Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

John McCain styður að vitræn hönnun sé kennd í skólum

Sem frambjóðandi þá höfðar hann ekkert sérstaklega til mín en þessi afstaða hans gefur mér von um að við erum að upplifa breytt ástand í sköpun þróun umræðunni.  Gaman að vita hver afstaða hans keppinauta hjá Demókrötum er, hef að vísu þegar fjallað um afstöðu Hillary Clintons, sjá: Hillary Clinton um vísindi og sköpun þróun  

Ef einhver veit afstöðu Barack Hussein Obama varðandi vitræna hönnun og hvort það ætti að fræða nemendur um hana þá væri gaman að viðkomandi léti heyra í sér. 

Hérna er fjallað um John McCain og hans afstöðu varðandi vitræna hönnun:
http://www.azstarnet.com/sn/politics/90069

Kannski er John McCain að fá svona gott fylgi vegna þess að einhverjir eru að rugla honum saman við John McClain í Die Hard myndunum sem Bruce Willis lék í?  Aldrei að vita þegar kemur að þessum bandaríkjamönnum. 


mbl.is Romney styður McCain
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er siðferði afstætt?

Nokkrar umræður hafa verið hérna á blogginu um kristið siðferði og siðferði almennt.  Ein slík umræða var hjá Hauki sjá: Hefur einhver rekist á kristilegt siðgæði nýlega? - Já !  og síðan Af eignarrétti á siðferði

Er siðferði afstætt?  Á Indlandi var siður sem kallaður er "Satí" þar sem eiginkonur voru brenndar lifandi þegar eiginmaður þeirra dó. Getum við sagt að þetta sé í lagi af því að þetta er siður í þessu landi og þessi þjóð er búin að velja þetta?  Augljóslega þá voru eiginkonurnar sjálfar ekki hrifnar af því að vera brenndar lifandi en hvort vegur þyngra?  Er það mál annara þjóða þegar þær hafa svona siði? Er það okkar að grípa til aðgerða til að vernda fólk sem er fórnarlömb í þeirra eigin samfélagi?

Ansi mikið af erfiðum spurningum og einhverjir gætu spurt sig hver er tengingin við þessa frétt. Hérna eru danskir menn í sínu eigin landi að tjá sig og viðbrögð múslima er að drepa þá sem dirfast að móðga spámann þeirra.  Hvor hefur rétt fyrir sér í svona stöðu?  Ég get vel skilið að kvarta yfir móðgunum en mér finnst að "siðsamlega" leiðin til þess er að biðja þá kurteysislega af því að þetta særir mig.  Þeirra siður virðist vera á þá leið að drepa þá sem móðga þá.

Ég er nýbúinn að horfa á video hjá henni Höllu Rut þar sem fjallað er um kvenréttindi í Pakistan, sjá: Íslam / Konur / Myndband / Ekki fyrir viðkvæma.    Þótt að maður vill vera karlmannlegur þá fékk ég að minnsta kosti tár í augun af því að horfa á þetta.  Hvernig einhver getur gert öðrum manneskjum þetta er mér hulin ráðgáta, jafnvel sínum eigin börnum?  Spyr sá sem ekki skilur í ansi miklu vonleysi.

Er það okkar að gera eitthvað til að vernda fórnarlömb í öðrum löndum þar sem þetta telst eðlilegt?  Getum við sagt að þetta er rangt þegar heilar þjóðir telja þetta vera rétt?

Í allri þessari umræðu þá kom upp spurningin hvað er kristið siðferði. Það er því miður óljóst ef maður er að tala um hvað kristnir hafa gert og reyna að komast að því hvaða siðferði þeir höfðu miðað við verk þeirra. Það sem ber að hafa þá í huga er að Jesús sjálfur talaði um að á dómsdegi myndu margir segjast hafa trúað á Hann og jafnvel læknað í Hans nafni en Hann myndi hafna þeim.

Matteusarguðspjall 7
21Ekki mun hver sá sem segir við mig: Drottinn, Drottinn, ganga inn í himnaríki heldur sá einn er gerir vilja föður míns sem er á himnum.
22Margir munu segja við mig á þeim degi: Drottinn, Drottinn, höfum vér ekki í þínu nafni flutt orð Guðs, rekið út illa anda og gert mörg kraftaverk? 23Þá mun ég votta þetta: Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.
24Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni er byggði hús sitt á bjargi. 25Nú skall á steypiregn, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi en það féll eigi því það var grundvallað á bjargi.
26En hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni er byggði hús sitt á sandi. 27Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll og fall þess var mikið.“

Það sem mig langar á að enda þetta á er að fjalla um það siðferði sem Jesús sjálfur boðaði. Ætla að leyfa Biblíunni sjálfri að útskýra það.

Lúkasarguðspjall 10
25Lögvitringur nokkur sté fram, vildi freista Jesú og mælti: „Meistari, hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?“
26Jesús sagði við hann: „Hvað er ritað í lögmálinu? Hvernig lest þú?“
27Hann svaraði: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig.“
28Jesús sagði við hann: „Þú svaraðir rétt. Ger þú þetta og þú munt lifa.“
29En lögvitringurinn vildi réttlæta sjálfan sig og sagði við Jesú: „Hver er þá náungi minn?“
30Því svaraði Jesús svo: „Maður nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó og féll í hendur ræningjum. Þeir flettu hann klæðum og börðu hann, hurfu brott síðan og létu hann eftir dauðvona. 31Svo vildi til að prestur nokkur fór ofan sama veg og sá manninn en sveigði fram hjá. 32Eins kom og Levíti þar að, sá hann og sveigði fram hjá. 33En Samverji nokkur, er var á ferð, kom að honum og er hann sá hann kenndi hann í brjósti um hann, 34gekk til hans, batt um sár hans og hellti í þau viðsmjöri og víni. Og hann setti hann á sinn eigin eyk, flutti hann til gistihúss og lét sér annt um hann. 35Daginn eftir tók hann upp tvo denara, fékk gestgjafanum og mælti: Lát þér annt um hann og það sem þú kostar meira til skal ég borga þér þegar ég kem aftur.
36Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni sem féll í hendur ræningjum?“
37Hann mælti: „Sá sem miskunnarverkið gerði á honum.“
Jesús sagði þá við hann: „Far þú og ger hið sama.“

Páll hafði einnig margt gott að segja eins og t.d. þetta hérna:

Rómverjabréfið 12
9Elskan sé flærðarlaus. Hafið andstyggð á hinu vonda en haldið fast við hið góða. 10Verið ástúðleg hvert við annað í bróðurlegum kærleika og keppist um að sýna hvert öðru virðingu. 11Verið ekki hálfvolg í áhuganum, verið brennandi í andanum. Þjónið Drottni. 12Verið glöð í voninni, þolinmóð í þjáningunni, staðföst í bæninni. 13Takið þátt í þörfum heilagra. Leggið stund á gestrisni.
14Blessið þá er ofsækja ykkur. Blessið en bölvið ekki. 15Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum. 16Berið sama hug til allra, verið ekki stórlát, umgangist fúslega lítilmagna. Oftreystið ekki eigin hyggindum. 17Gjaldið engum illt fyrir illt. Stundið það sem fagurt er fyrir sjónum allra manna. 18Hafið frið við alla menn að því leyti sem það er unnt og á ykkar valdi. 19Leitið ekki hefnda sjálf, mín elskuðu, látið reiði Guðs um að refsa eins og ritað er: „Mín er hefndin, ég mun endurgjalda,“ segir Drottinn. 20En „ef óvin þinn hungrar þá gef honum að eta, ef hann þyrstir þá gef honum að drekka. Með því að gera þetta safnar þú glóðum elds á höfuð honum.“ 21Lát ekki hið illa sigra þig en sigra þú illt með góðu.

Einnig vil ég benda á að lesa Fjallræðuna í Matteusi 5. kafla, sjá: Biblían


mbl.is Mótmælendur brenndu danska fánann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn af ávöxtum Darwins

Ógeðfeld viðskipti með "týnda hlekki" sýnishorn byrjaði þróunar rasista hugmyndum en virkilega fór á flug með tilkomu darwinismans.  Það er talið að um 10.000 lík Ástralskra frumbyggja voru flutt til breskra safna í viðbjóðslegri tilraun til að sanna fyrir fólki að þetta fólk voru hinn "týndi hlekkur". 1

Ein grein í Áströlsku dagblaðinu "The Bulletin" fjallar um aðrar þannig staðreyndir um þetta mál, hérna eru nokkrar listaðar:

  • Bandaríksir darwinistar voru líka ákafir í þessum "iðnaði" að safna sýnishornum af "subhumans". The Smithsonian stofnunin hefur meira en 15.000 einstaklinga af mismunandi kynþáttum.
  • Ásamt söfnum víðsvegar um heiminnn þá voru líka nokkrir af aðal tals mönnum darwinista eins og Sir Richard Owen, Sir Arthur Keith og Darwin sjálfur. Darwin skrifaði bréf þar sem hann bað um höfuðkúbur af "Tasmaníu" fólki þegar aðeins fjórir voru eftir á lífi. Söfnin voru ekki aðeins áhugasöm um beinagrindurnar heldur líka húðina til að nota í sýningum á söfnunum.
  • Heilar frumbyggja voru líka í mikilli eftirspurn til að reyna að sýna fram á yfirburði hvítamannsins.
  • Fyrir góð fersk sýni var hægt að fá gott verð fyrir og á skriflegum heimildum þá voru mörg þannig sýni fengin með því einfaldlega að fara út og drepa frumbyggja. Í minningum Korah Wills sem varð bæjarstjóri í Bowen árið 1866 þá lýsir hann hvernig hann drap frumbyggja til að ná í "vísindalegt" sýni. 2
  • Edward Ramsay, safnvörður Ástralska safnsins í Syndey í 20 ár frá 1874 tók mikinn þátt í öllu þessu. Hann gaf t.d. út bækling þar sem frumbyggja Ástralíu voru flokkaðir sem eitt af þeim dýrum sem var þar að finna. Þar var að finna leiðbeiningar um hvernig ætti að ræna grafir og hvernig ætti að fjarlægja kúlur úr sárum ferskra "sýna".  Fjórum vikum eftir að hann bað um höfuðkúbur af "Bungee ( Russel River ) svertingja þá sendi áhugasamur námsmaður honum tvær og tilkynnti að þetta væru þær síðustu af þessum ættbálki og að þeir hefðu verið skotnir. Árið 1880 þá hvartaði þessi Ramsay yfir því að lög sem hefðu verið sett í Queensland til að söðva dráp á frumbyggjum væru að eyðileggja sinn forða af sýnum.
  • Þýski darwinistinn Amalie Dietrich sem hafði gælunafnið "Engill dauðans" kom til Ástralíu þar sem hún bað menn um ný sýni af frumbyggjum, sérstaklega húð sem hennar safnaðar atvinnuveitendur þurftu á að halda. Þótt hún fékk ekki alltaf góðar móttökur þá fór hún fljótt til baka með þau "sýni" sem hún sóttist eftir.
  • Trúboði frá New South Wales varð vitni að þeim hryllingi þegar frumbyggjum var slátrað af lögreglu, konur og börn. Fjörtíu höfuð voru síðan soðin niður og 10 bestu höfuðkúburnar voru síðan sendar til safna.
  • Sýn darwinista á frumbyggjum sem óæðri dýrum hafði gífurleg áhrif á allt þetta. Árið 1908 þá skrifaði embættismaður frá "Department of Aborigines" í West Kimberley að hann væri glaður að fá skipun um að flytja fólk frá þeirra ættbálkum. Hann sagði að það væri skylda ríkisins að gefa þessum börnum ( sem samkvæmt darwiniskri hugmyndafræði myndu verða gáfaðri ) tækifæri til að lifa betra lífi en mæður þeirra. Hann skrifaði "I would not hesitate for one moment to separate a half-caste from an Aboriginal mother, no matter how frantic her momentary grief" 3    Þessi aðskilnaðar stefna hélt áfram allt til 1960.

Ég kemst ekki hjá því að spyrja sjálfan mig, hvar var kirkjan þegar þetta gékk á. Því miður þá hafði darwinisk hugsun um uppruna mannsins haft mikil áhrif og margir sannfærðust um að frumbyggjanir væru ekki orðnir alvöru menn með sál.  Páll Póstuli hafði aftur á móti fjallað um þetta þar sem hann segir að allir menn eru af sama blóði ( Póstulasagan 17:26 ) og í dag vitum við að hann hafði rétt fyrir sér.  Þetta er bara eitt af mörgum dæmum þar sem slæm trú hefur slæmar afleiðingar og af öllum trúarbrögðum sem ég veit um þá er darwinismi lang verstur með lang verstu afleiðingarnar.

Svona afsökunarbeiðni er auðvitað hið minnsta sem hægt er að gera en er samt stórt og gott skref.

1.  http://www.creationontheweb.com/content/view/1067/
2.  David Monaghan, ‘The body-snatchers’, The Bulletin, November 12. 1991, pp. 30–38. (The article states that journalist Monaghan spent 18 months researching this subject in London, culminating in a television documentary called Darwin’s Body-Snatchers, which was aired in Britain on October 8, 1990.)
3.  Monaghan, p. 38


mbl.is Frumbyggjar beðnir afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað myndi Darwin gera?

Þetta er síðasta greinin frá www.judgingPbs.comþar sem þeirra fullyrðingum um Darwinisma er svarað. Í þetta skiptið er fjallað um hvaða afstöðu Darwin myndi hafa varðandi deiluna milli hönnunar og Darwinisma. Hvort að Darwin myndi styðja að hans hugmyndir yrðu kenndar á gagnrýninn hátt og að aðrar hugmyndir myndu fá að koma fyrir sjónir nemenda og síðan metið hvað passar best við staðreyndirnar. Að nemendur fengju að taka þátt í að meta gögnin, meta rökin og taka sína eigin ákvörðun varðandi hvað þeim þykir næst sannleikanum.

Í Bandaríkjunum hafa komið upp nokkur dómsmál þar sem var fjallað um hvort að það mætti kenna Darwin á gagnrýninn hátt en alltaf dæmt að það mætti ekki gagnrýna hann. Í eitt skiptið þá vildi hópur foreldra að það væri límmiði á einni líffræði bókinni þar sem nemendur voru hvattir til að lesa efnið með opnum huga og muna að þetta er ekki heilagur sannleikur heldur kenning. Eins og áður var það dæmt ólöglegt og enn og aftur mátti ekki koma með neitt sem gagnrýnir Darwinisma.

 

14. What would Darwin do?

PBS presents a thoroughly pro-Darwin only account of the debate over evolution. In fact, there are many reasons why we should teach the controversy over Darwinian evolution:

(1) Congress supports such a policy:"The Conferees recognize that a quality science education should prepare students to distinguish the data and testable theories of science from religious or philosophical claims that are made in the name of science. Where topics are taught that may generate controversy (such as biological evolution), the curriculum should help students to understand the full range of scientific views that exist, why such topics may generate controversy, and how scientific discoveries can profoundly affect society."1

(2) The United States Supreme Court has sanctioned such a policy:“We do not imply that a legislature could never require that scientific critiques of prevailing scientific theories be taught.”2

(3) Darwin himself supports such a policy:In Origin of Species, Darwin stated, “A fair result can be obtained only by fully stating and balancing the facts and arguments on both sides of each question.”3

PBS's propaganda doesn't even employ the approach that Darwin himself purportedly recommends. Viewers of PBS’s “Judgment Day: Intelligent Design on Trial” documentary will do well to learn about both sides of this debate.

For more information on problems with PBS-NOVA's "Judgment Day: Intelligent Design on Trial" documentary, please see any of the following links:


Geta geimverur gert greinarmun á milli náttúrulegs suðs og Bítlana?

beatles.jpgVitræn hönnun gengur út á það að það er hægt að greina mun á milli þess sem náttúrulegir ferlar búa til og það sem vitrænar verur búa til.  Ef eitthvað vit væri út í geimnum þá efast ég ekki um að það myndi vita að náttúrulegt suð í geimnum hljómaði allt öðru vísi en Bítlarnir góðu.  Gaman að vita hvort að þannig geimverur væru eins og sumir darwinistar sem myndu neita því að þessi hljóð kæmu frá vitrænum verum því að það væri óvísindalegt; það yrði að útskýra uppruna þeirra með náttúrulegum orsökum og allt annað væri villutrú.

Fyrir þá sem eru ekki að sjá tenginguna við darwinisma út frá þessu þá vilja darwinistar almennt neita að íhuga möguleikann að lífið var hannað af því að það verður að útskýra uppruna lífs með náttúrulegum skýringum og allt tal um hönnun villutrú. Að vísu þá hélt Darwin að Guð hafi búið til fyrstu lífveruna og byrjað þannig ferlið. 

Það að lífið þarf upplýsingakerfi ( DNA ) og gífurlegt magn upplýsinga til að geta verið lifandi segir mér að það var hannað.  Náttúrulegir ferlar einfaldlega búa ekki svona til, alveg eins og þeir eru ekki líklegir til að hafa búið til tónlist Bítlana.


mbl.is Bítlalagi útvarpað í geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífverur birtast skyndilega í setlögum jarðar

Næst síðasta síðan á www.judgingPbs.com þar sem þeirra darwinista áróðri er svarað. Hérna er fjallað um þá staðreynd að í setlögunum þá birtast lífverur skyndilega. Við sjáum ekki hvernig þær smá saman verða til úr frá öðrum dýrum heldur birtast þær skyndilega og breytast síðan lítið sem ekkert. Ávalt þegar darwinistar finna dýr sem á að hafa verið uppi fyrir mörg hundruð miljónum árum síðan og það er alveg eins og það er í dag þá eru þeir ansi undrandi en síðan reyna að breiða yfir þá óþægilegu staðreynd. Eldrauðir reyna þeir að segja að þetta er alveg eitthvað sem má búast við þegar kemur að darwiniskri þróun. Frekar fyndið að horfa upp á.  Augljóslega þá passar það ekki við hægfara darwiniska þróun að dýrin birtist skyndilega án þróunarsögu og breytist síðan ekki í miljónir ára.

Hérna fyrir neða er svo greinin sjálf svo njótið vel. 

 

13. The abrupt appearance of biological forms.

PBS has a slide stating that evolutionary paleontologists “continue to unearth key fossils that bridge those gaps Darwin bemoaned.” But evolutionary paleontologist David Raup wrote in 1979 that “we are now about 120 years after Darwin, and knowledge of the fossil record has been greatly expanded ... ironically, we have even fewer examples of evolutionary transition than we had in Darwin's time.”1 PBS asserts that fossils discovered in the “past half century” have “filled in” gaps to explain the Cambrian explosion in evolutionary terms. Yet a textbook published just six years ago acknowledges that the fossil record has not given clues to help explain the origin of animal phyla in the Cambrian explosion:

"Most of the animal phyla that are represented in the fossil record first appear, ‘fully formed,’ in the Cambrian some 550 million years ago...The fossil record is therefore of no help with respect to the origin and early diversification of the various animal phyla."2

But this is not the only such "explosion" in the fossil record. Paleontologists have observed a fish explosion, a plant explosion, a bird explosion, and even a mammal explosion. Abrupt explosions of mass biological diversity seem to be the rule, not the exception, for the fossil record. Transitions plausibly documented by fossils seem to be the rare exception. As leading evolutionary biologist, the late Ernst Mayr, wrote in 2001, “When we look at the living biota, whether at the level of the higher taxa or even at that of the species, discontinuities are overwhelmingly frequent. . . . The discontinuities are even more striking in the fossil record. New species usually appear in the fossil record suddenly, not connected with their ancestors by a series of intermediates.”3

This phenomenon exists not only at the species level but also at the level of higher taxa, as one zoology textbook discusses:

"Many species remain virtually unchanged for millions of years, then suddenly disappear to be replaced by a quite different, but related, form. Moreover, most major groups of animals appear abruptly in the fossil record, fully formed, and with no fossils yet discovered that form a transition from their parent group."4

Rather than acknowledging the general pattern of explosions in the fossil record, PBS focuses on the few occasions where there are possible transitional forms. PBS focuses on Tiktaalik, an alleged transition between fish and amphibians, but Tiktaalik has a completely finlike fin and does virtually nothing to document the key aspect of the alleged fish to amphibian transition, the transformation of fins into feet.

PBS also cites Archaeopteryx as an alleged transition between dinosaurs and birds. But Archaeopteryx is generally regarded as a true bird, and its alleged dinosaurian ancestors are only known from one locality--the Yixian formation in China--which is "at least 20 Myr younger than Archaeopteryx.”5 If Archaeopteryx is the first known true bird, then from what, if anything, did birds evolve? The fossil record does not tell us. Despite the problems with this evolutionary story, Phillip Johnson provides a lucid and charitable analysis of the importance of this fossil:

Archaeopteryx is on the whole a point for Darwinists, but how important is it? Persons who come to the fossil evidence as convinced Darwinists will see a stunning confirmation, but skeptics will see a lonely exception to a consistent pattern of fossil disconfirmation.”6

References Cited:
1. David Raup, "Conflicts Between Darwin and Paleontology", Field Museum of Natural History Bulletin, Vol. 50 (1) (1979).
2. R.S.K. Barnes, P. Calow & P.J.W. Olive, The Invertebrates: A New Synthesis, pages 9–10 (3rd ed., Blackwell Sci. Publications, 2001).
3. Ernst Mayr, What Evolution Is, page 189 (Basic Books, 2001).
4. C.P. Hickman, L.S. Roberts, and F.M. Hickman, Integrated Principles of Zoology, page 866 (Times Mirror/Moseby College Publishing, 1988, 8th ed).
5. Carl C. Swisher III, Yuan-qing Wang, Xiao-lin Wang, Xing Xu, and Yuan Wang, "Cretaceous age for the feathered dinosaurs of Lianoing, China" Nature, Vol. 400: 58-61 (July 1, 1999).
6. Phillip E. Johnson, Darwin on Trial, page 81 (Intervarsity Press, 1993).


Biblíu lexía á morgun - kyn og póstuladómur

Vill svo til að ég á að vera með Biblíu lexíu á morgun 2. febrúar klukkan ellefu í kirkjunni á Ingólfsstræti 19.  Biblíulexíur hjá okkur eru þannig að einn leiðir umræðu og öllum frjálst að taka þátt og vanalega er merkilega gaman.  Hérna fyrir neðan er lexían sjálf og ég er rétt búinn að lesa yfir hana og hefði gaman af því að heyra athugasemdir við lexíuna.

Kyn og postuladómur HvíldardagseftirmiðdagurLestur vikunnar:  Mk 5.25-34; Lk 1.26-38; 8.1-3; 10.38-42; Jh 4.4-30.Minnisvers:  „Þá sagði María: Sjá, ég er ambátt Drottins. Verði mér eftir orðum þínum. Og engillinn fór burt frá henni.“ Lk 1.38. Konur voru allt frá upphafi á einn eða annan veg nátengdar Jesú í starfi hans á jörðinni.  María móðir hans ól hann.  Auðvitað gat aðeins kona gert það, en trú hennar og auðmýkt er fordæmi sem er öðrum sem vilja gerast postular til eftirbreytni.  Í guðspjöllunum öllum sjáum við hversu mikilvægt hlutverk kvenna var.  María móðir Jesú, konan sem snerti faldinn á kyrtli hans og læknaðist, konan við brunninn og aðrar sýna okkur að konur sem voru reiðubúnar að þiggja náð Guðs gátu orðið fylgjendur og postular Krists.  Þessa vikuna ætlum við að rannsaka samskipti Jesú og kvenna til þess að fá meira innsæi inn í hlutverk postulans. 

Yfirlit vikunnar.  Hvaða ótrúlegu hlutum var María móðir Jesú beðin um að trúa?  Hvað segir Biblían um hlutverk kvenna í verki Krists?  Hvaða lærdóm varðandi postuladóm má draga af frásögninni um konuna við brunninn?

„Sjá, ég er ambátt Drottins“ Lesið Lk 1.26-38.  Settu þig í spor Maríu.  Hver er lyndiseinkunn Maríu samkvæmt þessum versum?  Hvaða ótrúlegu hlutum var hún beðin um að trúa?
 

 

Þrátt fyrir að trú á hið yfirnáttúrulega hafi verið útbreiddari til forna en hún er í nútímasamfélögum þar sem vísindahyggjan ræður ríkjum þá hljóta orð engilsins að hafa reynt á trú Maríu.  Í fyrsta lagi átti hún að verða ófrísk en áfram óspjölluð.  Átti slíkur atburður sér hliðstæðu í sögu heimsins?  Að auki átti barn hennar að vera sonur Guðs.  Spurning hennar, „Hvernig má þetta verða“ var eðlileg og augljós en þegar engillinn benti henni á kraftaverkið sem fólgið var í þungun Elísabetar frænku hennar, sem varð ófrísk á efri árum, (Lk 1.5-25) og fullvissaði hana um að „Guði er enginn hlutur um megn“ (37. vers) trúði María honum og tók orð hans gild. Lesið með bæn í huga og íhugið vandlega orð Maríu til engilsins:  „Verði mér eftir orðum þínum“ (38. vers).  Hvers konar viðhorf sýna þessi orð?  Hvers konar trúarfordæmi eru viðbrögð Maríu fyrir okkur?
 

Þrátt fyrir að holdtekjan hafi verið rædd í þaula í margar aldir er hún okkur enn hulinn leyndardómur.  Ímyndið ykkur hversu mikið þessi unga kona skildi ekki  af því sem átti að verða hlutskipti hennar.  Og þrátt fyrir að hafa vitað svo lítið þá laut hún Drottni í trú og kaus að vilji hans mætti verða.
 

Við, líkt og María, erum beðin um að trúa hlutum sem við skiljum ekki til fulls.  Berið anda ykkar saman við anda Maríu eins og hann birtist hér.  Hversu móttækileg/ur ertu fyrir því að treysta Guði í því sem þú skilur ekki?

Kvenkynsfylgjendur Jesú Í Lk 8.1-3 er öðru ferðalagi Krists um Galíleu lýst.  Hverjir, ásamt lærisveinunum tólf, voru í fylgd með Jesú?
 

 

Lúkas tekur það skýrt fram að konur hafi fylgt Kristi á boðunarferðalögum hans.  Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart vegna þess að guðspjall Lúkasar leggur áherslu á frelsunina og endurlausnina sem Kristur færði þeim sem voru utangarðs og konur voru þar á meðal. „Lúkas er eini guðspjallaritarinn sem skráir niður ýmis smáatriði er varða starf Krists í byrjun og gerir það oft frá sjónarhorni þeirra kvenna er koma við sögu,  þeirra Maríu, Elísabetar og Önnu … Það er eins og Lúkas hafi viljað leggja áherslu á að ríki himinsins hafi verið ætlað konum til jafns við karla og að hlutur þeirra í boðun fagnaðarerindisins hafi vegið jafn þungt.“-The SDA Bible Commentary, 5. bindi, bls. 769 og 770. Það sem var einstakt við fylgismenn Krists var að konur voru í þeirra hópi.  Margar trúarhreyfingar hleyptu konum ekki að.  Sumir lærifeður héldu því fram að konur væru tómar í kollinum og yfirborðskenndar, að þeim ætti ekki að kenna, að þær ættu ekki að sjást á almannafæri með karlmönnum og að hlutskipti þeirra ætti að einskorðast við heimilið og það sem að því laut.  En allt frá fyrstu síðum guðspjallsins og til þeirra síðustu eru konur þátttakendur á einn eða annan hátt í lífi og starfi Krists. Lesið Mt 27.55, 56 og Mk 15.40, 41.  Hverju bæta þessi vers við varðandi hlutverk kvenna í verki Krists?
 


Eftir að Kristur hafði læknar margar konur sýndu sumar þeirra kærleik sinn og hollustu í verki með því að aðstoða hann og sjá honum fyrir nauðþurftum.  Vera má að sumar þeirra hafi verið ekkjur í ljósi þess að þær tóku þátt í trúboðsferðum og höfðu efni á að sjá fyrir Kristi og lærisveinum hans en hver svo sem þáttur þeirra var sýnir orð Guðs fram á það að konur hafi haft mikilvægu hlutverki að gegna í frumkirkjunni.

 

Lesið Gl 3.28.  Reynið að slíta eftirfarandi vers úr samhengi sínu og svarið eftirfarandi spurningu:  Hvernig ganga fordómar í berhögg við meginreglur  Krists?  Líttu í eigin barm.  Hvaða viðhorf og fordóma hefur þú sem ganga í berhögg við orð Guðs?

„Ef ég fæ aðeins snert klæði hans…“ Lesið Mk 5.25-34 en þessi vers hafa að geyma fræga sögu af konu sem læknaðist af meinum sínum.  Þrátt fyrir að sagan greini ekki frá því í sjálfu sér að konan hafi verið lærisveinn þá auðsýndi hún þá trú sem er postuladómi nauðsynleg.  Takið eftir því með hve ólíkum hætti hún nálgast Krist í samanburði við Jaírus, forstöðumann samkunduhússins (Mk 5.22, 23). Hver er munurinn á nálgun þeirra?   Hvað virðist hafa verið það eina sem þau áttu sameiginlegt?

 

Eftir því sem við best vitum hafði konan aldrei séð Krist áður.  Samkvæmt textanum virðist hún hafa flýtt sér til hans þegar hún heyrði af honum.  Einhverjir höfðu borið Kristi vitni og sagt henni frá honum og hún lagði af stað í trú án þess að hafa nokkru sinni orðið persónulega vitni að verkum hans.  Þetta var það fyrsta sem hún framkvæmdi í trú sinni (sjá einnig Jh 20.29; Heb 11.1). Samkvæmt framangreindum versum var konan full örvæntingar.  Helgisiðalögmálið dæmdi hana óhreina.  Sá er snerti hana varð einnig óhreinn.  Hafi hún verið gift mátti hún ekki eiga náin samskipti við eiginmann sinn og hún hefði tæknilega séð ekki einu sinni mátt snerta börnin sín.  Í tólf ár! 

Hvert varð næsta verk sem hún framkvæmdi í trú?

Þrátt fyrir að konan hafi reynt eftir fremsta megni að dyljast vakti Kristur almenna athygli á framgöngu hennar.  Hún greindi honum (í allra áheyrn) frá aðstæðum sínum og þannig varð vitnisburður hennar fyrsta verk hennar sem lærisveinn.  Nú þegar búið var að vekja athygli almennings á því sem hafði gerst yrði það henni miklu auðveldara að segja öðrum frá því sem Kristur hafði gert fyrir hana.  Hún hafði komið til Krists vegna orðróms og nú gat hún farið og sagt öðrum frá honum líka. 

Hvers vegna verðum við að halda áfram að treysta Drottni jafnvel þótt lækning, eða annað sem við þráum, láti standa á sér?  Hvað er eftir ef við hættum að treysta honum?

 Margt sem veldur áhyggjum Ef við eigum að geta gerst lærisveinar verðum við að þekkja Krist af eigin raun.  Samband okkar við hann verður að vera náið og það gerist aðeins ef við eyðum tíma með honum.  Tími okkar er svo umsetinn, það er svo margt sem keppir um hann.  Það er auðvelt að verða upptekinn af hlutum, jafnvel góðum og mikilvægum hlutum en þá verður lítill tími afgangs til að rækta samband okkar við Guð. Lesið Lk 10.38-42.  Hvernig sýnir þetta atvik hvernig jafnvel góðir hlutir geta leitt athygli okkar frá því sem skiptir máli?  Hvaða boðskap er að finna í þessari frásögn af kvenkyns „lærisveinunum“ tveimur?
 

 

 

 

María heyrði orð hans.  Enginn getur orðið lærisveinn sem heyrir ekki orð hans.  Frásögnin greinir einnig frá því að hún hafi setið við fætur hans.  1. aldar lærifeður sátu á háum stólum á meðan lærisveinarnir sátu við fætur þeirra á lægri kollum eða á gólfinu.  Það að sitja við fætur einhvers þýddi að viðkomandi var í hlutverki lærisveins eða nema.  Það að hún skuli hafa setið við fætur Krists þýddi að hún var nemandi hans (berið saman við P 22.3). Svo var það Marta systir hennar.  Í gríska textanum kemur fram að hún hafi verið „dregin í burtu“  vegna anna.  Þetta er að einu leyti skiljanlegt.  Meistarinn var mættur inn á heimili þeirra svo það var skylda þeirra að uppfylla þarfir gestsins.  Að sama skapi var beiðnin um að systir hennar liðsinnti henni í samræmi við hefðir og venjur þess tíma.  Eldhúsið var staður Maríu eins og annarra kvenna en ekki þar sem borðhald fór fram.  Þar var staður karlanna.  En Kristur ávítti ekki Maríu heldur Mörtu.  Hann nefnir hana tvisvar á nafn, e.t.v. til að undirstrika umhyggjuna sem hann bar fyrir henni.  Umkvartanir Mörtu voru réttlætanlegar en ávítur Krists minna okkur á að til eru mikilvægari hlutir en þeir sem eru nauðsynlegir.  Við þurfum öll að taka þessar ávítur til okkar því stundum látum við það sem er aðkallandi glepja okkur frá því sem er mikilvægt eða tökum hið góða fram yfir það sem er lífsnauðsynlegt. 

Hvernig getur þú fundið jafnvægið á milli þess sem verður að gera og þess að dvelja við fætur Krists?  Er hins vegar hægt að verða of líkur Maríu og ekki nógu líkur Mörtu?  Ef svo er þá hvernig?

Konan við brunninn Lesið Jh 4.4-30.  Hvaða aðferð beitti Kristur til að ná trúnaðartrausti þessarar konu og gera hana í öllum megin atriðum að lærisveini?
 

Það krefst nákvæmrar rannsóknar þeirra sem ætla að vinna sálir að skoða hvaða aðferðum Kristur beitti til að ná samversku konunni yfir á sitt band.   Ferlið skiptist í fjögur megin atriði: (1) Að vekja þrá eftir einhverju betra (7.-15. vers); (2) sannfæring um persónulega þörf  (16.-20. vers); (3) Að svara kallinu sem fólgin er í viðurkenningu á því að Kristur sé Messías (21.-26. vers); (4) hvatann til verka sem eru í samræmi við viðurkenninguna (26.-30. vers og 39.-42. vers).
 Ímyndið ykkur það sem hefur flogið í gegnum huga konunnar.  Í fyrsta lagi sýnir ókunnur maður, Gyðingur, henni óvænta gæsku.  Næst vekur hann máls á myrkustu leyndarmálum hennar sem engum er kunnugt um nema henni sjálfri.  Svar hennar „Herra, nú sé ég, að þú ert spámaður“ (19. vers) er játning, ekki aðeins á syndum hennar heldur einnig á því að Kristur er einstakur.  Takið líka eftir því að þegar konan reyndi að skipta um umræðuefni hélt Kristur ekki áfram að ítreka syndir hennar heldur tók undir með henni og notaði tækifærið til að kenna henni frekari sannindi og leiða hana loks að sjálfum sér, ekki sem spámanni heldur sem Messíasi.  Konunni fannst mikið til Krists koma – vafalítið vegna þekkingar hans á leyndarmálum hennar – og því trúði hún honum. Takið eftir því hvernig hún vitnaði fyrir þjóð sinni ( 29. og 39. vers).  Hvers vegna fannst henni mikið til Krists koma?  Var ekki örlítil játning í hennar eigin vitnisburði?  Hversu gott vitni reyndist hún vera?
 


Drottinn umbreytti þessari konu, sem líklega var engin fyrirmynd hvað hreinleika og trúrækni varðaði, í kraftmikið vitni fyrir hann.  Hvaða lærdóm getur þú dregið af (1) að dæma ekki hjarta annarra, og (2) um fyrirgefningu og náð sem stendur jafnvel verstu syndurum til boða?

 Frekari rannsókn.  Lesið SDA Bible Commentary, 5. bindi, bls. 607, 608, 656, 657, 669, 670, 785, 786, 940-942; Þrá aldanna, bls. 389-398. „Þetta „eitt“ sem Marta þarfnaðist var kyrrlátur, guðrækinn andi, dýpri þrá eftir þekkingu á komandi ódauðlegu lífi og þeim dyggðum sem nauðsynlegar eru til andlegs þroska. Hún þurfti síður að hafa áhyggjur af þeim hlutum sem eru forgengilegir en þeim mun meiri af því sem varir að eilífu. Jesús vildi kenna börnum sínum að nota hvert tækifæri til að öðlast þá þekkingu sem gerir menn hyggna til frelsunar.“ –Þrá aldanna, bls. 390. „Eitt af því sem einkennir Lúkasarguðspjall er margar tilvísanir í starf Krists í þágu kvenna í Palestínu og þjónstuna sem sumar þeirra inntu af hendi hans vegna.  Þetta var nýtt af nálinni þar sem opinbert hlutverk Gyðingakvenna hafði verið minniháttar.  En það eru til fáein dæmi þess að spámenn eins og Elísa sem starfaði í þágu kvenna og naut að sama skapi aðstoðar þeirra.“ ­–The SDA Bible Commentary, 5. bindi, bls. 769. Til umræðu.1.       Farið aftur yfir frásögnina af því þegar Maríu er greint frá því að hún verði móðir Krists.  Veltið aftur fyrir ykkur þeim ótrúlegu hlutum sem henni var sagt að trúa, hlutum sem hún gat ekki með nokkru móti skilið.  Veltið fyrir ykkur þeim hlutum sem kristnir menn og konur eru beðin um að trúa og við fáum ekki skilið.  Og þrátt fyrir að við skiljum ekki þessa hluti eigum við samt sem áður að trúa og höfum jafnvel ástæðu til að trúa þeim.  Leggðu hugleiðingar þínar fyrir hópinn og ræðið  í sameiningu þessa hluti og hvers vegna við getum og eigum að trúa þeim þrátt fyrir að við skiljum þá ekki.  Hvernig getum við hjálpað þeim sem eiga í erfiðleikum með að trúa því sem, þegar öllu er á botninn hvolft, verður að taka trúanlegt án frekari sannana?2.       Hvers vegna á ekki að letja konur til postuladóms þegar konur eru í miklum meirihluta safnaðarmeðlima um allan heim?

3.       Kenningar Krists voru byltingarkenndar, umbreytandi, frelsandi, frumlegar, endurreisandi, styðjandi og einkenndust af tilfinninganæmi.  Ekki var litið framhjá neinum, neinn settur á jaðarinn eða einangraður í návist hans.  Lærisveinar nútímans ættu að líkja eftir Kristi og sýna fordæmi hans frammi fyrir öllum stéttum, menningarsamfélögum, kynjum, þjóðum og kynþáttum.  Hvernig getið þið gert söfnuð ykkar að stað þar sem allir eru velkomnir og öðlast hlutverk?


« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband