Gleði boðskapur guðleysingja "Það er líklegast enginn Guð svo hættið að hafa áhyggjur"

Atheist-BusAlveg fannst mér magnað þegar guðleysingjar boða sína eins og hún sé eitthvað gleði efni. Fyrir t.d. þetta fólk í ferjunni Norman Atlantic að ef það deyr í þessu slysi að þá er allt búið, engin andspænis dauðanum; eru það gleði fréttir?

Þeir ættu frekar að vera daprir yfir því að hafa komist að svona sorglegri niðurstöðu. Harma að þetta er það sem þeir telja að sé rétt en vona að þeir hafi rangt fyrir sér.


mbl.is Örvænting ríkir meðal farþega ferjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Hvar var Guð fyrir þetta fólk? Sat hann "almáttugur" og hló?

Jón Ragnarsson, 29.12.2014 kl. 01:10

2 Smámynd: Mofi

Ætti Guð að koma í veg fyrir að allir deyi?

Hvað ef frá sjónarhóli Guðs þá er þetta líf alls ekki gott og því fyrr sem einhver deyr, því betra því þá tekur við lífið sem Hann raunverulega ætlaði okkur?

Mofi, 29.12.2014 kl. 01:23

3 Smámynd: Óli Jón

Mofi: Þú virðist vera að ná nýjum lægðum í þjónkun þinni við þann refsiglaða og hégómagjarna guð sem þú tilbiður þegar þú segir:

Hvað ef frá sjónarhóli Guðs þá er þetta líf alls ekki gott og því fyrr sem einhver deyr, því betra því þá tekur við lífið sem Hann raunverulega ætlaði okkur?

Eins og ég skil þetta þá kom hann okkur fyrir hér í þessu lífi sem er kannski alveg ömurlegt. Er hann virkilega svo ráðvilltur að hann kemur fólki fyrir hér bara til þess að koma því fyrir kattarnef eins snemma og því verður fyrir komið af því að heimurinn sem hann skapaði er svo slæmur? Sérðu raunverulega ekkert undarlegt við þessa ótrúlega skrýtnu og undarlegu lógík?

Ætti þessi súpersnjalla, alsjáandi, alvitra og almáttuga vera því ekki einfaldlega að sneiða fram hjá þessari ömurlegu stoppistöð og 'bíma' okkur beint á þennan frábæra stað sem hann ætlar okkur (flestum, altént) hvort sem er? Af hverju drepur hann bara okkur öllsömul og losar okkur undan þessa ekki-svo-góða-lífi? Hann hefur, jú, gert það áður þegar hann drekkti nýfæddum börnum, smábörnum, stálpuðum börnum, krökkum, táningum og öllum hinum ásamt kettlingum og hvolpum í syndaflóðinu. Slátrun á risastórum skala er því ekki nokkuð sem hann skirrist við.

Það er ekki heil brú í þessu, vinur minn. Þú ert gjörsamlega farinn að eltast við rófuna á sjálfum þér í þessari ótrúlega hringavitleysu í viðleitni þinni til þess að sanna tilveru hins eina sanna Piltdown-manns í heimssýn þar sem ein fjöður verður fljótt að fimm hænum.

Óli Jón, 29.12.2014 kl. 05:06

4 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Guð er sífellt að tala til manna og færa þeim verkefni, ekkert síður í dag en í Gamla Testamentinu. Það er við okkur sjálf að sakast ef við kunnum ekki að hlusta. En fyrst þurfa menn að vingast við Guð og taka hann í sátt. Oft bankar hann sjálfur á dyrnar. Menn þurfa bara að opna líf sitt og hjarta. Guð er algóður, mildur og gerir engum mein. Guð elskar manninn. Það er að mörgu leiti leyndardómurinn, því þegar við skiljum þetta breytist margt. 

Guðmundur Pálsson, 29.12.2014 kl. 10:21

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Kannski björgunarmennirnir hugsuðu sem svo að þeir þyrfti ekkert að flýta sér og leggja sig í of mikla hættu til að bjarga fólkinu, þetta jarðlíf er hvort eð er svo ómerkilegt, og ef fólkið skyldi ekki bjargast þá eiginlega væri það bara heppið, það kæmist fyrr en ella til himnaríkis.

Skeggi Skaftason, 29.12.2014 kl. 11:30

6 Smámynd: Mofi

Óli Jón
Eins og ég skil þetta þá kom hann okkur fyrir hér í þessu lífi sem er kannski alveg ömurlegt. Er hann virkilega svo ráðvilltur að hann kemur fólki fyrir hér bara til þess að koma því fyrir kattarnef eins snemma og því verður fyrir komið af því að heimurinn sem hann skapaði er svo slæmur? Sérðu raunverulega ekkert undarlegt við þessa ótrúlega skrýtnu og undarlegu lógík?

Þetta er mjög skrítin lógík en þetta er þín lógík.  Hérna er glímt við þessa spurningu þína: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/1182711/

Mofi, 29.12.2014 kl. 11:41

7 Smámynd: Mofi

Guðmundur, alveg rétt.  Megnið af því vonda sem gerist í okkar heimi er okkur sjálfum að kenna, vont fólk sem skaðar aðra eða vanræksla eða hvað annað.

Mofi, 29.12.2014 kl. 11:46

8 Smámynd: Mofi

Skeggi, það væri mjög undarlegt, heldur þú að björgunarmennirnir voru guðir?

Ertu að segja mér að þú skilur ekkert hvað ég er að segja í greininni?  Sérðu ekkert við það að það er von andspænis dauðanum?

Mofi, 29.12.2014 kl. 11:48

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Björgunarmennirnir væru ekkert að drepa fólkið, þó þeim tækist ekki að bjarga því.

Þetta sagðir þú, Mofi:

Hvað ef frá sjónarhóli Guðs þá er þetta líf alls ekki gott og því fyrr sem einhver deyr, því betra því þá tekur við lífið sem Hann raunverulega ætlaði okkur?

Má sem sé bara Guð hugsa svona??

Skeggi Skaftason, 29.12.2014 kl. 17:25

10 Smámynd: Jón Ragnarsson

Þessi þankagangur er furðulegur og viðbjóðslegur. Hér er trúaður maður sem notar harmleik til að upphefja og sannfæra sjálfan sig um að hann sé svo miklu betri en trúlausir.

Jón Ragnarsson, 29.12.2014 kl. 18:46

11 Smámynd: Mofi

Skeggi, auðvitað. Við vitum allt og þar af leiðandi getum við ekki ályktað neitt slíkt. Við vitum ekki endanleg örlög fólks, við vitum ekki hvað þetta fólk gæti afrekað og auðvitað viljum við að fólk eigi góða ævi. Aðeins Guð getur metið hvort að deyja fyrr sé betra.

Mofi, 30.12.2014 kl. 11:09

12 Smámynd: Mofi

Skeggi, þú svaraðir ekki spurningunni svo það komi nú fram :)

Mofi, 30.12.2014 kl. 11:09

13 Smámynd: Mofi

Jón Ragnarsson, þetta snýst um hugmyndafræði og gagnrýni á ákveðna hugmyndafræði sem setur sig upp sem gleðiboðskap en ég velti því fyrir mér hvers konar gleðiboðskapur þetta er þegar fólk stendur andspænis hörmungum.  Þetta innlegg hérna er það sem er viðbjóðslegt og illska.

Mofi, 30.12.2014 kl. 11:10

14 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jú jú, ég get svo sem séð ýmsa kosti við að eygja "von andspænis dauðanum". En mér persónulega finnst þetta óttaleg tálsýn. Að mínu mati er nákvæmlega ekkert sem bendir til einhvers framhaldslífs eftir dauðann. En það truflar mig ekkert. 

 auðvitað viljum við að fólk eigi góða ævi.

segir þú Mofi.

En skiptir það miklu máli, ef "ævin" sem þú talar um er bara stuttur kafli í lífinu, efrestin af lífinu er "eilíft líf" þá er satt að segja þessi stutti kafli lífsins sem þú kallar "ævi" bara ekki neitt neitt ...

Hver er tilgangur okkar með líf á þessari jörð, ef annað og miklu betra og merkilegra og ("óendanlega" lengra!) líf bíður handan við næsta horn?

Skeggi Skaftason, 30.12.2014 kl. 11:30

15 Smámynd: Mofi

Skeggi, ég get talið upp endalaust ástæður sem styðja að þetta er ekki tálsýn, ég sé ekki guðleysingja geta bent á eitthvað sem styður að þeirra heimssýn sé rétt. Enda væri það óttalega sorglegt að yfirhöfuð nenna slíku.

Málið er að í þessu lífi gerum við okkar ákvörðun varðandi eilífðina, hérna hafa verk okkar áhrif á okkar eigin eilífu örlög og annara.

Mofi, 30.12.2014 kl. 11:49

16 Smámynd: Skeggi Skaftason

Mofi segir:

ég get talið upp endalaust ástæður sem styðja að þetta er ekki tálsýn

Gott. Ég get ekki talið upp eina einustu raunverulega ástæðu (röksemd, sönnun, vísbendingu, vitnisburð, ... bara ekkert).

Þess vegna aðhyllist ég ekki þína heimsmynd um framhaldslíf. Ég þarf ekki að telja upp fullt af ástæðum fyrir því, ekki frekar en að ég þurfi að telja upp fullt af ástæðum fyrir því að ég trúi ekki að jólakötturinn sé til í alvörunni. Sá sem heldur því fram að jólakötturinn sé til í alvörunni, það er hans að sanna það, ekki mitt að afsanna það.

Skeggi Skaftason, 30.12.2014 kl. 11:55

17 Smámynd: Mofi

Skeggi, af hverju engin krafa á þína heimsmynd um að eitthvað styðja að hún sé sönn?  Er kannski möguleiki að þér langar mjög mikið til þess að hún sé sönn og þess vegna þessar afskaplega láu kröfur?

Mofi, 30.12.2014 kl. 12:49

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Samkvæmt Jesú þá er heimurinn á valdi hins illa.  Á valdi djöfulsins beisiklí.  En Djöfullinn getur samt ekkert gert nema Guð leifi honum það.  Þetta ástand er tilkomið vegna synda mannkynsins og er það löng saga.

Lengi var því trúað, að maðurin gæti gert samkomulag við illu öflin í heiminum sjálfum sér til framdráttar.

Þaðan eru galdraofsóknir á 16. og 17. öld runnar.

Því finna má í Biblíu strangt bann við þesskonar umsýslan.

Bókstafstrúar effekt Lútherstrúarmanna ýtti undir slíka afstöðu.  Þ.e. að taka bæri hart á fólki sem duflaði við Djöfulinn.

Að öðru leiti með framhaldslíf, að þá virðist Jesú vera látinn segja, alveg afdráttarlaust, að framhaldlíf eða raunverulegt líf, komið með svokallaðri ,,second coming".  Þangað til sofi fólk bara.  Jesú og Guð endurlífga svo bæði sál og líkama við second coming.

Þetta segir Biblían.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.12.2014 kl. 13:17

19 Smámynd: Skeggi Skaftason

Mín "heimsmynd" er ekki uppfull af dóti og furðuhugmyndum sem þarf að sanna eða afsanna.  Eða hvað er það sem þér finnst að ég þurfi að "sanna"?  Að ÞINN Guð sé ekki til??  Að Biblían sé EKKI skáldskapur?

Ég get ekki sannað það. Enda, eins og segir í auglýsingunni á ljósmyndinni "There's probably no Godsmile

Skeggi Skaftason, 30.12.2014 kl. 13:21

20 Smámynd: Mofi

Ómar, já, mikið rétt.

Skeggi, sannanir eiga ekki við í svona umræðu; eins skemmtilegt og það væri nú.  En gögn og rök sem styðja viðkomandi heimsmynd, það finnst mér lámark.  Þetta eru atriði eins og hvaðan kom alheimurinn, hvaðan komu náttúrulögmálin, af hverju virðast þau vera fínstillt, hvernig gat líf kviknað, hvernig gátu öll undur náttúrunnar orðið til án skapara, hvernig gat mannkynið orðið til og svo margt fleira. Þegar maður skoðar þessa hluti þá eru endalaust ástæður til að álykta að Guð er til en ég sé ekkert sem einhver getur bent til og sagt að þetta styður að guðleysi er besta útskýringin á veruleikanum sem við búum í.

Mofi, 30.12.2014 kl. 13:29

21 Smámynd: Skeggi Skaftason

"Hvaðan kom alheimurinn?"  Ja stórt er spurt! smile

Mér finnst ósennilegt að einhver greind vera hafi búið hann til... Þá þyrfti, í fyrsta lagi, greinda veran að standa fyrir utan alheiminn, í tíma og rúmi.

Mér finnst líka ósennilegt að einhver greind vera hafi búið allt hitt til. En ég hef aldrei þóst hafa svör við þessum lífsins stóru gátum. 

Skeggi Skaftason, 30.12.2014 kl. 14:46

22 Smámynd: Skeggi Skaftason

Annars, Mofi, erum við alltaf að fá svör við fleiri og fleiri af þesssum stóru spurningum. Þú minntist á "öll undir náttúrunnar". Við t.d. skiljum nú mætavel fyrirbæri eins og norðurljós, regnboga, jarðskjálfta, eldgos, sólmyrkva, stjörnuhrap, stjörnugos (supernovas), bullandi hveri, storma og óveður o.fl o.fl. o.fl. o.fl.  Svo "undur náttúrunnar" er flest hægt að skilja og skýra, þó það hafi ekki verið hægt fyrir mörgum öldum síðan. Þess vegna var skiljanlegt að menn bjuggu sér til sögur um þessi fyrirbæri.

Skeggi Skaftason, 30.12.2014 kl. 16:07

23 Smámynd: Mofi

Skeggi, þegar maður skoðar þessa hluti þá hefur maður mjög góðar ástæður til að ætla að einhver er á bakvið það. Það er ekkert sem einhver getur bent til sem hægt er að segja að það bendi til þess að ekkert er á bakvið þetta.  Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur, að pota í þig að hafa ekki svör, aðeins að benda á að þarna hef ég ástæður fyrir minni afstöðu á meðan guðleysingjar geta aldrei bent á neitt til að styðja sína afstöðu.

Mofi, 30.12.2014 kl. 16:19

24 Smámynd: Mofi

Skeggi
Annars, Mofi, erum við alltaf að fá svör við fleiri og fleiri af þesssum stóru spurningum. Þú minntist á "öll undir náttúrunnar". Við t.d. skiljum nú mætavel fyrirbæri eins og norðurljós, regnboga, jarðskjálfta, eldgos, sólmyrkva, stjörnuhrap, stjörnugos (supernovas), bullandi hveri, storma og óveður o.fl o.fl. o.fl. o.fl.  Svo "undur náttúrunnar" er flest hægt að skilja og skýra, þó það hafi ekki verið hægt fyrir mörgum öldum síðan. Þess vegna var skiljanlegt að menn bjuggu sér til sögur um þessi fyrirbæri.

Ég myndi segja að við erum alltaf að fá fleiri spurningar og fleiri ástæður til að ætla að það er hönnuður á bakvið þetta. Nýbúinn að benda á einn fyrirlestur sem fjallar einmitt um nýjar uppgvötanir í erfðafræðinni, sjá: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/1561824/

Menn eru síðan endalaust að rugla saman að útskýra hvernig hlutirnir virka í dag og síðan útskýra uppruna hluta. Eitt er concrete vísindi en hitt eru ágískanir, þar erum við öll í sama báti að reyna að lesa í gögnin og gíska hvað er líklegast.

Mofi, 30.12.2014 kl. 16:26

25 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ekkert veit ég um hvað verður um mig eftir að ég dey. Og sem betur fer. Ég hefði ekkert að gera með að velta því of mikið fyrir mér. Ég hef meir en nóg með það að leysa verkefnin sem ég mæti, áður en ég dey.

Ég tek því sem kemur, og reyni eftir bestu getu að taka því óttalaust, og með góðra kvenna/manna, og englanna hjálp. Þegar ég hef gert mitt besta hverju sinni, eftir bestu vitund, orku og getu hverju sinni í þessu jarðlífi, þá get ég ekkert gert betur. Og verð því að taka því sem kemur í framhaldinu.

Það eina sem ég hef alla tíð verið viss um, er það að ég lifi ekki jarðlífið af. Þannig að maður hefur von um frelsi frá þessu siðlausa og glæpamafíustýrða jarðlífi :).

Ég hef alla vega þann skilning að örlög og forlög eru ekki í mínu valdi. Og ég er fegin því að hafa ekki slíkt vald. Ég hefði nefnilega ekkert vit á að ráða mínum örlögum sjálf, án leiðsagnar verndaranna sem ég skynja, en hef aldrei séð með berum augum.

...verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni...

Þannig kvað Faðirvors-skáldið.

Og ekki hefur Faðirvorið ennþá skaðað mig, heldur þvert á móti.

En ég hef aldrei skilið að fólk megi ekki almennt trúa hvaða trúarbænum sem þeim þóknast, svo framarlega sem bænirnar skaða engan, og eru raunverulega friðsamlega meinandi. Trúboðsöfgar af öllum sortum fara illa í mínar fínlegast ofnu sálarþræði-taugar. Þess vegna skil ég vel þá sem ekki þola uppáþrengjandi sértrúar-trúboð af öllum sortum.

Það verður að kenna börnum um öll trúarbrögð í grunnskólum, og gefa þeim frelsi til að ákveða sjálf hverju þau vilja trúa, á friðsamlegan hátt. Það má ekki gleyma því, að hluti af heilanum er háður trú.

Einungis með almennri fræðslu verður fordómum eytt, og friði komið á.

Eins gott að illa meinandi trúarbragðaáróður fái ekki að fylla trúarparts-heila fólks.

Hver og einn á að hafa sína persónulegu frjálsu trúarskoðun í friði, svo framarlega sem sú trú skaðar ekki aðra á nokkurn hátt.

Á Íslandi er ekki pláss fyrir trúarbragða-stríð. Vonandi eru allir sammála því.

Og auðvitað er hvergi nokkurn staðar pláss fyrir trúarbragðastríð í heilbrigðum, friðsamlegum og kærleiksríkum hugsjónarheimi.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.12.2014 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband