Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Hver á þjóðkirkjuna?

hallgrimskirkja_1021213.jpgAllar þessar eignir, hver á þær?  Eru það aðeins það fólk sem er skráð í þjóðkirkjuna? Eru það kannski bara prestarnir og starfsmennirnir?  Ef að það ætti að leggja þessa kirkju niður, hvað yrði þá um eignirnar?  Yrði kirkjan sjálfstæð stofnun með gífurleg verðmæti í formi kirkna og lands?  Ef það gerðist, hver ætti þá aðgang að þessum peningum?

Bara einhverjar vangaveltur, kannski heimskulegar og ef svo er þá getur vonandi einhver frætt mig um þetta.


mbl.is Þjóðarpúlsinn á þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég fatta ekki Líkar þetta takann!

Ef maður smellir á "Líkar þetta" takkann sem er tengdur t.d. þessari frétt, hvað þýðir það eiginlega?  Líkar manni að einhver nennti að skrifa um þetta? Eða að 23 ára maður var handtekinn eða að lögmaður hans heldur því fram að hann er saklaus? 

Við sumar fréttir er þessi hnappur skiljanlegri eins og t.d. fréttin um 28,5% hækkun á gjaldskrá hitaveitunnar  Errm   Nei, kannski ekki gott dæmi nema einhver virkilega gleðst yfir þessari hækkun. Sá sem gerir það þorir örugglega ekki að sýna það.

Hérna er ein frétt sem ég væri til í að smella á "Líkar þetta", sjá: 35% fullorðinna Breta sofa með bangsa   Það er eitthvað krúttlegt við þetta :)    Svo þetta getur átt við en í flestum tilfellum finnst mér þetta mjög misvísandi.

Bara einhverjar pælingar rétt fyrir svefninn, ætti auðvitað að vera að gera eitthvað annað en að lesa mbl nú þegar hvíldardagurinn er byrjaður.

Gleðilegan hvíldardag!


mbl.is Neitar sök í morðmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með alla hina alheimina?

universe_1021017.jpgAndspænis þeirri staðreynd að lögmál alheimsins virðast vera fíntstill þannig að þau leyfi okkar tilvist þá hafa sumir guðleysingjar komið með þá hugmynd að það eru til margir alheimar.  Þegar ég fyrst heyrði þetta þá hló ég bara, mér fannst eins og enginn gæti í raun og veru meint þetta. En síðan þá hef rekist á þetta viðhorf nokkrum sinnum og það virðist vera sem svo að það er fólk sem tekur þetta virkilega alvarlega.

Gaman að vita hvort að þeir sem halda að þetta sé rétt viti um einhverjar leiðir til að rannsaka tilvist fleiri alheima. 

Vill svo til að nýleg grein fjallaði um rannsókn stjarnfræðinga sem að þeirra mati benti til þess að alheimurinn myndi þenjast út að eilífu og yrði á endanum dimmur og kaldur staður. Eins og einn vísindamannana orða þetta:

http://www.bbc.co.uk/news/science-environment-11030889
Eventually it will become a cold, dead wasteland with a temperature approaching what scientists term ‘absolute zero

Þetta er að vísu það sem margir eðlisfræðingar hafa lengi sagt en byggðu það á öðru lögmáli varmafræðinnar sem segir að nýtileg orka er alltaf að minnka í lokuðu kerfi og alheimurinn sannarlega virðist vera lokað kerfi.

Ég sé þá ekki betur en hugmyndin um marga alheima er hérna með góð rök á móti sér, það einfaldlega gengur ekki að vera að búa til nýja og nýja alheima miðað við þetta. Hvaðan ættu þeir að fá nýja orku til að byrja allt ferlið upp á nýtt?   

Nei, lang rökréttasta útskýringin er eins og svo oft áður í vísindum, hönnuður. Einhver sem hafði vilja, orku og vit til að byrja þennan alheim með sínum fínstilltu lögmálum og vitibornum verum.

Hérna er greinin um örlög alheimsins, sjá:  Fate of Universe revealed by galactic lens og


mbl.is Leyndarmál alheimsins þurfa að bíða kreppuna af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraði niðurbrots geislavirkra efna ekki fasti

atom.jpgNýleg rannsókn gerð af vísindamönnum í Stanford leiddi í ljós eitthvað mjög óvænt sem er að sólin virðist hafa áhrif á þann hraða sem geislavirk efni brotna niður í önnur efni.  Hérna er greinin: The strange case of solar flares and radioactive elements

Þegar kemur að því að mæla aldur þessara efna þá hafa menn alltaf glímt við nokkra óþekkta þætti, þætti sem eru bara ályktaðir og síðan vona menn að þeir eru réttir. Hve mikið efni var í upphafi, hvort eitthvað utan að komandi hafi bætt við efni eða tekið efni frá sýninu. Eini faktorinn sem virtist vera á hreinu var hraði þessara ferla, hve hratt þessi geislavirku efni brotna niður í önnur efni en nú benda gögnin til þess að þetta er ekki fasti.

Þetta ætti að láta hugsandi fólk efast um áreiðanleika þessara mælinga.

Þessar fréttir munu örugglega vekja mikla athygli og mikla umfjöllun næstu mánuði og það verður gaman að fylgjast með því.


Hvernig ætli það hafi verið að vera skyldur Hitler?

Hvernig ætli það sé að vera skyldmenni manns sem er flokkaður sem eitt versta illmenni sögunnar? Ef að einhverjir gyðingar vita að Hitler tilheyrði þeirra ætt þá er spurning hvort þeir hefðu áhuga á því að viðurkenna það. Það væri náttúrulega mikið áfall fyrir orðspor Hitlers að vera síðan gyðingur LoL   en ég sé ekki betur en það er mjög erfitt að vita það fyrir víst.

Í þessum pælingum rakst ég á mynd um fjölskyldu Hitlers ef einhver hefur áhuga ( ekki séð hana sjálfur )

http://www.guba.com/watch/3000094865/Hitler-s-Family-In-The-Shadow-Of-The-Dictator

 


mbl.is Hitler af gyðingaættum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitræn hönnun er vísindi

francis_bacon.jpgHvað hugtakið "vísindi" þýðir er eitthvað sem vísindamenn hafa í gegnum árhundruðin ekki verið alveg sammála um. Hin vísindalega aðferð er oftast tileinkað Francis Bacon þó að saga hinnar vísindalegu aðferðar er löng og flókin.

Í dag þá fer það eftir vísindamanninum og því sviði sem hann er að rannsaka, hvaða aðferð hann notar. Þess vegna er erfitt að tala um einhverja vísindalega aðferð því að það eru þó nokkrar til. Skoðum nokkur dæmi:

  • Sumir vísindamenn framkvæma rannsóknir á tilraunastofu en sumir gera það ekki.
  • Sumir vísindamenn þurfa að flokka og gefa hlutum og dýrum heiti og raða þessum upplýsingum á skipulegan hátt.
  • Sumir vísindamenn reyna að uppgvöta ný náttúrulögmál og reyna að skilja þau til hlítar.
  • Sumir vísindamenn reyna að álykta hvað gerðist í fortíðinni.
  • Sumir vísindamenn setja fram orsök og afleiðingu út frá því sem við sjáum í náttúrunni.
  • Sumir vísindamenn búa til módel.
  • Sumir vísindamenn rannsaka atburði í fortíðinni og reyna að útskýra þá út frá okkar þekkingu á orsök og afleiðingu í dag.
  • Sumir vísindamenn prófa sínar kenningar út frá spásagnargildi þeirra.
  • Sumir vísindamenn prófa sínar kenningar út frá því hve vel þær útskýra gögnin.
  • Sumar kenningar vísindanna er hægt að prófa beint á meðan aðrar byggjast á mis flóknum rökstuðningi.
  • Sumar kenningar vísindanna eru prófaðar með því að bera þær saman við aðrar kenningar og athugað hver af þeim útskýrir gögnin best og spáir betur fyrir um hið ókannaða.

Ég er örugglega að gleyma einhverju en punkturinn er einfaldur, aðferðirnar eru margar og mismunandi sem flækir málið þegar kemur að því að greina, hvað er vísindi og hvað ekki út frá hinni vísindalegu aðferð.

Það sem sameinar allar þessar aðferðir er þekkingar leitin, tilraunir til að öðlast meiri sannleika á þeim heimi sem við búum í. Allt sem kemur í veg fyrir þetta sameiginlega markmið, þ.e.a.s. að öðlast meiri sannleika hlýtur að vera í andstöðu við kjarna vísinda.

En þá kemur að vitrænni hönnun og af hverju hún er vísindi.

1. Byggt á rannsakanlegum gögnum

flagellum_motor.pngGögnin sem þeir sem aðhyllist vitræna hönnun eru rannsakanleg af öllum sem hafa áhuga. Þetta eru gögn eins og t.d. stafrænn forritunarkóði í frumum, óeinfaldanlegar vélar í náttúrunni og kambríum sprengingin í setlögunum og fín stilling náttúrulögmálanna. 

Andstæðingar Vitrænnar hönnunar geta verið ósammála niðurstöðu þeirra sem aðhyllist Vitræna hönnun en þeir geta ekki neitað að þetta eru gögn og rökréttar ályktanir út frá þeim. Þeir sem héldu því fram að sólin og pláneturnar snérist um kringum jörðina vísuðu í hreyfingu þessara hluta til að færa rök fyrir þeirra kenningu og að hluta til pössuðu gögnin við kenninguna svo þarna var um að ræða vísindalega kenningu þó að hún reyndist röng því það kom sólmiðjukenningin sem útskýrði gögnin enn betur.

Tökum t.d. Alfred Wallace, sá sem kom fram með þróunarkenninguna ásamt Darwin, hann var ekki kristinn en hann samt hélt að lífið og mannkynið hefði verið skapað út frá staðreyndunum, sjá:  Alfred Russel Wallace, Co-Discoverer of Evolution by Natural Selection -- and "Creationist"

Þannig að Vitræn hönnun er kenning til að hvernig rannsakanlegir hlutir í náttúrunni urðu til og sú ráðgáta er sannarlega eitthvað sem vísindin glíma við.

2. Þeir sem aðhyllist Vitræna hönnun nota hina vísindalegu aðferð

william-dembski.jpgEitt sem vísindamenn sem aðhyllist Vitræna hönnun gera er að rannsaka náttúruna. Rannsaka t.d. eitthvað af þeim flóknu vélum sem eru í náttúrunni og finna út hvort hún er óeinfaldanleg eða ekki. Til að gera það þá er einhver hluti hennar fjarlægður og ef að vélin hættir að virka þá er hún óeinfaldanleg með tilliti til þessa hlutar.

Önnur aðferð kemur frá stærðfræðinginum William Dembski sem er kölluð "Design Inference" sem snýst um að greina hvað náttúrulegir ferlar geta gert, hvað tilviljanir geta gert og hvað þarf vitræna vera til að gera, sjá: http://www.designinference.com/  Þarna hefur Dembski sett fram vísindalega aðferð til að greina áhrif vitsmuna frá náttúrulegum ferlum.

3. Vitræn hönnun er prófanleg

Eins og aðrar kenningar sem snúast um að útskýra atburði sem gerðust í fortíðinni þá er Vitræn hönnun prófanleg með því að bera saman útskýringar afl hennar við aðrar kenningar.  Charles Lyel notaði þessa aðferð í jarðfræðinni og Darwin notaði þessa aðferð í "Uppruni tegundanna". Vitræn hönnun t.d. útskýrir betur uppruna upplýsinga og upplýsingakerfa í frumum betur en aðrar kenningar sem vísa aðeins til náttúrulegra afla en ekki vitsmuna. Ástæðan fyrir því að hún útskýrir þetta betur er vegna okkar þekkingu á orsök og afleiðingu í okkar heimi í dag. Við sem vitrænir hönnuðir höfum notað okkar vitsmuni til að búa til upplýsingar og sett saman upplýsingakerfi eins og tölvuna sem þú ert að nota til að lesa þetta.

Þegar kemur að því að útskýra uppruna einhvers þá þarf maður að geta vísað í þekkt dæmi um eitthvað sem getur orsakað viðkomandi hlut. Jarðfræðingar t.d. útskýra margt í jarðfræðinni út frá því sem þeir hafa lært varðandi orsök og afleiðingu í gegnum rannsóknir.  Jarðfræðingur vísar ekki til jarðskjálfta til að útskýra samansafn af ösku því að jarðskjálftar orsaka ekki saman safn af ösku en eldgos eru þekkt fyrir að orsaka slíkt svo þegar jarðfræðingar finna saman safn af ösku þá álykta þeir byggt á þeirri þekkingu á orsök og afleiðingu að eldgos hafi orsakað öskuna.

Þannig að þegar kemur að útskýra upplýsingar í formi stafræns kóða í minnstu einingum lífs og vélar sem vinna úr þeim upplýsingum þá þarf vísindaleg kenning að geta vísað til dæmis sem er þekkt til að útskýra svona hluti. Í dag þá eru vitsmunir það eina sem við vitum um sem getur orsakað upplýsingar og upplýsingakerfi svo eins og staðan er í dag þá er Vitræn hönnun besta útskýringin á uppruna DNA og vélanna sem vinna úr þeim upplýsingum sem þar er að finna.

4. Vitræn hönnun spáir fyrir um útkomu frekari rannsókna

junk_dna_full.jpgÞó að kenningar sem snúast um atburði fortíðar gera sjaldnast spár um framtíðar rannsóknum þá gerir Vitræn hönnun það. Þetta gerir það að verkum að hægt er að bera saman spár Vitrænnar hönnunar við spár aðra kenninga og hvernig hefur gengið.  Slíkt dæmi er drasl DNA hugmyndin. Út frá Vitrænni hönnun spáðu vísindamenn að DNA ætti ekki að vera fullt af drasli á meðan andstæðingar hennar héldu því fram að DNA væri fullt af drasli, alveg eins og þeir bjuggust við. Það kemur ekki á óvart þar sem þeir halda að tilviljanakenndar stökkbreytingar bjuggu til þessar upplýsingar og þar af leiðandi rökrétt að megnið af DNA væri drasl. Þeir sem spáðu fyrir um drasl DNA voru menn eins og Michael Shermer, Kenneth Mille og Philip Kitcher.  Aftur á móti þá gerðu vísindamenn sem aðhyllast Vitræna hönnun eins og William Dembski þá spá að drasl DNA kenningin myndi reynast röng. Árið 1998 þá sagði Dembski "On an evolutionary view we expect a lot of useless DNA. If, on the other hand, organisms are designed, we expect DNA, as much as possible, to exhibit function".  Rannsóknir síðustu ára hafa staðfest að þau svæði sem voru flokkuð sem drasl þjóna mjög mikilvægu hlutverki sem hrekur drasl DNA hugmyndina.

5.  Vitræn hönnun glímir við ákveðna spurningu í líffræðinni

nature.jpgVísindamenn hafa í gegnum aldirnar séð ummerki hönnunar í lífverum. Hvort sem um er að ræða Darwin, Richard Dawkins, Francisco Ayala eða Richard Lewontin þá viðurkenna þeir allir að náttúruan lítur út fyrir að vera hönnuð. Þeir aftur á móti telja að þetta er tálsýn og að tilviljanir og náttúruval geti útskýrt þetta. Í Uppruni tegundanna þá reyndi Darwin að sýna fram á að náttúruval hefði sömu sköpunarhæfileika. Með því að gera það þá reyndi Darwin að svara rökum William Paleys í bók hans Natural Theology sem var kennd í mörgum háskólum á þessum tíma. Aleksandr Oparin sömuleiðis reyndi að útskýra hina sýnilegu hönnun í frumum með aðeins náttúrulegum ferlum.  Svo spurningin, er hönnun í líffræði aðeins tálsýn eða raunveruleg vísindaleg spurning sem aðeins tveir valmöguleikar koma til greina.  Ef að spurningin "er hönnunin tálsýn eða ekki" er vísindaleg spurning þá hljóta bæði svörin að vera vísindaleg svör. Eina spurningin er, hvort er líklegra rétt miðað við gögnin.

7. Peer reviewed greinar hafa verið gefnar út til stuðnings Vitrænnar hönnunar

Þó nokkrar peer reviewed greinar hafa verið gerðar þar sem Vitræn hönnun er rökstudd, sjá: http://www.discovery.org/a/2640

Mótrök

Vitræn hönnun er bara "Guð gerði það".

Vitræn hönnun segir ekkert um hver hönnuðurinn er. Það er einfaldlega önnur spurning hver hönnuðurinn er. Hvort hönnuðurinn er yfirnáttúrulegur eða náttúruleg geimvera er eitthvað sem Vitræn hönnun segir að við getum ekki séð út frá gögnunum.

Ef að við fyndum tölvubúnað á fjarlægri plánetu þá myndum við hiklaust álykta að einhverjar vitrænar verur hefðu búið búnaðinn til. Við tækjum ekki í mál að hafna þeirri ályktun af því að einhver héldi því fram að þessar verur væru yfirnáttúrulegar og þess vegna væri þessi ályktun óvísindaleg. SETI verkefnið gengur út á akkúrat þetta, finna vitrænar verur út í geimnum og algjörlega útilokað að ef við fyndum gögn sem benda til vitræns lífs að guðleysingjar myndu hafna þeim gögnum af því að við getum ekki rannsakað þær lífverur eða útskýrt hvernig þær urðu til.

Michael Behe gerði grein þar sem hann svarar svona mótrökum, endilega lesið hana áður en þið komið með samskonar mótrök, sjá: http://www.discovery.org/scripts/viewDB/filesDB-download.php?command=download&id=697

Niðurstaðan er hiklaust sú að Vitræn hönnun er vísindi.

 


Burt með alla þessa bæjarstjóra!

Ok, ekki alveg alla en hvað er í gangi á þessu landi okkar?  Er virkilega þörf á hálaunuðum bæjarstjóra í bæ sem búa í 900 manns?  Þessi stjórnsýsla okkar er alveg fáránlega mikil og líklegast ekki þörf á nema 5% af öllum þessum bæjarfulltrúum og bæjarstjórum.

Auðvitað þurfa að vera bæjarstjórar en myndi ekki duga að hafa einn yfir höfuðborgarsvæðinu, einn yfir suðurlandi og svo framvegis?  

Kannski er ég úti að aka í þessum röfli mínu, hvað segið þið?


mbl.is Með svipuð laun og borgarstjórinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grímur og Guð

Ímyndaðu þér að þú ferðast til þorps í fjarlægu landi. Sirka hundrað manns búa þarna og þegar þú byrjar að kynnast fólkinu þá heyrir þú um mann sem kallast Grímur. Fólk talar um kynni sín af Grími og hvernig hann er. Eftir mánaðar dvöl í þorpinu áttar þú þig á því að af 100 manns í þorpinu þá segjast 99 þekkja Grím en það er einn maður sem segist ekki trúa því að Grímur er til.  Þetta vekur áhuga þinn og þú ákveður að spjalla við þennan mann.  Þú spyrð hann "af hverju trúir þú ekki að Grímur sé til?"  Maðurinn svarar "ég hef aldrei hitt þennan Grím og ekki séð neinar sannanir fyrir tilvist hans".  Þú spyrð "er ekki bara möguleiki að þú hefur aldrei hitt hann?".  Nei segir maðurinn, "hann er ekki til. Þangað til ég fæ alvöru sannanir fyrir tilvist hans þá getur hann ekki verið til". Þú spyrð "Hvað með allt fólkið sem segist hafa hitt hann, er allt þorpið að ljúga?".  Hann muldrar eitthvað sem þú skilur ekki og þú ákveður að láta þetta duga í bili.

 

Það er nokkvurn veginn svona sem ég sé guðleysi. Þeir trúa ekki vitnisburði þeirra sem hafa reynslu af Guði, þeir trúa ekki sínum eigin augum þegar þeir skoða hönnunina í náttúrunni og fleira í þeim dúr.

Læt hér fylgja með "The Dawkins delusion"


Lexían af Idu

Það er dáldið fyndið að þróunarsinnar tala um að þessi trú þeirra er jafn sönnuð og þyngdaraflið en samt þegar þeir finna einhver beinbrot sem þeir halda að sé eitthvað sem styður trú þeirra þá fagna þeir með miklum látum. Af hverju að fagna þegar þú finnur eitthvað sem styður trú þína ef hún var sama sem sönnuð fyrir fundinn?  

Hérna er skemmtilegt myndband sem fjallar um hvað við lærðum af steingervinginum Idu og hvernig þróunarsinnar brugðust við. Titillinn myndbandsins er "Ida" - THE MISSING LINK OR MISSING SCIENCE? - Evolution is falling apart at the seams!"

 

 


Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband