Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Nýtt sköpunarsafn

Þann 28. maí þá opnaði nýtt sköpunarsafn í Cincinnati í Bandaríkjunum.  Þetta er gífurlega öflugt safn sem hefur tekið langann tíma að byggja og inniheldur allt það besta sem nútímaleg söfn hafa að bjóða.  Þótt að stór hluti Bandaríkjamanna trúa að Guð hafi skapað manninn eins og hann er í dag fyrir sirka sex þúsund árum þá er þetta samt fyrsta alvöru safnið sem hefur þessa afstöðu.  Í þessu safni er farið yfir þær staðreyndir sem styðja sögu Biblíunnar og útskýrt afhverju mikið af því sem menn nota til að styðja þróun geri það í rauninni ekki.

Það verður gaman að fylgjast með þeirri umræðu sem þetta safn mun fá og án mikils efa alls skítkastins sem þróunarsinnar munu koma með, þeir virðast hafa lítið annað fram að færa.

Hérna fyrir neðan er mynd frá safninu, ansi tilkomu mikið og vonandi mun þetta efla sköpunarhreyfinguna til mikilla muna.

 


Þrælahald í Biblíunni

Þegar við heyrum orðið "þrælahald" þá kemur upp í huga okkar það sem var stundað t.d. í Bandaríkjunum fyrir sirka 150 árum síðum. Þá fóru þrælahaldar til Afríku og tóku frjálst fólk þar í ánauð og fóru með það til Bandaríkjanna þar sem það lifði restina af sínu lífi í þrældómi og oftar en ekki við misþyrmingar.

Þess vegna er eðlilegt að þegar fólk heyrir að Biblían leyfir þrælahald að þá finnst fólki það virkilega slæmt og telur að góður Guð myndi aldrei leyfa svona og jafnvel þess vegna sanni þetta að Biblían sé ekki innblásin. Ég vil meina að það sem Biblían kallar "þrælahald" sé í rauninni það sem við gætum kallað atvinnusamning og þær reglur sem Biblían gefur varðandi "þræla" sé til að vernda þá sem lentu í þessu. Skoðum nokkra af þeim textum/reglum sem Biblían gefur varðandi þetta atriði.

Í fyrsta lagi þá í Gamla Testamentinu(GT) kemur vel fram eins og í því nýja að við eigum að elska náungann eins og okkur sjálf.
3. Mósebók 19:18
Eigi skalt þú hefnisamur vera né langrækinn við samlanda þína, en þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ég er Drottinn.

Þar sem vegan illsku manna þá komu upp aðstæður sem voru ekki það sem Guð vildi en þurfti að glíma við. Eitt af því var fátækt þar sem einhver gat ekki séð fyrir sér sjálfur eða gat ekki borgað skuldir sínar og þá gat viðkomandi neyðst í þrældóm. Einnig gat fólk lent í þrældómi sem refsing fyrir ákveðna glæpi.  Við þurfum líka að hafa í huga að orðið sem er þýtt sem þræll ( doulos ) er notað á ýmsa vegu eins og lærisveinarnir voru "þræll/doulos" hinna kristnu í 2. Kórintubréfi og Páll sagðist vera "þræll/doulos" Krists í Galatabréfinu.  Þannig að þetta samband milli manna þýddi ekki hið slæma sem við í dag tengjum þessu og í einhverjum tilfellum þá gat "þrællinn" ekki viljað yfirgefa húsbónda sinn eins og kemur fram í 5. Mósebók 15:16-17.

Ef að "þræli" var misþyrmt eða farið illa með hann og hann flúði þá gaf Biblían skýr fyrirmæli um að það mætti ekki skila honum aftur til húsbóndans eða fara illa með hann.

Fimmta bók Móse 23:15 Þú skalt eigi framselja í hendur húsbónda þræl, sem flúið hefir til þín frá húsbónda sínum. 16 Hann skal setjast að hjá þér, í landi þínu, á þeim stað, er hann sjálfur velur, í einhverri af borgum þínum, þar sem honum best líkar. Þú skalt ekki sýna honum ójöfnuð.

Það sem gert var í Bandaríkjunum að fara til Afríku og hneppa fólk þar í ánauð var alvarlegur glæpur samkvæmt lögum GT.

2. Móse 21:16 Hver sem stelur manni og selur hann, eða hann finnst í hans vörslu, hann skal líflátinn verða.

Það þrælahald sem við þekkjum best snérist að miklu leiti um kynþátt eða hörundslit en það er ekki að finna neitt þannig í Biblíunni, meira að segja tilgreinir GT sérstaklega hvernig viðhorf þjóðin átti að hafa gagnvart útlendingum.

3. Mósebók 19:33 Ef útlendur maður býr hjá þér í landi yðar, þá skuluð þér eigi sýna honum ójöfnuð.   34 Útlendan mann, sem hjá yður býr, skuluð þér svo með fara sem innborinn mann meðal yðar, og þú skalt elska hann eins og sjálfan þig, því að þér voruð útlendingar í Egyptalandi. Ég er Drottinn, Guð yðar.

5. Mósebók 24:14 Þú skalt eigi beita fátækan og þurfandi daglaunamann ofríki, hvort sem hann er einn af bræðrum þínum eða útlendingum þeim, er dvelja í landi þínu innan borgarhliða þinna. 
15 Þú skalt greiða honum kaup hans sama daginn, áður en sól sest, _ því að hann er fátækur, og hann langar til að fá það _, svo að hann hrópi ekki til Drottins yfir þér og það verði þér til syndar.

Einnig áttu þeir sem voru "þrælar" höfðu sama rétt til trúarathafna og gyðingar, áttu að fá frí á Hvíldardaginn og máttu taka þátt í trúarhátíðum ( 5. Mósebók 16:9-17 ).

Þeir Hebrear sem lenti í því að verða þrælar fengu frelsi sitt sjöunda árið.
2. Mósebók 21:2 Þegar þú kaupir hebreskan þræl, skal hann þjóna þér sex ár, en á sjöunda ári skal hann frjáls burt fara án endurgjalds

Nokkrir aðrir punktar sem varpa ljósi á þetta mál:

  • "Þrælar" áttu sínar eigin eignir ( 2. Mósebók 21:23 ; 3. Mósebók 25:46 )
  • Það var dauðarefsing við því að deyða þræl, allt annað var í gangi í Bandaríkjunum.
  • "þræll" var meðlimur heimilis húsbónda síns ( 3. Mósebók 22:11 )
  • Þegar "þræll" öðlaðist frelsi þá átti fyrrverandi húsbóndi hans að kveðja hann með gjöfum ( 5. Mósebók 15:14 )

 Vonandi varpaði þetta einhverju ljósi á þetta efni.

Mofi


Tvær sögur út frá sama texta?

Ímyndaðu þér að fá í hendurnar bók þar sem ef þú byrjaðir að lesa bókinni frá fyrsta staf þá myndir þú lesa "Sjálfstætt fólk" en ef þú byrjaðir að lesa frá stafi númer tvö þá myndir þú lesa söguna "Slóð fiðrildanna".  Þér þætti án efa þetta vera nokkuð mögnuð bók og sá sem skrifaði bókina vera ansi klár til að geta hannað svona bók.

Það er akkurat þetta sem finnum við í DNA kóðanum sem býr okkur til.  Ef þú byrjar á einum stað þá færðu út forritunarkóða með ákveðna virkni en ef þú byrjar á öðrum stað þá færðu annan kóða bút með aðra virkni. Þeir sem þekkja inn á dulkóðun og að búa til upplýsingar eins og t.d. forritunarkóða vita að svona er gífurlega flókið og erfitt.

Sjá fréttina sem fjallar um þetta: A First Look at ARFome: Dual-Coding Genes in Mammalian Genomes

Við munum án efa læra mikið af meistara forritaranum sem bjó til DNA kóðann og fyrir mitt leiti trúi á að sá sem hannaði DNA og upplýsingarnar á því er Guð Biblíunnar.

 Mofi


Ellen G. White

Vegna umræðna sem komu upp hérna á blogginu ( http://vonin.blog.is/blog/vonin/entry/207226/) þá fannst mér ég verða að skrifa eitthvað aðeins um þetta efni.

Að samþykkja Ellen White sem spámann er ekki skilyrði til að tilheyra Aðvent kirkjunnu. Því miður eru sumir aðventistar sem setja það þannig fram en það er ekki opinber stefna kirkjunnar.

Minn grundvöllur fyrir því að tilheyra Aðvent kirkjunni er trú á Jesú Krist, fagnaðarerindið og óbreytt útgáfa af boðorðunum tíu.  Einnig skilningur á kærleiksríka eðli Guðs sem t.d. birtist í að helvíti er ekki staður eilífra þjáninga. 

Ellen White er aftur á móti mjög merk kona og ein af þeim sem lagði kenningalegann grunn að aðventkirkjunni. Hún fæddist 1827 og dó 1915 og á þeim tíma skrifaði hún meira en 5.000 greinar og 49 bækur. Hún er mest þýddi kvenrithöfundur heimsins og mest þýddi rithöfundur Bandaríkjanna.  Hún fjallaði um mörg málefni eins og t.d. trúmál, menntun, heilsu, mannkynssögu og stjórnun.  Dæmi um hennar framsýni eru hennar ráðlegginar í heilsumálum þar sem hún talaði um skaðsemi reykinga á þeim tímum sem læknar ráðlögðu reykingar. Hennar ráðleggingar í matræði og almennri heilsu eru ráð sem næringafræðingar í dag myndi ekki mótmæla.

Varðandi gagnrýni Lindu á Ellen White:

If you receive Christ as your Savior through the SDA's, only your past sins, up to that moment are forgiven. Now you must get to work to earn your salvation. Ellen G. White said in the Advent Review and Sabbath Herald of 10-26-1897 this statement,

Vantar þarna hvað hún sagði nákvæmlega. Það liggur alveg fyrir að samkvæmt Biblíunni þá er ekki í lagi að halda áfram að syndga eftir að hafa öðlast fyrirgefningu Krist.

Hebreabréfið 10:26. Því að ef vér syndgum af ásettu ráði, eftir að vér höfum öðlast þekkingu sannleikans, þá er úr því enga fórn að fá fyrir syndirnar

Christ bore our own sins in his body on the tree according to the Bible. 1 Peter 2:24 says, "Who his own self bare our sins in his own body on the tree...". Become a SDA, and it will be Satan who will eventually bear your sins! Ellen G. White wrote,

Hérna er líklegast ákveðinn misskilningur í gangi; líkingin sem við fáum frá musteris þjónustunni er sú að Satan mun borga fyrir hans syndir alveg eins og allir þeir sem hafna krossinum verða að borga fyrir sínar syndir. En Ellen White segir margt oft mjög skýrt að það er Kristur sem borgaði fyrir syndir okkur.

You really won't be told about Ellen G. White's engaging in necromancy, communication with the dead, expressly forbidden by God in Deuteronomy 18:10-12

Þetta virkar eins og ljót lygi. Ég veit ekki betur en það er satt að Ellen White dreymdi draum þar sem hún talaði við manninn sinn en þetta var bara draumur. Það er ekki eins og hún hafi leitað til hinna dánu enda er það eitt af stóru atriðum Aðvent kirkjunnar að hinir dauðu vita ekki neitt og við getum ekki talað við þá.

Fyrir þá sem vilja vita meira þá vil ég benda þeim á  http://www.whiteestate.org/  þar sem hægt er að lesa mikið af hennar bókum á netinu og http://www.ellenwhitedefend.com þar sem mörgum spurningum varðandi Ellen White er svarað.

Best að leyfa Ellen White að enda þetta:
Our Redeemer has opened the way so that most sinful, the most needy, the most oppressed despised, may find access to the Father. All may have a home in the mansions which Jesus has gone to prepare . . 'Behold, I have set before thee an open door, and no man can shut it.'

Mofi


Athyglisverðar rökræður um tilvist Guðs

Does God Exist? The Nightline Face-Off

Sjónvarps umræður á abc sjónvarpsstöðinni milli tveggja trúaðra einstaklinga og tveggja guðleysingja um tilvist Guðs.  Þeir sem eru rökræða eru Ray Comfort og Kirk Cameron frá www.wayofthemaster.com / www.wayofthemasterradio.com   og Brian Sapient og Kelly fyrir hönd guðleysingja.

http://abcnews.go.com/Nightline/story?id=3148940&page=1


Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband