Spurning 5 fyrir þróunarsinna - Hvernig gátu tilviljanir sett saman ATP mótorinn?

Í náttúrunni eru örsmáar vélar sem þurfa mörg prótein/ensím samsetningar til að virki, vélar eins og ATP mótorinn. Hvernig fóru tilviljanir að búa til sérhvern þessara hluta og hvað þá 10 eða 30 hluti á sama tíma og oft í réttri forritunarlegri tímaröð.  Þróunar lífefnafræðingurinn Franklin Harold skrifaði þetta um þetta vandamál "we must concede that there are presently no detailed Darwinian accounts of the evolution of any biochemical or cellular system, only a variety of wishful speculations".  Hérna er þessi spurning útskýrð ýtarlega: 

Hérna er myndband af ATP mótornum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

T.d. svona:

http://www.youtube.com/watch?v=SdwTwNPyR9w

1 spurning fyrir hönnunarsinna: 

 Eini ljósgjafi okkar eykur líkur á húðkrabba, hvers vegna er það ekki lagað?

Jón Ragnarsson, 8.6.2012 kl. 00:40

2 Smámynd: Mofi

Þetta er ennþá það sem Franklin Harold kallaði "only a variety of wishful speculations". Hérna er farið yfir útskýringu Metzke, óneitanlega aðeins fyrir þá sem eru til í að sökkva sér ofan í þetta efni enda gífurlega flókið, sjá: http://www.detectingdesign.com/flagellum.html

Metzke á alveg heiður skilið fyrir að hafa smá skilning á vandamálinu og reyna að leysa það rétt en þetta eru þrátt fyrir það óskhyggja sem á lítið skilt við raunveruleikann.

Eitt sem var óheiðarlegt að mínu mati í myndbandinu var að sköpunarsinnar rannsaka ekki þessa hluti.  Hérna er t.d. Scott Minnich sem er með doktorsgráðu í þessum fræðum og hefur rannsakað þetta ýtarlega.

Annað varðandi að kasta upp höndunum og segja "ég get ekki leyst þetta". Þetta er svona eins og einn örvinglaður vísindamaður sem lítur á það sem gátu til að leysa hvernig veður og vindar bjuggu til andlitin á Rushmore fjallinu og þeir sem segja að þetta var greinilega skapað af höggmyndara eru að kasta höndunum upp í loftið og segja gátuna óleysanlega.

Mofi, 8.6.2012 kl. 08:50

3 Smámynd: Mofi

Svo það síðan komi fram þá er verið að tala um ATP mótorinn, ekki flagellum bakteríu mótorinn. Eins og okkar þekking er í dag þá er ATP mótorinn nauðsynlegur fyrir lífið sjálft, að án ATP er ekkert líf svo í rauninni er erfitt að sjá möguleika á einhverri þróun fyrir þennan mótor af því að þú getur ekki verið með þróun fyrr en þú ert kominn með líf.

Jón Ragnarsson
Eini ljósgjafi okkar eykur líkur á húðkrabba, hvers vegna er það ekki lagað?

Þessi heimur er ekki hannaður fyrir eilíft líf án þjáninga og erfiðleika heldur örstutt fyrir okkur að velja hvort við viljum líf með Guði eða ekki.

Mofi, 8.6.2012 kl. 09:14

4 Smámynd: Jón Ragnarsson

Svo ég hafi smá gaman hérna. Sama má segja um heila líkama, ef þú fjarlægir t.d. lifrina úr þér, þá geturðu ekki lifað? Af hverju að einblína á flagellum mótorinn?

Þá spyr ég: Af hverju hannaði Guð 2 heima? Af hverju að láta fólk standa í þessu stappi í 40-90 ár áður en það fer í Himnaríki?

Jón Ragnarsson, 8.6.2012 kl. 15:56

5 Smámynd: Mofi

Flagellum eða ATP eða ...vá, svo ótrúlega margt. Ástæðan er aðalega sú að þarna er dæmi sem er virkilega hægt að prófa, þarna vitum við hve margir hlutir þurfa að vera settir saman og við getum prófað að fjarlægja einn af þeim og athugað hvað gerist. Allar slíkar tilraunir eru mjög erfiðar með...já, eitthvað eins og lifur í fólki.

Jón Ragnarsson
Þá spyr ég: Af hverju hannaði Guð 2 heima? Af hverju að láta fólk standa í þessu stappi í 40-90 ár áður en það fer í Himnaríki?

Gefa öllum tækifæri til að velja því að himnaríki eða eilíft líf er ekki fyrir alla. Það er ekki allir sem vilja lifa að eilífu, það eru ekki allir sem vilja lifa samkvæmt reglum Guðs og það eru margir sem myndu menga himnaríki með þeirra illsku sem þeir eru ekki til í að iðrast og hætta. Himnaríki væri ekki lengi góður staður ef að það væri fullt af fólki sem er svo duglegt að rústa þessari jörð.

Mofi, 8.6.2012 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 802799

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband