Samkynhneigð er synd

Þessi umræða finnst mér vera á afskaplega heimskulegu plani.   Snorri í Betel ræður engu um hvað er synd og hvað er ekki synd. Biskup Íslands hefur heldur ekkert vald til að ákveða hvað sé synd og hvað ekki. Þótt að allir páfar sem hafa verið uppi myndu rísa upp frá dauðum og segja að samkynhneigð sé ekki synd þá breytti það ekki því að Biblían skilgreinir þetta svona.

Í meira en þrjú þúsund ár hefur Biblían skilgreint hvað er synd og enginn mannlegur máttur getur breytt því.  Biblían segir einnig að kynlíf utan hjónabands sé synd og að vanvirða hvíldardaginn, sjöunda daginn eða laugardaginn sé synd. Það kemur mannfyrirlitningu ekkert við heldur einfaldlega skilgreining Biblíunnar á hvað er synd.

Í mínum augum er þessi árás á Snorra í Betel vottur um mikla mannfyrirlitingu og haturs áróður. Ég er nokkuð viss um að kristnir almennt vildu að Biblían segði þetta ekki því að hver vill ekki vera vinsæll?


mbl.is Erfitt að draga línuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getum við ennþá trúað Biblíunni?

cwsbtb_cover_medium.jpgÍ Hörpu stendur nú yfir sýning og fyrirlestraröð sem fjallar um Biblíuna og samfélagsmál. Þar er líka verið að selja bókina "Can we still believe the Bible". Hérna er heimasíða bókarinnar: http://www.canwestillbelievethebible.com/  Bókin sem er til sögu hefur verið þýdd á íslensku.

Heimasíða bókarinnar kemur með mjög áhugaverðan punkt sem ég vona að fólk velti alvarlega fyrir sér; hérna er hann lauslega þýddur:

http://www.canwestillbelievethebible.com/
Fyrir meira en fjögur hundruð árum þá hætti fjöldi fólks lífi sínu til að gefa öðrum aðgang að Biblíunni á ensku. Þetta varð til þess að "King James" útgáfan af Biblíunni varð til árið 1611. En var þeirra fórn þess virði?  Skiptir það okkur máli í dag?

Í gegnum aldirnar hefur fólk lagt líf sitt að veði til að koma boðskapi Biblíunnar á framfæri; svo mikilvægan trúði það fólk að þessi boðskapur væri. Í mínum huga er enginn vafi á því að þessi boðskapur hefur mótað það samfélag sem við lifum í, samfélag þar sem trúfrelsi, lýðræði, tjáningarfrelsi og náungakærleikur eru gildi sem eru mikils metin þó stundum líta margir á þau sem sjálfgefin.

Ég vil hvetja fólk til að mæta í Hörpu og skoða og helst kaupa bókina og kynna sér smá brot af þeim ástæðum sem við höfum til að trúa að Biblían sé sönn. Í kvöld sér Hamrahlíðakórinn um tónlistina, Ólafur Gunnar Sæmundsson verður með erindið "Næringa öfgar í velmegunarsamfélagi" og Janos Kovacs-Biro verður með erindið "Fals guðir okkar tíma, ást, peningar, velgegni og völd".


Bloggfærslur 10. febrúar 2012

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 802871

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband