Dauðinn bara hluti af lífinu?

AirBusÍ rökræðum við guðleysingja þá kemur oft sú afstaða upp að dauðinn er bara hluti af lífinu og þeir eru búnir að sætta sig við að dag einn munu þeir deyja og hverfa í eilífðina.  Ég leyfi mér að efast um að þeir sem segja þetta geti í raun og veru lifað í samræmi við þetta.  Þessi atburður þar sem Airbus 220 flugvél hrapaði og 228 manns dóu sýnir einnig fram á það því að sorgin er gífurleg og fáir sem segja núna að dauðinn er bara hluti af lífinu og fáir sem koma fram og predika að þetta fólk er horfið og það er engin von fyrir þá sem sakna þeirra.

Ég efast um að þeir sem syrgja myndu vilja Richard Dawkins flytja ræðu í jarðarför ástvina þar sem hann segir að dauðinn er bara hluti af lífinu. Nei, dauðinn er óvinur lífsins og var sigraður fyrir tvö þúsund árum síðan.

Frammi fyrir svona harmleik er ég þakklátur fyrir þá kristnu von sem ég hef sem kemur best fram í þessum versum hérna:

Opinberunarbókin 21
1Og ég sá nýjan himin og nýja jörð því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið var ekki framar til. 2Og ég sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði er skartar fyrir manni sínum. 3Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu er sagði: „Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. 4Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“
5Sá sem í hásætinu sat sagði: „Sjá, ég geri alla hluti nýja,“ og hann segir: „Rita þú, því að þetta eru orðin trúu og sönnu.“ 6Og hann sagði við mig: „Það er fram komið. Ég er Alfa og Ómega, upphafið og endirinn. Ég mun gefa þeim ókeypis, sem þyrstur er, af lind lífsins vatns. 7Sá er sigrar mun erfa þetta og ég mun vera hans Guð og hann mun vera mitt barn.


mbl.is 17 lík fundin úr flugvélinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég efast um að þeir sem syrgja myndu vilja Richard Dawkins flytja ræðu í jarðarför ástvina þar sem hann segir að dauðinn er bara hluti af lífinu.

Ég er nokkuð viss um að flestir trúleysingjar myndu kjósa þannig ræðu í sinni jarðaför eða jarðaförum ástvina sinna.

Nei, dauðinn er óvinur lífsins og var sigraður fyrir tvö þúsund árum síðan.

Hætti fólk að drepast þá?

Mér leiðist dálítið þessi hræsni kristinna trúmana þegar kemur að dauðanum.  Ekkert bendir til þess að kristnir trúmenn eigi eitthvað auðveldara með að sætta sig við missi heldur en þeir sem eru annarar trúar eða engrar.

Hvernig stendur á því að kristnir trúmenn gráta í jarðaförum?  Ættu þeir ekki að brosa hringinn ef þeim þykir virkilega vænt um þann sem lést?

Matthías Ásgeirsson, 8.6.2009 kl. 11:36

2 Smámynd: Mofi

Matthías, ég get ekki neitað því að mjög sannfærðir guðleysingjar myndu líklegast hafa ekkert á móti Dawkins sem ræðumanni í sinni jarðarför.

Nei, fólk hætti ekki að deyja fyrir tvö þúsund árum síðan.

Dauðinn er alltaf erfiður, hvort sem fólk er kristið eða ekki kristið en vonin gerir þessa glímu auðveldari fyrir flesta. Að gráta í jarðarförum er alveg rökrétt fyrir kristinn einstakling því að viðkomandi er farinn og hann mun sakna hans þó að hann hafi von um að sjá hann aftur þegar Kristur kemur aftur.

Mofi, 8.6.2009 kl. 11:48

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

en vonin gerir þessa glímu auðveldari fyrir flesta.

Hvað hefur þú fyrir þér í því?

 Nei, fólk hætti ekki að deyja fyrir tvö þúsund árum síðan.

Þannig að dauðinn var ekki sigraður.

Matthías Ásgeirsson, 8.6.2009 kl. 12:07

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Menn gráta í jarðarförum af því að þeir syrgja hinn látna hvort sem hann lifir nú eftir dauðann eða ekki. Þetta er bara tilfinningalegt mannlegt viðbragð og hefur ekkert með trú að gera. Flestir fara víst til helvítis hvort eð er nema Mofi og trúbræður hans!

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.6.2009 kl. 12:11

5 Smámynd: Mofi

Matthías, persónulega reynslu og vitnisburð annara. Bara fyrir nokkru þá voru bakþankar í Fréttablaðinu sem fjölluðu um þetta.

Þegar Kristur reis upp frá dauðum var dauðinn sigraður en við fáum ekki hlutdeild í því fyrr en Kristur kemur aftur.

Mofi, 8.6.2009 kl. 12:12

6 Smámynd: Mofi

Sigurður, ég trúi nú ekki á helvíti sem stað þar sem sálir eru kvaldar að eilífu. Ég síðan trúi að það sem þarf til að öðlast eilíft líf er iðrun þar sem menn snúa við frá illsku og treysta og vona á skaparann. Þetta er eitthvað sem allir geta gert, sama í hvaða samfélagi þeir ólust upp í.

Mofi, 8.6.2009 kl. 12:14

7 Smámynd: Arnar

Skil ekki alveg þessa pælingu hjá þér mófi, ertu að segja að ef guðleysingjar séu sáttir við dauðan þá eigi þeir ekki að syrgja fólk sem deyr í hörmulegum slysum?

Arnar, 8.6.2009 kl. 13:00

8 Smámynd: Mofi

Arnar, jú, ég skil mjög vel að þeir syrgja. Engin von að hitta ástvini aftur, það er örugglega hryllilegt og vildi ekki vera í þeirra sporum. Þess vegna vil ég benda þeim á að það eru til betri spor til að vera í.

Mofi, 8.6.2009 kl. 14:10

9 Smámynd: Arnar

Mófi: Þess vegna vil ég benda þeim á að það eru til betri spor til að vera í.

Afhverju eru það betri spor að lifa í sjálfsblekkingu og halda að það taki við eitthvað líf eftir dauðann?

Mófi: Þegar Kristur reis upp frá dauðum var dauðinn sigraður en við fáum ekki hlutdeild í því fyrr en Kristur kemur aftur.

Sérðu ekki hvað þetta hljómar alveg ótrúlega líkt og að ef farandsölumaður selur þér einhvern töfradrykk, þú borgar fyrirfram og hann kemur með vöruna þína í næstu ferð..  Jésú Kr. Jósefsson ætlaði rétt að skreppa og ~2000 árum seinna hefur ekkert til hans spurst (ef frá er talið hinar ýmsu birtingar á ristabrauðum, myglusveppum og þess háttar).

Pældu í því, ef hægt væri að trúa sköpunarsögunni þinni þá er guðinn þinn búnn að láta alla í heiminum bíða í 1/3 af tímanum sem heimurinn hefur verið til.. bara af því að eitthvað sem engin veit.

Arnar, 8.6.2009 kl. 14:30

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

" Í rökræðum við guðleysingja þá kemur oft sú afstaða upp að dauðinn er bara hluti af lífinu og þeir eru búnir að sætta sig við að dag einn munu þeir deyja og hverfa í eilífðina.  Ég leyfi mér að efast um að þeir sem segja þetta geti í raun og veru lifað í samræmi við þetta. "

Geturðu komið einhverjum sens í þetta Mofi minn?  Hvernig lifir maður í samræmi við það að sætta sig við að deyja og hverfa í eilífðina? Any hints?

Er þetta kannski bara líkingamál og ég að taka þetta úr samhengi við textann?

Hjálp!

Jón Steinar Ragnarsson, 8.6.2009 kl. 15:54

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eitt enn...Ert þú af Ísraelsætt?

Matt 15:24

24Hann mælti: "Ég er ekki sendur nema til týndra sauða af Ísraelsætt."

Þetta var þegar hann nennti ekki að verða að bón Kanversku konunnar (blökkukonunnar) af því að hún átti ekkert upp á dekk sem slík. Hann lét þó undan, þegar hún játti því að vera hundur.

25Konan kom, laut honum og sagði: "Herra, hjálpa þú mér!"

26Hann svaraði: "Ekki sæmir að taka brauð barnanna og kasta því fyrir hundana."

27Hún sagði: "Satt er það, herra, þó eta hundarnir mola þá, sem falla af borðum húsbænda þeirra."

Þetta var kynþáttahatarinn Jesú, sem leit á blakka þræla sem hunda. En það sem merkilegra er, er það að hann tekur því skýrt fram að hann er aðeins kominn til að frelsa Ísraelsmenn.

Svo hættu nú þessu bulli endalust. Þú ert ekki í klúbbnum frekar en ég.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.6.2009 kl. 16:04

12 Smámynd: Mofi

Arnar
Afhverju eru það betri spor að lifa í sjálfsblekkingu og halda að það taki við eitthvað líf eftir dauðann?

Af hverju ert þú ekki að lifa í sjálfsblekkingu?  Hvernig getur einhver vitað hvort hann hafi blekkt sjálfan sig?  Heldur þú að þú hafir ekki verið blekktur? Þannig líður fólki sem hefur verið blekkt.

Ef það síðan reynist vera blekking, þá að minnsta kosti var þetta líf betra því það er betra að lifa með von en án hennar.

Arnar
Sérðu ekki hvað þetta hljómar alveg ótrúlega líkt og að ef farandsölumaður selur þér einhvern töfradrykk, þú borgar fyrirfram og hann kemur með vöruna þína í næstu ferð..  Jésú Kr. Jósefsson ætlaði rétt að skreppa og ~2000 árum seinna hefur ekkert til hans spurst (ef frá er talið hinar ýmsu birtingar á ristabrauðum, myglusveppum og þess háttar).

Ekki er ég að biðja þig um peningana þína. Kristur biður óbeint um þá en það kemur fram á þennan hérna hátt:

Matteusarguðspjall 25
34Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: Komið þér, sem faðir minn á og blessar, og takið við ríkinu sem yður var ætlað frá grundvöllun heims. 35Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, 36nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín.
37Þá munu þeir réttlátu segja: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka? 38Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? 39Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín? 40Konungurinn mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.

Jón Steinar
Geturðu komið einhverjum sens í þetta Mofi minn?  Hvernig lifir maður í samræmi við það að sætta sig við að deyja og hverfa í eilífðina? Any hints?

Það er að segja að þegar á reynir að þá efast ég um að það er svona auðvelt að sætta sig við þessa trú eða þessi örlög. Það er auðvelt að láta sem svo eins og það er ekkert mál þegar dauðinn er fjarri en ég efast um að það sé ekkert mál þegar á hólminn er komið.

Mofi, 8.6.2009 kl. 16:07

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þarna opinberar þú þig loksins! Þú ert svona skít logandi hræddur við dauðan að þú nærð ekki að hugsa þá hugsun til enda.

Þú leitar örvænt í torræðum texta, sem er eignaður ennþá torræðari persónu til torræðs hóps fólks og lætur sem það eigi við þig. Jóhannes frá pathmos á sveppatrippi á vindbarinni eyju öskrandi illur og dópaður,hengdur upp á rasshárunum að hatast með fáheyrðum samhengislausum sturlunarvaðli út í Rómverja eftir eyðingu Jerúsalem.

Voru þetta svo eftir allt skilaboð til þín? Ég spyr því aftur. Ertu Ísraelsmaður?

Jón Steinar Ragnarsson, 8.6.2009 kl. 16:20

14 Smámynd: Mofi

Jón Steinar
Þetta var kynþáttahatarinn Jesú, sem leit á blakka þræla sem hunda. En það sem merkilegra er, er það að hann tekur því skýrt fram að hann er aðeins kominn til að frelsa Ísraelsmenn.

Svo hættu nú þessu bulli endalust. Þú ert ekki í klúbbnum frekar en ég

Jesú var sannarlega sendur til Ísraels fyrst og fremst, það var ekki fyrr en að postularnir fengu sýn að þeir skyldu að fagnaðarerindið um Krist átti að vera boðað öllum heiminum en það var töluvert eftir krossinn.

Jesú var síðan auðvitað ekki kynþáttahatari eins og sagan af miskunsama Samverjanum sannar, sjá: Lúkas 10:25-37.

Mofi, 8.6.2009 kl. 16:23

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Telur þú þig svo mikla gersemi og vera svo júnikk að þú hljótir að eiga að lifa áfram. Ég hélt að einaf þumalfingursreglunum ykkar væri lítilæti, en þú virðist algerleg uppsvelgdur af sjálfum þér.

Þú drepst. punktur. Þú getur hinsvegar reynt að skila einhverju góðu, sem lifir þig eitthvað lengur. For starters geturðu hætt að vekja ótta og örvæntingu með vandalausum, með þessari lygaþvælu, sem byggir ekki bara á óskhyggju, heldur ansi blatant hótunum.  "Ef þú ert ekki með mér, þá ertu á móti mér." Þetta át Bush eftir frelsara þínum.  Þú átt ekki séns nema að trúa þessu, ef þú vilt ekki hafa verra af. Hversu djöfull vitlaust sem það er.

Þegar þú drepst geturðu verið viss um eitt. Það verður eilífur friður. Er það ekki nógu gott?

Jón Steinar Ragnarsson, 8.6.2009 kl. 16:28

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú segir það ekki líklegt að við trúum þessari sannfæringu okkar. Ekki skal ég tala fyrir alla, en ég er nokkuð viss um að þú ert ekki sannfærður um þessa trú þína. Þú ert hræddur, enda byggir öll þín trú á því. Óttanum. Óttast skaltu guð þinn, annars...

Hveskonar líf er þetta?

Jón Steinar Ragnarsson, 8.6.2009 kl. 16:32

17 Smámynd: Mofi

Jón Steinar, núna ertu bara byrjaður að vera með leiðindi...  varðandi hvers konar líf þetta er þá er þetta líf með von um betri heim.

Mofi, 8.6.2009 kl. 16:36

18 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi, þessi orð sem þú tileinkar guðleysingjum, "dauðinn er bara hluti af lífinu", eru líka sögð af trúuðum, nema hvað orðinu "bara" er kannski sleppt. Það virkar svona kæruleysislegt að nota það orð.

Ég get ekki ímyndað mér að guðleysingi eða trúaður maður myndi nota orðið "bara" í kveðjuræðu yfir látnum manni, eins og þú gefur í skyn.

En ef þér finnst þessi lýsing á lífi eftir dauðann sem kemur fram í Opinberunarbók 21. kafla, segja þér eitthvað, þá sættir þú þig við ómerkilegt líf eftir dauðann.

"Og ég sá nýjan himin og nýja jörð því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið var ekki framar til."

Hvaða eyjapeyi heldur þú að myndi sætta sig við það að hafið yrði ekki framar til? Kannski einhverjir eyðimerkurdrengir sem hræðast sjóinn, sem sjá þarna fyrir sér einhverja hættuminni veröld og eiga þá ekki von á skrímslum koma úr undirdjúpunum til að gleypa þá?

En ég er nokkuð sammála ágiskun Jóns Steinars um að þú sért í raun allt of hræddur við lifna ekki við eftir dauðann.

En ef það er hlutskipti allra, þá missir þú ekki af neinu, Mofi.

Sigurður Rósant, 8.6.2009 kl. 17:17

19 Smámynd: Arnar

Mófi: Hvernig getur einhver vitað hvort hann hafi blekkt sjálfan sig?

Það er td. hægt að kynna sér gögn og framkvæma rannsóknir eftir þörfum.  Þú kemst væntanlega fljótlega að því að það sé ekkert sem bendir til þess að það sé líf eftir dauðan (amk. ekkert sem er rökstutt af öðrum gögnum og rannsóknum).

Mófi: Ef það síðan reynist vera blekking, þá að minnsta kosti var þetta líf betra því það er betra að lifa með von en án hennar.

Hvernig í ósköpunum færðu það út að lífið hafi verið betra vegna þess að þú hafðir einhverja falsvon?  Er eitthvað betra að deyja þegar þú ert búinn að sólunda öllu lífinu í að hafa áhyggjur af því að deyja eða hvað gerist þegar þú deyrð?  Þú ert búinn að bíða alla æfi og fattar svo að þú varst plataður.  Hljómar ekki eins og góður endapunktur.

Arnar, 8.6.2009 kl. 17:22

20 Smámynd: Þóra Sigríður Jónsdóttir

Alltaf gaman að líta inn hjá þér Mofi :D

Þolinmæðin sem þú sýnir og umburðarlyndið er til fyrirmyndar...

Bestu kveðjur frá Englandi

Þóra Sigríður Jónsdóttir, 8.6.2009 kl. 18:16

21 Smámynd: Mofi

Rósant, kristinn einstaklingur getur leikandi fallið í þá gryfja að láta sem dauðinn er hluti af lífinu en viðkomandi hefur ekki alveg hugsað þá hugmyndafræði út. Hún er að minnsta kosti ekki í samræmi við boðskap Biblíunnar um að dauðinn er slæmur og ekki hluti af áætlun Guðs heldur afleiðing syndarinnar.

Varðandi eyjapeyjana þá held ég að þeir geti sofið rótt, án efa vatn þarna þó ekki haf sem aðskilur heimsálfur. Síðan nóg þarna út í alheiminum til að kanna og kannski pláneta sem hefur haf. Ekki myndi ég hafna því lífi sem Kristur býður okkur vegna þessa...

Arnar, auðvitað er það trú hvort upprisa dauðra mun gerast í framtíðinni eða ekki. En sú trú er byggð á áreiðanlegum vitnisburði. Varðandi falsvonina, ef ég hef rangt fyrir mér og allir kristnir þá munum við aldrei komast að því.  Þú aftur á móti gætir komist að því að þú hafnaðir því lífi sem Kristur býður þér og ég á erfitt með að hugsa upp hvaða ástæðu þú gætir hugsað upp til að réttlæta slík eilíf mistök.

Þóra, takk fyrir það!    Hlakka til að sjá ykkur hjónin koma á klakann :)

Mofi, 8.6.2009 kl. 18:28

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sagan af miskunsama Samverjanum er saga af samverja, sem ekki var kynþáttahatari og gerði ekki mannamun. Það þótti kynþáttahataranum Jésú merkilegt, en það var í því samhengi að jafnvel Samverjar gætu sýnt gæsku.

Jamm...hann kom til að frelsa Ísraelsmenn, en löngu síðar fengu lærissveinarnir vitrun um að hann hafi ekki meint það heldur eitthvað allt annað. Hmm? Hvað fleira af því sem Jesú sagði var ekki meint þannig?

Hve oft skiptu aðrir um skoðun fyrir hann?

Þú færð bara ekki mokað þig úr þessum flór minn kæri, með liggaliggalái á borð við þetta.

Þegar ég var strákur, þá lékum við kúreka og Indjána og skutum hvorn annann á færi við hvert færi. Einn stóð þó alltaf upp aftur, en það var sonur apótekarans. Hann lét fallast í jörðina, lét svo sem hann gleypti eitthvað og sagði:"Tekur pillu." og stóð upp sprellifandi aftur.

Þú ert ekki ósvipaður í undanbrögðunum.

Hann er líka sá eini, sem ég veit með vissu að risi upp frá dauðum, þótt það væri nú baraí þykistunni.

Þetta er jú allt saman þykistuleikur hjá ykkur líka er það ekki?

Jón Steinar Ragnarsson, 8.6.2009 kl. 18:34

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

En svona að lokum eftir að hafa lesið greinina athugasemdir og svör...hvað var ointið hjá þér með þessu greinarkorni?

Hjálp!

Jón Steinar Ragnarsson, 8.6.2009 kl. 18:47

24 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

pointið...átti að standa.  Eða kannski var ekkert point, bara oint.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.6.2009 kl. 18:48

25 Smámynd: Mofi

Jón Steinar, punkturinn með sögu Jesú um miskunsama Samverjan var að útlendingur sem hlýtur eilíft líf vegna þess að hann lifði í samræmi við lögmál Guðs og elskaði náungan eins og sjálfan sig á meðan trúarleiðtogar gyðinga gerði það ekki. Þannig að þótt þeir væru "réttrar" trúar og gyðingar þá skipti það engu máli af því að þeir uppfylltu ekki þá kröfu lögmálsins að elska náungan.

Pointið var frekar skot á guðleysi og það vonleysi sem mér finnst þeir "predika".

Mofi, 8.6.2009 kl. 19:23

26 identicon

Og það er ekki hægt að elska náungann nema vera trúaður?

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 19:41

27 Smámynd: Mofi

Jú, auðvitað

Mofi, 8.6.2009 kl. 20:16

28 Smámynd: Arnar

Þóra: Þolinmæðin sem þú sýnir og umburðarlyndið er til fyrirmyndar...

Já einmitt.  Allir sem mófi hefur gefið í skyn að séu óheiðarleg vitlaus smábörn sem hann hlær af réttið upp hönd..

Mófi: Arnar, auðvitað er það trú hvort upprisa dauðra mun gerast í framtíðinni eða ekki. En sú trú er byggð á áreiðanlegum vitnisburði.

Áreiðanlegur vitnisburði, já einmitt.  Það stendur í biblíunni, biblían er orð guðs og fyrst guðinn þinn samdi þessa sögu hlýtur hún að vera sönn.

Mófi: Varðandi falsvonina, ef ég hef rangt fyrir mér og allir kristnir þá munum við aldrei komast að því.  Þú aftur á móti gætir komist að því að þú hafnaðir því lífi sem Kristur býður þér og ég á erfitt með að hugsa upp hvaða ástæðu þú gætir hugsað upp til að réttlæta slík eilíf mistök.

Ástæða?  Hvað með: það er nákvæmlega ekkert nema óstaðfestanleg hjátrú af ýmsutagi sem bendir til þess að það sé líf eftir dauðann.

Fyrr utan það hef ég nákvæmlega engan áhuga á eilífu lífi eða ódauðleika.. Fyrstu nokkur hundruð árin gætu hugsanlega verið áhugaverð en eftir að maður væri búinn að gera allt sem er hægt að gera þá eru næstu óendanlega mörgu árin frekar leiðinleg.

Arnar, 8.6.2009 kl. 20:35

29 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Tek undir orð Þóru.

Guð veri með þér í viðræðum við vini okkar.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.6.2009 kl. 20:45

30 Smámynd: Mofi

Hinricus, já, ég hitti fólk í Fíladelfíu sem einmitt minntist á þig þannig. Vonandi í lagi að ég útskýrði fyrir þeim að þú hefur skipt um skoðun. Þarna kemur þú síðan með þetta viðhorf sem ég trúi ekki að þú myndir meina ef á hólminn væri komið. Ef þú ættir aðeins nokkra daga eftir þá er ég nokkuð viss um að þú myndir óttast.

Rósa, takk Rósa :)  

Kveðja,
Halldór

Mofi, 8.6.2009 kl. 21:05

31 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mofi,

Mér finns hugmyndin um eilíft líf óhugnanleg.  Ég get ekki ímyndað mér hvað ég ætti að gera við eilíft líf.  Að eiga enga leið út.  Að verða að halda áfram um alla eiðlífð.

Eftir því sem líður á æfina, en ég verð 55 ára eftir nokkra daga, finnst mér ýmsar upplifanir minna og minna spennandi vegna þess að ég er búinn að upplifa þetta allt saman áður í ýmsum myndum.  Ég sé ekkert annað en leiðindi í því að lifa að eilifu.  Ég sé enga ástæðu til að ætla annað en að þessu sé einfaldlega bara lokið þegar ég geispa golunni og ég vonna innilega að það verði þannig.  Taktu eftir því að mín von er öfug við þína.

Ég er líka sannfærður um að þið sem trúið efist innst inni.  Þess vegna verðið þið að vera í þessum klúbbum og hittast reglulega á fundum, þar sem þið skrúfið ykkur upp í múgsefjun, viðhaldið heilaþvottinum og stappið stálinu hvert í annað.

Theódór Gunnarsson, 8.6.2009 kl. 21:35

32 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Síðan nóg þarna út í alheiminum til að kanna og kannski pláneta sem hefur haf.

Ha? Ímyndarðu þér himnaríki sem einhvers konar endalausan Star Trek þátt?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.6.2009 kl. 23:05

33 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Svo þú trúir ekki á helvíti Mofi? Er ekki eitthvað í þinni óskeikulu Biblíu um þann stað? Er þá ekkert mark takandi á henni?

Páll Geir Bjarnason, 9.6.2009 kl. 01:42

34 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Það þarf ekki að hugsa lengi um fyrirbrigðið náttúru, til að sjá að í henni ganga hlutir í hringi. hún er ein allsherjar hringrás.

hvort við horfum á sólarhringinn, árstíðirnar, prönturnar sem fá næringu úr jarðvegi og verða síðan sjálfar að næringu fyrir aðrar plöntur eftir sína ævi, hringrás vatns.....

ég gæti haldið endalaust áfram.

hví ætti eitthvað annað að gilda um lífið og dauðann, annað en þar sé einnig um hringrás að ræða.

hvernig hún er nákvæmlega hef ég ekki hugmynd um og þarf heldur ekki að vita. þó finnst mér órökrétt, að enftir þetta líf taki við eitthvert stöðugt eilífðarástand. hvort heldur það er endalaust myrkur eða eilíf himnavist með tilheyrandi hörpuslætti.

báðar hugmyndirnar þykja mér á skjön við lögmál náttúrunnar.

ég er guðleysingi, enda hafa engin trú eða trúarbrögð einkarétt á lífi eftir dauðann. ekki frekar en þau hafa einkarétt á dauða eftir lífið.

Brjánn Guðjónsson, 9.6.2009 kl. 03:31

35 Smámynd: Rebekka

Ha? Ímyndarðu þér himnaríki sem einhvers konar endalausan Star Trek þátt?

Ef til er trú sem heldur þessu fram, SKRÁIÐ MIG STRAX INN!   

Beam me up, Goddy. 

Rebekka, 9.6.2009 kl. 05:49

36 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mofi trúir samkvæmt aðventistadogmanu að helvíti sé ekki til í þeirri mynd sem aðrar greinar kristni gera. Þeir leggja aðrar meiningar í þá ritningastaði, sem lýsa þessum stað. Hvernig, veit ég ekki. Mér finnst sjálfum lýsingarnar nokkuð afdráttalausar. Það var jú Jesú hans, sem fann upp a þessari ógn, auk þess sem boðun hans er full af skyldum hótunum.

Helvíti er biðstofa hjá aðventistum, þar sem menn bíða  þess að að Kristur komi og brenni alla synduga á einu bretti. Svokallað non-eternal helvíti. Þeir eru of ragir til að viðurkenna hitt, vitandi á sig syndina.

Það er merkilegt í því að sálir manna svífi í einhverskonar ódefíneruðu ójarðnesku limbói limbói og bíði þess að kristur lendi í Jerúsalem. Hvar er hann núna? Hvert fór hann? Hversvegna í ósköpunum er hann 2000 árum of seinn?

Það er enginn kominn í himnaríki enn og enginn kominn í helvíti samkvæmt Aðventistum. Eru þeir ekki áhyggjufullir yrir því að Jesú láti ekkert af þessu verða? Hann hefur lofað og svikið. Aðventistar hafa sáð komu hans í tugi skita, en ekkert gerist. Mofi verður samkvæmt þþví í limbóinu með mér og öllum hinum án þess að hafa hugmynd um hvað tekur við, né hvenær.

Hvað er svona hughreystandi við það? Hvað ef hann er ekki útvalinn? Þarf hann að bíða milli vonar og ótta óræðan tíma? Hmmm? Kannski ekki að undra að hann sé hræddur við dauðann.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.6.2009 kl. 06:31

37 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Afsakið villur: Aðventistar hafa spáð komu hans í tugi skipta, en ekkert hefur gerst. átti að standa þarna t.d.

Þetta er svo miklu einfaldara og hreinna hjá okkur trúlausum. Við deyjum og það verður eilífur friður. Enginn nafgandi efi, kvíði eða ótti við refsingu. Engin þórðargleði yfir óförum og þjáningu þeirra, sem að þeirra mati eiga það skilið. Engin eigingjörn óskhyggja um forréttindi. Engin þrælslund í lifanda lífi, sýndarmennska fyrir safnaðarhöfðingjum o.þ.h. ein og t.d. Mofi augljóslega gerir hér með þessum bloggum. Iðkar sitt "réttlæti"öðrum til sýndar.

Ertu ekki svolítið heitur dude þarna á samkomunum? Færðu ekki svolítið klapp og viðurkenningu eins og hundur sem sækir prik? Er það kannski pointið með þessu öllu?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.6.2009 kl. 06:40

38 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já og þetta með samverjann. Hann setur sig gegn gyðingum og gagnrýnir. Alhæfir og dregur í dilka. Notar ddæmisögu um að jafnvel útlendingur væri fær um miskunarverk. Af hverju útlendingur? Af hverju Samverji vs gyðingur? Gat ekki boðkapurinn veri bein og afdráttarlaus gagnrýni í stað þess að vera með þessa rómuðu aðskilnaðaráráttu kristinna? 

Hvað hefur svo grudge hans í garð gyðinga leitt af sér í sögunni? Einhverjar ídeur sem poppa upp svona í fljótu bragði? Jú Hitler og Got mit uns og allt það, en allar götur í gegnum allan kristindóminn hafa gyðingar verið ofsóttir, fyrir einmitt þessa aðskilnaðaráráttu.

Nú eruð það þið vs kaþólskan vs þjóðkirkjan vs vottarnir og um 34.000 önnur brot kristninnar, sem öll hafa rétt fyrir sér á meðan hinir hafa allir á sama hátt rétt fyrir sér. Allir útvaldir og útskúfaðir eftir sjónhorni hvers. Allir trúleysingjar á trú annars, meira að segja innan hvers söfnuðar. Þar hefur hver sinn "rétta vinkil" og hinir rangann.

Enginn fleinn er stærri milli manna en trúarbrögðin. Helst þá milli þeirra, sem trúa.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.6.2009 kl. 06:52

39 Smámynd: Mofi

Hinricus, takk fyrir það. Já, örugglega er þetta Airbus 300; google var ekkert að skila mörgum myndum af 220 svo ég lét þetta bara flakka.

Theódór
Mér finns hugmyndin um eilíft líf óhugnanleg.  Ég get ekki ímyndað mér hvað ég ætti að gera við eilíft líf.  Að eiga enga leið út.  Að verða að halda áfram um alla eiðlífð

Ég þarf endilega að skrifa grein um það því að þetta er atriði sem hefur komið upp merkilega oft. Ég held að það eru atriði þarna sem margir hafa ekki hugsað út í.

Hjalti
Ha? Ímyndarðu þér himnaríki sem einhvers konar endalausan Star Trek þátt?

Ahh... ekki kannski eins búningar og ekki bardagar og sjúkdómar en að stóru leiti, já.

Okkar líf eins og það er í dag með þeim möguleikum sem við sjáum en að heimurinn er kominn í lag. Ekki sjúkdómar og dauði og þreyta og allt þetta slæma.

Páll Geir
Svo þú trúir ekki á helvíti Mofi? Er ekki eitthvað í þinni óskeikulu Biblíu um þann stað? Er þá ekkert mark takandi á henni?

Ég algjörlega fyrirlít hugmyndina um helvíti, þ.e.a.s. eilífar kvalir syndara og hef skrifað margt um það:

Hvað gerist þegar maður deyr, hvað er helvíti?

Þeir sem lifa vita að þeir munu deyja en hinir dauðu vita ekki neitt

Þetta er að mínu mati heiðin hugmynd sem Kaþólska kirkjan tók inn í kristni þegar Róm hætti að vera heiðið og varð kristið. Sú kristni var því miður mjög blönduð heiðni. Biblían talar um eilíft líf eða dauða; setningin sem segir að syndarar munu kveljast að eilífu er ekki að finna í allri Biblíunni.

Mofi, 9.6.2009 kl. 12:02

40 Smámynd: Mofi

Brjánn
hvernig hún er nákvæmlega hef ég ekki hugmynd um og þarf heldur ekki að vita. þó finnst mér órökrétt, að enftir þetta líf taki við eitthvert stöðugt eilífðarástand. hvort heldur það er endalaust myrkur eða eilíf himnavist með tilheyrandi hörpuslætti.

En ef það er raunverulegt?  Hversu mikils virði væri það þér?

Rebekka
Ef til er trú sem heldur þessu fram, SKRÁIÐ MIG STRAX INN!   

Beam me up, Goddy.

Ingólsstræti 19 næsta laugardag klukkan tíu, hlakka til að sjá þig       

Mofi, 9.6.2009 kl. 12:06

41 Smámynd: Mofi

Jón Steinar
Helvíti er biðstofa hjá aðventistum, þar sem menn bíða  þess að að Kristur komi og brenni alla synduga á einu bretti. Svokallað non-eternal helvíti. Þeir eru of ragir til að viðurkenna hitt, vitandi á sig syndina.

Nei, helvíti er dauði alveg eins og guðleysingjar trúa. Dauðinn er óvinurinn samkvæmt Biblíunni og eilíft líf er andstæðan við það.  Biblían talar um upprisu þeirra sem verða dæmdir og að þeim verður eytt og er sá dauði alveg eins og dauðinn sem guðleysir trúa að við munum öll verða fyrir.

Jón Steinar
Það er merkilegt í því að sálir manna svífi í einhverskonar ódefíneruðu ójarðnesku limbói limbói og bíði þess að kristur lendi í Jerúsalem. Hvar er hann núna? Hvert fór hann? Hversvegna í ósköpunum er hann 2000 árum of seinn?

Þær sálir eru í svipuðu ástandi og áður en þær urðu til eða fæddust. Biblían líkir þessu við svefn.  Varðandi hvort Jesú er seinn:

Síðara Pétursbréf 3
9 Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur við ykkur þar eð hann vill ekki að neinn glatist heldur að allir komist til iðrunar.

Jón Steinar
Hvað er svona hughreystandi við það? Hvað ef hann er ekki útvalinn? Þarf hann að bíða milli vonar og ótta óræðan tíma? Hmmm? Kannski ekki að undra að hann sé hræddur við dauðann.

Hvort sem guðleysingjar hafa rétt fyrir sér eða ég þá er niðurstaðan sú sama ef maður glatast svo ég myndi ekki hafa ástæðu til að hafa meiri áhyggjur en guðleysingi.

Jón Steinar
Afsakið villur: Aðventistar hafa spáð komu hans í tugi skipta, en ekkert hefur gerst. átti að standa þarna t.d.

Það er líka villa þarna því að aðventistar hafa aldrei spáð komu Krists. Kirkjan var stofnuð út frá misskilningi hjá fólki sem hafði lesið spádóma Daníels vitlaust en kirkjan var stofnuð mörgum árum eftir þann atburð og aldrei spáð endurkomunni eftir að hún var stofnuð.

Jón Steinar
Gat ekki boðkapurinn veri bein og afdráttarlaus gagnrýni í stað þess að vera með þessa rómuðu aðskilnaðaráráttu kristinna? 

Þetta var líklegast lexía fyrir þann einstakling sem Jesú var að tala við. Hann hefur eins og margir gyðingar haldið að gyðingar væru útvalin þjóð Guðs sem myndi erfa Guðsríki en Jesú er að útskýra fyrir honum að allir menn eru Guðs börn og þeir geta alveg eins öðlast eilíft líf og í rauninni frekar en þeir sem fengu alla þekkinguna en gerðu ekki eins og Guð hafði boðið þeim.

Mofi, 9.6.2009 kl. 12:17

42 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kostuleg þessi tilvitnun í pétursbréf (sem raunar er talið öruggt að er fölsun) Þar er fullyrt að hann sé ekki seinn á sér þótt menn telji sv. Þetta á að vera skrifað á 1. öld eftir Kristburð og ekkert bólar á þínum manni enn.

Það er nú ansi cheap af þér að segja að aðventistar hafi ekki spáð komu krists. Þeir hafa víst gert það og það margoft. Rauna kemur það ekki alltaf skýrt fram og sennilega með vilja.

Það er nefnilega svo að þið spíð trekk í trekk heimsendi, þar sem þið spáð í tákn opinberunarbókarinnar (sem er raunar í hatursfullum tón að spá undirgangi rómarveldis og endurheimt Ísraels)

Þessi heimsendir, sem þið ráðið ykkur ekki af kæti yfir, er forboðinn að komu krists og það kemur skýrt fram í opinberunarbókinni að þá kemur hann og lætur hendur standa fram úr ermummeð heygaffalinn.

 Þið ERUÐ að spá endurkomunni og ekki þræta fyrir það. Hér gerist þú sekur um hreina og beina lygi ,svo á hnén með þig eins og skot, ef þú ætlar að fá að vera meðal þessara 144.000 sem fá ticket af öllum þeim sem þessa jörð hafa gist.

Er ekkert að rofa til hjá þér?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.6.2009 kl. 16:32

43 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sennilega ertu búinn að klúðra himnavistinni með því að sveigja svona af dyggðarveginum, egói þínu til framdráttar.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.6.2009 kl. 16:36

44 Smámynd: Mofi

Jón Steinar
Það er nú ansi cheap af þér að segja að aðventistar hafi ekki spáð komu krists. Þeir hafa víst gert það og það margoft. Rauna kemur það ekki alltaf skýrt fram og sennilega með vilja.

Ég hefði nú haldið að ég myndi vita þetta betur en þú. Geturðu stutt þetta með einhverjum gögnum?

Jón Steinar
Það er nefnilega svo að þið spíð trekk í trekk heimsendi, þar sem þið spáð í tákn opinberunarbókarinnar (sem er raunar í hatursfullum tón að spá undirgangi rómarveldis og endurheimt Ísraels)

Hvernig væri að kynna þér það sem þú ert að gagnrýna, myndi gera gagnrýnina aðeins heilsteyptari og hver veit nema þú hefðir gaman af, sjá: The Prophecy Code

Jón Steinar
Þið ERUÐ að spá endurkomunni og ekki þræta fyrir það. Hér gerist þú sekur um hreina og beina lygi ,svo á hnén með þig eins og skot, ef þú ætlar að fá að vera meðal þessara 144.000 sem fá ticket af öllum þeim sem þessa jörð hafa gist.

Auðvitað spáum við endurkomunni, það að aðal atriðið.

Mofi, 9.6.2009 kl. 20:10

45 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

"Þetta er að mínu mati heiðin hugmynd sem Kaþólska kirkjan tók inn í kristni þegar Róm hætti að vera heiðið og varð kristið. Sú kristni var því miður mjög blönduð heiðni. Biblían talar um eilíft líf eða dauða; setningin sem segir að syndarar munu kveljast að eilífu er ekki að finna í allri Biblíunni."

Hvernig veistu hvað er blandað heiðni og tekið inn í kristni og hvað ekki? Hvernig geturðu treyst sumu í Biblíunni en ekki öðru sbr. eilífa kvöl? Og síðast en ekki síst, hvaða hvatir liggja að baki því að taka Opinberunarbókina alvarlega, þar sem hún er bersýnilega litteratúrsk "snilld" vitstola manns?

Páll Geir Bjarnason, 9.6.2009 kl. 21:54

46 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Mofi, þú vitnar í mig: 

hvernig hún er nákvæmlega hef ég ekki hugmynd um og þarf heldur ekki að vita. þó finnst mér órökrétt, að enftir þetta líf taki við eitthvert stöðugt eilífðarástand. hvort heldur það er endalaust myrkur eða eilíf himnavist með tilheyrandi hörpuslætti.

og spyrð: „En ef það er raunverulegt? Hversu mikils virði væri það þér?“

Ég svara.

Þótt framtíð hvers tíma sé aðeins óráðin gáta og í raun ekki til sem slík, þar sem hún er óorðin, kemur hún þó á endanum í einhverri mynd. Þó er framtíð afstætt hugtak. Þín framtíð er ekki sú sama og mín. Enginn maður getur sagt hvers virði framtíðin er, því hún er óorðin. Hún gæti falið í sér hörmungar og kvalir og þá verið lítils virði. Hún gæti hins vegar falið í sér hamingju og velsæld og þá verið mikils virði.

Ég vona hún gefi mér það að sjá börnin mín vaxa úr grasi og verða sjálfstæðir einstaklingar. Ég vona ég eigi að eftir að fá að eignast barnabörn. Verða hamingjusamt gamalmenni með fólkið mitt allt um kring. Þó hef ég ekki hugmynd um hver framtíð mín er, eða hvernig hún verður.

Þó er það svo, að öllu jöfnu, að hver er sinnar gæfu smiður.

Þannig er lífið. Það er ófyrirsjáanlegt. Það er ekkert gefið fyrir fram.

Brjánn Guðjónsson, 10.6.2009 kl. 00:51

47 Smámynd: Mofi

Páll
Hvernig veistu hvað er blandað heiðni og tekið inn í kristni og hvað ekki? Hvernig geturðu treyst sumu í Biblíunni en ekki öðru sbr. eilífa kvöl? Og síðast en ekki síst, hvaða hvatir liggja að baki því að taka Opinberunarbókina alvarlega, þar sem hún er bersýnilega litteratúrsk "snilld" vitstola manns?

Ég reyni að finna út úr því með því að rannsaka Biblíuna sjálfa og reyni að aðgreina hennar orð frá hefðum og hugmyndum sem menn gætu hafa hengt á orðin sem hún notar. Til dæmis þegar kemur að helvíti þá er mjög gott að skoða hvaða hebreska og grísku orð eru notuð og síðan láta Biblíuna sjálfa útskýra hvað orðin þýða.

Mér finnst Opinberunarbókin alveg mögnuð og ég hefði átt að vera búinn að taka hana fyrir hérna fyrir löngu því það er svo margt í henni sem er skemmtilegt. Hún er gott dæmi um bók sem verður að skilja út frá öðrum pörtum í Biblíunni; án þekkingu á þeim þá er Opinberunarbókin óskiljanleg.

Ef þú ert forvitinn og nennir ekki að bíða eftir að ég fjalli um þetta þá geturðu horft á fyrirlestraröð þar sem Opinberunarbókin spilar stórt hlutverk, sjá: The prophecy code

Mofi, 10.6.2009 kl. 10:21

48 Smámynd: Mofi

Brjánn, loforðið sem Biblían gefur er nýtt líf þar sem dauði og þjáningar eru ekki til. Miðað við það sem þú sagðir þá myndir þú meta það mjög mikils.  Ég tel aðeins að menn ættu ekki að hafna þessu loforði nema vera alveg viss og hafa rannsakað það þangað til þeir eru alveg sáttir við að hafna því eða meðtaka það.

Kveðja,
Halldór

Mofi, 10.6.2009 kl. 10:23

49 identicon

Heppinn þú að ritstjórar biblíunnar skyldu á síðustu stundu hætta við að hætta við að hafa opinberunarbókina með í þessu safnriti

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 10:34

50 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

"Ég reyni að finna út úr því með því að rannsaka Biblíuna sjálfa og reyni að aðgreina hennar orð frá hefðum og hugmyndum sem menn gætu hafa hengt á orðin sem hún notar."

Þetta hljómar afskaplega "pick and choose"! Þú s.s. púslar saman einhvers konar persónulegri túlkun á ritningunni byggðri á getgátum kringum misáreiðanlegum gögnum, og staðhæfir svo að aðrir hafi rangt fyrir sér. Magnað!

Páll Geir Bjarnason, 10.6.2009 kl. 11:07

51 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Loforðið sem Biblían gefur, er bara loforð. Loforð um nýtt líf án dauða og þjáninga er einskis virði nema við það verði staðið.

Hvort loforðið standist eða séu orðin tóm mun koma í ljós á endanum, hvort sem ég trúi því eða ekki.

Því kýs ég heldur að nýta tíma minn nú í aðra hluti en að velta mér upp úr því, hvort loforðið muni standast eða ekki.

Þetta kemur bara allt í ljós :)

Brjánn Guðjónsson, 10.6.2009 kl. 14:22

52 Smámynd: Mofi

Sigmar, hún hefði samt haldið áfram að vera til en mín trú er sú að Guð hefur varðveitt orð sitt og það sem við áttum að hafa.

Páll, af hverju?  Hvað er það því að rannsaka sjálfur og komast að niðurstöðu?  Þeir sem síðan eru ósammála mér þykjast vita betur en ég; alveg eins og þú virðist vera hérna að gera, svo er það eitthvað öðru vísi þegar þú staðhæfir að ég hafi rangt fyrir mér?

Brjánn, þetta kemur í ljós, sammála því. Ég vil samt reyna mitt besta að leita Guðs svo að ég fái hlutdeild í þessu loforði ef við það verður staðið.

Mofi, 10.6.2009 kl. 14:45

53 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

vitanlega er þér frjálst að leita guðs, sýnist þér svo.

hinsvegar skilst mér að það guð elski alla menn og því geri ég fastlega ráð fyrir að það geri ekki mannamun. í því ljósi sé ég ekki ástæðu til að eignast sérstaka hlutdeild, enda aldrei verið svag fyrir að komast í neinn VIP hóp.

kveðja

Brjánn Guðjónsson, 10.6.2009 kl. 18:41

54 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

"Páll, af hverju?  Hvað er það því að rannsaka sjálfur og komast að niðurstöðu?  Þeir sem síðan eru ósammála mér þykjast vita betur en ég; alveg eins og þú virðist vera hérna að gera, svo er það eitthvað öðru vísi þegar þú staðhæfir að ég hafi rangt fyrir mér?"

Ég staðhæfi aldrei að nokkur hafi rangt fyrir sé (nema einstaka sinnum við konuna). Það má vera að þú hafir rétt fyrir þér, en miðað við þau gögn sem ég hef fyrir framan mig tel ég vera hverfandi líkur á því. Ég loka hins vegar aldrei á aðra möguleika, það gerir þú hins vegar ítrekað og gerir jafnvel lítið úr skoðunum og viðhorfum annarra.
Ef ég orða þetta á máli sem þú skilur þá virðist mér á öllum gögnum að það sé álíka líklegt að Biblían sé orð guðs og að tilviljanir og náttúruval getir búið til flókin forrit og vélar.

Páll Geir Bjarnason, 11.6.2009 kl. 00:40

55 Smámynd: Zaraþústra

Það er nú hægt að agnúast endalaust yfir þessu.  Ég gæti allt eins haldið því fram, að vegna þess að ég trúi ekki á framhaldslíf þá njóti ég hverrar samverustundar með ástvinum mínum betur en þeir sem halda (og gefum okkur, ranglega) að þeir muni hvort eð er hitta þau aftur að handan.  Svo get ég vorkennt trúuðum sem lifa í sjálfsblekkingu og njóta ekki hverrar mínútu lifandi lífs jafn vel og ég.  En þetta er firra, ég held ég skilji alveg þína hugmynd og ég vorkenni þér ekki þótt þú sért annarrar skoðunar en ég.  Það er best að geyma vorkunn handa öðrum en þeim sem eru annarrar skoðunar en maður sjálfur.  Við erum eins, þú og ég, þrátt fyrir ólíkar lífskoðanir eins og ég sagði í svari við öðrum pistil frá þér.  Við elskum ástvini okkar jafn mikið, syrgjum þau eins og söknum þeirra jafn sárt þegar þeir fara frá okkur.

Zaraþústra, 11.6.2009 kl. 00:44

56 Smámynd: Mofi

Brjánn, ekki spurning um VIP hóp heldur að komast í sátt og samfélag við Guð. Biblían segir að við erum aðskilin frá Guði í gegnum vond verk eins og þjófnað, lygar, græðgi, reiði, sjálfs upphafningu og þess háttar. Guð skipar öllum mönnum að iðrast svo þeir mega öðlast hlutskipti í Hans ríki.

Páll Geir, ekkert mál, gott að heyra.  Geturðu gefið mér þínar ástæður fyrir því að vera svona viss um að Biblían er ekki orð Guðs?   ( takk fyrir að tala við mig á máli sem ég skil : )

Zaraþústra, góð samantekt. Get ekki beint mótmælt neinu sem þú sagðir.

Mofi, 11.6.2009 kl. 10:30

57 identicon

"1Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum, þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum. "

Ætli þetta nái yfir blogg?

5Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín. 6En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér."

HEfur alltaf funist þetta áhugavert líka...

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 11:12

58 Smámynd: Mofi

Sigmar, þetta nær örugglega yfir blogg líka.

Mofi, 11.6.2009 kl. 13:25

59 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

"Geturðu gefið mér þínar ástæður fyrir því að vera svona viss um að Biblían er ekki orð Guðs?"

Ekki viss Mofi, heldur afskaplega líkleg. Eðlilegar ástæður sem engin dulúð eða yfirnáttúra kemur nálægt er að mínu mati einfaldlega mun sennilegri.

En já, ástæðurnar eru t.d. sú staðreynd að hún er skrifuð af breiskum mönnum á tímum mjög takmarkaðra upplýsinga um eðli alheimsins og nánast engri vitneskju um geðsjúkdóma, geðrænn einkenni, ofskynjanir og virkni hinna ýmissu efna á heilann, þar með talið hugsun, hegðun, samskipti og skynjun aðstæðna og umhverfis. Biblían er s.s. skrásett á þeim tíma sem menn höfðu engin tæki eða tól til að greina "bullshit" frá geðveikishjali.

Páll Geir Bjarnason, 12.6.2009 kl. 02:26

60 Smámynd: Mofi

Ég á mjög erfitt með að afskrifa alla þá rithöfunda sem eiga rit í Biblíunni sem geðveika eða vera bara að upplifa ofskynjanir.  Mæli með að lesa eins og Matteusarguðspjall og meta trúverðugleika þess og líka hugsa út í hvort þú viljir að þetta sé ósatt því það er auðvelt að finna alltaf einhverja ástæðu til að hafna einhverju ef maður bara vill það.

Mofi, 12.6.2009 kl. 11:26

61 identicon

En hvernig í ósköpunum getur þú komist að þeirri niðurstöðu að hver einasti maður sem annaðhvort skrifaði einhvern af textum biblíunnar og hver einasti af þeim sem setti hana svo saman hafi allir með tölu verið innblásnir af guði?

Og afhverju engar konur?

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 12:27

62 Smámynd: Mofi

Ég tilheyri nú Aðvent kirkjunni sem trúir að Guð hafi sent konu til að vera spámaður fyrir 1900 og hún er einn mest þýddi kvenrithöfundur sögunnar. Varðandi Biblíuna þá setti Jesú sitt samþykki á Gamla Testamentið og ég trúi að Nýja Testamentið var samið af Hans lærisveinum svo það er áreiðanlegt. Samt aðalega með því að lesa Biblíuna þá komst ég að þessari niðurstöðu.

Mofi, 12.6.2009 kl. 13:14

63 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - "Varðandi Biblíuna þá setti Jesú sitt samþykki á Gamla Testamentið og ég trúi að Nýja Testamentið var samið af Hans lærisveinum svo það er áreiðanlegt."

Veist þú Mofi, að Jesús skrifaði smávegis endurminningar sínar? En skrif hans þóttu ekki passa við 'trú' frumkirkjunnar manna?

Veist þú Mofi, að Páll postuli hitti aldrei Jesús og var ekki 'lærisveinn' hans? Veist þú Mofi, að Jesús sá aldrei 'Gamla Testamentið' eins og við sjáum það í dag?

Hvílstu vel um helgina.

Sigurður Rósant, 12.6.2009 kl. 19:56

64 identicon

Afhverju snýrðu út úr Halldór, ég var að spurja þig afhverju engin af bókum Biblíunnar voru skrifaðar af konum... talaði Guð ekki við konur á þessum tíma?

Og hvernig getur þú komist að því að lærissveinar Jesú hafi samið nýja testamentið... hverjir eru þá guðspjallamennirnir?

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 15:39

65 Smámynd: Mofi

Rósant, ég veit ekki að Jesú hafi skrifað eitthvað sem síðan var hafnað; efast stórlega um að það sé satt :)     Vissi að Páll hitti aldrei Jesú nema í gegnum sýn eftir krossinn.  Jesú þekkti alveg Gamla Testamentið, kannski ekki nákvæmlega það sem við höfum í dag en í grunn atriðum þá þekkti Hann það. 

Takk fyrir kveðjuna og sömuleiðis :)

Sigmar, ég veit ekki af hverju ekkert af bókum Biblíunnar voru skrifaðar af konum.  Varðandi að Jesú samdi Nýja Testamentið þá átti ég ekki við það. Ég átti við að vitnisburðurinn um Jesú er að finna í guðspjöllunum. Ef maður trúir á Jesú þá trúir maður þeim vitnisburði og sá vitnisburður segir að Gamla Testamentið er orð Guðs.

Dóra, margir kalla til Guðs þegar dauðinn vofir yfir þeim en sumir já, sætta sig við dauðann. 

Kv,
Mofi

Mofi, 14.6.2009 kl. 10:17

66 identicon

Varðandi að Jesú samdi Nýja Testamentið þá átti ég ekki við það. Ég átti við að vitnisburðurinn um Jesú er að finna í guðspjöllunum. Ef maður trúir á Jesú þá trúir maður þeim vitnisburði og sá vitnisburður segir að Gamla Testamentið er orð Guðs.

Enda sagði spurði ég ekki hvort jesús hefði samið það, þú sagðir að lærissveinar hans hefðu skrifað það...

Er það rétt... voru það ekki guðspjallamennirnir sem skrifuðu það, og þeir voru ekki samtímamenn Jesú

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 12:43

67 Smámynd: Sigurður Rósant

Varðandi dauðann, Mofi, hvað finnst þér um þessi orð sem höfð eru eftir Jesú í Guðspjalli Maríu Magdalenu versi 21 - 24. 4. kafla:

". . . Will matter then be destroyed or not?

22) The Savior said, All nature, all formations, all creatures exist in and with one another, and they will be resolved again into their own roots.

23) For the nature of matter is resolved into the roots of its own nature alone.

24) He who has ears to hear, let him hear."

Þó að María Magdalena hafi ekki skrifað neitt svo vitað sé, var hún frásagnarglöð mjög og skreytin. Ef kaflinn er lesinn áfram, má sjá að samtölin eru líkt og á miðilsfundi hjá spíritistum. Jesús hverfur allt í einu, en María tekur við og 'kennir' lærisveinunum og útskýrir, vitnar í eigin samtöl við Jesú. 

Hún er þarna komin í svipaða stöðu og Ellen G. White, orðin spámaður safnaðarins og elskuð meira en aðrar konur af Jesú sínum.

Sigurður Rósant, 14.6.2009 kl. 14:30

68 Smámynd: Mofi

Sigmar, við höfum góðar ástæður til að ætla að höfundar guðspjallanna voru samtíma menn Jesú og Hans eigin lærisveinar.

Rósant, já, mörg af þessum auka guðspjöllum eru stórfurðuleg. En menn eru ekkert ósammála um að þau voru skrifuð löngu eftir atburðina og ekki af fólki sem þekkti Krist.  Ég veit síðan ekki til þess að við höfum heimildir fyrir því að einhverjir litu á Maríu Magdalenu sem spámann. Ég efast um að einhver trúir að þetta guðspjall er áreiðanlegt.

Mofi, 15.6.2009 kl. 16:09

69 Smámynd: Sigurður Rósant

Heldurðu ennþá, Mofi, að Páll hafi verið lærisveinn Jesú?

Hann var ekki einn af þeim 12 sem nefndir eru í guðspjöllunum, en var í raun 13. jólasveinninn sem skilaði af sér 13 ritverkum sem koma í röð á eftir Postulasögunni.

Hann afbakaði í raun það sem Jesús sagði og kenndi. Honum tókst með spilagaldursaðferðum sínum að gera Jesú að lifandi andaveru og hrinti viðskiptahugmynd sinni í framkvæmd, sem enn þann dag í dag malar gull, bæði frá ríkum og fátækum.

Sigurður Rósant, 15.6.2009 kl. 18:42

70 Smámynd: Mofi

Rósant, ég sé enga afbökun í ritum Páls; miklu frekar að hans rit eru með þeim fallegustu í allri Biblíunni. Það er ekkert leyndarmál að Páll hitti aldrei Jesú nema í einni sýn sem líklegast útskýrir af hverju hann fjallar ekki um líf Krists þar sem hann var ekki vitni að því.  Hvernig færðu það út að eitthvað af ritum Páls hafi verið að mala handa honum gull og þeim sem komu eftir hann?

Mofi, 16.6.2009 kl. 11:07

71 identicon

Dauðinn er hluti af lífinu.

Það er ekkert athugavert við það.

Alltaf leytt þegar fólk deyr í blóma lífsins;(Oft vegna rangs lifnaðar)

en myndi einhver vilja ná að vera 100 ára og búa á einhverju elliheimili framvegis í 10.000 ár????????????

Við erum sálir og höfum líkama en ekki öfugt; að mínum dómi.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 802832

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband