiðir antilópu eða þegar kónguló veiðir flugu. Ef að þú værir á gangi og þú hrasar um stein þá reiðist maður ekki steininum fyrir að hafa fellt sig en ef maður setur fótinn fyrir þig og jafnvel þótt þú hrasar ekki þá muntu samt reiðast manninum fyrir að hafa reynt að fella þig. 

Við gerum siðferðiskröfur til fólks sem við gerum ekki til dýra eða dauðra hluta og ég tel mjög áhugavert að velta því fyrir sér af hverju svo er.

Þegar maður les um einstakling eins og Eichmann og hvernig hans takmark var að drepa eins mikið af fólki og hann gat þá blasir við manni illska sem á sér ekki hliðstæðu í náttúrunni.  Hvernig fara þróunarsinnar að útskýra af hverju við mennirnir erum eina dýrategundin sem virðist geta sokkið svona lágt og orðið svona grimm?

Tengt þessu þá vil ég benda á þessa grein hérna: Ravi Zacharias um illskuna og hvernig W. H. Auden komst til trúar á Krist


mbl.is Sá eftir að hafa ekki drepið fleiri gyðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þeirra siðferði verra en okkar?

Hérna fjallar John Lennox, stærðfræðingur frá Harvard um siðferði og sérstaklega hvort að guðleysingjar eða þróunarsinnar hafi grundvöll fyrir siðferði.

Atheism and morality from CPX on Vimeo.


mbl.is Tveir starfsmenn hálshöggnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 802793

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband