Getum við ennþá trúað Biblíunni?

cwsbtb_cover_medium.jpgÍ Hörpu stendur nú yfir sýning og fyrirlestraröð sem fjallar um Biblíuna og samfélagsmál. Þar er líka verið að selja bókina "Can we still believe the Bible". Hérna er heimasíða bókarinnar: http://www.canwestillbelievethebible.com/  Bókin sem er til sögu hefur verið þýdd á íslensku.

Heimasíða bókarinnar kemur með mjög áhugaverðan punkt sem ég vona að fólk velti alvarlega fyrir sér; hérna er hann lauslega þýddur:

http://www.canwestillbelievethebible.com/
Fyrir meira en fjögur hundruð árum þá hætti fjöldi fólks lífi sínu til að gefa öðrum aðgang að Biblíunni á ensku. Þetta varð til þess að "King James" útgáfan af Biblíunni varð til árið 1611. En var þeirra fórn þess virði?  Skiptir það okkur máli í dag?

Í gegnum aldirnar hefur fólk lagt líf sitt að veði til að koma boðskapi Biblíunnar á framfæri; svo mikilvægan trúði það fólk að þessi boðskapur væri. Í mínum huga er enginn vafi á því að þessi boðskapur hefur mótað það samfélag sem við lifum í, samfélag þar sem trúfrelsi, lýðræði, tjáningarfrelsi og náungakærleikur eru gildi sem eru mikils metin þó stundum líta margir á þau sem sjálfgefin.

Ég vil hvetja fólk til að mæta í Hörpu og skoða og helst kaupa bókina og kynna sér smá brot af þeim ástæðum sem við höfum til að trúa að Biblían sé sönn. Í kvöld sér Hamrahlíðakórinn um tónlistina, Ólafur Gunnar Sæmundsson verður með erindið "Næringa öfgar í velmegunarsamfélagi" og Janos Kovacs-Biro verður með erindið "Fals guðir okkar tíma, ást, peningar, velgegni og völd".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

þessi boðskapur hefur mótað það samfélag sem við lifum í, samfélag þar sem trúfrelsi, lýðræði, tjáningarfrelsi 

Ertu búinn að finna vers í biblíunni sem boða þessi gildi? 

Ég hef áður minnst á versin þar sem sagt er að það eigi að grýta þann mann sem boðar trú á annan en Jahve. Biblían er klárlega gegn trú- og tjáningarfrelsi.

Páll postuli talar um að yfirvöld séu skipuð af guði, en það er grundvallaratriði í lýðræði að yfirvöld fái umboð sitt neðan frá, frá fólkinu.  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.2.2012 kl. 13:23

2 Smámynd: Mofi

Hvar í heiminum varð lýðræði, tjáningarfrelsi og trúfrelsi til og hvaða fólk stóð á bakvið það?

Mofi, 10.2.2012 kl. 13:28

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, finnurðu engin vers? 

Lýðræði er nú hægt að eigna forn-grikkjum. Ég get alveg bent á frönsku byltinguna þegar kemur að tjáningar- og trúfrelsi. Það voru nú ekki beint kristnir einstaklingar sem stóðu á bak við hana.  

Ég ætla að koma með aðra spurningu handa þér Mofi:

"Hvar í heiminum varð samkynhneigð talin allt í lagi og hvaða fólk stóð á bakvið það?"

Augljóslega á vesturlöndum! Þannig að biblían hlýtur að vera fylgjandi samkynhneigð! (amk ef við notum sömu rök og þú vilt nota hérna) 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.2.2012 kl. 13:43

4 Smámynd: Mofi

Hjalti
Lýðræði er nú hægt að eigna forn-grikkjum. Ég get alveg bent á frönsku byltinguna þegar kemur að tjáningar- og trúfrelsi. Það voru nú ekki beint kristnir einstaklingar sem stóðu á bak við hana

Hvað voru margir drepnir þar sem höfðu skoðanir sem sumum fannst ekki nógu góðar?

Hvenær var síðan stjórnarskrá Bandaríkjanna samin og hvenær var franska stjórnarbyltingin?

Hjalti
"Hvar í heiminum varð samkynhneigð talin allt í lagi og hvaða fólk stóð á bakvið það?"

Frekar að kristnir hafa umburðarlindi gagnvart þessu þó að þeir séu ekki sammála. Það virðist vera ótrúlega mikið af fólki sem heldur að umburðarlindi sé hið sama og samþykkja eitthvað.

Mofi, 10.2.2012 kl. 13:56

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, enn og aftur: Af hverju geturðu ekki vitnað í nein vers? Ég get komið með helling af versum gegn trú- og tjáningarfrelsi. Ég get komið með amk eitt afskaplega and-lýðræðislegt vers. Hvar eru versin þín, Mofi? 

Hvenær var síðan stjórnarskrá Bandaríkjanna samin og hvenær var franska stjórnarbyltingin?

Franska mannréttindayfirlýsingin kom á undan bandarísku réttindaskránni.  

Og hugsaðu þér Mofi, þarna erum við komnir að lokum 18. aldar. Kristni var búin að vera ríkjandi í Evrópu í 1500 ár, og fyrst þá koma þessi réttindi! 

Frekar að kristnir hafa umburðarlindi gagnvart þessu þó að þeir séu ekki sammála. Það virðist vera ótrúlega mikið af fólki sem heldur að umburðarlindi sé hið sama og samþykkja eitthvað.

Nei, að samkynhneigð sé ásættanleg er greinilega gildi sem er boðað í biblíunni, þar sem að  þetta kom fram á Vesturlöndum! (amk virðist þú fallast á þessi rök þegar kemur að t.d. trúfrelsi).

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.2.2012 kl. 14:13

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Fórstu ekki á fyrirlestur um þetta um daginn? Var ekki vitnað í nein vers ?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.2.2012 kl. 14:14

7 Smámynd: Mofi

Í gegnum Biblíuna sjáum við mörg dæmi þar sem fólk getur valið að fylgja Guði eða fara sína eigin leið. Gott dæmi um það er leiðsögn Jesú varðandi hvernig lærisveinarnir áttu að boða:

Matteus 10
14
Og taki einhver ekki við yður né hlýði á orð yðar, farið þá úr því húsi eða þeirri borg og hristið dustið af fótum yðar.

Hjalti
Og hugsaðu þér Mofi, þarna erum við komnir að lokum 18. aldar. Kristni var búin að vera ríkjandi í Evrópu í 1500 ár, og fyrst þá koma þessi réttindi!

Ég lít ekki á Kaþólsku kirkjuna sem mjög kristna stofnun.

Hjalti
Nei, að samkynhneigð sé ásættanleg er greinilega gildi sem er boðað í biblíunni, þar sem að  þetta kom fram á Vesturlöndum! (amk virðist þú fallast á þessi rök þegar kemur að t.d. trúfrelsi).

Umburðarlindi...ekki samþykki.

Hjalti
Fórstu ekki á fyrirlestur um þetta um daginn? Var ekki vitnað í nein vers ?

Jú, þú hefðir átt að koma :)    ég man ekki allt sem þar kom fram.

Mofi, 10.2.2012 kl. 14:21

8 Smámynd: Jón Ragnarsson

Samfélag okkar í dag er betra þrátt fyrir boðskap biblunnar og fylgjendur hennar. Ekki vegna þess.

Jón Ragnarsson, 11.2.2012 kl. 22:35

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Í gegnum Biblíuna sjáum við mörg dæmi þar sem fólk getur valið að fylgja Guði eða fara sína eigin leið. Gott dæmi um það er leiðsögn Jesú varðandi hvernig lærisveinarnir áttu að boða: 

Þannig að biblían boðar trúfrelsi af því að Jesús sagði lærisveinum sínum ekki að drepa fólkið sem tæki ekki kristna trú? Í alvöru Mofi?

Annar stór galli á þessari tilvitnun þinni er sá að trúfrelsi fjallar um hvernig lög landsins eiga að vera, hvernig Jesús og lærisveinarnir hegðuðu sér segir okkur lítið um það. Svo ég komi með svipað dæmi: Jesús var á fullu að fyrirgefa syndir fólks, er það ekki, hann drap t.d. ekki hórseku konuna heldur fyrirgaf henni syndir sínar og sagði henni að syndga ekki meir? Eigum við að álykta út frá því að við ættum ekki að refsa glæpamönnum, heldur bara að fyrirgefa þeim og segja þeim að hætt að fremja glæpi? Auðvitað ekki. Sama gildir hér.

Í biblíunni höfum við hins vegar dæmi um lög sem tengjast trúfrelsi, þau eru öll á móti því.

Ég lít ekki á Kaþólsku kirkjuna sem mjög kristna stofnun.

Auðvitað. Þannig að kristni varð fyrst ríkjandi á 16. öld?

Umburðarlindi...ekki samþykki.

Nei, samkynhneigð er almennt samþykkt á Íslandi. Þökk sé biblíunni!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.2.2012 kl. 09:14

10 Smámynd: Mofi

Jón Ragnarsson
Samfélag okkar í dag er betra þrátt fyrir boðskap biblunnar og fylgjendur hennar. Ekki vegna þess.

Aðeins einhver með enga þekkingu á mannkynssögunni gæti sagt þetta.

Hjalti
Þannig að biblían boðar trúfrelsi af því að Jesús sagði lærisveinum sínum ekki að drepa fólkið sem tæki ekki kristna trú? Í alvöru Mofi?

Það er dæmi um hvernig kristnir eiga að stunda trúboð svo já, auðvitað. Postularnir gerðu hið sama svo hérna hafa allir kristnir fordæmi þegar kemur að trúboði og trúfrelsi.

Hjalti
Eigum við að álykta út frá því að við ættum ekki að refsa glæpamönnum, heldur bara að fyrirgefa þeim og segja þeim að hætt að fremja glæpi? Auðvitað ekki. Sama gildir hér.

Hún drýgði hór svo kannski er einmitt þarna gott dæmi um glæp sem er best að bara biðja viðkomandi um að hætta.

Hjalti
Í biblíunni höfum við hins vegar dæmi um lög sem tengjast trúfrelsi, þau eru öll á móti því.

Þau eru öll að ég best veit í samhengi Ísraels og það var ekkert trúfrelsi í Ísrael.

Hjalti
Auðvitað. Þannig að kristni varð fyrst ríkjandi á 16. öld?

Þetta var allt saman mikil hrærigrautur og menn áttu mjög erfitt með að losna við valdagræðgi, heiðnina sem var búin að blanda sér í kristna trú og fleira rugl. Ég myndi segja að alvöru kristni hefur nærri því aldrei verið neitt ríkjandi.

Mofi, 13.2.2012 kl. 09:59

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það er dæmi um hvernig kristnir eiga að stunda trúboð svo já, auðvitað. Postularnir gerðu hið sama svo hérna hafa allir kristnir fordæmi þegar kemur að trúboði og trúfrelsi.

Mofi, svo ég endurtaki punktinn sem þú svaraðir ekki: Þessi vers segja okkur ekki neitt um það hvernig lög sé rétt að setja í samfélaginu, t.d. hvort það sé rétt að banna aðra trú eða ekki. 

Hún drýgði hór svo kannski er einmitt þarna gott dæmi um glæp sem er best að bara biðja viðkomandi um að hætta.

Ættum við þá ekki bara að afnema allar refsingar? Ég meina, Jesús fyrirgaf syndir, en refsaði konunni ekki! 

Þau eru öll að ég best veit í samhengi Ísraels og það var ekkert trúfrelsi í Ísrael.

Hvaða afsökun á það að vera að þetta hafi verið "í samhengi Ísraels"? Þarna erum við með dæmi þar sem, samkvæmt þér, guð hafi sett lög, og í þeim lögum er brotið gróflega gegn trúfrelsi. 

Þetta var allt saman mikil hrærigrautur og menn áttu mjög erfitt með að losna við valdagræðgi, heiðnina sem var búin að blanda sér í kristna trú og fleira rugl. Ég myndi segja að alvöru kristni hefur nærri því aldrei verið neitt ríkjandi.

Jahá, kristni hefur aldrei verið ríkjandi, en samt er t.d. trúfrelsi á Vesturlöndum kristninni að þakka af því að Jesús sagði lærisveinum sínum ekki að drepa fólk sem hlustaði ekki á þá!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.2.2012 kl. 16:30

12 Smámynd: Mofi

Hjalti
Mofi, svo ég endurtaki punktinn sem þú svaraðir ekki: Þessi vers segja okkur ekki neitt um það hvernig lög sé rétt að setja í samfélaginu, t.d. hvort það sé rétt að banna aðra trú eða ekki.

Það er heldur ekki vers sem segja að yfirtaka önnur samfélög og heimta að þau trúi eins og þú og banna aðra trú. 

Hjalti
Ættum við þá ekki bara að afnema allar refsingar? Ég meina, Jesús fyrirgaf syndir, en refsaði konunni ekki!

Páll gaf tóninn í Rómverjabréfinu þar sem hann fjallar um að ríkisvaldið eigi að sjá um refsingar.

Hjalti
Hvaða afsökun á það að vera að þetta hafi verið "í samhengi Ísraels"? Þarna erum við með dæmi þar sem, samkvæmt þér, guð hafi sett lög, og í þeim lögum er brotið gróflega gegn trúfrelsi.

Það var ekkert trúfrelsi í Ísrael af því að Ísrael var trúfélag. Mönnum var frjálst að tilheyra Ísreal eða ekki. Við erum búnir að rökræða þetta, engu við það að bæta.  Ástandið var allt annað þegar Ísrael leið undir lok og lærisveinarnir fóru að boða trúnna því að þeir voru ekki að boða endurreisn Ísraels og kristnir hafa almennt ekki gert það.

Hjalti
Jahá, kristni hefur aldrei verið ríkjandi, en samt er t.d. trúfrelsi á Vesturlöndum kristninni að þakka af því að Jesús sagði lærisveinum sínum ekki að drepa fólk sem hlustaði ekki á þá!

Þú virðist sjá hlutina svakalega svart og hvítt. Ég sé frekar að ákveðin hugmyndafræði hefur náð fótfestu og í þessu tilfelli tel ég hana vera kristna enda kristnir menn á ferðinni en alvöru Biblíuleg kristni er svakalega erfið, ég get ekki einu sinni sagt að hún ríki í mínu lífi. Einfaldlega að vegurinn sem Kristur boðaði er eitthvað sem kristnir hafa átt mjög erfitt með að feta.

Mofi, 14.2.2012 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 802814

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband