Loðfílar, sem betur fer erum við með heimildir um hvað gerðist

Nei, við erum ekki með sögulegar heimildir af því sem gerðist akkurat fyrir loðfílana en við erum með heimildir hvað gerðist á þessum tímum og það getur hjálpað okkur til að leysa svona ráðgátur.

Því miður er ég í tímahraki akkurat núna svo ég læt nægja að benda á greinar sem útskýra hvað gerðist fyrir loðfílana út frá sögunni sem Biblían segir.

http://www.answersingenesis.org/home/area/faq/mammoth.asp

http://www.creationscience.com/onlinebook/FrozenMammoths.html


mbl.is Frosinn loðfíll gæti varpað ljósi á loftslagsbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allt gott og blessað, en hvað segja hlutlausir vísindamenn sem hafa enga hagsmuna að gæta hvað niðurtöður og sannfæringu varðar?

Jakob (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 19:02

2 Smámynd: Mofi

Enginn er hlutlaus, best að hafa það alveg á hreinu. Þeir sem aðhyllast darwinismi reyna að útskýra þetta í samhengi við darwinisku söguna og án þess að hafa sögulegar heimildir til að byggja á þá verða þeir að skálda upp eitthvað til að útskýra þetta.

Mofi, 5.1.2008 kl. 23:49

3 Smámynd: Mofi

Samt ekki misskilja, ég er mjög forvitinn að heyra hvað þeir vísindamenn sem eru ekki kristnir finnast um þetta.  Ef maður er forvitinn um eitthvað efni þá er best að heyra sem flestar hliðar á málinu.

Mofi, 6.1.2008 kl. 00:30

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...flottur fíll hjá honum Slartibartfast.

Páll Geir Bjarnason, 6.1.2008 kl. 02:12

5 Smámynd: Mofi

Fer eftir því hvernig maður skilgreinir hvað það er að vera kristinn en nei, ég var ekki að segja það þótt ég hafi mikið á móti því að darwinisti kalli sig kristin. Mér finnst að sá sem er kristinn á að taka Biblíuna alvarlega frá byrjun til enda. Ef fyrstu kaflarnir eru bull hvernig getur þá restin verið skárri?  Darwinismi í eðli sínu afneitar að skapari hafi eitthvað komið nálægt sköpunarverkinu en margir þeir sem kalla sig darwinista vilja láta einhver guð leiðbeina þróuninni en það er ekki alveg að passa við hugmyndafræðina sjálfa. Eina sem "Intelligent design" segir er að eitthvað...bara eitthvað í náttúrunni er betur útskýrt með vitrænu innleggi en samt er þeirri hugmynd hafnað af flestum darwinistum af miklum ákafa.

Afsakaðu, ný vaknaður svo þetta er líklegast ekki sett fram mjög skýrt hérna fyrir ofan.

Mofi, 7.1.2008 kl. 08:37

6 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni
ég veit ekki betur en að kristin trú sé kennd við Jesú Krist og hans kennisetningu en ekki biblíuna eins og hún
leggur sig enda er Jesús sjálfur oft í hrópandi mótsögn við hluti biblíunnar og leiðréttir hana.

Þetta er algeng skoðun en hún gengur samt ekki upp að mínu mati t.d. vitnar Jesú marg oft í Gamla Testamentið og þar á meðal Móse. Sumt af því sem Jesús síðan leiðrétti var aðeins misskilningur á Gamla Testamentinu eða manna setningar sem voru aldrei í Gamla Testamentinu heldur aðeins hefðir þess tíma. Nýja Testamentið segir síðan alveg skýrt að Guð skapaði lífið og okkur mennina sem er eitthvað sem darwinismi afneitar, vilja ekki leyfa að Guð kom nærri að einu eða neinu leiti.  Hérna er fyrirlestur þar sem maður að nafni Kenneth Miller fjallar um "Intelligent design" og hann kallar sig kristin en allur fyrirlestur hans fjallar um hvernig það er rangt að Guð hafi komið nálægt einhverju í sköpuninni, sjá: http://www.youtube.com/swf/l.swf?video_id=JVRsWAjvQSg&rel=1&eurl=&iurl=http%3A//img.youtube.com/vi/JVRsWAjvQSg/default.jpg&t=OEgsToPDskIXFjOdxzoyIPcsgRhr94gp&

Á erfitt með að koma að því orðum hve ógeðfelld hræsni mér finnst vera þarna á ferð.

Mofi, 7.1.2008 kl. 09:33

7 identicon

"Mér finnst að sá sem er kristinn á að taka Biblíuna alvarlega frá byrjun til enda. Ef fyrstu kaflarnir eru bull hvernig getur þá restin verið skárri?"

Hvernig passar sólmiðjukenningin inn í sköpunarsöguna og hvað er langt síðan þú varst að dásama Galileo (eða hvað sem hann heitir) fyrir að vera kristin vísindamann?

Og ef við tökum fyrstu kaflana alvarlega.. með Adam og Evu og talandi snáka.. hvernig getur allt mannkyn verið komið frá tveim manneskjum án þess að þau eða afkomendur þeirra fremji sifjaspell, sem er væntanlega fordæmt í biblíunni. 

Arnar (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 09:59

8 Smámynd: Mofi

Galileó var mjög svekktur yfir afstöðu kirkjunnar manna því að honum fannst þeir vera að eyðileggja trúverðugleika Biblíunnar enda mjög kristinn einstaklingur. Meira um Galileo frá kristnu sjónarhorni: http://www.creationsafaris.com/wgcs_1.htm#galileo

Að eiga kynmök við syskyni er fordæmt þegar Móse kemur á sjónarsviðið en fyrir þá tíma var það ekki sérstaklega bannað. Enda líffræðilega séð aðeins skaðlegt þegar skaðlegar stökkbreytingar eru byrjaðar að vera algengar en maður myndi gera ráð fyrir því að þær voru ekki til í byrjun.

Mofi, 7.1.2008 kl. 12:27

9 identicon

Darwin var líka trúaður, Charles Darwin#Religious views. Þótt hann hafi farið að efast og snúist frá trú eftir að dóttir hans dó. Hver er þá munurinn á Galileo og Darwin? Hefðir þú ekki verið jafn mikið á móti Galilego þá og þú ert á móti Darwin núna?

Og eftir hvað marga ætliði ætli skaðlegar stökkbreytingar hafi byrjað að koma fram þar sem svona fyrstu 500 árinn hafa allir verið náskyldir öllum hinum?

Arnar (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 13:06

10 Smámynd: Mofi

Ég er aðeins sammála hugmyndum Galileó en ekki Darawin. Maður veit ekki hvernig maður hefði brugðist við á öðrum stað á öðrum tíma. Galileó var að hans mati að einhverju leiti að verja Biblíuna þegar hann var að berjast fyrir sínum hugmyndum. Það er eins og Darwin var fórnarlamd hins nýja fagnaðarerindisins og síðan þekkingarleysi á svo mörgu sem við vitum betur í dag.

Veit ekki með skaðlegu stökkbreytingarnar fyrstu ár hundruðin.

Mofi, 7.1.2008 kl. 13:23

11 identicon

"Darwin var fórnarlamd hins nýja fagnaðarerindisins og síðan þekkingarleysi á svo mörgu sem við vitum betur í dag."

Hvað vitum við svo betur í dag?  Þróunarkenning Darwins er almennt viðurkennd í öllum heiminum jafnt af trúuðum, óháð trúarbrögðum, og ótrúuðum.

Það eru miklu fleirri vísbendingar sem benda til þess að þróunarkenningin sé sönn heldur en að guð hafi gert allt.  Og það að "af því að það er ekki hægt að útskýra það" eða "þetta er of flókið til að það geti hafa gerst af sjálfusér" eru bara ekki vísbendingar um að guð hafi skapað öll dýr í nánast nákvæmlega þeirri mynd sem þau eru í dag. 

Arnar (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 14:11

12 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni
Mofi....  Þegar Jesús talar um auga fyrir auga tönn fyrir tönn og segir það ekki vera  rétt og kemur með þveröfugar niðurstöðu þurfum við ekkert að velkjast í vafa um það að hann er ekki að mótmæla einhverjum hefðum eða gildum heldur einfaldlega texta gamla testamentisins

Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn var hluti af lögmáli gyðinga, hvernig ætti að refsa ef einhver gerir á þinn hlut. Það samt þýðir ekki að lögin sjálf voru vond og í þeim var kvatt til fyrirgefningar. Málið var að ef einhver vildi réttlæti þá varð hann að sækja það sjálfur og koma fram með tvö vitni. Ef hann vildi fyrirgefa það sem var gert á hans hlut þá gat hann gert það. Þetta var ekki eins og þetta er hjá okkur þar sem ríkið sér um að sækja og refsa.

Svo þegar Jesú er að segja að við eigum að bjóða hinn vangann þá er hann að mæla með fyrirgefningunni sem var líka til staðar í GT, öll musteris þjónustan snérist um það. 

Jón Bjarni
Og talandi um hræsni, kristið fólk í löndum þar sem dauðarefsingu er enn beitt beita oft fyrir sig aga fyrir auga bulliinu - hversu mikil hræsni er það?

Mér finnst auga fyrir auga ekkert bull. Á bara að sleppa að refsa glæpamönnum?  Þótt að Jesú er að mæla með miskun og fyrirgefningu þá einfaldlega verður að stöðva þá sem beita annað fólk ofbeldi. Þannig að það sem Jesú var að segja þarna var að ekki elta uppi þinn rétt á að refsa þeim sem gerðu á þinn hlut heldur fyrirgefðu þeim en... þú fyrirgefur aðeins þeim sem biðjast fyrirgefningar.  Þetta er alveg sér umræða út af fyrir sig og mér finnst eins og ég er engann veginn kominn á einhverja loka niðurstöðu.

Mofi, 7.1.2008 kl. 16:15

13 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni
Bíddu, ertu semsagt að segja að þetta sé bæði rétt...
 Það sem stendur í gamla testamentinu og það sem Jesús segir sjálfur að sé rangt?

Ég er að segja að Jesú er sammála GT og ég útskýrði afhverju.  Auga fyrir auga var ein af þeim reglum sem átti við líkamleg meiðsl. Hvernig á að refsa einhverjum sem stakk í augað á einhverjum viljandi ef refsa á yfirhöfuð? Þetta er ekki setning sem fjallar um að maður eigi að hefna sín heldur hluti af refsilöggjöf og aðeins brot af henni og ekki hægt að halda að maður skilji hana einn tveir og þrír án almennilegrar rannsóknar. Jesús síðan  hvetur þá sem eiga rétt á því að heimta refsingu að fyrirgefa og Gamla Testamentið gerir hið sama.

Jón Bjarni
Nei að sjálfsögðu þarf að gera eitthvað í þessum glæpamönnum, það er einmitt viðhorf þitt og skoðanabræðra þinna til glæpamanna sem mér finnst svo sérstakt

Ég er mjög hlynntur miskun og fyrirgefningu en ef þú tekur algjörlega burt refsingar úr lögum þá veður lögleysi uppi því eins og einn gáfaður maður sagði eitt sinn, All that is necessary for the triumph of evil is for good men to do nothing - Edmund Burke

Jón Bjarni
Hafir þú ekki enn náð því hvar trú mín liggur þá segi ég þér það núna, ég trúi á Jesú Krist, ég trúi á hans kennisetingar og hans boðskap og reyni a fylgja honum..  ég tek hinsvegar ekki mark á stórum hluta gamla testamentisins, einfaldlega vegna þess að ég trúi því að það sé bók skrifuð af miklum snillingi/um með það í huga að ná til þess fólks sem var uppi á þeim tíma

Frábært að heyra. Eitt sem maður þarf að hafa í huga varðandi Gamla Testamentið er að þetta var lögbók ákveðins hóps fólks á ákveðnum tíma og það ríkti ekki trúfrelsi því að þetta var fremur trúar hópur en þjóð bundin blóðböndum. Þegar síðan lærisveinarnir fara út fyrir gyðinga þjóðina þá eru þeir ekki að boða nýtt Ísraels ríki heldur aðeins trú sem lifði inn í öðrum þjóðum og ríkisstjórnum. Hjá þeim skipti máli að fólk trúði og hlýddi af því að það vildi það en ekki vegna þess að einhver neyddi það til þess þannig að lögin sem áttu við gyðinga áttu ekki lengur við.

Jón Bjarni
Þ.e. einfölduð að miklu leyti og sett í form sem fólk myndi meðtaka án þess að saka viðkomandi snillinga um villutrú

Þú ert greinilega ósammála mér í mörgu, ertu þá ekki með því að saka mig um villutrú? Ég er einfaldlega ósammála mörgu sem þú segir og reyni að útskýra afhverju.

Jón Bjarni
Það er ekkert hægt að neita því að genesys er mjög nálægt því sem við þekkjum um það hvernig pláneta verður til, tíminn er bara ekki sá sami.. sagan um í hvaða röð líf kviknar er líka nokkuð nærri lagi - en einfölduð og svona gæti ég haldið áfram

Nokkuð nærri lagi, miðað við hvað?  Það sem við vitum að er satt? Hvernig vitum við þetta?

Jón Bjarni
Það er innileg ósk mín að einhvern daginn renni það upp fyrir þér að vísindin eru ekki að reyna hrekja trú þína, þau eru einfaldlega að sýna fram á það betur og betur hversu stórkostlegt sköpunarverkið raunverulega er

Guðleysis skáldsögur eru að reyna að hrekja trú allra kristinna manna, það er augljóst, sérstaklega ef þú skoðar söguna síðustu 150 ár eða svo. Ég er sammála að alvöru vísindi sýna fram á hversu stórkostegt sköpunarverkið er en afhverju er það þá svona mikið að því að trúa að Guð hafi skapað sköpunarverkið?

Jón Bjarni
Það er einfeldningslegt að halda það að gamla testamentið sé orðréttur sannleikur um allt sem við þurfum að vita um líf okkar og tilveru

En því sem Jesús sagði um okkar líf og tilveru?

Markúsarguðspjall 10
5Jesús mælti þá til þeirra: „Hann ritaði ykkur þetta boðorð vegna þverúðar ykkar 6en frá upphafi sköpunar gerði Guð þau karl og konu.

Jón Bjarni
Komdu niður úr trúarturninum sem þú ert fastur í og reyndu í nokkrar mínútur að horfa á þetta frá mínu sjónarhorni

Afhverju vilt þú ekki klifra upp í smá stund og sjá hvernig þetta lítur allt út frá svona góðum og háum turni? :)   Ég er að reyna að skilja þig en afhverju að taka því svo illa að ég er ósammála sumu sem þú segir?

Mofi, 8.1.2008 kl. 00:05

14 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, ef þeir sem eru í kirkjunni verja ekki Biblíuna þá að mínu mati eiga þeir bara fara úr kirkjunni. Ef þú trúir ekki Kristi þegar Hann talar um jarðneska hluti en velur frekar að trúa syndugum mönnum sem hafa lifað í örfá ár frekar en Kristi þá ættirðu að tilbiðja þá frekar.

Boðskapurinn í Biblíunni er að vegna synd Adams kom dauðinn í þennan heim. Ef það er ekki satt þá kom dauði og þjáningar í heiminn vegna Guðs því að þannig skapaði hann lífverurnar og þar á meðal okkur. Hvenær heldurðu að afkvæmi einhvers apalegarar veru var loksins orðið að manni með sál sem var í mynd Guðs?

Mofi, 10.1.2008 kl. 01:01

15 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni
Og fyrst að Jesú sá sig ekki knúinn til að verja biblíuna þá get ég ekki séð að það sé einhver skylda kristinna manna að verja hana heldur

Jesús vitnar þó nokkuð oft í Gamla Testamentið og lagði það til grundvallar fyrir réttmæti sinnar köllunar. Þegar Hann byrjar sitt starf þá t.d. vísar Hann í Jesaja sjá í Lúkas 4:17

Jón Bjarni
Hefur einhvern tíma hvarflað að þér að það þegar Adam borðaði af skilningstrénu sé í raun myndræn líkning á því þegar ein af þessum apaverum tók stökk fram á við og tók smám saman frammúr öðrum apaverum í skilningi og viti?

Já en það vantaði öll sönnunargögn fyrir slíku kraftaverk. Ef Guð var að leiðbeina breytingu frá apa til Adams þá var Hann að skapa með dauða og þjáningu og það er ekki Guð Biblíunnar né kærleiksríkur Guð. Stóra atriðið er hverjum eru allar þessar hörmungar að kenna og mér finnst ekki rökrétt að kærleiksríkur Guð myndi gera slíkt. Jesús segir síðan líka að í upphafi hafi Guð skapað þau karl og konu svo ég yrði að hafna því sem Kristur segir í þokka bót án þess að hafa fengið nein góð rök til að halda að apalegar verur breyttust í menn.

Mofi, 12.1.2008 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 802872

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband