Það er fólk á Íslandi sem vill aðra helför

holocaust-a-mother-tries-to-save-her-childÞað kann að virka ótrúleg fyrir suma að heyra að það er til fólk á Íslandi sem telur að helförin í seinni heimstyröldinni var af hinu góða og það vantar bara eina í viðbót til að klára það sem Hitler byrjaði á.  Ég þekki fleiri en einn sem hafa þessa hugmynd; ekki lengur vinir mínir eftir að ég komst að þessu enda enginn möguleiki fyrir mig að vera vinur slíkra illmenna. Persónulega finnst mér að það eigi að loka slíkt fólk inni og aldrei hleypa því aftur út, reyna sitt besta að gleyma að það er til.

Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að mér finnst ástandið í Palestínu ógnandi, ég sé fyrir mér undirbúning fyrir aðra helför og gífurlegan áróður til að réttlæta hana.


mbl.is Telur það skyldu sína að segja frá útrýmingarbúðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Churchill las Mein Kampf

401598Það eru áhugaverðar greinar um Churchill í dag eins og t.d. þessi: Churchill: As good as we think?  Forvitnilegt að lesa um hans mistök og hans sigra.  Eitt af því sem ég rak augun í var þessi athugasemd hérna:

Bill, Glasgow, Scotland
Churchill was unquestionably a national saviour, without whom we would perhaps even now be part of the Nazi empire. He was one of the few politicians who had troubled to read Mein Kampf and understood Hitler's true intentions. He tirelessly warned of the need to stand up to Hitler.
By force of personality he cajoled firstly the King and Parliament, and then the people as a whole, to do just that at enormous cost. The world is a better place for being rid of Hitler and Churchill, whatever his faults, was the leader who led while others succumbed.

Það sem mér finnst áhugavert hérna er að sá sem skrifar þessa athugasemd skilur tenginguna milli hugmyndafræði og gjörða. Samkvæmt honum þá las Churchill bók Hitler's "Mein Kampf" og skildi hans raunverulega áætlanir. Þetta er lexía sem stjórnmálamenn í dag þurfa að læra, helst af sögunni frekar en reynslunni okkar allra vegna.

Ein síðan góð tilvitnun í Churchill, hvaða álit sem fólk hefur á honum þá hljóta allir að vera sammála um það að hann var mælskur.

Winston Churchill
A pessimist sees the difficulty in every opportunity; an optimist sees the opportunity in every difficulty.


 


mbl.is Churchill „besti forsætisráðherra“ Bretlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúin betri en einstaklingarnir sem henni fylgja

Því miður þá eru kristnir út um heim allan að láta Jesú líta illa út vegna þess sem þeir segja og gera.  Því miður er ég ekki undantekning á því en allt of oft þá reiðist ég því sem ég upplifi óheiðarleika eða viljandi heimsku en í staðinn fyrir að hafa ráðleggingar Biblíunnar að leiðarljósi þá tekur mannlega eðlið yfir og maður segir eitthvað ljót.

Aftur og aftur þá sé ég hvernig trúin er miklu betri en ég sem lætur rök þeirra sem vilja að Biblían sé ekki skilin bókstaflega hljóma frekar illa.

Efesusbréfið 4:29
Látið ekkert fúkyrði líða ykkur af munni heldur það eitt sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gerist, til þess að það verði til góðs þeim sem heyra. 30Hryggið ekki Guðs heilaga anda sem þið eruð innsigluð með til endurlausnardagsins. 31Látið hvers konar beiskju, ofsa, reiði, hávaða og lastmæli vera fjarlægt ykkur og alla mannvonsku yfirleitt. 32Verið góðviljuð hvert við annað, miskunnsöm, fús til að fyrirgefa hvert öðru eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið ykkur.

 


mbl.is Las upp úr „kristilegum kærleik“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. janúar 2015

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 802812

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband