Hvernig lógar maður pólitíkinni?

Mér fannst skemmtileg setning koma þarna í lokin hjá Herberti "pólitík er með hundaæði og það þarf að lóga henni það er ekki til lækning önnur".  En hvernig lóar maður pólitíkinni?  Er það hægt?

god_politicsÞað sem við erum að sjá þarna er hve maðurinn er fallvaltur þegar kemur að þeim dyggðum sem við flest öll reynum að hafa í heiðri.

Það verður svo erfitt að sýna umburðarlindi þegar stoltið er sært og enn erfiðara að fyrirgefa þegar ráðist er á mannorð manns. Kærleikurinn sem við höfum til annarra víkur allt of oft fyrir sjálfs elskunni. Það leið ekki langur tími frá því að Bítlarnir sungu "All you need is love" og að þeir hættu. Þó ég tel að kærleikurinn er kröftugur þá tel ég að kærleikur manna á milli vera frekar fátæklegan.

Ég trúi því að aðeins á himnum verður hægt að lóa pólitíkinni. 


mbl.is Þingmenn okkar hafa brugðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú lóar engu,  þú lógar því

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 16:12

2 Smámynd: Mofi

Takk fyrir leiðréttinguna Jón.

Mofi, 14.8.2009 kl. 16:28

3 identicon

Vá Mofi, mikið þykir mér gaman að vera sammála þér með eitthvað :)

Ég er á móti pólitík og ríki, en styður þú free-market anarchy eða free-market libertarism?

Anarchy er algjört valdleysi eins og þú ættir að vita og Liberty er svona hálfpartinn eins og ísland var forðum nema þar er samt vald sem ákveður með dómi :)

hfinity (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 19:38

4 Smámynd: Mofi

Gjarnan, gaman að heyra :)

Ég tel að besta leiðin eru ströng lög sem hafa það í huga að menn eru gráðugir og sjálfselskir. Svo frelsi til að athafna sig en reglur sem passa upp á almannaheill.  Held að nokkvurn vegin er það, það sem Ísland og fleiri ríki reyna að gera nema kannski klikka dáldið á þessu með að fólk er gráðugt og mun misnota ef hægt er.  hmm, var þetta svar? :)

Mofi, 14.8.2009 kl. 19:46

5 identicon

Svo þú ert ekki á móti valdi :(

Sorry, en svo lengi sem er vald þá mun alltaf vera eitthvað vandamál (chaos) vegna þess að einveldi getur ekki stjórnað svo ótrúlega mismunandi skoðunum.

Ef fólk fengi leyfi til að ráða hvað það gerir og velur og það allt vera opinbert (Free Market) þá lenda þeir of gráðugu sjálfkrafa í vanda vegna þess að venjulega þá hatar fólk þannig menn og geta auðveldlega eyðilagt fyrir þeim vegna þess að þá er frelsi til þess.

Meðan það er vald þá er alltaf spilling vegna þess að ríki mun alltaf vernda hina klókustu jafnvel án þess að vita af því. :)

hfinity (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 20:10

6 Smámynd: Mofi

Gjarnan,  áhugavert sjónarhorn. Ég held að vald er alltaf til staðar og aðal spurningin hvort að það vald er notað til góðs eða ills. Á bakvið tjöldin er eins og að spillingin hafi verið yfirþyrmandi; teygt anga sína frá bönkum inn á þing. En, hvort að algjört frjálsræði myndi sjá til þess að gráðugir lenda í vanda... úff, ég veit ekki.  Tökum t.d. það sem við sjáum í dag. Þar voru menn að setja upp bókhaldið hjá sér á mjög villandi hátt. Skrifuðu viðskiptavild upp á fáránlegar upphæðir; eitthvað sem er ekki eitt eða neitt. Lög og vald gæti komið í veg fyrir svona blekkingar en ég sé ekki hvernig "free market" gæti komið í veg fyrir svona...

Mofi, 14.8.2009 kl. 21:49

7 identicon

Það getur með því að viðskiptavinir geta bara hætt viðskiptum við bankann eitthvað þannig, þetta er vel útskýrt í stórri grein sko en ekki bara hér :P

hfinity (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 01:57

8 identicon

Það er í raun umgjörðin sem er röng.

Þetta þyrfti að vera eins og í Grikklandi til forna; þar sem að fólkið fylktist í kringum þann vitrasta sem gat komið með bestu rökin/svörin(=Sá vitrasti var spurður).

Annars verður þetta alltaf eins og í morfískeppni á framhaldsskólasstigi.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 802799

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband