6.4.2012 | 14:02
Af hverju þurfti Jesú að deyja?
Kristnir segja oft, "Jesú dó fyrir þig því Hann elskaði þig svo mikið". Ég held samt að flestir þeirra sem eru ekki kristnir hrista bara hausinn við slíku og finnist það óskiljanlegt. Ég skil þá mjög vel. Ein dæmisaga finnst mér útskýra þetta vel. Ímyndaðu þér að það komi til þín maður og segi við þig að hann seldi húsið sitt og allt sem hann átti til að kaupa handa þér meðal og hann væri núna að gefa þér það sem ókeypis gjöf frá honum. Líklegast þægir þú gjöfina og þakkar fyrir þig en hristir síðan hausinn yfir vitleysunni í manninum. En ef að sagan væri svona. Það kemur maður til þín og segir að þú hafir tíu einkenni sem sanni að þú hafir mjög alvarlegan sjúkdóm. Hann fer yfir þessi einkenni og þú sérð að þau eru öll rétt. Hann síðan sýnir þér greinar og myndir af fólki sem lést úr þessum sjúkdómi. Núna líklegast er hjartað byrjað að slá frekar hratt og ótti kominn yfir þig. Í örvæntingu spyr þú, hvað get ég gert, er til lækning. Maðurinn þá segir að hún sé til en hún sé mjög dýr en vegna þess að honum þyki vænt um þig þá mun hann selja allt sem hann á til að geta keypt handa þér lækninguna.
En getur þetta passað við sögu Biblíunnar af krossfestingunni? Ég tel svo vera. Biblían segir okkur að við höfum sjúkdóm sem hún kallar synd. Ef við höfum t.d. logið, stolið, öfundað eða hatað þá höfum við smitast. Afleiðingin er eitthvað sem við þekkjum mjög vel, dauði. Að verða eins og myndin hérna til hægri sýnir, eða eins og Guð orðaði þetta:
1. Mósebók 3
19Í svita þíns andlitis skaltu brauðs þíns neyta
þar til þú hverfur aftur til jarðarinnar því af henni ertu tekinn. Því að mold ert þú og til moldar skaltu aftur hverfa.
Andspænis þessum raunveruleika kemur Biblían með boðskap vonar, að Guð myndi borga gjaldið með því að sonur Hans myndi deyja dauðanum sem við ættum skilið fyrir afbrot okkar svo við mættum lifa. Því síðan til sönnunar reisti Guð Jesú upp frá dauðum svo við mættum lifa í þeirri von að við verðum reist upp frá dauðum þegar að því kemur.
En svarar það spurningunni? Ekki alveg. Málið er að á dómsdegi þá munu verða tveir hópar af fólki, báðir munu verða sekir um að ljúga, stela, öfunda og hata en einn hópurinn hlýtur eilíft líf á meðan hinum hópnum er refsað og deyr hinum seinni dauða en hann er eilífur. Með því að borga sjálfur gjaldið þá er Guð bæði réttlátur og kærleiksríkur. Þeir sem munu öðlast eilíft líf munu gera það þrátt fyrir eigin sekt en vegna þess að þeir meðtóku gjöfina sem Guð bauð þeim þá mun sýkna þá og gefa þeim eilíft líf. Þeir sem glatast munu gera það vegna þeirra eigin gjörða og dómurinn yfir þeim verður réttlátur. Þeir höfnuðu Guði, lögum Guðs og þeirrar fyrirgefningar sem Hann bauð þeim.
Mér þykir vænt um hvernig Jesaja lýsti þessum, mörg hundruð árum fyrir Krist:
Jesaja 53
og vor harmkvæli er hann á sig lagði.
1Hver trúði því sem oss var boðað
og hverjum opinberaðist armleggur Drottins?
2Hann óx upp eins og viðarteinungur fyrir augliti Drottins,
eins og rótarkvistur úr þurri jörð.
Hann var hvorki fagur né glæsilegur ásýndum
né álitlegur svo að oss fyndist til um hann.
3Hann var fyrirlitinn og menn forðuðust hann,
harmkvælamaður og kunnugur þjáningum,
líkur manni sem menn byrgja augu sín fyrir,
fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.
4En vorar þjáningar voru það sem hann bar
Vér álitum honum refsað,
hann sleginn og niðurlægðan af Guði.
5En hann var særður vegna vorra synda,
kraminn vegna vorra misgjörða.
Honum var refsað svo að vér fengjum frið
og fyrir benjar hans urðum vér heilbrigðir.
6Vér fórum allir villir vegar sem sauðir,
héldum hver sína leið
en Drottinn lét synd vor allra
koma niður á honum.
7Hann var hart leikinn og þjáður
en lauk eigi upp munni sínum
fremur en lamb sem leitt er til slátrunar
eða sauður sem þegir fyrir þeim er rýja hann,
hann lauk eigi upp munni sínum.
8Hann var fjötraður, dæmdur og leiddur burt
en hver hugsaði um afdrif hans
þegar hann var hrifinn burt af landi lifenda?
Vegna syndar míns lýðs var honum refsað.
9Menn bjuggu honum gröf meðal guðlausra,
legstað meðal ríkra
þótt hann hefði ekki framið ranglæti
og svik væru ekki í munni hans.
10En Drottni þóknaðist að kremja hann og þjaka.
Þar sem hann færði líf sitt að sektarfórn
fær hann að sjá niðja sína og lifa langa ævi
og vegna hans nær vilji Drottins fram að ganga.
11Að þjáningum sínum loknum mun hann sjá ljós
og seðjast af þekkingu sinni.
Þjónn minn mun réttlæta marga
því að hann bar syndir þeirra.
12Þess vegna fæ ég honum hlutdeild með stórmennum
og hann mun skipta feng með voldugum
vegna þess að hann gaf líf sitt í dauðann
og var talinn með illræðismönnum.
En hann bar synd margra
og bað fyrir illræðismönnum
Árleg krossfesting á Filippseyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 6. apríl 2012
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar