Af hverju er klám slæmt?

Íslenskt samfélag virðist vera nokkuð sammála um að klám sé af hinu vonda en af hverju?  Íslenskt samfélag er ekki á því að kynlíf utan hjónabands sé slæmt svo hvernig fer klám að því að vera slæmt? Út frá hvaða grunni er það slæmt fyrir börn að sjá klám?

Mér finnst eins og íslenskt samfélag er að halda í sum kristin gildi en hvaða gildi það velur er mjög handahófskennt.  Ef við tökum opinberu trú landsins, Þróunarkenninguna, hvernig er hægt að sjá að klám sé slæmt út frá þeim grunni? 

Eins og Darwin orðaði þetta:

Charles Darwin - Origin of Species
Thus, from the war of nature, from famine and death, the most exalted object which we are capable of conceiving, namely, the production of the higher animals, directly follows...There is grandeur in this view of life, with its several powers, having been originally breathed into a few forms or into one; and that, whiles this planet has gone cycling on according to the fixed law of gravity, from so simple a beginning endless forms most beautiful and most wonderful have been, and are being, evolved

Ef menn trúa að þetta sé satt, hvernig fara menn þá að því að komast að þeirri niðurstöðu að klám sé slæmt?

Náttúrulega, það hjálpar ekki að Darwin sjálfur hafði þetta álit á konum:

Charles Darwin
. . . a higher eminence, in whatever he takes up, than can women—whether requiring deep thought, reason, or imagination, or merely the use of the senses and hands. If two lists were made of the most eminent men and women in poetry, painting, sculpture, music (inclusive of both composition and performance), history, science, and philosophy, with half-a-dozen names under each subject, the two lists would not bear comparison. We may also infer, from the law of the deviation from averages, so well illustrated by Mr. Galton, in his work on "Hereditary Genius" that . . . the average of mental power in man must be above that of women

Við þurfum ekki að leita langt inn í hugar heim þróunarsinna til að finna að þeim finnst ekkert að klámi. Enda þegar ýtt er aðeins á þá, þá viðurkenna þeir að það er í rauninni ekkert sem er raunverulega rangt, aðeins það sem samfélagið hverju sinni hefur ákveðið að sé slæmt.  Gott dæmi um hvernig þróunarkenningin getur leitt menn út í alls konar rugl þegar kemur að kynlífi er Alfred Kinsey,  sjá: Kinsey, Darwin and the sexual revolution

Sem sagt, ef samfélagið ákveður eftir nokkra áratugi að barnaklám sé í góðu lagi þá er það í góðu lagi en ekki að samfélagið sé komið út í ógöngur.  Ég fyrir mitt leiti segi nei, sumt er raunverulega rangt og samfélagið ákveður það ekki.

Út frá Biblíunni þá sagði Jesú að við ættum ekki að horfa á konur í girndarhug og boðorðin tíu segja að drýgja hór sé synd og þarna trúi ég að Biblían fari með rétt mál.  Mér finnst það alveg fáránlegt að börn geti nálgast mjög gróft klám auðveldlega, þurfa aðeins að fara á google.com og slá inn þannig leitarorð. Meira að segja eru sakleysisleg leitarorð oft að skila mjög óviðeigandi niðurstöðum.  Mér finnst það eðlileg krafa að allt klám sé á sér stað eins og við höfum www.google.com þá getum við haft www.klam.xxx þannig að það sé auðvelt fyrir foreldra og leitarvélar að sigta út klám.  Auðvitað er útilokað að koma í veg fyrir að einhver hafi klám á öðrum stöðum en það má vinna í þessu þannig að internet sé ekki að flæða yfir af klámi.


mbl.is Mikið framboð af klámi á íslenskum niðurhalssíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: admirale

mofi, ef að enginn horfði á annað fólk girndaraugum, þá myndi enginn drýgja hór, en það myndi enginn gifta sig heldur fyrir utan þvinguð hjónabönd.

admirale, 13.8.2013 kl. 02:19

2 Smámynd: Mofi

Ég skil þessi orð ekki þannig að þá mátt ekki girnast vonandi tilvonandi eiginkonu eða hvað þá kærustu eða eiginkonu.  Samhengið er að drýgja hór svo Jesú er að segja, bara að langa að halda fram hjá er slæmt.

Mofi, 13.8.2013 kl. 10:52

3 Smámynd: Tómas

Mofi, þú málar afskaplega einfalda mynd af þjóðinni.

Í fyrsta lagi er alls ekkert víst að þjóðin sé á móti klámi. Vandamálið er fyrst og fremst að klám er oft mjög illa skilgreint.

Ég hef sjálfur ekkert á móti klámi, per se - en er afskaplega mjög mikið á móti ofbeldi. Vandamálið er að stundum virðist ofbeldi beitt í klámiðnaðinum. Andlegu og/eða líkamlegu. Oft er klám notað yfir klám+ofbeldi. Ef _það_ er það sem þú ert að tala um, þá skil ég að flestir eru á móti því.

Það er þetta ofbeldi sem flestir eru á móti. Það kæmi mér mjög á óvart að meirihluti Íslendinga væru á móti klámi, skilgreindu sem sameiginlegum verknaði fullorðinna og lögráða einstaklinga.

Svo átta ég mig ekki alveg á því hvert þú ert að fara með þetta að samfélagið ákveði að barnaklám sé í lagi...

Ég ímynda mér að það liggi mjög sterkar vísindalegar ástæður að baki því að samfélag banni barnaklám. Gæti verið eitthvða á þessa leið:

Börn læra það sem fyrir þeim er haft - rannsóknir sýna að það sem börn sjá og gera hafa sterk áhrif á þau sem fullorðin. Börn verða kynþroska kringum c.a. 12-15 ára aldur. Smurðu ofan á það 2-4 árum (eftir löndum og fleiri reglum) og þá ertu nánast örugglega með einstakling sem er búinn að þroskast til þess að æxlast, 17-19 ára. Ef fullorðinn einstaklingur æxlast með óþroskuðum einstaklingi getur hinn yngri boðið skaða. Þá er óæskilegt fyrir samfélagið að hvetja til þess að óþroskaðir einstaklingar stundi kynlíf eða búi til klám. Einnig hlýtur að vera óæskilegt fyrir samfélagið að fullorðið fólk venjist við að horfa á barnaklám.

Ég er nota bene bara að fleygja þessu fram, án þess að hafa lagst í rannsóknir um þetta efni. Ég ímynda mér þó að þetta geti t.d. verið ein ástæðan fyrir því að samfélög leyfi ekki barnaklám. Enginn "guð" nauðsynlegur. Hrein rök, út frá rannsóknum og vitneskju.

Það samfélag sem myndi leyfa barnaklám mun búa til brenglaðar kynslóðir og mögulega deyja út, eða amk. bera mikinn skaða af. Basic. Eða hvað..?

Tómas, 14.8.2013 kl. 02:54

4 Smámynd: Mofi

Punkturinn er "ef að samfélagið segði að barnaklám væri í lagi" þá samkvæmt skilgreiningu marga þróunarsinna um að samfélagið er það sem ákvarðar hvað er í lagi þá er barnaklám í lagi. Svona siðferði á bara að hafa þróast svo ef það þróast í að barnaklám sé í lagi þá er það bara í góðu lagi og málið útrætt.

En ef einhverjum finnst að sumt er rangt, sama þótt að allur heimurinn segði að það væri rétt að þá breytti það engu, það væri samt rangt. Þá er viðkomandi í þeim sporum að það er til skapari sem ákvað reglurnar og sama hvað við ákveðum þá breytir það ekki reglunum.

Mofi, 14.8.2013 kl. 11:58

5 Smámynd: Tómas

Mofi.. ég kom með rök byggð á rannsóknum sem segja að barnaklám _geti_ ekki verið í lagi í mannlegu samfélagi. Þú heldur því fram að það geti samt bara gerst. Af hverju heldur þú það? Geturðu komið með eitthvað meira að borðinu en að "samfélagið segði að barnaklám væri í lagi"? Hvað þýðir það fyrir sálrænan þroska barnanna, og framtíð samfélagsins?

Þú virðist halda að eitthvað mannlegt samfélag (t.d. einhverjir hópar eins og Íslendingar, Kínverjar, frumskógarættbálkur í Amazon, múslimar) geti allt í einu ákveðið að barnaklám sé í lagi, og þá sé það bara í lagi. Það _er_ ekki þannig, og að baki því liggja vísindalegar rannsóknir. Staðfestar af vísindamönnum um allan heim.

Siðferði okkar er, eftir því sem ég best fæ séð, byggt á því hvernig lífverur við erum. Það er fall af genamengi okkar og er talsvert fuzzy á tíðum.

Tómas, 14.8.2013 kl. 13:43

6 Smámynd: admirale

mofi, afhverju heldurðu að fólk sé almennt þeirrar skoðunar að barnaklám sé skaðlegt?
 

admirale, 14.8.2013 kl. 16:57

7 Smámynd: Mofi

Sama ástæða og fólk er þeirrar skoðunnar að stela sé slæmt, ljúga sé slæmt eða myrða sé slæmt. Guð gaf öllum samvisku sem talar til þeirra varðandi þessa hluti.

Mofi, 14.8.2013 kl. 17:08

8 Smámynd: admirale

Er það þá ekki samfélagið sem hefur tekið þá ákvörðun að barnaklám ætti að vera bannað, með því að nota samviskuna sem að Guð gaf okkur?

Er það þá ekki bara besta mál ef að samfélagið notar sömu samvisku til að taka þá ákvörðun að klám sé í lagi ef um er að ræða fullorðna einstaklinga sem allir taka þátt af fúsum vilja?

admirale, 14.8.2013 kl. 17:27

9 Smámynd: Mofi

Ég myndi líkja samviskunni við áttavita. Hann er í misgóðu lagi hjá fólki. Flestir vita að það er rangt að stela en margir sannfæra sjálfan sig um að það sé réttlætanlegt vegna einhverra ástæðna. Svo samviska fólks glímir við sjálfselskuna og sitthvað fleira.

Mofi, 14.8.2013 kl. 17:36

10 Smámynd: Tómas

Mofi: Ég gaf þér rök, byggð á rannsóknum, fyrir því hvers vegna barnaklám er slæmt/rangt. Þú hefur ekki hrakið þau rök. Ertu þá að samþykkja mína afstöðu gagnvart siðferði í þessu máli?

Tómas, 15.8.2013 kl. 01:46

11 Smámynd: Mofi

Mér finnst bara ekki rétt að halda að rannsóknir ákvarði rétt og rangt. Þetta fer eftir miklu fleira en bara hvort eitthvað lítur út fyrir að vera gott. Tökum t.d. ein ný tækni nýjung sem getur gefið fólki í Afríku hreint vatn, sjá: http://www.ted.com/talks/michael_pritchard_invents_a_water_filter.html

En ef þú trúir að offjölgun mannkyns sé gífurlega alvarlegt vandamál, þá er það ekki gott að bjarga tugi miljóna fólks. Eða út frá nasista Þýskalands þá var það betra fyrir samfélagið að losa sig við geðveika og fleiri hópa fólks sem var að draga samfélagið niður.

Svo, segjum sem svo að rannsóknir sýndu að barnaklám hefði jákvæð áhrif, væri það þá í góðu lagi?

Mofi, 15.8.2013 kl. 08:13

12 Smámynd: Tómas

Ég trúi því að offjölgun sé vandamál. En ég hef engu meiri rétt til að lifa en fólk í Afríku. Þetta er bara vandamál sem þarf að reyna að leysa, og það er enginn grundvöllur fyrir því að láta fólk í þriðja heims löndum svelta.

Það að losa sig við fólk með alvarleg arfgeng vandamál er væntanlega eins og að klippa burt dauð/léleg lauf á tréi. Það er enginn að búast við því að laufið verði að risastórri grein, er það? Af hverju að fjarlægja það? Fyrir utan að við geutm ekki vitað að einhver lækning finnist ekki á því vandamáli sem um ræðir i framtíðinni. Höfum engar ástæður til þess að losa okkur við þetta fólk.

En.. það er góð spurnig. Í heimi þar sem barnaklám hefði jákvæð áhrif á börn og samfélagið í heild. Þá væri það væntanlega í góðu lagi. En athugaðu nú: Þetta væri langt frá því sams konar heimur eins og sá sem við búum hér.

Þetta gæti mögulega gerst í þessum heimi, en maðurinn þyrfti eflaust að þróast í nokkra tugi/hundruði þúsunda ára frá núverandi ástandi til að eitthvað slíkt gæti gerst (þetta byggir náttúrulega allt á því að þróunarkenningin sé rétt lýsing á tilurð mannsins). Ef það myndi gerast, þá væru börn og samfélag þess tíma langt frá því líkt okkar, myndi ég halda.

Tómas, 15.8.2013 kl. 10:32

13 Smámynd: Mofi

Tómas
Ég trúi því að offjölgun sé vandamál. En ég hef engu meiri rétt til að lifa en fólk í Afríku. Þetta er bara vandamál sem þarf að reyna að leysa, og það er enginn grundvöllur fyrir því að láta fólk í þriðja heims löndum svelta.

Af einhverju er það vandamál einhvers annars en þeirra sjálfra?

Eins og Darwin orðaði þetta:

Charles Darwin
Thus, from the war of nature, from famine and death, the most exalted object which we are capable of conceiving, namely, the production of the higher animals, directly follows

Þetta er aðferðin sem hin "æðri" dýr verða til.

Tómas
En.. það er góð spurnig. Í heimi þar sem barnaklám hefði jákvæð áhrif á börn og samfélagið í heild. Þá væri það væntanlega í góðu lagi. En athugaðu nú: Þetta væri langt frá því sams konar heimur eins og sá sem við búum hér.

Segjum bara sem svo að hópur vísindamanna heldur þessu fram og almenningur er að kaupa þetta. 

Mofi, 16.8.2013 kl. 13:28

14 Smámynd: Tómas

"Af einhverju er það vandamál einhvers annars en þeirra sjálfra?"

Ríkidæmi vestrænna ríkja er byggt að hluta til á kostnað Afrḱu, svo já. Það er ekki bara þeirra vandamál. Þar fyrir utan er t.d. Kaþólska kirkjan að gera hræðilega hluti þar, svo ekki er það til að minnka skuldina.

Ég skil svo ekki hvers vegna þú telur þróunarsinna geta réttlætt obeldi gegn öðrum þjóðum. Það er augljóst mál að mannkynið er sama tegundin. Það er lítill sem enginn munur á mér og kínverja. Munurinn er að mestu yfirborðskenndur.

Held þú sért að lesa of mikið úr orðum Darwin þegar hann talar um "war of nature". Hann hlýtur að vera að tala um tugþúsundára þróun lífvera í náttúru sem tekur sífelldum en hægum breytingum. Þar fyrir utan er Darwin ekki neinn guð, og þegar hann talar um "higher animals", þá tek ég það ekki sem lærdóm um að ég sé eitthvað æðri en önnur dýr.

Að lokum tekur þú þetta dæmi um hóp vísindamanna sem haldi þessu fram. Þá þarf einfaldlega að skoða þeirra tilgátur og rök. Eins og er, þá sé ég ekki neinn grundvöll fyrir að það gæti gerst. En svona er þetta Mofi minn. Heimurinn er ekki svarthvítur, og það er engin handbók. Altjént ekki í mínum augum.

Þú mátt halda að þú sért með handbók, og að þú hafir rétt fyrir þér. En vittu það, að þú ert með sams konar skilningarvit og ég, og þú getur ekki _vitað_ neitt betur en ég hvað er rétt og rangt.

Tómas, 19.8.2013 kl. 16:43

15 Smámynd: Tómas

Þ.e. þegar Darwin talar um "war of nature", þá er hann ekki að tala um eitthvað eins og þjóðernishreinsanir Þjóðverja á síðustu öld. Það hefur ekkert með það sem Darwin var að tala um, ef ég skil líffræði og gen mannsins rétt..

Tómas, 19.8.2013 kl. 16:50

16 Smámynd: Mofi

Tómas
Ég skil svo ekki hvers vegna þú telur þróunarsinna geta réttlætt obeldi gegn öðrum þjóðum. Það er augljóst mál að mannkynið er sama tegundin. Það er lítill sem enginn munur á mér og kínverja. Munurinn er að mestu yfirborðskenndur.

Það var ekki þannig sem Darwin sá þetta og síðan þá er mannkynið endalaust að skipta sér í flokka þar sem hver flokkur vill lifa af og helst öðlast hvaða auðlindir aðrir flokkar eiga. Darwin sannarlega sá stríð manna sem hluta af þessu enda hvað, ætlar þú að halda því fram að við mennirnir eru einhvern veginn öðru vísi en hin dýrin?

Tómas
Að lokum tekur þú þetta dæmi um hóp vísindamanna sem haldi þessu fram. Þá þarf einfaldlega að skoða þeirra tilgátur og rök. Eins og er, þá sé ég ekki neinn grundvöll fyrir að það gæti gerst. En svona er þetta Mofi minn. Heimurinn er ekki svarthvítur, og það er engin handbók. Altjént ekki í mínum augum.

Nei, þetta var spurning handa þér :)  

Tómas
Þ.e. þegar Darwin talar um "war of nature", þá er hann ekki að tala um eitthvað eins og þjóðernishreinsanir Þjóðverja á síðustu öld. Það hefur ekkert með það sem Darwin var að tala um, ef ég skil líffræði og gen mannsins rétt

Þetta hérna er fín menntun fyrir þig: http://www.youtube.com/watch?v=3Vmkm63Uwio

Mofi, 20.8.2013 kl. 14:14

17 Smámynd: admirale

mofi, ef að þróunarkenningin er rétt, gæti þá ekki verið að samkeppni og stríð milli manna sé ekki bara svipuð hegðun og skyld því sem sést meðal hinna dýranna? 

Ef svo er, þýðir það að við eigum að haga okkur svona?  

Það sem þú ert að ráðast á, mofi, virðist vera, er frasinn "survival of the fittest" (þeir hæfustu lifa af) sem er sá allra misnotaðasti í sögu þróunarkenningarinnar. Þetta hefur ekkert með það að gera hver er sterkastur eða bestur, því að skilgreiningin á hæfni í þróunarsamhengi snýst bara um það hverjir fjölga sér mest og lifa lengst.  

Þetta er einskonar sísanna, því við gætum allt eins sagt: þeir sem lifa af lifa af. 

Fordómafullt fólk notar þennann frasa og sína eigin mynd af þróunarkenningunni oft til að réttlæta sína fordóma og það er fólkið sem þú ættir að vera að rökræða við, því að mér sýnist Tómas ekki vera þessarar skoðunar sem þú ert að gera honum upp hérna.  

admirale, 20.8.2013 kl. 19:05

18 Smámynd: Mofi

Ég er að benda á hvernig siðferði getur verið hvað sem er ef við þróuðumst. Tökum t.d. þetta dæmi hérna: Er rangt að nauðga eða það innbyggt í okkur af þróuninni?   Það er eitthvað svo sorglegt að sjá guðleysingja sem láta sig réttlæti skipta mikla máli því að allar hugmyndir um réttlæti eru glórulausar ef við þróuðumst.

Taktu síðan eftir hvað bók Darwins heitir "On the Origin of Species by Means of Natural Selection, or the Preservation of Favoured Races in the Struggle for Life"   Darwin og félagar á hans tímum sannarlega sáu mannkynið sem hluta af þessu "struggle for life".

Mofi, 22.8.2013 kl. 09:12

19 Smámynd: admirale

mofi, áður en við höldum áfram þá langar mig að vita hvernig þú skilgreinir "rangt". Hvaða skilyrði þarf einhver gjörð að uppfylla til þess að hún teljist röng í þínum huga?

Það er örugglega fleira en bara það sem er tekið fram í Biblíunni sem þú telur vera rangt og einhvernveginn meturðu það. 

admirale, 22.8.2013 kl. 18:23

20 Smámynd: Tómas

Mofi: Ef við Homo Sapiens hefðum þróast þannig, síðustu ár-tug-þúsund, að nauðganir væru í fullkomnu lagi í samfélaginu, þá væri það bara þannig. En það er ekkert hægt að bera það samfélag við það sem við búum núna. Nauðgun í þessu ímyndaða samfélagi væri ekkert sami hlutur og nauðgun í okkar samfélagi.

Tómas, 22.8.2013 kl. 18:50

21 Smámynd: Mofi

admirale, fyrir mig þá er það ef að einhver verknaður særir eða meiðir einhvern sem á það ekki skilið þá er um að ræða eitthvað rangt. Ég fer að mörgu leiti eftir hver mín tilfinning er í hverju máli en síðan kemur Biblían inn í myndina og... svona, uppfræðir mig varðandi hvað er rétt og hvað er rangt.  Ég efast t.d. um að ég kæmist á þá niðurstöðu að kynlíf utan hjónabands væri rangt nema af því að Biblían kennir það.

Mofi, 23.8.2013 kl. 13:13

22 Smámynd: Mofi

Tómas, og ef það væri þannig, væri þá að nauðga raunverulega rangt eða hvað?

Mofi, 23.8.2013 kl. 13:13

23 Smámynd: Tómas

Siðferði er fall af samfélaginu og líffræði okkar. Það vill þannig til, að hér á þessari jörð, þá er maðurinn þannig úr garði gerður að siðferði samfélaga getur ekki leyft nauðganir. Í ímyndaða samfélaginu, þar sem menn þróuðust þannig að nauðgun er ekki slæm.. þar er nauðgun ekki slæm.

"Raunverulega rangt" er eitthvað sem er ekki til, śýnist mér.

Þýðir þetta að eitthvað samfélag hér geti einfaldlega ákveðið að nauðgun sé ekki slæmur hlutur? Nei. Því maður getur ekki ákveðið að ganga á móti tugþúsundagömlu eðli tegundarinnar.

Tómas, 23.8.2013 kl. 14:49

24 Smámynd: admirale

mofi, og hvaðan færðu þá forsendu að það sé slæmt að valda öðru fólki þjáningum?

admirale, 23.8.2013 kl. 15:01

25 Smámynd: Mofi

Tómas, gott dæmi um hvernig darwinísk hugsun gerir út af við rétt og rangt.

admirale, það er margt, eitt er bara samviskan, tilfinningar og síðan boðskapur Biblíunnar um að allir menn eru börn Guðs og orð Krists um að það sem maður gerir hinum minnstu í samfélaginu, maður gerir það Guði sjálfum.

Mofi, 27.8.2013 kl. 12:50

26 Smámynd: admirale

mofi, ef að ef að þú kæmist að því á morgun að enginn Guð væri til, væri þá ekki lengur rangt í þínum huga að valda fólki óþarfa þjáningum? 

admirale, 27.8.2013 kl. 23:45

27 Smámynd: Panon

http://www.scientificamerican.com/article.cfm?id=just-thinking-about-science-triggers-moral-behavior

Across all these different measures, the researchers found consistent results. Simply being primed with science-related thoughts increased a) adherence to moral norms, b) real-life future altruistic intentions, and c) altruistic behavior towards an anonymous other. The conceptual association between science and morality appears strong.

Panon, 28.8.2013 kl. 00:08

28 Smámynd: Panon

Annars væri ég til í að sjá svar við spurningu admirale

Panon, 28.8.2013 kl. 00:10

29 Smámynd: Mofi

admirale
mofi, ef að ef að þú kæmist að því á morgun að enginn Guð væri til, væri þá ekki lengur rangt í þínum huga að valda fólki óþarfa þjáningum?

Þú ert ekki að skilja ef þú spyrð þessarar spurningu...

Nei, ég hef samvisku eins og allir aðrir, sama hvaða trú þeir hafa.

Mofi, 28.8.2013 kl. 09:54

30 Smámynd: Mofi

Panon, þar sem ég trúi að allir menn hafa samvisku vegna þess að Guð skapaði þá, þá býst ég við að allir menn hafa þessa samkennd með öðrum og grundvallar skilning á réttu og röngu.  Ég er að reyna að benda á hvernig þessi tilfinning sem fólk hefur, hvernig Þróunarkenningin stangast á við þessa sannfæringu fólks um að það er eitthvað raunverulega rangt og samkvæmt Þróunarkenningunni þá er ekkert raunverulega rangt; alls ekki rangt að útrýma hinum veikari því að það er þannig sem "hinar" æðri tegundirnar verða til.

Mofi, 28.8.2013 kl. 09:57

31 Smámynd: Panon

En afhverju sýndu þeir sem hölluðu sér mest að vísindum af sér betri móralska breytni en þeir trúuðu í þessari rannsókn?

Afhverju eru ríki þar sem ríkir almennt trúleysi, eða í það minnsta frjálslegri iðkun trúarbragða friðsamlegri ríki en önnur.

Afhverju er það vestræna ríki þar sem áhrif trúar á daglegt líf fólks eru mest líka það vestræna ríki þar sem ofbeldi er algengast?

Afhverju eru aldrei háð stríð vegna trúleysis?

Þú segir ýmislegt, notar jafnvel gildishlaðnar fullyrðingar. Ónáðar það þig ekkert að það sem við sjáum dagsdaglega í heiminum allt í kringum okkur stangast á við það sem þú ert að segja? Það má vel vera að það sé hægt að fallast á þau rök að þróunarkenningin bendi til þess að svona ætti þetta að vera, vandamálið er að þetta ekki svona. Trúlaust fólk er ekki að hegða sér eins og þú heldur fram að "trúin" þeirri eigi að láta þá hegða sér. Hvaða röksemdarfærsla er það þá að halda því fram að hún sé samt slæm vegna þess að hún "ætti mögulega" að gera það?

Panon, 28.8.2013 kl. 11:40

32 Smámynd: admirale

    mofi 
    Þú ert ekki að skilja ef þú spyrð þessarar spurningu...

    Nei, ég hef samvisku eins og allir aðrir, sama hvaða trú þeir hafa.

Ég held þú hafir ekki skilið spurninguna. Ég er ekki að tala um að þú hættir að trúa á Guð, heldur að Guð sé ekki til. 

Ímyndum okkur í smá stund hliðstæðann heim þar sem að Guð er ekki til. 
Í þessum ímyndaða heimi þá eru öll trúarrit, þ.m.t. Biblían, skrifuð af mönnum. 

Ímyndum okkur að við séum að horfa á hliðstæða útgáfu af sjálfum okkur í þessum ímyndaða heimi. Við erum alveg eins þar og í raunverulega heiminum, þú trúir ennþá á Guð, þótt hann sé ekki til þar af því þú veist ekkert meira í hliðstæða heiminum heldur en þessum. 

Þú veist að það er enginn Guð til í ímyndaða heiminum, en ímyndaði mofi veit það ekki.

Viltu meina, að í þessum ímyndaða heimi, sé engin leið til þess að ákvarða hvað sé rétt og hvað sé rangt? Að það sé engin ástæða til að hlusta á samviskuna og halda að það sé rangt eða slæmt að valda öðru fólki óþarfa þjáningum? 

admirale, 28.8.2013 kl. 18:22

33 Smámynd: Mofi

Panon
En afhverju sýndu þeir sem hölluðu sér mest að vísindum af sér betri móralska breytni en þeir trúuðu í þessari rannsókn?

Menn hafa mismunandi hugmyndir um hvaða breytni er best. Þar sem síðan nútíma vísindi koma frá sköpunarsinnar þá kemur ekki á óvart að aðhyllast vísindi og hafa háa siðferðiskennd.

Vandamálið er síðan ekki svo mikið að fólk hafi ekki góðar hugmyndir um hvað það ætti að gera heldur frekar hvað fólk gerir þegar á reynir.

Panon
Afhverju eru ríki þar sem ríkir almennt trúleysi, eða í það minnsta frjálslegri iðkun trúarbragða friðsamlegri ríki en önnur.

Samfélög verða ekki til á örfáum árum heldur það tekur þó nokkra áratugi fyrir samfélög að breytast.  Ef við skoðum hvaða bakgrunn þessi samfélög hafa þar sem mannréttindi og tjáningarfrelsi eru í góðu lagi þá eru flest ef ekki öll þau samfélög sem eiga rætur í mótmælenda trúnni.

Ef við skoðum samfélög þar sem andúð gegn trúarbrögðum eða guðleysi hefur verið ríkjandi í marga áratugi þá sjáum við ekki mikið af mannréttindum eða tjáningarfrelsi.  Kemur mér ekki á óvart miðað við þá hugmyndafræði sem ég sé hjá guðleysingjum almennt eins og t.d. hvernig þeir reyna að þagga niður í öllum sem aðhyllast Vitræna hönnun.

Panon
Afhverju eru aldrei háð stríð vegna trúleysis?

Mestu fjöldamorð síðustu aldar voru gerð af guðleysis stjórnvöldum. Menn sem tóku þá afstöðu að trúarbrögð væru af hinu illa og þeir ætluðu að búa til sína eigin útópíu.  Stríð eru nærri því alltaf háð vegna græðgi í auð eða völd en ekki vegna trúar. Trúar ástæðum eru oft blandað inn í stríð en eins og vanalega þegar kemur að því að finna orsök stríða þá er lykillinn að því "follow the money".

Hérna eru skemmtilegar rökræður þar sem "trúarbrögð" eru fyrir rétti, þar sem spurningin er hvort að trúarbrögð hafa verið afl til góðs eða ills og síðan koma sérfræðingar og bera vitni, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=3f6V0emzius

Eitt af því sem var áhugavert var að betri hegðun í gegnum trúarbrögð kom ekki nema viðkomandi mætti reglulega í kirkju.

Mofi, 30.8.2013 kl. 09:34

34 Smámynd: Mofi

admirale
Viltu meina, að í þessum ímyndaða heimi, sé engin leið til þess að ákvarða hvað sé rétt og hvað sé rangt? Að það sé engin ástæða til að hlusta á samviskuna og halda að það sé rangt eða slæmt að valda öðru fólki óþarfa þjáningum? 

Í báðum tilvikum þá hefur fólk samvisku svo í báðum heimum þá getur fólk farið eftir henni.

Vandamálið er aftur á móti ekki svo mikið að samviska fólks er vitlaus heldur að græðgi og sjálfselska hefur vinninginn gagnvart samviskunni. Samviskan síðan þagnar í ákveðnum atriðum eftir að hafa gert eitthvað nokkrum sinnum.

Siðferðis rökin eru samt þannig að reyna að láta ykkur þróunarsinna hugsa að ykkar siðferðiskennd segir ykkur að þetta þróaðist ekki því það passar ekki við ykkar eigin upplifun á heiminum. Ef að Guð er ekki til og við urðum til í gegnum náttúruval þá er enginn grunnur fyrir því að það sé ekki í lagi að drepa þá sem þú ert að keppa við; það er aðferðin sem hin æðri dýr urðu til.

Mofi, 30.8.2013 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 802831

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband