Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Námskeið í spádómum Biblíunnar

helping-hands.gifNæsta mánudag byrjar átta daga námskeið sem fjallar um spádóma Biblíunnar. Takmarkið er að útskýra grunnatriði spádóma Biblíunnar og hvetja fólk að rannsaka þá áfram á eigin spýtur.

Dagskráin er sem hér segir:

  • Lykillinn að spádómum Biblíunnar
    9. febrúar
  • Nánasta framtíð opinberuð
    10. febrúar
  • Hvað segir Biblían um heimsendi?
    11. febrúar
  • Góður Guð, vondur heimur, hvers vegna?
    12. febrúar
  • Stærsta björgunaraðgerð allra tíma.
    13. febrúar
  • Miðaldir í spádómum Biblíunnar
    14. febrúar
  • Ritað í stein
    15. febrúar
  • Dómssalur í himnaríki
    16. febrúar

Allir fyrirlestrarnir byrja klukkan 20:00 og eru haldnir í Suðurhlíð 36, Reykjavík.
Fyrirlesari verður Birgir Óskarsson og aðgangur ókeypis.
Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma: 588-7800

Vonandi sé ég sem flesta, gaman að hittast og spjalla um þessa hluti. Sérstaklega fyrir aðra kristna, að kynnast því hvernig Aðvent kirkjan skilur þessi efni.  Hérna fyrir neðan er kort af staðnum.

sudurhlid.gif


Er rangt að nauðga eða það innbyggt í okkur af þróuninni?

seenoevil.jpgNauðgun, morð og misnotkun á börnum. Þessi orð framkalla hræðilegar myndir upp í huga manns sem menn hafa fordæmt sem algjörlega óásættanlega.  En veltu þessu fyrir þér: Af hverju hafa menn þessa tilfinningu fyrir siðferðislögmáli - rétt og rangt?  Höfum við þróað með okkur siðferðiskennd eða er mannkynið skapað í ímynd Guðs?  Með þekktari þróunarsinnum síðustu aldar, George Gaylord Simpson sagði að þó að "maðurinn er afsprengi tilgangslaus, efnislegs ferlis sem hafði hann ekki í huga" þá samt sem áður "gott og illt, rétt og rangt, hugtök sem hafa enga þýðingu í náttúrunni nema frá mannlegum sjónarhóli, verða raunveruleg og upp á þrengjandi einkenni alheimsins siðferðislega séð af því að siðferði er aðeins að finna í mannkyninu" - 1 

Síðustu áratugina höfum við séð koma fram nýja fræðigrein sem er núna kennd í mörgum háskólum. Fræðigrein sem virðist hafa þann sérstaka tilgang að berjast á móti þeirri hugmynd að Guð setti fram ákveðið siðferði sem menn eiga að fylgja. Þegar nýnemar skoða námskrár þá eru oft fög eins og "þróunarsálfræði" eða "félagslíffræði".  Burt séð frá því hvaða nöfn eru notuð til að lýsa þessum fögum þá er tilgangurinn hinn sami - að útskýra mannlega hegðun út frá Þróunarkenningu Darwins og fjarlægja alla tengingu siðferðis frá Biblíunni.  Stúdentar sitja nú við fætur prófessora sem reyna að glíma við af hverju menn nauðga, myrða og misnota börn út frá Þróunarkenningunni.

Þann 16. mars árið 2001 þá hélt líffræði prófessor við New Mexico háskólann, Randy Thornhill fyrirlestur sem hélt því fram að "nauðgun er hluti af þróun mannsins, líffræðileg og náttúruleg".  Hann færði rök fyrir því að sjálf nauðgunin er aðeins aðlögun, afsprengi náttúruvals vegna nauðganna sem gerðust í fortíðinni. Okkar karlkyns forfeður urðu okkar forfeður að hluta til af því að þeir nauðguðu". - 2 

Í sinni nýju bók "A Natural History of Rape", þá lýsir Thornhill nauðgun sem "aðlögun í æxlunarferlinu". Höfundar bókarinnar vildu meina að nauðgun væri upprunnið í einhverju sem kallast mætti "Darwinist imperative" eða löngunin að eignast afkvæmi til að láta gen sín lifa áfram í komandi kynslóðum.

Höfum við alveg gleymt hvernig á að hugsa rökrétt?  Ef við leyfum þessum geðveikislegu fræjum að vera plantað í hjörtu komandi kynslóða þá mun ábyrgðin á sérhverju ógeðslegu verki verða sett á herðar okkar meints "dýra arfleiðar". 

En afsakanir fyrir illsku stoppa ekki þarna. Í núna frægri grein í New York Times Magazine, MIT prófessor í sálfræði, Steven Pinker færði rökfyrir því að samfélagið ætti ekki að meðhöndla mæður sem drepa nýfædd börn sín á sama hátt og það meðhöndlar þá sem myrða eldri börn og fullorðna. Ástæðan að mati Pinkers er að konur sem myrða þeirra nýfæddu börn eru kannski ekki geðveikar eða vondar en væru þess í stað á ómeðvitaðan hátt að hlíða þeirra frumstæðu hvöt að fórna þeirra börnum fyrir hagsmuni samfélagsins. - 3

Darwin staðhæfði "My object in this chapter is to shew that there is no fundamental difference between man and the higher mammals in their mental faculties" - 4

Ljón er ekki þjakað af sektarkennd eftir að drepa nýfætt afkvæmi gazellu af því að það er hádegis verður. Hundur sér ekki eftir því að stela beini af hans "félögum". Svo núna eru til prófessorar sem halda því fram að nauðgun, morð og það að drýgja hór eru "náttúruleg viðbrögð" vegna okkar dýrslega eðli sem við fengum í arf frá löngu þróunarferli.

Það er vel þekkt og almennt viðurkennt að hvernig við sjáum heiminn í kringum okkur eða trúar skoðanir okkar hafa afleiðingar - ef einhver trúir því að það er ekki rangt að drepa svertingja eða gyðinga þá getur það haft þær afleiðingar að þessi trú birtist í verkum.  Gaylord Simpson komst að þessari niðurstöðu varðandi þetta "sú uppgvötunin að alheimurinn, burt séð frá manninum eða áður en hann kom á sjónarsviðið, skortir allan tilgang og hefur engar áætlanir. Það hefur óhjákvæmilega þær aukaverkanir að gangur alheimsins getur ekki útvegað nein sjálfvirkan, algildan eða eilífan siðferðis staðal sem segir hvað er rétt og hvað er rangt. - 1

Hvernig lærði mannkynið að læra muninn á réttu og röngu?  Biblían segir að hvað sem Guð samþykkir, skipar fyrir eða gerir, er gott ( Sálmarnir 119:39 - 1. Mósebók 18:25 ).  Hvað sem Guð skipar fyrir um kemur frá kjarna eðlis Hans sem er kærleikur. Í Gamla Testamentinu þá skrifaði spámaðurinn Míka þessi orð:

Míka 6
8
Hann hefir sagt þér, maður, hvað gott sé! Og hvað heimtar Drottinn annað af þér en að gjöra rétt, ástunda kærleika og fram ganga í lítillæti fyrir Guði þínum? 

Í Nýja Testamentinu þá skrifaði Pétur þessi orð:

1. Pétursbréf 1:15
Verðið heldur sjálfir heilagir í allri hegðun, eins og sá er heilagur, sem yður hefur kallað.  16 Ritað er: "Verið heilagir, því ég er heilagur."

Grunnurinn að siðferðinu er þessi tenging milli manns og þess sem skapaði mannin og viðheldur honum. Guð sjálfur er hinn óbreytanlegi staðall á siðferði. Hans fullkomna heilaga eðli er sá grunur sem hægt er að byggja á hvað er rétt og hvað er rangt, á þeim grunni er hægt að ákvarða hvað er gott og hvað er illt.

Unnið út frá greininni: Morals—Handed Down by Evolution, or by God?

1Simpson, George Gaylord (1967), The Meaning of Evolution, bls 364

although “man is the result of a purposeless and materialistic process that did not have him in mind,” nonetheless “good and evil, right and wrong, concepts irrelevant in nature except from the human viewpoint, become real and pressing features of the whole cosmos as viewed morally because morals arise only in man

2 Thornhill, Randy (2001), “A Natural History of Rape,” Lecture delivered at Simon Fraser University. See full transcript [On-line], URL: http://www.nytimes.com/books/first/t/thornhill-rape.html

3 Pinker, Steven (1997), “Why They Kill Their Newborns,” New York Times Magazine, November 2.

4 Charles Darwin, The Descent of Man, 1871, 1896 p. 66


mbl.is Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

15 dæmi þar sem menn læra hönnun af Guði sjálfum

nanoteach.jpgLeonardo Da Vinci
Those who are inspired by a model other than Nature, a mistress above all masters, are laboring in vain.

Langaði að benda á þessa virkilega skemmtilegu grein sem fjallar um það sem við mennirnir höfum verið að hanna út frá hönnun í náttúrunni: The 15 Coolest Cases of Biomimicry

Dæmi sem við sjáum þarna er t.d.

  • Hús sem hermir eftir því hvernig termítar hanna sín híbýli. Annað tengt þessu: Ótrúleg neðanjarðar borg, hönnuð af maurum!
  • Límband sem fékk sinn innblástur frá Gecko eðlunni. Okkur vantar enn sitthvað upp á að geta gengið upp veggi eins og hún getur gert. Sjá meira um hana hérna og af hverju hún er stórt vandamál fyrir Þróunarkenninguna, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=uSYASlGChHo
  • Plast sem getur "læknað" sjálft sig.
  • Velcro
  • Whalepower Wind Turbine
  • Lotus Effect Hydrophobia
  • The Golden Streamlining Principle
  • Artificial Photosynthesis
  • Bionic Car
  • Morphing Aircraft Wings
  • Friction-Reducing Sharkskin
  • Diatomaceous Nanotech
  • Glo-Fish
  • Insect-Inspired Autonomous Robots
  • Butterfly-Inspired Displays

Hve mikla trú þarf til að trúa því að tilviljanakenndar stökkbreytingar og náttúruval gat hannað allt þetta?  Ég fyrir mitt leiti segi að fólk með svo mikla trú gæti alveg eins verið ímyndunarveikt því að raunveruleikinn hefur greinilega afskaplega lítil áhrif á þeirra trú.


Bæklingurinn "Baráttan bakvið tjöldin"

Í gær fékk ég inn um bréfalúguna bækling þar sem á stóð "Baráttan bakvið tjöldin".  Ég hafði heyrt af einhverjum manni hér á landi sem er að dreifa þessum bæklingi út en gerir í óþökk Aðvent kirkjunnar.

Langaði bara að koma þessu á framfæri ef einhverjir eru að velta þessu fyrir sér.  Ef einhver hefur spurningar varðandi þetta þá endilega skrifa athugasemd.


Sagði Karl Marx fyrir um bankahrunið?

karlmarxitoldyouso.jpgVíða á netinu hefur verið fjallað um nokkuð áhugavert sem Karl Marx á að hafa sagt í bók sinni "Das Kapital". Hérna er það sem hann á að hafa sagt:

Karl Marx, Das Kapital, 1867
Owners of capital will stimulate the working class to buy more and more of expensive goods, houses and technology, pushing them to take more and more expensive credits, until their debt becomes unbearable. The unpaid debt will lead to bankruptcy of banks, which will have to be nationalised, and the State will have to take the road which will eventually lead to communism

( lauslega þýtt )
Eigendur fjármagns munu þrýsta á verkastéttirnar til að kaupa meira og meira af dýrum vörum, húsum og tækni, ýta þeim í að taka meiri og meiri dýr lán, þangað til þeirra skuldabyrgði verður of þung til að standa undir. Þessi ógreidda skuld mun leiða til gjaldþrots bankanna sem að endingu munu verða þjóðnýttir og ríkið mun neyðast til að fara veg sem að endanum leiðir til kommúnisma.

Eitthvað lýsir þetta óvenju vel því ástandi sem núna er í heiminum. Ég er nú samt ekki sammála því að þetta þarf að leiða til kommúnisma en þessi þjóðnýting eða neyðaraðstoð margra ríkja við sína banka óneitanlega lyktar af kommúnisma.  Hérna eru nokkrar af þeim síðum sem eru að velta þessum orðum fyrir sér:

Víða er efast um að Karl Marx sagði þetta og ég veit ekki hvað er satt og hvað er logið í þeim efnum svo endilega taka þessu með miklum fyrirvara.   En það sem er svo skemmtilegt í öllu þessu er sannleikskornið sem leynist í þessum orðum.

mbl.is Seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir Biblían um lesbíur?

johannasigurdar.jpgÉg veit ekki betur en hún segir lítið sem ekkert um þær. Flestir myndu nú samt láta þau vers sem fjalla um homma eiga líka við lesbíur og ég held að það er líklegast rétta afstaðan.

En vegna umræðna sem ég hef tekið þátt í á undanförnu þá langaði mig að segja að ég er ánægður með að Jóhanna er orðin forsetisráðherra, það er sigur fyrir konur og fyrir samkynhneigða. Jóhanna hefur sýnt það í gegnum mjög langa veru í stjórnmálum að hún hefur umhyggju fyrir þeim sem minna mega sín og stál heiðarleg og það er akkúrat þannig einstaklinga sem okkur vantar núna til að stjórna landinu. 

En Jóhanna eins og allir aðrir menn þurfa að undirbúa sig fyrir að mæta í dómsal Guðs þar sem sérhver hugsun og verk verður dregið fram í dagsljósið og allir menn dæmdir eftir því. Hver sá sem verður fundinn sekur um lygar, þjófnað, græðgi, hatur, hór og hvers háttar mun eiga skilið dauða. En Guð vill ekki að neinn glatist heldur að allir komist til iðrunar og sérhver sem hættir að treysta á eigið réttlæti en treystir í staðinn fyrir réttlæti Krists mun hólpinn verða.


mbl.is Sigur kvenna og samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 802815

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband