Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Af hverju allt öðru vísi viðbrögð í Sýrlandi en í Líbíu?

syria-world-newsÞað virðist vera nokkuð ljóst að stjórnvöld í Sýrlandi eru að drepa þegna sína; ég hef að minnsta kosti ekki heyrt neinn mótmæla því. Viðbrögðin eru aftur á móti allt öðru vísi en í Líbíu þegar menn voru gripnir aftur og aftur að lygum varðandi meintar árásir stjórnvalda á almenna borgara. Þá fóru menn beint í að gera árás en í þessu tilviki þá eftir langan tíma þá er rétt verið að semja um að senda eftirlitssveitir inn í landið.

Þessi mismunandi viðbrögð valda mér heilabrotum og í rauninni staðfestir enn betur mína tilfinningu að Líbíu dæmið var argasti stríðsglæpur af hendi Nató.

Hvað segið þið, hvaða tilfinningu hafið þið gagnvart þessu?


mbl.is Sýrlendingar svara í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líknarfélagið Alfa

Líknarfélagið Alfa hefur í mörg mörg ár hjálpað fjölskyldum til að halda gleðileg jól og aldrei hefur verið leitað meira til þess en þetta árið.

Þannig að ef þú ert aflögufær þá getur þú hjálpað fátækum íslenskum fjölskyldum að halda jól með því að leggja inn á reikning Líknarfélagsins Alfa.

Reikningsnúmer. 130-26-5929

Kennitala: 410169-5929


mbl.is Vantar fleiri jólagjafir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Christopher Hitchens látinn ( 1949-2011 )

christopher-hitchens.jpgChristopher Hitchens hafði í lægri hlut í baráttuna við krabbamein þann 15 desember, aðeins 62 ára gamall. Sem rithöfundur og fréttamaður öðlaðist Hitchens frægð sem maður sem barðist fyrir sínum hugsjónum og sú sem var mest áberandi var hans guðleysi.  Mælskur með flotta rödd gerði Hitchens að öflugum mótherja í rökræðum en það er hægt að finna margar þannig á netinu. Ólíkt flestum guðleysisngjum sem ég kannast við þá var Hitchens á móti fóstureyðingum.

Hans sýn á kristni var mjög neikvæð, gott dæmi er viðtal við Todd Friel en í því benti Hitchens á hve óréttlát og ókærleiksrík hugmyndin um helvíti er, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=EZB0lLIcXIA  Svakalega langaði mig að fá að tala við Hitchens þegar ég hlustaði á þetta og útskýra fyrir honum hvað Biblían segir um helvíti og hvernig þetta er aðeins heiðin hugmynd sem því miður hefur læðst inn í margar kirkjur.

Þrátt fyrir andúð á kristni þá sýndi Hitchens þeim sem báðu fyrir honum virðingu.  Mér líkaði alltaf vel við Hitchens og vona að hann hafi sæst við Guð áður en hann dó. Að Hitchens hafi iðrast og sett sina von á Krist virkar ekki líklegt en það eru engin lög sem banni manni að vona. Það væri að minnsta kosti mikil upplifun að fá að spjalla við hann á himnum.

Langar að benda á fallega grein eftir David Berlinski um Hitchens, sjá: A Flower of Chivalry: Berlinski on Hitchens, 1949-2011

Síðan Hitchens að rökræða við William Lane Craig


ADRA - innsöfnun fyrir börn í Kambódíu

ADRASíðasta sunnudag þá tók ég þátt í innsöfnun ADRA sem er hjálparstarf aðventista. ADRA er með stærstu einka hjálparsamtökum heims og starfa í 125 löndum. Til að gefa smá hugmynd um stærðargráðuna þá árið 2004 þá aðstoðaði ADRA 24 miljónir manna með meira en 159.000.000 dollara.

Ég get ekki neitað því að ég er stoltur af ADRA, finnst þetta frábært starf. Eitt sem ég er t.d. ánægður með er að nærri allt starf ADRA er byggt á sjálfboðavinnu sem þýðir að nærri því allt sem gefið er rennur til hjálparstarfsins eða um 90%. Krakkarnir sem eru að ganga í hús þessa dagana fá t.d. engan pening fyrir það svo endilega ef einhver þeirra bankar upp á hjá þér þá taktu vel á móti þeim.

Verkefnið sem núna er verið að safna fyrir er til að hjálpa börnum í Kambódíu og sporna við mannsali á þeim. Við tölum um að það sé kreppa hérna á Íslandi en það virkar óskaplega eigingjarnt því það er ekki eins og fólk á Íslandi er að selja börnin sín til að geta lifað af. Samt sem áður þá renna 20% af því sem safnað er til hjálparstarfsins Alfa sem hjálpar fjölskyldum á Íslandi því það er líka fólk á Íslandi sem þarf á hjálp að halda.

Það var skemmtileg reynsla að ganga svona í hús og biðja fólk um að styrkja starfið. Lang flestir tóku vel á móti manni og það safnaðist heilmikið. Alltaf inn á milli fólk sem maður var greinilega að trufla og margir þreyttir á öllum þessum söfnunum sem er alveg skiljanlegt. Maður verður auðvitað að velja og hafna. Samt, þegar maður velti fyrir sér eymdinni sem þessi börn glíma við þá virkaði ríkidæmið sem maður sá virkilega ógeðfellt og manns eigið dekur fyrir sjálfan sig virkaði frekar andstyggilegt.

Hérna er síða sem svarar helstu spurningum um ADRA: http://www.adra.org/site/PageNavigator/about_us/faqs_donor

Fyrir þá sem vilja styrkja ADRA þá geta þeir millifært á reikning ADRA: Kt. 410169-2589 Banki 101 - Höfuðbók 26 - Reikningsnúmer 130


mbl.is Mansal upprætt í tælenskum ferðamannabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg eins og Bal tilbiðjendur gerðu

800px-Washington_Allston_001Þessi frétt minnir mig á sögu í Gamla Testamentinu um spámanninn Elía og hans glímu við spámenn Baals. Sviðið er að mikið fráhvarf hefur orðið í Ísrael, kongurinn giftist konunni Jesebelar sem leiddi hann í Baalsdýrkun ásamt því sem því fylgdi.  Jesebel gerði sitt besta til að drepa Elía en tókst ekki. Þegar hérna er komið í sögunni þá hefur Guð lagt mikinn þurrk á landið og Akab kongur og Jesebel kenna Elía um ástandið og vilja drepa hann til að losa landið undan plágunni.

Ástæðan fyrir því að þetta minnir mig á þá sögu er að í sögunni þá lemja spámenn Baals sig til blóðs til að reyna að fá guð sinn til að hlusta á sig.  Eitthvað segir mér að þetta er ekki tilviljun. Hérna er atburðurinn þar sem Elía mætir spámönnum Bals.

1. Konungsbók 18
6
Síðan skiptu þeir með sér landinu til yfirferðar. Akab fór einn sér í aðra áttina, og Óbadía fór einn sér í hina áttina.
7En er Óbadía var á leiðinni, sjá, þá mætti Elía honum. Og er hann þekkti hann, féll hann fram á ásjónu sína og mælti: "Ert það þú, herra minn Elía?"
8Hann svaraði honum: "Er ég víst. Far og seg herra þínum: Elía er hér!"
9En Óbadía mælti: "Hvað hefi ég misgjört, er þú vilt selja þjón þinn í hendur Akab, svo að hann drepi mig?
10Svo sannarlega sem Drottinn, Guð þinn, lifir, er engin sú þjóð til og ekkert það konungsríki, að herra minn hafi ekki sent þangað til þess að leita þín, og ef sagt var: ,Hann er hér ekki!` þá lét hann konungsríkið og þjóðina vinna eið að því, að enginn hefði hitt þig.
11Og þó segir þú nú: ,Far og seg herra þínum: Elía er hér!`
12En færi ég nú frá þér, þá mundi andi Drottins hrífa þig, ég veit ekki hvert, og ef ég þá kæmi til þess að segja Akab frá þessu, og hann fyndi þig ekki, þá mundi hann drepa mig, og þó hefir þjónn þinn óttast Drottin í frá barnæsku.
13Hefir ekki herra minn frétt, hvað ég gjörði, er Jesebel drap spámenn Drottins, að ég fal hundrað manns af spámönnum Drottins, sína fimmtíu manns í hvorum helli, og birgði þá upp með brauði og vatni?
14Og þó segir þú nú: ,Far og seg herra þínum: Elía er hér!` til þess að hann drepi mig."
15En Elía svaraði: "Svo sannarlega sem Drottinn allsherjar lifir, sá er ég þjóna, mun ég láta Akab sjá mig þegar í dag."
16Þá fór Óbadía til móts við Akab og sagði honum frá þessu. Fór þá Akab til fundar við Elía.
17En er Akab sá Elía, sagði Akab við hann: "Ert þú þar, skaðvaldur Ísraels?"
18Elía svaraði: "Eigi hefi ég valdið Ísrael skaða, heldur þú og ætt þín, þar sem þér hafið virt boð Drottins að vettugi og þú elt Baalana.
19En send þú nú og stefn til mín öllum Ísrael á Karmelfjalli, svo og þeim fjögur hundruð og fimmtíu Baalsspámönnum og þeim fjögur hundruð Aséruspámönnum, er eta við borð Jesebelar."
20Þá sendi Akab út á meðal allra Ísraelsmanna og stefndi spámönnunum til Karmelfjalls.
21Þá gekk Elía fram fyrir allan lýðinn og mælti: "Hversu lengi ætlið þér að haltra til beggja hliða? Sé Drottinn hinn sanni Guð, þá fylgið honum, en ef Baal er það, þá fylgið honum." En lýðurinn svaraði honum engu orði.
22Þá mælti Elía til lýðsins: "Ég er einn eftir af spámönnum Drottins, en spámenn Baals eru fjögur hundruð og fimmtíu.
23Fáið oss nú tvö naut. Skulu Baalsspámenn velja sér annað nautið og hluta það sundur og leggja á viðinn, en leggja eigi eld að, en ég mun fórna hinu nautinu og leggja á viðinn, en leggja eigi eld að.
24Ákallið síðan nafn yðar guðs, en ég mun ákalla nafn Drottins. Sá guð, sem svarar með eldi, er hinn sanni Guð." Þá svaraði allur lýðurinn og sagði: "Þetta er vel mælt."
25Þá sagði Elía við spámenn Baals: "Veljið yður nú annað nautið og fórnið fyrst, því að þér eruð svo margir, og ákallið nafn yðar guðs, en leggið eigi eld að."
26Þá tóku þeir nautið og fórnuðu því og ákölluðu nafn Baals frá morgni og til hádegis og sögðu: "Baal, svara þú oss!" En þar var steinhljóð og ekkert svar. Og þeir höltruðu kringum altarið, sem þeir höfðu gjört.
27En er komið var hádegi, tók Elía að gjöra gys að þeim og mælti: "Kallið hárri röddu, því að hann er guð. Hann er hugsi, eða hefir brugðið sér burt, eða er farinn í ferð. Ef til vill er hann sofnaður og verður fyrst að vakna."
28En þeir kölluðu hárri röddu og ristu á sig skinnsprettur að sínum sið með sverðum og spjótum, uns þeim blæddi.
29En er komið var fram yfir hádegi, komust þeir í guðmóð, þar til bera átti fram matfórnina. En þar var steinhljóð og ekkert svar og engin áheyrn.
30Þá sagði Elía við allan lýðinn: "Gangið hingað til mín!" Og allur lýðurinn gekk til hans. Þá reisti hann við altari Drottins, er niður hafði verið rifið.
31Og Elía tók tólf steina, eftir ættkvíslatölu sona Jakobs _ þess manns er orð Drottins hafði komið til, svolátandi: ,Ísrael skalt þú heita!` _
32og reisti af steinunum altari í nafni Drottins og gjörði skurð umhverfis altarið, á stærð við reit, er í fara tvær seur útsæðis.
33Síðan lagði hann viðinn á altarið, hlutaði sundur nautið og lagði það ofan á viðinn.
34Því næst mælti hann: "Fyllið fjórar skjólur með vatni og hellið yfir brennifórnina og viðinn." Þeir
jörðu svo. Þá mælti hann: "Gjörið það aftur." Og þeir gjörðu það aftur. Og enn mælti hann: "Gjörið það í þriðja sinn." Og þeir gjörðu það í þriðja sinn.
35Og vatnið rann allt í kringum altarið. Jafnvel skurðinn fyllti hann vatni.
36En í það mund, er matfórnina skyldi fram bera, gekk Elía spámaður fram og mælti: "Drottinn, Guð Abrahams, Ísaks og Ísraels! Lát í dag kunnugt verða, að þú ert Guð í Ísrael og ég þjónn þinn og að ég hefi gjört alla þessa hluti að þínu boði.
37Bænheyr mig, Drottinn! Bænheyr mig, að lýður þessi megi komast að raun um, að þú, Drottinn, ert hinn sanni Guð, og að þú snýrð aftur hjörtum þeirra."
38Þá féll eldur Drottins niður og eyddi brennifórninni, viðnum, steinunum og grassverðinum, og vatnið í skurðinum þurrkaði hann einnig upp.
39Og er allur lýðurinn sá það, féllu þeir fram á ásjónur sínar og sögðu: "Drottinn er hinn sanni Guð, Drottinn er hinn sanni Guð!"
40En Elía sagði við þá: "Takið höndum spámenn Baals. Látið engan þeirra komast undan!" Og þeir handtóku þá, og Elía fór með þá niður að Kísonlæk og banaði þeim þar.


mbl.is Húðstrýkja sig fyrir trúna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru góð skilyrði nóg fyrir tilvist lífs?

Aftur og aftur koma svona fréttir sem láta sem svo að ef við finnum stað í geimnum þar sem er vatn og ágæt skilyrði að þar hljóti að vera líf. Eins og að líf myndist af náttúrulegum orsökum ef að bara skilyrðin séu fyrir hendi. Þessir fáránlegu óróar eru ekki byggðir á alvöru vísindum heldur guðleysis heimsýninni.

Ímyndaðu þér að eitt atóm í alheiminum væri sérstaklega merkt, hverjar væru líkurnar á því að senda blindan mann í geimflug og hann ætti að leita að þessu atómi en hann fengi aðeins eina tilraun. Hvað værir þú til í að veðja miklu á að hann finndi rétta atómið í fyrstu tilraun?  Myndir þú veðja lífi þínu á að hann myndi finna rétta atómið í fyrstu tilraun?  Ég trúi því að þeir sem hafna fyrirgefningu Guðs og Hans lögum eru að gera akkúrat það.

Talan sem eðlisfræðingar nota yfir fjölda atóma í alheiminum er 10^80 en líkurnar á því að eitt meðal prótein myndist fyrir tilviljun eru 20^200.  Meðal lengd á próteini er tvö hundruð amínósýrur og til að prótein sé nothæft þá þarf að raða þessum tvö hundruð amínósýrum í rétta röð. Þannig að í rauninni eru líkurnar miklu minni að nothæft prótein myndist fyrir tilviljun en að finna eitt ákveðið atóm í alheiminum fyrir tilviljun.

Nokkrir punktar sem ég tel að þurfi að hafa í huga varðandi þetta:

  • Minnsta eining lífs þarf margar tegundir af próteinum og helling af hverju og hvert þeirra þarf að vera í ákveðni röð til að mynda þau tæki og tól sem lífið þarf á að halda. Eins og t.d. þennan ótrúlega mótor hérna: Myndbandið sem sannar vitræna hönnun
  • Þarna er sleppt þeim efnafræði vandamálum sem eru við að mynda amínósýrur en þau eru ótal mörg, sjá: Can Natural Processes Explain the Origin of Life?
  • Annað vandamál með myndun amínósýra: Origin of life: the chirality problem
  • Síðan vantar allt það gífurlega magn af upplýsingum til að búa til þá ótrúlegu vél sem fruman er, það þarf að verða líka til fyrir tilviljun.  Hérna er ágæt lýsing á hvers konar mál það væri að skrifa upp upplýsingarnar sem þarf til að búa til frumu:
    To grasp the reality of life as it has been revealed by molecular biology, we must magnify a cell a thousand million times until it is twenty kilometers in diameter and resembles a giant airship large enough to cover a great city like London or New York. What we would then see would be an object of unparalleled complexity and adaptive design. On the surface of the cell we would see millions of openings, like the port holes of a vast space ship, opening and closing to allow a continual stream of materials to flow in and out. If we were to enter one of these openings we would find ourselves in a world of supreme technology and bewildering complexity. ― Michael Denton, Evolution: A Theory In Crisis
  • Hérna er myndband sem sýnir dáldið af þeim undraheimi sem leynist í minnstu einingum lífs.

Þetta er síðan bara lítið brot af öllum þeim vandamálum sem þeir sem halda að lífið geti myndast fyrir tilviljun standa frammi fyrir. Fyrir mitt leiti er það ótrúverðugasta skoðun sem ég veit um.  Það þarf vitsmuni til að búa til upplýsingar og vitsmuni til að setja saman flóknar vélar, allt annað er kolrangt og óvísindalegt.

Aldrei í sögu mannkyns höfum við jafn sterk rök fyrir tilvist Guðs og það veit enginn hve langan tíma hann hefur eftir til að taka ákvörðun, viltu vinskap og frið milli þín og Guðs eða viltu að lifa án Hans og tapa himinum?


mbl.is Systurpláneta jarðar fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 802813

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband