Enn annað nútímalegt dýr finnst í neðstu kambríum setlögunum

Abludomelita obtusata, an amphipod

 Af og til þá finnast nýjar dýrategundir í kambríum setlögunum sem eru mjög lík sömu dýrum og við höfum í dag.  Hópurinn sem þessi dýrategund tilheyrir heitir Crustacean og inniheldur dýr eins og rækjur og humra.  Steingervingurinn var mjög vel varðveittur og jafnvel mjúku líkamspartarnir voru vel varðveittir. Athyglisvert var að svipuð dýr í dag eru blind en þessi dýr voru sjáandi. Miklu frekar sönnun fyrir hrörnun en þróun.

Eins og vanalega þá birtist þetta dýr þarna fullmótað án nokkurar þróunarsögu, líklegast eins og Dawkins sagði eitt sinn, "sköpunarsinnum til mikillar gleði".  Það hlýtur að vera skrítið að vera þróunarsinni og lifa í heimi þar sem staðreyndirnar passa voðalega sjaldan við það sem maður trúir að hafi gerst í fortíðinni.  

Grein um þessa uppgvötun er hérna: http://creationsafaris.com/crev200710.htm#20071004a

Maður þarf að skrá sig til að geta lesið upprunalegu greinin í Nature en hana er að finna hérna: http://www.nature.com/nature/journal/v449/n7162/full/nature06138.html

Þeir sem hafa aðgang að greininni í Nature, þá væri gaman að segja meira frá greininni og kannski mynd af viðkomandi steingervingi.

Svo það komi fram þá er þetta ekki mynd af dýrinu sjálfu sem fannst, aðeins dæmi um þau dýr sem tilheyra þessum hóp dýra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Náttúran kemur með sömu lausnir á sömu vandamálum aftur og aftur.  Augað hefur verið fundið upp óteljandi sinnum, í fiskum, spendýrum, köngulóm, flugum o.s.frv.

Oft verða mismunandi lausnir sláandi líkar, samanber vængi leðurblaka og vængi fugla, þótt þær eigi litlar sameiginlegar stoðir.

Það er ekkert skrýtið þótt gömul lífsform finnist sem líkjast um margt nýjum lífverum ef vistkerfið sem þau þrifust í var sambærilegt.

Kári Harðarson, 5.10.2007 kl. 20:07

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

... fullmótað...

Hvað áttu við með því að dýrið hafi verið fullmótað?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.10.2007 kl. 20:14

3 Smámynd: Mofi

Hjalti: Hvað áttu við með því að dýrið hafi verið fullmótað?

Ef dýrið væri hálfpartinn eins og það er í dag þá hefði maður líklegast sagt "hálfmótað" eða eitthvað sem gæfi til kynna að þarna var það ekki jafn þróað og það er í dag. En það er sama sem eins og þá velur maður þessi orð.

Hafþór: Er ekki augljóst að ef dýrin hafa ekkert með augu í dag að gera þá er betra að vera án þeirra?

Jú en það væri samt hrörnun.

Hafþór: Það væri heldur dæmi um að þróunarkenningin væri kjaftæði ef dýr sem hefði ekkert með augu að gera, myndi ekki smátt og smátt tapa sjóninni. 

Spurning en það hefði aldrei þróað jafn flókið kerfi og augað er nema það væri þörf á því. Hvort þörfin hafi síðan farið er eitthvað sem ég efast um.  Síðan höfum við dæmi þar sem dýra tegund hefur misst sjónina en það var hægt að láta augun vaxa aftur því að upplýsingarnar til að búa þau voru til staðar en það var búið að slökkva á þeim.

Mofi, 5.10.2007 kl. 23:17

4 Smámynd: Mofi

Kári, finnst þér virkilega ekkert skrítið við að jafn flókið kerfi og augað er skuli hafa "þróast" aftur og aftur?  Hvernig er hægt að "þróa" auga í litlum skrefum?  Þú þarft eitthvað sem móttekur upplýsingar um ljós og þú verður að muna að fyrir dýrið þá er útilokað að vita hvaða upplýsingar þetta eru og jafnvel ef þú hefðir þær þá geta tilviljanir aldrei vitað hvað þær þýða. Ef þú síðan býrð til tæki sem kann að nema ljós þá er gagnslaust nema þú býrð til tæki sem getur flutt þessar upplýsingar.  Ef þú hefur tæki sem getur flutt upplýsingarnar þá er það ennþá gagnslaus nema þú hafir stöðvar í heilanum til að taka á móti þeim og vinna úr þeim eitthvað sem er skiljanlegt.

Til að gefa þér smá innsýn í hve flókið ferli það er sem aðeins greinir ljós og ekkert annað þá vísa ég í smá útdrátt úr Darwins Black box sem fjallar um hvað er að gerast í "einföldum" ljósnæmum svæðum.

Michael Behe - Darwins Black Box: When light first strikes the retina a photon interacts with a molecule called 11-cis-retinal, which rearranges within picoseconds to trans- retinal. (A picosecond is about the time it takes light to travel the breadth of a single human hair.) The change in the shape of the retinal molecule forces a change in the shape of the protein rhodopsin, to which the retinal is tightly bound. The protein's metamorphosis alters its behavior. Now called metarhodopsin II the protein sticks to another protein, called transducin.

Before bumping into metarhodopsin II, transducin had tightly bound a small
molecule called GDP. But when transducin interacts with metarhodopsin II, the GDP falls off, and a
molecule called GTP binds to transducin. (GTP is closely related to, but critically different from,
GDP). GTP-transducin-metarhodopsin II now binds to a protein called phosphodiesterase, located
in the inner membrane of the cell. When attached to metarhodopsin II and its entourage, the
phosphodiesterase acquires the chemical ability to `cut' a molecule called cGMP (a chemical relative of
both GDP and GTP). Initially there are a lot of cGMP molecules in the cell, but the phosphodiesterase
lowers its concentration, just as a pulled plug lowers the water level in a bathtub. Another membrane
protein that binds cGMP is called an ion channel. It acts as a gateway that regulates the number of sodium ions in the cell. Normally the ion channel allows sodium ions to flow into the cell, while a separate protein
actively pumps them out again. The dual action of the ion channel and pump keeps the level of sodium ions in the cell within a narrow range. When the amount of cGMP is reduced because of cleavage by the
phosphodiesterase, the ion channel closes, causing the cellular concentration of positively charged sodium
ions to be reduced. This causes an imbalance of charge across the cell membrane that, finally, causes a
current to be transmitted down the optic nerve to the brain. The result, when interpreted by the
brain, is vision. If the reactions mentioned above were the only ones that operated in the cell, the supply of 11-cis-retinal, cGME and sodium ions would quickly be depleted. Something has to turn off the
proteins that were turned on and restore the cell to its original state. Several mechanisms do this. First, in the dark the ion channel (in addition to sodium ions) also lets calcium ions into the cell. The calcium is
pumped back out by a different protein so that a constant calcium concentration is maintained. When cGMP levels fall, shutting down the ion channel, calcium ion concentration decreases, too. The phosphodiesterase enzyme, which destroys cGMF, slows down at lower calcium concentration. Second, a protein called guanylate cyclase begins to resynthesize cGMP when calcium levels start to fall. Third while all of this is going on, metarhodopsin II is chemically modified by an enzyme called rhodopsin kinase.

The modified rhodopsin then binds to a protein known as arrestin, which prevents the rhodopsin from activating more transducin. So the cell contains mechanisms to limit the amplified signal started by a single photon. trans-retinal eventually falls off of rhodopsin and must be reconverted to 11-cis-retinal and
again bound by rhodopsin to get back to the starting point for another visual cycle To accomplish this,
trans-retinal is first chemically modified by an enzyme to trans-retinol- a form containing
two more hydrogen atoms. A second enzyme then converts the molecule to 11-cis-retinol. Finally, a
third enzyme removes the previously added hydrogen atoms to form 11-cis-retinal a cycle is
complete

 

Mofi, 5.10.2007 kl. 23:31

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hérna er grein með mynd af dýrinu.

Ef dýrið væri hálfpartinn eins og það er í dag þá hefði maður líklegast sagt "hálfmótað" eða eitthvað sem gæfi til kynna að þarna var það ekki jafn þróað og það er í dag. En það er sama sem eins og þá velur maður þessi orð.

"[E]ins og það er í dag"? Ég er nokkuð viss um að þetta dýr sé ekki lengur til. Ég skil enn ekki hvað þú átt við með orðinu "fullmótað".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.10.2007 kl. 06:57

6 Smámynd: Mofi

Takk fyrir myndina Hjalti.

Hjalti:  "[E]ins og það er í dag"? Ég er nokkuð viss um að þetta dýr sé ekki lengur til. Ég skil enn ekki hvað þú átt við með orðinu "fullmótað".

Lýtur mjög kunnuglega út fyrir mér en veit ekki fyrir víst að akkurat svona dýr sé til í dag.  Varðandi fullmótað, hvað heldurðu að Darwin hafi átt við þegar hann notaði það hérna? 

Charles Darwin: The history of most fossil species includes two features inconsistent with gradualism: 1. Statis. Most species exhibit no directional change during their tenure on earth. They appear in the fossil record looking much the same as when they disappear… 2. Sudden Appearance. In any local area, a species does not arise gradually by the steady transformation of its ancestors; it appears all at once and 'fully formed'.

Líklegast aðal ástæðan fyrir því að við eigum erfitt með að fullkomlega útskýra "fullmótað" er afþví að við höfum ekki beint mörg dæmi af þannig dýrum ef einhver.

Hafþór: Varðandi augað þá þarf ekkert endilega heila til að taka á móti upplýsingum, frumstætt auga getur vel verið ein ljósnæm fruma sem tengd er við einfalt taugakerfi án heila.

Það breytir því ekk að þessi ljósnæma fruma þarf að hafa einhvers konar kerfi eins og Behe lýsti og það sem tekur á móti þeim skilaboðum sem hún lætur frá sér þarf eitthvað kerfi til að skilja hvað þessi boð þýða.

Mofi, 8.10.2007 kl. 13:17

7 Smámynd: Mofi

Það sem fær boðin að eitthvað breyttist þarf að láta þau þýða eitthvað. Viðbrögðin eða örvunin eru aðeins vegna þess að skilaboðin hafi einhverja þýðingu eða að eitthvað bregst við er vegna þess að það eru vélar eða tæki sem eru þannig að þau bregðast við breytingunni.  Lýsingin sem Behe gefur af þessum prótein vélum sem tilheyra "einföldu" ljósnæmu frumu ætti að gefa þér sma vísbendingu um hvers konar flækjustig er um að ræða þegar kemur að þessum vélum sem greina ljós.

Mofi, 8.10.2007 kl. 16:30

8 Smámynd: Mofi

Viðbrögðin eru vegna einhvers og lýsingin sem Behe gefur ætti að gefa þér smá innsýn í hvers konar kerfi þarf til þess að bregðast við ljós eindum.  Síðan þessi viðbrögð þurfa að vera túlkuð til þess að viðbragðið sé þannig að lífveran fái eitthvað út úr því.

Kveðja

Mofi, 8.10.2007 kl. 17:54

9 Smámynd: Mofi

Þetta sem Behe lýsir er hvernig efnin sjálf virka, hvernig prótein vélarnar virka svo þetta gildir fyrir eina ljósnæma frumu eða dýr með margar ljósnæmar frumur.

Mofi, 8.10.2007 kl. 18:15

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Lýtur mjög kunnuglega út fyrir mér en veit ekki fyrir víst að akkurat svona dýr sé til í dag.

 "mjög kunnuglega". Þetta dýr er ekki til í dag.

Varðandi fullmótað, hvað heldurðu að Darwin hafi átt við þegar hann notaði það hérna?

Miðað við fyrri reynslu mína af þér, þá efast ég um að þetta sé skrifað af Darwin.

En ég veit ekki hvað þetta þýðir, þú hlýtur að geta útskýrt hvað þú átt við með orðunum sem þú notar.

Behe er að lýsa því hvernig þetta virkar í mannfólkinu, þannig að það er afar vafasamt að ætla að alhæfa út frá því um einfaldari skynfæri.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.10.2007 kl. 19:05

11 Smámynd: Mofi

Hjalti: "mjög kunnuglega". Þetta dýr er ekki til í dag

Dýr af þessari tegund eru til í dag og þetta dýr er líkt þeim. Gaman að vita hvort að akkurat þessi tegund er til en það skiptir svo sem ekki svo miklu máli.

Hjalti: Miðað við fyrri reynslu mína af þér, þá efast ég um að þetta sé skrifað af Darwin.

Þetta var núna bara sárt og ósanngjarnt. Að vísu rétt hjá þér... Þetta var víst Steven Gould sem sagði þetta og hérna er tilvísunin: S.J. Gould, "Evolution's Erratic Pace", Natural History, vol. 86, May 1977

Hjalti: En ég veit ekki hvað þetta þýðir, þú hlýtur að geta útskýrt hvað þú átt við með orðunum sem þú notar.

Einhvers konar millistig. Ég hef ekki séð þannig og aðeins þeir sem aðhyllast þróun eyða miklum tíma í að ímynda sér þannig dýr svo betra að spyrja vini þína hjá Vantrú.

Hjalti: Behe er að lýsa því hvernig þetta virkar í mannfólkinu, þannig að það er afar vafasamt að ætla að alhæfa út frá því um einfaldari skynfæri

Hann er að lýsa efnafræðinni þegar ljós lendir á próteini sem kann að meðhöndla það. Veit ekki hvort að við vitum hvernig frelið er hjá dýrum sem hafa aðeins ljósnæma "bletti".

Mofi, 10.10.2007 kl. 16:49

12 Smámynd: Mofi

Hafrþór: Og er þetta ferli sem Behe er að lýsa dæmigert fyrir td. einfrumung sem er með ljósnæmar frumur?

Veit ekki. Spurning hve mikið er búið að rannsaka þetta sama ferli í hinum ýmsu dýrum. Það er aðeins á síðustu áratugunum sem við öðluðumst þessa þekkingu.

Mofi, 10.10.2007 kl. 16:51

13 identicon

Ég set spurningamerki við það að einstaklingur sem trúir því að jörðin sé 6000 ára gömul vitni í tímabeltið kambríum sem átti sér stað fyrir um 550 - 490 milljón árum.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 21:42

14 Smámynd: Mofi

Að það eru til setlög sem menn hafa gefið nafnið kambríum er ekki hið sama og að það sé virkilega svona gamalt.  Ég skil ekki afhverju einhverjir trúar svona án nokkurs efa þegar menn eins og þeir sjálfir halda því fram að þeir viti aldurinn á einhverjum steinum.  Skiptir það einhverju máli að það hafa fundist demantar og steingervingar á svipuðum slóðum sem mældust innann við 100.000 ára gamlir?

Mofi, 15.10.2007 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 802829

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband