Er hægt að nota Gamla Testamentið til að réttlæta kynlífsánauð?

OTÉg er mjög forvitinn að vita hvaða vers í Gamla Testamentinu Rob Johnson á að hafa notað til að réttlæta svona viðurstyggilegan glæp.  Það kemur mörgum á óvart að þegar Jesús segir að elska náungan eins og sjálfan sig þá er Hann að vitna í Gamla Testamentið. Einn af frægari rabbínum gyðinga, maður að nafni Hillel útskýrði Gamla Testamentið svona: "That which is hateful to you, do not do to your fellow. That is the whole Torah; the rest is the explanation; go and learn.".   Sem sagt, að koma fram við aðra eins og maður vill að sé komið fram við mann sjálfan er kjarninn í boðskapi Gamla Testamentisins. Því má ekki gleyma að Boðorðin Tíu eru í Gamla Testamentinu þar sem boðorðið "þú skalt ekki drýgja hór" er að finna.

Það er engin spurning í mínum augum að ef að þetta fólk hefði verið að fara eftir leiðbeiningum Gamla Testamentisins þá hefðu þau komið fram við þessa stúlku af kærleika og aldrei gert þessa hluti.


mbl.is Í kynlífsánauð í fimm ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Í Gamla testamentinu, þá eru alls ekki allir náungar manns, t.d. voru ekki útlendingar náungar manns.

Hvar í Gamla testamentinu er bannað að sofa hjá ambátt?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.8.2015 kl. 20:38

2 Smámynd: Már Elíson

Þetta mál (t.d.) segir hvað hvað trúmál gera illt verra..Og svo koma menn og reyna að finna réttlætingu eða einhvern flöt á málinu til að sanna eða afsanna. - Hvernig stendur á því að trúmál gera illt verra ?? - Afhverju er trú ekki til hins góða ? - Og hverju, eða hverjum á að trúa ? - Allir eru að ljúga og ljúga...í nafni trúar. - Til hvers er að trúa, og hvar endar þetta ?

Már Elíson, 13.8.2015 kl. 23:26

3 Smámynd: Mofi

Ég sé ekki betur en í Gamla Testamentinu þá voru þrír hópar sem fengu sérstaka athygli eða vernd, ekkjur, munarleysingjar og útlendingar.  Hérna eru nokkur dæmi:

Exo 23:9  Also thou shalt not oppress a stranger: for ye know the heart of a stranger, seeing ye were strangers in the land of Egypt. 

Lev 19:34  But the stranger that dwelleth with you shall be unto you as one born among you, and thou shalt love him as thyself; for ye were strangers in the land of Egypt: I am the LORD your God. 

Lev 23:22  And when ye reap the harvest of your land, thou shalt not make clean riddance of the corners of thy field when thou reapest, neither shalt thou gather any gleaning of thy harvest: thou shalt leave them unto the poor, and to the stranger: I am the LORD your God. 

Mofi, 14.8.2015 kl. 08:30

4 Smámynd: Mofi

Már, frá mínum bæjardyrum séð þá trúa allir einhverju. Það er alltaf eitthvað sem lyggur á bakvið það hvernig fólk skilur heiminn og huldar ástæður fyrir því af hverju fólk telur eitt rétt og annað rangt. Ég einmitt er á því að ef einhver trúir ekki á Guð eða trúir að við höfum þróast yfir miljónir ára þá eyðileggur það allan grunn fyrir siðferði til að standa á. Ef að baráttan til að lifa af, er það sem bjó til okkar siðferði í dag þá sé ég ekki neina góða ástæðu af hverju ekki að klifra upp á toppinn og vera alveg sama um hvern þú stígur á, á leiðinni þangað.  

Prófaðu að lesa fyrir mig Rómverjabréfið, kafla tíu: https://www.biblegateway.com/passage/?search=Romans%2010

Og segðu mér hvort að þú teljir að sá sem reynir að lifa eftir þessu, hvort að það sé líklegra til að bæta þann einstakling eða skemma hann.

Mofi, 14.8.2015 kl. 08:34

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

 

>Ég sé ekki betur en í Gamla Testamentinu þá voru þrír hópar sem fengu sérstaka athygli eða vernd, ekkjur, munarleysingjar og útlendingar.  

Mofi, hvar er bannað í Gamla testamentinu að sofa hjá ambátt? Þú veist að í Gamla testamentinu er löglegt að berja þræla, svo mikil var "náungakærleikurinn" í því. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.8.2015 kl. 11:09

6 Smámynd: Mofi

Það er bannað að drýgja hór svo það væri bann við því að sofa hjá ambátt nema að giftast henni.  Þegar kemur að "berja þræla" þá var sama refsing fyrir þræla og frjálsa þegar kemur að barsmíðum svo ég sé ekki neitt sérstakt þar sem einhvers konar leifi til að koma illa fram við fólk sem er ekki í samræmi við versin sem ég benti á hérna fyrir ofan.

Mofi, 14.8.2015 kl. 21:24

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, að drýgja hór er víst bara að sofa hjá konu sem er gift eða trúlofuð.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.8.2015 kl. 00:34

8 Smámynd: Mofi

Hjalti, ég skil það líka þannig að það er að sofa hjá ef þú ert giftur eða sofa hjá fyrir utan hjónaband.

Mofi, 15.8.2015 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband