Á hvaða grundvelli getur fólk sagt að þetta sé rangt?

Á hvaða grundvelli geta kristnir, guðleysingjar eða hvað annað sem fólk kann að kalla sig, sagt að það sé rangt fyrir dóttur að stunda kynmök með föður sínum?


mbl.is Átti í kynferðislegu sambandi við föður sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Jón

Ætli besta ástæðan sé ekki sú það eru umtalsverðar líkur á erfðagöllum ef svo skyldir einstaklingar stunda kynlíf saman. Svo spilar það örugglega inn í hversu 'krípí' það var þegar dætur Lots lögðust með pabba sínum og urðu ófrískar eftir að hann hafði boðið stórum hópi karla að nauðga þeim að vild eins og sagt er frá í Biblíunni.

Óli Jón, 19.2.2015 kl. 21:04

2 Smámynd: Mofi

Þannig að ef við kæmumst að því að það væri rangt þetta með erfðagallana að þá væri þetta í lagi?

Biblían er mjög heiðarleg þegar kemur að því ranga sem fólk gerði, dregur mjög lítið undan.

Mofi, 20.2.2015 kl. 13:58

3 Smámynd: Óli Jón

Mofi: Þú getur ekki valið að taka burt lykilforsenduna um erfðagallana, það ónýtir alveg þessa umræðu því hún grundvallast á henni. Það er eins og að taka burt þá staðreynd að neysla illa eldaðs svínakjöts getur haft vonda eftirmála í för með sér. Hvað verður um varnagla Biblíunnar ef þú tekur þá lykilforsendu í burtu á hverjum varnaðarorð Biblíunnar eru grundvölluð? Ef við færum út í það, þá væri þetta bara bjánaleg sérviska í þeim sem það skrifaði.

Þú vísar hróðugur í Biblíuna. Hverjar eru annars forsendur hennar í sifjaspellsumræðunni fyrir utan erfðagallamálið?

Óli Jón, 20.2.2015 kl. 14:10

4 Smámynd: Mofi

Alltaf gaman "what if" pælingum.  Væri gaman að vita hvenær fólk byrjaði að átta sig á þessu, Darwin t.d. giftist frænku sinni svo það er ekki langt síðan. Fyrir kristna þá hafa þeir haft þetta bann í Gamla Testamentinu án þess að hafa vitneskju um af hverju. Og síðan bætist við að þetta er aðeins í Gamla Testamentinu, einmitt í þeim hluta sem þeir segja að er ekki lengur í gildi.

Biblían gefur ekki ástæðu fyrir þessu banni, ég hef að minnsta kosti ekki rekist á það.

Mofi, 20.2.2015 kl. 14:17

5 Smámynd: Óli Jón

Gott mál, 'hvað ef' pælingin er áhugaverð. Gefum okkur þá að við undanskiljum erfðagallavinkilinn og gefum okkur að við séum staddir á þeim tíma þegar Biblían er í samningu? Af hverju dæma höfundar hennar sifjaspellin röng fyrst þeir hafa þessar tvær forsendur ekki til hliðsjónar?

Óli Jón, 20.2.2015 kl. 15:55

6 Smámynd: Mofi

Ég lít þannig á að Guð er á bakvið þessar reglur svo Hann vissi þetta svo það var að minnsta kosti ein af þeim ástæðum sem Hann bannaði þetta.

Mofi, 20.2.2015 kl. 16:41

7 Smámynd: Óli Jón

Mofi: Þannig að þú hefur í raun ekkert fyrir þér í þessu nema blinda trú? Þú getur ekki kynnt þér neinar forsendur fyrir ákvörðuninni og tekur þess vegna ástæðunni 'af því bara' alveg góðri og gildri í þessari blindu trú?

Finnst þér ekki skrýtið að það skuli vera langur kafli um hvernig baka eigi uppáhaldsbrauð eins höfunda Biblíunnar, en ekki ein lína um af hverju sifjaspell eru röng? Og er ekki þægilegt að geta svarað 'ég veit nákvæmlega ekkert um málið, Guð sagði þetta bara' og halda samt að þú hafir rétt fyrir þér?

Hér eru sum þeirra orða sem látin eru falla um matfórnir, þetta er dæmi um forgangsröðun á útskýringum í Biblíunni (http://snerpa.is/net/biblia/mose-3.htm):

Matfórnir

2
1Þegar einhver vill færa Drottni matfórn, þá skal fórn hans vera fínt mjöl, og skal hann hella yfir það olíu og leggja reykelsiskvoðu ofan á það. 2Og hann skal færa það sonum Arons, prestunum, en presturinn skal taka af því hnefafylli sína, af fína mjölinu og af olíunni, ásamt allri reykelsiskvoðunni, og brenna það á altarinu sem ilmhluta fórnarinnar, sem eldfórn þægilegs ilms fyrir Drottin. 3En það, sem af gengur matfórninni, fái Aron og synir hans sem háhelgan hluta af eldfórnum Drottins.

4Viljir þú færa matfórn af því, sem í ofni er bakað, þá séu það ósýrðar kökur af fínu mjöli olíublandaðar og ósýrð flatbrauð olíusmurð. 5En sé fórnargjöf þín matfórn á pönnu, þá skal hún vera ósýrt brauð af fínu mjöli olíublandað. 6Þú skalt brjóta það í mola og hella yfir það olíu; þá er það matfórn. 7En sé fórn þín matfórn tilreidd í suðupönnu, þá skal hún gjörð af fínu mjöli með olíu. 8Og þú skalt færa Drottni matfórnina, sem af þessu er tilreidd. Skal færa hana prestinum, og hann skal fram bera hana að altarinu. 9En presturinn skal af matfórninni taka ilmhlutann og brenna á altarinu til eldfórnar þægilegs ilms fyrir Drottin. 10En það, sem af gengur matfórninni, fái Aron og synir hans sem háhelgan hluta af eldfórnum Drottins.

11Engin matfórn, sem þér færið Drottni, skal gjörð af sýrðu deigi, því að ekkert súrdeig eða hunang megið þér brenna sem eldfórn Drottni til handa. 12Í frumgróðafórn megið þér færa það Drottni, en upp að altarinu má eigi bera það til þægilegs ilms.

13Allar matfórnir þínar skalt þú salti salta, og þú skalt eigi láta vanta í matfórnir þínar salt þess sáttmála, er Guð þinn hefir við þig gjört. Með öllum fórnum þínum skalt þú salt fram bera.

14Færir þú Drottni frumgróðamatfórn, þá skalt þú fram bera í matfórn af frumgróða þínum öx, bökuð við eld, mulin korn úr nýslegnum kornstöngum. 15Og þú skalt hella olíu yfir hana og leggja reykelsiskvoðu ofan á; þá er það matfórn. 16Og presturinn skal brenna ilmhluta hennar, nokkuð af hinu mulda korni og olíunni, ásamt allri reykelsiskvoðunni, til eldfórnar fyrir Drottin.

Óli Jón, 21.2.2015 kl. 17:53

8 Smámynd: Mofi

Ef að þetta hefði verið almenn vitneskja þá væri þetta ekki merkilegt en þar sem við erum tiltulega nýlega búin að uppgvöta þetta þá finnst mér það vega miklu þyngra.

Það eru ýtarleg lög um sifjaspell svo það vantar ekkert.

Þetta sem þú vitnar í er aðeins fyrir prestana sem unnu í musterinu af Levítaætt svo ég veit ekki af  hverju ákvæði um hvernig prestar ættu að vinna vinnuna sína angra þig.

Mofi, 22.2.2015 kl. 13:57

9 Smámynd: Óli Jón

Mofi: Ertu að segja að allt fram að samningu Biblíunnar hafi slæmar afleiðingar innræktunar ekki verið þekktar? Að enginn hafi tekið eftir neinum vondum afleiðingum sifjaspells fyrr en að Guð varaði við þeim? Það er reyndar þannig að þessar afleiðingar voru vel þekktar, sérstaklega í ættum heldra fólks þar sem það vildi blóði sínu hreinu.

Í kynlífsþrunginni Biblíunni ber sifjaspell oft á góma, enda þótti höfundum hennar við hæfi að koma sjónarmiðum sínum í þeim efnum á framfæri í tíma og ótíma.

Áhugavert er að sjá að skv. Biblíunni eru samneyti föður og dóttur ekki sérstaklega bönnuð, en álitin siðlaus ef taka má mark á rannsóknum Calvin:

If it be objected that such marriages are not prohibited to us in the New Testament, I reply, that the marriage of a father with his daughter is not forbidden; nor is a mother prohibited from marrying her son; and shall it therefore be lawful for those, who are near of kin, to form promiscuous connections?

Fleiri blæbrigði þessa ógeðfellda málefnis má sjá í eftirfarandi töflu, en eðlilega er karlmaðurinn útgangspunkturinn í henni því konur áttu ekki mikið upp á dekk á þessu tíma.

Heimild: Wikipedia

Óli Jón, 22.2.2015 kl. 19:13

10 Smámynd: Mofi

Það er eins og ég hljót að vera muldra alveg svakalega... 

Ég veit ekki hvenær menn áttuði sig á skaðsemi innræktunar, ég benti á Darwin sem giftist frænku sinni en kannski vissi hann af hættunni en gerði þetta samt.  Jafnvel menn á tímum Móse myndu ekkert endilega vita um skaðsemi innræktunar þótt að slíkt var bannað ílögunum. 

Samkvæmt Biblíunni þá var sannarlega bannað fyrir faðir að vera með dóttur sinni:

Leviticus 18:6
You must never have sexual relations with a close relative, for I am the LORD

Það eru fleiri reglur til að afmarka hvaða sambönd eru líka bönnuð.

Mofi, 22.2.2015 kl. 21:42

11 Smámynd: Tómas

Enginn vissi hvers vegna þetta var slæm hugmynd fyrr en menn fundu genin.

Þangað til hefur þetta líklega alltaf verið vitað, og innbyggt í okkur frá örófi alda, þar sem eðlilega þróumst við sem verur sem sækjast eftir ólíkum genum.

Það þýðir þó ekki að ekki séu aðrir þættir sem laði okkur að einstaklingum að hinu (sama?) kyninu. Útlit og almenn skapgerð hefur klárlega gríðarleg áhrif.

Af hverju ætti þá að undrast að Darwin hafi gifst frænku sinni? Af hverju ætti að undrast að almennt séð hafi samfélög gegnum árþúsundin almennt litið slíkt hornauga?

Mér finnst nákvæmlega ekkert undarlegt við hið secular sjónarmið. Og núna, þar sem við vitum af hverju þetta er "rangt", þá höfum við loks haldbæra ástæðu fyrir því. Fram að því var þetta bara mest megnis tilfinning, byggt á annars vegar óvenju hárri tíðni fæðingargalla barna skyldra einstaklinga og hins vegar sterkri innbyggðri tilfinningu.

En það sem þú ert sum sé að segja okkur er að ef þú teldir guð tala til þín og segja að þú mættir sannarlega leggjast með dóttur þinni (ef þú ættir) eða móður þinni, þá myndir þú bara yppa öxlunum og segja: "Nújæja - þetta er víst í lagi þá.". (Skemmtilegur "hvað ef" vinkill, ha? ;) )

Tómas, 28.3.2015 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband