Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
29.11.2010 | 11:31
Helvíti gerir Guð óréttlátan
Þeir sem þekkja eitthvað til mín vita hve mikið ég hata hugmyndina um helvíti. Eitt af því sem angrar mig varðandi þessa hugmynd er að hún gerir Guð alveg ótrúlega óréttlátan. Hérna eru nokkur dæmi:
- Guð varaði aldrei Adam og Evu afleiðingarnar af því að borða ávöxtinn. Þetta er svona eins og faðir sem segir við son sinn að hann megi ekki borða úr köku stampinum. Síðan þegar sonurinn óhlýðnast þá læsir faðirinn soninn í kjallara og pyntar hann það sem eftir er af ævinni. Nokkuð augljóslega þá eru eilífar kvalir í eldi óréttlát refsing fyrir að borða ávöxt og óréttlætið enn svakalegra að fá ekki einu sinni viðvörun.
- Ef að einhver einstaklingur myndi kvelja aðra manneskju með eldi í aðeins einn dag þá færu fréttir af þessu ódæði um allan heiminn og maðurinn sakaður sem ótrúlegt illmenni. En síðan kemur fólk sem kallar sig kristið og segir Guð vera kærleiksríkan og muni kvelja fólk svona og ekki bara í einn dag heldur miljónir ára. Augljóslega þá er óréttlátt að einhver sem hefur aldrei kvalið neina manneskju í þessu lífi sem er mjög stutt, aðeins nokkur ár, að verða síðan refsað með pyntingum í miljónir ára eftir það.
- Þegar Guð gefur Móse lög fyrir Ísrael þá eru þau lög mjög nákvæm. Þar er tekið fram hvað á að gera þegar maður snertir lík, hvað maður á að gera ef maður fær skurð á hörundið, hver refsingin á að vera ef menn lenda í áflögum, hver refsingin er fyrir hór og morðum og svo framvegis. Aldrei nokkur tíman, fær Ísrael að vita frá Móse að laun syndarinnar eru eilífar pyntingar í eldi. Fyrir utan að þetta gerir Pál að lygara þegar hann segir að laun syndarinnar er dauði ( Rómverjabréfið 6:23 ).
- Miðað við marga af þessum svo kölluðu kristnum þá mun t.d. Anna Frank ekki öðlast eilíft líf þar sem hún var gyðingur. Út frá því, þá mun hún verða kvalin í eldi að eilífu ásamt Hitler. Ég held að þessi guð sem margir tilbiðja sé eins óréttlátur og fræðilega hægt er að vera og á ekkert skylt við Guð Biblíunnar.
Maður myndi búast við því að áður en þeir sem kalla sig kristna segja að Guð er kærleiksríkur og mun kveikja í fólki og kvelja það að eilífu að þá hefði það að minnsta kosti eitt vers sem segir að syndarar verði kvaldir í eldi að eilífu en slíkt vers er ekki til.
Nei, Biblían er skýr, laun syndarinnar er eilíf glötun, dauði og tortýming.
Síðara bréf Páls til Þess 1
8Hann kemur í logandi eldi og lætur hegningu koma yfir þá, sem þekkja ekki Guð, og yfir þá, sem hlýða ekki fagnaðarerindinu um Drottin vorn Jesú.
9Þeir munu sæta hegningu, eilífri glötun, fjarri augliti Drottins og fjarri dýrð hans og mætti,
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
26.11.2010 | 15:35
Fyrirlestur um Ellen White
25.11.2010 | 10:04
Sitthvað um sögu Biblíunnar, áhugavert myndband
23.11.2010 | 11:01
Rannsókn á stökkbreytingum passar ekki við þróunarkenninguna
Langar að benda á forvitnilega rannsókn sem gerð var á stökkbreytingum í Uppsala Háskólanum í Svíþjóð. Í stuttu máli þá höfðu stökkbreytingarnar aldrei jákvæð áhrif á hæfni baktería til að lifa af. Þetta er í góðu samræmi við okkar þekkingu á kóða í forritum. Eina leiðin til að gera breytingu á kóðanum svo hann geri eitthvað nýtt er með góðum slatta af breytingum til að ná fram tiltekinni virkni og þær breytingar þurfa að taka tillit til kóðans í heild sinni. Það eru nefnilega miljón sinnum fleiri leiðir til að skemma upplýsingar en að bæta þær.
En, hérna er greinin sjálf: http://www.sciencemag.org/content/330/6005/825.short
Síðan samantekt frá ICR, hvernig sköpunarsinnar sjá þessa rannsókn:
Biology textbooks teach that mutations added the high-quality genetic information needed to transmutate a fish into a monkeyeven though experiments have shown that mutations merely corrupt the information that is already present. In a new experiment, microbiologists from Uppsala University in Sweden induced mutations in two bacterial genes to observe the effects. The results led them to admonish scientists to change how they think about the role mutations play.
The studys authors cited a lack of experimentally derived data amid the flood of molecular comparison studies of mutational differences between various creatures. They therefore put mutations to the test, measuring how 126 different random single mutations affected the fitness of growing bacterial populations.1 They were able to directly correlate growth rate to "fitness" because they knew that the three-dimensional structure of the two non-essential proteins produced from the two genes they mutated directly affect how fast the bacteria can grow.
In theory, each mutation could have a negative, neutral, or positive effect on growth rate. What they found was that all the mutations had a negative effect. While a few were dangerous, most had very little negative effect. Could such a small negative effect even be detected, let alone culled, by natural selection? And how could a fish transmutate into a monkey by losing "fitness" each generation?
It cant, according to biophysicist Lee Spetner. Though a believer in evolution, Spetner criticized the idea that mutations contribute anything positive, and wrote, "Information cannot be built up by mutations that lose it. A business cannot make money by losing it a little at a time."2
The preponderance of mutations with nearly neutral effect, as observed in the Swedish bacteria study, is consistent with prior studies, including a classic model by biologist Motoo Kimura.3 These all point in one direction: downhill. Cornell University geneticist John Sanford summarized the problem: "Therefore, the very strong predominance of deleterious mutations in this box [of near-neutrals] absolutely guarantees net loss of information."4
The Uppsala scientists mentioned that their study would add understanding to "the degradation of genetic information due to Mullers ratchet."1 First described by geneticist Hermann Muller in 1964, populations that do not undergo "recombination" are subject to an "irreversible ratchet mechanism" whereby mutations steadily accumulate.5 It is highly likely that the same ratchet applies to all organisms.
The detailed mutations measured in this bacterial experiment add more confirmation to an intractable problem for any evolution-by-mutation scenario. However, the data makes sense from a biblical perspective, which holds that this present world is in "bondage of corruption," waiting for "the glorious liberty of the children of God."6 In such a world, the degradation of the genome through accumulating mutations would be expected.
References
- Lind, P. A., O. G. Berg and D. I. Anderson. 2010. Mutational Robustness of Ribosomal Protein Genes. Science. 330 (6005): 825-827.
- Spetner, L. 1997. Not By Chance! Shattering the Modern Theory of Evolution. Brooklyn, NY: Judaica Press, 143.
- Kimura, M. 1979. Model of effectively neutral mutations in which selective constraint is incorporated. Proceedings of the National Academy of Sciences. 76 (7): 3440-3444.
- Sanford, J. C. 2005. Genetic Entropy and the Mystery of the Genome. Lima, NY: Ivan Press, 24.
- Muller, H. J. 1964. The relation of recombination to mutational advance. Mutation Research/Fundamental and Molecular Mechanisms of Mutagenesis. 1 (1): 2-9.
- Romans 8:21.
19.11.2010 | 11:04
Spurningar Stefáns
Á vefsvæði Arnar Pálssonar líffræðingar kom maður að nafni Stefán með nokkrar spurningar. Hérna er dæmi:
Stefán
Líka, af hverju erum við með afgang af rófu? Hætti guð við að skella á okkur eitt stykki rófu? Af hverju er hvalur með afgang af mjaðmagrind? Af hverju er kjúklingur með óvirk gen fyrir tennur.....
Ég er ekki með afgang af rófu, ert þú með þannig? Það eru alls konar dæmi þar sem eitthvað er að, menn fæðast með auka fingur eða auka tær og sum tilfelli eru þannig að það er einhver auka húð sem sumum finnst vera rófa eða vísir að rófu. Ég veit samt ekki til þess að við höfum nein dæmi sem hægt er að tala um alvöru rófu, engir vöðvar eða bein, aðeins einhver húð sem virkar á yfirborðskenndan hátt sem rófa.
Ég veit ekki til þess að hvalir hafi afgang af mjaðmagrind, veit ekki hvað Stefán er að tala um þarna.
Varðandi af hverju kjúklingar hafa óvirk gen fyrir tennur. Það er vel líklegt að stökkbreyting hafi slökkt á genunum sem kóða fyrir tennur og í viðkomandi umhverfi þá var ekki nauðsynlegt fyrir kjúklinga í viðkomandi umhverfi að hafa tennur svo þess vegna tel ég að kjúklingar hafa gen fyrir tönnum en slökkt er á þeim.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (331)
18.11.2010 | 14:19
Ræður þú þínum eigin ákvörðunum?
17.11.2010 | 14:25
Genaflæði og þróunarkenningin
Arnar Pálsson, líffræðingur gerði grein um genaflæði og hélt því fram að þarna væri gögn sem styðja þróun, sjá: Genaflæði Svona setur Arnar þetta upp:
Arnar Pálsson
Ef þú skiptir 5000 ávaxtaflugum í 5 jafnstóra hópa og setur hvern í eina krukku, fóðrar þær reglulega og bíður í 50 kynslóðir, verður þú vitni að þróun
Ef menn skilgreina þróun sem svona genaflæði á einhverjum tíma þá væri enginn ágreiningur um þróun. Ég veit ekki um neinn sköpunarsinna sem er ósammála að genaflæði er raunverulegt. Ég veit heldur ekki til þess að neinn sköpunarsinni er ósammála því að dýrategundir breytast með tímanum eða aðlagist því umhverfi sem þær lifa í. Sköpunarsinnar langt fyrir tíma Darwins áttuðu sig á því að dýrategundir geta breyst og var Biblían þeirra aðal innblástur fyrir þeirri þekkingu.
Margir falla í þá gryfju að halda að svona geneflæði styður þá trú að bakteríur þróuðust yfir í menn með tíma, tilviljunum og náttúruvali en ekkert í þessum rannsóknum styður slíkar fantasíur.
Miklu frekar er það þannig að þessar rannsóknir á ávaxtaflugum sýnir okkur að með tíð og tíma þá safnast saman stökkbreytingar sem eru margfalt líklegri til að skaði þær sem lífverur en bæta þær. Ekkert í þessum rannsóknum getur til kynna að stökkbreytingar og náttúruval var það sem bjó til ávaxtaflugurnar upprunalega.
Fyrir þá sem vilja skoða ýtarlegra hvort að þessar rannsóknir á ávaxtaflugum styðji þróun frá bakteríum yfir í menn þá mæli ég með því að þeir lesa eftirfarandi greinar:
- A tale of two flies
- Fruit Flies in the Face of Macroevolution
- No Fruit Fly Evolution Even after 600 Generations
17.11.2010 | 09:37
Tígrisdýr sem borðar gras!
Við sjáum af og til, glitta í þann heim sem Guð upprunalega skapaði, heim sem engin illska eða sjúkdómar eru í. Það er eitthvað spes við að horfa á tígrisdýr borða gras :)
Jesaja 65
25Úlfur og lamb munu vera saman á beit, og ljónið mun hey eta sem naut, en moldin skal vera fæða höggormsins. Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn illt fremja eða skaða gjöra _ segir Drottinn.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.11.2010 | 10:43
Mofi til stjórnlagaþings
Nei, ég bauð mig ekki fram en mig langaði að svara þessum spurningum sem eru að finna á DV.is sem eru til þess að varpa ljósi á afstöðu frambjóðenda til Stjórnlagaþings.
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að eignarhald þjóðarinnar á náttúruauðlindum verði bundið í stjórnarskrá?
Mjög hlynntur. Margar þjóðir hafa brennt sig á því að hafa misst úr höndunum náttúruauðlindir í hendurnar á gráðugum fyrirtækjum sem bera hag samfélagsins engan veginn fyrir brjósti. Það þarf að tilgreina bæði að þjóðin á náttúruauðlindirnar og að það má ekki selja nýtingaréttin úr höndunum á okkur.
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að hafa ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi í stjórnarskránni?
Mjög andvígur. Það er ekki eðlilegt að eitt trúfélag hafi forréttindi í stjórnarskrá landsins. Allir þeir sem eru utan þssa trúfélags finna fyrir mismunun sem er sí vaxandi hópur fólks. Gagnrýnis raddir á þetta fyrirkomulag munu aðeins verða fleiri og háværari og auka spennu í samfélaginu og ástæðan er að réttlætiskennd þessara aðila er misboðið.
Á forseti Íslands áfram að hafa málskotsrétt?
Já. Mér finnst þetta fyrirkomulag sem við höfum á Íslandi vera til fyrirmyndar. Að forsetinn sem er kosinn af þjóðinni geti komið í veg fyrir eitthvað sem hann trúir að þjóðin er andvíg eða eitthvað sem skaðar þjóðina finnst mér vera mjög gott fyrirkomulag. Kemur í veg fyrir að þing meirihluti geti farið offörum á kostnað þjóðarinnar.
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að viðhafa þjóðaratkvæðagreiðslur í auknu mæli?
Mjög hlynntur. Aðal gallinn við málskotsrétt forseta er hve lítið er búiið að beita honum. Það má auðvitað ekki misnota hann en það á að vera eðlilegt í stórum málum er varða hagsumi þjóðarinnar að þjóðin fái að ráða ef forsetinn telur að þörf er á slíku.
Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) persónukjöri?
Mjög hlynntur. Ég tel að persónuleg ábyrgð manna muni verða meiri ef um er að ræða persónukjör. Í dag finnst mér eins og enginn á alþingi beri neina ábyrgð og allt of mikið um að fólk fljóti bara með flokknum.
Á að kjósa ríkisstjórn beinni kosningu?
Já
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að ráðherrar geti setið á Alþingi?
Mjög andvígur. Þetta fyrirkomulag tíðkast ekki í löndunum í kringum okkur og er ekki í samræmi við þrískiptingu valdsins sem ég tel vera mikilvægt til að sporna gegn spillingu og valdníðslu.
Á að lækka eða hækka kosningaaldurinn?
Óbreyttur.
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að dómsmálaráðherra fari einn með vald til að skipa hæstaréttardómara?
Andvígur. Gott dæmi um eitthvað sem getur skapað spillingu.
Hver eftirfarandi möguleika lýsir þínum áherslum um kjördæmaskipan á Íslandi best?
Landið eitt kjördæmi
Hver er afstaða þín til atkvæðavægis í Alþingiskosningum?
Öll atkvæði ættu að hafa jafnt vægi. Skoðanir fólks eiga að vera jafn mikils virði, óréttlátt að búseta segir til um hversu mikils virði þín skoðun er.
Hver á að geta knúið á um þjóðaratkvæðagreiðslur? (merktu við allt sem við á)
Forseti, meirihluti alþingis og hlutfall kjósenda. Hlutfallið þarf auðvitað að vera frekar hátt svo að ekki sé hægt að misnota þetta.
Eiga þjóðaratkvæðagreiðslur að vera ráðgefandi eða bindandi?
Bindandi. Það er bara brandari að láta þjóðina mæta á kjörstað og segja sína skoðun og síðan sé bara hægt að hlægja að henni og gera eins og þér sýnist.
Hvort vilt þú heldur að ríki á Íslandi þingræði eða forsetaræði?
Erfitt... veit ekki. Mér líkar vel við núverandi fyrirkomulag þar sem forsetinn getur verið sameiningar tákn landsins. Mér líkar líka vel við fyrirkomulagið í Bandaríkjunum þar sem augljóst er, hver það er sem ræður og hver ber ábyrgð.
Eru hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að dómarar verði kosnir af almenningi?
Ég hreinlega veit ekki. Það sem ég tel vera mikilvægt er að margir aðilar komi að málinu til að minnka áhættuna á spillingu og valdníðslu en hvort að almenningur eigi að kjósa um þetta er eitthvað sem ég veit ekki.
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að heimilaðar verði opnar yfirheyrslur á Alþingi?
Ég er ekki á því að stjórnarskráin á að vera að fjalla um svona sértæk mál.
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að vald til að veita opinberar stöður sé hjá einum pólitískum ráðherra?
Sé ekki betri leið í fljótu bragði. Ég tel það mikilvægt að ráðherra geti mannað sitt ráðuneiti og samstarfs aðila á þann hátt að hann geti starfað eftir bestu getu.
Á að draga úr eða auka valdheimildir forsetans í stjórnarskránni?
Þær eru fínar held ég. Hvorki draga úr né auka.
Hvort viltu heldur að kjördæmaskipan byggi á einfaldri meirihlutakosningu í einmenningskjördæmum eða á hlutfallskosningu?
Veit ekki.
Á að fjölga eða fækka þingmönnum?
Fækka. Fjöldi þingmanna finnst mér ekki vera í samræmi við fólks fjölda.
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að takmarka hversu lengi forseti getur setið?
Mjög hlynntur.
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að takmarka hversu lengi forsætisráðherra getur setið?
Mjög hlynntur.
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að íslenska verði bundin í stjórnarskrá sem þjóðtunga?
Held að stjórnarskráin ætti ekki að fjalla um þetta.
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að tryggja jafnrétti óháð kynhneigð í stjórnarskrá?
Hlynntur. Að vísu finnst mér að þetta ætti að vera almennt. Almennt að tryggja jafnrétti óháð kyni, kynhneigð eða trú.
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að stjórnarskrá kveði á um að Ísland verði ávallt kjarnorkuvopnalaust land?
Finnst að stjórnarskráin ætti ekki að fjalla um þetta. Frekar eitthvað almennt varðandi að Ísland stofni ekki til stríðs að fyrra bragði eða taki þátt í stríðsbrölti að fyrra bragði. Það geta komið upp aðstæður þar sem verið er að ráðast á aðra þjóð eða hóp fólks og hið eina rétta í stöðunni er að verja viðkomandi með valdi.
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að réttur almennings til upplýsinga sem varða almannahag verði tryggður í stjórnarskrá?
Hlynntur.
Það er án efa margar fleiri spurningar sem DV ætti að spyrja. Ætti að vera ákvæði um samviskufrelsi,
Þetta verða forvitnilegar kosningar og kannski stórt skref í áttina að því að endurreisa landið okkar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar