Lifandi hundur er betri en dautt ljón

SalomonÉg gef ekki mikið fyrir speki Guerlain þegar hann segir "Velgengni er ekki varanleg, mistök eru ekki banvæn: Það er hugrekkið til að halda áfram sem skiptir máli."   Mistök eru oft bannvæn og hugrekki til að halda áfram að gera eitthvað heimskulegt er lítils virði.

Frekar vel ég spekina sem finnst í orðum Salómons í Predikaranum:

Orðskviðirnir 9
Það er ókostur við allt, sem við ber undir sólinni, að sömu örlög mæta öllum, og því fyllist hjarta mannanna illsku, og heimska ríkir í hjörtum þeirra alla ævi þeirra, og síðan liggur leiðin til hinna dauðu.
Því að meðan maður er sameinaður öllum sem lifa, á meðan er von, því að lifandi hundur er betri en dautt ljón.
Því að þeir sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar, því að minning þeirra gleymist.
Bæði elska þeirra og hatur og öfund, það er fyrir löngu farið, og þeir eiga aldrei framar hlutdeild í neinu því, sem við ber undir sólinni.

Á meðan þú ert lifandi er von fyrir þig en þegar þú deyrð þá mun þín elska og þitt hatur ekki eiga hlutdeild í neinu lengur, þú munt ekki vita neitt fyrr en þú ert reistur upp til dóms sem er annað hvort til eilífs lífs eða eilífs dauða. Veldu í dag því þú veist aldrei hvenær þinn tími er búinn.


mbl.is Reyndi við nýtt met en brotlenti eftir 110 metra flug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jons

"Á meðan þú ert lifandi er von fyrir þig en þegar þú deyrð þá mun þín elska og þitt hatur ekki eiga hlutdeild í neinu lengur, þú munt ekki vita neitt fyrr en þú ert reistur upp til dóms sem er annað hvort til eilífs lífs eða eilífs dauða. "

Hvernig veistu?

Bjarni Jons, 24.3.2014 kl. 00:07

2 Smámynd: Mofi

Það er mín trú, byggt á öðrum versum í Biblíunni um þetta efni.

Mofi, 24.3.2014 kl. 00:09

3 Smámynd: Bjarni Jons

Afhverju segir þú þá ekki : Það er mín trú að.......

Þú gagnrýnir stundum vísindamenn um að fullyrða hitt og þetta, en gerir það svo sjálfur ítrekað.

Annað, hvenær fáum við álit þitt á Cosmos þáttunum?

Bjarni Jons, 24.3.2014 kl. 15:58

4 Smámynd: Mofi

Bjarni, af því að það væri alveg herfilega pirrandi að lesa slíkt, að vera alltaf að taka fram "ég trúi....".  

Ég þarf að ná mér í eintak af Cosmos þáttunum fyrst að þeir eru að fá svona mikla athygli og fólki finnst þeir áhugaverðir. Eitthvað sérstakt sem þér fannst gott í þeim sem þér finnst að ég ætti að sérstaklega að veita athygli?

Mofi, 25.3.2014 kl. 11:34

5 Smámynd: Bjarni Jons

Þáttur 2 er áhugaverður, hann fjallar um þróun, og þróun augans er tekið sem dæmi og fjallað nokkuð ítarlega um það.

Bjarni Jons, 25.3.2014 kl. 11:55

6 Smámynd: Mofi

Takk Bjarni, ég verð greinilega að ná mér í eintak.

Mofi, 25.3.2014 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 802788

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband