Fimm klukkustundir eða milljón ár?

limbour-hellAlltaf þegar ég sé svona fréttir þá hugsa ég til því sem margir kristnir trúa sem er að Guð mun kvelja fólk að eilífu í helvíti, þá sem syndga og hafna fyrirgefningu Guðs.

Ég vona að sem flestir undrist og ofbjóði þá illsku sem þessir tveir bresku strákar gátu sýnt æskuvini sínum. Það sem ég skil ekki er hvernig þeir sömu kristnu sem að öllum líkindum fordæma þessar misþyrmingar reyna síðan að réttlæta pyntingar Guðs á syndurum sem eiga að standa yfir í miklu meira en fimm klukkustundir, miljón ár væru aðeins byrjunin á pyntingunum.

Ég er auðvitað á þeirri skoðun að Biblían kennir þetta engan veginn. Skoðum t.d. eftirfarandi staðreyndir:

  • Guð varar ekki Adam og Evu við þessum pyntingum sem þá afleiðingum af þeirra synd.
  • Móses skrifar niður ýtarleg lög fyrir Ísrael þar sem farið er yfir refsingu við alls konar afbrotum en ekki í eitt einasta skipti er varað við eilífum þjáningum.
  • Í hreinlega öllu Gamla Testamentinu er hvergi talað um eilífar kvalir þeirra sem glatast. Það sem er talað um er eilíft líf eða dauði.
  • Þegar kemur að orðinu helvíti þá eru mjög margar Biblíu þýðingar sem innihalda ekki einu sinni orðið og af mjög góðum ástæðum, sjá: http://www.tentmaker.org/books/GatesOfHell.html
  • Aðeins á einum stað í allri Biblíunni er stundum þýtt "eilífar kvalir" en í því tilviki ( Opinberunarbókin 20:10 ) er verið að tala um táknmyndir eins og "dýrið" og síðan djöfulinn en ekki fólk. Einnig þá er orðin sem notuð eru þýða "öld" svo ekki nauðsynlegt að þýða það sem eilífð. Hebreska notkunin á orðinu eilíf er síðan aðeins ákveðin tímalengd. Mörg dæmi þar sem eitthvað er sagt eilíft en síðan í næsta kafla á eftir þá er það ákveðinn tími, sjá: http://www.tentmaker.org/articles/EternityExplained.html

mbl.is Misþyrmdu vini í fimm klukkustundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Í hreinlega öllu Gamla Testamentinu er talað um eilífar kvalir þeirra sem glatast.

Mig grunar að þessi setning hafi eitthvað misheppnast hjá þér.  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.3.2011 kl. 15:48

2 Smámynd: Mofi

Hjalti, ehh... bara að athuga hvort þú værir að fylgjast með :)

Mofi, 18.3.2011 kl. 15:54

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Er talað um eilífa sælu þeirra sem frelsast í Gamla testamentinu? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.3.2011 kl. 16:26

4 Smámynd: Mofi

Hjalti, það eru nokkur dæmi þar sem talað er um ríki Guðs þar sem að engin illska er eins og t.d. í Jesaja 11. kafla.  Í Daníel er talað um upprisu til lífs og upprisu til dóms.  Nokkur dæmi sem ég man eftir.

Mofi, 18.3.2011 kl. 16:40

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það er ekkert um neina eilífa sælu eða nokkuð í þá átt í Jesaja 11. 

Engin furða, enda trúðu höfundar Gt (Daníel er ef til vill undantekning, enda yngsta ritið) ekki einungis ekki á helvíti, heldur ekki heldur á himnaríki. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.3.2011 kl. 16:44

6 Smámynd: Mofi

Í Jesaja er greinilega verið að tala um allt annan heim en við lifum í og passar mjög vel við t.d. Opinberunarbókina sem talar um nýjan himinn og nýja jörð. Þannig von hlýtur fyrir t.d. þann sem skrifaði bókina á aðeins við ef að hann sjálfur mun verða þarna. Ásamt Daníel þá er annað dæmi í Sálmunum 49:15 talað um upprisu til lífs.  Jesaja 25:8 hljómar eins og það sem Nýja Testamentið vitnar í þegar það talar um að afmá dauðann.

Mofi, 19.3.2011 kl. 18:31

7 Smámynd: Rebekka

En ef helvíti er ekki til, af hverju ætti fólk þá að kjósa að trúa á guð yfirleitt?  Refsingin fyrir að trúa ekki er einfaldlega "þú sefur að eilífu".  Það hljómar bara nokkuð vel í mínum eyrum, enda líst mér hrikalega illa á að þurfa að lifa að eilífu.

Ekki það að mér leiðist lífið, en mér þykir það merkingarlaust ef það hefur hvorki upphaf né endi og maður yrði "dæmdur" til eilífs lífs.

Ég tel að helvíti sé nauðsynlegt fyrir kristnina til þess að sannfæra fólk frekar um ágæti þess að trúa á hinn kristna guð + Jesú. 

Rebekka, 20.3.2011 kl. 16:28

8 Smámynd: Mofi

Er það ekki réttlátt?  Að vera ekki að þvinga upp á einhvern endalausri tilvist ef hann vill það ekki.

Helvíti er oft notað af kristnum til að reyna að hræða, mér finnst það sorglegt. Skiljanlegt ef þú trúir á þessar eilífu pyntingar en ég á erfitt með að sjá hvernig fólk getur trúað á eilífar pyntingar og kærleiksríkan Guð. Held að flestir sópi þessu undir teppið og reyni að hugsa ekki út í það.

Mofi, 21.3.2011 kl. 10:47

9 Smámynd: Rebekka

Jú það er bara mjög réttlátt að láta fólk einfaldlega í friði sem ekki sækist eftir eilífu lífi.

Hins vegar held ég að það "selji" betur ef að hægt væri að hræða fólk með refsingum, nema það gangi í söfnuð.  Allavega virkaði það mjög vel í gamla daga.  Núna þegar menntunarstigið fer sífellt hækkandi þá er sannarlega að verða erfiðara fyrir kristna að halda því fram að helvíti sé í raun til. 

Rebekka, 21.3.2011 kl. 12:14

10 Smámynd: Mofi

Ég er að minnsta kosti feginn að vera ekki í þeirri stöðu að "þurfa" að sannfæra fólk um þessa mjög órökréttu refsingu kærleiksríks Guðs. Að þessu leiti þarf ég ekki að sannfæra guðleysingja um neitt, ég trúi að örlög þeirra eru þau sömu og þeir þegar trúa að þeirra örlög séu.

Mofi, 21.3.2011 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 802801

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband