Obama að rakka niður Biblíuna

Ég skil vel af hverju einhverjir efast um að Obama sé kristinn miðað við hvernig Obama talar um Biblíuna.

 


mbl.is Halda enn að Obama sé múslimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Fósturfaðir Barak Husseiin Obama var muslimi og þar af leiðandi var Barak Hussein Obama kent það sem er skrifað í hinum heilaga Kóran.

Við hverju öðru er að búast en að Barak Hussein Obama tali illa um Biblíuna og taki setningar úr samhengi, mikið af múslimum gera það og hann hefur lært það á unga aldri.

Það var ýmislegt sem ekki var vitað um Barak Hussein Obama fyrir 4 árum síðan en nú er þetta allt að koma á yfirborðið. Oft spái ég í afhverju Barak Hussein Obama lét insigla öll skjöl og það sem hann skrifaði þegar hann var í Harward University.

Barak Hussein Obama needed 1 billion dollars to get elected 4 years ago because nobody knew him, now Barak Hussein Obama needs 1 billion dollars to get re-elected because everyone knows him.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 27.7.2012 kl. 10:22

2 Smámynd: Mofi

Áhugavert Jóhann. Ég er samt alveg viss um að Obama verði endurkjörinn því að það er ekki séns að mormóni verði kjörinn forseti. Obama er í augum fólks bara mjög veraldlegur í hugsun, eða að minnsta kosti hvernig hann talar.

Mofi, 27.7.2012 kl. 10:38

3 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Mofi, þú ættir kannski að lesa fjallræðuna alla (hún er aðeins birt í heild sinni hjá Matteusi) og sjá hvort líklegt væri að Obama færi að fylgja henni við lagasetningu.

Obama er álíka kristinn og 95% annarra kristinna, hann telur sig ekki þurfa að fylgja Biblíunni bókstaflega.

Annars var ég að sjá gleðifréttir frá BNA, þar fjölgar trúlausum hratt og hefur fjöldi þeirra töfaldast að hlutfalli á síðasta áratug eða svo.

Í allt eru núna 20% Bandaríkjamanna utan trúfélaga og 10% alveg trúlausir. Hin mikla aukning á sér stað á sama tíma og fjölgun er mest meðal kaþólskra innflytjenda og afkomenda þeirra, sem bendir til að undirliggjandi aftrúvæðing BNA sé mun meiri en tölurnar benda til, og þá trúlega mest meðal fyrrum mótmælenda. Sannarlega gleðifréttir.

Brynjólfur Þorvarðsson, 27.7.2012 kl. 10:49

4 Smámynd: Mofi

Ég hef lesið hana á fleiri stöðum og hún er alltaf jafn mögnuð.

Af hverju gleðja þessar fréttir þig?  Hvað er gott við þetta?

Mofi, 27.7.2012 kl. 10:56

5 Smámynd: Valur Arnarson

Sælir,

Hvað sagði Obama nákvæmleg í þessari ræðu um Biblíuna?

Valur Arnarson, 27.7.2012 kl. 11:13

6 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Mofi, Fjallræðan í Matteusi er satt að segja heldur langdregin og leiðinleg þótt hún byrji reyndar vel. Það er þess vegna sem Lúkas endurskrifar hana og styttir um 1/3.

Að kristni sé á útleið gleður mig, ég tel að kristni (og önnur trúarbrögð "bókarinnar") séu alvarlegur menningarvírus sem hindri hamingju og framfarir í heiminum.

Valur, ég hlustaði á megnið af ræðunni og Obama er einfaldlega að spyrja hvaða kennisetningar í Biblíunni ættu að vera grundvöllur nútíma lagasetningar. Hann stingur upp á nokkrum Mósebókum (og fáránlegum lagasetningum þar) og nefnir síðan Fjallræðuna og segir hana svo róttæka að hún myndi eyðileggja öryggishagsmuni BNA.

NT er fullt af óframkvæmanlegri, frekar flatneskjulegri, óskhyggju - fyrir utan auðvitað að vera þversagnakennd eins og allt það bókmenntaverk.

Brynjólfur Þorvarðsson, 27.7.2012 kl. 11:19

7 Smámynd: Valur Arnarson

Ég get tekið undir með Mofa hvað Obama varðar, hann virðist vera mjög veraldlegur í hugsun. Ég treysti mér ekki til þess að dæma um það hvort hann sé kristinn eða múslimi, mér finnst það frekar ólíklegt.

Við erum, að mér virðist, sammála um það að trúarrit eigi ekki að vera grundvöllur lagasetninga. Það er a.m.k. mín skoðun ef það gerir mig eitthvað minna kristinn í augum einhverra þá verður bara að hafa það.

Valur Arnarson, 27.7.2012 kl. 11:40

8 Smámynd: Mofi

Brynjólfur
Mofi, Fjallræðan í Matteusi er satt að segja heldur langdregin og leiðinleg þótt hún byrji reyndar vel. Það er þess vegna sem Lúkas endurskrifar hana og styttir um 1/3.

Svakalega hljótum við að nálgast hlutina á ólíka máta því að mér finnst hún með því besta sem ég hef nokkurn tíma lesið, hvort sem það er í Biblíunni eða annars staðar.

Brynjólfur
Að kristni sé á útleið gleður mig, ég tel að kristni (og önnur trúarbrögð "bókarinnar") séu alvarlegur menningarvírus sem hindri hamingju og framfarir í heiminum.

Hvaða upplífgandi boðskap viltu færa þeim sem eru veikir eða eru við dauðans dyr?  

Vá, ef þú tækir mína trú frá mér þá fyrir mitt leiti hefði ég ekki neitt, allt yrði einfaldlega einskis virði. Svakalega byggir þú alla þína heimsmynd á einhverju allt öðru en ég, ég get ekki einu sinni byrjað að skilja hvernig hægt er að hugsa svona...

Brynjólfur
Fjallræðuna og segir hana svo róttæka að hún myndi eyðileggja öryggishagsmuni BNA.

Eitthvað segir mér að viðkomandi sem les þannig úr fjallræðunni er ekki að reyna að skilja eða er að reyna að misskilja.

Valur
Við erum, að mér virðist, sammála um það að trúarrit eigi ekki að vera grundvöllur lagasetninga. Það er a.m.k. mín skoðun ef það gerir mig eitthvað minna kristinn í augum einhverra þá verður bara að hafa það.

Fer eftir því hvert takmarkið er. Ef að takmarkið er að setja trúar samfélagi reglur eins og þegar kom að Ísrael þá tel ég það vera mjög eðlilegt. Ef að takmarkið er að setja reglur fyrir samfélag þar sem fólk hefur alls konar trúarskoðanir þá er það miklu erfiðara. Tel samt að þau lög sem við höfum í dag eiga kristnar rætur, bæði löggjöf Bandaríkjanna og Norðurlandanna.

Mofi, 27.7.2012 kl. 11:53

9 Smámynd: Valur Arnarson

Sæll Mofi,

Ég held að það sé best að leyfa Brynjólfi bara að hafa sínar skoðanir á kristinni trú og Biblíunni. Það þýðir a.m.k. ekki að rökræða á þessum grundvelli, það er að mínu áliti algjör tímasóunn. Við verðum bara að muna að viska Guðs er ofar visku mannsins :-)

Í þessu tilfelli er maðurinn, Brynjólfur, uppfullur af visku þeirri sem efnisheimurinn hefur uppá að bjóða. Nú er ég ekki að gjalfella þá visku, eða gera lítið úr henni, en hún takmarkast við það efnislega og getur því aldrei orðið prófsteinn í endanlegum sannleika, þegar allt kemur til alls. En vissulega hljómar hún sem það rétta í augum þess sem hafnar Guði og visku hans því orð krossins er heimska þeim er glatast.

Valur Arnarson, 27.7.2012 kl. 12:39

10 Smámynd: Mofi

Góðir punktar Valur. Það er samt dáldið forvitnilegt þarna á ferðinni, einhver grundvöllur sem Brynjólfur byggir á og ef maður skilur grundvöllinn betur er kannski hægt að eiga samskipti á vitrænna plani.

Mofi, 27.7.2012 kl. 12:45

11 Smámynd: Valur Arnarson

Sæll aftur Mofi,

Ég myndi ekki fara útí það að reyna að skilja þann grunvöll sem herskáir trúleysingjar byggja á, a.m.k. fyrir mitt leyti. Við erum með a.m.k. eitt dæmi um það að slíkt hafi hugsanlega farið illa.

Valur Arnarson, 27.7.2012 kl. 13:01

12 Smámynd: Mofi

Skilningur hlýtur alltaf að vera af hinu góða, að geta valið út frá manns besta skilningi. Hellings virði að geta sagt að maður skilji þann sem maður er að tala við en að þrátt fyrir það, þá telur maður þann grundvöll ekki vera hinn rétta.

Sindri er forvitnilegt dæmi. Hefði mjög gaman af því að spjalla vel og lengi við hann. Hef rökrætt við hann smá á blogginu. Ætlaði alltaf að svara langri blog grein sem hann gerði "Nytsöm til fræðslu" þar sem hann rakkaði niður Biblíuna en hún er horfin svo það er orðið of seint.

Viljum við ekki að Brynjólfur og Sindri, skilji alveg örugglega okkar grundvöll í þeirri von að þeir sjái hvernig hann er betri en þeirra eigin?

Mofi, 27.7.2012 kl. 13:11

13 Smámynd: Valur Arnarson

Það má vera að það sé eitthvað unnið með því að skilja grundvöll viðmælanda síns. Ég skil grundvöll Brynjólfs og hans afstöðu mjög vel. Ég var sjálfur trúlaus en var þó aldrei herskár, kannski vegna fjölskyldutengsla. Afi var biskupsritari og prestur en ég frelsaðist svo löngu eftir að hann dó og frelsun mín tengdist fjölskyldunni ekki á nokkurn hátt, enda engin þar í Hvítasunnukirkjunni.

Málið er bara, Mofi, að þessir aðilar hafa engan áhuga á því að reyna að skilja okkar grundvöll vegna þess að hann hljómar sem heimska í eyrum þeirra. Enda held ég að það þurfi allir að leita af opnum hug til þess að finna, viðkomandi þarf að vera tilbúinn til þess að gefa því tækifæri sem hljómar í fyrstu sem heimska og vera tilbúin í þá auðmýkt sem því fylgir að standa með sannfæringunni. Það er ekki raunveruleikinn í dag með Brynjólf og skoðanabræður hans.

Það kemur mér ekki á óvart að Sindri hafi skrifað langa blogg-grein þar sem hann rakkar niður Biblíuna, enda ef maður er efins, þá snýst þetta svo mikið um að sannfæra sjálfan sig. En rök eru bara rök og skipta svo litlu máli þegar allt kemur til alls. Það eru til rök á móti Biblíunni og það eru til rök með henni. Allt verður hvítt þegar maður hefur tekið trú og allt verður svart fyrir þann sem er trúlaus, það er ekkert grátt svæði. Þetta byggist svo mikið á hughrifum þess sem les og hver ásetningurinn er.

Valur Arnarson, 27.7.2012 kl. 13:38

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eru einhver dæmi sem þið getið bent á að Barak Hussein Obama er eitthvað meira verldlegri í hugsun en Romney?

Getið þið útskýrt hvað þessi veralleiki í hugsun er með dæmum?

Er Steingrímur J veraldlegur í hugsun?

Er Jóhann Sigurðadóttir veraldleg í hugsun?

Er Pútin veraldlegur í hugsun?

Er Markel veraldleg í hugsun?

Kanski skil ég þessa veraldleika hugsun betur sem Barak Hussein Obama á að hafa með þessum dæmu.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 27.7.2012 kl. 15:34

15 Smámynd: Mofi

Jóhann, þetta er meira svona mín tilfinning eftir að hafa hlustað á hann. Allt þetta fólk sem þú nefndir er einmitt svipað og Obama þegar kemur að hvaða hugmyndafræði það hefur, þegar kemur að veraldlegri hugmyndafræði.

Snorri í Betel er minna veraldlegur í hugsun en Steingrímur J.  Ég er vonandi minna veraldlegur í hugsun en Obama. Kannski vantaði þessa forsendu, þar sem ég var að tala um Obama og að hann væri kannski ekkert voðalega kristinn, sérstaklega miðað við þessa ræðu þarna.  Í því samhengi var ég að hugsa um að Obama væri veraldlegur í hugsun í þeim skilningi að hans hugmyndafræði virðist ekki koma frá Biblíunni heldur koma frá hvað er vinsælt í samfélaginu í dag.

Mofi, 27.7.2012 kl. 15:45

16 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mér finst bara ekkert veraldarlegt og engin veraldaleg hugsun að leifa fjarstýrðum flugvélum (drones) frá Las Vegas að droppa sprengjum á saklausar konur og börn í Afghanistan, Pakistan og öðrum löndum.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 27.7.2012 kl. 16:18

17 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mér finnst áhugavert að í myndbandinu er talað um að Obama hafið verið að taka "those passages of the Bible so painfully out of context".

Þetta eru klassísk viðbrögð trúmanna við því þegar það er bent á eitthvað í biblíunni sem þeim líkar ekki við. Þegar Obama talar um að í Mósebækurnar "suggests that slavery is OK", þá er hann ekki að taka neitt úr samhengi. Þegar hann segir að Mósebækurnar segi að það ætti að grýta börnin manns ef þau "stray from the faith", þá er það bara satt og rétt.

Síðan veit ég ekki hvernig hann er að taka fjallræðuna úr samhengi, hann var líklega að tala um þar stendur að maður eigi að elska óvini sína. Heldur þú virkilega að hernaðarmál Bandaríkjanna myndu ekki breytast all-svakalega ef þeir myndu byggja stefnu sína á því að elska óvini sína?

Nú þegar ég hugsa um það, þá gæti hann auðvitað líka verið að tala um ummælin um að bjóða hina kinnina. Sama gildir þar.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.7.2012 kl. 20:33

18 Smámynd: Óli Jón

Þessi klippa er afar furðuleg. Obama bendir réttilega á tvö vers í Biblíunni sem greinilega eru innblásum af vondum öflum og þulurinn, sem við vitum ekkert hver er og verðum bara trúa að hann sé skynsöm og eðlileg mannvera, fullvissar áhorfendur um að Obama sé að fara með rangt mál og allt sé í góðu lagi með Biblíuna. Þessi fullvissa er þó ekkert nema staðlausir stafir því hún er bara skoðun eins manns þrátt fyrir að hann vísi t.d. í skoðanir "flestra kristinna og sagnfræðinga" um gæði Fjallræðunnar. Þulurinn kvað Obama síður en svo í kútinn, það er frekar þannig að hann varpar ljósi á umkomuleysi kristinna vegna þessara kafla og margra fleiri í Biblíunni sem standast ekki almenna og siðlega skoðun.

En það er þannig með fjallræðuna eins og alltaf annað í Biblíunni að kristnir lesa safaríkustu berin af greinunum, en láta þau súru og beisku vera. Það taka t.d. fáir kristnir mark á því þeir eigi að biðja í einrúmi. Hún er því ekki marktækari en svo og því ættum við að taka mark á þulnum þegar hann segir annað?

Á öðrum stað í Fjallræðunni stendur að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af lífinu eins og liljur vallarsins. En annars staðar í Biblíunni fær eitthvert grey makleg málagjöld fyrir að hafa ekki ávaxtað talentu nógsamlega. Hann hefur horft um of á liljurnar, sér til miska.

Obama bendir á nokkur atriði sem valda því að Biblían er úr leik sem siðferðislegur áttaviti, en nóg er um önnur þannig og er t.d. hægt að tiltaka refsinguna sem nokkrir krakkavitleysingar, nánar tiltekið 42 ungmenni, fengu þegar þau gerði grín að hárleysi gamals manns (spoiler alert: þau voru öll drepin!).

Já, þessi klippa er furðuleg en hún er þó meira fáránleg. Vissulega er margt gott í Biblíunni, enda er hún samin þegar höfundar hennar gátu skimað inn í gömul og glæst menningarsamfélög og valið það besta sem gekk þar. En um leið er í henni að finna margt viðurstyggilegt sem höfundarnir ákváðu líka að setja í hana, s.s. eins og kaflana um þrælahald og grýtingu ódælla barna. Jú, og ekki má gleyma réttlætingu á kalfrifjuðu fjöldamorði fyrir skallagrín.

Þulurinn fullyrðir að flestir kristnir í Bandaríkjunum hafi lesið og þekki Biblíuna. Ég fullyrði á móti að hann sjálfur hafi aldrei lesið hana því ella myndi hann ekki ljá þessu myndskeiði rödd sína.

Óli Jón, 28.7.2012 kl. 12:34

19 identicon

Ég get ekki séð að Obama hafi verið að "rakka niður" Biblíuna.  Hvernig í ósköpum er hægt að komast að þeirri niðurstöðu?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 18:20

20 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

það er svo greinilega KLIPPT að engin fræðimaður tekur þetta alvarlega, nema að taka alvarlega "klippin" um að Ísraelar hafi staðið að 9.11. sprengingunni á tvo turna NY. Viltu að ég sýni vífeóteip um það (klippt) eða viltu að við sem höfum enn "umhugsun" efist um svona "klipp" Mofi?

 hvaða klipp eru ok ?og

hvaða klipp eru ekki ok?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.7.2012 kl. 03:00

21 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://www.youtube.com/results?search_query=obama+loves+jesus&oq=obama+loves+jesus&gs_l=youtube-reduced.3...37769.54990.0.56450.25.17.4.4.4.0.276.3399.1j8j8.17.0...0.0...1ac.E8M_hleZkug

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.7.2012 kl. 03:09

22 Smámynd: Jón Ragnarsson

Það þarf að "rakka niður" biblíuna enn meira. Þetta rit þarf að komast á sama stall og aðrar þjóðsögur og ævintýri.

Jón Ragnarsson, 29.7.2012 kl. 16:36

23 Smámynd: Mofi

Ég hefði kannski frekar átt að velja myndband þar sem enginn þulur er. Minn eini punktur var að þarna var Obama að mínu mati að rakka niður Biblíuna.

Anna, endilega útskýrðu betur hvað þú átt við?  Heldur þú að það hafi verið að taka orð Obama úr samhengi?

Jón Ragnarsson, málið er að þetta er áreiðanlegasta rit sem mannkynið hefur um mannkynssöguna. Það er bara staðreynd.

Mofi, 30.7.2012 kl. 09:55

24 Smámynd: Mofi

Óli Jón
En það er þannig með fjallræðuna eins og alltaf annað í Biblíunni að kristnir lesa safaríkustu berin af greinunum, en láta þau súru og beisku vera. Það taka t.d. fáir kristnir mark á því þeir eigi að biðja í einrúmi. Hún er því ekki marktækari en svo og því ættum við að taka mark á þulnum þegar hann segir annað?

Mörg þannig dæmi og það er að mínu mati í góðu lagi að gagnrýna það. Samt þá er þetta þannig að margir reyna að skilja og fara eftir, eftir þeirra bestu vitund.

Óli Jón
Á öðrum stað í Fjallræðunni stendur að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af lífinu eins og liljur vallarsins. En annars staðar í Biblíunni fær eitthvert grey makleg málagjöld fyrir að hafa ekki ávaxtað talentu nógsamlega. Hann hefur horft um of á liljurnar, sér til miska.

Þetta er alveg gjörólík atriði. Eitt er að hafa ekki áhyggjur og annað er að ekki nota sína hæfileika eða peninga. Viðkomandi gróf sína telentu í jörðina í staðinn fyrir að nota það sem honum var falið.  Hin versin þá er Jesú að hvetja okkur til að hafa ekki áhyggjur, ekki að bara liggja í leti eins og hálfvitar.

Óli Jón
Já, þessi klippa er furðuleg en hún er þó meira fáránleg. Vissulega er margt gott í Biblíunni, enda er hún samin þegar höfundar hennar gátu skimað inn í gömul og glæst menningarsamfélög og valið það besta sem gekk þar.

Endilega benti mér á önnur glæst menningar samfélög sem þú heldur að höfundar Biblíunnar stálu sínum hugmyndum frá.

Óli Jón
En um leið er í henni að finna margt viðurstyggilegt sem höfundarnir ákváðu líka að setja í hana, s.s. eins og kaflana um þrælahald og grýtingu ódælla barna. Jú, og ekki má gleyma réttlætingu á kalfrifjuðu fjöldamorði fyrir skallagrín.

Ég væri svo miklu frekar til í að lifa í samfélagi þar sem þessar reglur um þrælahald væru í gildi frekar en það sem við höfum í dag þar sem við erum öll í ákveðnum duldum þrældómi.   Ég gerði eitt sinn grein um þrælahald í Biblíunni, sjá: Þrælahald í Biblíunni

Mofi, 30.7.2012 kl. 10:04

25 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón Ragnarsson, málið er að þetta [biblían]er áreiðanlegasta rit sem mannkynið hefur um mannkynssöguna. Það er bara staðreynd.

Það er einungis "áreiðanlegasta rit sem mannkynið hefur um mannkynssöguna" hjá kristnum bókstafstrúarmönnum. Sérfræðingar trúa því engan veginn.

Ég væri svo miklu frekar til í að lifa í samfélagi þar sem þessar reglur um þrælahald væru í gildi frekar en það sem við höfum í dag þar sem við erum öll í ákveðnum duldum þrældómi. 

Þetta er ótrúleg fullyrðing. Það er smá huggun að þú hefur ótrúlega bjagaða mynd af þrælahaldinu.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.7.2012 kl. 11:15

26 Smámynd: Mofi

Hjalti
Það er einungis "áreiðanlegasta rit sem mannkynið hefur um mannkynssöguna" hjá kristnum bókstafstrúarmönnum. Sérfræðingar trúa því engan veginn.

Það eru ótal sérfræðingar sem votta um áreiðanleika Biblíunnar í alls konar málum þar sem þeir hafa rannsakað. Þegar kemur að atburðum, fólki, stöðum og margt fleira. Hérna er bara gott dæmi um andúð ykkar á kristni sem lætur ykkur segja...kjánalega hluti.

Hjalti
Þetta er ótrúleg fullyrðing. Það er smá huggun að þú hefur ótrúlega bjagaða mynd af þrælahaldinu.

Hvað veist þú eiginlega um þrælahald í Ísrael fyrir meira en tvö þúsund árum síðan?

Mofi, 31.7.2012 kl. 11:18

27 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það eru ótal sérfræðingar sem votta um áreiðanleika Biblíunnar í alls konar málum þar sem þeir hafa rannsakað. Þegar kemur að atburðum, fólki, stöðum og margt fleira. Hérna er bara gott dæmi um andúð ykkar á kristni sem lætur ykkur segja...kjánalega hluti.

Mofi, einu sérfræðingarnir sem segja eitthvað í líkingu að Biblían sé "áreiðanlegasta rit sem mannkynið hefur um mannkynssöguna" eru bósktafstrúarmenn.

Í alvöru, þú telur t.d. að biblían segi að fyrir ~4.000 árum hafi flóð drepið allt mannkyn nema 8 manneskjur. Hvað heldurðu að margir mannfræðingar eða þá sérfræðingar í menningum sem voru til á þeim tíma séu sammála því að biblían sé "áreiðanleg"?

Hvað veist þú eiginlega um þrælahald í Ísrael fyrir meira en tvö þúsund árum síðan?

Ég veit til dæmis að þú gast eignast útlendinga, átt þá alla æfi og átt börnin þeirra. Og ef þú vildir, þá máttirðu berja þá.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.8.2012 kl. 00:23

28 Smámynd: Mofi

Það segir sig sjálft að þeir sem líta á Biblíuna sem áreiðanlega eru líklegast kristnir og trúa því sem hún segir. Þú vilt hvað, að einhver líti á hana sem áreiðanlega og er síðan guðleysingi, annars er ekkert að marka viðkomandi???

Varðandi útlendinga þá var hægt að kaupa útlendinga sem voru þegar þrælar við mjög líklega slæm skilyrði. Þér finnst það slæmt, skiljanlegt svo sem en líkurnar á því að einhver hefði keypt þræl af öðrum þjóðum ef hann yrði að sleppa honum eftir nokkur ár er frekar ólíklegt. Ég sé þarna möguleika til að gefa fólki í ömurlegum aðstæðum tækifæri á betra lífi.  Ég er algjörlega ósammála að þú máttir berja þræla. Það er eins og öll boðorð um að elska náungan eins og sjálfan þig er eitthvað sem þú tekur ekkert mark á. Af hverju eiginlega þetta endalausa ósanngjarna hatur Hjalti?

Mofi, 1.8.2012 kl. 08:14

29 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það segir sig sjálft að þeir sem líta á Biblíuna sem áreiðanlega eru líklegast kristnir og trúa því sem hún segir. Þú vilt hvað, að einhver líti á hana sem áreiðanlega og er síðan guðleysingi, annars er ekkert að marka viðkomandi???

Mofi, þeir einu sem telja biblíuna vera svona rosalega áreiðanlega þegar kemur að mannkynssögunni aðhyllast ákveðna tegund af kristni. Þeir eru á þeirri skoðun að guð sé (með)höfundur bókanna og því bara hljóri þetta allt að vera satt og rétt.

Það er helling af kristnu fólki sem viðurkennir fúslega að biblían sé alls ekki áreiðanleg.

En í alvöru mótmælirðu því t.d. að nánast allir mannfræðingar, fornleifafræðingar, jarðfræðingar, sagnfræðingar og svo framvegis trúi ekki goðsögunni af Nóaflóðinu?

Ég sé þarna möguleika til að gefa fólki í ömurlegum aðstæðum tækifæri á betra lífi. 

Og það bendir auðvitað ekkert til þess að lífið þarna hafi verið eitthvað betra. Þú ert greinilega að reyna að réttlæta aðstöðurnar. 

 Ég er algjörlega ósammála að þú máttir berja þræla. Það er eins og öll boðorð um að elska náungan eins og sjálfan þig er eitthvað sem þú tekur ekkert mark á. Af hverju eiginlega þetta endalausa ósanngjarna hatur Hjalti?

Mofi, ég er nokkuð viss um að þú manst eftir ákvæðinu í Móselögunum um að þrælaeigandi sem ber þrælinn sinn með staf er sekur ef þrællinn deyr samdægurs, en ef hann tórir dag eða tvo, þá var ekki um glæp að ræða.

Það er klárlega gert ráð fyrir því að það sé í lagi að berja þræla, maður verður bara að passa sig að drepa þá ekki (og passa sig á tönnum og augum!).

Vonandi muntu einhvern tímann átta þig á því að þetta sem ég bendi á er ekki orsakað af "ósanngjörnu hatri", heldur vilt þú einfaldlega ekki horfast í augu við að fornaldarmennirnir sem skrifuðu Mósebækurnar aðhylltust ekki siðferði sem okkur þykir ótrúlega grimmt og ómannúðlegt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.8.2012 kl. 10:39

30 Smámynd: Mofi

Hjalti
En í alvöru mótmælirðu því t.d. að nánast allir mannfræðingar, fornleifafræðingar, jarðfræðingar, sagnfræðingar og svo framvegis trúi ekki goðsögunni af Nóaflóðinu?

Það er alveg rétt að þegar kemur að Nóaflóðinu þá eru hlutfallslega fáir sem aðhyllast að það hafi raunverulega gerst.

Hjalti
Mofi, ég er nokkuð viss um að þú manst eftir ákvæðinu í Móselögunum um að þrælaeigandi sem ber þrælinn sinn með staf er sekur ef þrællinn deyr samdægurs, en ef hann tórir dag eða tvo, þá var ekki um glæp að ræða.

Í samræmi við önnur ákvæði þá var mjög lík refsi ákvæði þegar tveir menn slást og þegar þræll og húsbóndi slást og þrællinn meiðist. Í þessum lögum þá var það morð að drepa þræl og dauðarefsing við því. Allt öðru vísi en alls staðar í kringum Ísrael þar sem það lá engin refsing við því að drepa þræl. Á meðan það var glæpur í öðrum löndum sem þú virðist vegsama að bara hjálpa þræl að flýja frá húsbónda sínum þá var það skylda í Ísrael að hjálpa þræli sem var að flýja.

Hjalti
Það er klárlega gert ráð fyrir því að það sé í lagi að berja þræla, maður verður bara að passa sig að drepa þá ekki (og passa sig á tönnum og augum!).

Það voru þarna reglur sem vernduðu þræla en þú vilt lesa þau þannig að það sé í lagi að misþyrma þeim, þrátt fyrir ótal ákvæði um að gagnstæða. Finnst þér þú virkiega vera hérna heiðarlegur?

Hjalti
Vonandi muntu einhvern tímann átta þig á því að þetta sem ég bendi á er ekki orsakað af "ósanngjörnu hatri", heldur vilt þú einfaldlega ekki horfast í augu við að fornaldarmennirnir sem skrifuðu Mósebækurnar aðhylltust ekki siðferði sem okkur þykir ótrúlega grimmt og ómannúðlegt.

Málið er að þú ert að lesa grimmdina í textann og horfir alveg fram hjá ótal ákvæðum sem voru til að vernda þetta fólk og ákvæði um koma vel fram við þetta fólk.

Mofi, 1.8.2012 kl. 10:48

31 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það er alveg rétt að þegar kemur að Nóaflóðinu þá eru hlutfallslega fáir sem aðhyllast að það hafi raunverulega gerst.

Og málið er að þetta fólk er ekki einu sinni að spá í því hvort að biblían sé sönn eða ekki. Þau eru bara að skoða það sem er á staðnum, t.d. Egyptaland, og sér að það varð ekkert flóð þar sem drap alla fyrir ~4000 árum. Það er bara staðreynd að biblían er ekki áreiðanlegt rit þegar kemur að sögu mannkyns, hvað þá það "áreiðanlegasta".

Í samræmi við önnur ákvæði þá var mjög lík refsi ákvæði þegar tveir menn slást og þegar þræll og húsbóndi slást og þrællinn meiðist. Í þessum lögum þá var það morð að drepa þræl og dauðarefsing við því. Allt öðru vísi en alls staðar í kringum Ísrael þar sem það lá engin refsing við því að drepa þræl. Á meðan það var glæpur í öðrum löndum sem þú virðist vegsama að bara hjálpa þræl að flýja frá húsbónda sínum þá var það skylda í Ísrael að hjálpa þræli sem var að flýja.

Mofi, ég treysti því nú ekki alveg að upplýsingarnar þínar um þetta (eflaust frá kristnum trúvarnarsíðum) séu áreiðanlegar. En já, sumt þarna var betra en hjá nágrönnunum, en sumt var verra. Og þú virðist gleyma því að samkvæmt lögunum er augljóslega gert ráð fyrir því að það sé í lagi að berja þræl í klessu, af því að það er tekið sérstaklega fram að það sé ekkert að því ef hann deyr vegna þeirra eftir nokkra daga.

Það voru þarna reglur sem vernduðu þræla en þú vilt lesa þau þannig að það sé í lagi að misþyrma þeim, þrátt fyrir ótal ákvæði um að gagnstæða. Finnst þér þú virkiega vera hérna heiðarlegur?

Það eru engin ákvæði um að það megi ekki berja þrælana sína, hvað þá "ótal" þeirra.

Og Mofi, það var ákveðin vernd þarna (reyndar þegar ég er að skoða hvað skrifað hefur verið um þetta, þá virðist það vel mögulegt að talið um auga og tennur eigi bara við hebreska þræla), en það breytir því engan vegin að það var ekki eins vernd og hjá frjálsum mönnum.

Málið er að þú ert að lesa grimmdina í textann og horfir alveg fram hjá ótal ákvæðum sem voru til að vernda þetta fólk og ákvæði um koma vel fram við þetta fólk.

Í rökræðum mínum við þig hefur þú reynt að afsaka þjóðarmorð með því að það hafi í raun verið í lagi af því að fólkið sem var drepið var svo vont. Þú hefur meira að segja líka reynt að afsaka dauðarefsingu fyrir þann glæp að safna eldiviði á röngum degi.

Þú ert sífellt að reyna að finna afsakanir og fegra allt það ógeðslega. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.8.2012 kl. 11:59

32 Smámynd: Mofi

Hvernig færðu það út að það sé í góðu lagi að berja þræl í klessu þegar það var dauðarefsing við því að drepa þræla? Þegar lögin voru þannig að ef að þræll varð fyrir líkamlegum skaða að þá átti hann að fá umsvifalaust frelsi og ef að þræll hafði flúið frá húsbónda sínum þá átti að hjálpa honum en ekki skila honum til baka.

Þú ert einfaldlega óheiðarlegurí þessari umræðu og ekkert annað!

Hjalti
Í rökræðum mínum við þig hefur þú reynt að afsaka þjóðarmorð með því að það hafi í raun verið í lagi af því að fólkið sem var drepið var svo vont

Ég segi að það hafi verið í lagi af því að Guð fyrirskipaði það vegna illsku fólksins.  Málið er að ég þori að veðja að ef að Guð hefði ekki stöðvað þetta fólk í þeirra illsku þá værir þú að kvarta yfir því að Guð skildi leyfa fólki að gera svona vonda hluti.  Málið er að þú vilt kvarta og kveina, sama hve órökrétt eða fáránlegt það er. Þú vilt vera óvinur Guðs, þá er það þitt val, gangi þér vel með það en ekki gleyma að þinn tími gæti komið hvenær sem er.

Mofi, 1.8.2012 kl. 12:28

33 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvernig færðu það út að það sé í góðu lagi að berja þræl í klessu þegar það var dauðarefsing við því að drepa þræla? Þegar lögin voru þannig að ef að þræll varð fyrir líkamlegum skaða að þá átti hann að fá umsvifalaust frelsi og ef að þræll hafði flúið frá húsbónda sínum þá átti að hjálpa honum en ekki skila honum til baka.

Mofi, lögin eru á þá leið að það var allt í lagi að lúberja þrælinn ef hann tóraði lengur en dag. Það stendur í lögunum svart á hvítu. 

Það er líka talað um mjög varanlega skaða varðandi frelsi þrælsins (og hugsanlega er líka bara verið að tala um hebreskan þræl, en þaðskiptir ekki máli. 

Málið er að þú vilt kvarta og kveina, sama hve órökrétt eða fáránlegt það er.

Já, helvítist væl í mér að vera ósáttur við þjóðarmorð. Þau áttu þetta bara skilið! Já, og sama gildir um illmennið sem var að safna eldivið!

Þú vilt vera óvinur Guðs, þá er það þitt val, gangi þér vel með það en ekki gleyma að þinn tími gæti komið hvenær sem er.

Mofi, ég held ekki að guðinn þinn, né nokkur önnur andavera, sé á annað borð til, þannig að það er undarlegt að segja að ég "vilji vera óvinur hans".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.8.2012 kl. 13:05

34 Smámynd: Mofi

Hjalti
Mofi, lögin eru á þá leið að það var allt í lagi að lúberja þrælinn ef hann tóraði lengur en dag. Það stendur í lögunum svart á hvítu.

Stendur "það er í lagi að lúberja þræla"?

Hjalti
Já, helvítist væl í mér að vera ósáttur við þjóðarmorð. Þau áttu þetta bara skilið! Já, og sama gildir um illmennið sem var að safna eldivið!

Hérna er þitt vandamál við einfaldlega Guð og hvort að Hann hafi rétt til að gefa líf og taka líf.  Er möguleiki í þínum huga að samfélag sem stundar stríð, stundar mannafórnir og alls konar viðbjóð, að það geti verið betra að stöðva það en að leyfa því að halda áfram sinni illsku?

Mofi, 2.8.2012 kl. 09:40

35 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Stendur "það er í lagi að lúberja þræla"?

Það stendur ekki, en það er klárlega leyfilegt.

Er möguleiki í þínum huga að samfélag sem stundar stríð, stundar mannafórnir og alls konar viðbjóð, að það geti verið betra að stöðva það en að leyfa því að halda áfram sinni illsku?

Ótrúlegur tvískinnungur að þú skulir nota "stundar stríð" sem réttlætingu fyrir landvinningastríði þar sem öllum er útrýmt. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.8.2012 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband