Hver skapaði þá Guð?

creation_week.jpgÞegar þróunarsinnar hafa engin mótrök gagnvart rökunum um hönnun þá grípa þeir til þess örþrifa ráðs og spyrja "hver skapaði þá Guð"?  Dæmi um ótrúlega hönnun í náttúrunni eru svo mörg að það er oft sem gripið er til þessara spurningar. Þetta voru meira að segja þau rök sem Dawkins kallaði „grundvallarröksemdafærslu" í bókinni "The God Delusion".

Þó að þessi spurning er alveg gild sem slík þá er hún ekki alvöru mótrök gegn hönnun. Ímyndaðu þér að eitt af okkar geimförum sem er að kanna geiminn fyndi tölvubúnað á Plútó. Allir íbúar jarðarinnar, guðleysingjar þar með taldir myndu álykta réttilega að þessi tölvubúnaður var hannaður.  Hver myndi þá segja að það væri ekki hægt að álykta að þetta væri hannað vegna þess að þá værir Þú ekki búinn að svara neinu þar sem þú vissir ekki hver hönnuðurinn væri eða hver hannaði hönnuðinn?  Líklegast myndi einhver koma með þessa vitleysu en ég get ekki ímyndað mér að margir myndu taka undir.

Alveg eins og með tölvubúnað á Plútó og með lífið á jörðinni þá er ályktunin að lífið var hannað rökrétt ályktun miðað við staðreyndirnar.   Hver hannaði lífið er alveg gild spurning en hún gildir ekki sem mótrök gegn hönnun.  Mitt svar við þessari spurningu er Guð hannaði lífið og ég viðurkenni mæta vel að það er mín trú og ég er alveg sáttur við það, þar sem sú trú er í samræmi við gögnin. Að mínu mati þá hafa allir þeir sem skoðun á stóru trúarlegu spurningum lífs trú, það besta sem við getum gert er að reyna að láta þá trú vera í samræmi við þá þekkingu sem við höfum á heiminum.

Ég rökræddi þessa hluti stuttlega við bloggarann Ketil, forvitnir gætu haft gaman af, sjá: http://ketill.visindin.is/trui-a-visindi/    Skemmtileg síða hjá honum og ég hafði gaman að skoða nokkrar greinar þó að ég hafi aðra sýn á þessi mál en hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Jóhannesson

Sæll og blessaður Mofi.

Þakka þér fyrir þessa góðu færslu og margar aðrar. Ég fer svipaðar slóðir í gagnrýni minni á The God Delusion í grein minni Ranghugmyndin um Guð. Hana er að finna á nýlega stofnaðir bloggsíðu minni. Þar er einnig að finna grein frá því í dag um tilvist Guðs. Guðfræðilegt áhugasvið okkar er mjög svipað. 

Bestu kveðjur.

GJ

Gunnar Jóhannesson, 15.11.2010 kl. 12:06

2 Smámynd: Mofi

Blessaður Gunnar.  Ég las greinina þína og fannst hún mjög góð. Þinn dómur virðist vera á sömu nótum og dómur margra annara á bók Dawkins. Hvort sem þeir eru guðleysingjar eða ekki. Þess vegna kemur á óvart þessar nokkru hræður semlofa hana. Eina útskýringin á því sem mér dettur í hug er að það fólk er annað hvort fáfrótt um trúmál eða er með alvarlega fordóma gagnvart fólki sem trúir á tilvist Guðs.

Mofi, 15.11.2010 kl. 12:54

3 Smámynd: Mofi

Gunnar, varst það þú sem skrifaði spurningu til William Lane Craig, sjá: http://www.reasonablefaith.org/site/News2?page=NewsArticle&id=8401

Mofi, 15.11.2010 kl. 13:08

4 Smámynd: Gunnar Jóhannesson

Sæll aftur.

Já, ég gerði það. Ég hafði þegar skrifað stuttan pistil í tilefni af yfirlýsingum Hawking á trú.is. Spurningin var sett inn til gamans, svona til að sjá hvort hún næði í gegn. Það var vitað að Craig myndi svara yfirlýsingum Hawking í ítarlegu máli um leið og hann væri búinn að lesa bókina. 

Kveðja

GJ

Gunnar Jóhannesson, 15.11.2010 kl. 13:24

5 Smámynd: Mofi

Gunnar, ég hafði gaman af þessu svari og spurningu og rak augun í að viðkomandi var frá Íslandi.  Gaman að þessu :)

Mofi, 15.11.2010 kl. 13:46

6 Smámynd: Vísindin.is

Fyrst vil ég biðjast velvirðingar á því að nota bloggnafn Vísindin.is, endurspegla skoðanir mínar hér ekki skoðanir allra aðstandenda síðunnar. Ég þarf að logga mig inn til að svara hér og Vísindin.is moggabloggið er á minni kennitölu.

-----------------

Takk fyrir tilvísunina og afsakið að ég var ekki búinn að svara kommentinu, það gleymdist ;)

-----------------

Ef einhver tækni eins og þú lýsir fyndist á Plútó myndu mínar kenningar og líklega margra annara vera að þetta væri

nr.1 tækni frá þjóð á jörðinni sem hefði sent þetta þangað, við sem fundum þetta vissum bara ekki að því.

nr.2 líf í öðru sólkerfi sem ætti þetta

nr.3 rekið frá sporbaug um jörð

nr.4 og bara það sem manni dettur í hug sem ástæða og rannsaka hana.

En eins og þú ert eflaust búinn að átta þig á þá myndi ég segja "ég veit það ekki og ætla rannsaka þetta betur" í marga áratugi áður en ég myndi sætta mig við uppgjöf eins og þetta var guð.

Ég sé heldur ekki hvernig þessi samlíking passar því með allt líf á jörðinni getum við skoðað og séð að hver einasti flókni hlutur sem þú kallar ótrúlega hönnun á sér fyrra stig sem var auðveldara og þar koll af kolli.

Þannig var engin ótrúleg hönnnun sem bara allt í einu birtist hér á jörðunni. Á undan hverjum ótrúlegum hlut kom minna ótrúlegur hlutur. En aftur á móti myndi tölvukassi á Plútó vera allt öðruvísi. Þar þyrtum við að beita rökhugsun fyrst, hverjar eru mögulæegar ástæður fyrir kassanum þar sem við fyndum enga þróunarlega skýringu veru kassans kassanum eins og við getum gert með líf á jörðinni þá þyrtum við að notast við spurningar eins og hér að ofan.

En þetta er væntanlega rökræður fram og til baka þar til annar sannfærist um ágæti raka hinns.

Ein pæling, hefuru séð Cosmos þættina?

Kveðja Ketill Jóelsson

Vísindin.is, 15.11.2010 kl. 18:51

7 Smámynd: Mofi

Ketill
Takk fyrir tilvísunina og afsakið að ég var ekki búinn að svara kommentinu, það gleymdist ;) 
Það var nú lítið, mín ánægja að benda á áhugaverða síðu.
Ketill
En eins og þú ert eflaust búinn að átta þig á þá myndi ég segja "ég veit það ekki og ætla rannsaka þetta betur" í marga áratugi áður en ég myndi sætta mig við uppgjöf eins og þetta var guð.

Af hverju er það uppgjöf?

Ég meina, ef að við ályktum að tölvubúnaðurinn var hannaður, er það þá uppgjöf?

Ketill
Þar þyrtum við að beita rökhugsun fyrst, hverjar eru mögulæegar ástæður fyrir kassanum þar sem við fyndum enga þróunarlega skýringu veru kassans kassanum eins og við getum gert með líf á jörðinni þá þyrtum við að notast við spurningar eins og hér að ofan.

Í þessu tilfelli þá er best að líkja tölvubúnaðinum við fyrstu frumuna eða upphaf lífs.

Ketill
Ein pæling, hefuru séð Cosmos þættina?

Nei, get athugað hvort ég get ekki náð í einhverja.

Mofi, 15.11.2010 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 802887

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband