Illugi enn að bulla um jólaguðspjallið

nativity-baby-jesus-christmas-2008-christmas-2806967-1000-5581Á www.visir.is er að finna stutta grein eftir Illuga Jökulsson, sjá: Bar það til um þessar mundir  Í þessari grein reynir Illugi að benda á atriði sem hann telur sýna fram á að sagan af fæðingu Jesú sé lygi. Ég aftur á móti sé hans grein fulla af rökvillum og fáfræði.

Mig langar að fara í gegnum það sem Illugi segir í greininni.

Illugi Jökulsson
Matteus og Lúkas hafa því ekki getað flett upp á bókasafninu hvenær Jesú fæddist eða hvað var þá á seyði í Palestínu, heldur hafa þeir þurft að reiða sig á sögur sem þeir hafa heyrt og gengið hafa staflaust í þeim söfnuðum frumkirkjunnar sem þeir tilheyrðu

Fólk nálægt þessum tímum telja að það eru einmitt heimildir fyrir þessu:

Ibid., XXXIV. Quotations from the works of Justin Martyr from the Ante-Nicene Fathers, vol. 3.
Now there is a village in the land of the jews, thirty-five stadia from Jerusalem, in which Jesus Christ was born, as you can ascertain also from the registers of the taxing made under Cyrenius, your first procurator in Judea

Illugi Jökulsson
Og þær sögur hafa mótast og breyst svo að þær eru í raun gerólíkar og ekkert er sameiginlegt með jólaguðspjöllum Matteusar og Lúkasar nema að báðir segja Jesú hafa fæðst í Betlehem og foreldrar hans heitið Jósef og María.

Fyrir tilviljun þá er ég nýbúinn að fjalla um þetta, sjá: Eru jólaguðspjöllin í mótsögn við hvort annað?

Stóri munurinn á milli guðspjallana er að þau fjalla um mismunandi atburði. Ímyndaðu þér bara að tala við tvö mismunandi aðila en þeir spyrja þig hvað gerðist á síðasta ár.  Þar sem annar aðilinn er gömul frænka þá kannski segir þú henni frá atburðum sem þú telur að henni þykir áhugaverðir en hinn aðilinn er ungur frændi svo þú segir honum frá öðrum atburðum sem þú telur að hann hafi áhuga á.  Gjör ólíkar frásagnir af því hvað gerðist fyrir þig á síðasta ári en það er ósköp eðlilegt, engar mótsagnir eða neitt gruggugt á seiði.

Illugi Jökulsson
Jólaguðspjall Matteusar er hins vegar allt öðruvísi. Af henni verður ekki betur séð en Jósef og María séu einfaldlega búsett í Betlehem þegar þangað komu askvaðandi vitringar þrír að leita að „hinum nýfædda konungi Gyðinga“.

Matteus einfaldlega fjallar ekki um ferðalagið til Betlehem. Þú getur alltaf spurt af hverju var ekki fjallað um hvað gerðist á undan því, og hvað gerðist á undan því og hvað gerðist á undan því en sá sem er að segja söguna þarf að velja sinn byrjunar punkt og útilokað að vita hvaða ástæður hann hefur fyrir því og ekkert undarlegt við það.

Illugi Jökulsson
Áður höfðu þeir varað Maríu og Jósef við því að Heródes, þáverandi konungur Gyðinga, léti nú drepa öll nýfædd sveinbörn til að freista þess að koma fyrir kattarnef þeim kornunga konungi sem hann hefði grun um að væri í heiminn kominn

Þetta er svo sem smá atriði en Biblían segir ekki að vitringarnir vöruðu Maríu og Jósef um áætlanir Heródesar.

Illugi Jökulsson
Nú er það svo að fræðimenn eru almennt sammála um að ekki sé að marka þessar jólafrásagnir þeirra Lúkasar og Matteusar. Og þá á ég ekki við einhverja trúlausa skrattakolla sem sæta færis að spæla sannkristið fólk, og heldur ekki fræðaþuli sem aðhyllast önnur trúarbrögð.

Og það eru ótal kristnir fræðimenn sem trúa að þessar sögur eru sannar. Persónulega ætti ég mjög erfitt með að að samþykkja að einhver er kristinn ef hann trúir að jólaguðspjöllin eru lygi.

Illugi Jökulsson
Ekki eru til dæmis heimildir um almennt manntal bæði í Galíleu og Júdeu um það leyti sem Lúkas vill vera láta,

Illugi er mjög gjarn á að fullyrði um hluti sem hann virðist hafa mjög takmarkaða þekkingu á.  Við höfum t.d. þetta hérna:

So Archelaus' country was laid to the province of Syria; and Cyrenius, one that had been consul, was sent by Caesar to take account of people's effects in Syria, and to sell the house of Archelaus

Við höfum einnig í ritum Ágústínusar þar sem hann fjallar um manntal sem hann lét framkvæma, sjá: Res Gestae Divi Avgvsti Chapter 22 (The Deeds of Divine Augustus) translated by Thomas Bushnell, BSG Available online at http://classics.mit.edu/Augustus/deeds.html#71

Textinn í Lúkasi talar um að þetta var fyrsta skrásetningin sem var gerð þegar Kýreníus var landsstjóri á Sýrlandi sem gefur til kynna að það voru fleiri skrásetningar enda fjallar Lúkas um aðrar skrásetningar á fleiri stöðum í hans ritum.  Hérna er ýtarlega fjallað um Lúkas og skrásetningarnar, sjá: http://www.comereason.org/roman-census.asp#2

Illugi Jökulsson
og jafnvel þó svo að slíkt manntal hefði verið haldið, þá hefði Jósef aldrei verið skikkaður til að fara frá heimaborg sinni Nasaret til að láta skrásetja sig í Betlehem,

Ég á engin orð yfir því hvað mér finnst heimskulegt að halda að við vitum hvað fólk myndi líklegast gera fyrir tvö þúsund árum síðan í allt öðru umhverfi, í allt öðru samfélagi. Hver síðan kannast ekki við að stjórnvöld biðja um undarlega hluti í dag?  Við höfum síðan önnur dæmi í Egypta landi þar sem skrásetning var með svipuðum hætti, sjá: 

http://www.christiancourier.com/archives/lukesAccuracy.htm
It was claimed that the enrolment did not require everyone to return to “his own city.” A document from Egypt (A.D. 104) has shown that during that time “all who for any cause are outside their homes [must] return to their domestic hearths, that they may also accomplish the customary dispensation of enrolment.” Since there was a cultural parallelism between Egypt and Palestine, there is no reason to question Luke’s accuracy of this point.

Illugi Jökulsson
Fráleitast af öllu er auðvitað að María hefði þurft að þvælast með Jósef alla leið frá Nasaret til Betlehem, tala nú ekki um úr því hún var komin á steypirinn, konur voru ekki skattgreiðendur í Rómaveldi og það hefði ekki verið nokkur ástæða fyrir Jósef að leggja erfitt ferðalag á kornunga eiginkonu sína í þessu ástandi.

Textinn segir að meðan þau voru í Betlehem þá fæddi María sem þýðir að þegar ferðalagið átti sér stað þá gæti María ekki hafa verið komin langt á leið. Hérna er Illugi að láta helgi athafnir rugla sig í ríminu sem mjög oft sýna Maríu ólétta á asna á leiðinni til Betlehem en þetta er ekki það sem Biblían segir.

Samkvæmt þessari síðu hérna þá eru 8,8km frá Jerúsalem til Betlehem, sjá: http://www.distancefromto.net/between/Jerusalem/Bethlehem 

Ef það er sama Betlehem og Lúkas er að tala um þá er þetta ekki svo langt ferðalag. Þótt ég sé t.d. enginn hlaupa garpur þá hleyp ég samt 10km á innan við klukkutíma.

Illugi Jökulsson
Jólaguðspjall Matteusar er ekki miklu sennilegra, vitringarnir eru náttúrlega augljós þjóðsaga, og þótt Heródes hafi verið fantur, þá lét hann aldrei drepa smásveina af ótta við að einhver þeirra kynni að verða kóngur með tímanum.

HerodAð kalla Heródes fant er frekar veikt til orða tekið. Maðurinn drap megnið af sinni eigin fjölskyldu af því að hann óttaðist að einhver þeirra dræpi hann til að ná völdum. Ágústínus á að hafa sagt um Heródes að það væri betra að vera hundurinn hans Heródesar en börn hans; hljómar betur á latínu.  Þannig að það sem við vitum um Heródes þá lætur okkur einmitt álykta að drepa er akkúrat það sem Heródes myndi gera ef að hann teldi sínum völdum ógnað.

Illugi Jökulsson
En hin flókna spurning um samspil sögu og sannleika er hins vegar þessi: Á að segja söguna eins og hún sé sönn, jafnvel þótt áheyrendur séu lítil börn?

Hvernig væri að við værum bara heiðarleg og segðum hvað við teldum vera satt, hver okkar trú sé í þessum efnum en ekki vera að fullyrða eins og um heilagan vísindalegan sannleik sé að ræða eins og Illugi gerði í þessari grein?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

1. Það eru engar góðar ástæður fyrir því að halda að Jústínus píslarvottur hafi haft aðgang að einhverjum heimildum fyrir manntalinu sem um ræðir. Þessi tilvitnun í hann myndi miklu frekar endurspegla það sem hann myndi geta sér til. 

2. Það er ekki rétt að "Matteus fjallar einfaldlega ekki um ferðalagið til Betlehem". Í Mt þá ætlar fjölskyldan að fara aftur heim til sín, til Betlehem, þegar þau koma frá Egyptalandi, en geta það ekki út af valdhöfunum. S.s. í Mt eru þau frá Betlehem en neyðast til að fara til Nasaret út af ótta við valdmennina. Í Lk eru þau Nasaret en þurfa að fara tímabundið til Betlehem út af manntalinu. 

3. Dæmið sem þú nefnir frá Egyptalandi varðandi staðsetningu manntals er allt öðruvísi: Þar er verið að segja fólki að fara heim til sín. Í guðspjallinu er Jósef að fara til Betlehem af því að forfaðir hans fyrir þúsund árum áður var þaðan. Þetta væri eins og að Þjóðskrá sendi okkur til Danmerkur og Noregs fyrir manntal. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.12.2014 kl. 01:25

2 Smámynd: Mofi

Hjalti
1. Það eru engar góðar ástæður fyrir því að halda að Jústínus píslarvottur hafi haft aðgang að einhverjum heimildum fyrir manntalinu sem um ræðir. Þessi tilvitnun í hann myndi miklu frekar endurspegla það sem hann myndi geta sér til. 

Og að mínu mati góðar ástæður að maður sem er miklu nær atburðunum viti meira um aðstæður en við, tvö þúsund árum seinna.

Við höfum fleiri heimildir um manntal og að fólk þurfti að ferðast til sinnar heima byggð:

http://creation.com/quirinius-census-luke

Early in the twentieth century, a papyrus was discovered dating from about AD 104. This contained an edict by Gauis Vibius Maximus, the Roman governor of Egypt, stating:

Since the enrollment by households is approaching, it is necessary to command all who for any reason are out of their own district to return to their own home, in order to perform the usual business of the taxation …

Endilega kíktu á greinina, það er fleira þarna áhugavert.

Hjalti
2. Það er ekki rétt að "Matteus fjallar einfaldlega ekki um ferðalagið til Betlehem". Í Mt þá ætlar fjölskyldan að fara aftur heim til sín, til Betlehem, þegar þau koma frá Egyptalandi, en geta það ekki út af valdhöfunum. S.s. í Mt eru þau frá Betlehem en neyðast til að fara til Nasaret út af ótta við valdmennina. Í Lk eru þau Nasaret en þurfa að fara tímabundið til Betlehem út af manntalinu.

Textinn segir að þau fóru ekki til Júdeu vegna þess hver væri við stjórnvöld þar svo þau fóru til Nasaret. Ef einhver flytur til útlanda í nokkur ár þá auðvitað er spurning hvar maður vill búa eftir það.  Í Lúkas þá þurfa þau að ferðast til Betlehem og á meðan þau eru þar þá fæðist Jesú og þar sem þetta er þeirra heima byggð þá líklegast voru þau þar í einhvern tíma.

Hjalti
3. Dæmið sem þú nefnir frá Egyptalandi varðandi staðsetningu manntals er allt öðruvísi: Þar er verið að segja fólki að fara heim til sín. Í guðspjallinu er Jósef að fara til Betlehem af því að forfaðir hans fyrir þúsund árum áður var þaðan. Þetta væri eins og að Þjóðskrá sendi okkur til Danmerkur og Noregs fyrir manntal. 

Nei, bara þín heimabyggð, þar sem ættin þín er frá.

Mofi, 26.12.2014 kl. 12:40

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég gleymdi að minnast á eitt í síðustu athugasemd minni: Þú gagnrýnir Illuga fyrir að segja þetta: "Ekki eru til dæmis heimildir um almennt manntal bæði í Galíleu og Júdeu um það leyti sem Lúkas vill vera láta,..." og vitnar í heimildir okkar fyrir manntalinu árið 6 eot. Málið er að Illugi veit vel af því manntali, en skv Mt þá átti Jesús að hafa fæðst á dögum Heródesar mikla. Hann dó áratug fyrir það manntal.

Og að mínu mati góðar ástæður að maður sem er miklu nær atburðunum viti meira um aðstæður en við, tvö þúsund árum seinna.

Mofi, heldurðu að Jústínus hafi haft aðgang að +100 ára gömlum manntölum frá afkimum rómverksa heimsveldisins og að hann vissi að í þeim væri minnst á "Jesús Jósepsson"?

Við höfum fleiri heimildir um manntal og að fólk þurfti að ferðast til sinnar heima byggð:

Þarna er einmitt talað um að fólk ætti að "return to their own home". Samkvæmt Lk þarf Jósef að fara frá heimili sínu af því að hann er ættaður (afkomandi Davíðs konugs) þaðan.

Textinn segir að þau fóru ekki til Júdeu vegna þess hver væri við stjórnvöld þar svo þau fóru til Nasaret. Ef einhver flytur til útlanda í nokkur ár þá auðvitað er spurning hvar maður vill búa eftir það.  Í Lúkas þá þurfa þau að ferðast til Betlehem og á meðan þau eru þar þá fæðist Jesú og þar sem þetta er þeirra heima byggð þá líklegast voru þau þar í einhvern tíma.

Ef fólk les guðspjöllin þá sér það eftirfarandi: 

1. Í Matteusarguðspjalli býr fjölskyldan í Betlehem. Þar fæðist Jesú. Þau flýja landið vegna ofsókna. Svo þegar þau koma aftur vilja þau fara aftur heim til sín í Betlehem, en geta það ekki. Þess vegna flytja þau til Nasaret.

2. Í Lúkasarguðspjalli býr fjölskyldan í Nasaret. Þau ferðast til Betlehem út af manntalinu. Og eftir það fara þau aftur heim til Nasaret.

Það er augljóst að höfundarnir eru með tvær mismunandi lausnir á því hvernig Jesús frá Nasaret á að hafa fæðst í Betlehem. 

Annar lætur hann vera frá Betlehem og finnur upp á ofsóknum til að koma honum frá heimaborg sinni.

Hinn lætur hann vera frá Betlehem og finnur upp á manntalinu til að koma honum tímabundið frá heimaborg sinni. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.12.2014 kl. 08:44

4 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Sagan um Maríu mey er saga um konu sem lígur og svíkur mann sinn með frammhjáhaldi og lígur barn uppá Guð sinn. Er þetta eina tilvikið sem bullað er um mannin að geta eignast barn án maka eða getnaðar. 

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 31.12.2014 kl. 14:37

5 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Var ekki einhver Páfi sem ákvað að Jesú ætti afmæli þennan dag 25 Desember til að koma Kristni að og eyða hátíð um upprisu Sólarinnar? Sem er hægt að líta á sem Guð! Án Sólar væri ekkert líf hér á Jörð og svo höfum við Júpiter sem ryksugar sólkerfið og er í raun okkar skjöldur og verndari fyrir hnöttum og loftsteinum sem geta eytt öllu lífi hér á jörð, röðun stjarnana er fullkomin fyrir tilveru okkar jarðar og það er pottþétt önnur sólkerfi sem státa af sömu röðun og vernd eins og Júpiter gefur okkur, engin furða að það var trúað á Júpiter sem Guð til forna og kanski núna.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 1.1.2015 kl. 12:25

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég trúi á náungakærleikann, forlögin, örlögin, andans sterku verndara, og sólina sem er öllu lífi nauðsynleg á jörðinni. Eða ég trúi því alla vega að öllu lífi í öllum víddum sé ómögulegt að nærast án sólarinnar.

Það gerir mer ekkert til eða frá, hverju Illugi og aðrir trúa.

Allir hafa sitt trúfrelsi, og óþarfi að troðast inná annarra trúfrelsi með einhvern eigin rétttrúnað og skáldskap falda valdsins. Ég vil samt hafa kirkjur á Íslandi, sem við almenningur veitum nauðsynlegt öfgalaust aðhald.

Ég trúi á almættið algóða, og bið það reglulega um að hjálpa til í ófriðlegum heimi. Já, svo almáttugan tel ég þann kraft vera. En það er mín frjálsa einkatrú, sem engin pólitísk öfgaöfl geta nokkurn tíma tekið frá mér, og ég hef engan rétt til að troða uppá aðra.

Trúar/skoðunar/tjáningarfrelsi er okkur meira virði, heldur en við kannski gerum okkur almennt grein fyrir. Og við gleymum jafnvel að þakka fyrir allt þetta frelsi okkar, sem ekki er sjálfsagt annarstaðar í heiminum.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.1.2015 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 802835

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband