Sagan af örkinni - 1

stanton-wide-sm.jpgFyrir nokkru var mér bent á grein sem bendir á það sem mörgum finnst ekki ganga upp þegar kemur að sögunni af Nóa og flóðinu sem við finnum í Biblíunni.

The Impossible Voyage of Noah's Ark
Ancient shipbuilding did achieve a considerable level of technological sophistication, so much so that marine archaeologists are divided over its history

Ég vitnaði aðeins í smá part af kafla sem hélt því fram að bygging arkarinnar væri ómöguleg. Gagnrýnin þarna virtist aðalega vera byggð á þeirri hugmynd að um var að ræða skip sem er hannað til að sigla því t.d. þá vitnar höfundurinn í skip sem fólk hefur verið að smíða í gegnum aldirnar. Málið er einfaldlega það að örkin var aðeins hönnuð til að fljóta, ekkert annað. Hún þurfti að vera stöðug og sterk en ekki hraðskreið eða lipur eða hvað annað sem menn reyna að ná fram þegar þeir smíða skip.

Meira um þetta hérna: How Could Noah Have Built the Ark All by Himself?  og kannski enn frekar: Safety investigation of Noah’s Ark in a seaway

 

Sömuleiðis, bara fyrir forvitnissakir þá hefur Answers in Genesis ákveðið að smíða örk í réttri stærð, sjá:  http://arkencounter.com/

The Impossible Voyage of Noah's Ark
The needs of the animals.

Næsti kafli fjallar lauslega um þarfir dýranna. Vandamálið við þessa gagnrýni er að við vitum afskaplega lítið um þarfir þessara dýra.  Við vitum í rauninni ekki nákvæmlega hvaða tegundir þarna voru því að dýrin hafa síðan þá aðgreinst í alls konar tegundir, margar hverjar hafa sér þarfir í dag en forfeður þeirra gætu hafa haft allt aðrar þarfir. Sömuleiðis þá eru erfiðleikarnir miklu minni ef um tiltulega ung dýr er að ræða en rökréttast hefði verið að hafa dýrin eins ung og hægt væri.

The Impossible Voyage of Noah's Ark
Problems for the builders.

Aðal gagnrýnin hérna er að þekkingar skortur en við auðvitað getum voðalega lítið vitað um þekkingu fólks á þessum tíma. Hérna þá falla menn oft í þá gildru að gera ráð fyrir að þróunarkenningin sé sönn og síðan dæma þessa sögu í Biblíunni út frá þeim forsendum. Út frá sköpun þá hef ég enga ástæðu til að ætla að Nói hafi verið eitthvað minna gáfaður en við erum í dag, í rauninni hef ég ástæðu til að ætla að hann og fólk almennt hafi verið töluvert gáfaðra. Síðan var Nói sömuleiðis alveg ágætlega gamall og menn geta lært töluvert á langri ævi og ævin hans Nóa var mjög löng.

God told the patriarch to coat the ark, both inside and out, all 229,500 square feet of it, with pitch, and, in fact, this was a common practice in ancient times. But when Noah hurried to the corner hardware store, the shelf was bare, for pitch is a naturally occurring hydrocarbon similar to petroleum

Þessi gagnrýni hérna gerir ráð fyrir því að orðið sem þarna er notað, sem var skrifað niður fyrir sirka 3500 árum síðan, þýði hið sama efni og við höfum í dag. Ég tel enga leið til að vita fyrir víst hvaða efni þarna var um að ræða og orðið sjálft þýðir aðeins "að hylja / þekja".

The Impossible Voyage of Noah's Ark

Finally, our farmer-turned-architect had to confront the gravest difficulty of all: in the words of A. M. Robb, there was an "upper limit, in the region of 300 feet, on the length of the wooden ship;

Aftur er hérna vandamálið í þeirri forsendu sem þeir gefa sér, sem er að um er að ræða skip til að sigla en ekki tank til að fljóta. Þeir sömuleiðis gefa sér að ekkert járn hafi verið notað en við getum ekki útilokað það.

Læt þetta duga í bili, það er nóg eftir og mörgum mun án efa telja mín svör ekki fullnægjandi en þetta verður að duga í bili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Já, örkin þurfti að vera stöðug og sterk. Tækni til að smíða svona stóra báta, sem voru nógu sterkir til að þola óveður og siglingu á sjóðandi, súrum drullu-sjó í ár, var bara ekki til á þessum tíma. 

 Við vitum í rauninni ekki nákvæmlega hvaða tegundir þarna voru því að dýrin hafa síðan þá aðgreinst í alls konar tegundir, margar hverjar hafa sér þarfir í dag en forfeður þeirra gætu hafa haft allt aðrar þarfir.

Alltaf finnst mér jafn merkilegt að þér finnist það fullkomlega eðlilegt að  þróum hafi átt sér stað á 5000 árum en ekki milljónum ára. Við vitum sirka hversu margar dýrategundir eru á jörðinni núna (1,5 -1,8 milljónir tegunda). Við vitum á hversu margar er minnst í Biblíunni (innan við 150 mismunandi tegundir). Nói hlýtur að hafa verið með lágmark 300 dýr (fleiri ef hann tók fjórtán af hverju hreinu dýri). Að halda yfir 300 dýrum lifandi og heilbrigðum í heilt ár, á einhverju sem þú vilt meina að hafi verið einhverskonar fljótandi kassi, er hægara sagt en gert.

Heldurðu að stórhveli hafi ekki þurft vatn fyrir 5000 árum? Hvernig byggðu Nói og örfáir menn hafi svona stórt, tæknilega fullkomið skip án þess að þekkja hugtakið núll? 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.1.2011 kl. 08:14

2 Smámynd: Mofi

Tinna
Já, örkin þurfti að vera stöðug og sterk. Tækni til að smíða svona stóra báta, sem voru nógu sterkir til að þola óveður og siglingu á sjóðandi, súrum drullu-sjó í ár, var bara ekki til á þessum tíma

Ekki báta heldur frekar tanka og hvernig veistu hvaða tækni var til og hvaða tækni þurfti til?

Tinna
Alltaf finnst mér jafn merkilegt að þér finnist það fullkomlega eðlilegt að  þróum hafi átt sér stað á 5000 árum en ekki milljónum ára.

Af því að það er ekki þróun í þeim skilningi að upplýsingarnar urðu til heldur aðeins afbrigði af dýrategundum sem þegar höfðu þessar upplýsingar. Við sjáum hversu hratt þetta getur gerst þegar kemur að hundarækt en megnið af þeim skrítnum hunda tegundum sem eru til í dag urðu til á síðustu 200 árum eða svo. Öll þessi fjölbreytni varð ekki til á þessum tíma, þróunarlega séð heldur var hún þegar til í genum dýranna og hún kemur hratt fram ef að aðstæður þrýsta á það.

Tinna
Að halda yfir 300 dýrum lifandi og heilbrigðum í heilt ár, á einhverju sem þú vilt meina að hafi verið einhverskonar fljótandi kassi, er hægara sagt en gert.

Frekar í kringum 16.000 dýr og án efa erfitt en langt frá því að vera eitthvað ómögulegt, sjá:  Caring for the Animals on the Ark

Dýr eru ótrúlega lífsseig...

Tinna
Heldurðu að stórhveli hafi ekki þurft vatn fyrir 5000 árum? Hvernig byggðu Nói og örfáir menn hafi svona stórt, tæknilega fullkomið skip án þess að þekkja hugtakið núll?

Ég skil ekki, hvað áttu við "Ekki þurft vatn"?

Af hverju heldur þú að um er að ræða tæknilega fullkomið skip? Í hvaða skilningi áttu við "tæknilega"? 

Hvernig veistu hvort þeir þekktu ekki hugtakið núll?

Mofi, 4.1.2011 kl. 09:53

3 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hvar voru hvalirnir á meðan á flóðinu stóð? Ef hamfarirnar voru nægar til að búa til t.d. Miklagljúfur, að ekki sé minnst á öll hin gljúfrin og annað sem sköpunarsinnar vilja meina að hafi orðið til í flóðinu, geta hvalir og önnur sjávardýr ekki hafa lifað af í drullugu vatninu. Hvar voru þau?

Hvernig komu Nói og fjölskyldan öllum dýrunum niður af Ararat, í gegnum það sem hlýtur að hafa verið margra metra þykkt lag af drullu? Báru þau fílana, eða fóru þeir á sleða? Hvernig lifðu allar plöntur af án sólarljóss og súrefnis? Hvenær byrjuðu dýrin að þróast í þær tegundir sem við þekkjum í dag? Hefði ekki verið minnst á það ef það hefði gerst fyrir augunum á Nóa? 

Hvernig fór með skordýr og önnur dýr sem lifa ekki í heilt ár? Hvað gerði Nói við maura, flugur, sníkjudýr sem lifa inni í stærri dýrum og þyrftu all-svakalegt kraftaverk til að lifa í heilt ár? Og ef hann treysti bara á að öll svona smádýr myndu lifa af, hvernig gat hann verið viss um að ekkert dýranna yrði veikt (það gerist nefnilega stundum þegar dýr fá í sig sníkjudýr)?

Með "tæknilega fullkomnu skipi" á ég við skip (eða pramma, eða kassa, eða örk) sem er nógu vel byggt til að þola að sigla stanslaust í heilt ár, á sjó sem er fullur af  alls kyns braki og drullu - og á köflum sjóðandi, með mikilvægasta farm sem nokkurn tíma hefur verið fluttur, án þess að hætta væri á að skipið brotnaði í öldugangi, strandaði á einhverjum fjallstoppnum (því eins og þú segir var Örkin hönnuð til að fljóta en ekki sigla, og því erfitt fyrir Nóa að stýra fram hjá fjallstoppum og öðru á meðan vötnin risu og sjötnuðu) eða hreinlega sykki.

Síðan má spyrja sig hvers vegna þessi gríðarlega tækniþekking glataðist allt fram á okkar daga? 

Hvorki Hebrear, Rómverjar né Grikkir notuðu núll, hugtakið kom fyrst fram hjá Babylóníumönnum um 200 fot. Þar að auki kunni Nói líklega ekki hornafræði, sem mér skilst að sé sniðugt að kunna ef maður er að fara að byggja stærsta og mikilvægasta skip mannkynssögunnar. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.1.2011 kl. 17:09

4 identicon

Það er hægt að halda endalaust áfram.. hvernig safnaði Nói saman fræjum allra plantna?

Hvernig fóru þessar plöntur að því að vaxa í jarðvegi sem hefur verið brimsaltur..

Hvað átu dýrin á meðan plönturnar voru að koma sér fyrir um jörðina við einhverjar þær verstu jarðvegsaðstæður sem þekkst hafa í sögunni?

Ég neita að trúa því Mofi að þú hafir lesið allan þennan texta sem áður var bent á og sjáir samt ekki hversu fíflalegt það er að halda því fram að hægt sé að útskýra söguna af Nóa á vísindalegan hátt...

Og eins og Tinna segir.. hvernig stóð á því að þessi skipasmíðunarþekking hvarf eftir að flóðið sjatnaðir? Afhverju sáust ekki í hundruðir ef ekki þúsundir ára skip sem byggð voru með sömu tækni þurft hefði til að byggja örkina?

En ekki eyða tíma í að svara mér, eyddu frekar tímanum í að fara yfir greinina sem bent var á og svara henni

Ninja Nótt (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 17:18

5 identicon

"Málið er einfaldlega það að örkin var aðeins hönnuð til að fljóta, ekkert annað. Hún þurfti að vera stöðug og sterk en ekki hraðskreið eða lipur eða hvað annað sem menn reyna að ná fram þegar þeir smíða skip."

Nú, þurfti hún ekki að standa af sér stórsjó og gífurlegan öldugang... þú mátt ekki gleyma að á sama tíma og flóðið átti sér stað þá áttu sér stað á botninum mestu jarðhræringar í jarðsögunni... átökin á yfirborðinu hafa verið gríðarleg ... þessi röksemdarfærsla gengur ekki upp - held þú ættir að prófa að leika þér í baðkari með fljótandi kassa og leikfangaskip og sjá hvort stendur sig betur ef þú skapar hressilegan öldugang - skip eru ekki bara svona í laginu til að fara áfram Mofi...

"Vandamálið við þessa gagnrýni er að við vitum afskaplega lítið um þarfir þessara dýra."

Við vitum að þau þurfa að borða.. og við vitum meira segja hversu mikið flestar þær dýrategundir sem voru um borð þurfa að borða mikið á dag - vertu ekki með þessa vitleysu

"Sömuleiðis þá eru erfiðleikarnir miklu minni ef um tiltulega ung dýr er að ræða en rökréttast hefði verið að hafa dýrin eins ung og hægt væri."

Nei Mofi, það er nefnilega ekki rökréttast - vegna þess ung ófullvaxin dýr eru mun líklegri til þess að deyja en fullvaxin dýr - og því yngri sem dýrin eru því líklegra er að þau deyji - það væri því ekki á nokkurn hátt rökréttast að hafa dýrin sem yngst

"Út frá sköpun þá hef ég enga ástæðu til að ætla að Nói hafi verið eitthvað minna gáfaður en við erum í dag, í rauninni hef ég ástæðu til að ætla að hann og fólk almennt hafi verið töluvert gáfaðra"

Það er nú samt staðreynd mofi minn að fólk er alltaf að verða gáfaðra.. þannig t.d. eru greindarvísitölupróf reglulega þyngd til þess að halda meðaltalinu því sama... þannig myndi manneskja sem fékk 100 á greindarvísitöluprófi fyrir 50 árum fá lægri einkunn ef hún tæki það í dag - svona er heimurinn skrýtinn

"Aftur er hérna vandamálið í þeirri forsendu sem þeir gefa sér, sem er að um er að ræða skip til að sigla en ekki tank til að fljóta."

Aftur Mofi... Skip sem er hannað til að "sigla" flýtur betur en nokkur tankur hannaður til að fljóta - þessi rök meika ekkert sense

"Þeir sömuleiðis gefa sér að ekkert járn hafi verið notað en við getum ekki útilokað það."

Nú.. þar sem það var ekki fundið upp fyrr en 2000 árum síðar er ekki hægt að ganga út frá því nokkuð vísu? Fyrir utan það að jafnvel það járn sem þá var til hefði aldrei getað nýst við smíði arkarinnar - til þess var verkunin of frumstæð...

Annars verð ég að segja að þessi pistill þinn er afar lélegur.. þú þykist hér vera að svara greininni sem þér var bent á en svarar eingöngu litlum hluta og í öllum tilvikum var þeim afsökunum sem þú notar hér svarað í greininni sjálfri

Ninja Nótt (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 17:32

6 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Nú.. þar sem það var ekki fundið upp fyrr en 2000 árum síðar er ekki hægt að ganga út frá því nokkuð vísu? Fyrir utan það að jafnvel það járn sem þá var til hefði aldrei getað nýst við smíði arkarinnar - til þess var verkunin of frumstæð...
 
Þú meinar stál, er það ekki? Járn er grunnmálmurinn sem stál er unnið úr, og margoft er minnst á járn í Biblíunni. http://en.wikipedia.org/wiki/Iron#History

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.1.2011 kl. 17:41

7 identicon

Já, en var það í einhverju formi sem hægt verið verið að nýta til að smiða burðarbita í skip?

Ég las þetta hér http://en.wikipedia.org/wiki/Iron_Age

Ninja Nótt (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 17:50

8 Smámynd: Mofi

Tinna
Hvar voru hvalirnir á meðan á flóðinu stóð? Ef hamfarirnar voru nægar til að búa til t.d. Miklagljúfur, að ekki sé minnst á öll hin gljúfrin og annað sem sköpunarsinnar vilja meina að hafi orðið til í flóðinu, geta hvalir og önnur sjávardýr ekki hafa lifað af í drullugu vatninu. Hvar voru þau?

Bara syndandi... þegar vatnið rann af landinu þá hefur það mótað það heilmikið þar á meðal mörg gljúfur en gljúfur eins og Miklagljúfur hefur líklegast myndast þegar stífla hefur brostið og mikið vatn runnið yfir það svæði en eitthvað eftir flóðið.

Tinna
Hvernig komu Nói og fjölskyldan öllum dýrunum niður af Ararat, í gegnum það sem hlýtur að hafa verið margra metra þykkt lag af drullu? Báru þau fílana, eða fóru þeir á sleða? Hvernig lifðu allar plöntur af án sólarljóss og súrefnis?

Dýrin hafa líklegast bara dreift sér sjálf eftir því sem aðstæður leyfðu.  Jarðvegurinn hefði að einhverju leiti þornað á einhverjum mánuðum.  Plönturnar líklegast dóu flest allar og tegundirnar aðeins lifað af sem fræ og einhverjar lifað af með því að fljóta á t.d. trjábolum og þess háttar.  Hvaðan færðu þetta með "án súrefnis"?

Tinna
Hvenær byrjuðu dýrin að þróast í þær tegundir sem við þekkjum í dag? Hefði ekki verið minnst á það ef það hefði gerst fyrir augunum á Nóa? 

Líklegast ekkert slíkt sést fyrr en nokkrum hundruð árum eftir þar sem að svona aðlögun gerist ekki fyrr en þú ert með hóp af dýrum af ákveðni tegund og hóparnir aðskiljast. Þetta gerist hratt þegar þú ert kannski með miljón dýr og þau skiptast í þúsund hópa, þá gætu þúsund ólík afbrigði komið fram á nokkrum hundruð árum.  Til dæmis þá eftir að hafa fylgst með finnkunum hans Darwins þá höfum við séð gogginn á þeim minnkað og stækkað, fram og til baka síðan Darwin skoðaði þær.

Tinna
Hvernig fór með skordýr og önnur dýr sem lifa ekki í heilt ár? Hvað gerði Nói við maura, flugur, sníkjudýr sem lifa inni í stærri dýrum og þyrftu all-svakalegt kraftaverk til að lifa í heilt ár? Og ef hann treysti bara á að öll svona smádýr myndu lifa af, hvernig gat hann verið viss um að ekkert dýranna yrði veikt (það gerist nefnilega stundum þegar dýr fá í sig sníkjudýr)?

Hann hefði ekki þurft að taka nein þannig dýr með, þau hefðu spjarað sig án hans hjálpar. Þau hefðu getað lifað af á hinu og þessum gróðri, kannski aðalega stórum trjám sem hefa flotið. Hvað þau hefðu þurft er mjög erfitt að vita þar sem tegundirnar sem eru til í dag eru ekki þær sömu og þarna voru. Margar hverjar hafa líklegast aðlagast aðstæðum í dag sem eru ólíkar þeim sem voru fyrir þessum sirka fimm þúsund árum.

Tinna
Með "tæknilega fullkomnu skipi" á ég við skip (eða pramma, eða kassa, eða örk) sem er nógu vel byggt til að þola að sigla stanslaust í heilt ár, á sjó sem er fullur af  alls kyns braki og drullu - og á köflum sjóðandi, með mikilvægasta farm sem nokkurn tíma hefur verið fluttur, án þess að hætta væri á að skipið brotnaði í öldugangi, strandaði á einhverjum fjallstoppnum (því eins og þú segir var Örkin hönnuð til að fljóta en ekki sigla, og því erfitt fyrir Nóa að stýra fram hjá fjallstoppum og öðru á meðan vötnin risu og sjötnuðu) eða hreinlega sykki

Samkvæmt sögunni sjálfri þá var ekki mjög langur tími sem fjöllin stóðu upp úr. Í þessu tilfelli þá er það mín trú að Guð hafi sérstaklega verndað örkina.

Tinna
Síðan má spyrja sig hvers vegna þessi gríðarlega tækniþekking glataðist allt fram á okkar daga? 

Við sáum svipað gerast á miðöldum, alls konar þekking frá grikkjum og rómverjum glataðist á miðöldum.  Akkúrat í þessu dæmi þá glataðist þekking um hvernig á að búa til örk sem átti að fljóta, þekking sem hefur líklegast ekki þótt mjög gagnleg fyrir flesta árin þarna á eftir.

Síðan er nokkuð skemmtilegt að forvitnast um þekkingu sem virðist hafa glatast, sjá: The mystery of ancient man og The Puzzle of Ancient Man

Tinna
Hvorki Hebrear, Rómverjar né Grikkir notuðu núll, hugtakið kom fyrst fram hjá Babylóníumönnum um 200 fot. Þar að auki kunni Nói líklega ekki hornafræði, sem mér skilst að sé sniðugt að kunna ef maður er að fara að byggja stærsta og mikilvægasta skip mannkynssögunnar

Og Babylóníumenn voru á undan Hebreum og Grikkjum svo engin góð ástæða til að vera fullviss um að þeir sem komu á undan þeim höfðu ekki þá þekkingu.

Mofi, 4.1.2011 kl. 20:09

9 identicon

"Bara syndandi..."

Ómöguleiki þess er rakinn mjög ítarlega í greininni Mofi, sjórinn var sjóðandi heitur Halldór - enda kraumaði sjávarbotninn í mestu eldsumbrotum jarðsögunnar

Svo skil ég ekki þessar tilraunir þínar til svars.. þykist þú ekki vera svara greininni sem um ræðir? Þú kemur hér með nákvæmlega sömu svör og eru ítarlega hrakin í greininni sjálfri

Þú hlýtur að gera þér grein fyrir því að Tinna er væntanlega búin að lesa þetta sjálf....

Ninja Nótt (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 20:18

10 identicon

Hver sá um að dreifa plöntunum um jörðina eftir að flóðið sjatnaði... varla hafa fræin bara sjálfkrafa flogið á þann stað á jarðarkringlunni þar sem þeirra kjörskilyrði voru

Ninja Nótt (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 20:20

11 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Og Babylóníumenn voru á undan Hebreum og Grikkjum svo engin góð ástæða til að vera fullviss um að þeir sem komu á undan þeim höfðu ekki þá þekkingu.

Athugaðu samt að "núll" Babylóníumanna var ekki alvöru núll, þar sem talnakerfi þeirra byggðist ekki á tugum. Rómverjar fóru ekki að nota núll fyrr en upp úr 500 eot, Grikkir nokkru fyrr, eða um 140 fot og hebreska talnakerfið hefur ekkert núll enn þann dag í dag. 

 Hann hefði ekki þurft að taka nein þannig dýr með, þau hefðu spjarað sig án hans hjálpar. Þau hefðu getað lifað af á hinu og þessum gróðri, kannski aðalega stórum trjám sem hefa flotið.

Ok, ef hvalir og önnur sjávardýr gátu lifað í vötnunum hafa engin eldsumbrot eða jarðhræringar orðið á meðan á flóðinu stóð. Ef jarðlög eiga að hafa myndast í flóðinu hlýtur vatnið að hafa verið afskaplega drullugt og því ekki lífvænlegt fyrir þau sjávardýr sem treysta á hreinan og tæran sjó (að ekki sé minnst á ferskvatnsdýr). Og af hverju þurfti Nói að taka með sér svona mikið af fuglum? Gátu þeir ekki flogið um og lent svo á þessum stóru trjám? Eða önnur smádýr - ef Guð ætlaði að eyða öllu, hvers vegna skildi hann þá eftir "loophole" fyrir sum dýr? Hvers vegna leyfði hann sumum dýrum að lifa af þrátt fyrir að vera ekki í örkinni, en fann sig knúinn til að drepa alla kettina nema tvo?

Í þessu tilfelli þá er það mín trú að Guð hafi sérstaklega verndað örkina.

Af hverju þá að hafa fyrir því að láta fjörgamlan mann byggja skip sem hann hafði ekki tækniþekkingu til og safna saman dýrum sem hann hafði aldrei séð og vissi ekki hvernig átti að hugsa um, drepa alla í heiminum á kvalafullan og ógeðslegan hátt, ekki bara menn (sem þó unnu fyrir þessu með því að vera vondir) heldur öll dýrin líka? Af hverju ekki bara að "vernda þau sérstaklega" án drekkingarinnar?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.1.2011 kl. 21:38

12 Smámynd: Rebekka

Þegar ég var lítil, fór ég alltaf í sveit á sumrin.  Þar gerðum við frændi minn það okkur að leik að klippa út mjólkurfernur í bátsform ("norðlenskar" mjólkurfernur), settum í þær playmo-kalla og fleyttum þeim svo niður lækina í kringum bæinn.  Svo hlupum við á eftir þeim þar til komið var að hyl og/eða "bátarnir" stöðvuðust.

Það töpuðust ansi margir playmo-kallar skal ég segja þér...  Enda mjólkurfernur einungis góðar til að fljóta, og þær þoldu ekki mikinn velting.

Sagan um örkina er voða einföld og sæt.  Vatn flæðir um alla jörð, en Nói og fjölskylda komast af ásamt öllum dýrunum.  Húrra!  

En því miður gengur dæmið ekki upp.  Eðlisfræðin hreinlega leyfir það ekki.  Einstaka HLUTAR flóðssögunnar eru e.t.v. mögulegir, en ef allt er tekið saman, þá er sagan ómöguleg.

Hafðu einnig í huga að þeir sem skrifuðu söguna af Nóa, þekktu ekki einu sinni alla jörðina.  Suðurskautið, Norðurskautið, Norður-Evrópa, Ástralía, Nýja-Sjáland, Indónesía, Austurlönd fjær og bæði N- og S-Ameríka voru algerlega óþekkt lönd.  Ég efast jafnvel um að öll Afríka hafi verið þekkt.  Af hverju ætti guð eiginlega að vilja drekkja einhverjum mörgæsum á Suðurskautinu fyrir það sem menn í Palestínu gerðu?  Það er frekar ljótt af honum að velja aðeins sjö/tvö dýr af öllum þeim milljónum saklausra dýra sem höfðu nákvæmlega ekkert gert annað en að fæðast!

- Af hverju drap guð öll dýrin?  Því gat hann ekki bara notað krafta sína til að drepa syndugt fólk?

- Hvernig lifðu plönturnar af?

- Hvernig lifðu sjávardýrin af?

- Hvernig fóru jarðlögin að því að leggjast svona eins og þau gerðu?  Af hverju finnast ekki steingerfingar allra dýrategunda í sömu jarðlögum? 

- Hvernig hafði Nói tækniþekkinguna til að byggja skipið?  E.t.v. var hann jafn gáfaður og nútímafólk, en hann bjó ekki yfir sömu upplýsingum og við.  Tækniþekking nútímans er arfleifð margra alda vinnu.

- Af hverju dreifðust dýrategundirnar svona sérstætt eftir flóðið (sérstaklega ástralskar dýrategundir)?  Af hverju völdu mörgæsir t.d. ekki Norðurskautið sem heimili, en ísbirnir gerðu það?

Púff, ég gæti skotið fram 100 spurningum í viðbót, og fleirum eftir það.  Þeim sem trúa að Nóaflóðið sé satt, er velkomið að segja "Guð gerði þetta bara, þannig virkaði þetta".

Hins vegar þá gildir þetta svar bara ekki í vísindaheiminum, þannig að ekki troða Nóaflóðinu fram sem staðreynd, þegar stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, líffræði, lífeðlisfræði, jarðfræði, saga  o.s.frv. gefa ekki minnstu vísbendingu um að alheimsflóð hafi átt sér stað nokkurn tímann.

Rebekka, 5.1.2011 kl. 08:53

13 Smámynd: Mofi

Ninja
Ómöguleiki þess er rakinn mjög ítarlega í greininni Mofi, sjórinn var sjóðandi heitur Halldór - enda kraumaði sjávarbotninn í mestu eldsumbrotum jarðsögunnar

Ég hef enga ástæðu til að ætla að sjórinn hafi verið sjóðandi. Á einhverjum svæðum hefur lífið verið líklegast óbærilegt og ekkert lifað af en ekki alls staðar.

Ninja
Hver sá um að dreifa plöntunum um jörðina eftir að flóðið sjatnaði... varla hafa fræin bara sjálfkrafa flogið á þann stað á jarðarkringlunni þar sem þeirra kjörskilyrði voru

Líklegast miljónir fræja, fljótandi þar sem það hefur verið hægt, svífandi þar sem skilyrði fyrir það hafa verið ( mörg skráð tilfelli um slíkt ) eða meðal annars gróðurs sem hefur flotið á hafinu.

Mofi, 5.1.2011 kl. 09:46

14 Smámynd: Mofi

Tinna
Athugaðu samt að "núll" Babylóníumanna var ekki alvöru núll, þar sem talnakerfi þeirra byggðist ekki á tugum. Rómverjar fóru ekki að nota núll fyrr en upp úr 500 eot, Grikkir nokkru fyrr, eða um 140 fot og hebreska talnakerfið hefur ekkert núll enn þann dag í dag.

Ertu með einhverjar ástæður til að ætla að ef ske kynni að hann hafði ekki þekkinguna á núlli að þá gæti hann ekki byggt svona örk sem átti aðeins að fljóta í eitt ár?

Tinna
Ok, ef hvalir og önnur sjávardýr gátu lifað í vötnunum hafa engin eldsumbrot eða jarðhræringar orðið á meðan á flóðinu stóð. Ef jarðlög eiga að hafa myndast í flóðinu hlýtur vatnið að hafa verið afskaplega drullugt og því ekki lífvænlegt fyrir þau sjávardýr sem treysta á hreinan og tæran sjó (að ekki sé minnst á ferskvatnsdýr).

Augljóslega þá dóu nærri allt líf í sjónum, eitthvað sem við sjáum vel í steingervingunum en það þurftu aðeins að vera einhvers staðar lífvænleg skilyrði þar sem nokkur dýr gátu lifað af. Það er ekki eins og setlögin mynduðust þannig að allur jarðvegurinn blandaðist vatni í einu og síðan sorteraðist eftir því sem hann féll niður á botninn.  Þetta hefði verið kafla skipt þar sem sérhvert lag fór hratt yfir og gróf dýr hratt og myndaði þannig eitt lag en ekki að allt hafið yrði mjög drullugt.

Tinna
Og af hverju þurfti Nói að taka með sér svona mikið af fuglum? Gátu þeir ekki flogið um og lent svo á þessum stóru trjám? Eða önnur smádýr - ef Guð ætlaði að eyða öllu, hvers vegna skildi hann þá eftir "loophole" fyrir sum dýr? Hvers vegna leyfði hann sumum dýrum að lifa af þrátt fyrir að vera ekki í örkinni, en fann sig knúinn til að drepa alla kettina nema tvo?

Er bara ekki viss, kannsku eru þeir ekki jafn lífseigir og mörg hinna dýranna. Þetta samt snérist allt um manninn, ekki dýrin. Líklegast viljað að jörðin yrði byggileg eftir flóðið þannig að þau dýr sem lifðu af myndu mynda heildstætt lífvænlegt vitskerfi.

Tinna
Af hverju þá að hafa fyrir því að láta fjörgamlan mann byggja skip sem hann hafði ekki tækniþekkingu til og safna saman dýrum sem hann hafði aldrei séð og vissi ekki hvernig átti að hugsa um, drepa alla í heiminum á kvalafullan og ógeðslegan hátt, ekki bara menn (sem þó unnu fyrir þessu með því að vera vondir) heldur öll dýrin líka? Af hverju ekki bara að "vernda þau sérstaklega" án drekkingarinnar?

Við vitum voðalega lítið um hans tækniþekkingu og miðað við margt af fornum munum sem við höfum fundið þá hafa greinilega verið mjög klárt fólk á jörðinni víðsvegar. Ég skil vel að finna með dýrunum en án þeirra hefðu við ekki ummerki um þennan dóm.

Mofi, 5.1.2011 kl. 10:11

15 Smámynd: Mofi

Rebekka
Hafðu einnig í huga að þeir sem skrifuðu söguna af Nóa, þekktu ekki einu sinni alla jörðina.  Suðurskautið, Norðurskautið, Norður-Evrópa, Ástralía, Nýja-Sjáland, Indónesía, Austurlönd fjær og bæði N- og S-Ameríka voru algerlega óþekkt lönd.  Ég efast jafnvel um að öll Afríka hafi verið þekkt.  Af hverju ætti guð eiginlega að vilja drekkja einhverjum mörgæsum á Suðurskautinu fyrir það sem menn í Palestínu gerðu?

Enda þessi jörð sem þú talar um, ekki til á þessum tíma. Flóðið gjör breytti jörðinni og ekki vegna manna í Palestínu enda engin Palestína þá til. Ég trúi því að flóðið hafi verið dómur og viðvörun um næsta dóm og til þess að vera viðvörun þá þarf að vera einhver ummerki um hann.

Rebekka
Það er frekar ljótt af honum að velja aðeins sjö/tvö dýr af öllum þeim milljónum saklausra dýra sem höfðu nákvæmlega ekkert gert annað en að fæðast!

Ég er nokkuð viss um að Guði þyki meira vænt um dýrin sem Hann skapaði en mér og þér.  Á meðan síðan þessi jörð og þetta líf á henni sem það eina sem skiptir máli þá mun Guð alltaf líta út fyrir að vera illmenni en er ekki möguleiki að Hann viti eitthvað sem þú veist ekki? Að Hann sjái stóru myndina og að tímabundnar þjáningar í dag eru virði vegna betri framtíðar seinna?

Frá sjónarhóli Guðs ( eins og ég sé hann frá Biblíunni ) þá er dauðinn slæmur, hvort sem hann er í formi druknunar eða elli. Takmarkið er heimur án dauða og þjáninga en það virðist hafa ákveðið gjald sem eru tímabundnar þjáningar á þessari jörð.

Rebekka
- Hvernig lifðu plönturnar af?

- Hvernig lifðu sjávardýrin af?

Plönturnar í formi fræja, sjávardýrin... aðalega lifðu ekki af en einhver lifðu af á stöðum þar sem aðstæður leyfðu það. Hafið er ekki einsleitt, að það er jafn heitt alls staðar eða jafn drullugt alls staðar.

Rebekka
Hvernig fóru jarðlögin að því að leggjast svona eins og þau gerðu?  Af hverju finnast ekki steingerfingar allra dýrategunda í sömu jarðlögum? 

Við finnum oft grafreiti, fullt af dýrum sem lifa ekki saman en voru greinilega grafin saman. Það er hægt að sjá einhverja reglu í ringulreiðinni í steingervingunum en ég tel hana vera vegna þess að mismunandi vitskerfi voru grafin á mismunandi tímum. Þannig hefðu dýrin á sjávarbotninum grafist neðst og síðan koll af kolli.  Eitt sem er áhugavert sem ég lesið um þetta er að t.d. finnast fótspor dýranna vanalega í setlaginu fyrir neðan setlagið sem dýrin finnast grafin í, sjá: http://creation.com/images/pdfs/tj/j10_1/j10_1_082-100.pdf

Þetta er eitthvað sem er skiljanlegt út frá sögunni um flóðið, það kemur t.d. flóðbylgja sem grefur mikið af dýrum og myndar setlag. Dýrin sem sluppu hlaupa yfir blauta setlagið en síðan kemur önnur bylgja og grefur þau dýr hratt og þannig færðu steingerfð fótspor og síðan dýrin sem gerðu fótsporin í setlaginu fyrir ofan.

Mofi, 5.1.2011 kl. 10:30

16 identicon

Til hvers ertu að reyna þykjast svara þessari grein þegar þú gerir ekkert annað en að þylja upp rök sem skýrt og skilmerkilega eru hrakin í viðkomandi grein?

Ninja Nótt (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 13:48

17 Smámynd: Mofi

Ninja, ég var aðeins að svara þeim hluta sem ég vitnaði í, ég er einfaldlega ekkert kominn lengra.

Mofi, 5.1.2011 kl. 14:00

18 Smámynd: Mofi

Ninja, ef þú hefur einhver mótrök, hvort sem þau koma frá sjálfum þér eða frá greininni, endilega settu þau hérna fram.

Ninja
Til hvers ertu að berjast svona heiftarlega fyrir því að fá þessa sögu viðurkennda sem vísindi - þú veist það jafnvel og aðrir að hún verður það aldrei

Ég er einfaldlega að svara spurningum sem ég fæ varðandi mína sannfæringu á hvað gerðist í fortíðinni. 

Mofi, 5.1.2011 kl. 14:19

19 Smámynd: Mofi

Ninja, kominn með nóg af þér og örugglega ekki í fyrsta sinn. Athugasemdir fjarlægðar og lokað á viðkomandi.

Mofi, 5.1.2011 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 802784

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband