Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Þakkar blog

Flugeldar9Mig langar að nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sem hafa rökrætt við mig á árinu. Ég ætlaði að gera þetta fyrir nokkru síðan svo að þetta kæmi ekki út sem bara áramóta blog grein en hvað um það. 

Þegar ég byrjaði að blogga þá áttaði ég mig ekki á því hve mikið mínar skoðanir voru framandi fyrir íslenskt samfélag. Núna þegar maður horfir til baka þá skil ég betur margt sem var sagt við mig því að svo margir héldu hreinlega að skoðanir eins og mínar væru ekki til á Íslandi.  Sem betur fer fyrir mig þá eru flestir búnir að jafna sig á þessu fyrsta sjokki og umræðurnar orðnar miklu málefnalegri en þegar ég var að byrja.

Langar þakka sérstaklega þessum bloggurum hérna: Sveinn, Kristinn Theódórsson og Brynjólfur Þorvarðsson fyrir að vera málefnalegir og almennt skemmtilegir í þessum rökræðum.

Það er búið að vera mjög gaman að rökræða við marga en það gengur ekki upp að fara að telja alla upp. Langar sömuleiðis að nota tækifærið og taka alla sem ég hef bannað af blogginu mínu úr banni.

Takk fyrir árið sem er að líða og gleðilegt nýtt ár!  Wizard


Samt synd

Fáránleg hræsnin sem þarna er á ferðinni. Eins og það sé einhver munur á því að giftast konu, skilja við hana og fara til næstu eða að bara sofa hjá mörgum konum. Kristur gagnrýndi þennan sið gyðinga þegar Hann sagði þetta:

Matteus 5:31
Þá var og sagt: Sá sem skilur við konu sína skal gefa henni skilnaðarbréf. 5:32En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu drýgir hór.

Sumir hjá Vantrú hafa bent á eitthvað sem þeir sjá sem hræsni hjá kristnum þegar þeir gifta fráskilið fólk sem er synd samkvæmt orðum Krists en síðan neita samkynhneigðum um giftingu. Þetta er alveg gildur punktur hjá þeim. Það vantar að kirkjan taki þessi orð Krists miklu alvarlegra. Til þess að kirkja geti gift fólk sem er fráskilið með góðri samvisku þá ætti viðkomandi að hafa iðrast þess sem gerðist og biðjast fyrirgefningar.  Náðin á alltaf að vera til staðar fyrir þá sem iðrast og vilja gera betur.

Sumir kristnir náttúrulega vilja meina að núna lifum við undir náð og þess vegna megum við hegða okkur eins og við viljum en vonandi fara þeir að sjá að sér; fara að lesa ráðleggingar Biblíunnar og fara eftir þeim.


mbl.is Skilur við 11 eiginkonuna og slær met
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolkrabbinn og kókoshnetan

Mörg dýr nota tól til að koma sér áfram í lífinu. Eitt skemmtilegt dæmi er að kolkrabbar nota kókoshnetur sem nokkurs konar hjólhýsi. Meira fjallað um það hérna: http://www.sciencedaily.com/releases/2009/12/091214121953.htm

Og síðan stutt vídeó sem sýnir þetta en það er þræl fyndið að horfa á þá "hlaupa" með kókoshnetuna.

 

 

Hérna sé ég greinileg ummerki um hönnun. Hugmyndin að tilviljanir og náttúruval bjó þetta til er einfaldlega ekki trúverðug. Frekar erfitt að virða þessa hugmynd/trú þar sem hún er í algjörri andstöðu við gögnin en maður verður að gera sitt besta að virða það fólk hefur svona hugmyndir.

Síðan fyrir forvitna: http://www.livescience.com/animals/091214-10-tool-users.html

 

 

 


mbl.is Simpansar með fágaða borðsiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólakötturinn

Zorro

Í gamla daga þá voru stundum krakkar hræddir með því að ef þau væru óþæg eða löt fyrir jólin þá færu þau í jólaköttinn. Það er að segja að jólakötturinn annað hvort borðaði matinn frá þeim eða hreinlega borðaði þau.

Fyrir mig aftur á móti er þessi litli gaur hérna til hægri jólakötturinn en því miður þá týndist hann 5. desember. Því miður er ekki líklegt að hann skili sér aftur en ég held áfram að vona að hann skili sér; að minnsta kosti yfir jólin.

Myndin af honum hérna til hægri er nokkuð góð en nær ekki nógu vel hve fáránlega sætur hann er. Merkilegt hvað manni getur þótt vænt um dýrin. Þau eru svo einföld, þú gefur þeim að borða og sýnir þeim smá umhyggju og þau verða þínir bestu vinir.

Ég vil óska öllum gleðilegra jóla og ef einhver sér jólaköttinn hann Zorró og lætur mig vita þá yrði ég ævinlega þakklátur.


Var María alltaf mey?

mary-jesus-joseph-donkey-tl-1821.jpgFyrir mig eru María og Jósef ekki heilög og þar af leiðandi ekkert að því að sjá eitthvað fyndið. Sé ekki beint að þarna er verið að gera grín að kristinni trú. Má kannski segja að þarna er verið að gagnrýna Kaþólsku kirkjuna með að láta sem María hafi ávalt verið hrein mey. Biblían kennir ekkert slíkt, talar meira að segja sérstaklega um að Jesú átti bræður og systur.

Matteus 13
54
Hann kom í ættborg sína og tók að kenna þeim í samkundu þeirra. Þeir undruðust stórum og sögðu: "Hvaðan kemur honum þessi speki og kraftaverkin?
55Er þetta ekki sonur smiðsins? Heitir ekki móðir hans María og bræður hans Jakob, Jósef, Símon og Júdas?
56
Og eru ekki systur hans allar hjá oss? Hvaðan kemur honum þá allt þetta?"

 


mbl.is Deilt um meydóm Maríu í Nýja-Sjálandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sunnudagur hvíldardagur?

Þegar ég gerði greinina  Hver er hinn rétti hvíldardagur? Eftir Friðrik Ó. Schram þá var mér bent á þessi myndbönd hérna sem útskýra þetta efni vel. Þau fara yfir flest öll þau rök sem fólk kemur með til að réttlæta sunnudagshelgihald. Það er sorglegt hve fáir virðast taka þetta boðorð alvarlega; augljóslega fyrir alla er mikilvægi hinna boðorðanna. Hver vill mótmæla boðorðunum um að ljúga, stela eða myrða? Málið er að fjórða boðorðið er líka mikilvægt því að eina leiðin til að rækta samband milli trúsystkina og Guðs er að eyða tíma með Guði og öðrum trúsystkinum.

 

 

 


Hver er hinn rétti hvíldardagur? Eftir Friðrik Ó. Schram

charlton-heston-2.jpgÉg rakst á forvitnilegt rit eftir Friðrik Ó. Schram, safnaðarprest Íslensku Krists kirkjunnar. Ég hef hitt Friðrik og okkur kom vel saman enda miklu meira sem sameinar okkur en sundrar en því miður erum við ósammála þegar kemur að hvíldardeginum. Í þessu riti reynir Friðrik að færa rök fyrir sunnudags helgihaldi og mig langar að svara þeim rökum.

Friðrik Ó. Schram
Kristnir söfnuðir sem halda sunnudaginn helgan gera það ekki bara af gömlum vana eða "út í bláinn", helgi sunnudagsins í kristnum kirkjum um heim allan hvílir á biblíulegum og kirkjusöglegum rökum.

Þetta er mjög merkileg fullyrðing. Sumir gætu haldið við að lesa þetta að Biblían tali einhvers staðar um að sunnudagurinn er núna heilagur en þeir sem hafa skoðað þetta efni vita vel að það er ekki eitt einasta vers í allri Biblíunni sem segir slíkt. Kirkjusögulegu rökin eru í grundvallar atriðum að hefðir manna vega þyngra en Biblían; hið hræðilega í þessu er að hérna erum við ekki að tala um neitt smávægilegt heldur lögmál Guðs sem Hann skrifaði með eigin fingri. 

Friðrik Ó. Schram
Þó svo að Guð hafi hvílst á hinum sjöunda degi að lokinni sköpuninni, verður ekki séð að sabbatinn hafi verið þekktur eða haldinn helgur sem hvíldardagur fyrr en við brottför Ísraels úr ánauðinni í Egyptalandi, sjá 5. Mósebók 5:15

Þetta er ekki það sem Biblían kennir. Hún segir að eftir að Guð skapaði heiminn þá gerði Hann sjöunda daginn heilagann; svo alveg frá upphafi hefur dagurinn verið heilagur. Við lesum síðan um atburð sem gerist áður en að Móse fær boðorðin við Sínaí fjall ( 2. Mósebók 16 ) þar sem maður braut hvíldardaginn og Guð segir "hve lengi ætlið þið að brjóta lög mín og boðorð" sem gefur það sterklega til kynna að þjóðin hafði lengi haft þekkingu á þessu boðorði Guðs.

Friðrik Ó. Schram
Þegar Jesús hafði fullkomnað hjálpræðisverkið, með því að halda lögmálið án þess að brjóta eitt einasta ákvæði þess, og dó saklaus fyrir syndir lýðsins ( allra manna), var lögmálið úr gildi fallið sem slíkt - tímabil lögmálshlýðninnar og gamla sáttmálans þar með liðið en tímabil fagnaðarerindisins og nýja sáttmálans ( trúar og náðar ) runnið upp.

Það er virkilega sorglegt að láta líta þannig út að Kristur dó á krossinum til að gefa okkur leyfi til að brjóta boðorðin tíu. Svona setningar kæmu aldrei út úr munni nokkurs kristins manns nema hann væri að rembast við að réttlæta óhlýðni sína við það boðorð sem hann er á móti. Villan sem hérna er á ferðinni kemur betur í ljós ef að Friðrik væri að ráðast á boðorðið "þú skalt ekki stela". Að tími lögmálshlýðni væri á enda og núna mættum við stela eins og við vildum.  

Seinna vitnar Friðrik í Rómverjabréfið 7:6 sem segir "En nú erum vér leystir undan lögmálinu, þar sem vér erum dánir því, sem áður hélt oss bundnum, og þjónum nýjum Anda, en ekki í fyrnsku bókstafs." Það sem Páll er að útskýra hérna er tengingin milli náðar og lögmáls, að lögmálið útskýrir okkar þörf á náð. Páll segir einnig í 6. kafla "Synd skal ekki ríkja yfir ykkur þar eð þið eruð ekki undir lögmálinu heldur undir náðinni.Eða hvað? Eigum við að syndga fyrst við erum ekki undir lögmálinu heldur náðinni? Fjarstæða". Páll segir alveg skýrt að við eigum ekki að syndga eftir að hafa öðlast náð.

Friðrik Ó. Schram
Sumir segja "Já, en Jesús hélt sabbatinn(laugard.) og þess vegna verðum við kristnir menn að gera líka". Hljómar skynsamlega en svarið er nei. Ástæðan er þessi: Jesús fæddist Gyðingur, undir lögmáli (Gal 4:4) og varð því að hlýða lögmálinu til dauðadags.

Hvernig myndu þessi rök hljóma frá manni sem teldi það vera í lagi að myrða? Ef málið væri "Jesú myrti ekki og þess vegna ættum við ekki heldur að myrða", væri þá ástæðan fyrir því að það er í lagi fyrir okkur að myrða er vegna þess að Jesú fæddist Gyðingur, undir lögmáli en núna erum við frjáls undan lögmálinu?

Sá sem er sekur um að brjóta lögmálið hefur syndgað og samkvæmt Páli sjálfum í Rómverjabréfinu, þá eru laun syndarinnar dauði. Þegar einhver tekur á móti Kristi þá er það Kristur sem borgar fyrir þessa glæpi með blóði Sínu og þess vegna er viðkomandi ekki lengur undir lögmáli heldur undir náð. Hebreabréfið útskýrir vel muninn á því að vera undir náð eða undir lögmáli: 

Hebreabréfið 10:26
Því að ef vér syndgum af ásettu ráði, eftir að vér höfum öðlast þekkingu sannleikans, þá er úr því enga fórn að fá fyrir syndirnar, 27 heldur er það óttaleg bið eftir dómi og grimmilegur eldur, sem eyða mun andstæðingum Guðs. 28 Sá, er að engu hefur lögmál Móse, verður vægðarlaust líflátinn, ef tveir eða þrír vottar bera. 29 Hve miklu þyngri hegning ætlið þér þá ekki að sá muni vera talinn verðskulda, er fótum treður son Guðs og vanhelgar blóð sáttmálans, er hann var helgaður í, og smánar anda náðarinnar?

Hérna lesum við hversu miklu alvarlegra það er að syndga fyrir þann sem er undir náð en fyrir þann sem er undir lögmáli. Samkvæmt Rómverjabréfinu þá var það lögmálið eða boðorðin tíu sem sögðu Páli hvað synd er og vísar hann til tíunda boðorðsins( Róm 7:7). Síðan samkvæmt Jóhannesarbréfi 3. kafla: "Hver sem synd drýgir fremur og lögmálsbrot. Syndin er lögmálsbrot." svo það ætti að vera á hreinu að boðorðin tíu segja okkur hvað synd er. Það sem Friðrik er því miður að boða í þessu riti er að syndga af ásettu ráði, og til hvers?  Til þess að halda í hefðir manna? 

Friðrik Ó. Schram
Í Fjallræðunni, sem er útskýring Jesú og túlkun á lögmálinu ( Mt 5-7 ) minnist hann ekki einu orði á sabbatinn, heldur undirstrikar að hugarfar mannanna og afstaða þeirra hvers til annars og Guðs, sé það sem mestu máli skiptir og sé undirrót allra verka þeirra og hegðunar.

Hvíldardags boðorðið er einmitt mjög gott til þess að sjá hver hin raunverulega afstaða hjartans er til Guðs og lögmáls Hans. Þegar Guð segir eitthvað sem þú ert þegar sammála þá er ekki merkilegt að fylgja því en þegar Guð segir þér að gera eitthvað sem hentar þér ekki, þá kemur í ljós hvort þú raunverulega vilt hlýða eða ekki. Í Fjallræðunni talar Jesú ekki heldur um að tilbiðja skurðgoð og ekki heldur um guðlast; eigum við þá að álykta að slíkt er núna í lagi?

Friðrik er að vægast sagt að biðja um mikið ef að í hvert sinn sem einhver vitnar í boðorðin tíu að þá þurfi hann að telja sérstaklega upp hvíldardags boðorðið til þess að það falli ekki úr gildi.

Friðrik Ó. Schram
Um mismuninn á hinum nýja og gamla sáttmála segir höf. Hebreabréfsins "hefði hinn fyrri sáttmáli verið óaðfinnanlegur, þá hefði ekki verið þörf fyrir annan" (8:7)Og: "Þar sem hann(Guð) nú kallar þetta nýja sáttmála, þá hefur hann lýst hinn fyrri úreltan ( 8:13)

Það sem höfundur Hebreabréfsins er að tala um er fórnarkerfið, að blóð dýra gat í raun og veru ekki hreinsað neinn af synd. Sömuleiðis að þjónustu æðsta prestsins var þjónusta syndugs manns en eftir Krist þá var ekki lengur um að ræða blóð dýra og synduga menn heldur blóð Sonar Guðs og Hans syndlausa þjónusta sem æðsta prests.

Hebreabréfið 9:11
En Kristur er kominn sem æðsti prestur hinna komandi gæða. Hann gekk inn í gegnum hina stærri og fullkomnari tjaldbúð, sem ekki er með höndum gjörð, það er að segja er ekki af þessari sköpun. 12 Ekki fór hann með blóð hafra og kálfa, heldur með eigið blóð, inn í hið heilaga í eitt skipti fyrir öll og aflaði eilífrar lausnar. 13 Ef blóð hafra og nauta og askan af kvígu, stráð á menn, er óhreinir hafa gjörst, helgar til ytri hreinleika, 14 hve miklu fremur mun þá blóð Krists hreinsa samvisku vora frá dauðum verkum, til að þjóna Guði lifanda, þar sem Kristur fyrir eilífan anda bar fram sjálfan sig sem lýtalausa fórn fyrir Guði. 15 Þess vegna er hann meðalgangari nýs sáttmála. Hann dó og bætti að fullu fyrir afbrotin undir fyrri sáttmálanum, til þess að hinir kölluðu mættu öðlast hina eilífu arfleifð, sem heitið var.

Taktu eftir því að það er að Kristur er núna æðsti presturinn með sitt eigið blóð til að friðþægja fyrir brot á boðorðunum tíu, að það er hinn nýi sáttmáli; alls ekki að núna megum við brjóta boðorðin. Málið er að krossinn sýnir okkur tvennt, kærleika Guðs til mannanna og alvarleika þess að brjóta boðorðin. 

Friðrik Ó. Schram
Í Kólossusbréfinu(2:16-17) segir Páll póstuli: "Enginn skyldi því dæma yður fyrir mat eða drykk, eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga" Þetta er aðeins skuggi þess sem koma átti, en líkaminn er Krists." Með þessum orðum tekur hann af allan vafa um að hinir heiðnu-kristnu Kólossusbúar þurfa ekki að halda sabatinn ( hinn 7. dag) og önnur ákvæði lögmálsins sem þarna eru nefnd.

Skoðum aðeins þá áherslu sem Guð lagði á boðorðin tíu. Hann mætir þjóðinni sjálfur á Sínaí fjalli og talar boðorðin tíu til þeirra. Móses skrifar sínar fimm bækur en Guð sjálfur skrifaði boðorðin í stein. Guð lætur síðan búa til örk til að geyma boðorðin og þessi örk verður helgasti gripur þjóðarinnar í mörg hundruð ár. Örkin var síðan sett í musteri Guðs, í hið allra helgasta sem aðeins æðsti presturinn mátti fara inn í og þá aðeins einu sinni á ári. Á þessum degi ef æðsti presturinn væri ekki búinn að játa allar sínar syndir og biðjast fyrirgefningar þá dó hann við að fara inn í hið allra helgasta.

Af boðorðunum tíu þá mótaði hvíldardagsboðorðið samfélagið gyðinga meira en flest annað, má líkja því við að í okkar samfélagi er hægri handar umferð. Hvað mikið þarf til að breyta þessum umferðalögum okkar? Líklegast tilkynningar í öllum blöðum landsins í dágóðan tíma þar sem kæmi alveg skýrt fram að æðstu menn þjóðarinnar væru búnir að ákveða þessa stóru breytingu. Orð Páls eru þarna eins og ef að einn þingmaður í ræðu um sjávarútveginn segði að við ættum ekki að láta fólk dæma okkur fyrir að vilja keyra vinstra megin á götunni. Sannleikurinn er einfaldlega sá að ef að Páll talaði á móti boðorðunum tíu þá ættum við að fjarlægja hann úr Biblíunni því að hver sá sem boðar brot á boðorðunum tíu fær þetta að heyra á dómsdegi:

Matteus 7:22
Margir munu segja við mig á þeim degi: ,Herra, herra, höfum vér ekki kennt í þínu nafni, rekið út illa anda í þínu nafni og gjört í þínu nafni mörg kraftaverk?` 23 Þá mun ég votta þetta: ,Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.`

Orðið sem þarna er þýtt "illgjörðamenn" er gríska orðið anomia sem þýðir lögbrjótar.

En var Páll að segja að hvíldardags boðorðið sé runnið úr gildi? Nei, alls ekki og þeir sem þekkja Gamla Testamentið eða samfélag gyðinga sjá það um leið. Skoðum orð Páls aðeins betur:

Kólussusbréfið 2
13
Þið voruð dauð sökum afbrota ykkar og umskurnarleysis. En Guð lífgaði ykkur ásamt honum þegar hann fyrirgaf okkur öll afbrotin. 14Hann afmáði skuldabréfið sem þjakaði okkur með ákvæðum sínum. Hann tók það burt með því að negla það á krossinn. 15Hann fletti vopnum tignirnar og völdin og leiddi þau fram opinberlega til háðungar þegar hann fór sína sigurför í Kristi.
16Enginn skyldi því dæma ykkur fyrir mat eða drykk eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga. 17Slíkt er aðeins skuggi þess sem koma átti. Veruleikinn er Kristur.

Nokkur atriði hérna sem við þurfum að gefa gætur að:

  1. Þau voru dauð vegna afbrota en eins og komið er skýrt fram, boðorðin tíu segja okkur hver okkar brot eru.
  2. Páll er hérna að tala um skuldabréf sem þjakaði okkur. Eru boðorðin tíu skuldabréf sem þjaka okkur? Er það íþyngjandi að ekki myrða fólk? Er það íþyngjandi að fá ekki að tilbiðja aðra guði? Er það ok að hvíla sig og eiga stund með Guði?  Nei, boðorðin tíu eru ekki skuldabréf sem þjakaði okkur; útskýri á eftir hvað er verið að tala um.
  3. Þetta sem enginn skyldi dæma okkur í er ákveðinn pakki sem er matur, drykkur, hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga.
  4. Skuggi þess sem koma átti. Alvöru efni veldur skugga svo þessi pakki sem Páll er að tala um er eitthvað sem var ekki alvöru heldur aðeins skuggi af því sem koma átti. Í Hebreabréfinu er talað um þessa jarðnesku þjónustu prestanna sem skugga af því sem Jesús gerði á krossinum.

    Hebreabréfið 8:4
    4
    Væri hann nú á jörðu, mundi hann alls ekki vera prestur, þar sem þeir eru fyrir, sem samkvæmt lögmálinu bera fram gjafirnar. 
    5En þeir þjóna eftirmynd og skugga hins himneska, eins og Móse fékk bendingu um frá Guði, er hann var að koma upp tjaldbúðinni: "Gæt þess," segir hann, "að þú gjörir allt eftir þeirri fyrirmynd, sem þér var sýnd á fjallinu."

    Sem sagt, hátíðir gyðinga eins og friðþægingar dagurinn og páskarnir voru skuggi af því sem koma ætti, þetta benti til Jesú og dauða Hans á krossinum svo það sem Páll er hérna að segja að við ættum ekki að láta dæma okkur fyrir að halda þessar hátíðir eða sleppa þeim því að raunveruleikinn er kominn sem er Kristur sjálfur. Augljóslega er ekki búið að afnema boðorðin tíu og negla þau á krossinn því það er enn rangt að myrða, ljúga og stela. Það sem er búið að negla á krossinn er refsingin við því að brjóta boðorðin.

Friðrik Ó. Schram
Postulas. 15 er mjög merk heimild um átök sem urði í frumkirkjunni um það hvort þeir heiðingjar sem yrðu kristnir skyldu halda lögmálið. Páll og samstarfsmenn hans sögðu nei, og það varð niðurstaðan. Það eru óhrekjanlegar heimildir fyrir því að postularnir lögðu þá kvöð ekki á heiðin-kristna menn að halda lögmál Móse og sabbatinn.

Í Postulasögunni 15 er umræðuefnið umskurn, það var það sem var stór hindrun fyrir menn að verða kristnir eins og skiljanlegt er. Niðurstaða fundarins er að finna í versum 19-21.

Postulasagan 15
19
Ég lít því svo á að eigi skuli íþyngja heiðingjum þeim sem snúa sér til Guðs 20heldur rita þeim að þeir haldi sig frá öllu sem flekkað er af skurðgoðum, frá saurlifnaði, frá kjöti af köfnuðum dýrum og frá blóði. 21Frá fornu fari hafa menn prédikað Móse í öllum borgum. Hann er lesinn upp í samkundunum hvern hvíldardag.“

Heldur einhver virkilega að þetta er það eina sem kristnir þurfa að fara eftir í dag?  Að borða steikina sína ekki hráa og halda sig frá skurðgoðum? Að núna má guðlasta og vanvirða föður og móður af því niðurstaða þessa fundar var sú?  Auðvitað ekki!  Umræðan er um umskurn og niðurstaðan var að þeir sem gerðust kristnir þyrftu ekki að umskerast. Er hægt að kalla það kvöð að hvíla sig og eiga stund með Guði?  Kannski fyrir guðleysingja en ef kristinn einstaklingur lítur á hvíldardaginn sem kvöð þá er sá hinn sami ekki endurfæddur.

Friðrik Ó. Schram
Þvert á móti söfnuðu þeir hinum nýkristnu oft saman á sunnudögum til helgihalds og heilagrar kvöldmáltíðar ( Post 20:7 )

Þarna er aðeins verið að segja frá atburði þar sem lærisveinarnir voru saman og kannski var það á fyrsta degi vikunnar; ekkert merkilegt við það því að þeir hittust oft alla daga vikunnar ( Post 2:46 ).  Það er aftur á móti mjög forvitnilegt að skoða í Postulasögunni hvað lærisveinar Krists gerðu á hvíldardögum.

  • Postulasagan 13:14 - Hérna fara lærisveinarnir til kirkju á hvíldardegi.
  • Postulasagan 13:42 - Hérna biðja heiðingjar að fá að heyra meira frá lærisveinunum næsta hvíldardag og næsta hvíldardag kom mikill múgur til að hlýða á lærisveinanna. Hérna hefði verið frábært tækifæri fyrir lærisveinana að segja að núna væri komin nýr hvíldardagur og þeir gætu hitt þá á fyrsta degi vikunnar en þeir ekkert þannig.
  • Postulasagan 16:13 - Hérna er hvíldardagur og lærisveinarnir leita að stað sem er heppilegur fyrir bænastund.
  • Postulasagan 17:2 - Hérna er sagt frá því að Páll fór í kirkju á hvíldardegi eins og hans vegna var. Þegar eitthvað manns vani þá er það eitthvað sem maður gerir alltaf svo augljóslega var Páll ennþá að halda hvíldardaginn.
  • Postulasagan 18:4 - Aftur um að Páll fór alla hvíldardaga og talaði við bæði grikki og gyðinga.

Friðrik Ó. Schram
Hann hvarf úr kirkjunni þegar tengslin við gyðingdómin slitnuðu ( t.d. þegar Páll hætti að sækja samkundur þeirra og enn frekar eftir eyðingu Jesúsalem árið 70 )

Okkar aðal heimild um Pál kemur frá Postulasögunni og þar kemur oft fram að Páll hélt hvíldardaginn og einnig að það var hans venja svo ég veit ekki hvaða heimildir Friðrik hefur fyrir því að Páll hafi hætt að halda hvíldardaginn.

Friðrik Ó. Schram
Eitt er víst : fráhvarf frá sabbatshelginni og upptaka sunnudagsins - Drottinsdagsins - sem helgidags var að frumkvæði postulanna.

Það er ekki að finna eitt vers í Biblíunni sem segir að sunnudagurinn er núna nýr hvíldardagur eða sá dagur sem okkur ber að koma saman. Ef að Friðrik veit um slíkt vers þá gefur hann það ekki upp í þessu riti.

Friðrik Ó. Schram
Kirkjufeðurnir ( rithöfundar og forystumenn innan kirkjunnar eftir postulatímann ) hafa skilið eftir sig miklar heimildir um helgi hins fyrsta dags vikunnar og kalla hann Drottinsdaginn, daginn sem hinir kristnu koma saman til helgihalds og máltíðar Drottins.

Það er mjög forvitnilegt að skoða þessa sögu. Við sjáum að helgi hald fyrsta dags vikunnar kemur smá saman inn í kirkjuna þangað til það varð hreinlega bannað með lögum að halda sjöunda daginn. Hérna má lesa um helgi halds sjöunda dagsins í mannkynssögunni, sjá: http://www.sabbathtruth.com/history/sabbath_history2.asp

Friðrik Ó. Schram
Hann er fyrsti dagur sköpunnar og dagur upprisu Drottins Jesú, sem gefur honum sérstöðu yfir alla aðra daga, - það hefur kirkja Hans alltaf sagt.

Það hefur líka margt merkilegt gerst á miðvikudögum en hvaða máli skiptir það?  Málið er einfalt, Guð gerði sjöundadaginn heilagan en ekki fyrsta dag vikunnar og Hann biður okkur um að vanhelga hann ekki. Hebreabréfið orðar þetta vel:

Hebreabréfið 4
10
Því að sá, sem gengur inn til hvíldar hans, fær hvíld frá verkum sínum, eins og Guð hvíldist eftir sín verk.
11Kostum því kapps um að ganga inn til þessarar hvíldar, til þess að enginn óhlýðnist eins og þeir og falli.

 


Að fremja glæp til að sýna fram á sakleysi sitt?

Þetta er auðvitað alveg ömurleg staða sem þarna er komin upp. Maður getur varla ímyndað sér hvað þetta fólk er að ganga í gegnum, vitandi að kannski mun það deyja ef þetta fer illa.

En hve gáfulegt er það að fremja glæp til að sýna fram á sakleysi sitt?  Kannski er hægt að bjóða þeim að láta allar kærur á hendur þeim falla, nema þetta sem þeir eru að gera núna... 

Þetta er svo steikt að manni langar að hlægja en það er alls ekki viðeigandi akkúrat núna. Þegar þetta er búið þá er kannski hægt að horfa til baka og sjá spaugilegu hliðina á þessu; þ.e.a.s. ef enginn meiðist í þessu.

Ætli hinn venjulegi guðleysingi prófi að biðja í svona kringumstæðum?


mbl.is Hóta að myrða gísla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga

needlecamel.jpgEn auðmanni að komast inn í Guðs ríki. Þetta sagði Kristur þegar ríkur maður spurði Hann hvað hann ætti að gera til að öðlast eilíft líf.  Hérna má lesa þessa frásögn:

Markúsarguðspjall 10
17Þegar hann var að leggja af stað, kom maður hlaupandi, féll á kné fyrir honum og spurði hann: "Góði meistari, hvað á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?"   
18
Jesús sagði við hann: "Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn.
19Þú kannt boðorðin: ,Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni, þú skalt ekki pretta, heiðra föður þinn og móður."`
20Hinn svaraði honum: "Meistari, alls þessa hef ég gætt frá æsku."
21Jesús horfði á hann með ástúð og sagði við hann: "Eins er þér vant. Far þú, sel allt, sem þú átt, og gef fátækum, og munt þú fjársjóð eiga á himni. Kom síðan, og fylg mér."
22En hann varð dapur í bragði við þessi orð og fór burt hryggur, enda átti hann miklar eignir.
23Þá leit Jesús í kring og sagði við lærisveina sína: "Hve torvelt verður þeim, sem auðinn hafa, að ganga inn í Guðs ríki."
24Lærisveinunum brá mjög við orð Jesú, en hann sagði aftur við þá: "Börn, hve torvelt er að komast inn í Guðs ríki.
25Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki."
26En þeir urðu steini lostnir og sögðu sín á milli: "Hver getur þá orðið hólpinn?"
27Jesús horfði á þá og sagði: "Fyrir mönnum eru engin ráð til þessa, en fyrir Guði. Guð megnar allt."

Minn skilningur á því hvað Jesú var að meina þarna er að þeir sem eru ríkir eiga það á hættu að treysta á auð sinn og elska peningana meira en ríki Guðs. Þarna stóð einhver frammi fyrir því að fórna auði fyrir að fá að verða lærisveinn Krists og hann hafnaði tilboði Krists vegna þess að hans ást á peningum var honum meira virði.  Varðandi nálaraugað þá skil ég það einfaldlega þannig að aðeins Guð getur hleypt einhverjum inn í Hans ríki; öllum öðrum er það ómögulegt, jafn ómöglegt og fyrir úlfalda að fara í gegnum nálaraugað.

Það væri gaman að fá að vita hvort að presturinn verði jafn þekktur fyrir að styrkja góð málefni og faðir hans.


mbl.is Prestur moldríkur í kjölfar DNA-prófs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mofi vill miljarða

Það er eins og það er komin á kreik ný íþrótt sem snýst um að heimta peninga fyrir það bara að vera til. Fyrir mitt leiti þá skuldar Bjarni Ármannsson Íslandi gífurlegar fjárhæðir en hann er svo siðlaus að ætlar að heimta meira en hann hefur þegar tekið!  Mér blöskrar og allt í einu eru opinberar hýðingar sjálfsögð refsing ásamt því að taka allt sem viðkomandi þykist eiga.

Bjarni vill 130 miljónir en getur ekki komið með rök fyrir henni svo ég sé ekki betur en ég get komið með betri kröfu með betri rökum. Ég vil miljarða og rökin eru nokkuð einföld; mig langar í miljarða. 

Ég mun líklegast samt ekki senda inn kröfu, sérstaklega þar sem ég vildi sjá ótrúlega marga af þeim sem eru að gera þessar kröfur... hýdda!

Ég velti stundum fyrir mér hvað verður eiginlega eftir af þessu landi okkar þegar hrægammarnir eru búnir að fá nægju sína.


mbl.is Bjarni vill 130 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband