Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Genesis

Virkilega skemmtilegt myndband sem sýnir í grófum dráttum hvernig barn verður til.


Hver skapaði þá Guð?

creation_week.jpgÞegar þróunarsinnar hafa engin mótrök gagnvart rökunum um hönnun þá grípa þeir til þess örþrifa ráðs og spyrja "hver skapaði þá Guð"?  Dæmi um ótrúlega hönnun í náttúrunni eru svo mörg að það er oft sem gripið er til þessara spurningar. Þetta voru meira að segja þau rök sem Dawkins kallaði „grundvallarröksemdafærslu" í bókinni "The God Delusion".

Þó að þessi spurning er alveg gild sem slík þá er hún ekki alvöru mótrök gegn hönnun. Ímyndaðu þér að eitt af okkar geimförum sem er að kanna geiminn fyndi tölvubúnað á Plútó. Allir íbúar jarðarinnar, guðleysingjar þar með taldir myndu álykta réttilega að þessi tölvubúnaður var hannaður.  Hver myndi þá segja að það væri ekki hægt að álykta að þetta væri hannað vegna þess að þá værir Þú ekki búinn að svara neinu þar sem þú vissir ekki hver hönnuðurinn væri eða hver hannaði hönnuðinn?  Líklegast myndi einhver koma með þessa vitleysu en ég get ekki ímyndað mér að margir myndu taka undir.

Alveg eins og með tölvubúnað á Plútó og með lífið á jörðinni þá er ályktunin að lífið var hannað rökrétt ályktun miðað við staðreyndirnar.   Hver hannaði lífið er alveg gild spurning en hún gildir ekki sem mótrök gegn hönnun.  Mitt svar við þessari spurningu er Guð hannaði lífið og ég viðurkenni mæta vel að það er mín trú og ég er alveg sáttur við það, þar sem sú trú er í samræmi við gögnin. Að mínu mati þá hafa allir þeir sem skoðun á stóru trúarlegu spurningum lífs trú, það besta sem við getum gert er að reyna að láta þá trú vera í samræmi við þá þekkingu sem við höfum á heiminum.

Ég rökræddi þessa hluti stuttlega við bloggarann Ketil, forvitnir gætu haft gaman af, sjá: http://ketill.visindin.is/trui-a-visindi/    Skemmtileg síða hjá honum og ég hafði gaman að skoða nokkrar greinar þó að ég hafi aðra sýn á þessi mál en hann.


How To Be An Intellectually Fulfilled Atheist - Not

Hérna er fyrirlestur þar sem William Demski fjallar um af hverju kenning Darwins gerir manni ekki kleyft að vera "intellectually fulfilled" guðleysingi. Tillögur að íslenskri þýðingu vel þegnar. En þessi setning kemur frá Dawkins en hann sagði að Darwin hefði gert guðleysi að vitrænum valmöguleika en hann var það ekki fyrir tíma Darwins. Demski og ég erum á því að guðleysi er ekki vitrænn valmöguleiki í dag og hérna útskýrir Demski af hverju.

 

 


William Dembski - University of Oklahoma

william_demski.jpgWilliam Demski er einn af þeim sem hefur lagt mikið af mörkum til að setja fram Vitræna hönnun á vísindalegan hátt. Hann er með doktors gráðu í stærðfræði frá MIT, í eðlisfræði frá University of Chicago og í tölvunarfræði frá Princeton svo fátt eitt sé nefnt. Svo augljóslega er hann einhver sem maður hefur ástæðu til að taka alvarlega.

Demski heldur úti vef sem fjallar um þessi málefni, Vitræna hönnun og þróunarkenninguna sem heitir eftir bók sem hann skrifaði: http://www.designinference.com/

Mig langar að benda á skemmtilegan fyrirlestur sem hann hélt í háskólanum í Oklahoma:

1. hluti:  http://video.google.com/videoplay?docid=-6646238627774515357#

2. hluti: http://video.google.com/videoplay?docid=-6646238627774515357#docid=6792799887070111729

3. hluti: http://video.google.com/videoplay?docid=781542007959024438#

4. hluti: http://video.google.com/videoplay?docid=-7754930969863150790#

5. hluti: http://video.google.com/videoplay?docid=2478166136956232862#


Ranghugmyndin um Guð

ranghugmyndin.jpgÞað kom mér á óvart þegar ég heyrði fréttir af því að einhver hefði nennt að þýða bók Richard Dawkins "The God Delusion" eða "Ranghugmyndin um Guð". Málið er að jafnvel fólk sem er í raun sammála Dawkins finnst bókin léleg og sýna aðeins slæma fræðimennsku af Dawkins.

Michael Ruse, heimspekingur og þróunarsinni sagði t.d. þetta um "The God delusion"

Michael Ruse
I am just as critical of this book as of the work of Intelligent Design authors like Michael Behe, despite the fact that I, as an agnostic, am closer to Dawkins, and 99% in agreement with his conclusion. But this book is stupid, politically disastrous and bad academics. If someone spoke about biology and evolution as he does on theology Dawkins would react without mercy.

Maður að nafni Terry Eagleton sem er prófessor við háskólann "National University of Ireland" sagði þetta um bókina:

Terry Eagleton
Imagine someone holding forth on biology whose only knowledge of the subject is the Book of British Birds, and you have a rough idea of what it feels like to read Richard Dawkins on theology
...
does he imagine like a bumptious young barriester that you can defeat the opposition while being complacently ignorant of it's toughest case? Dawkins, it appears, has sometimes been told by theologians that he sets up straw men only to bowl them over, a charge he rebuts in this book, but if The God Delusion is anything to go by, they are absolutly right.

John Lennox rökræddi við Dawkins um þessa bók hans, mjög skemmtilegt að sjá Lennox taka Dawkins í nefið, sjá: The God Delusion Debate

Langar síðan að enda á að benda á myndband þar sem William Lane Craig rökræðir þetta atriði, þ.e.a.s. hvort að Guð sé ranghugmynd.

 

 


Samband hins kristna við Biblíuna

manuscript.jpgFyrir gyðinga var Gamla Testamentið orð Guðs, þeim sem þjóðinn hafði verið treyst fyrir. Þjóðin trúði því að með því að fylgja lögmálinu þá myndi Guð blessa þjóðina enda nóg af slíkum loforðum í Gamla Testamentinu. Þegar síðan Jesú kemur á sjónarsviðið þá talar Hann um Gamla Testamentið sem orð Guðs, það sem vitnar um Hann. Eftir upprisuna er sagt að Jesú hafi farið í gegnum Gamla Testamentið frá Móse og útskýrt að rauði þráðurinn í orði Guðs eða Gamla Testamentinu fjallaði um Hann sjálfan.

Hérna vil ég ganga út frá þeirri forsendu að sá sem er kristinn er sá sem trúir að Kristur eða Jesú er Guð og að Biblían er okkar opinberun á Honum.

Út frá þessu, hvernig er þá rökrétt að sá sem er kristinn nálgist Biblíuna?  Á hann að lesa Biblíuna með því hugarfari að hann vill láta orð Guðs móta sig eða lesa hana á þann hátt að hann ætlar að taka það sem honum finnst gáfulegt en hafna því sem honum finnst ekki gáfulegt?

Ég sé það eins og að viðkomandi ætlar að hafa vit fyrir Guði og í rauninni hefur hann ekkert við Biblíuna að gera því að í rauninni mun hann alltaf bara gera eins og hann sjálfur telur vera best.

Það er oft ekki auðvelt að fylgja því sem Biblían segir því að maður getur haft djúpa sannfæringu á að eitthvað er satt og rétt en síðan segir Biblían akkúrat hið öfuga.

Nokkrir valmöguleikar koma þá til greina:

  1. Taka út þá parta úr Biblíunni sem maður er ósammála.
  2. Afskrifa Biblíuna sem orð Guðs og bara trúa á einhvern guð sem hefur þá ekki gefið mannkyninu neina opinberun.
  3. Lesa einhverjar aðrar helgar bækur og athuga hvort þær séu meira sammála manni en Biblían og velja þá þær frekar sem orð Guðs.
  4. Komast á þá skoðun að fyrst að Guð er alvitur og almáttugur að þá er það líklegast maður sjálfur sem hefur á röngu að standa og lúta vilja Guðs.
  5. Hafna tilvist Guðs, þó þetta er frekar öfga kennd afstaða miðað við að vera ósammála einhverjum versum í Biblíunni.

Ég persónulega valdi valkost númer 4. því hann er sá sem ég taldi rökréttastan. Flestir sem flokka sig kristna virðast velja valkost númer 1 en það margt þar sem gerir það erfitt. Tökum t.d. dæmið með samkynhneigð þá þarf að taka fjarlægja Móses í Gamla Testamentinu og síðan Pál í Nýja Testamentinu og í rauninni líka öll guðspjöllin þar sem Jesú vísar oft í Móses sem þann sem fékk orð Guðs og Hans fylgjendur eiga að hlýða.

Ég tel að þetta er algjört kjarna atriði fyrir kristinn einstakling, ætlar hann að tilbiðja Guðs eins og Hann hefur opinberað sig eða ætlar hann að búa til sinn eigin guð í sínum eigin huga og tilbiðja þann guð. Slíkt tel ég vera hið sama og skurðgoðadýrkun.  Þetta aftur á móti getur verið erfitt þar sem margt sem Biblían boðar er ekki í samræmi við almennings álitið, vægast sagt ekki eitthvað sem er vænlegt til vinsælda. Sannarlega að fylgja boðskapi Biblíunnar er ekki eitthvað sem mun afla viðkomandi vinsælda en innri sannfæring og friður við Guð er meira virði en vinsældir manna.

Vonandi gaf ég einhverjum hérna, eitthvað til að hugsa um.


« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 802830

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband