Fer það ekki eftir hvað trúin boðar?

Fáfrótt fólk virðist halda að öll trúarbrögð í kjarnanum snúist um náungakærleika, gera öðrum gott og trúa að Guð sé til.  Víkingarnir til forna litu á það sem sína skyldu að hefna og að deyja í bardaga var lykillinn að þeirra himnaríki. Þannig trú mun án nokkurs efa ýta fólki til að gera hræðilega hluti.  Ef menn trúa því að ef að dóttir þeirra hegðar sér ekki samkvæmt þeirra vilja þá vanheiðri hún fjölskylduna og eina leiðin til að verja heiður fjölskyldunnar er að drepa dótturina, þá mun slík trú leiða af sér eitt af því hræðilegasta sem ég get ímyndað mér, feður og bræður að myrða sínar dætur og systur.

Punkturinn er að það skiptir máli hver trúin er og sumir eru ekkert að misnota trúna, stundum er raunverulega vandamálið að sjálf trúin er hryllingur. 


mbl.is Páfinn segir öfgamenn misnota trú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

"... stundum er raunverulega vandamálið að sjálf trúin er hryllingur."

Ertu þarna að vísa í trúna á guð Gamla testamentisins? Hér eru umsagnir um fyrirskipaða glæpi í GT (frá vefsíðunni www.evilbible.com):

"It always amazes me how many times this God orders the killing of innocent people even after the Ten Commandments said “Thou shall not kill”. For example, God kills 70,000 innocent people because David ordered a census of the people (1 Chronicles 21). God also orders the destruction of 60 cities so that the Israelites can live there. He orders the killing of all the men, women, and children of each city, and the looting of all of value (Deuteronomy 3). He orders another attack and the killing of “all the living creatures of the city: men and women, young, and old, as well as oxen sheep, and asses” (Joshua 6). In Judges 21, He orders the murder of all the people of Jabesh-gilead, except for the virgin girls who were taken to be forcibly raped and married. When they wanted more virgins, God told them to hide alongside the road and when they saw a girl they liked, kidnap her and forcibly rape her and make her your wife! Just about every other page in the Old Testament has God killing somebody! In 2 Kings 10:18-27, God orders the murder of all the worshipers of a different god in their very own church! In total God kills 371,186 people directly and orders another 1,862,265 people murdered.

The God of the Bible also allows slavery, including selling your own daughter as a sex slave (Exodus 21:1-11), child abuse (Judges 11:29-40 and Isaiah 13:16), and bashing babies against rocks (Hosea 13:16 & Psalms 137:9).

This type of criminal behavior should shock any moral person. Murder, rape, pillage, plunder, slavery, and child abuse can not be justified by saying that some god says it’s OK. If more people would actually sit down and read the Bible there would be a lot more atheists like myself."

Aztec, 22.9.2014 kl. 09:59

2 Smámynd: Mofi

Nei, ég er ekki að gera það enda er það mín trú að Guð fyrirskipaði ekki að saklaust fólk yrði drepið heldur glæpamenn sem heimurinn varð betri fyrir vikið.

Af hverju heldur þú að sitt siðferði er betra?  Heldur þú að það sé eitthvað til sem er þá raunverulegt siðferði sem er betra en annað siðferði? 

Þegar ég síðan les þetta þá sé ég bara frekar ógeðfelldar lygar hannaðar til að ala á hatri, er í lagi að ljúga samkvæmt þínu siðferði? 

Mofi, 22.9.2014 kl. 10:11

3 Smámynd: Aztec

Ertu að halda því fram að þessar tilvitnanir í rit Gamla testamentisins séu falsaðar?

Aztec, 22.9.2014 kl. 10:37

4 Smámynd: Mofi

Ég hef ákveðnar forsendur sem ég dæmi þetta út frá.

1. Guð er kærleikur, þ.e.a.s. þegar Hann gerir eitthvað þá veit Hann miklu meira en ég hvað sé hið rétt að gera í stöðinni.

2. Dauði hér á jörðinni í augum Guðs er aðeins svefn. Ef einhver deyr en mun öðlast eilíft líf þá er þetta aðeins stuttur svefn. 

Þegar ég tala um að trú sé slæm þá er ég að vísa  til þess að trúin segir fólki að gera slæma hluti, það sem þú aftur á móti ert að gera er að vitna í sögur af Guðinum sem þú trúir ekki á þar sem Hann framkvæmir eitthvað sem þú telur vera rangt jafnvel þótt þú ert ekki Guð og þú varst ekki þarna og veist lítið sem ekkert um aðstæður.

Er þetta virkilega gáfulegt?

Aztec
He orders the murder of all the people of Jabesh-gilead, except for the virgin girls who were taken to be forcibly raped and married.

Í mínum augum er þetta algjör lygi.  Þetta er bara til að ala á hatri og er þar af leiðandi frekar viðbjóðsleg lygi í þokka bót. 

Mofi, 22.9.2014 kl. 10:58

5 Smámynd: Aztec

Allt í lagi. Nú fer ég og kaupi óritskoðaða útgáfu af Gamla testamentinu og tékka sjálfur hvort þetta sé rétt eða ekki.

En af athugasemd þinni að dæm, þá hefur þetta snert auman punkt hjá þér, þú ferð undan í flæmingi.

I'll be back.

Aztec, 22.9.2014 kl. 11:07

6 Smámynd: Mofi

Mér finnst þetta bara svekkjandi og lákúrulegt.  Ekki af þér, þú ert bara að kaupa einhvern áróður en væri skemmtilegra ef nálgunin væri "hérna er þetta dæmi og þessi fullyrðing, hvað finnst þér, er þetta satt?".

Endilega reyndu að dæma Guð út frá þeirri forsendu að Guð er til, að dæma Guð út frá þeirri forsendu að Guð er ekki til er ekki alveg rökrétt.

Mofi, 22.9.2014 kl. 11:11

7 Smámynd: Aztec

Eigum við ekki líka að ræða hræsnina sem felst í því að þú fordæmir ofbeldisfull trúarbrögð eins og islam þegar þín trúarbrögð eru ekkert skárri, ef dæma má út frá þeim ritum sem þú trúir á?

Segjum svo, að guð þinn sé til og hans orð og fyrirskipanir séu skrifuð í Gamla testamentinu. Hvers vegna er hann þá svona blóðþyrstur, hefnigjarn og réttlátur? Hvers vegna lætur hann ekki þyrma neinum sem honum líkar ekki við, hvort sem um er að ræða gamalmenni, konur eða lítil börn sem öll eru saklaus? Hvers vegna fyrirskipar hann að ungum saklausum stúlkum sé nauðgað?

Því að það gerir þá sem fara eftir Gamla testamentinu (gyðinga og biblíutrúarmenn ekkert skárri en islamistana sem fara eftir sharia-lögum. Nákvæmlega sama tóbakið. Það sem þú ættir að gera er að fordæma þennan guð, fyrst þú álítur að hann sé til. Áður en þú gerir það, þá er það tvískinnungur að fordæma skoðanabræður þína í ISIL.

Aztec, 22.9.2014 kl. 14:24

8 Smámynd: Mofi

Aztec
Eigum við ekki líka að ræða hræsnina sem felst í því að þú fordæmir ofbeldisfull trúarbrögð eins og islam þegar þín trúarbrögð eru ekkert skárri, ef dæma má út frá þeim ritum sem þú trúir á?

Hvað í minni trú segir að það sé í lagi að myrða og nauðga? Hvar færðu þá hugmynd eiginlega?

Aztec
Segjum svo, að guð þinn sé til og hans orð og fyrirskipanir séu skrifuð í Gamla testamentinu. Hvers vegna er hann þá svona blóðþyrstur, hefnigjarn og réttlátur? Hvers vegna lætur hann ekki þyrma neinum sem honum líkar ekki við, hvort sem um er að ræða gamalmenni, konur eða lítil börn sem öll eru saklaus? Hvers vegna fyrirskipar hann að ungum saklausum stúlkum sé nauðgað?

Þú ættir að lesa bókina Ættfeður og spámenn, hérna er hægt að hlusta á hana á ensku: http://www.ellenwhite.info/books/audio-pp.htm

Í mínum augum þá var Guð endalaust miskunsamur og þolinmóður en það kom að skuldadögum, það kom að þeim tímapunkti þar sem illsku mann var stöðvuð.

Engar fyrirskipanir um að nauðga saklausum stúlkum.

Aztec
Því að það gerir þá sem fara eftir Gamla testamentinu (gyðinga og biblíutrúarmenn ekkert skárri en islamistana sem fara eftir sharia-lögum. Nákvæmlega sama tóbakið. Það sem þú ættir að gera er að fordæma þennan guð, fyrst þú álítur að hann sé til. Áður en þú gerir það, þá er það tvískinnungur að fordæma skoðanabræður þína í ISIL

Þú ert að misskilja eitthvað alveg heiftarlega.  Sögur í Gamla Testamentinu eru sögur, ekki skipanir eða fyrirmyndir. Í Gamla Testamentinu eru fyrirskipanir og þær eru t.d. boðorðin tíu, t.d. að elska náungan eins og sjálfan þig.  

Mofi, 22.9.2014 kl. 15:13

9 Smámynd: Aztec

Það átti auðvitað að standa: "Hvers vegna er hann þá svona blóðþyrstur, hefnigjarn og ÓRÉTTLÁTUR?"

Biðst velvirðingar á þessari innsláttarvillu, en sný aftur síðar með fleiri hræðilegar tilvitnanir í GT.

Aztec, 22.9.2014 kl. 19:18

10 Smámynd: Mofi

Hlustaðu á bókina sem ég benti þér á, þá muntu vita meira um Gamla Testamentið en flestir sem útskrifast úr guðfræðinni í HÍ.

Mofi, 22.9.2014 kl. 20:04

11 Smámynd: Aztec

Ég hef nú farið á netið og leitað að þessum köflum í Gamla testamentinu. Og tilvitnanirnar í athugasemdum mínum voru réttar. Saklaust fólk er drepið unnvörpum, hreinum meyjum nauðgað, hús rústuð eða brennd til ösku, litlum börnum stútað af þjónum Guðs, ýmist í hans nafni, skv. eiði til hans eða eftir skipun frá honum. Gamla testamentið er sannarlega einn blóðugasti glæpareyfari allra tíma!

Hér má lesa alla umrædda kafla í nefndri röð:

https://www.biblegateway.com/passage/?search=1+Chronicles+21

https://www.biblegateway.com/passage/?search=Deuteronomy%203 

https://www.biblegateway.com/passage/?search=Joshua%206

https://www.biblegateway.com/passage/?search=Judges%2021

https://www.biblegateway.com/passage/?search=2+Kings+10%3A18-27&version=NASB

https://www.biblegateway.com/passage/?search=Judges%2011:29-40

https://www.biblegateway.com/passage/?search=Isaiah+13%3A16&version=KJV

https://www.biblegateway.com/passage/?search=Hosea%2013:16

https://www.biblegateway.com/passage/?search=Psalm+137%3A9&version=ESV

Lestu vandlega það sem stendur í neðsta linknum (Psalm 137:9): "Blessed shall he be who takes your little ones and dashes them against the rock!" 

Aztec, 23.9.2014 kl. 15:58

12 Smámynd: Mofi

Ég gerði sér grein fyrir þetta Aztec: Illska í Biblíunni?

Mofi, 24.9.2014 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband