Þeir sem læra ekki af reynslunni

53180474.jpgÞað er ekki svo langt síðan fjaðrafokið í kringum Idu lauk og allar stóru fullyrðingarnar reyndust kjánalegir draumórar. Gaman að vita af hverju fullorðnir menn byrja að byggja skýjahallir á örfáum beinbrotum. Kannski er stóra ástæðan peningarnir og athyglin sem svona fullyrðingar hafa í för með sér. 

Jafnvel sumir þróunarsinnar eru búnir að fá nóg af þessu, eins og t.d. Carl Zimmer sem sagði, "Please, please, not again", sjá: http://www.slate.com/id/2250212/pagenum/all/#p2   Enn fremur voru þróunarskáldsagna höfundarnir flest allir ósammála hvor öðrum um hvað ætti að halda um þetta.

Fyrir mitt leiti fóru vísindin að breytast í miðalda skáldskap eftir að vísindamenn byrjuðu að trúa þróunarkenningu Darwins.

 


mbl.is Smátenntir, leggjalangir og breiðir til mjaðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Oh..

Lastu þennann annars ágæta pistill eftir Zimmer?

Hann er að gagnrýna blaðamenn/fréttamenn fyrir að blása allt upp og úr samhengi.  Hann segir líka:

Berger is not claiming that he has found the missing link—a direct ancestor of modern humans who made a great evolutionary leap from australopith to Homo. "I don't like the use of the term," Berger said in a press conference Wednesday. "The term missing link is a Victorian term that implies some chain of evolution." 

Lee Berger er maðurinn sem stjórnaði rannsókninni á þessum steingervingum.

Svo, það eru ekki 'þróunarsinnar' sem eru með neinar kjánalegar fullyrðingar um eitt eða neitt varðandi þennann steingervingafund.

Arnar, 10.4.2010 kl. 21:42

2 Smámynd: Óli Jón

Ég tek ofan fyrir þér, Mofi, fyrir það að geta óendanlega haldið í þá trú sem þú hefur. Það er hreinlega magnað að fylgjast með þér í samfélagi sem er undirorpið stöðugum breytingum á nær öllum sviðum. Ekkert fær þig til að efast og því getur þú alltaf séð hlutina með öðrum augum en flest allir aðrir sjá þá.

Þú átt sannarlega mikið hrós skilið fyrir það þolgæði og þá þrautseigju að hrærast, eins og þú gerir, í þessum heimi sem er nær algjörlega á skjön við þann heim sem þú sérð og ímyndar þér :)

Óli Jón, 10.4.2010 kl. 22:04

3 identicon

Sammála þér Mofi, þeir sem enga þekkingu hafa á lögmálunum í umhverfi okkar,eiga í besta falli bágt, hitt er annað mál, að til þess að fá innsýn í þessa hluti þarf að leita eftir þeim (leitið og þér munið finna) flestir hafa ekki til þess tíma, eða bara nenna því ekki. Heiðingjarnir á Íslandi eru svo kapítuli útaf fyrir sig, þeir fundu sinn guð (Mammon) dönsuðu kringum gullkálfinn um stund, fóru svo lóðbeint til helvítis með land og þjóð. Megi guð fyrirgefa þeim. En ég hlæ að þessu liði,var löngu búinn að sjá að foringi þeirra var bara fimmaurabrandari.

Robert (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 01:19

4 identicon

Robert,

Ég var ekki búinn að gera mér grein fyrir að það hefðu einungis verið heiðingjarnir og guðleysingjarnir sem dönsuðu í kring um gullkálfinn. þakkað þér fyrir að benda mér á þetta. Ég geng auðvitað út frá að þú vitir nákvæmlega hvað þú ert að tala um og að þú getir vitnað í viðamiklar rannsóknir máli þínu til stuðnings ef um væri beðið.

Mofi,

Lastu annað í þessarri grein en bara fyrirsögnina? Þessi Carl Zimmer er engan vegin skoðanabróðir þinn. Hann er vísindamaður sem er með fæturna á jörðinni og aðhyllist að sjálfsögðu þróunarkenninguna eins og flest upplýst fólk. Hann trúir því ekki að jörðin sé 6 til 10 þúsund ára gömul og þessi grein er engin árás á þróunarkenninguna. Hér er t.d. niðurstaða greinarinnar:

"But that's OK. Even if A. sediba doesn't turn out to be a close relative, it gives us a glimpse at the remarkable diversity of hominins that walked the Earth 1.8 million years ago. And no matter which hypothesis wins out, A. sediba is evidence that these are exciting times to study human evolution. People have been digging up human fossils for more than 150 years, and yet the past decade alone has seen a string of spectacular discoveries, from fossils that push back hominin origins millions of years to a separate species of Hobbit-sized hominins who were alive just 17,000 years ago. And some of those fossils, incredibly enough, still have DNA in them.

But the study of cavemen can get very confusing if we cling to bogus terms such as "missing links." It's high time we ditched those canards so we can really get to know our history better."

Ég tek undir með Óla Jóni, enda hef ég svosem sagt svipaða hluti áður. Ég veit bara ekki hvort maður á að dást að þrákelkni þinni eða fyrirlíta. Fyrir mitt leiti er það ekki neinn sérstakur mannkostur að vera trúaður.

Theodór Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 09:01

5 Smámynd: Mofi

Arnar, akkúrat.

Óli Jón,  á meðan það vantar gögn og rök fyrir afstöðu guðleysis og þróunarkenningarinnar þá er engin ástæða til að efast um áreiðanleika Biblíunnar. Takk fyrir heimsóknina.

Róbert,  hehe, góður :)

Mofi, 12.4.2010 kl. 09:45

6 Smámynd: Mofi

Theódór
Lastu annað í þessarri grein en bara fyrirsögnina? Þessi Carl Zimmer er engan vegin skoðanabróðir þinn.

Hann er þróunarsinni eins og ég benti á og ég var að benda á að margir þróunarsinnar eru líka á móti þessum fullyrðinga glöðu vísindamönnum sem virðast aðalega vera að sækjast eftir athygli.

Theódór
Fyrir mitt leiti er það ekki neinn sérstakur mannkostur að vera trúaður.

Í mínum augum þá er þín trú meiri en mín :)

Mofi, 12.4.2010 kl. 09:48

7 Smámynd: Arnar

Mofi:
Arnar, akkúrat.

Og hvað er þá málið?

Mofi:
Hann er þróunarsinni eins og ég benti á og ég var að benda á að margir þróunarsinnar eru líka á móti þessum fullyrðinga glöðu vísindamönnum sem virðast aðalega vera að sækjast eftir athygli.

Bíddu, þú varst að enda við að segja 'akkurat' við svarinu mínu þar sem ég var að benda á að Zimmer var að gagnrýna fréttamenn en ekki vísindamenn?

Arnar, 12.4.2010 kl. 13:02

8 Smámynd: Mofi

Arnar, ég er bara að gagnrýna æsifrétta mennskuna og fullyrðinga glöðu einstaklingana sem byggja á mjög hæpnum gögnum svo að jafnvel þróunarsinnar sem eru sérfræðingar eru engan veginn sammála.

Æsifréttamennskan kemur líka út frá hve fullyrðingaglaðir viðkomandi vísindamenn voru. Ég skildi það þannig, kannski misskildi ég.

Mofi, 12.4.2010 kl. 13:08

9 identicon

Ég held að Mofi sé ekki enn búinn að ná því að þessar fyrirsagnir koma frá fréttamönnum, en ekki vísindamönnunum sjálfum

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 13:20

10 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, kíktir þú á færsluna um Idu og myndbandið sem fylgdi henni?

Mofi, 12.4.2010 kl. 13:45

11 identicon

er þessi frétt um Idu?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 14:45

12 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni,  ég er að tengja þessa frétt við hana...

Mofi, 12.4.2010 kl. 14:56

13 identicon

Afhverju?

Hvaða gildi hefur sú rannsókn i samræmi við þessa?

Eru þetta sömu bein, á sama stað - sömu vísindamenn?

Ertu að segja mér að þú sért að reyna rýra gildi þessarar rannsóknar með annarri ótengdri rannsókn?

Er það ekki gegn öllu því sem þú hefur verið að halda fram síðustu daga um að meta rökin og gögn í hvert skipti fyrir sig?

Svo kemur þú hér og afkkrifar þessa rannsókn nánast samstundis vegna einhverrar annarrar rannsóknar?

Ekki mikill heiðarleiki í því hjá þér, er það?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 15:06

14 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, þetta er frá mínum bæjardyrum séð sama yfirlýsinga gleðin sem er byggð á mjög hæpnum gögnum. Ég ætla ekkert að hafna þessu fyrir fram, auðvitað þarf að meta þetta á eigin verðleikum. Þetta eru einfaldlega mín fyrstu viðbrögð og það er vegna minnar reynslu af svona fullyrðingum.

Mofi, 12.4.2010 kl. 15:18

15 identicon

Þessi yfirlýsing var komin frá fréttamönnunum Mofi, eitthvað sem þú hefðir séð ef þú hefðir lesið allt sem Zimmer sagði en ekki bara fyrirsögnina

Ætlar þú að leggja að jöfnu fyrirsagnarfréttamennsku og vísindarannsóknir?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 15:25

16 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, margir þarna komu með yfirlýsingar alveg eins og málið var með Idu.  Hérna er farið yfir margt af því sem hefur komið fram varðandi þessa frétt, sjá: http://www.creationsafaris.com/crev201004.htm

Mofi, 12.4.2010 kl. 15:35

17 Smámynd: Arnar

Mofi, vísindamennirnir sem rannsökuðu Australopitheus sediba hafa verið mjög svo hófsamir í yfirlýsingum sínum.  Eða er eitthvað sérstakt sem þú villt ræða?

Varðandi Idu þá var mikið fjölmiðlafár í kringum það og gerður sérstakur sjónvarpsþáttur og allt áður en niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar.  Ég efast ekki um að einhverjir markaðsmenn hafi haft puttana í yfirlýsingunum sem fylgdu því máli.

Og eins og ég hef bent á áður var það langt í frá samhljóma álit allra 'þróunarsinna', og svo voru það aðrir 'þróunarsinnar' sem gagnrýndu rannsóknina efnislega og leiddu í ljós þær niðurstöður sem eru almennt samþykktar í dag.

Arnar, 12.4.2010 kl. 15:51

18 identicon

Herðu... bara af handahófi þá greip ég eina fyrirsögnina á þessum link Mofi og skoðaði fréttina.. þetta var btw fyrsta svona sem ég skoðaði... það sem ég sá þegar ég las fréttina var þetta:

"Though its physical features are closer to human than other australopithecines, A. sediba is hundreds of thousands of years younger than the oldest fossils assigned to the genus Homo, meaning it is unlikely to be our direct ancestor."

Svo ég ákvað að grípa aðra fyrirsögna, enda búið að kvinka á quote mining viðvörunarbjöllunum..

Í þeirri frétt stóð, m.a.

""I don't think there's a lot of compelling evidence to suggest that [A. sediba] lies between Australopithecus and Homo," said anthropologist Bernard Wood of George Washington University."

"A. sediba "doesn't fit what our preconceptions would be about the ancestor of Homo,"

" at 1.95 to 1.78 million years old, the A. sediba fossils simply aren't old enough to represent an ancestor to Homo, said anthropologist Brian Richmond"

Og svona gæti ég haldið áfram, standard practise hjá þínum mönnum

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 15:58

19 Smámynd: Mofi

Arnar, hérna benti ég einmitt á að margir þróunarsinnar sýndu efasemdir um þetta. Það virðist ekki vera neitt hérna til að vera ósammála um.

Jón Bjarni,  ég er að missa af hvað þú ert að gagnrýna þarna.  Ég var að benda á að þróunarsinnar voru ekki sammála þessum vísindamanni sem kom þarna með þennan fund og því fjaðrafoki sem virtist vera reyna þarna að koma upp. Hvað er málið?

Mofi, 12.4.2010 kl. 16:10

20 identicon

Ég var að benda þér á að fyrirsagnirnar á þessari síðu sem þú bentir á sköpunarsíðunni þinni var quote mining

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 16:37

21 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, quote mining er þegar þú lætur einhvern segja eitthvað annað en hann sagði, tekur úr samhengi til að villa um fyrir einhverjum. Hvernig var það gert þarna?

Mofi, 12.4.2010 kl. 17:03

22 identicon

Það er látið líta út eins og þessar greinar hafi haft að megininntaki eitthvað allt annað en raunverulega var um að ræða.

Þú t.d. last ekki greinarnar sjálfar heldur hélst í ljósi þess að þarna væri verið að fullyrða eitthvað sem alls ekki var gert

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 00:35

23 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, hérna er ~25 mínútna spjall við mannfræðing sem þú hefur gott af því að horfa á. Tengist þróun mannsins.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.4.2010 kl. 01:20

24 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, endilega sýndu fram á þessa fullyrðingu þína.

Hjalti, flott, takk :)

Mofi, 13.4.2010 kl. 09:58

25 identicon

what????

Ok

"Jón Bjarni, margir þarna komu með yfirlýsingar alveg eins og málið var með Idu.  Hérna er farið yfir margt af því sem hefur komið fram varðandi þessa frétt, sjá: http://www.creationsafaris.com/crev201004.htm"

Þessi "yfirferð" var lítið annað en setningarbrot úr viðkomandi fréttum og með því að lesa actually viðkomandu fréttir var auðséð að MJÖG varfærnislega var farið í allt slíkt

SAMT kemur þú hér og fullyrðir að menn séu að fara framúr sér og fullyrða ýmislegt sem alls ekki er gert...

Nú skalt þú bara "drullast" til að lesa þessar greinar sjálfur

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 12:02

26 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, þú varst að halda því fram að þarna væri að quotemina, að þarna væri að láta sem svo að þessar greinar segðu eitthvað annað en tilvísanirnar gáfu til kynna.  Þarna varstu að fullyrða að þeir væru óheiðarlegir og ef þú vilt að ég trúi því þá þarft að rökstyðja það.

Mofi, 13.4.2010 kl. 12:41

27 identicon

Segðu mér Mofi... þegar þú varst hér að líkja þessu máli við Idu, gerðir þú það á grundvelli þessara fyrirsagna eða eftir að hafa lesið greinarnar sjálfar og fengið alla söguna?

Ástæðan fyrir því að ég spyr er sú að þessi líking þín við Idu er út í hött af þeirri einföldu ástæðu að hefðir þú lesið greinarnar sjálfar hefðir þú séð hversu varfærnislega er farið í allar fullyrðingar og að það er jafnvel fullyrt að þetta sé bara alls enginn týndur hlekkur.

Upphaflegur póstur þinn um þetta mál lyktar nefnilega af því að þér finnist að það eigi bara að hafna þessari rannsókn sem vitleysu og hefur þar fyrir þér lítið annað en fyrirsagnayfirlestur og aðra ótengda rannsókn.

Og það fer í taugarnar á mér vegna þess að ég geri mér grein fyrir því að hafir þú dregið þá ályktun á þess að kynna þér efnið... þá hafa þúsunir annarra gert það líka.

Þessi grein þín er sett upp að því er virðist vera til að gera lítið úr þessum fundi og gert vegna fyrirsagnablaðamennsku sem á ekkert skylt við rannsóknirnar sem liggja þar að baki.

Með þessu ert þú (ekki í fyrsta skipti) að gera lítið úr starfi hámenntaðs fólks sem er að vinna heiðarlega að sínum rannsóknum...

Fyrir utan það að mér finnst þessi tenging þín við Idu ganga gegn öllu sem þú hefur verið að röfla hér um síðustu daga um að skoða verði rök og gögn í hvert skipti óháð öðru... það er í því töluverður óheiðarleiki af þinni hálfu að gera þig svo sekan um að dæma hér störf vísindamanna ómerk og benda máli þinu til stuðnings á rannsókn sem kemur þessu fólki ekkert við

En þú sérð það að sjálfsögðu ekki

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 16:38

28 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, auðvitað ber að skoða þetta og meta eins og allt annað. Ég gagnrýndi æsifrétta mennskuna og þú virðist vera sammála mér að því leiti. Ég bendi á að margir þróunarsinnar voru ekki að hoppa á vagninn svo þar virðumst við líka vera sammála. Eina sem okkur virðist greina á um er hvort að einhver vísindamaður þarna var aðeins of fullyrðinga glaður; ég tel að svo hlýtur að vera miðað við fyrirsagnirnar í blöðum sem eiga að flokkast undir nokkuð virt vísindarit.

Mofi, 14.4.2010 kl. 10:05

29 identicon

"á meðan það vantar gögn og rök fyrir afstöðu guðleysis og þróunarkenningarinnar þá er engin ástæða til að efast um áreiðanleika Biblíunnar."

Ertu að grínast Mofi? Ertu í alvöru að segja að það vanti gögn sem benda til þróunar lífs á jörðinni? Og ertu svo að halda því fram að trúleysi sé meiri trú en trú á guð með þessu: "Í mínum augum þá er þín trú meiri en mín" eða er að aðhyllast þróun trú? 

Það er óábyrgt að halda fram sköpunarsögu sem gengur þvert á þau gögn sem hafa safnast sem benda til þróunar lífs (í mörg milljón ár). 

Ég mæli með því að halda óskyggjunni fyrir þig, hún á ekkert erindi í umræðu í upplýstu samfélagi (t.d. að kommenta á mbl.is). 

Sverrir Ari (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 23:41

30 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Tek undir með Sverri Ara, ég held að Mofi hafi verið að grínast.

Mofi, þegar þú skrifaðir um Idu á sínum tíma þá hélstu því fram að vísindamennirnir væru að bulla og vissu ekkert hvað þeir töluðu um. Þú aftur á móti gast skilið þetta allt út einni ljósmynd!

Núna ertu að misnota grein sem skrifuð er nákvæmlega til höfuðs þér og þínum líkum: Zimmer er einmitt að gagnrýna þá sem, án nokkurrar kunnáttu, þykjast vita allt út frá einhverjum óljósum staðreyndum, blása það síðan upp til að styðja eigin málstað (eða græða peninga).

Fyrst var það ein ljósmynd og hana! Mofi vissi allt um Idu. En auðvitað ertu í þjálfun, Mofi, þú last eina blaðsíðu í gamalli bók og hana! Mofi veit allt um tilurð heimsins.

Starf þeirra vísindamanna sem að málum koma stendur óhaggað, vitneskja þeirra eykst jafnt og þétt og kenningar þeirra þróast í takt við opna, uppbyggilega og vísindalega umræðu. En þú, Mofi, virðist vera að reyna lágkúrulega árás á þessa vísindamenn með því að misnota grein Zimmers!

Brynjólfur Þorvarðsson, 18.4.2010 kl. 16:35

31 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þeir sem læra ekki af reynslunni, þróast ekki, og trúa frekar á kredduskýringar en vísindalegar kenningar þess tíma, sem eru jú í þróun, ólíkt steinaldarkreddum.

Enginn annar tekið eftir því hvað sköpunarsinnar virðast oft vanþróaðir?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 19.4.2010 kl. 08:59

32 Smámynd: Mofi

Sverrir
Ertu að grínast Mofi? Ertu í alvöru að segja að það vanti gögn sem benda til þróunar lífs á jörðinni? Og ertu svo að halda því fram að trúleysi sé meiri trú en trú á guð með þessu: "Í mínum augum þá er þín trú meiri en mín" eða er að aðhyllast þróun trú?

Mín setning þarna var mjög undarleg... auðvitað er nóg af ástæðum til að efast um Biblíuna þó að þróunarkenningin sé röng. En það aftur á móti gefur manni ástæðu til að skoða Biblíuna og trúa því sem hún segir ef þróunarkenningin er röng.

Aftur á móti þá sannarlega fullyrði ég að aðhyllast þróunarkenningun þurfi meiri trú en að aðhyllast sköpun. Að aðhyllast sögu Biblíunnar þarf meiri trú en bara sköun, það viðurkenni ég.

Mofi, 19.4.2010 kl. 11:17

33 Smámynd: Mofi

Brynjólfur
Mofi, þegar þú skrifaðir um Idu á sínum tíma þá hélstu því fram að vísindamennirnir væru að bulla og vissu ekkert hvað þeir töluðu um. Þú aftur á móti gast skilið þetta allt út einni ljósmynd!

Já, og hafði rétt fyrir mér :)

Brynjólfur
Núna ertu að misnota grein sem skrifuð er nákvæmlega til höfuðs þér og þínum líkum: Zimmer er einmitt að gagnrýna þá sem, án nokkurrar kunnáttu, þykjast vita allt út frá einhverjum óljósum staðreyndum, blása það síðan upp til að styðja eigin málstað (eða græða peninga).

Zimmer er ekkert að fjalla um sköpunarsinna þarna, hann er að fjalla um þá sem blása svona fundi upp þegar fjölmargir vísindamenn eru ekki viss hvernig er best að túlka þessi gögn.

Mofi, 19.4.2010 kl. 11:19

34 Smámynd: Mofi

J. Einar...
Þeir sem læra ekki af reynslunni, þróast ekki, og trúa frekar á kredduskýringar en vísindalegar kenningar þess tíma, sem eru jú í þróun, ólíkt steinaldarkreddum.

Þeir sem læra ekki af reynslunni virðast vera þróunarsinnar því þeir gera þetta trekk í trekk. Koma með stórar fullyrðingar um einhvern hlekk og síðan þarf að taka flest allt til baka einhverjum mánuðum seinna.
 

Mofi, 19.4.2010 kl. 11:20

35 Smámynd: Arnar

Mofi:
Þeir sem læra ekki af reynslunni virðast vera þróunarsinnar því þeir gera þetta trekk í trekk.

Ég hélt við værum sammála um annað Mofi, það hafa engir 'þróunarsinnar' verið með neinar 'stórar fullyrðingar' um þennann steingervinga fund sem þú ert að ræða hér.

Arnar, 19.4.2010 kl. 11:36

36 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Nibb. Ekki rétt Mofo. Þeir sem aðhyllast vísindalegar kenningar gera ráð fyrir því að með aukinni þekkingu geti málið liti öðruvísi út á meðan sköpunarsinnar sökkva sér í 3000 ára gömul kredduskrif og ætla það heilagan sannleik og óhagganlegan - sem breytist ekki því hann er óhagganlegur, jafnvel í ljósi nýrrar þekkingar- ergo læra sköpunarsinnar ekki af nýfenginni reynslu/þekkingu.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 20.4.2010 kl. 06:25

37 Smámynd: Mofi

Arnar, við vorum sammála um að margir ef ekki flestir þróunarsinnar sem voru miklu hófsamari en það voru þróunarsinnar sem komu með þetta. Þetta er síðan búið að vera svona aftur og aftur í gegnum tíðina, risastórar fyrirsagnir um einhvern týndan hlekk og síðan lítil neðalmálsgrein þegar búið er að afskrifa viðkomandi fund.

J. Einar Valur, ég tel að maður á aðeins að trúa í besta samræmi við staðreyndirnar og ef að þær styðja sögu 3000 ára gömul rit þá fer það ekkert í taugarnar á mér.

Mofi, 20.4.2010 kl. 10:05

38 identicon

Sæll Mofi. Ég er mjög forvitinn að vita hvernig þú rökstyður þitt mál. Þú virðist halda því fram að staðreyndir (gögn, vísbendingar) styðji við sköpunarsögu Biblíunnar. Geturu nefnt einhver dæmi? Hverjar eru þessar staðreyndir? Ég er mjög áhugasamur um hvernig heimurinn varð til og um uppruna mannsins og vil gjarnan heyra um það sem þú virðist vita.

Ég á t.d. erfitt með að skilja afhverju mannfólkið var skapað eins og það er (Skv. Bíblíunni). Botnlanginn þjónar engum tilgangi. Endajaxlar passa oft ekki í munninn. Blindi bletturinn í auganu getur verið hættulegur (sjóntauginn er fyrir framan sjónhimnuna ekki aftan eins og t.d. í kolkrabba). Og svo er rófubeinið bara heimskuleg hönnun ef það er engin rófa. Hvað er svo málið með alla þessa genagalla, eru þeir kannski gjöf frá Satan?

Finnst þér þetta ekki benda til þróunar en ekki sköpunar Mofi? 

Sverrir Ari (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband